Greinar fimmtudaginn 8. desember 2022

Fréttir

8. desember 2022 | Innlendar fréttir | 390 orð | 1 mynd

„Áhuga- og virðingarleysi SA“

Viðræður fóru í fullan gang í gær á milli Samtaka atvinnulífsins og sam­flots iðn- og tækni­greina, VR og LÍV í húsi rík­is­sátta­semj­ara í Borg­ar­túni en sáttafund­ur­inn hófst klukk­an kort­er yfir eitt og var stíft fundað síðdegis Meira
8. desember 2022 | Innlendar fréttir | 1159 orð | 2 myndir

Allir björguðust þegar Bergur sökk

Ellefu manna áhöfn bjargaðist í gúmmíbjörgunarbáti þegar síldarbáturinn Bergur VE 44 sökk undan Jökli um klukkan 20.15 að kvöldi 6. desember 1962, það er fyrir 60 árum. Bergur VE var á leið til hafnar með um 800 tunnur af síld þegar hann fékk á sig sjó, lagðist á hliðina og sökk Meira
8. desember 2022 | Innlendar fréttir | 237 orð

Andrúmsloft hjá Eflingu óbærilegt

Þrír dómar féllu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í málum fyrrverandi starfsmanna stéttarfélagsins Eflingar gegn félaginu og var félagið dæmt miskabótaskylt í öllum þremur málunum og talið hafa brotið á stefnendum meðan á starfstíma þeirra stóð Meira
8. desember 2022 | Innlendar fréttir | 564 orð | 1 mynd

Áhrifamikil saga minnihlutafólks

Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Ég sá fjallað um þessa bók og ákvað að panta hana. Hún er eftir írakskan rithöfund sem er kristinn, en býr í Bandaríkjunum. Eftir lesturinn fannst mér hún eiga erindi til íslenskra lesenda,“ segir Karl Sigurbjörnsson, fyrrverandi biskup Íslands og þýðandi bókarinnar Maríubæn í Bagdad. Ugla gefur út. Höfundurinn Sinan Antoon þykir vera með merkustu rithöfundum í Arabaheiminum. Þessi bók var tilnefnd til IPAF-verðlaunanna, virtustu bókmenntaverðlauna hins arabíska heims. Meira
8. desember 2022 | Innlendar fréttir | 272 orð

Beið í rúmt ár eftir hurð og gluggum

Trésmíðaverkstæði hefur verið gert að endurgreiða viðskiptavini sínum staðfestingargjald vegna pöntunar á smíði nýrrar hurðar og þriggja glugga sem aldrei voru smíðaðir. Skal verkstæðið auk þess greiða dráttarvexti af staðfestingargjaldinu Meira
8. desember 2022 | Innlendar fréttir | 293 orð | 1 mynd

Bólusetning er fyrirbyggjandi aðgerð gegn pestum

Hægt er að fá örvunarbólusetningu gegn COVID-19 á öllum 19 heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, hvetur fólk til að kynna sér hvar og hvenær maður kemst í bólusetningu með því að hafa… Meira
8. desember 2022 | Innlendar fréttir | 328 orð | 1 mynd

Brú á borð Alþingis

Skagfirðingar hafa lengi verið áhugasamir um að fá veg og brú yfir Héraðsvötn hjá Flatatungu. Þannig kæmist á hringtenging vega í Skagafirði. Nú hefur þetta mál ratað inn á Alþingi. Fyrir skömmu settist á þing í nokkra daga Högni Elfar Gylfason sauðfjárbóndi og vélvirkjameistari á Korná í Skagafirði Meira
8. desember 2022 | Innlendar fréttir | 26 orð | 1 mynd

Eggert Jóhannesson

Jólapeysa Mörgum þykir afar mikilvægt að eiga skrautlegar og hlýjar jólapeysur og slíkar peysur koma sér vel í kuldanum þessa dagana, bæði fyrir menn og... Meira
8. desember 2022 | Fréttaskýringar | 556 orð | 2 myndir

Facebook og Google ná sífellt stærri sneið

Sífellt stærri hluti þess fjár sem varið er hér á landi til birtingar auglýsinga rennur til erlendra aðila, að stærstum hluta til kaupa á auglýsingum á vefnum. Í fyrra fóru allt að 22 milljarðar króna í kaup á auglýsingum og þar af fengu innlendir… Meira
8. desember 2022 | Innlendar fréttir | 167 orð | 1 mynd

Fjórar hænur á Sólvang

Þeim tímamótum var fagnað í vikunni að fjórar hænur fluttu inn í nýjan kofa á lóð Sólvangs í Hafnarfirði. Hænurnar eru gjöf frá Hollvinum Sólvangs en Hafnarfjarðarbær réðst fyrr á árinu í endurbætur á lóðinni og hænsnakofi var settur upp í leiðinni Meira
8. desember 2022 | Innlendar fréttir | 207 orð | 2 myndir

