Bananar, dótturfélag smásölufyrirtækisins Haga, hafa eftir stefnumótun uppfært hlutverk fyrirtækisins. Í stað þess að takmarka sig við að vera þjónustu-, innflutnings- og dreifingarfyrirtæki hefur lýðheilsa landsmanna verið sett á oddinn. Nýtt hlutverk og mottó er því: Bananar – hjartað í lýðheilsu Íslendinga. Bananar eru stærsti innflutnings- og dreifingaraðili á fersku grænmeti og ávöxtum á Íslandi. Viðskiptavinir Banana samanstanda af verslunum, veitingahúsum, sjúkrahúsum, skólum, leikskólum, mötuneytum o.fl.
Meira