Greinar fimmtudaginn 22. desember 2022

Fréttir

22. desember 2022 | Innlendar fréttir | 456 orð | 1 mynd

1.255 færri hestar fluttir út en í fyrra

Flutt verða út 2.086 hross á þessu ári. Er það 1.255 hrossum færra en á síðasta ári. Útflytjandi sem rætt er við er þó ánægður með ganginn í útflutningnum. Bendir á að árið 2021 hafi verið óeðlilega gott og útflutningurinn sé svipaður og var fyrir kórónuveirufaraldurinn Meira
22. desember 2022 | Innlendar fréttir | 225 orð | 1 mynd

400 þúsund íbúar árið 2027

Samkvæmt nýrri mannfjöldaspá Hagstofu Íslands mun íbúafjöldi landsins fara í 400 þúsund árið 2027 í fyrsta sinn í sögu landsins og er þá miðað við miðspá. Mannfjöldaspáin hefur verið endurskoðuð til lækkunar en þegar Morgunblaðið sagði frá nýrri spá … Meira
22. desember 2022 | Innlendar fréttir | 346 orð | 1 mynd

Afgerandi samþykkt samninga

„Það er afskaplega ánægjulegt að sjá að skammtímakjarasamningurinn – brú að bættum lífskjörum – nýtur yfirgnæfandi stuðnings félagsmanna í verkalýðsfélögum hringinn í kringum landið, sama hvort litið er til verkafólks, fólks í iðn- … Meira
22. desember 2022 | Innlendar fréttir | 866 orð | 3 myndir

Aldrei minnst á pólitík í pottinum

Hvað er dásamlegra en að fara fram úr rúminu fyrir allar aldir og drífa sig af stað í öllum veðrum út í sundlaug og hlaupa þar hálfnakinn í frostinu út í laug að synda? Vinir Dóra er hópur morgunhana sem finnst það vera toppurinn á tilverunni Meira
22. desember 2022 | Innlendar fréttir | 686 orð | 2 myndir

Alltaf stór ákvörðun að loka vegi

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Aðstæður voru óviðráðanlegar og engum er um að kenna. Vissulega sáum við þó í atburðarásinni ýmis tækifæri til að gera betur í vinnubrögðum við snjómokstur. Þann lærdóm munum við nýta til að endurhugsa okkar áherslur,“ segir Arnar E. Ragnarsson, vaktstjóri hjá Vegagerðinni. Í höfuðstöðvum stofnunarinnar í Garðabæ er vaktstöð þar sem með myndavélum og eftir fleiri leiðum er fylgst með umferð og ástandi vega á SV-horni landsins. Út frá því eru teknar ákvarðanir um hvernig snjómokstri og öðrum aðgerðum skuli háttað. Meira
22. desember 2022 | Innlendar fréttir | 207 orð

Áætlunum tugþúsunda flugfarþega var raskað

Lokun Reykjanesbrautar, sem stafaði meðal annars af snjókomu sem hófst á föstudag, hafði áhrif á um 24 þúsund farþega Icelandair; tengifarþega, brottfarar- og komufarþega. 22 þúsund þeirra hafa fengið nýja ferðaáætlun, að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Iceland­air Meira
22. desember 2022 | Innlendar fréttir | 618 orð | 2 myndir

Bílaverkstæðum breytt í íbúðir

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Borgarráð hefur samþykkt að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir Vogabyggð 3. Svæðið afmarkast af Dugguvogi til vesturs, Tranavogi til norðurs, Súðarvogi og strandsvæði Elliðaárvogs til austurs og suðurs. Gríðarmikil uppbygging hefur verið í Vogabyggð á undanförnum árum með byggingu fjölmargra íbúðarhúsa, þar sem áður stóðu atvinnu- og verkstæðisbyggingar. Nú er ætlunin að stíga næstu skref. Meira
22. desember 2022 | Innlendar fréttir | 195 orð | 1 mynd

Efla á samfélagið á Vestfjörðum

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp sem hefur það hlutverk að vinna tillögur um aðgerðir sem stuðlað geta að því að efla samfélagið á Vestfjörðum. Starfshópinn skipa: Einar K Meira
22. desember 2022 | Innlendar fréttir | 164 orð | 1 mynd

Eftirrétturinn sem allir elska

Brownie með sérrírjóma og berjum Brownie-kaka 1 pakki Royal-búðingur með súkkulaði (duftið) 70 g hveiti ½ tsk. matarsódi ½ tsk. salt 120 g brætt smjör 130 g púðursykur 2 egg 1 tsk Meira
22. desember 2022 | Innlendar fréttir | 33 orð | 1 mynd

Eggert Jóhannesson

Sigling Enn er siglt með áhugasama ferðamenn um sundin blá, þegar sjófært er. Hér er Rósin með farþega við Engey, sem gátu notið í botn útsýnis til allra átta með Reykjavík í... Meira
22. desember 2022 | Innlendar fréttir | 221 orð | 2 myndir

Fagnar áformum um skjaldarmerki

„Sagan um danska stjórn á Íslandi mun ekki verða afmáð með því að fela merki um hana, hún lifir samt. Merki og tákn um hana sem tekin verða í sátt minna Íslendinga á að gera upp þessa sögu alla, hugleiða hana, meta og ræða um hana,“… Meira
22. desember 2022 | Innlendar fréttir | 286 orð

