Greinar miðvikudaginn 23. nóvember 2022

Fréttir

23. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 294 orð

Afþakka plássið eða greiða tvöfalt

Heilbrigðisráðuneytið hefur úrskurðað í máli einstaklings sem stóð frammi fyrir því vali á gamlársdag 2021 að afþakka pláss á hjúkrunarheimili eða greiða bæði húsaleigu og dvalarkostnað á hjúkrunarheimilinu í tvo mánuði frá og með 1 Meira
23. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 154 orð

Áhersla á netöryggi

„Við höfum verið að leggja aukna fjármuni bæði í alþjóðlegt samstarf í netöryggismálum og eins í innri uppbyggingu net- og fjarskiptaöryggis,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs Íslands Meira
23. nóvember 2022 | Erlendar fréttir | 659 orð | 1 mynd

„Hljóðlát“ gagnárás í suðri

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Vítalí Kím, héraðsstjóri Míkólaív-héraðs, sagði í gær að Úkraínuher væri nálægt því að frelsa allt héraðið undan yfirráðum Rússa, og að einungis væru þrjár byggðir á Kinburn-tanga enn í höndum innrásarliðsins. Yfirlýsing Kíms kom í kjölfar þess að Natalía Húmeníúk, talskona úkraínska varnarmálaráðuneytisins, staðfesti að Úkraínuher ætti í hernaðaraðgerðum á tanganum. Meira
23. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 324 orð

„Risavaxnar fjárfestingar“

„Ísland er í einstakri aðstöðu til að ná markverðum árangri í orkumálum, en til að það geti gerst þarf að fara í fjárfestingar, meðal annars í innviðum tengdum geymslu og dreifingu á rafeldsneyti,“ segir Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri Skeljungs Meira
23. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 180 orð | 1 mynd

Dæmdur fyrir manndrápstilraun

Karlmaður sem réðst á tvo vinnufélaga sína á Seltjarnarnesi á þjóðhátíðardaginn hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps og stórfelldar líkamsmeiðingar. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá… Meira
23. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 23 orð | 1 mynd

Eggert Jóhannesson

Dublin Margir Íslendingar hafa heimsótt Dublin, höfuðborg Írlands, nú í haust og notið útsýnisins og ljósadýrðarinnar við ána Liffey, sem rennur gegnum... Meira
23. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 633 orð | 1 mynd

Eiður Smári gerir nú út sjö sendibíla

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Mig langaði alltaf til þess að verða minn eigin herra og hafa umsvif. Draumurinn rættist og raunar hefur framvindan verið hraðari en ég nokkru sinni vænti,“ segir Eiður Smári Björnsson vöruflutningabílstjóri. Hann rekur fyrirtækið EB-flutninga sem hafa verið í jöfnum vexti að undanförnu. Á götum borgarinnar má stundum sjá á ferðinni bíla merkta fyrirtækinu; en þeir eru nú orðnir alls sjö. Meira
23. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 153 orð | 1 mynd

Ekki hægt að útiloka glæpagengi

Rafmagnsbíl af gerðinni iD3 VW Pro var stolið fyrir utan hús í Hafnarfirði aðfaranótt þriðjudags, en bíllinn var læstur og í hleðslu. „Önnur fjarstýringin er horfin og hún er væntanlega í fórum þess sem stal bílnum Meira
23. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Fyrsta tap Valsmanna kom gegn stórliði Flensburg

Valur tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu í Evrópudeild karla í handknattleik í gær þegar liðið tók á móti þýska stórliðinu Flensburg í B-riðli keppninnar í Origo-höllinni á Hlíðarenda. Leiknum lauk með 37:32-sigri Flensburg en Benedikt Gunnar Óskarsson var markahæstur Vals með 9 mörk Meira
23. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 215 orð | 1 mynd

Gegna enn dýrmætum tilgangi

Formaður Kvenfélagasambands Íslands segir kvenfélög enn gegna mikilvægu hlutverki í samfélagi samtímans en undir sambandið heyra nú 17 héraðssambönd. Innan þeirra eru 143 misstór og misvirk kvenfélög og um það bil 4.500 félagskonur Meira
23. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 162 orð | 1 mynd

Íbúðaþörfin ofmetin?

