Um 150 jarðskjálftar hafa verið skráðir á skjálftasíðu Veðurstofunnar í fjöllunum ofan við Mýrar í Borgarfirði frá því að skjálftavirkni hófst þar á síðasta ári. Vert er að nefna að langt er í næstu skjálftamæla frá Mýrum og því mögulegt að minnstu skjálftarnir mælist ekki
Meira
„Djúpstæður ágreiningur og vantraust virðast ríkja innan stjórnar Úrvinnslusjóðs, auk þess sem skipan stjórnarinnar er umdeild.“ Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu starfshóps um endurmat á kerfi framlengdrar framleiðendaábyrgðar hér á landi en…
Meira
Flugher Bandaríkjanna hefur svipt hulunni af nýjasta flaggskipinu í flota torséðra (e. stealth) sprengjuflugvéla, B-21 Raider, sem hefur dvalið svo lengi á teikniborðinu að hún mun leysa af hólmi forvera sem flaug sitt fyrsta flug í kalda stríðinu
Meira
„Þetta er gömul saga og ný að það er talað um niðurskurð og hagræðingu látlaust þegar kemur að þeim málum sem lúta að börnum og eldra fólki og heilbrigðiskerfinu,“ segir Margrét Pála Ólafsdóttir, frumkvöðull í uppeldis- og menntamálum, í samtali við Morgunblaðið
Meira
Fram undan eru breytingar hjá Fjöliðjunni á Akranesi sem er verndaður vinnustaður og endurhæfing. Um 78 leiðbeinendur og almennir starfsmenn í hlutastarfi starfa nú undir regnhlíf Fjöliðjunnar. Atvinnuráðgjafi vinnur að því að fólkið fái vinnu í…
Meira
Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir landslagið í verkalýðsbaráttunni óneitanlega hafa breyst á síðustu dögum. Hann sakar Eflingu um að hafa lekið upplýsingum, sem honum bar skylda til þess að deila með þeim, um gang samningsviðræðna SGS við Samtök atvinnulífsins, í fjölmiðla
Meira
Aðventugleði Skautasvell Nova og Orkusölunnar á Ingólfstorgi er mikið gleðiefni fyrir unga sem aldna og ber nafnið Stuðsvellið í ár. Undanfarin ár hafa tuttugu þúsund manns sótt á...
Meira
Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins lýsti því yfir í gær að hann hefði verið stunginn í bakið af fólki sem hann taldi vini sína vegna nýs kjarasamnings SGS og Samtaka atvinnulífsins
Meira
„Allir eru farnir út að vinna, karlar og konur, frá eins árs eða yngri börnum og við erum komin í öngstræti að mínu mati. Erum við raunverulega að segja að eina tilboðið sem við viljum gera eins árs gömlum börnum sé heils dags leikskóli?“ spyr…
Meira
Ljóst er að ferðaþjónustan hefur náð fyrri styrk eftir mikinn bata undanfarna mánuði. Ferðaþjónusta er aftur orðin sú grein sem skapar mestar gjaldeyristekjur fyrir íslenska þjóðarbúið eða fjórðung allra útflutningstekna
Meira
Ferðaþjónustan er orðin stærsta útflutningsgreinin á nýjan leik. Þetta kemur fram í tölum um þjónustuviðskipti frá Hagstofu Íslands fyrir þriðja ársfjórðung á þessu ári. Þar kemur fram að heildarverðmæti þjónustuútflutnings hafi numið ríflega 153…
Meira
Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is „Ég hef starfað mjög víða, maðurinn minn var afleysingaprestur svo ég hef kennt úti um allt land,“ segir Heiðrún Tryggvadóttir, nýskipaður skólameistari Menntaskólans á Ísafirði frá 1. janúar 2023 að telja, en umsækjendur um stöðuna voru tveir.