Fiskistofnar styrkjast

Stofnvísitala þorsks hækkar í ár eftir töluverða lækkun árin 2018-2021, samkvæmt nýrri stofnmælingu Hafrannsóknastofnunar. Segir stofnunin að hækkunina megi rekja til þess að vísitala 80 cm og stærri þorsks var yfir meðaltali rannsóknartímabilsins Meira
22. desember 2022 | Innlendar fréttir | 285 orð | 2 myndir

Fyrsta hellamálverk Íslands finnst í Kverkarhelli

„Þetta er fyrsta og eina hellamálverkið sem fundist hefur á Íslandi og er stórmerkilegur fundur,” segir Þorvaldur Friðriksson, fornleifafræðingur og höfundur bókarinnar Kelta sem fjallar um keltneska kristna landnámsmenn á Íslandi Meira
22. desember 2022 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Ganga í gegnum alla nóttina og inn í ljósið fyrir Ljósið

Þeir Einar Ólafsson og Óskar Páll Sveinsson lögðu síðdegis í gær, annað árið í röð, af stað í skíðagöngu til styrktar Ljósinu. Hófu þeir gönguna í gær klukkan 16 og munu ganga til klukkan 10 að morgni í dag, en Ljósið er miðstöð fólks sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur þess Meira
22. desember 2022 | Innlendar fréttir | 524 orð | 2 myndir

Halda jólin í höfn á Grænlandi

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Svo áætlanir haldist og varningur skili sér á tilsettum tíma nærri áramótum verða nokkur íslensk flutningaskip á sjó um jólin. Í gærkvöldi, á vetrarsólstöðum, sigldi Brúarfoss, skip Eimskips, frá Reykjavík út í kolsvart skammdegismyrkrið áleiðis til Nuuk á Grænlandi. Þangað er ætlunin að ná um hádegi á aðfangadag. Áhöfnin mun því halda jól í grænlenskri höfn og þykir ekki tiltökumál. Meira
22. desember 2022 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Hrefna yfir kennslusviðinu hjá HR

Hrefna Pálsdóttir hefur verið ráðin forstöðukona kennslusviðs Háskólans í Reykjavík, HR. Sem leiðtogi sviðsins mun Hrefna stýra stefnumótun þess og leiða framþróun kennsluhátta í HR í nánu samspili fræða, rannsókna og vísindastarfs, segir í tilkynningu Meira
22. desember 2022 | Innlendar fréttir | 1767 orð | 6 myndir

Hreindýrabóndinn og skógurinn

„Það munaði mjög litlu að ég veldi skógrækt sem ævistarf. Þegar ég kom til Noregs til að læra hreindýrarækt byrjaði ég á að fara í Skógtækniskólann á meðan ég beið eftir að komast á samning í hreindýraræktinni Meira
22. desember 2022 | Innlendar fréttir | 282 orð | 1 mynd

Ístertan sem toppar flest!

Tiramisu-ísterta 200 g púðursykur 6 eggjarauður 500 ml rjómi 250 g mascarpone-ostur 1 pakki Ladyfinger-kexkökur 1 dl sterkt kaffi ½ msk. kakó Leyfið mascarpone-ostinum að mýkjast með því að láta hann standa við stofuhita í klukkutíma fyrir notkun Meira
22. desember 2022 | Erlendar fréttir | 303 orð | 1 mynd

Kjarnavélaflotinn kyrrsettur

Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Búið er að kyrrsetja allar þær 20 B-2-sprengjuvélar sem Bandaríkin hafa yfir að ráða. Ástæðan er flugóhapp sem átti sér stað á herflugvellinum Whiteman í Missouri í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði. Kom þá upp alvarleg bilun í tæknibúnaði sem neyddi flugmenn vélarinnar til að nauðlenda vélinni, sem leiddi svo til frekari skemmda, m.a. vegna elds sem braust út. Nánari upplýsingar um tjón á sprengjuvélinni hafa ekki verið gefnar út en flugmenn sakaði ekki. Meira
22. desember 2022 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Ljósaleikur í Hafnarfjarðarhöfn

Það er víðar en í híbýlum manna sem ljós eru sett upp í aðdraganda hátíðanna. Í Hafnarfjarðarhöfn má sjá fagurlega skreytta fiskibáta sem verða í höfn á meðan jólin ganga í garð. Þeir sjómenn sem annars gera út bátana geta því á sama tíma tekið á… Meira
22. desember 2022 | Innlendar fréttir | 186 orð | 1 mynd

Löggilding iðngreina afnumin

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpun­ar­ráðherra, hefur gefið út breyt­ingu á reglugerð um löggiltar iðngreinar. Löggilding 16 iðngreina er ýmist felld niður eða þær sameinaðar öðrum iðngreinum Meira
22. desember 2022 | Innlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd

Markmiðið var ekki að vera valinn bestur í Þýskalandi

„Ég setti mér ekki það markmið fyrir tímabilið að vera valinn bestur,“ sagði handbolta- og landsliðsmaðurinn Ómar Ingi Magnússon í Sonum Íslands, vefþætti mbl.is sem framleiddur er af Studio M Meira
22. desember 2022 | Innlendar fréttir | 543 orð | 1 mynd