Endurmat á íbúafjölda landsins, í kjölfar nýs manntals Hagstofunnar, gæti leitt til endurmats á íbúðaþörf á Íslandi. Samkvæmt manntalinu, sem kynnt var í síðustu viku, bjuggu um 359 þúsund manns á Íslandi í byrjun síðasta árs, eða um tíu þúsund færri en áður var talið Meira
23. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 165 orð | 1 mynd

Ísland sendir ekki ráðherra á fund Nordefco

Enginn ráðherra á vegum Íslands mun mæta á fund varnarmálaráðherra Norðurlanda undir merkjum Nordefco (varnarsamstarfs Norðurlanda) sem fram fer í Osló, höfuðborg Noregs, í dag. Embættismenn úr utanríkisráðuneytinu munu sækja fundinn fyrir hönd Íslands, að sögn Sveins H Meira
23. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Kostnaður við ráðningu ráðgjafa ekki gefinn upp

Ríkisendurskoðandi gefur ekki upp launakostnað eða ráðningarkjör Jóns Þórs Sturlusonar, deildarforseta viðskiptadeildar HR og fv. aðstoðarforstjóra Fjármálaeftirlitsins, við gerð stjórnsýsluúttektar stofnunarinnar vegna sölu ríkisins á 22,5% hlut sínum í Íslandsbanka, sem skilað var í síðustu viku Meira
23. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 554 orð | 1 mynd

Leigubílar í stað strætisvagna

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Tilraunaverkefni um almenningssamgöngur milli Flateyrar og Ísafjarðar hefst 1. janúar 2023. Þá gefst fólki kostur á að taka leigubíl á milli biðstöðva í bæjunum þegar ekki eru strætóferðir eða meira en 60 mínútur í næstu ferð. Farþeginn greiðir startgjald leigubílsins en mælisgjaldið verður niðurgreitt með ákveðnum takmörkunum og sendir bílstjórinn reikning fyrir því. Ferðir verða ekki niðurgreiddar milli kl. 22 og 6.30. Meira
23. nóvember 2022 | Erlendar fréttir | 182 orð | 1 mynd

Leita enn að eftirlifendum á Jövu

Almannavarnastofnun Indónesíu, BNPB, tilkynnti í gær, að 268 manns hið minnsta hefðu farist í jarðskjálftanum á eyjunni Jövu í fyrradag. Leitarstarf heldur áfram í húsarústum á eyjunni, og má eiga von á að dánartalan hækki enn á næstu dögum Meira
23. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 300 orð | 1 mynd

Lögreglan skoðar hótanir

Aukinn viðbúnaður lögreglu verður í miðborg Reykjavíkur um helgina líkt og hefur verið frá því á fimmtudaginn í síðustu viku, vegna átaka á milli glæpahópa. Skjáskot af skilaboðum gengu manna á milli á samfélagsmiðlum í gær þar sem varað var við yfirvofandi hefndarárásum næstu helgi Meira
23. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 239 orð | 1 mynd

Margir vilja stíga síðasta dansinn með Messi

„Stemningin byrjaði tveimur vikum fyrir mót og hefur svo stigmagnast síðustu daga. Þegar umfjöllunin fer af stað þá fylgir treyjusalan með,“ segir Viðar Valsson, verslunarstjóri í Jóa útherja í Ármúla í Reykjavík Meira
23. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 270 orð | 1 mynd

Skoða byggðina í Grímsey

Rannsókn er hafin á byggingarsögu Grímseyjar. Þau Elín Ósk Hreiðarsdóttir, fornleifafræðingur hjá Fornleifastofnun Íslands, og Hjörleifur Stefánsson, arkitekt hjá Gullinsniði ehf., sendu Akureyrarbæ fyrirspurn um möguleika á framlagi til rannsóknarinnar Meira
23. nóvember 2022 | Erlendar fréttir | 289 orð | 1 mynd

