Greinar miðvikudaginn 30. nóvember 2022

Fréttir

30. nóvember 2022 | Erlendar fréttir | 91 orð

Byrjað að bólusetja gegn malaríu

Stjórnvöld í Malaví hafa byrjað bólusetningarherferð gegn malaríu. Bóluefnið gegn sjúkdómnum hefur verið í þróun í rúmlega þrjá áratugi og benda rannsóknir til þess að um þriðjungur þeirra barna á aldrinum 5-17 mánaða sem fái það sé varinn gegn sjúkdómnum Meira
30. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 75 orð

Eignum og skuldum Fóðuriðjunnar Ólafsdals verði skipt upp á milli eigenda

Unnið er að samningum eigenda Fóðuriðjunnar Ólafsdals ehf. um uppgjör á félaginu sem á sínum tíma rak graskögglaverksmiðju í Saurbæ í Dalasýslu. Starfseminni var hætt fyrir um sautján árum. Félagið á ræktað land og tvær skemmur á því en samkvæmt… Meira
30. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 330 orð | 1 mynd

Flytja sjálf inn vörur og hafa náð að lækka verðið

„Þetta kemur sér mjög vel. Reksturinn er erfiður þannig að það er ekki mikið bolmagn til framkvæmda,“ segir Björn Guðmundur Björnsson, kaupmaður í versluninni Skerjakollu á Kópaskeri. Verslunin hlaut styrk upp á 2,8 milljónir króna til… Meira
30. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Færðu þingmönnum gjöf

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ réttindasamtaka, og formenn og starfsmenn málefnahópa bandalagsins færðu alþingismönnum gjöf í þinghúsinu í gær tilefni af alþjóðadegi fatlaðs fólks þann 3 Meira
30. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 237 orð | 1 mynd

Færri og lægri styrkir ef nokkrir

„Við höfum verið að úthluta um það bil fjórum milljónum á ári,“ segir Sigurður Jóhannesson, formaður stjórnar Málræktarsjóðs, en á heimasíðu sjóðsins var nýlega tilkynnt að engir styrkir yrðu veittir í ár Meira
30. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 357 orð

Inflúensan kom snemma vetrar

Mikið er um öndunarfærasýkingar af völdum mismunandi veira. Inflúensan og RS-veiran eru fyrr á ferðinni en venjulega. „Eins og spáð hefur verið stefnir í að þennan fyrsta vetur án sóttvarnaaðgerða vegna COVID-19 leggist árstíðabundnar… Meira
30. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 32 orð | 1 mynd

Kristinn Magnússon

Mánaskin Tunglið varpar fölri birtu á Þingvallavatn og lætur sér fátt um finnast þótt geimfarið Orion sé á sveimi umhverfis það og von sé á fleiri gestum frá jörðinni á næstu... Meira
30. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 524 orð | 1 mynd

Lalli maður hinna mörgu andlita

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Ævintýrasagan Jólasveinarnir í Esjunni er komin út en fræjunum var sáð fyrir síðustu aldamót. Bílamálarinn fyrrverandi, Lárus Haukur Jónsson, jafnan kallaður Lalli ljóshraði, átti hugmyndina, Guðjón Ingi Eiríksson, eigandi Bókaútgáfunnar Hóla, skráði þær og bætti inn í hér og þar en Haraldur Pétursson myndskreytti verkið. Meira
30. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 202 orð | 1 mynd

Leigusamningum fækkaði um 17%

Heildarfjöldi þinglýstra leigusamninga á landinu öllu var alls 564 í síðasta mánuði. Þeim fækkaði um 17% frá því í septembermánuði og hefur fækkað um 26% frá októbermánuði á seinasta ári. Ef eingöngu er litið á fjölda leigu­samninga á… Meira
30. nóvember 2022 | Fréttaskýringar | 635 orð | 2 myndir