Meira
Tíminn og vatnið í fyrstu útgáfu, tölusett eintak og áritað af Steini Steinarr, eru á meðal verka sem boðin verða upp á seinni hluta Bókaperla, uppboði úrvalsverka í Fold uppboðshúsi fyrir jólin. Uppboðinu lýkur 11
Meira
Siðgæðislögreglan svonefnda í Íran hefur verið lögð niður í kjölfar tveggja mánaða mótmæla í landinu. Hlutverk lögreglu þessarar var að fylgja því eftir að ströngum íslömskum reglum um klæðaburð kvenna væri fylgt, einkum notkun höfuðslæðu, hijab
Meira
KEA afhenti styrki úr menningar- og viðurkenningasjóði félagsins hinn 1. desember og fór styrkúthlutunin fram í Hofi á Akureyri. Var þetta í 89. skipti sem veitt er úr sjóðnum. Úthlutað var 20,3 milljónum króna til 50 aðila
Meira
Leit að sjómanninum sem féll útbyrðis norðvestan við Garðskaga á laugardaginn hélt áfram langt fram eftir kvöldi í gær án árangurs. Maðurinn féll útbyrðis laust eftir klukkan fimm á laugardaginn þegar fiskiskip var á veiðum utarlega í Faxaflóa og…
Meira
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Margir hafa lagt leið sína í höfuðstöðvar Eimskips við Sundahöfn í Reykjavík til þess að ná sér þar í dagatal félagsins fyrir árið 2023. Afhending þess hófst, hefð samkvæmt, 1. desember, þegar alls 500 eintök voru afhent. „Strax í október byrjar fólk að hafa samband og spyrjast fyrir um almanökin góðu. Okkur hefur þó fundist ágæt hefð að láta dagatölin ekki úr húsi fyrr en á fullveldisdaginn,“ segir Oddur Árni Arnarsson, hönnuður á mannauðs- og samskiptasviði Eimskips.
Meira
Þjóðskjalasafn tók við samtals 2.429 hillumetrum af pappírsskjölum í 169 afhendingum á seinasta ári. Er þetta mesta magn pappírsskjala sem borist hefur á Þjóðskjalasafnið á einu ári. Þessar upplýsingar koma fram í umfjöllun í ársskýrslu Þjóðskjalasafnsins fyrir árið 2021
Meira
Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á dögunum sitt þriðja framboð til forseta í Mar-a-Lago, stórhýsi sínu á Palm Beach í Flórídaríki í Bandaríkjunum. Síðan þá hafa margir velt vöngum yfir því hverjir muni bjóða honum birginn…
Meira
Ferðamenn fylgjast með ólgandi hraunstraumi frá eldfjallinu Semeru á indónesísku eyjunni Jövu í gær, þaðan sem gosstrókur stendur 15 kílómetra í loft upp. Hæsta viðvörunarstig þarlendra almannavarna er í gildi og hefur fjölda fólks verið gert að…
Meira
LavaConcept Iceland ehf., fyrirtæki sem skráð er í Vík í Mýrdal, hefur gert samning um sölu á sandi til Þýskalands, um 50 þúsund tonn á ári næstu 15 árin. Sandurinn er tekinn úr Höfðafjöru á Kötlutanga, grófunninn við Uxafótarlæk og ekið til útflutnings frá Þorlákshöfn
Meira
Fyrir mistök féll út síðasta málsgreinin í Tungutaki, umfjöllun Sigurbjargar Þrastardóttur um mismunun á grundvelli tungutaks, í Morgunblaðinu á laugardaginn. Beðist er velvirðingar á því. Málsgreinin í heild sinni sem datt út var svohljóðandi:…
Meira
Karlakór Kjalnesinga söng fyrir gesti og gangandi á Ingólfstorgi og víðar í miðbæ Reykjavíkur um helgina til að létta lund og blása fólki jólaanda í brjóst. Fjöldi fólks var í miðbænum um helgina, líklega margt hvert að undirbúa jólin, og flykktist…
Meira
Gert er ráð fyrir átján milljörðum króna í fjáraukalögum þessa árs í heilbrigðiskerfið auk tólf milljarða króna aukningar framlaga fyrir fjárlög næsta árs. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir ljóst að ríkisstjórnin standi með heilbrigðiskerfinu
Meira
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Vert er að skoða allar færar leiðir sem flýtt geta mikilvægum framkvæmdum í samgöngumálum. Samfélagsvegir eru einn möguleikinn í þeirri stöðu og þá sérstaklega þegar horft er til nauðsynlegrar uppbyggingar á Skógarstrandarvegi sem tengir m.a. saman Dali og utanvert Snæfellsnes. Þetta segir Jakob Björgvin Sigríðarson Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, um samgöngumálin þar um slóðir.