Stóra verkefnið að tryggja friðinn

Njáll Trausti Friðbertsson, formaður Íslandsdeildar NATO-þingsins, segir að ársfundur þingsins í Madrid hafi verið velheppnaður að þessu sinni, en stærsta málefnið hafi að sjálfsögðu verið hin grimmilega árás rússneskra stjórnvalda á Úkraínu Meira
23. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 375 orð | 1 mynd

Stríðið vekur marga til umhugsunar

„Við erum ekki að bylta þjóðaröryggisstefnunni frá 2016, enda hefur hún staðist vel tímans tönn. Hins vegar erum við að skerpa á tilteknum málum sem við viljum leggja aukna áherslu á,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og… Meira
23. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 428 orð | 1 mynd

Umsóknarferlið gengið hratt fyrir sig

Skúli Halldórsson sh@mbl.is Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, segist vonast til þess að Tyrkland og Ungverjaland samþykki umsóknir Finnlands og Svíþjóðar í Atlantshafsbandalagið sem fyrst. Meira
23. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 410 orð | 2 myndir

Vettvangur fyrir listamenn og samfélagið

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands verða í Selfosskirkju laugardaginn 10. desember og hefjast klukkan 17. Fram koma 50 hljóðfæraleikarar, 80 kórsöngvarar Kirkjukórs Selfosskirkju og Barna- og unglingakórs Selfosskirkju og einsöngvararnir Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Eyjólfur Eyjólfsson tenór. „Þetta verða viðamestu tónleikar sveitarinnar til þessa,“ segir Guðmundur Óli Gunnarsson hljómsveitarstjóri. Meira
23. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 165 orð | 1 mynd

Það er gott fyrir gróðurinn að haustið sé milt

Nóvember hefur verið óvenju mildur og hlýr á suðvesturhorninu og hefur það vakið spurningar um hvaða áhrif það hefur á gróðurinn. „Það er gott fyrir gróðurinn að það sé gott haust og enn sem komið er er þetta allt í góðu,“ segir Þórólfur Jónsson, deildarstjóri náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg Meira

Ritstjórnargreinar

23. nóvember 2022 | Leiðarar | 600 orð

Hugrökk mótmæli

Írönsku landsliðsmennirnir stóðu með þjóð sinni Meira
23. nóvember 2022 | Staksteinar | 171 orð | 2 myndir

Skrítin áhersla það

Páll Vilhjálmsson skrifar: „Píratar vilja setja peninga til hælisleitenda en ekki til ellilífeyrisþega, öryrkja og í velferðarþjónustuna. Það lá fyrir. Nýtt er að Píratar eru jákvæðir gagnvart ofbeldi. Meira
23. nóvember 2022 | Leiðarar | 805 orð | 2 myndir

Þingflokksformenn vilja meiri umræðu

Varnarmál Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Stutt umræða átti sér stað á Alþingi í síðustu viku um aukið alþjóðlegt samstarf í öryggis- og varnarmálum og var frummælandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar. Í máli sínu lagði hún áherslu á aukið samstarf Íslands við aðildarríki Atlantshafsbandalagsins (NATO) og kallaði eftir umræðu um varanlega viðveru varnarliðs á Íslandi í ljósi breytts öryggisástands í Evrópu. Meira

Menning

23. nóvember 2022 | Menningarlíf | 63 orð | 1 mynd

Auglýsir eftir leikverkum af öllu tagi

Þjóðleikhúsið auglýsir nú eftir leikverkum af öllu tagi en sérstaklega „verkum sem endurspegla fjölbreytileika íslensks samfélags, hvað varðar umfjöllunarefni, við vinnslu eða í hópi höfunda“ Meira
23. nóvember 2022 | Menningarlíf | 660 orð | 2 myndir

Enginn er eyland

Enda mikill munur á því að heyra og hlusta. Meira
23. nóvember 2022 | Menningarlíf | 82 orð | 1 mynd