Merkingum við eldissvæði verði breytt

Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Starfshópur um öryggi siglinga telur að ráðast þurfi í mótvægisaðgerðir til að tryggja öryggi siglinga í fjörðum þar sem gert er ráð fyrir sjókvíaeldi og annarri staðbundinni nýtingu á svæðum sem þrengja að siglingaleiðum. Aðgerðirnar lúta meðal annars að betri merkingum og færslu festinga sjókvía. Meira
30. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 359 orð | 1 mynd

Rekstur kirkjunnar að ná jafnvægi

Útlit er fyrir að rekstur þjóðkirkjunnar verði í jafnvægi á næsta ári eftir hallarekstur síðustu ár. Fjárhagsnefnd kirkjuþings skilaði nefndaráliti og þingsályktun á aukakirkjuþingi sem haldið var fyrir síðustu helgi Meira
30. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 328 orð | 1 mynd

Samið um stálvirkið á Snákinn

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Nú liggur fyrir að fyrirtækið Prófílstál ehf. mun smíða fjölnota stálvirki sem sett verður upp á Laugavegi, milli Hlemms og Snorrabrautar. Þessi kafli götunnar hefur fengið hið frumlega nafn Snákurinn. Meira
30. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 297 orð

Skoða mætti möguleika á stafrænni kjördeild

Starfshópur á vegum dómsmálaráðherra sem falið var að vinna að greiningu á póstkosningum og öruggri framkvæmd þeirra kemst að þeirri niðurstöðu að „verulega yrði vikið frá öryggi og kosningaleynd frá því sem áður hefur tíðkast með því að heimila… Meira
30. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 143 orð | 1 mynd

Svakalegur áhugi á hverfinu

„Ég hef nú oft verið í eftirsóttum verkefnum en engu eins og þessu. Það er svakalegur áhugi á þessu hverfi. Sem er svo sem ekki skrítið enda er ekki mikið um nýbyggingar á Nesinu og þetta er frábær staður,“ segir Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri… Meira
30. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 156 orð | 2 myndir

Tók við fána fyrsta forsetans

Forseti Íslands veitti þjóðfána Íslands viðtöku við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. Fáni þessi er merkilegur fyrir það að hann ber eiginhandaráritun Sveins Björnssonar, fyrsta forseta Íslands. Nafn hans er ritað með smekklegum hætti í… Meira
30. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 154 orð

Trúnaði í nefndum Alþingis má ekki deila með öðrum

„Það er ljóst að ef nefndarmenn í þingnefnd fá í hendur trúnaðarupplýsingar, þá eru þeir bundnir trúnaði og mega ekki deila þeim með öðrum,“ segir Birgir Ármannsson, forseti Alþingis. „Ef litið væri svo á að nefndarmenn gætu deilt… Meira
30. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 259 orð

Tvöfalt fleiri vilja fara utan í aðgerð

Sjúkratryggingar Íslands spá því að 328 muni sækja um á þessu ári að leita sér meðferðar erlendis. Ástæðan er langur biðtími eftir aðgerð á Íslandi. Í fyrra bárust 164 slíkar umsóknir og því talið að fjöldi umsókna muni tvöfaldast á milli ára Meira
30. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 482 orð | 1 mynd

Umsóknum fjölgar umtalsvert

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Sjúkratryggingar Íslands spá því að 328 muni sækja um á þessu ári að leita sér meðferðar erlendis vegna biðtíma eftir aðgerð á Íslandi. Í fyrra bárust 164 slíkar umsóknir. Sjúkratryggingar gera ráð fyrir auknum fjölda umsókna í desember og byrjun næsta árs í ýmsum aðgerðarflokkum, vegna lengri biðtíma. Þetta kemur fram í svari Sjúkratrygginga við fyrirspurn Morgunblaðsins. Meira
30. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 306 orð | 1 mynd

Veittir voru alls 554 styrkir til uppbyggingar

Alls hlutu 554 verkefni styrki úr uppbyggingarsjóðum landshlutanna á árinu 2021 og nam heildarfjárhæð styrkja tæpum 450 milljónum. Á því ári var úthlutað að auki rúmlega 381 milljón kr. til áhersluverkefna sóknaráætlana landshlutanna og var því fé deilt til 72 verkefna Meira
30. nóvember 2022 | Erlendar fréttir | 300 orð | 1 mynd

