Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Vítalí Kím, héraðsstjóri Míkólaív-héraðs, sagði í gær að Úkraínuher væri nálægt því að frelsa allt héraðið undan yfirráðum Rússa, og að einungis væru þrjár byggðir á Kinburn-tanga enn í höndum innrásarliðsins. Yfirlýsing Kíms kom í kjölfar þess að Natalía Húmeníúk, talskona úkraínska varnarmálaráðuneytisins, staðfesti að Úkraínuher ætti í hernaðaraðgerðum á tanganum.
Meira