Erna Vala heldur tónleika á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík

Erna Vala Arnardóttir píanóleikari heldur einleikstónleika á þremur stöðum á landinu næstu daga og verða þeir fyrstu haldnir í kvöld kl. 20 í Hofi á Akureyri. Þaðan er förinni heitið til Egilsstaða þar sem Erna leikur í Egilsstaðakirkju á föstudag, 25 Meira
23. nóvember 2022 | Menningarlíf | 96 orð | 1 mynd

Friðrika sýnir í Grafíksalnum

Tiltekt er yfirskrift „einskonar yfirlitssýningar“ með verkum Friðriku Gunnlaugar Geirsdóttur sem nú stendur yfir í Grafíksalnum, hafnarmegin í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, og er sýningin opin kl Meira
23. nóvember 2022 | Menningarlíf | 130 orð | 1 mynd

Höfundar lesa upp í safninu í Kringlunni

Fyrsta bylgja jólabókaflóðsins skellur á Kringluútibúi Borgarbókasafns á morgun, fimmtudag, en boðið verður upp á jólabókakaffi og upplestur eftirtalinna höfunda frá kl. 17.30 til 18.30. Bragi Ólafsson er vel kunnur fyrir bækur sínar og önnur verk… Meira
23. nóvember 2022 | Menningarlíf | 129 orð | 1 mynd

Kvartett Freysteins leikur í Múlanum

Kvartett bassaleikarans Freysteins Gíslasonar kemur fram á tónleikum í Jazzklúbbnum Múlanum á Björtuloftum Hörpu í kvöld, miðvikudagskvöld, og hefjast leikar kl. 20. Kvartettinn leikur frumsamið efni eftir Freystein þar sem tónlistin „er… Meira
23. nóvember 2022 | Fjölmiðlar | 198 orð | 1 mynd

Með samviskubit við sjónvarpsskjá

Heimsmeistaramót karla í knattspyrnu í Katar er komið á fulla ferð. Mótið er haldið í landi þar sem áhugi á knattspyrnu er hverfandi. Stuðningur heimamanna við sitt lið er ekki meiri en svo að þegar ljóst var að það ætti ekki möguleika í… Meira
23. nóvember 2022 | Bókmenntir | 328 orð | 3 myndir

Sannleikurinn er sagna bestur

Glæpasaga Strákar sem meiða ★★★½· Eftir Evu Björgu Ægisdóttur. Veröld 2022. Innbundin. 351 bls. Meira
23. nóvember 2022 | Menningarlíf | 784 orð | 2 myndir

Var áhugaverður og snjall

Tréskurðarmeistarinn Wilhelm Ernst Beckmann gekk á land í Reykjavík einn síns liðs vorið 1935 á pólitískum flótta undan nasistum í heimalandi sínu, aðeins 26 ára gamall. Ísland varð skjól þessa róttæka jafnaðarmanns sem átti eftir að gera hér… Meira

Umræðan

23. nóvember 2022 | Aðsent efni | 858 orð | 1 mynd

Að flýja land eða velja að fara

Matthildur Björnsdóttir: "Ef fólkið skilur ekki málið verður það aldrei almennilega að meðlimum þeirrar þjóðar." Meira
23. nóvember 2022 | Aðsent efni | 629 orð | 1 mynd

Af vinstri slagsíðu

Sverrir Ólafsson: "Annað dæmi um þessa slagsíðu er nýlega framlögð fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar." Meira
23. nóvember 2022 | Aðsent efni | 502 orð | 1 mynd

Aukagjöldin – að hafa efni á þeim

Emil Thoroddsen: "Kostnaðarþátttökukerfið er hriplekt." Meira
23. nóvember 2022 | Pistlar | 459 orð | 1 mynd

Í ósamstæðum skóm

Oft er sagt – og sérstaklega í stjórnmálum – að við verðum öll að gera málamiðlanir. Það er í sjálfu sér alveg dagsatt, en það er hins vegar ekki algilt. Það er nefnilega ekki hægt að miðla öllum málum Meira
23. nóvember 2022 | Aðsent efni | 887 orð | 1 mynd