Meira
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Viðtökur voru góðar þegar ný verslun Krónunnar við Tryggvabraut á Akureyri var opnuð síðastliðinn fimmtudag. Lengi hefur verið í undirbúningi að opna búð undir merkjum keðjunnar fyrir norðan, sem svo hefur af mörgum ástæðum dregist. „Við viljum styrkja okkur í sessi úti á landi og þetta er áfangi á þeirri vegferð,“ segir Guðrún Aðalsteinsdóttir, sem í september sl. tók við starfi framkvæmdastjóra Krónunnar. Hún hafði starfað á fyrri stigum sem forstöðumaður stafrænnar þróunar og umbótaverkefna hjá fyrirtækinu og meðal annars tekið þátt í undirbúningi að opnun Krónunnar á Akureyri.
Meira
Yfir eitt þúsund börn munu sækja Hallgrímskirkju yfir aðventuna á þessu ári en tilefnið er sýningin Jólin hans Hallgríms. Hallgrímskirkja hefur boðið leik- og grunnskólabörnum í Reykjavík og nágrenni að heimsækja kirkjuna og sjá sýninguna í…
Meira
Andra Steini Hilmarssyni, bæjarfulltrúa í Kópavogi, var skiljanlega ekki skemmt yfir skemmtiþætti Ríkisútvarpsins á dögunum eða barnaefninu sem þar er í boði fyrir jólin. Fram kom í skemmtiþættinum að þáttagerðarkona, sem þar var í viðtali, hefði…
Meira
Kvikmynd belgíska leikstjórans og handritshöfundarins Chantal Akerman, Jeanne Dielman, 23, Quai du Commerce, 1080 Bruxelles, frá árinu 1975, situr efst á nýjum lista breska tímaritsinsSight and Sound yfir 100 bestu kvikmyndir sögunnar
Meira
Eugenía var góður píanóleikari, en hún var einnig drátthög og hafði næmt auga fyrir myndlist. Hún hvatti Ásgrím Jónsson listmálara, sem var vinnumaður hjá þeim hjónum í tvö og hálft ár, til dáða í myndlistinni
Meira
Sópransöngkonan Þóra Einarsdóttir kemur fram á síðustu hádegistónleikum ársins í Hafnarborg á morgun kl. 12 með Antoníu Hevesi píanóleikara. Munu þær, í aðdraganda jóla, flytja vel og síður þekktar Ave Maríur eftir tónskáldin Bach, Gounod, Caccini,…
Meira
Kjartan Eggertsson: "... þá er spurt á hvaða forsendum sveitarfélag hefur rétt til að leggja álögur á frístundahúsaeigendur í formi fasteignaskatts."
Meira
Ásmundur Einar Daðason: "Íþrótta- og æskulýðsstarf hér á landi getur ekki átt sér stað í núverandi mynd án sjálfboðaliða sem sífellt gefa af sér í þágu heildarinnar."
Meira
Tómas Torfason: "Án sjálfboðaliða myndi það fjölbreytta og vandaða íþrótta- og æskulýðsstarf sem við þekkjum á Íslandi hvorki virka né vera í boði."
