Greinar þriðjudaginn 22. nóvember 2022

Fréttir

22. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 269 orð | 1 mynd

Af hverju ekki að setja upp 1.500 rampa?

Tilkynnt var um stækkun verkefnisins Römpum upp Ísland með gjörningi Haralds Þorleifssonar, stofnanda Ueno og forsprakka verkefnisins, og Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, í Mjóddinni í gær Meira
22. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 471 orð | 4 myndir

Ameríska goðsögnin stendur fyrir sínu

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Árið 2004 kom út bókin Saga mótorhjólsins á Íslandi í 100 ár eftir Njál Gunnlaugsson. Nú hefur hann sent frá sér Amerísku goðsögnina. Sögu Harley-Davidson-mótorhjóla á Íslandi, sem JPV gefur út. „Ég ætlaði mér alltaf að bæta við fyrri bókina, en þegar ég byrjaði að skrifa sá ég fljótt að kaflinn um Harley-Davidson-hjólin yrði það mikið efni að sniðugra væri að gefa sérbók út um þau.“ Meira
22. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 453 orð | 1 mynd

„Komumst lítið áfram með þessar kjaraviðræður“

Hvorki gengur né rekur í viðræðum Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) fyrir hönd flugmanna Landhelgisgæslunnar og samninganefndar ríkisins. Flugmenn Gæslunnar hafa nú verið samningslausir í tæplega þrjú ár en kjarasamningur þeirra rann út 31. desember 2019. Sáttafundur var haldinn í seinustu viku og næsti sáttafundur er boðaður næstkomandi föstudag. Flugmenn Landhelgisgæslunnar hafa ekki verkfallsrétt þar sem þeir eru handhafar lögregluvalds í sínum störfum. Meira
22. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 27 orð | 1 mynd

Eggert Jóhannesson

Myndataka Stutt er í aðventuna og jólaskreytingar komnar upp víða um bæinn. Ferðamenn eru komnir í jólapeysurnar og hér er stillt upp til myndatöku fyrir utan... Meira
22. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 415 orð | 1 mynd

Ekki svarið að sniðganga HM í Katar

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, kveðst vonsvikin vegna framferðis Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) sem hefur hótað því að refsa fyrirliðum sem beri fyrirliðaband í regnbogalitum á heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu Meira
22. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 166 orð | 1 mynd

Eldur í steinullarverksmiðjunni

Eldur kviknaði í steinullarverksmiðjunni Steinull hf. á Sauðárkróki í gær. Sigurður Bjarni Rafnsson, varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Skagafjarðar, sagði að fljótlega hefði tekist að ráða niðurlögum eldsins, þökk sé snörum handtökum slökkviliðsins og tjón því minni háttar Meira
22. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Fannfergi í Svíþjóð og lestakerfið í lamasessi í Stokkhólmi

Snjó kyngdi niður í gærnótt yfir borgir og bæi í Svíþjóð og þurftu margir að draga fram gömlu skófluna og rúðusköfuna áður en sest var upp í bílinn. Þá komst fjöldi fólks ekki í vinnu vegna samgöngutruflana en fannfergið hafði áhrif á… Meira
22. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 243 orð | 1 mynd

Fimm ákærðir fyrir hópslagsmál

Fimm karlmenn hafa verið ákærðir fyrir árás í Borgarholtsskóla í janúar í fyrra, en meðal annars var hníf og hafnaboltakylfu beitt við árásina þar sem tveir hópar tókust á. Þrír úr öðrum hópnum eru ákærðir en tveir úr hinum Meira
22. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 259 orð | 1 mynd

Fimmtán liggja inni með Covid

Fimmtán liggja á Landspítala með Covid-smit en undanfarnar vikur hafa greinst að meðaltali 30-40 smit á dag hér á landi og hefur meðalfjöldinn haldist nokkuð stöðugur. Hildur Helgadóttir, formaður farsóttarnefndar Landspítala, segir fjölda innlagna hafa gengið svolítið í bylgjum síðan í sumar Meira
22. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 327 orð | 2 myndir