Nei takk, herra Trump

Óli Björn Kárason: "Donald Trump er andstæða alls þess sem Reagan og Kemp stóðu fyrir. Þeir spiluðu aldrei á lægstu hvatir mannlegra tilfinninga. Þvert á móti." Meira
23. nóvember 2022 | Velvakandi | 168 orð | 1 mynd

Ríkisstjórnin, loftslagsumræðan og eldfjöllin

Þegar ég hlusta á hæstvirta ráðherra tala um loftslagsmálin og lofa öllu fögru í þeim efnum fyrir Íslands hönd, þá furða ég mig stórum á þeim, meðan allt kraumar og sýður í iðrum jarðar hér á landi. Meira

Minningargreinar

23. nóvember 2022 | Minningargreinar | 2669 orð | 1 mynd

Sigríður Kristinsdóttir

Sigríður Kristinsdóttir, eða Sirrý eins og hún var ávallt kölluð, fæddist í Reykjavík 6. mars 1943. Er kennitölur voru teknar upp í stað nafnnúmera hjá Þjóðskrá urðu þau mistök að hún var skráð fædd 7. mars samkvæmt kennitölunni sem hún fékk. Meira  Kaupa minningabók
23. nóvember 2022 | Minningargreinar | 1558 orð | 1 mynd

Sigrún Runólfsdóttir

Sigrún Runólfsdóttir fæddist á Ásbrandsstöðum í Vopnafirði 8. júlí 1934. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Sundabúð 14. nóvember 2022. Foreldrar hennar voru: Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, fædd 18. maí 1899 í Leirhöfn í Presthólasókn, dáin 11. Meira  Kaupa minningabók
23. nóvember 2022 | Minningargreinar | 1538 orð | 1 mynd

Svava Ásdís Davíðsdóttir

Svava Ásdís Davíðsdóttir fæddist í Reykjavík 20. febrúar 1939. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Mörk 16. nóvember 2022. Hún var dóttir hjónanna Davíðs Gíslasonar stýrimanns frá Hamri í Múlasveit við Breiðafjörð, f. 28.7. 1891, d. 21.2. Meira  Kaupa minningabók
23. nóvember 2022 | Minningargrein á mbl.is | 1733 orð | 1 mynd | ókeypis

Svava Ásdís Davíðsdóttir

Svava Ásdís Davíðsdóttir fæddist í Reykjavík 20. febrúar 1939. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Mörk 16. nóvember 2022. Meira  Kaupa minningabók
23. nóvember 2022 | Minningargreinar | 884 orð | 1 mynd

Þórhallur Aðalsteinsson

Þórhallur Aðalsteinsson fæddist 16. febrúar 1944. Hann lést 31. október 2022. Útför hans fór fram 21. nóvember 2022. Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

23. nóvember 2022 | Í dag | 57 orð

„En þú sem undan / ævistraumi / flýtur sofandi / að…

„En þú sem undan / ævistraumi / flýtur sofandi / að feigðarósi“ kvað Bjarni Thorarensen, og merkir að vera skeytingarlaus, hugsa aðeins um líðandi stund Meira
23. nóvember 2022 | Dagbók | 85 orð | 1 mynd

Finna kynorkuna fullklædd

Matilda Gre­gers­dótt­ir, kyn­orku­sér­fræðing­ur og markþjálfi, trú­ir því að feg­urð og heil­brigði liggi í snert­ingu og því að verða næm­ari fyr­ir lík­ama sín­um og kyn­orku sinni. Hún ræddi um þetta allt í viðtali í morg­unþætt­in­um Ísland… Meira
23. nóvember 2022 | Í dag | 218 orð | 2 myndir

Guðrún Ósk Sigurjónsdóttir Isebarn

102 ára Guðrún er Reykvíkingur, og þegar hún fór að búa átti hún heima í Hlíðunum og Fossvogi. Hún dvelur nú á Hrafnistu, Laugarási. Guðrún var húsmóðir, en í vann í fiski áður en hún gifti sig. Guðrún var handlagin, saumaði föt og prjónaði peysur,… Meira
23. nóvember 2022 | Í dag | 397 orð

