Á meðan Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gefur fólk saman í sólinni í Suður-Afríku gætir starfandi borgarstjóri, Einar Þorsteinsson, að eigin sögn hagsmuna borgarbúa með því að leyna þá upplýsingum um samning Ljósleiðarans og Sýnar um kaup þess fyrrnefnda á eignum hins síðarnefnda. Þeir miklu viðskiptahagsmunir, sem enginn má vita hverjir eru, felast meðal annars í að skuldsetja þetta dótturfyrirtæki Orkuveitunnar, og þar með skattgreiðendur í Reykjavík, um marga milljarða króna.
Meira