Meira
Margir eru að velta fyrir sér hvort þið séuð að hittast af því að þið eruð á svipuðum aldri og eigið margt sameiginlegt?“ John Key, fyrrverandi forsætisráðherra Nýja-Sjálands, fundaði með Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, árið 2011
Meira
Albert Guðmundsson fæddist á Ísafirði 9. maí 1952. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 10. nóvember 2022. Foreldrar Alberts voru Helga Elísabet Kristjánsdóttir frá Ísafirði, f. 10.5. 1922, d. 25.9.
MeiraKaupa minningabók
Árni Sævar Gylfason fæddist 16. ágúst 1967 í Reykjavík. Hann lést á Borgarspítalanum 25. nóvember 2022. Foreldrar hans eru hjónin Gylfi Ómar Héðinsson, f. 6. febrúar 1950, og Svava Árnadóttir, f. 24. júlí 1950. Systkini hans eru: 1) Inga Rut, f. 1970.
MeiraKaupa minningabók
Guðjón Erlendsson fæddist í Reykjavík 22. desember 1938. Hann lést á Kirkjuhvoli á Hvolsvelli 23. nóvember 2022. Foreldrar hans voru Sigurfljóð Olgeirsdóttir húsmóðir, f. 14.12. 1905, d. 6.6. 1990, og Erlendur Guðjónsson bifreiðastjóri hjá Kveldúlfi, f.
MeiraKaupa minningabók
Ketill Rúnar Tryggvason, húsasmíðameistari, fæddist í Reykjavík 30. maí 1947. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi 14. nóvember 2022. Foreldrar Ketils voru Fanney Þorsteinsdóttir frá Drumboddsstöðum í Biskupstungum, f. 1915, d.
MeiraKaupa minningabók
Terry Douglas Mahaney fæddist 15. mars 1961. Hann lést á heimili sínu 22. nóvember 2022. Foreldrar hans voru Estes Calvin Mahaney, f. 1933, d. 2017, og Kristín Zoëga Stefánsdóttir, f. 1942. Uppeldisfaðir Geir Sigurðsson, f. 1939.
MeiraKaupa minningabók
Þorgeir B. Skaftfell fæddist í Reykjavík 21. október 1937. Hann lést 24. nóvember 2022 á Hrafnistu Laugarási. Foreldrar hans voru Baldvin Skaftfell og Gréta María Jóelsdóttir. Systir Þorgeirs er Sigríður Skaftfell, f. 1943, gift Bergi Þorleyfssyni, f.
MeiraKaupa minningabók
Samtök olíuframleiðsluríkja, ásamt Rússlandi og öðrum samstarfsþjóðum, ákváðu á sunnudag að halda olíuframleiðslu sinni óbreyttri. OPEC+-hópurinn sammæltist um það í október að minnka olíuframleiðslu um tvær milljónir fata, þvert á mikinn þrýsting frá vestrænum ríkjum
Meira
„Mikið mildi var að enginn viðskiptavinur né starfsmaður varð fyrir bílnum“ segir í gamalli frétt undir fyrirsögninni „Keyrði inn í blómabúð“. Þar hefur mildi (náð, miskunnsemi) dugað þótt í hvorugkyni sé eins og stundum sést
Meira
Á Boðnarmiði birtir Sigurjóna Björgvinsdóttir þetta fallega ljóð um aðventuna: Aðventan er indæl tíð og alltaf nóg að stússa. Að hafa ennþá enga hríð og endalaust að pússa. Þá skal kaupa þetta og hitt þrífa, skreyta og baka
Meira
Andri Heiðar Kristinsson fæddist 4. desember 1982 á Akureyri og varð því fertugur í gær. Hann bjó fyrstu fimm árin á Þórustöðum í Eyjafjarðarsveit en flutti svo til Akureyrar. Átta ára gamall flutti Andri til Reykjavíkur ásamt foreldrum sínum og tveimur yngri systkinum
Meira
Regína Ósk söngkona og útvarpskona Helgarútgáfunnar hefur gefið út nýtt jólalag en hún fékk alla fjölskyldu sína til að syngja með sér í laginu sem ber titilinn Englar í snjó. Hún ræddi um lagið og jólahefðir fjölskyldunnar í viðtali við Ísland vaknar
Meira
Reykjanesbær Ónefndur Þórdísarson fæddist 20. október 2022 kl. 18.12 á Landspítalanum. Hann vó 3.602 g og var 51 cm langur. Móðir hans er Þórdís Ósk Helgadóttir.