Vetur gerður að stríðsvopni

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, varaði við því í gær að Rússar vildu „nota veturinn sem stríðsvopn“ gegn Úkraínu með árásum sínum á orkuinnviði landsins. Utanríkisráðherrar bandalagsríkjanna funduðu í gær í… Meira
30. nóvember 2022 | Erlendar fréttir | 550 orð | 1 mynd

Vilja taka hart á mótmælunum

Dóms- og stjórnmálanefnd miðstjórnar kínverska kommúnistaflokksins kallaði í gær eftir því að tekið yrði hart á „fjandsamlegum öflum“ í Kína eftir að fjölmenn mótmæli brutust út um helgina í helstu borgum landsins gegn ströngum sóttvarnareglum kínverskra stjórnvalda Meira
30. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 121 orð | 1 mynd

Þarf að verja málfrelsið og fullveldið

Það er sótt að málfrelsinu og það þarf að verja, segir Arnar Þór Jónsson, lögmaður og varaþingmaður. Hann bendir á hvernig ýmis persónuréttindi hafi verið látin víkja á dögum farsóttar og þar hafi einnig verið vegið að málfrelsi Meira
30. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 225 orð | 2 myndir

Þrettán stunda fundur í Karphúsinu

Fulltrúar Landssambands íslenskra verzlunarmanna (LÍV), Starfsgreinasambandsins (SGS), VR og Samtaka atvinnulífsins (SA) sátu á fundi í Karphúsinu hjá ríkissáttasemjara fram á ellefta tímann í gærkvöldi, en fundurinn hófst klukkan tíu í gærmorgun Meira

Ritstjórnargreinar

30. nóvember 2022 | Leiðarar | 440 orð

Aukin tortryggni

Kínastjórn er síður treyst en áður, innanlands sem utan Meira
30. nóvember 2022 | Leiðarar | 157 orð

Á faraldsfæti

Borgarstjóri og aðrir borgarstarfsmenn fara víða Meira
30. nóvember 2022 | Staksteinar | 180 orð | 1 mynd

Ljómandi lekar og hræðilega vondir

Páll Vilhjálmsson bendir á „að eftir að myndbandi af hópslagsmálum var lekið af lögreglu voru viðbrögð snör. Fjölmiðlar, RÚV sérstaklega, nánast kröfðust rannsóknar á lekanum. Málið kært, upplýst og refsað á einni viku. Meira

Menning

30. nóvember 2022 | Menningarlíf | 343 orð | 2 myndir

Áramótaskaup fyrir árið 1918

Á morgun er fullveldisdagur okkar Íslendinga og af því tilefni mun uppistandshópurinn VHS frumsýna glænýjan sjónvarpsþátt, Fullveldisdagskrá VHS, á RÚV. Hópur þessi hefur notið mikilla vinsælda á undanförnum mánuðum eða allt frá því hann frumsýndi… Meira
30. nóvember 2022 | Menningarlíf | 103 orð | 1 mynd

Efnisskrá Guðnýjar á Orgelhátíð innblásin af aðventu og jólum

Guðný Einarsdóttir organisti heldur tónleika á Orgelhátíð í Akureyrarkirkju í dag, miðvikudaginn 30. nóvember, kl. 20. Á efnisskránni verða verk eftir J.S. Bach, Arngerði Maríu Árnadóttur, Niels W. Gade, César Franck og Charles Ives og er hún innblásin af aðventu og jólum Meira
30. nóvember 2022 | Menningarlíf | 84 orð | 1 mynd

Erik og sendiboðar djassa á Múlanum

Jazzklúbburinn Múlinn stendur fyrir tónleikum í kvöld kl. 20 á Björtuloftum í Hörpu. Á þeim kemur fram hljómsveit trommuleikarans Eriks Qvicks, Jazzsendiboðarnir, og tekur ofan hattinn fyrir goðsögnum „hard bop“-tímabilsins, skv Meira
30. nóvember 2022 | Menningarlíf | 463 orð | 2 myndir