Gríðarlega mikil plastmengun í Eldey

Leiðangur var farinn í Eldey með þyrlu Landhelgisgæslunnar 6. desember. Þátttakendur voru Svenja Aughage frá Náttúrufræðistofnun Íslands, Sveinbjörn Steinþórsson frá Háskóla Íslands, Julie Kermarec og Dagur Jónsson frá Umhverfisstofnun og Sindri Gíslason forstöðumaður Náttúrustofu Suðvesturlands Meira
8. desember 2022 | Innlendar fréttir | 902 orð | 2 myndir

Hafna því að reka þéttbýlisstefnu

RARIK hafnar því að hægt sé að kenna gjaldskrárstefnu fyrirtækisins við þéttbýlisstefnu í raforkumálum. Vísar fyrirtækið til þess að stjórnvöld niðurgreiði að verulegu leyti þann mun sem er á gjaldskrá fyrirtækisins á milli dreifbýlis og þéttbýlis Meira
8. desember 2022 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Handverk og bækur á markaði í Mengi

Um næstu helgi verður svonefndur Pop-up markaður í húsnæðinu Mengi við Óðinsgötu 2. Markaðurinn er á vegum Auroru velgerðarsjóðs, í samstarfi við Angústúru bókaforlag. Til sýnis og sölu verða handunnir listmunir, unnir hér á landi og í Síerra Leóne, … Meira
8. desember 2022 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Heimilt að selja lyf einungis í netsölu

Frá og með 1. janú­ar verður heim­ilt að reka lyfja­búðir sem ein­ung­is starf­rækja net­versl­un með lyf. Þá verður lyfja­búðum heim­ilt að semja við þriðja aðila til að sinna af­hend­ingu lyfja utan lyfja­búða og lán og sala lyfja á milli lyfja­búða verður heim­iluð Meira
8. desember 2022 | Innlendar fréttir | 307 orð | 1 mynd

Hugvekjur kirkjuársins á bók

Halldór Gunnarsson, sem lengi var prestur í Holti undir Eyjafjöllum, hefur gefið út bókina Hugvekjur kirkjuársins. Meðal efnis eru hugvekjur sem Halldór skrifaði fyrir Morgunblaðið á árunum 1986 til 1987 með teikningum Gísla Sigurðssonar, blaðamanns og listamanns Meira
8. desember 2022 | Innlendar fréttir | 218 orð | 1 mynd

Hyggjast skila 1,2 milljarða afgangi

„Það er afar jákvætt að Hafnarfjarðarbær skili góðum rekstrarafgangi í núverandi umhverfi sem reynist mörgum sveitarfélögum erfitt. Tekist hefur að verja hagsmuni íbúa og sækja fram án þess að skuldsetja bæjarfélagið,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir… Meira
8. desember 2022 | Innlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

Ingólfur lýsir upp skammdegið

Landnámsmaðurinn stendur vaktina á sínum stað á Arnarhóli hvað sem verðbólgu, kjarasamningum og stýrivöxtum líður, enda valdi hann sér búsetu í Reykjavík á sínum tíma eftir tilvísun guðanna frekar en duttlungum mannskepnunnar Meira
8. desember 2022 | Innlendar fréttir | 673 orð | 1 mynd

Jólabókaflóðið nær til krakka í Arizona

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það er gaman að geta lagt sitt af mörkum. Ég held að þetta sé góð taktík hjá skólanum því ef þú hefur áhuga á lestri þá hefur það mikil áhrif á allt annað í lífinu,“ segir Björgvin Benediktsson, athafnamaður í Tucson í Arizona. Meira
8. desember 2022 | Innlendar fréttir | 851 orð | 2 myndir

Kirkjan mikilvæg í samfélaginu

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Meira
8. desember 2022 | Innlendar fréttir | 443 orð | 2 myndir

Krítarpípur voru í grunni Vesturbúðar

Margra alda gamlar krítarpípur fundust í sumar við fornleifarannsóknir sem gerðar voru í grunni bygginga Eyrarbakkaverslunar sem uppi stóðu frá miðri 18. öld og fram til 1950. „Þegar leitað er í fornum rústum frá árabilinu 1600 og allt fram til 1900 á Íslandi finnast svona pípur gjarnan. Í dag vitum við að reykingar eru slæmar fyrir heilsu okkar en pípurnar eru gott dæmi um neyslu á fyrrgreindu aldabili,“ segir Ragnheiður Gló Gylfadóttir fornleifafræðingur sem leitt hefur þetta rannsóknarstarf. Meira
8. desember 2022 | Erlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd

Létt á sóttvörnum

Stjórnvöld í Kína tilkynntu í gær að þau ætluðu sér að létta á þeim hörðu sóttvarnaraðgerðum sem þau hafa gripið til gegn kórónuveirufaraldrinum. Talið er að ákvörðunin sé viðbragð við fjölmennum mótmælum, sem brutust út um þarsíðustu helgi vegna sóttvarnaaðgerðanna Meira
8. desember 2022 | Innlendar fréttir | 421 orð | 1 mynd

Ógn við æðstu stjórn landsins?