Mikið tap vegna tafa við framkvæmdir

Forsvarsmenn Landsnets segja að mikill kostnaður hafi skapast vegna þeirra tafa sem orðið hafa á framkvæmdum við lagningu á Suðurnesjalínu 2. Tafirnar eru vegna andstöðu sveitarstjórnar Voga við að leggja loftlínu í gegnum sveitarfélagið en Landsnet hefur fengið leyfi annarra sveitarfélaga til þess Meira
22. desember 2022 | Innlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Mikill kærleikur í árlegri sólstöðugöngu Píeta-samtakanna

Píeta-samtökin héldu sína árlegu vetrarsólstöðugöngu í gærkvöldi til þess að minnast þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Gangan var á tveimur stöðum, Reykjavík og Akureyri. Gangan hófst klukkan 20 við Skarfavita í Reykjavík og Svalbarðsstrandarvita fyrir norðan Meira
22. desember 2022 | Innlendar fréttir | 280 orð | 1 mynd

Minni hækkanir á matvælum hér en í löndum ESB

„Það hefur tekist vonum framar að spila úr þessum vanda sem landið hefur staðið frammi fyrir,“ segir Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Mjólkursamsölunnar, um verðþróun matvöru síðastliðið ár samanborið við þróunina í löndum Evrópusambandsins Meira
22. desember 2022 | Erlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Of fá björgunarvesti voru um borð

Skortur var á björgunarvestum um borð í taílensku korvettunni HTMS Sukhothai sem sökk í vonskuveðri á Taílandsflóa sl. sunnudag. Alls var 76 bjargað úr hafinu, en í gær voru sex sagðir látnir og 23 enn saknað Meira
22. desember 2022 | Innlendar fréttir | 416 orð | 3 myndir

Okkar að skila góðri frammistöðu

Í öðrum þætti af Sonum Íslands heimsækjum við handbolta- og landsliðsmanninn Ómar Inga Magnússon en hann hefur farið á kostum með Magdeburg í þýsku 1. deildinni frá því hann gekk til liðs við félagið sumarið 2020 og var hann meðal annars útnefndur… Meira
22. desember 2022 | Innlendar fréttir | 142 orð | 1 mynd

Píeta fær sex milljónir frá Brimborg

Píeta-samtökunum berast styrkir víða að, frá fyrirtækjum, stofnunum, félagasamtökum og einstaklingum. Meðal þeirra sem komið hafa færandi hendi á aðventunni er bílaumboðið Brimborg sem gaf Píeta sex milljónir króna Meira
22. desember 2022 | Erlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Stúlknahópur myrti karlmann

Átta stúlkur á táningsaldri hafa verið ákærðar fyrir morð á 59 ára gömlum karlmanni í kanadísku borginni Toronto. Eru stúlkurnar á aldrinum 13 til 16 ára og segir lögregla þær hafa ráðist samtímis á manninn og stungið hann ítrekað með þeim afleiðingum að bani hlaust af Meira
22. desember 2022 | Erlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Söguleg heimsókn

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti hitti Joe Biden Bandaríkjaforseta í Washington í gær og ávarpaði þingið. Um er að ræða fyrstu utanlandsferð Selenskís frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu, en 300 dagar voru liðnir frá innrásinni í gær Meira
22. desember 2022 | Innlendar fréttir | 223 orð | 2 myndir

Tveir prestar ráðnir til starfa

Nýlega var gengið frá ráðningu tveggja presta til starfa í þjóðkirkjunni. Hefur biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, staðfest ráðningu þeirra. Karen Hjartardóttir guðfræðingur hefur verið ráðin prestur í Bjarnanesprestakalli í Suðurprófastsdæmi Meira
22. desember 2022 | Innlendar fréttir | 283 orð | 1 mynd

Varað við svikahröppum sem herja nú á LinkedIn

Netöryggissveit Fjarskiptastofu, Cert-is, varar fólk við aukinni svikastarfsemi á samfélagsmiðlinum LinkedIn. Sem kunnugt er hafa netsvikarar herjað á fólk í síauknum mæli í gegnum tölvupósta, samfélagsmiðla og ýmiss konar viðskipti og dreifingarfyrirtæki að undanförnu Meira
22. desember 2022 | Innlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

Vilja friða umhverfi Stjórnarráðsins

Á síðasta fundi Alþingis fyrir jól var lögð fram tillaga til þingsályktunar um friðlýsingu nærumhverfis Stjórnarráðshússins við Lækjartorg. Átján alþingismenn úr fimm flokkum flytja tillöguna og er Birgir Þórarinsson, Sjálfstæðisflokki, 1 Meira
22. desember 2022 | Fréttaskýringar | 513 orð | 2 myndir

Vilja friðlýsa lóðina við Stjórnarráðið

Baksvið Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Á síðasta fundi Alþingis fyrir jól var lögð fram tillaga til þingsályktunar um friðlýsingu nærumhverfis Stjórnarráðshússins við Lækjartorg. 18 alþingismenn úr fimm flokkum flytja tillöguna og er Birgir Þórarinsson Sjálfstæðisflokki 1. flutningsmaður. Tillagan kemur væntanlega til afgreiðslu á vorþinginu. Verði hún samþykkt eru áform um viðbyggingu við Stjórnarráðið úr sögunni. Meira
22. desember 2022 | Innlendar fréttir | 367 orð