Kvittað fyrir með vísu

Ingólfur Ómar laumaði að mér einni oddhendu á laugardagskvöld og þarfnast hún ekki skýringar: Leiðist asi arg og þras eintómt fjas og della. Eftir bras og mikið mas mun í glasið hella. Tómas Tómasson sendi mér á sunnudag „hugleiðingu um handbolta dagsins Meira
23. nóvember 2022 | Í dag | 173 orð

Lukkunnar pamfíll. V-Enginn

Lukkunnar pamfíll. V-Enginn Norður ♠ ÁK10 ♥ 97 ♦ DG8 ♣ KG106 Vestur ♠ DG9 ♥ ÁG82 ♦ ÁK103 ♣ 85 Austur ♠ 864 ♥ KD1064 ♦ 965 ♣ 32 Suður ♠ 7532 ♥ 3 ♦ 742 ♣ ÁD974 Suður spilar 4♠ Meira
23. nóvember 2022 | Í dag | 137 orð | 1 mynd

Skák

Staðan kom upp á lokuðu alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í St. Louis í Bandaríkjunum. Grigoriy Oparin (2.683), sem teflir núna undir fána Bandaríkjanna, eftir að hafa yfirgefið Rússland, hafði svart gegn grískum kollega sínum í… Meira
23. nóvember 2022 | Í dag | 806 orð | 3 myndir

Svenni í kaupfélaginu

Sveinbjörn Guðmundsson fæddist 23. nóvember 1922 í Merkigarði á Stokkseyri þar sem hann ólst upp innan um smá búskap og fiskvinnu. Leikvöllurinn var fjaran á Stokkseyri og umhverfið í þorpinu. Guðmundur faðir Svenna, eins og hann er alltaf kallaður, … Meira

Íþróttir

23. nóvember 2022 | Íþróttir | 65 orð | 1 mynd

Alusovski sagt upp hjá Þór

Þórsarar á Akureyri hafa vikið Norður-Makedóníumanninum Stevce Alusovski frá störfum. Alusovski tók við Þór sumarið 2021 eftir að hafa verið þjálfari stórliðs Vardar Skopje. Alusovski gerði eins árs samning við Þór, sem var síðan framlengdur um þrjú ár fyrir þetta tímabil Meira
23. nóvember 2022 | Íþróttir | 360 orð | 2 myndir

Cristiano Ronaldo er laus allra mála frá enska knattspyrnufélaginu…

Cristiano Ronaldo er laus allra mála frá enska knattspyrnufélaginu Manchester United en félagið staðfesti í gær að samningi hans hefði verið rift. Ronaldo hefur leynt og ljóst unnið að því að komast burt frá Manchester United undanfarnar vikur og… Meira
23. nóvember 2022 | Íþróttir | 37 orð | 1 mynd

Ein óvæntustu úrslit í sögu HM

Sádi-Arabía gerði sér lítið fyrir og vann sögulegan sigur gegn Argentínu í C-riðli heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu á Lusail-leikvanginum í Al Daayen í Katar í gær. Úrslitin eru á meðal þeirra óvæntustu í sögu heimsmeistaramótsins Meira
23. nóvember 2022 | Íþróttir | 67 orð | 1 mynd

Elísabet og Kristján á EM

Elísabet Rut Rúnarsdóttir úr ÍR og Kristján Viggó Sigfinnsson úr Ármanni hafa tryggt sér sæti á Evrópumóti U23 ára í frjálsíþróttum sem fram fer í Espoo í Finnlandi næsta sumar en þau hafa náð staðfestum lágmörkum Meira
23. nóvember 2022 | Íþróttir | 66 orð | 1 mynd

