Ari Páll Karlsson ari@mbl.is Hljómsveitin Sigur Rós spilaði á föstudag fyrir fullri Laugardalshöll við góðar undirtektir. Um er að ræða lokatónleika heimstúrs sem hófst í Mexíkóborg í apríl sl. Sveitin, sem hefur gert garðinn frægan um heim allan í rúma tvo áratugi, spilaði hér á landi síðast í Eldborgarsal Hörpu milli jóla og nýárs árið 2017 og hefur því ekki komið fram hér í heimalandinu í tæp fimm ár. Þar á undan hafði sveitin ekki komið fram í önnur fimm ár, svo tækifærin mættu teljast fátíð.
Meira