Vonast til að orðsporið hafi ekki laskast

„Númer eitt er að ná utan um svona stöður á markvissari hátt. Veðrátta á Íslandi verður alltaf áskorun og því má gera ráð fyrir einhverjum skakkaföllum – brýnast er þó að upplýsingamiðlun sé skýr og að fólkið sé þjónustað, ef það fer… Meira
22. desember 2022 | Innlendar fréttir | 1736 orð | 3 myndir

Þumalputtareglan tvö dráp á mánuði

„Ég fékk nú bara ósköp venjulegt norskt uppeldi en pabbi og afi voru lögmenn og lögfræðin var algengt umræðuefni í fjölskyldunni svo leiðin lá þangað, það sem var kannski óvæntast var að sakamálaréttarfar yrði minn vettvangur,“ segir… Meira

Ritstjórnargreinar

22. desember 2022 | Staksteinar | 193 orð | 1 mynd

Leysir verðþakið orkuskortinn?

Geir Ágústsson verkfræðingur skrifar um orkukreppu og verðþak á blog.is og segir: „Orkumálaráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins hafa loks komið sér saman um verðþak á jarðefnaeldsneyti. Markmiðið með verðþakinu er að vinna bug á orkukreppunni sem skekur nú meginland Evrópu. Meira
22. desember 2022 | Leiðarar | 745 orð

Snjór að óvörum

Tómlæti og ráðleysi ríkis og Reykjavíkurborgar við snjókomu var óskiljanlegt Meira

Menning

22. desember 2022 | Menningarlíf | 128 orð | 1 mynd

Bieber ósáttur við nýja tískulínu H&M

Justin Bieber er ósáttur við vinnubrögð stjórnenda fatakeðjunnar H&M og hvetur aðdáendur sína til að kaupa ekki föt úr nýrri tískulínu fyrirtækisins þar sem notaðar eru myndir af Bieber og textabrot úr lögum hans án leyfis Meira
22. desember 2022 | Fólk í fréttum | 836 orð | 7 myndir

Búin að öllu? Hvað nú?

Nú eru margir (vonandi) búnir að klára stærstan hluta af undirbúningnum fyrir hátíð ljóss og friðar og einhverjir jafnvel svo heppnir að geta slakað á og gert eitthvað skemmtilegt og laust við stress Meira
22. desember 2022 | Fjölmiðlar | 210 orð | 1 mynd

Fegurðin tær á aðventu

Ef eitthvað nær með hækkandi aldri að blása skrifara í brjóst því sem kalla má jólaanda, þá er það helst lítið kver, nóvella sem oft hefur verið kölluð táknsaga og lyfta titillinn, söguefnið og „persónu“-­galleríið undir það Meira
22. desember 2022 | Menningarlíf | 210 orð | 1 mynd

Framkallar „smágerð kraftaverk“

Tónlistargagnrýnandi The Times, Richard Morrison, eys píanóleikarann Víking Heiðar Ólafsson og þýska barítóninn Matthias Goerne lofi í nýjum dómi um tónleika þeirra félaga sem fram fóru þann 9 Meira
22. desember 2022 | Bókmenntir | 479 orð | 3 myndir

Grípandi saga um ungar ástir

Ungmennabók Allt er svart í myrkrinu ★★★★· Eftir Elísabetu Thoroddsen. Bókabeitan, 2022. Innb., 104 bls. Meira
22. desember 2022 | Bókmenntir | 972 orð | 5 myndir

Helgistaður hylltur, togaður og teygður

Myndlist Þingvellir í íslenskri myndlist ★★★★★ Textar: Aðalsteinn Ingólfsson og Páll Valsson. Ritnefnd: Sverrir Kristinsson, Aðalsteinn Ingólfsson, Harpa Þórsdóttir, Ólöf Kristín Sigurðardóttir og Æsa Sigurjónsdóttir. Hönnun og umbrot: Helga Gerður Magnúsdóttir. Hið íslenska bókmenntafélag, 2022. Innbundin í stóru broti, 375 bls. Meira
22. desember 2022 | Bókmenntir | 553 orð | 3 myndir

Hið sérstaka ættgenga humm

Ljóðabók humm ★★★½· Eftir Lindu Vilhjálmsdóttur. Mál og menning, 2022. Kilja, 57 bls. Meira
22. desember 2022 | Menningarlíf | 162 orð | 1 mynd

Hækkandi pappírsverð hefur áhrif

Hækkandi verð á pappír hefur áhrif á útgáfustarfsemina í Danmörku á næsta ári og verður sem dæmi stórlega dregið úr prentun bóka á glanspappír. Danska dagblaðið Jyllands-Posten hefur rætt við fulltrúa frá þremur stórum útgáfum, það er Gyldendal,… Meira
22. desember 2022 | Menningarlíf | 103 orð | 1 mynd

Jólaveisla Emmsjé Gauta í Háskólabíói

Jülevenner Emmsjé Gauta 2022 nefnast tónleikar sem tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti heldur í Háskólabíói í kvöld og á morgun. „Hátíðin hefur fest sig í sessi sem ein af jólahefðum þjóðarinnar og flykkjast árlega þúsundir Íslendinga í… Meira
22. desember 2022 | Menningarlíf | 60 orð | 1 mynd

Leið til að eyða „sovéskum áróðri“

Ráðamenn í Kænugarði hafa ákveðið að skipta um götuheiti og fjarlægja styttur sem vísa til Rússlands. Frá þessu greinir AP. Gatan sem nefnd var eftir rússneska rithöfundinum Dostojevskij verður framvegis kennd við bandaríska listamanninum Andy Warhol Meira
22. desember 2022 | Menningarlíf | 1037 orð | 1 mynd