Fjölþátta varnir mikilvægar

Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Ég fagna þessari umræðu, hún er bæði mjög mikilvæg og löngu tímabær. Með réttu hefðum við átt að byrja mun fyrr á að byggja upp sérfræðiþekkingu á hinum ólíku sviðum öryggis- og varnarmála. Enda verðum við að búa yfir getu til að taka fullan þátt í mótun öryggis- og varnarstefnu Íslands ásamt okkar bandalagsríkjum,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, en í síðustu viku fór fram umræða á Alþingi um aukið alþjóðlegt samstarf í öryggis- og varnarmálum. Var þar m.a. kallað eftir umræðu um varanlega viðveru varnarliðs á Íslandi í ljósi breytts öryggisástands í Evrópu. Meira
22. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Forsetinn afhenti Össuri viðurkenningu Barnaheilla

Össur Geirsson, skólastjóri Skólahljómsveitar Kópavogs, hlaut í gær viðurkenningu Barnaheilla fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra í tengslum við afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þann 20 Meira
22. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Funda í húsnæði ríkissáttasemjara

Fjölmenn samninganefnd Eflingar fundar í dag klukkan 15 með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins í húsnæði ríkissáttasemjara. „Okkur finnst ágætt að nýta það húsnæði og embætti ríkissáttasemjara hefur samþykkt að hýsa okkur og þessar… Meira
22. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 382 orð | 2 myndir

Gæsluvarðhaldsfangar aldrei fleiri

Um þrefalt fleiri sitja nú í gæsluvarðhaldi en almennt gengur og gerist. Þetta segir Páll Egill Winkel, fangelsismálastjóri. Nú séu gæsluvarðhaldsfangarnir 60 talsins en að jafnaði séu þeir um 20. Þetta er metfjöldi hér á landi til þessa Meira
22. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 227 orð | 1 mynd

Hallarekstur í Árborg er 2,4 ma. kr.

„Staðan er þröng,“ segir Fjóla Kristinsdóttir bæjarstjóri í Árborg. Á fyrstu níu mánuðum líðandi árs er rekstur bæjarfélagsins í mínus upp á rétt tæp 2,4 milljarða króna. Það er um 230 milljónum króna meira en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins Meira
22. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

Halli og aðhald

Á næstunni verður hægt á fjárfestingum og uppbyggingu og jafnframt hagrætt í rekstri hjá sveitarfélaginu Árborg. Tap af rekstri bæjarsjóðs á fyrstu níu mánuðum líðandi árs er 2,4 milljarðar króna og því verður brugðist við, segir Fjóla Kristinsdóttir bæjarstjóri Meira
22. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 127 orð | 1 mynd

Hegningarlagabrotum fjölgaði

Hegningarlagabrotum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði í október frá fyrri mánuði og voru skráð 876 slík brot í október. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir október 2022 Meira
22. nóvember 2022 | Erlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Hótar landhernaði innan Sýrlands

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hótaði því í gær að tyrkneski herinn myndi hefja landhernað í Sýrlandi, en Tyrkir hófu loftárásir á skotmörk í Sýrlandi og Írak í kjölfar hryðjuverksins í Istanbúl 13 Meira
22. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 48 orð

Í gær urðu þau mistök í gátunni Orðarugli að óviðeigandi orð var meðal…

Í gær urðu þau mistök í gátunni Orðarugli að óviðeigandi orð var meðal lausnarorða. Orðin eru valin af handahófi af tölvu og fyrir mistök var þetta ekki fjarlægt áður en gátan birtist. Nú hefur þetta orð og önnur sambærileg verið fjarlægð úr orðasafninu Meira
22. nóvember 2022 | Erlendar fréttir | 163 orð | 1 mynd

Mannskæður jarðskjálfti á Jövu

Að minnsta kosti 162 fórust á eyjunni Jövu í Indónesíu í gær þegar jarðskjálfti af stærðinni 5,6 reið yfir. Skjálftinn leiddi til þess að byggingar hrundu og aurskriður féllu á eyjunni. Þá sló rafmagni út víða, sér í lagi í héraðinu Vestur-Jövu, þar sem skjálftans varð helst vart Meira
22. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 457 orð | 2 myndir

Meira áhorf á opnunarleikinn núna

„Mér er ekki kunnugt um að aðrir auglýsendur hafi dregið til baka sínar auglýsingar með þeim hætti sem Subway gerði,“ sagði Einar Logi Vignisson auglýsingastjóri RÚV í gær. Mikil umræða hefur verið í gangi um HM í Katar vegna mannréttindabrota á farandverkamönnum Meira
22. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 165 orð | 1 mynd