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Til skoðunar er hjá borgaryfirvöldum að heimila byggingu húss á lóðinni Bankastræti 3, sem er næsta lóð fyrir ofan Stjórnarráðið. Forsætisráðuneytið hefur áhyggjur af stærð hússins og telur að að óbreyttu yrði það möguleg ógn við aðstöðu æðstu stjórnar landsins. Áformin voru kynnt fulltrúa ríkislögreglustjóra og leitað eftir áliti hans. Meira
8. desember 2022 | Innlendar fréttir | 195 orð | 1 mynd

Pólitísk skekkja Twitter afhjúpuð

Sigurður Már Jónsson blaðamaður fjallar í pistli á mbl.is um upplýsingar sem fram hafa komið eftir að nýr eigandi Twitter, Elon Musk, hleypti blaðamanni í gögn um starfsemi fyrirtækisins: „Afhjúpa þessi gögn, sem eru fengin úr tölvukerfum fyrirtækisins, það sem margir hafa talað um sem samsæri fram að þessu. Nú sést svart á hvítu að starfsmenn Twitter beittu harðvítugri ritskoðun undir forskrift pólitískra afla og tóku þannig að sér að stýra samfélags­umræðunni eftir markmiðum sem voru almenningi og notendum miðilsins hulin. Þetta hafði augljóslega gríðarlega pólitíska þýðingu.“ Meira
8. desember 2022 | Erlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Reyna að „frysta“ stríðið yfir veturinn

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), sagði í gær að Rússar væru að reyna að „frysta“ stríðið yfir veturinn. Væri markmið þeirra að byggja aftur upp herlið sitt á ný fyrir nýja stórsókn næsta vor Meira
8. desember 2022 | Innlendar fréttir | 692 orð | 4 myndir

Silki og hælaskór eru alltaf í tísku

Edda Gunnlaugsdóttir er ungur fatahönnuður sem leggur áherslu á vönduð efni og klassíska hönnun svo föt hennar eigi sér farsælt líf og verði eins og traustir vinir í fataskápnum. Meira
8. desember 2022 | Innlendar fréttir | 501 orð | 3 myndir

Skipulögð hreyfing og kílóin fjúka hratt

Í gamlársdagsblaði Morgunblaðsins 1993 var auglýst stofnun hóps fyrir karla 120 kg og þyngri, óskað eftir þátttakendum, sem hefðu alvarlega misboðið líkama sínum, og æskilegt væri að þeir ættu við fylgikvilla offitunnar að stríða Meira
8. desember 2022 | Fréttaskýringar | 484 orð | 3 myndir

Skoða mögulega uppbyggingu á TR-reit

Baksvið Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Meira
8. desember 2022 | Innlendar fréttir | 421 orð | 2 myndir

Spennandi tímar fram undan

Á veitingastaðnum Grazie Trattoria á Hverfisgötunni er mikil jólastemning þessa dagana og boðið upp á jólamatseðil að ítölskum hætti þar sem ítalskur sælkeramatur er í sínum besta búningi. Það er veitingamaðurinn Jón Arnar Magnússon sem er maðurinn… Meira
8. desember 2022 | Erlendar fréttir | 278 orð | 1 mynd

Stefndu að stjórnarbyltingu

Lögreglan í Þýskalandi handtók í gær 25 manns, sem grunaðir voru um að tilheyra hryðjuverkahópi sem aðhylltist svonefnda „öfga-hægristefnu“. Um 3.000 lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum í gærmorgun, sem fólu í sér húsleit á rúmlega 130 stöðum Meira
8. desember 2022 | Innlendar fréttir | 286 orð | 1 mynd

Stefnt að útboðum í byrjun árs

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Orkustofnun afhenti í gær Landsvirkjun virkjanaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í neðrihluta Þjórsár, allt að 95 megavatta vatnsaflsvirkjun. Sótt var um leyfið fyrir einu og hálfu ári. Áætlað er að undirbúningsframkvæmdir hefjist um mitt næsta ár. Meira
8. desember 2022 | Erlendar fréttir | 74 orð

Stjórnarandstaðan með meirihluta?

Kosið verður til lögþings Færeyja í dag. Samkvæmt skoðanakönnun Gallup Færeyja, sem Kringvarpið birti í gær, munu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír, Jafnaðarflokkurinn, Þjóðveldi og Framsókn, fá meirihluta í kosningunum, eða samanlagt 18 þingmenn á meðan núverandi stjórnarflokkar fá 15 þingmenn Meira
8. desember 2022 | Innlendar fréttir | 357 orð | 1 mynd