Í hláturskasti á sviði

Kanaríhópurinn, VHS og höfundar Áramótaskaupsins 2022 verða gestir á sýningu Improv Ísland spunahópsins í Kjallaranum (sem áður hét Þjóðleikhúskjallarinn) í kvöld kl. 20. Það verður því stór hópur leikara, grínista og spunameistara sem stígur á svið … Meira
30. nóvember 2022 | Bókmenntir | 650 orð | 3 myndir

Líf sögupersóna völundarhús óskiljanlegra ákvarðana

Smásagnasafn Breytt ástand ★★★½· Eftir Berglindi Ósk. Sögur útgáfa 2022. 160 bls. kilja. Meira
30. nóvember 2022 | Fjölmiðlar | 206 orð | 1 mynd

Norskur kærleikur á kafi í snjó

Eins og ég skrifaði um í öðrum ljósvakapistli fyrir nokkrum dögum þá finnst mér kominn tími á að dusta rykið af jólatengdum kvikmyndum og sjónvarpsefni. Netflix gerir manni auðvelt fyrir og er farið að veifa framan í mann mislélegum jólamyndum mörgum vikum fyrir jól Meira
30. nóvember 2022 | Menningarlíf | 104 orð | 1 mynd

Uppsöfnuð og ólgandi reiði braust út

Bandaríski leikarinn Will Smith var gestur í spjallþætti Trevors Noahs í fyrrakvöld og ræddu þeir m.a. löðrunginn á Óskarsverðlaununum fyrr á árinu, þegar Smith gekk upp á svið og sló kynninn Chris Rock fast í andlitið eftir að Rock henti gaman að útliti eiginkonu Smiths Meira

Umræðan

30. nóvember 2022 | Aðsent efni | 1338 orð | 2 myndir

Bohdan Wodiczko – hljómsveitarstjóri nútímans

Michal Klubinski: "Það sem einkennir þennan markverða listamann í pólsku og íslensku tónlistarlífi eru nútímahugmyndafræði, trú á ungmennum, sannfæring um að hin móderníska tónlist hafi sérstök áhrif með siðferðilegum hætti á samfélagið, virkni aðferða, ástríða og hugsjón." Meira
30. nóvember 2022 | Aðsent efni | 734 orð | 2 myndir

Gríman fellur

Óli Björn Kárason: "Hugsjónafólkið sem mótmælt hefur síðustu daga um allt Kína hefur ekki hugmynd um hvort og þá hvaða hryllingur bíður þess. Hugrekkið er fyrir hendi." Meira
30. nóvember 2022 | Pistlar | 387 orð | 1 mynd

Lífskjör að láni

Ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur mistekist að takast á við eina stærstu áskorunina sem hún stendur frammi fyrir. Vaxtakostnaður ríkissjóðs hefur aukist hratt á síðustu árum, vegna hallareksturs og skuldasöfnunar… Meira
30. nóvember 2022 | Aðsent efni | 545 orð | 1 mynd

Um andoxunarefni

Pálmi Stefánsson: "Lífsspursmál er að koma sem mest í veg fyrir keðjuhvörf sem myndast af efnum sem hafa eina fría rafeind og valda skemmdum í frumum og hvatberafrumum." Meira

Minningargreinar

30. nóvember 2022 | Minningargreinar | 1472 orð | 1 mynd

Ásta Björk Friðbertsdóttir

Ásta Björk Friðbertsdóttir fæddist í Botni í Súgandafirði 8. júlí 1947. Hún lést á Landspítalanum 12. nóvember 2022. Foreldrar hennar voru Kristjana Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 1909, d. 2000, og Friðbert Pétursson bóndi, f. 1909, d. 1994. Meira  Kaupa minningabók
30. nóvember 2022 | Minningargreinar | 542 orð | 1 mynd

Guðmundur Halldórsson

Guðmundur Halldórsson fæddist 21. janúar 1933. Hann lést 30. júní 2022. Útför hans fór fram 9. júlí 2022. Meira  Kaupa minningabók
30. nóvember 2022 | Minningargreinar | 2540 orð | 1 mynd