Mikil ánægja með starfsemi Hugarafls

Félagsmenn Hugarafls heimsóttu félags- og vinnumálaráðuneytið nýverið til að færa Guðmundi Inga Guðbrandssyni félags- og vinnumálaráðherra batasögur Hugaraflsmanna og nýja þjónustukönnun sem unnin var af Háskóla Íslands Meira
22. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 139 orð | 1 mynd

Minni kostnaður hjá RÚV

Einar Logi Vignisson, auglýsingastjóri RÚV, segir að bráðabirgðatölur frá Gallup bendi til þess að fleiri hér á landi hafi horft á opnunarleik HM í ár en þegar mótið var haldið í Rússlandi fyrir fjórum árum Meira
22. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 187 orð

Netið trufli ekki gæðastundir

Fjölskyldur ættu að gefa sér tíma, ræða saman og eiga gæðastundir án truflana frá netmiðlum. Þetta segir í ályktun formannaráðsfundar Kvenfélagasambands Íslands sem haldinn var um helgina. Hvernig getum við haft meiri áhrif á samfélagið? Sú var… Meira
22. nóvember 2022 | Erlendar fréttir | 708 orð | 1 mynd

Saka Rússa um pyndingar

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Stjórnvöld í Úkraínu sögðu í gær að þau hefðu fundið fjóra staði í Kerson-borg þangað sem rússneskir hermenn hefðu fært fólk, sem þeir hefðu tekið ólöglega höndum og pyndað á hrottalegan hátt. Sagði jafnframt í yfirlýsingu saksóknaraembættis Úkraínu, að Rússar hefðu sett á fót „gervilögreglusveitir“, sem hefðu starfað út frá fangageymslum og að minnsta kosti einni lögreglustöð í borginni. Meira
22. nóvember 2022 | Erlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Senda Patriot- kerfið til Póllands

Christine Lambrecht varnarmálaráðherra Þýskalands sagði í gær að Þjóðverjar hefðu náð samkomulagi við pólsk stjórnvöld um að þeir myndu senda Patriot-loftvarnakerfið til Póllands, auk þess sem þýski flugherinn myndi aðstoða Pólverja við loftrýmisgæslu Meira
22. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 313 orð | 1 mynd

Skoðað að fara yfir húnvetnskar heiðar

Skoðaðir verða tveir kostir við val á línuleið nýrrar Holtavörðuheiðarlínu 3 sem liggja á frá Holtavörðuheiði að Blöndustöð. Annars vegar er það valkostur meðfram núverandi línustæði og hins vegar lagning línu á nýju stæði yfir húnvetnsku heiðarnar Meira
22. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Tröllkarl í leyni í Reykjagili

Tröllkarl einn liggur í leyni í gili í Tálknafirði. Gilið heitir Reykjagil og er í Norður-Botni sem ekki er fjölfarinn staður enda þröngt um og erfitt að komast þar að. Guðlaugur Albertsson fréttaritari Morgunblaðsins var að fljúga drónamyndavél yfir gilinu og átti hvorki von á tröllum né mönnum Meira
22. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 179 orð | 1 mynd

Velferð dýra til almannaheilla

Starfsemi félags sem gætir hagsmuna gæludýra getur talist til almannaheilla að því er fram kemur í nýlegum úrskurði yfirskattanefndar, sem hefur fellt úr gildi ákvörðun ríkisskattstjóra um að synja félaginu um skráningu í almannaheillaskrá Meira
22. nóvember 2022 | Fréttaskýringar | 683 orð | 2 myndir

Þriðjungs fækkun í hópi blóðmerabænda

Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Mun færri bændur stóðu í því að taka blóð úr fylfullum hryssum í ár en undanfarin ár. Að því er fram kemur í greinargerð Ísteka, sem kaupir merablóðið til að framleiða úr því PMSG-hormónið, fækkaði starfsstöðvum úr tæplega 120 í um 90, eða um þriðjung, og magn blóðs minnkaði um fjórðung frá árinu á undan. Fyrirtækið telur ástæðuna aðallega vera áhrif sem mynd erlendra dýraverndarsamtaka hafði á bændur ásamt því álagi sem fylgir því að upplifa sig jaðarsettan. Fyrirtækið á von á að samtökin birti nýtt efni á næstu mánuðum. Meira
22. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 396 orð | 2 myndir

Þörf er á stóru hóteli á Akureyri

„Ferðamannatímabilið hefur lengst bæði á vorin og fram á haustið. Fólk sem kemur til Íslands dvelur hér líka yfirleitt nokkrum dögum lengur en áður, sem skapar ferðaþjónustunni tækifæri,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands Meira

Ritstjórnargreinar

22. nóvember 2022 | Leiðarar | 269 orð

Dellutillaga

Þingmenn Pírata reyna sífellt að slá sér við Meira
22. nóvember 2022 | Staksteinar | 215 orð | 2 myndir

Eru Íslendingar bótaskyldir?