Leikur að litum, formum og áferð

Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Myndlistarmaðurinn Guðmundur Thoroddsen sýnir abstrakt olíumálverk á sýningunni Kannski, kannski sem stendur opin í Hverfisgalleríi til 7. janúar. Meira
22. desember 2022 | Menningarlíf | 132 orð | 1 mynd

Listasafninu í Stokkhólmi gert að spara

Stjórnendur Listasafnsins í Stokkhólmi hafa tilkynnt að til að mæta rekstrarvanda safnsins verði það lokað ekki bara mánudaga heldur líka þriðjudaga frá og með nýju ári auk þess sem fyrirhuguðum sýningum verður frestað Meira
22. desember 2022 | Menningarlíf | 218 orð | 1 mynd

Málarinn Philip Pearlstein allur

Bandaríski myndlistarmaðurinn Philip Pearlstein, sem sneri á sínum tíma baki við ríkjandi abstrakt-expressjónisma í myndlist heimalandsins og fór að mála portrettmyndir af nöktum módelum sem slógu í gegn og höfðu mikil áhrif, er látinn, 98 ára að aldri Meira
22. desember 2022 | Menningarlíf | 78 orð | 1 mynd

Samið um lausn dómsmálsins

Amber Heard hefur samið við Johnny Depp um málalok dómsmáls sem hann höfðaði á hendur henni eftir að hún lýsti sér sem þolanda heimilisofbeldis ári eftir að þau skildu. Frá þessu greinir hún á Instagram Meira
22. desember 2022 | Fólk í fréttum | 298 orð | 4 myndir

Sirkusstemning við Eiffel-turninn

Áður en gengið var inn á sýninguna velti blaðamaður því fyrir sér hvernig væri hægt að framkalla hughrif með ilmum einum og sér. Skyldi það vera hægt? Þær áhyggjur reyndust óþarfar því um leið og gengið var inn á sýninguna byrjuðu töfrarnir að flæða fram með tónlist, listamönnum og allri umgjörð Meira
22. desember 2022 | Menningarlíf | 214 orð | 1 mynd

Stjörnur krefjast lausnar Alidoosti

Fjöldi stórstjarna úr kvikmyndaheiminum hefur undirritað opið bréf þar sem krafist er lausnar írönsku leikkonunnar Taraneh Alidoosti úr fangelsi. Írönsk stjórnvöld hnepptu hana í varðhald þann 17. desember eftir að hún birti mynd á Instagram til stuðnings mótmælendum þar í landi Meira
22. desember 2022 | Bókmenntir | 816 orð | 3 myndir

Sögulegt hús

Sagnfræði Farsótt. Hundrað ár í Þingholtsstræti 25 ★★★★★ Eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur. Sögufélag 2022. Innb., 350 bls., myndir, enskur útdráttur, skrár. Meira
22. desember 2022 | Menningarlíf | 217 orð | 1 mynd

Úkraínsk stjórnvöld gagnrýnd

Dönsk stjórnvöld líta það alvarlegum augum að úkraínsk stjórnvöld hafi svipt dönsku fréttakonuna Matilde Kimer starfsleyfi sínu í Úkraínu. Kimer, sem er margverðlaunaður blaðamaður hjá DR, hefur frá 2009 flutt fréttir frá öllum löndum fyrrverandi Sovétríkjanna Meira
22. desember 2022 | Bókmenntir | 773 orð | 3 myndir

Villtir andar á sveimi?

Skáldsaga Millibilsmaður ★★★½· Eftir Hermann Stefánsson. Sæmundur 2022. Kilja í stóru broti, 311 bls. Meira
22. desember 2022 | Bókmenntir | 536 orð | 3 myndir

Þrítugasta þrusugóð

Ungmennabók Drengurinn með ljáinn ★★★★½ Eftir Ævar Þór Benediktsson. Mál og menning. 2022. Innb. 384 bls. Meira

Umræðan

22. desember 2022 | Pistlar | 422 orð | 1 mynd

Breytingar á veiðistjórnun grásleppu

Nýlega birtist í samráðsgátt stjórnvalda áform um breytingar á veiðistjórnun grásleppu. Málið hefur verið til skoðunar í mínu ráðuneyti síðustu mánuði. Síðastliðið vor beindi atvinnuveganefnd því til ráðuneytisins að leita leiða til að gera stjórnun grásleppuveiða markvissari Meira
22. desember 2022 | Aðsent efni | 837 orð | 1 mynd

Málefni barna varða okkur öll

Kolbrún Baldursdóttir: "Pólitíkin er ekki að standa sig þegar kemur að þjónustu við börn og fólk sem ekki hefur nóg að bíta og brenna. Hjálparstofnanir hafa ekki undan." Meira
22. desember 2022 | Aðsent efni | 348 orð | 1 mynd

Ófært í Reykjavík!