Strengirnir ekki að fullu varðir

Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Ógerlegt er að verja þá fjarskiptasæstrengi sem tengja Ísland við umheiminn fyrir öllum náttúruhamförum eða skemmdarverkum. Einnig er útilokað að tryggja heildaröryggi strengjanna, enda liggja þeir á miklu dýpi og telja þúsundir kílómetra. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í skýrslu forsætisráðherra um mat þjóðaröryggisráðs á ástandi og horfum í þjóðaröryggismálum. Skýrslan er afar yfirgripsmikil og ítarleg. Fjallað er m.a. um breytta stöðu í öryggis- og varnarmálum Evrópu, fæðuöryggi, skipulagða brotastarfsemi, netöryggismál og landamæravarnir, svo fátt eitt sé nefnt. Meira
8. desember 2022 | Innlendar fréttir | 368 orð | 1 mynd

Stuðlabergsflísar á þaki nýrrar kirkju

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Unnið hefur verið nú í vikunni að því að leggja sérsniðnar steinflísar úr stuðlabergi á þak hinnar nýju Miðgarðakirkju í Grímsey. Heildarsvipur er nú kominn á hið nýja guðshús og ytra byrði þess hefur verið lokað. „Þessu miðar ágætlega enda þótt við hefðum í sjálfu sér viljað vera komin miklu lengra með verkefnið. Verðrátta hér við heimskautsbauginn getur verið með ýmsu móti. En hér er vandað til verka og húsið er sterklega byggt. Þannig eru allir viðir kirkjunnar festir saman með skrúfum og alls þarf 150 þúsund slíkar í þessa byggingu,“ segir Hilmar Jóhannesson yfirsmiður í samtali við Morgunblaðið. Meira
8. desember 2022 | Innlendar fréttir | 161 orð | 2 myndir

Um 800 manns á verðlaunahátíð

Evrópsku kvikmyndaverðlaunin fara fram hér á landi í Hörpu næstkomandi laugardag. Margir þekktir leikstjórar og leikarar koma til landsins og er búist við um 700 erlendum gestum og um 100 erlendum blaðamönnum Meira
8. desember 2022 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Vara við áformum um nýbyggingu í Bankastræti

Eigandi lóðarinnar Bankastræti 3 í Reykjavík áformar að reisa þar fjögurra hæða nýbyggingu. Verslunin Stella er einnig á lóðinni, í friðuðu húsi. Í minnisblaði, sem forsætisráðuneytið og Framkvæmdasýsla – Ríkiseignir hafa sent… Meira
8. desember 2022 | Erlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Warnock náði kjöri í seinni umferðinni

Raphael Warnock, öldungadeildarþingmaður demókrata í Georgíu-ríki, tryggði sér í fyrrinótt endurkjör í seinni umferð þingkosninganna. Efna þurfti til annarrar umferðar, þar sem hvorki Warnock né Herschel Walker, frambjóðandi repúblikana, fékk meira en 50% atkvæða í kosningunum 8 Meira
8. desember 2022 | Innlendar fréttir | 284 orð | 1 mynd

Öryggi íbúanna er ógnað

„Ástandið er viðsjárvert og öryggi fólks er ógnað,“ segir Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ. Það sem af er hausti hafa stundum liðið vikur án þess að læknir sé starfandi í bæjarfélaginu Meira

Ritstjórnargreinar

8. desember 2022 | Leiðarar | 295 orð

Borginni að blæða út

Það er víða pottur brotinn hjá borginni, og er raunar sama í hvaða átt er horft Meira
8. desember 2022 | Leiðarar | 287 orð

Listrænt frelsi?

Áróður gagnvart börnum hefur ekkert með listrænt frelsi að gera Meira

Menning

8. desember 2022 | Menningarlíf | 55 orð | 1 mynd

Afslappaðir tónleikar á Sunset

Tónlistarkonan Ragnheiður Gröndal heldur djasstónleika í kvöld á nýja neðanjarðarklúbbnum Sunset á Edi­tion-hótelinu, Austurbakka 2. Um er að ræða afslappaða desembertónleika þar sem flutt verður tónlist eftir Ragnheiði, sígild djasslög og hennar uppáhaldsjólalög Meira
8. desember 2022 | Menningarlíf | 99 orð | 1 mynd

Anna Álfheiður sýnir á Mokka

Myndlistarkonan Anna Álfheiður Brynjólfsdóttir opnar sýninguna Flökt á Mokka, Skólavörðustíg 3, í dag kl 16. Sýningin stendur til 25. janúar næstkomandi. Verkin sem sýnd verða eru hluti af þrívíddarseríu sem listakonan hefur unnið að síðastliðin tvö ár Meira
8. desember 2022 | Menningarlíf | 992 orð | 7 myndir

Fleiri íslensk verk í erlend listasöfn

Á undanförnum árum hefur færst stórlega í vöxt að opinber listasöfn út um lönd, sem og virt einkasöfn, hafi keypt verk eftir íslenska myndlistarmenn. Bæði splunkuný verk samtímalistamanna sem eldri myndverk frá ólíkum tímabilum 20 Meira
8. desember 2022 | Menningarlíf | 121 orð | 1 mynd