Jóhannes Björn Lúðvíksson

Jóhannes Björn Lúðvíksson fæddist í Reykjavík 30. nóvember 1949. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í New York 13. mars 2022. Foreldrar hans voru hjónin Jónína Jóhannesdóttir frá Kálfsárkoti í Ólafsfirði, f. 1912, d. Meira  Kaupa minningabók
30. nóvember 2022 | Minningargreinar | 254 orð | 1 mynd

Sigríður Kristinsdóttir

Sigríður Kristinsdóttir fæddist 6. mars 1943. Hún lést 12. nóvember 2022. Útför hennar fór fram 23. nóvember 2022. Meira  Kaupa minningabók
30. nóvember 2022 | Minningargreinar | 385 orð | 1 mynd

Svava Ásdís Davíðsdóttir

Svava Ásdís Davíðsdóttir fæddist 20. febrúar 1939. Hún lést 16. nóvember 2022. Útför Svövu Ásdísar fór fram 23. nóvember 2022. Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

30. nóvember 2022 | Í dag | 194 orð

Augljós tilgangur. N-Allir

Norður ♠ K83 ♥ ÁDG94 ♦ 75 ♣ ÁD7 Vestur ♠ 3 ♥ 108762 ♦ 1092 ♣ G965 Austur ♠ ÁD9 ♥ 3 ♦ ÁDG843 ♣ 1043 Suður ♠ G107642 ♥ K5 ♦ K6 ♣ K82 Suður spilar 4♠ Meira
30. nóvember 2022 | Dagbók | 101 orð | 1 mynd

„Það eina sem ég gat gert akkúrat núna“

„Ég er náttúrlega búin að reyna allt til að búa til eitthvað,“ sagði Ásdís Rán sem mætti í Ísland vaknar á K100 og ræddi um nýtt hlaðvarp sem hún er nýbyrjuð með, Krassandi konur. „Ég er búin að vera atvinnulaus síðan ég kom hingað Meira
30. nóvember 2022 | Í dag | 56 orð

Fyrirboði er e-ð sem boðar óorðinn hlut. Það er t.d. slæmur fyrirboði,…

Fyrirboði er e-ð sem boðar óorðinn hlut. Það er t.d. slæmur fyrirboði, hlaupi svartur köttur í veg fyrir mann. Og sannast ef maður fótbrotnar t.d. síðar um daginn. Nú, og klæi mann rosalega í nefið að morgni er það líklega fyrirboði bréfs frá skattstjóra Meira
30. nóvember 2022 | Í dag | 143 orð | 1 mynd

Haraldur Páll Þórsson

30 ára Haraldur ólst upp í Brúarhlíð í Blöndudal, A-Hún., en býr í Miðengi í Grímsnesi. Hann er vélstjóramenntaður og vinnur sem bifvélavirki á Bifreiðarverkstæðinu Kletti á Selfossi. Haraldur er í hjálparsveitinni Tintron og áhugamálin eru hestar, kindur, almennt sveitalíf og jeppar Meira
30. nóvember 2022 | Í dag | 31 orð | 1 mynd

Miðengi, Grímsnesi Guðni Þór Haraldsson fæddist 24. febrúar 2022 kl. 06.11 …

Miðengi, Grímsnesi Guðni Þór Haraldsson fæddist 24. febrúar 2022 kl. 06.11 í Reykjavík. Hann vó 2.804 g og var 47 cm langur. Foreldrar hans eru Haraldur Páll Þórsson og Sigríður Þorbjörnsdóttir. Meira
30. nóvember 2022 | Í dag | 137 orð

Skák

Heimsmeistaramóti landsliða í opnum flokki lauk fyrir skömmu í Jerúsalem í Ísrael. Fyrirkomulagið var nokkuð óvenjulegt þar eð tefldar voru atskákir og fyrst voru undanrásir og svo útsláttarkeppni. Staðan kom upp í undanrásunum á milli Vassilys… Meira
30. nóvember 2022 | Í dag | 397 orð