Sigurður Már Jónsson blaðamaður fjallar um COP27 í pistli á mbl.is og nefnir að þátttakendurnir 40.000 hafi fengið meiri vinnufrið en ella þar sem mótmælendur hafi ekki haft jafn greiðan aðgang að fundarstað og fyrr. COP28 verði haldið í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, sem verði ekki auðveldara fyrir mótmælendur. Meira
22. nóvember 2022 | Leiðarar | 381 orð

Ógöngur höfuðborgar

Ofan á allt blasir við að borgin er á hvínandi kúpunni Meira

Menning

22. nóvember 2022 | Bókmenntir | 776 orð | 3 myndir | ókeypis

Draumaheimur svefngrímunnar

Smásagnasafn Svefngríman ★★★★· Eftir Örvar Smárason. Angústúra 2022. Kilja,156. bls. Meira
22. nóvember 2022 | Menningarlíf | 175 orð | 1 mynd

Duo Landon leikur í Listasafni Sigurjóns

Duo Landon, sem skipað er Hlíf Sigurjónsdóttur fiðluleikara og Martin Frewer víóluleikara, kemur fram á tónleikum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld, þriðjudagskvöld, klukkan 20. Flytja þau Dúett fyrir fiðlu og víólu í G-dúr eftir W.A Meira
22. nóvember 2022 | Menningarlíf | 84 orð | 1 mynd

Ensemble Masques leikur í Tíbrá

Alþjóðlegi barokkhópurinn Ensemble Masques kemur fram á næstu Tíbrár-tónleikum í Salnum í Kópavogi í kvöld kl. 20 og flytur efnisskrá sem hverfist um tónlist J.S. Bach. Í fyrri hluta tónleikanna dregur hópurinn upp mynd af þeim suðupunkti sem átti þátt sinn í að móta tónheim Bachs og má þá t.d Meira
22. nóvember 2022 | Menningarlíf | 68 orð | 1 mynd

Fyrirlestur um fuglaljósmyndun

„Listin að ljósmynda fugla“ er yfirskrift fyrirlesturs Daníels Bergmanns ljósmyndara í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, á 6. hæð Grófarhússins, kl. 16 í dag, þriðjudag 22. nóv. Aðgangur er ókeypis Meira
22. nóvember 2022 | Fjölmiðlar | 193 orð | 1 mynd

Glóðvolgar fréttir af ástarlífi Merkel

Ég trúði því aldrei að Tyrfingur Tyrfingsson, óskabarn íslenska leikhússins, væri til. Hélt bara að hann væri mýta sem einhverjir útsjónarsamir og spakvitrir menn hefðu búið til þannig að hækka mætti viðmiðið í leikritun meðal þessarar guðsvoluðu þjóðar Meira
22. nóvember 2022 | Menningarlíf | 433 orð | 1 mynd

Hlutu heiðurs-Óskar

Kvikmyndaleikstjórarnir Euzhan Palcy og Peter Weir, leikarinn Michael J. Fox og lagahöfundurinn Diane Warren hlutu um helgina svokallaðan heiðurs-Óskar, verðlaun tengd hinum víðfrægu Óskarsverðlaunum sem veitt eru á þessum tíma árs með viðhöfn á sérviðburði sem nefnist Governors awards Meira
22. nóvember 2022 | Menningarlíf | 135 orð | 1 mynd

Jón Kalman tók við virtum verðlaunum

Jón Kalman Stefánsson tók á laugardag við virtum frönskum bókmenntaverðlaunum í Cognac í Frakklandi, Jean Monnet-verðlaununum. Verðlaunin hlaut hann fyrir skáldsögu sína Fjarvera þín er myrkur en dómnefnd velur og verðlaunar þá evrópsku skáldsögu… Meira
22. nóvember 2022 | Menningarlíf | 527 orð | 3 myndir