Meira
Ár er liðið síðan núverandi ríkisstjórn tók til starfa. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og nýliðinn í ráðherrahópnum ræðir fyrsta starfsárið, árangurinn og áskoranirnar fram undan í heilbrigðiskerfinu.
Meira
40 ára Þórdís ólst upp í Reykjavík og býr í Reykjanesbæ. Hún er með BA-gráðu í húsgagnaarkitektúr frá TEKO í Herning í Danmörku og M.Sc.-gráðu í verkefnastjórnun frá HÍ. Hún er forstöðumaður Súlunnar í Reykjanesbæ
Meira
Golden State Warriors, NBA-meistararnir í körfuknattleik, unnu í fyrrinótt sinn tíunda leik í röð í NBA-deildinni. Golden State vann þá Houston Rockets, 120:101, þar sem Andrew Wiggins skoraði 36 stig fyrir meistarana og Stephen Curry 30
Meira
Afturelding krækti í gærkvöld í tvö dýrmæt stig í baráttunni um efstu sætin í úrvalsdeild karla í handbolta með því að sigra Stjörnuna, 29:26, í Garðabæ. Þessi lið virðast ætla að vera í slagnum um að vera í efstu fjórum sætunum fyrir…
Meira
Eyjakonur féllu í gær úr keppni í 32-liða úrslitum Evrópubikarsins í handknattleik þrátt fyrir sigur í seinni leiknum gegn portúgalska liðinu Madeira CAD, 24:22. Liðin léku báða leiki sína á portúgölsku eyjunni Madeira um helgina og heimakonur unnu þann fyrri á laugardaginn, 30:23
Meira
Hin borgfirska Kristín Þórhallsdóttir hreppti silfurverðlaun í samanlögðu á Evrópumeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum í Skierniewice í Póllandi í dag eftir gallharða viðureign við Pólverjann Agötu Sitko en þær öttu kappi í -84 kg flokki sem alls var skipaður þrettán keppendum
Meira
Kristín Þórhallsdóttir hreppti silfurverðlaunin í -84 kg flokki á Evrópumeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum í Póllandi í gær. Hún var þó ekki ánægð með þá niðurstöðu því Kristín átti Evrópumeistaratitil að verja frá því í fyrra
Meira
Stóru fótboltaþjóðirnar tóku völdin um helgina þegar England, Frakkland, Holland og Argentína sigldu öll á frekar sannfærandi hátt inn í átta liða úrslit heimsmeistaramótsins í Katar á meðan Senegal, Pólland, Bandaríkin og Ástralía luku keppni
Meira
Valskonur stöðvuðu í gærkvöld sigurgöngu Keflvíkinga í úrvalsdeildinni í körfuknattleik með því að vinna þær í 11. umferð deildarinnar í Keflavík, 84:75. Keflavíkurkonur höfðu unnið tíu fyrstu leiki sína á tímabilinu og eru áfram efstar í deildinni en nú aðeins tveimur stigum á undan Haukum
Meira
Valskonur unnu sinn níunda sigur í jafnmörgum leikjum í úrvalsdeild kvenna í handbolta á laugardaginn þegar þær sigruðu Selfyssinga af miklu öryggi, 35:23, á Hlíðarenda. Þær eru þar með fjórum stigum á undan Stjörnunni en viðureign liðanna í öðru og …
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.