Skrítið hellublað

Niðurlagið á pósti Baldurs Hafstað er svohljóðandi: „Sigurður Sigmundsson bætti þessari sögu við bréf sitt og sýnir hún að Sigurður Vigfússon gat vitað fyrir fram hvaða orð myndu hrjóta af vörum eins af sveitungum sínum við gefnar aðstæður:… Meira
30. nóvember 2022 | Dagbók | 32 orð | 1 mynd

Umræðan, málfrelsi og fullveldi

Standa þarf vörð um málfrelsið og fullveldi landsins, hvorugt er sjálfgefið og þeim hættur búnar nú sem fyrr, segir Arnar Þór Jónsson, lögmaður, fv. héraðsdómari og varaþingmaður, í viðtali um grundvallarmál lýðveldisins. Meira
30. nóvember 2022 | Í dag | 645 orð | 3 myndir

Unnið ötullega að íþróttastarfi

Ásta Laufey Sigurðardóttir er fædd 30. nóvember 1962 á sjúkrahúsinu á Selfossi og ólst upp á Þórunúpi í Hvolhreppi þar sem heitir nú Rangárþing eystra. Ásta gekk í barnaskólann sem og gagnfræðaskólann á Hvolsvelli, hafði tveggja ára viðdvöl í… Meira

Íþróttir

30. nóvember 2022 | Íþróttir | 82 orð | 1 mynd

Aron til liðs við Framara

Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson er genginn til liðs við Framara og hefur samið við þá til tveggja ára. Aron er 28 ára og var fyrirliði Grindvíkinga á síðasta tímabili sem var hans fimmta með Suðurnesjaliðinu Meira
30. nóvember 2022 | Íþróttir | 67 orð | 1 mynd

Finnskur bakvörður til KR

KR-ingar hafa fengið til liðs við sig finnska körfuknattleiksmanninn Aapeli Alanen og tefla honum væntanlega fram í mikilvægum leik gegn ÍR á fimmtudagskvöldið. Alanen er 26 ára skotbakvörður, 2,01 metrar á hæð Meira
30. nóvember 2022 | Íþróttir | 144 orð | 1 mynd

Góð og slæm úrslit fyrir Valsmenn

Sænsku meistararnir í Ystad unnu óvæntan 30:26-heimasigur á þýska stórliðinu Flensburg í B-riðli Vals í Evrópudeild karla í handbolta í gær. Tapið var það fyrsta hjá Flensburg í keppninni, á meðan Ystad jafnaði Valsmenn á stigum með sigrinum Meira
30. nóvember 2022 | Íþróttir | 63 orð | 1 mynd

Lausir úr varðhaldi í Íran

Tveir fyrrverandi landsliðsmenn Írans í knattspyrnu voru látnir lausir úr varðhaldi í Teheran í gær. Voria Ghafouri, 35 ára leikmaður Esteghlal í Teheran, var handtekinn í síðustu viku, sakaður um að skemma ímynd íranska landsliðsins og dreifa áróðri gegn ríkinu Meira
30. nóvember 2022 | Íþróttir | 476 orð | 2 myndir

Lokakaflinn erfiður í Aix

Íslands- og bikarmeistarar Vals máttu þola þriggja marka tap, 29:32, er liðið heimsótti franska liðið Aix í B-riðli Evrópudeildar karla í handbolta í gærkvöldi. Aix hafnaði í þriðja sæti frönsku 1. deildarinnar á síðustu leiktíð og er með gríðarlega sterka leikmenn innan sinna raða Meira
30. nóvember 2022 | Íþróttir | 74 orð | 1 mynd

Naumt tap Valsmanna í Frakklandi

Íslands- og bikarmeistarar Vals máttu þola 29:32-tap gegn franska liðinu Aix í B-riðli Evrópudeildar karla í handbolta í gærkvöldi. Valsmenn voru yfir stóran hluta leiks, en franska liðið var sterkara á lokakaflanum Meira
30. nóvember 2022 | Íþróttir | 76 orð | 1 mynd