Ný heiti á Tinnabókum

Á sínum tíma gaf Fjölvi út allar Tinnabækurnar 24 sem belgíski teiknarinn Hergé samdi og hafa kom út um allan heim við miklar vinsældir. Froskur útgáfa hefur á undanförnum árum fengið leyfi til að gefa Tinnabækurnar út að nýju Meira
22. nóvember 2022 | Menningarlíf | 92 orð | 1 mynd

Tónleikar Vinafélags Söngskóla Sigurðar Demetz í Hljómbjörgum í kvöld kl. 19.30

Vinafélag Söngskóla Sigurðar Demetz heldur tónleika í salnum Hljómbjörgum á 2. hæð Ármúla 44 (gengið inn frá Grensásvegi) í kvöld kl. 19.30. „Dagskráin er fjölbreytt að vanda og verða sérstakir gestir fyrrverandi nemandi skólans, Elmar… Meira

Umræðan

22. nóvember 2022 | Pistlar | 463 orð | 1 mynd

60 ára stjórnmálasamband vinaþjóða

Ísland og Suður-Kórea fagna 60 ára stjórnmálasambandi í ár en löndin tóku upp formlegt stjórnmálasamband 10. október 1962. Á þessum sextíu árum hafa ríkin þróað náið samstarf á ýmsum sviðum, svo sem í mennta- og menningarmálum, vísindum og málefnum norðurslóða Meira
22. nóvember 2022 | Aðsent efni | 759 orð | 1 mynd

Alger steypa

Sigurður Sigurðsson: "Steypuframleiðsla er mengandi iðnaður og vegna breytinga á mengunarlöggjöf þarf mögulega að minnka mikið notkun steinsteypu í húsbyggingar." Meira
22. nóvember 2022 | Aðsent efni | 782 orð | 1 mynd

COP27 og „bótasjóðurinn“

Haukur Ágústsson: "„Bótasjóður“ – „aflátsgreiðsla“ hinna „seku“ Vesturlanda." Meira
22. nóvember 2022 | Aðsent efni | 208 orð | 1 mynd

Ertu með jólaóróa?

Bára Friðriksdóttir: "Af ýmsum ástæðum og stundum mjög ómeðvituðum getur verið erfitt fyrir marga að ganga inn til jólahátíðar." Meira
22. nóvember 2022 | Aðsent efni | 824 orð | 1 mynd

Mannkynið fjarri lausn við loftslagsvandanum

Hjörleifur Guttormsson: "Ekki þarf að eyða mörgum orðum að þeirri gjá sem nú skilur á milli óskhyggju og veruleika í umhverfismálum." Meira
22. nóvember 2022 | Aðsent efni | 710 orð | 1 mynd

Skrif Snorra Óskarssonar um samkynhneigða og Biblíuna

Þórhallur Heimisson: "Eins og ég segi frá í bók minni „Allt sem þú vilt vita um Biblíuna“ hafa kristnir öfgamenn valdið samkynhneigðum einstaklingum ómældri vanlíðan" Meira

Minningargreinar

22. nóvember 2022 | Minningargreinar | 1798 orð | 1 mynd

Guðrún Ásta Þórarinsdóttir

Guðrún Ásta Þórarinsdóttir fæddist í Keflavík 15. ágúst 1941. Hún lést á heimili sínu 11. nóvember 2022. Foreldrar hennar voru Þórarinn J. Ólafsson og Kristín Elíasdóttir. Guðrún Ásta átti tvo hálfbræður, Sæmund og Ólaf, en þeir eru báðir látnir. Meira  Kaupa minningabók
22. nóvember 2022 | Minningargreinar | 2573 orð | 1 mynd

Hörður Vilhjálmsson

Hörður Vilhjálmsson fæddist á Seyðisfirði 21. desember 1930. Hann lést á Landspítalanum í Reykjavík 6. nóvember 2022. Foreldrar Harðar voru Vilhjálmur Jónsson, framkvæmdastjóri á Seyðisfirði, f. 11. mars 1899, d. 22. Meira  Kaupa minningabók
22. nóvember 2022 | Minningargreinar | 716 orð | 1 mynd

Ingibjörg María Gunnarsdóttir

Ingibjörg María Gunnarsdóttir fæddist 2. apríl 1934. Hún lést 16. október 2022. Útförin fór fram 11. nóvember 2022. Meira  Kaupa minningabók
22. nóvember 2022 | Minningargreinar | 273 orð | 1 mynd

