Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Bókin Pater Jón Sveinsson – Nonni, sem kom út 2012, hefur verið ófáanleg, en nú hefur Ugla útgáfa gefið hana út aftur. „Ég er mjög ánægður, því mér gafst kostur á að gera ýmsar lagfæringar og betrumbætur, einkum á frágangi,“ segir Gunnar F. Guðmundsson, sagnfræðingur og höfundur verksins. Letrið sé líka stærra og þar með læsilegra en áður og það sé kostur auk þess sem myndirnar prentist betur og þær smæstu séu stærri.
Meira