Fjögur mörk og sæti í milliriðli

Íslenska landsliðið í knattspyrnu skipað piltum 19 ára og yngri tryggði sér í gær sæti í milliriðli Evrópumótsins með öruggum sigri á Kasakstan, 4:1, í lokaumferð undanriðilsins í Skotlandi. Íslenska liðið fékk sex stig úr þremur leikjum en það vann einnig Skota og tapaði fyrir Frökkum Meira
23. nóvember 2022 | Íþróttir | 67 orð | 1 mynd

Guardiola áfram í Manchester

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City á Englandi, hefur framlengt samning sinn við félagið. Gildir nýr samningur Spánverjans við enska félagið til tveggja ára. Fyrri samningur Guardiola við City átti að renna út eftir tímabilið Meira
23. nóvember 2022 | Íþróttir | 624 orð | 4 myndir

Í flokk með sögulegustu úrslitum á HM

Sádi-Arabar slógu heldur betur í gegn á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Katar í gær og óhætt er að segja að sigur þeirra á Argentínumönnum, 2:1, fari í hóp óvæntustu úrslita í sögu keppninnar. Þessi úrslit fara í flokk með sögulegum sigrum, eins og … Meira
23. nóvember 2022 | Íþróttir | 699 orð | 2 myndir

Stóðu vel í Þjóðverjunum

Evrópudeildin Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Íslands- og bikarmeistarar Vals máttu þola sitt fyrsta tap í B-riðli Evrópudeildar karla í handbolta í gærkvöldi er liðið mætti þýska stórliðinu Flensburg á Hlíðarenda. Valsmenn stóðu vel í þýska liðinu en gestirnir voru þó skrefinu á undan stærstan hluta leiks og urðu lokatölur 37:32. Meira
23. nóvember 2022 | Íþróttir | 251 orð | 1 mynd

Þreytan gerði vart við sig í seinni hálfleik

„Ég vil byrja á að hrósa umgjörðinni og svo var stemningin í höllinni sturluð,“ sagði Arnór Snær Óskarsson, leikmaður Vals í handbolta, í samtali við mbl.is eftir 37:32-tap liðsins fyrir þýska stórliðinu Flensburg í Evrópudeildinni í kvöld Meira

Viðskiptablað

23. nóvember 2022 | Viðskiptablað | 503 orð | 1 mynd

31 dagur til stefnu

Það er mánuður til stefnu. Aðfangadagur jóla er innan seilingar. Og nú verður hægt að halda jólin með hefðbundnum hætti, ólíkt því sem reyndin var í fyrra og árið 2020 þegar heimsfaraldur sett líf okkar allra úr skorðum Meira
23. nóvember 2022 | Viðskiptablað | 538 orð | 2 myndir

Aðlögunin hafi ekki komið fram

Samkvæmt tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) hefur vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 21,5% síðustu 12 mánuði en vísitala leiguverðs á sama svæði um 8,4%. Samkvæmt þessu hefur íbúðaverðið því hækkað mun hraðar en leiguverðið … Meira
23. nóvember 2022 | Viðskiptablað | 533 orð | 2 myndir

Breytingar á skerðingum almannatrygginga um áramót

” Við ráðleggjum þeim sem eiga séreign vegna skyldulífeyrissparnaðar að skoða hvort skynsamlegt sé að hefja töku lífeyris TR fyrir áramót, eða hvort aðrar ráðstafanir henti betur. Meira
23. nóvember 2022 | Viðskiptablað | 465 orð | 1 mynd

Dyggðaskreyting Disney

Það hefur mikið vatn runnið til sjávar frá því að bandaríski afþreyingarrisinn Disney þurfti að senda frá sér jákvæða afkomuviðvörun snemma árs 2014. Ástæðan var sú að tekjur teiknimyndarinnar Frozen fóru langt fram úr því sem stjórnendur Disney höfðu þorað að vona Meira
23. nóvember 2022 | Viðskiptablað | 847 orð | 2 myndir

Engin merki um minni einkaneyslu

Greiðslukortanotkun Íslendinga hefur verið að aukast það sem af er þessu ári og er aukningin nær alfarið komin til vegna ferðalaga landsmanna út í heim. Sigrún Ösp Sigurjónsdóttir er forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV) og segir hún að … Meira
23. nóvember 2022 | Viðskiptablað | 249 orð | 1 mynd