Jósefína E. Hansen

Jósefína E. Hansen fæddist 4. ágúst 1956. Hún lést 5. nóvember 2022. Útförin fór fram 17. nóvember 2022. Meira  Kaupa minningabók
22. nóvember 2022 | Minningargreinar | 301 orð | 1 mynd

Kristinn Tryggvason

Kristinn fæddist 8. ágúst 1932. Hann lést 2. nóvember 2022. Útför hans fór fram 18. nóvember 2022. Meira  Kaupa minningabók
22. nóvember 2022 | Minningargreinar | 940 orð | 1 mynd

Laufey Kristinsdóttir

Laufey Kristinsdóttir fæddist 25. júlí 1933 á Hjalla í Grýtubakkahreppi, S-Þingeyjarsýslu. Hún lést 12. nóvember 2022 á hjúkrunarheimilinu Grund. Foreldrar hennar voru Brynhildur Áskelsdóttir húsmóðir, f. 13. Meira  Kaupa minningabók
22. nóvember 2022 | Minningargreinar | 1377 orð | 1 mynd

Óttar Geirsson

Óttar Geirsson fæddist í Reykjavík 22. mars 1936. Hann lést 13. nóvember 2022 á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Foreldrar hans voru Þorbjörg Jóhannsdóttir, f. 1910, d. 1961, og Geir Sigurðsson, f. 1902, d. 1982. Óttar var einn sex systkina. Meira  Kaupa minningabók
22. nóvember 2022 | Minningargreinar | 97 orð | 1 mynd

Sigurveig Norðmann Rögnvaldsdóttir

Sigurveig Norðmann Rögnvaldsdóttir fæddist 28. maí 1933. Hún andaðist 11. nóvember 2022. Dedda var jarðsungin 19. nóvember 2022. Meira  Kaupa minningabók
22. nóvember 2022 | Minningargreinar | 2305 orð | 1 mynd

Sólveig Sörensen

Sólveig Sörensen fæddist á Ísafirði 24. desember 1934. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 11. nóvember 2022. Foreldrar hennar voru Arne Sörensen úrsmiður, f. 5. desember 1899, d. 21. janúar 1973, og Sigríður Árnadóttir, f. 2. febrúar 1906, d. 9. Meira  Kaupa minningabók
22. nóvember 2022 | Minningargrein á mbl.is | 904 orð | 1 mynd | ókeypis

Steinarr Hallgrímsson

Steinarr Hallgrímsson fæddist á Siglufirði 17. maí 1937. Hann lést á heimili sínu 5. nóvember 2022. Foreldrar hans voru Hallgrímur Márusson, klæðskeri á Siglufirði og síðar bílstjóri í Reykjavík, f. 6. nóvember 1913, d. 24. Meira  Kaupa minningabók
22. nóvember 2022 | Minningargreinar | 1370 orð | 1 mynd

Steinarr Hallgrímsson

Steinarr Hallgrímsson fæddist á Siglufirði 17. maí 1937. Hann lést á heimili sínu 5. nóvember 2022. Foreldrar hans voru Hallgrímur Márusson, klæðskeri á Siglufirði og síðar bílstjóri í Reykjavík, f. 6. nóvember 1913, d. 24. Meira  Kaupa minningabók
22. nóvember 2022 | Minningargreinar | 677 orð | 1 mynd

Þórður Rúnar Valdimarsson

Þórður Rúnar Valdimarsson fæddist 11. júlí 1947. Hann lést 27. október 2022. Útför hans fór fram 17. nóvember 2022. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

22. nóvember 2022 | Viðskiptafréttir | 278 orð | 1 mynd

Circle Air hagnast í fyrsta sinn

Flugfélagið Circle Air á Akureyri hagnaðist í fyrra um tæpar 11,5 milljónir króna. Þetta er í fyrsta sinn sem félagið skilar hagnaði en tapið árið áður nam um 14 milljónum króna. Circle Air starfar á sviði ferðaþjónustu og hefur undanfarin ár sinnt… Meira
22. nóvember 2022 | Viðskiptafréttir | 775 orð | 2 myndir

Vilja selja hluta af félaginu

Gísli Freyr Valdórsson gislifreyr@mbl.is Leigufélagið Heimstaden á nú í viðræðum við íslenska lífeyrissjóði um möguleg kaup sjóðanna á hlut í Heimstaden á Íslandi. Meira
22. nóvember 2022 | Viðskiptafréttir | 124 orð