Flytur fyrirlestur um sögustaðina sex

Helgi Þorláksson, prófessor emeritus í sagnfræði, heldur fyrirlestur í dag kl. 16:30 í Lögbergi Háskóla Íslands. Hann ber yfirskriftina „Á sögustöðum: Söguskoðun og dýrlingar“ en Helgi gaf nýverið út bókina Á sögustöðum. Meginstefið þar er sagt vera … Meira
8. desember 2022 | Fólk í fréttum | 670 orð | 5 myndir

Höfðu ekki hjarta í dýraprófanir

„Við reynum ávallt að hugsa um hag viðskiptavina okkar og náttúruna á sama tíma,“ segir Dinna Kafton, vöruþróunarstjóri GOSH Copenhagen, um hvernig danska snyrtivörumerkinu hefur tekist að vera á meðal fremstu merkja á markaðnum þegar… Meira
8. desember 2022 | Menningarlíf | 265 orð | 3 myndir

Kærleikskúlan afhent

Kærleikskúlan 2022 var kynnt í Listasafni Reykjavíkur í gærmorgun. Við það tækifæri var Steinunn Ása Þorvaldsdóttir kynnt sem handhafi Kærleikskúlunnar í ár. Hún hefur látið til sín taka á mörgum sviðum samfélagsins og verið áberandi í réttindabaráttu fatlaðs fólks Meira
8. desember 2022 | Menningarlíf | 477 orð | 1 mynd

Lofa hátíðlegri stemningu

Karlakór Reykjavíkur heldur þrenna aðventutónleika um helgina en síðustu 30 árin eða þar um bil hefur kórinn haldið hátíðartónleika á aðventu í Hallgrímskirkju. Á meðan heimsfaraldur Covid-19 stóð sem hæst reyndist ekki hægt að halda tónleika en nú, … Meira
8. desember 2022 | Menningarlíf | 125 orð | 1 mynd

Málþing um sjálfbæra kvikmyndagerð

Í dag verður haldið málþing um sjálfbæra kvikmyndagerð undir yfirskriftinni „Kvikmyndalist í sátt við framtíðina“. Verður það haldið í Silfursal Grósku og hefst klukkan 10. Meðal þeirra sem koma fram á málþinginu er Mari-Jo Winkler, framleiðandi… Meira
8. desember 2022 | Fólk í fréttum | 544 orð | 2 myndir

Nammipoki í Skaupinu í ár

Leikkonan Dóra Jóhannsdóttir leikstýrir vinsælasta dagskrárefni þjóðarinnar í ár í fyrsta sinn, en tökum á Áramótaskaupinu er nánast algjörlega lokið. Hún er einnig einn af meðhöfundum Skaupsins en Saga Garðars er höfundur Skaupsins í ár Meira
8. desember 2022 | Menningarlíf | 103 orð | 1 mynd

Sigurjón sýnir verk sem Cozy Boy

Sigurjón Sighvatsson opnar í dag, fimmtudag, klukkan 17 sýningu í Pop Up-sýningarrýminu á Hafnartorgi, Geirsgötu 2-4, sem hann kallar „Cozy Boy: Becoming Richard“. Sigurjón er kvikmyndaframleiðandi en hefur um árabil tengst listum í margvíslegu formi Meira
8. desember 2022 | Fjölmiðlar | 177 orð | 1 mynd

Stórfurðulegt líf Juliu Haart

Á milli þess sem fylgst er með heimsmeistaramótinu í knattspyrnu á mínu heimili er fylgst með skilnaðardeilum hinnar bandarísku Juliu Haart í þáttunum My Unorthodox Life á Netflix Meira
8. desember 2022 | Bókmenntir | 740 orð | 3 myndir

Vaxtarverkir þúsaldarkynslóðarinnar

Ljóðabók Manndómur ★★★½· Eftir Þorvald Sigurbjörn Helgason. Mál og menning, 2022. 64 bls. kilja. Meira
8. desember 2022 | Kvikmyndir | 957 orð | 2 myndir

Þar sem konur þykja réttdræpar

Bíó Paradís Holy Spider ★★★★· Leikstjóri: Ali Abbasi. Handrit: Ali Abbasi og Afshin Kamran Bahrami. Aðalleikarar; Mehdi Bajestani, Zar Amir Ebrahimi, Forouzan Jamshidnejad og Mesbah Taleb. Danmörk, Þýskaland, Svíþjóð og Frakkland, 2022. 116 mín. Meira

Umræðan

8. desember 2022 | Aðsent efni | 838 orð | 1 mynd

Af flóttamönnum og fleira fólki

Baldur Ágústsson: "Óviðráðanlegur straumur „flóttamanna“ er einmitt það – óviðráðanlegur og stórhættulegur okkur, máli okkar og menningu á margan hátt – og í langan tíma" Meira
8. desember 2022 | Aðsent efni | 547 orð | 1 mynd