Hildur Björnsdóttir: "Við búum á norðurhjara veraldar og þjónusta borgarinnar ætti að gera ráð fyrir snjóþungum vetrum." Meira
22. desember 2022 | Aðsent efni | 614 orð | 1 mynd

Snjóruðningur í Reykjavík enn og aftur í rugli

Kjartan Magnússon: "Verður spennandi að sjá hvaða starfshópar, spretthópar og spunahópar fá niðurstöður stýrihópsins til meðferðar." Meira
22. desember 2022 | Aðsent efni | 414 orð | 1 mynd

Sýndarmennska elur af sér gervisamfélag. Gervisamfélag leiðir fram gervistjórnmál

Arnar Þór Jónsson: "Lagasetning Alþingis líkist í auknum mæli leikriti." Meira
22. desember 2022 | Aðsent efni | 567 orð | 1 mynd

Var Jónas snuðaður?

Ólafur Stefánsson: "Já, bein Jónasar voru – eða ekki – flutt heim og jarðsett – eða ekki – á Þingvöllum." Meira

Minningargreinar

22. desember 2022 | Minningargreinar | 781 orð | 1 mynd

Anna Ragnheiður Thorarensen

Anna Ragnheiður Thorarensen fæddist 6. janúar 1935 á Flateyri við Önundarfjörð. Hún lést 9. desember 2022. Meira  Kaupa minningabók
22. desember 2022 | Minningargreinar | 504 orð | 1 mynd

Árni Sævar Gylfason

Árni Sævar Gylfason fæddist 16. ágúst 1967. Hann lést 25. nóvember 2022. Útför hans fór fram 5. desember 2022. Meira  Kaupa minningabók
22. desember 2022 | Minningargreinar | 659 orð | 1 mynd

Elínborg Hanna Andrésdóttir

Elínborg Hanna Andrésdóttir fæddist á Akranesi 23. apríl 1957. Hún lést á heimili sínu 4. desember 2022. Faðir hennar var Andrés Árnason húsasmíðameistari, starfaði lengst hjá Vita- og hafnamálastofnun, f. 2. mars 1926 í Vík í Mýrdal, d. 5. Meira  Kaupa minningabók
22. desember 2022 | Minningargreinar | 468 orð | 1 mynd

Gísli Örn Gunnarsson

Gísli Örn Gunnarsson fæddist 26. maí 1940 á Höfn í Hornafirði. Hann lést 12. desember 2022 á Landspítalanum við Hringbraut. Foreldrar hans voru Jónína Ástríður Jónsdóttir, f. 28. ágúst 1912, d. 29. október 2001, og Gunnar Snjólfsson, f. 2. Meira  Kaupa minningabók
22. desember 2022 | Minningargreinar | 1769 orð | 1 mynd

Guðbjörg Eiríksdóttir

Guðbjörg Eiríksdóttir fæddist 22. apríl 1919. Hún lést 7. desember 2022. Útför Guðbjargar fer fram frá Stóra-Núpskirkju í dag, 22. desember 2022, og hefst athöfnin klukkan 13. Meira  Kaupa minningabók
22. desember 2022 | Minningargreinar | 1224 orð | 1 mynd

Guðjón Þorleifsson

Guðjón Þorleifsson fæddist í Reykjavík 1. maí 1928. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 15. desember 2022. Síðast til heimilis í Lækjargötu 4 í Reykjavík. Guðjón var sonur Þorleifs Þorleifssonar ljósmyndara, f. í Bjarnarhöfn í Helgafellssveit 11. Meira  Kaupa minningabók
22. desember 2022 | Minningargreinar | 621 orð | 1 mynd

Hjalti Páll Þorvarðarson

Hjalti Páll Þorvarðarson fæddist 25. ágúst 1935 á Súðavík. Hann lést í faðmi fjölskyldunnar á hjúkrunarheimilinu Ísafold 13. desember 2022. Foreldrar Hjalta Páls voru Þorvarður Guðmundur Hjaltason, f. 30.5. 1906, d. 26.9. Meira  Kaupa minningabók
22. desember 2022 | Minningargreinar | 643 orð | 1 mynd

Hólmfríður Sólveig Ólafsdóttir

Hólmfríður Sólveig Ólafsdóttir fæddist í Reykjavík 4. nóvember 1936. Hún lést á Landspítalanum 14. nóvember 2022. Hólmfríður bjó lengst af í Vestmannaeyjum. Útför hennar fer fram frá Landakirkju í dag, 22. desember 2022, klukkan 11. Meira  Kaupa minningabók
22. desember 2022 | Minningargreinar | 1303 orð | 1 mynd

Ingibjörg Ólafsdóttir

Ingibjörg Ólafsdóttir (Imba) fæddist í Reykjavík 21. júlí 1935. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 12. desember 2022. Ingibjörg var dóttir hjónanna Önnu Katrínar Jónsdóttur húsmóður frá Gamla-Hrauni, f. 1912, d. Meira  Kaupa minningabók
22. desember 2022 | Minningargreinar | 988 orð | 1 mynd

Jón Vídalín Jónsson

Jón Vídalín Jónsson fæddist á Herríðarhóli í Ásahreppi í Rangárvallasýslu 27. júní 1934. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Nesvöllum í Reykjanesbæ 16. nóvember 2022. Foreldrar hans voru hjónin Jón Jónsson frá Hárlaugsstöðum, f. 1.2. 1897, d. 31.10. Meira  Kaupa minningabók
22. desember 2022 | Minningargreinar | 425 orð | 1 mynd