Óðinn hetja Kadetten

Óðinn Þór Ríkarðsson var hetja svissneska liðsins Kadetten er það lagði Benfica frá Portúgal að velli í A-riðli Evrópudeildar karla í handbolta í gærkvöldi, 26:25. Óðinn skoraði sigurmark Kadetten úr víti, eftir að leiktíminn rann út Meira
30. nóvember 2022 | Íþróttir | 714 orð | 3 myndir

Rashford á skotskónum

Holland mætir Bandaríkjunum og England mætir Senegal í sextán liða úrslitum heimsmeistaramótsins í fótbolta í Katar. Þetta er niðurstaða gærdagsins en þá lauk keppni í A- og B-riðli mótsins. Ekvador, Íran og Wales hafa spilað sinn síðasta leik og… Meira
30. nóvember 2022 | Íþróttir | 235 orð | 1 mynd

Verðmiðinn hækkar með hverjum leik

Hinn 23 ára gamli Cody Gakpo hefur stolið senunni á HM í fótbolta í Katar, en hann skoraði sitt þriðja mark á mótinu í öruggum 2:0-sigri Hollands á gestgjöfunum í gær. Gakpo hefur nýtt færin sín á mótinu afar vel og skorað úr öllum þremur tilraunum sínum til þessa Meira
30. nóvember 2022 | Íþróttir | 329 orð | 2 myndir

Vinstri bakvörðurinn Alex Sandro missir af leik Brasilíu gegn Kamerún í…

Vinstri bakvörðurinn Alex Sandro missir af leik Brasilíu gegn Kamerún í riðlakeppni heimsmeistaramótsins í fótbolta vegna meiðsla í mjöðm. Brasilíumenn verða því án þriggja leikmanna í leiknum en Neymar og Danilo eru báðir frá vegna ökklameiðsla Meira

Viðskiptablað

30. nóvember 2022 | Viðskiptablað | 852 orð | 1 mynd

Auka þarf stuðning og bæta yfirsýn

Undanfarinn áratug hefur Svava Björk verið áberandi á íslensku sprota- og nýsköpunarsenunni. Á dögunum bætti hún nýrri fjöður í hattinn þegar hún tók við stöðu framkvæmdastjóra hjá Framvís, samtökum engla-vísissjóða Meira
30. nóvember 2022 | Viðskiptablað | 595 orð | 1 mynd

Blikur á lofti

” Ef illa fer og ekki er rétt á málum haldið er líklegt að fjárfesting einkageirans dragist saman á næstunni. Þetta er áhyggjuefni en fjárfesting er grundvöllur framleiðnivaxtar og einn af hornsteinum framtíðarhagvaxtar. Meira
30. nóvember 2022 | Viðskiptablað | 379 orð | 1 mynd

Ekkert víst að þetta klikki

Tólf mánaða verðbólga mælist nú 9,3%, hefur lítið hreyfst á liðnum mánuðum en er þó lægri en þegar verst lét síðsumars. Fátt bendir til þess að verðbólgan hjaðni á komandi vikum, og helst má gera ráð fyrir því að hún hjaðni ekki að ráði fyrr en líða fer á næsta vor Meira
30. nóvember 2022 | Viðskiptablað | 807 orð | 1 mynd

Evrópa króknar og Afríka sveltur

Undanfarnar vikur hefur tekið að kólna hressilega hér í París. Ég bý í fjölbýlishúsi sem var líklega byggt á 6. áratugnum og eru íbúðirnar með sameiginlegt kyndikerfi. Húsvörðurinn virðist hafa ákveðið, upp á sitt eindæmi, að bíða eins lengi og hún… Meira
30. nóvember 2022 | Viðskiptablað | 184 orð | 1 mynd

Fjármagnið er að leita í öruggari hafnir

Þorvarður Tjörvi Ólafsson, aðstoðardeildarstjóri hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, segir vaxtahækkanir helstu seðlabanka til þess fallnar að draga fjármagn út úr nýmarkaðsríkjum til öruggari hafna. Það sé ólíkt kreppunni 2008 þegar útflæði frá ríkjunum snerist í innflæði eftir vaxtalækkanir Meira
30. nóvember 2022 | Viðskiptablað | 594 orð | 1 mynd