Fjármálaóreiða er hættuleg

Björn Gíslason: "Hættan felst ekki síst í því að þegar komið er að skuldadögum lendir aðhaldið oftast á þeim sem síst mega við því." Meira
8. desember 2022 | Aðsent efni | 425 orð | 1 mynd

Höfuðborg skuldanna

Kjartan Magnússon: "Aukin skuldasöfnun Reykjavíkurborgar er ábyrgðarlaus og á tímum hárra vaxta er hún beinlínis hættuleg." Meira
8. desember 2022 | Pistlar | 441 orð | 1 mynd

Lengi skal manninn reyna

Á þriðjudagskvöldið hinn 29. nóvember sl. greiddu alþingismenn atkvæði um breytingartillögur mínar við frumvarp til fjáraukalaga. Samþykkt var tillaga um eingreiðslu til öryrkja en öðru gegndi um tillögu mína um að greiða sambærilega eingreiðslu til … Meira

Minningargreinar

8. desember 2022 | Minningargreinar | 2354 orð | 1 mynd

Björn Tryggvi Guðmundsson

Björn Tryggvi Guðmundsson fæddist í Reykjavík 12. janúar 1939. Hann lést á heimili sínu, Vistheimilinu Bjargi, Skólabraut 10, Seltjarnarnesi, 28. nóvember 2022. Meira  Kaupa minningabók
8. desember 2022 | Minningargreinar | 677 orð | 1 mynd

Guðmundur Alfreð Guðmundsson

Guðmundur Alfreð Guðmundsson fæddist í Reykjavík 15. júlí 1976. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir langvinn og erfið veikindi 29. nóvember 2022. Foreldrar Guðmundar eru María Guðmundsdóttir, f. 16.12. Meira  Kaupa minningabók
8. desember 2022 | Minningargreinar | 1035 orð | 1 mynd

Högni Þórðarson

Högni Þórðarson fæddist á Ísafirði 6. febrúar 1924. Hann lést 29. nóvember 2022 á Hjúkrunarheimilinu Eir. Foreldrar hans voru Þórður Jóhannsson úrsmiður á Ísafirði, f. 16. desember 1888, d. 13. desember 1979, og Kristín Magnúsdóttir húsmóðir, f. 22. Meira  Kaupa minningabók
8. desember 2022 | Minningargreinar | 1494 orð | 1 mynd

Rannveig Ólafsdóttir

Rannveig Ólafsdóttir fæddist í Haishan í Hupehfylki í Kína 27. júlí 1933. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu Sléttuvegi 30. nóvember 2022. Foreldrar hennar voru Ólafur Ólafsson, f. 14. ágúst 1895, d. 30. mars 1976, og Herborg Eldevik Ólafsson, f. Meira  Kaupa minningabók
8. desember 2022 | Minningargreinar | 1725 orð | 1 mynd

Rósa Ólafsdóttir

Rósa Ólafsdóttir fæddist 19. apríl 1959 í Reykjavík. Hún lést á líknardeild Landspítalans 29. nóvember 2022. Hún lætur eftir sig eiginmann, tvö börn og þrjú barnabörn. Rósa var dóttir hjónanna Ólafs Garðars Eyjólfssonar, f. 15. október 1936, d. 22. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

8. desember 2022 | Sjávarútvegur | 512 orð | 1 mynd

Ekkert vinnustaðaeftirlit í fiskvinnslu

Ekki er vitað til þess að staðan hvað varðar brot gegn réttindum starfsfólks sé betri eða verri í fiskvinnslu en í öðrum atvinnugreinum. Ástæðan er að stéttarfélögin hafa ekki heimild til þess að sinna eftirliti á vinnustöðum fiskvinnslufólks Meira
8. desember 2022 | Sjávarútvegur | 256 orð | 1 mynd

Samkomulag um heildarafla

Ísland hefur ásamt Noregi, Evrópusambandinu, Færeyjum, Grænlandi og Bretlandi komist að samkomulagi um að hámarksafli í makríl á næsta ári verði 782.066 tonn og var það undirritað í gær. Hámarksaflinn er 13 þúsund tonnum minni en í ár og í samræmi… Meira

Viðskipti

8. desember 2022 | Viðskiptafréttir | 501 orð | 1 mynd

Stöðugleikinn er brothættur

Aðstæður á erlendum mörkuðum og versnandi efnahagshorfur geta og munu að öllum líkinum hafa töluverð áhrif hér á landi. Í íslensku hagkerfi ríkir þó ákveðin hagsæld þótt margt ógni þeirri stöðu um þessar mundir, svo sem óvissa um gerð kjarasamninga, aukin ríkisútgjöld og fyrrnefndar ytri aðstæður Meira
8. desember 2022 | Viðskiptafréttir | 205 orð | 1 mynd

Svæði Amaroq tvö­falt stærra en áður var talið

Líkur er á því að vinnslusvæði auðlindafélagsins Amaroq Minerals á Grænlandi sé tvöfalt stærra og ríkara að gulli en áður var talið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu þar sem fjallað er um niðurstöður rannsókna á Suður-­Grænlandi sem fram fóru á þessu ári Meira