Sigþór Sigurðsson

Sigþór Sigurðsson fæddist 28. september 1928. Hann lést 9. desember 2022. Útförin fór fram 17. desember 2022. Meira  Kaupa minningabók
22. desember 2022 | Minningargreinar | 483 orð | 1 mynd

Steven Van Camerik

Steven var fæddur 2. júlí 1942. Hann lést 10. nóvember 2021. Hann lauk læknanámi frá háskólanum í Indiana og síðan meistaragráðum í almannaheilsu (e. public health) frá Harvard og Berkeley. Meira  Kaupa minningabók
22. desember 2022 | Minningargreinar | 425 orð | 1 mynd

Viðar Daði Einarsson

Viðar Daði Einarsson fæddist í Reykjavík 29. maí 1975. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 20. nóvember 2022. Foreldrar: Haflína Hafliðadóttir, landsímakona og síðar heimavinnandi húsmóðir í Reykjavík, f. 8. febrúar 1937, d. 20. september 1994. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

22. desember 2022 | Sjávarútvegur | 249 orð | 1 mynd

Fyrsta þverhyrnan veidd

Þverhyrna, eða Lophodolos acanthognadus, veiddist í fyrsta sinn í efnahagslögsögu Íslands í síðasta haustralli Hafrannsóknastofnunar. Greining sjaldgæfra tegunda getur tekið nokkurn tíma en að þessu sinni gat Jónbjörn Pálsson greint tegundina við fyrstu sýn Meira
22. desember 2022 | Sjávarútvegur | 554 orð | 1 mynd

Staða lúsamála á Vestfjörðum góð

„Heilt yfir hefur staða lúsamála á Vestfjörðum verið í góðum farvegi allt þetta ár,“ svarar Gísli Jónsson, sérgreinadýralæknir fiskisjúkdóma hjá Matvælastofnun, spurður um aukinn fjölda lúsa Meira

Viðskipti

22. desember 2022 | Viðskiptafréttir | 265 orð | 1 mynd

Selst hægar upp en áður á jólatónleika

Jólatónleikahald er komið aftur á fullt skrið án takmarkana eftir að hafa að mestu legið niðri síðustu tvö ár sökum faraldurs. Í fyrra voru þó haldnir tónleikar en þar var bæði grímuskylda og krafa um neikvætt hraðpróf, sem óneitanlega setti svip sinn á hátíðarhöldin Meira
22. desember 2022 | Viðskiptafréttir | 735 orð | 2 myndir

Tvinnaði saman ólíka heima

Í Halldóri H. Jónssyni (1912-1992) arkitekt komu saman ólíkir hæfileikar sem urðu til þess að hann varð ekki aðeins áhrifamikill á því sviði um sína daga heldur einnig einn valdamesti maður íslensks viðskiptalífs Meira

Daglegt líf

22. desember 2022 | Daglegt líf | 847 orð | 2 myndir

Fimleikakappi frá fjarlægu landi

Að hafa komið hingað til Íslands og fá að búa og starfa er mikil heppni. Ég gleymi samt ekkert uppruna mínum og hugsa oft til fjölskyldu minnar og landa í Íran. Óskandi væri að þau hefðu frelsið og mannréttindin sem fólk nýtur hér á Íslandi,“… Meira
22. desember 2022 | Daglegt líf | 205 orð | 1 mynd

Milljónir fólks í Afríku í vanda

Neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi vegna fæðuskorts í fjölda Afríkuríkja er lokið. Söfnunin stóð í rúman mánuð og á þeim tíma safnaðist um ein milljón króna, peningar sem notaðir verða til að veita lífsbjargandi aðstoð með aðgangi að vatni, matvælum, heilbrigðisþjónustu og fleiru Meira

Fastir þættir

22. desember 2022 | Dagbók | 81 orð | 1 mynd

Át þyrnikórónu frá Jerúsalem

Gauti Þeyr Másson eða Emmsjé Gauti gengur alla leið í vitleysunni fyrir árlega jólatónleika sína Julevenner sem fara fram í dag, 22. desember, og á morgun, 23. desember. Hann segist meðal annars hafa pantað þyrnikórónu frá Jerúsalem fyrir tónleikana en illa hafi farið fyrir henni Meira
22. desember 2022 | Í dag | 797 orð | 3 myndir

Elst núlifandi Íslendinga

Þórhildur Magnúsdóttir fæddist 22. desember 1917 í Miðhúsum í Biskupstungum. Í viðtali sem var tekið við Þórhildi í tilefni af 100 ára afmæli hennar sagðist hún eiga eina minningu frá Miðhúsum. „Ég man að ég datt ofan í brunninn Meira
22. desember 2022 | Í dag | 33 orð | 1 mynd

Garðabær Heiðar Ingi Daníelsson Norðdahl fæddist 16. apríl 2022 kl 18.05 á …

Garðabær Heiðar Ingi Daníelsson Norðdahl fæddist 16. apríl 2022 kl 18.05 á Landspítalanum. Hann vó 3.468 g og var 51,5 cm langur. Foreldrar hans eru Andrea Ýr Baldursdóttir Norðdahl og Daníel Andri Valtýsson. Meira
22. desember 2022 | Í dag | 77 orð | 1 mynd

Heiðdís Ragnarsdóttir

40 ára Heiðdís ólst upp í Reykjavík en býr á Egilsstöðum. Hún er með BA-gráðu í sálfræði og kennsluréttindi. Heiðdís er deildarstjóri á leikskólanum Tjarnarskógi. Áhugamálin eru handavinna og zumba. Fjölskylda Eiginmaður Heiðdísar er Stefán Bogi Sveinsson, f Meira
22. desember 2022 | Í dag | 191 orð