Frá rúnum og nálum til vörumerkja nútímans

” Eins og dæmin sýna er markaðssetning órjúfanlegur hluti af starfsemi hvers fyrirtækis. Þannig hefur það verið alveg síðan menn byrjuðu að stunda verslun. Meira
30. nóvember 2022 | Viðskiptablað | 635 orð | 1 mynd

Greiðslukortin rauðglóandi

Í apríl síðastliðnum fór velta innlendra greiðslukorta erlendis í fyrsta sinn yfir 20 milljarða markið. Þetta má lesa úr hagtölum Seðlabanka Íslands. Síðan þá, eða í hálft ár, hefur veltan aldrei farið undir 20 milljarða og raunar haldist á bilinu 23-25 milljarðar í hverjum mánuði Meira
30. nóvember 2022 | Viðskiptablað | 204 orð | 1 mynd

Lárus Welding segir sögu sína í nýrri bók

Ný bók, Uppgjör bankamanns, eftir Lárus Welding, fjárfesti og fv. forstjóra Glitnis, kemur út í lok vikunnar. Lárus var sem kunnugt er ráðinn forstjóri Glitnis vorið 2007, þá aðeins þrítugur, og gegndi stöðunni í um 17 mánuði, eða fram að falli bankans í byrjun október 2008 Meira
30. nóvember 2022 | Viðskiptablað | 417 orð | 1 mynd

Nýir hluthafar leggja Genís til 2,4 milljarða

Sigurgeir Guðlaugsson, forstjóri líftæknifyrirtækisins Genís, segir hlutafjáraukningu félagsins munu styrkja næstu skref þess í lyfjaþróun sem og áframhaldandi markaðssókn erlendis. Með nýjum uppgötvunum hafi Genís færst nær því að geta hafið klínískar rannsóknir á sínum einkaleyfavörðu efnum Meira
30. nóvember 2022 | Viðskiptablað | 350 orð | 1 mynd

Óverðtryggði hlutinn er að þurrkast upp

Íslensk heimili leita í stórum stíl í verðtryggð húsnæðislán um þessar mundir. Samkvæmt nýjum tölum Seðlabankans námu ný útlán bankanna, að teknu tilliti til upp- og umframgreiðslna, 7,9 milljörðum króna í októbermánuði og hafa ekki verið hærri frá… Meira
30. nóvember 2022 | Viðskiptablað | 482 orð | 7 myndir

Stjörnutorgið kveður eftir 23 ár

Tímamót urðu í veitingasögu landsins um síðustu helgi þegar Stjörnutorginu var lokað og í staðinn kom mathöllin Kúmen. Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, tók á móti ViðskiptaMogganum við torgið þegar verið var að afgreiða síðustu réttina Meira
30. nóvember 2022 | Viðskiptablað | 2858 orð | 1 mynd

Styðja ríkin við að bregðast við kreppunni

Höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington eru gegnt Alþjóðabankanum og þaðan er nokkurra mínútna gangur að Hvíta húsinu. Meira
30. nóvember 2022 | Viðskiptablað | 1044 orð | 5 myndir

Stærðin skiptir nefnilega máli

Það skemmtilegasta við blaðamennskuna er að stundum eru dótadagar í vinnunni. Einn af mínum eftirminnilegustu dótadögum var þegar ég fékk að reynsluaka Rolls-Royce Phantom fyrir bílablað Morgunblaðsins og spanaði á sex metra langri drossíunni um suðurhluta Þýskalands Meira
30. nóvember 2022 | Viðskiptablað | 111 orð | 1 mynd

Yuzu á uppleið eftir tekjufall

Hamborgarakeðjan Yuzu hagnaðist um 3,9 milljónir króna í fyrra en tapaði 12,7 milljónum árið áður. Rekstrartekjur jukust mikið milli ára. Fóru úr 162,6 milljónum 2020 í 297,9 milljónir króna 2021. Þá jukust eignir úr 58,4 milljónum í 68,6 milljónir króna Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.