Gefa ekki upp kostnað við skýrsluna

Ríkisendurskoðandi hyggst ekki gefa upp launakostnað eða ráðningarkjör Jóns Þórs Sturlusonar, deildarforseta viðskiptadeildar HR og fv. aðstoðarforstjóra Fjármálaeftirlitsins, við gerð stjórnsýsluúttektar stofnunarinnar vegna sölu ríkisins á 22,5% hlut sínum í Íslandsbanka í mars sl Meira
23. nóvember 2022 | Viðskiptablað | 1267 orð | 1 mynd

Iðrun, ótti og heilmikill greiðsluvilji

Ef ég ætti að velja minn uppáhaldspáfa þá væri það líklega Leó X., þó ekki væri nema vegna þess hvað hann var óforskammaður. Leó var næstelsti sonur sjálfs Lorenzo de' Medici og hentaði það hagsmunum Medici-ættarinnar prýðilega að gera Leó að guðsmanni Meira
23. nóvember 2022 | Viðskiptablað | 855 orð | 1 mynd

Myndi vilja einfalda regluverkið

Gaman verður að fylgjast með Heiðrúnu í nýju starfi hjá Samtökum fjármálafyrirtækja. Rekstrarumhverfi fjármálageirans virðist verða flóknara með hverju árinu sem líður og sífellt spretta fram nýjar hættur sem þarf að varast Meira
23. nóvember 2022 | Viðskiptablað | 713 orð | 1 mynd

Óskipt bú og ábyrgðir

”  Af þessu leiðir að arfur eftir skammlífari maka tæmist við andlát hans en jafnframt að hann stendur inni í hinu óskipta búi og lýtur eignarráðum langlífari maka þar til því er skipt.“ Meira
23. nóvember 2022 | Viðskiptablað | 237 orð

Skekkir ofmat á íbúafjölda myndina?

Síðustu ár hefur Morgunblaðið reglulega fjallað um íbúafjölgun á Íslandi og hafa þær fréttir byggst á tölum Hagstofunnar. Þá annað hvort ársfjórðungslegum tölum eða uppgjöri fyrir þróunina hvert ár. Það vakti því athygli í síðustu viku þegar… Meira
23. nóvember 2022 | Viðskiptablað | 3283 orð | 1 mynd

Tengingin við London skapar mikil tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki

Haustið er komið í London fyrsta mánudag þessa mánaðar en er þó síðar á ferðinni en á Íslandi. Gulnuð laufin eru enn að safnast saman á Berkeley Square í Mayfair. Meira
23. nóvember 2022 | Viðskiptablað | 208 orð | 1 mynd

Umrótið skapar tækifæri til sóknar í Bretlandi

Gunnar Þór Þórarinsson, lögmaður hjá BBA//Fjeldco í London, segir aukna þekkingu og aukinn áhuga á Íslandi í bresku fjármálalífi skapa tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki. Áhuginn hafi komið skýrt fram á kynningarfundum íslenskra fyrirtækja í London í… Meira
23. nóvember 2022 | Viðskiptablað | 422 orð

Varnir skerða hagnað Landsvirkjunar í ár

Hagnaður Landsvirkjunar fyrir óinnleysta fjármagnsliði nam 241 milljón dala á fyrstu níu mánuðum ársins eða um 35 milljörðum króna. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir hagnað fyrir óinnleysta fjármagnsliði gefa skýrari mynd af rekstrinum en hagnaður á rekstrarreikningi Meira
23. nóvember 2022 | Viðskiptablað | 93 orð | 1 mynd

Þrjú ráðin til LSR

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) hefur fengið þrjá nýja starfsmenn til liðs við sjóðinn á þremur mismunandi sviðum. Edda Björk Agnarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu sérfræðings í áhættustýringu, Sigurður Möller tekur við nýrri stöðu… Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.