Vilja selja og dreifa rafeldsneyti á Íslandi

Félögin Skeljungur og Gallon hafa undirritað viljayfirlýsingar við danskan fjárfestingarsjóð um að skoða möguleika fyrirtækjanna tveggja á að kaupa rafeldsneyti af sjóðnum og dreifa því og selja, meðal annars til íslenskra notenda Meira

Fastir þættir

22. nóvember 2022 | Dagbók | 78 orð | 1 mynd

Gjöf sem styrkir tengslin

„Við erum að reyna að hjálpa fólki að tala meira saman,“ segir fjölskyldufræðingurinn Gunna Stella Pálmarsdóttir sem hefur nú gefið út nýtt spil ásamt kollega sínum, fjölskyldufræðingnum Berglindi Helgu Sigurþórsdóttur Meira
22. nóvember 2022 | Í dag | 452 orð

Lekabyttur leynast víða

Karlinn á Laugaveginum hafði hlustað á umræður á Alþingi: Stjórnarandstaðan illa stefnd ætti sitt mál að stytta nú þegar Alþingis eftirlitsnefnd er orðin sem lekabytta. Bragi V. Bergmann segir frá því í bók sinni Limrur fyrir land og þjóð að gömul… Meira
22. nóvember 2022 | Í dag | 177 orð

Meistarabikarinn. V-Allir

Meistarabikarinn.V-Allir Norður ♠ KDG ♥ 9732 ♦ KG42 ♣ K8 Vestur ♠ 1097 ♥ -- ♦ Á75 ♣ DG109642 Austur ♠ Á65 ♥ ÁKD6 ♦ D98 ♣ Á73 Suður ♠ 8432 ♥ G10854 ♦ 1063 ♣ 5 Suður spilar 3♥ dobluð Meira
22. nóvember 2022 | Í dag | 1085 orð | 2 myndir

Setti fjölda heimsmeta

Jón Margeir Sverrisson fæddist 22. nóvember 1992 í Reykjavík en ólst upp í Kópavogi. Hann var frá upphafi mikill íþróttamaður. Hann gat gengið, hjólað og synt endalaust, en hann varð syndur aðeins 2ja ára Meira
22. nóvember 2022 | Í dag | 228 orð | 1 mynd

Sigurrós Jóns Bragadóttir

50 ára Sigurrós ólst upp í Kópavogi en einnig í Colorado í Bandaríkjunum og München í Þýskalandi. Hún býr í gamla bænum í Hafnarfirði. Sigurrós lærði fyrst tækniteiknun, kláraði síðan viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og upp úr fertugu… Meira
22. nóvember 2022 | Í dag | 126 orð

Skák

Staðan kom upp á lokuðu alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í St. Louis í Bandaríkjunum. Armenski stórmeistarinn Aram Hakobyan (2.613) hafði hvítt gegn indverskum kollega sínum Surya Shekhar Ganguly (2.589) Meira
22. nóvember 2022 | Dagbók | 40 orð | 1 mynd

Stórt ár að baki og tilbúin í næsta

Hin rísandi stjarna, Una Torfadóttir, vakti nýverið athygli á Iceland Airwaves. Ekki óraði hana fyrir því í upphafi árs að jafnmargir og raun ber vitni myndu hlusta á tónlistina hennar en hún sendi frá sér sína fyrstu plötu í sumar. Meira
22. nóvember 2022 | Í dag | 54 orð

Þetta snertir/snerti/hefur snert mig djúpt. Veika beygingin er…

Þetta snertir/snerti/hefur snert mig djúpt. Veika beygingin er vandræðalaus. Ballið byrjar með þeirri sterku. Þar stendur maður sig að því að segja: Það snyrti mig djúpt ef ég yrði kjörinn á þing, Orð þeirra snurtu mig djúpt þótt þau væru á… Meira

Íþróttir

22. nóvember 2022 | Íþróttir | 264 orð | 1 mynd

Afturelding og FH minnkuðu forskot Vals á toppnum

Afturelding er komin í annað sæti úrvalsdeildar karla í handknattleik, Olísdeildarinnar, eftir stórsigur gegn Selfossi að Varmá í Mosfellsbæ í 10. umferð deildarinnar í gær. Leiknum lauk með 38:31-sigri Aftureldingar en Þorsteinn Leó Gunnarsson var markahæstur hjá Mosfellingum með 9 mörk Meira
22. nóvember 2022 | Íþróttir | 690 orð | 2 myndir