Daglegt líf

8. desember 2022 | Daglegt líf | 587 orð | 4 myndir

Tónlistin og hefðirnar – Kórsöngur er jólagjöf – Ævintýrin í Heiðmörk

Góðir dagar í desember. Aðventan er annatími margra, en með góðu skipulagi ættu líka að gefast stundir til að njóta en ekki bara þjóta, rétt eins og viðmælendur Morgunblaðsins segja hér frá. Tré í skógi, handverksmarkaður, rjúpnaveiði á fjallinu, trúarlegur boðskapur, skötuveisla, piparkökur og kórsöngur á Vestfjörðum. Fjölbreytnin er ráðandi og lífið er núna. Meira

Fastir þættir

8. desember 2022 | Í dag | 54 orð

„Ég hef aldrei gert neitt jafn hugrakkt“ er haft í þýðingu eftir frægri…

„Ég hef aldrei gert neitt jafn hugrakkt“ er haft í þýðingu eftir frægri leikkonu; hún hafði fróað sér í klukkutíma í hópkynlífsvinnustofu, þ.e.a.s. smiðju eða námskeiði í greininni. Henni eru sendar hamingjuóskir héðan úr Málinu en alltaf þarf maður … Meira
8. desember 2022 | Í dag | 274 orð

Blómaangan og staurfrosinn starri

Tímaritið Stuðlaberg, sem helgað er hefðbundinni ljóðlist, barst mér í hendur á mánudag, fróðlegt og efnismikið. Þar er þess góða hagyrðings og góða drengs, Jóns Ingvars Jónssonar, minnst og rifjuð upp limra eftir hann, sem hægt er að fara með hvort … Meira
8. desember 2022 | Dagbók | 78 orð | 1 mynd

Eignaðist dýrmæta tvíbura

Birnan Crystal eignaðist tvo húna í Toledo-dýragarðinum í Ohio á dögunum. Frá þessu er greint á facebooksíðu dýragarðsins sem gleðst yfir komu hvítabjarnarhúnanna. Þeir eru fyrstu tvíburarnir sem koma í heiminn í dýragarðinum síðan 2012 Meira
8. desember 2022 | Dagbók | 21 orð | 1 mynd

Ísland getur orðið Hollywood norðursins

Baltasar Kormákur Baltasarsson, leikari, leikstjóri, höfundur og framleiðandi, fer yfir stöðuna í blómstrandi kvikmyndaiðnaðinum á Íslandi, núverandi verkefni, framtíð og fortíð. Meira
8. desember 2022 | Í dag | 31 orð | 1 mynd

Kópavogur Viktor Leó Ísaksson fæddist 5. september 2022 kl. 22.02 á…

Kópavogur Viktor Leó Ísaksson fæddist 5. september 2022 kl. 22.02 á Landspítalanum. Hann vó 3.560 g og var 52,5 cm langur. Foreldrar hans eru Linda Björg Björnsdóttir og Ísak Óli Sigurjónsson. Meira
8. desember 2022 | Í dag | 84 orð | 1 mynd

Linda Björg Björnsdóttir

30 ára Linda fæddist á Akureyri en fluttist til Reykjavíkur þriggja ára. Hún býr nú í Kópavogi. Linda er stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og ætlar í háskólanám þegar fæðingarorlofinu er lokið Meira
8. desember 2022 | Í dag | 163 orð

Skák

1. c4 c5 2. Rf3 Rf6 3. Rc3 e6 4. g3 d5 5. cxd5 exd5 6. d4 Rc6 7. Bg2 cxd4 8. Rxd4 Bc5 9. Be3 Db6 10. Ra4 Db4+ 11. Bd2 Dxd4 12. e3 De5 13. Rxc5 Dxb2 14. 0-0 0-0 15. Rd3 Da3 16. Bc1 De7 17. Db3 Ra5 18 Meira
8. desember 2022 | Í dag | 171 orð

Tilviljun eða kerfissigur. A-NS

Norður ♠ G7642 ♥ D42 ♦ D95 ♣ D2 Vestur ♠ ÁD95 ♥ -- ♦ 8732 ♣ 109875 Austur ♠ 83 ♥ KG987 ♦ ÁKG4 ♣ Á6 Suður ♠ K10 ♥ Á10653 ♦ 106 ♣ KG43 Suður spilar 2♥ dobluð Meira
8. desember 2022 | Í dag | 908 orð | 2 myndir

Vestfirðir eru griðastaðurinn

Anna Hildur Hildibrandsdóttir fæddist 8. desember 1962 á Akureyri en ólst upp í Garðahreppi, nú Garðabæ. „Það var gaman að alast upp á Flötunum. Fólkið sem þarna bjó voru frumbyggjarnir í hverfinu og við krakkarnir gátum notað göturnar sem leikvöllinn okkar Meira