Á von á allri fjölskyldunni í stúkunni

Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson verður í eldlínunni með þýska stórliðinu Flensburg þegar það mætir Íslands- og bikarmeisturum Vals í 3. umferð B-riðils Evrópudeildarinnar í handknattleik í Origo-höllinni á Hlíðarenda í kvöld Meira
22. nóvember 2022 | Íþróttir | 252 orð | 1 mynd

Boltinn er farinn að rúlla á heimsmeistaramótinu í Katar og eins og við…

Boltinn er farinn að rúlla á heimsmeistaramótinu í Katar og eins og við mátti búast hafa fréttir af ýmsu öðru en leikjunum sjálfum verið áberandi síðustu sólarhringana. Leikmenn Írans sungu ekki þjóðsönginn sinn í gær fyrir leikinn gegn Englandi til … Meira
22. nóvember 2022 | Íþróttir | 74 orð

Breytingar í Kópavogi

Yngvi Gunnlaugsson hefur ákveðið að stíga til hliðar sem þjálfari kvennaliðs Breiðabliks í körfuknattleik. Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum í gær en Yngvi tók við þjálfun Blika fyrir keppnistímabilið Meira
22. nóvember 2022 | Íþróttir | 80 orð | 1 mynd

Embla til liðs við Valskonur

Embla Kristínardóttir, landsliðskona í körfuknattleik, er gengin til liðs við Val og hefur samið við félagið um að leika með því út þetta tímabil. Embla lék síðast með Skallagrími fyrri hluta tímabilsins 2021-22 en fór í barnsburðarleyfi í desember 2021 Meira
22. nóvember 2022 | Íþróttir | 60 orð | 1 mynd

Englendingar skoruðu sex mörk

Englendingar standa vel að vígi í B-riðli heimsmeistaramóts karla í fótbolta eftir stórsigur á Íran, 6:2, í Katar í gær. Bandaríkin og Wales skildu jöfn, 1:1, í sama riðli og útliti er fyrir harðan slag þriggja liða um að komast áfram og í útsláttarkeppni mótsins Meira
22. nóvember 2022 | Íþróttir | 94 orð | 1 mynd

Hlín til liðs við Kristianstad

Hlín Eiríksdóttir landsliðskona í knattspyrnu er gengin til liðs við eitt besta lið Svíþjóðar, Kristianstad, og mun leika þar undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur. Hún samdi í gær við félagið til tveggja ára en Hlín hefur leikið tvö síðustu tímabil með Piteå í sænsku úrvalsdeildinni Meira
22. nóvember 2022 | Íþróttir | 476 orð | 1 mynd

Mikill slagur í B-riðlinum

Ljóst er að mikill slagur er fram undan á milli Englands, Bandaríkjanna og Wales um tvö sæti í sextán liða úrslitum heimsmeistaramóts karla í fótbolta eftir að tvö síðarnefndu liðin skildu jöfn í hörkuleik í Al Rayyan í gærkvöld, 1:1 Meira
22. nóvember 2022 | Íþróttir | 83 orð | 1 mynd

Nýliðarnir styrkja sig

Knattspyrnukonurnar Sara Montoro og Berglind Þrastar­dóttir hafa báðar skrifað undir þriggja ára samning við FH og munu þær leika með liðinu í Bestu deildinni á næstu leiktíð. Sara, sem er 19 ára gömul, kemur til félagsins frá Fjölni þar sem hún skoraði 22 mörk í 60 leikjum í 1 Meira
22. nóvember 2022 | Íþróttir | 242 orð | 1 mynd

Sló 26 ára gamalt met í Þorlákshöfn

Vincent Malik Shahid fór á kostum fyrir Þór frá Þorlákshöfn þegar liðið vann sinn fyrsta sigur í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Subway-deildinni, gegn Keflavík í Icelandic Glacial-höllinni í Þorlákshöfn í 6 Meira
22. nóvember 2022 | Íþróttir | 72 orð | 1 mynd

Yfirgefur Eyjamenn

Portúgalski knattspyrnumaðurinn Telmo Castanheira er farinn frá ÍBV eftir að hafa leikið með liðinu undanfarin fjögur ár. Castanheira er þrítugur miðjumaður sem kom til Eyja frá Trofense í Portúgal fyrir tímabilið 2019 og lék með liðinu tvö ár í úrvalsdeild og tvö ár í 1 Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.