Íþróttir

8. desember 2022 | Íþróttir | 81 orð | 1 mynd

Atli Hrafn til liðs við HK-inga

Knattspyrnumaðurinn Atli Hrafn Andrason gekk í gær til liðs við HK og skrifaði undir samning til tveggja ára. Atli Hrafn er 23 ára gamall kantmaður sem hefur leikið með ÍBV undanfarin tvö tímabil. Hann hjálpaði liðinu upp í úrvalsdeildina árið 2021 og lék síðan með liðinu þar á þessu ári Meira
8. desember 2022 | Íþróttir | 81 orð | 1 mynd

Ágúst kominn í Breiðablik á ný

Breiðablik hefur gengið frá kaupum á knattspyrnumanninum Ágústi Eðvaldi Hlynssyni frá Horsens í Danmörku. Ágúst, sem ólst upp hjá Blikum og lék 15 ára með þeim í meistaraflokki, hefur verið á mála hjá Horsens frá 2020 en verið í láni hjá FH og Val undanfarin tvö tímabil og spilaði áður með Víkingi Meira
8. desember 2022 | Íþróttir | 63 orð | 1 mynd

Átta mögulegir heimsmeistarar

Átta þjóðir eru enn eftir á heimsmeistaramóti karla í fótbolta í Katar. Fjórar sem hafa unnið heimsmeistaratitilinn, samtals tíu sinnum, tvær í viðbót sem hafa tapað úrslitaleikjum, ein í viðbót sem hefur náð í bronsverðlaun og ein sem er á meðal átta bestu liða heims í fyrsta skipti í sögunni Meira
8. desember 2022 | Íþróttir | 643 orð | 2 myndir

Átta mögulegir meistarar – Svona er afrekaskrá liðanna átta, sögulega séð og á þessu móti

Átta þjóðir eru enn eftir á heimsmeistaramóti karla í fótbolta í Katar. Fjórar sem hafa unnið heimsmeistaratitilinn, samtals tíu sinnum, tvær í viðbót sem hafa tapað úrslitaleikjum, ein í viðbót sem hefur náð í bronsverðlaun og ein sem er á meðal átta bestu liða heims í fyrsta skipti í sögunni Meira
8. desember 2022 | Íþróttir | 445 orð | 2 myndir

Hilmar og Thelma íþróttafólk ársins hjá ÍF

Hilmar Snær Örvarsson skíðamaður úr Víkingi og Thelma Björg Björnsdóttir sundkona hjá ÍFR voru í gær útnefnd íþróttafólks ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra við hátíðlega athöfn á Grand hóteli í Reykjavík Meira
8. desember 2022 | Íþróttir | 62 orð | 1 mynd

Hættur störfum í Svíþjóð

Knattspyrnuþjálfarinn Brynjar Björn Gunnarsson er hættur þjálfun sænska B-deildarfélagsins Örgryte, eftir tæplega hálft ár í starfi. Í tilkynningu félagsins kemur fram að það hafi verið sameiginleg ákvörðun félagsins og Brynjars að slíta samstarfinu Meira
8. desember 2022 | Íþróttir | 204 orð | 1 mynd

Knattspyrnumaðurinn Kristinn Freyr Sigurðsson er á leiðinni til Vals í…

Knattspyrnumaðurinn Kristinn Freyr Sigurðsson er á leiðinni til Vals í þriðja sinn á ferlinum og verður kynntur til leiks hjá félaginu á næstu dögum. Þetta herma heimildir vefmiðilsins 433.is. Kristinn gengur í raðir Vals frá FH, þar sem hann var í eitt tímabil Meira
8. desember 2022 | Íþróttir | 70 orð | 1 mynd

Yfirgefur Breiðholtið

Knattspyrnumaðurinn Dagur Austmann Hilmarsson hefur yfirgefið Leikni úr Reykjavík eftir þrjú ár í herbúðum félagsins. Dagur, sem er 24 ára gamall, er uppalinn hjá Stjörnunni í Garðabæ en alls á hann að baki 50 leiki í efstu deild með Leiknismönnum Meira
8. desember 2022 | Íþróttir | 193 orð | 1 mynd

Þegar aðeins átta leikir eru eftir af heimsmeistaramóti karla í fótbolta í …

Þegar aðeins átta leikir eru eftir af heimsmeistaramóti karla í fótbolta í Katar er hægt að anda aðeins rólegar og horfa fjögur ár fram í tímann. Þá mun HM fara fram á risastóru svæði sem nær yfir Kanada, Bandaríkin og Mexíkó, og þátttökuliðum fjölgar úr 32 í 48 Meira
8. desember 2022 | Íþróttir | 166 orð | 1 mynd

Þriðji sigurleikur Valskvenna í röð

Simone Costa var stigahæst hjá Val þegar liðið vann 73:63-sigur gegn Grindavík í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Subway-deildinni, í Origo-höllinni á Hlíðarenda í 12. umferð deildarinnar í gær. Costa skoraði 16 stig og tók þrjú fráköst í leiknum Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.