Pólskur einmenningur. A-NS

Norður ♠ Á1032 ♥ G943 ♦ G2 ♣ D62 Vestur ♠ KG865 ♥ K10 ♦ KD8763 ♣ -- Austur ♠ 97 ♥ 6 ♦ Á1095 ♣ KG10974 Suður ♠ D4 ♥ ÁD8752 ♦ 4 ♣ Á853 Suður spilar 4♥ dobluð Meira
22. desember 2022 | Í dag | 137 orð | 1 mynd

Skák

Staðan kom upp í hraðskákshluta Tata Steel Indlands at- og hraðskákmótsins sem lauk fyrir skömmu í Kolkata. Sigurvegari mótsins, indverski stórmeistarinn Arjun Erigaisi (2.750), hafði hvítt gegn bandarískum kollega sínum, Hikaru Nakamura (2.909) Meira
22. desember 2022 | Í dag | 423 orð

Sprundum kalt í kjólum

Hólmfríður Bjartmarsdóttir yrkir á Boðnarmiði: Ofan hleður snjó á snjó snjórinn fellur lárétt þó. Þegar spá er þvílíkt ljót þá má fá sér sálubót. Ingólfur Ómar Ármannsson er sama sinnis: Eykur kvíða í erg og gríð ógnar stríður vetur, Fimbultíð með frost og hríð fjötrað lýði getur Meira
22. desember 2022 | Í dag | 56 orð

Um mælgi segir í Ísl. orðabók: innihaldslítill orðaflaumur, málæði eða…

Um mælgi segir í Ísl. orðabók: innihaldslítill orðaflaumur, málæði eða mærð, ofurfjálglegt tal. Samheitaorðabók hnykkir á með 19 samheitum; fjas, kjaftamagn, munnræpa, orðaflaumur, raus og slafur, svo nokkur séu nefnd Meira

Íþróttir

22. desember 2022 | Íþróttir | 808 orð | 2 myndir

Allir vilja vinna og taka af þér titilinn

Körfubolti Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is „Við erum sáttir við hvar við erum í töflunni og svo erum við komnir í Höllina í bikarnum. Það er mjög jákvætt,“ sagði Kristófer Acox, fyrirliði Vals og lykilmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, í samtali við Morgunblaðið. Meira
22. desember 2022 | Íþróttir | 67 orð | 1 mynd

Eintracht boðið að fá Ronaldo

Forráðamenn þýska knattspyrnufélagsins Eintracht Frankfurt hafa staðfest að þeim hafi verið boðið að fá Cristiano Ronaldo til liðs við sig. Ronaldo er án félags eftir að samningi hans við Manchester United var rift Meira
22. desember 2022 | Íþróttir | 70 orð | 1 mynd

Ekki fullkomlega sáttur við gengi Vals og hefur áhyggjur af KR

„Við erum ekki fullkomlega sáttir við það hvernig við höfum spilað,“ segir Kristófer Acox, landsliðsmaður í körfubolta, um gengi Íslandsmeistara Vals í vetur en þeir eru þó jafnir Keflavík á toppnum eftir tíu umferðir Meira
22. desember 2022 | Íþróttir | 64 orð | 1 mynd

Fékk loks viðurkenningu frá KSÍ

Guðbjörg Gunnarsdóttir, fyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu, hefur loksins fengið afhent verðlaun frá KSÍ fyrir að leika sinn 50. landsleik fyrir Íslands hönd. Markvörðurinn lék 64 A-landsleiki á ferlinum en sá 50 Meira
22. desember 2022 | Íþróttir | 151 orð | 1 mynd

Guðrún með takmarkaðan rétt 2023

Guðrún Brá Björgvinsdóttir verður með takmarkaðan keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna í golfi árið 2023 en hún lauk í gær fimmta og síðasta hringnum á lokaúrtökumótinu á La Manga á Spáni. Guðrún lék á 73 höggum, á pari vallarins, og endaði í 42 Meira
22. desember 2022 | Íþróttir | 497 orð | 1 mynd

Hefur verið rosalega erfitt

Lovísa Björt Henningsdóttir, 27 ára landsliðskona í körfubolta og fyrirliði Hauka, hefur ekkert leikið á leiktíðinni vegna meiðsla í mjöðm. Hún fór í aðgerð eftir síðasta tímabil og hefur ekki enn náð fullum bata Meira
22. desember 2022 | Íþróttir | 277 orð | 2 myndir

Hollendingurinn Louis van Gaal útilokar ekki að hann gæti orðið næsti…

Hollendingurinn Louis van Gaal útilokar ekki að hann gæti orðið næsti þjálfari karlaliðs Portúgals í fótbolta. Van Gaal, sem er 71 árs, stýrði Hollandi á HM í Katar. Hann gaf það út eftir mótið að hann væri hættur í þjálfun, en hann gæti hætt við að … Meira
22. desember 2022 | Íþróttir | 69 orð | 2 myndir

Matthías aftur til liðs við KR?

Körfuknattleiksmaðurinn Matthías Orri Sigurðarson gæti bæst í hóp KR-inga á nýjan leik en samkvæmt Vísi hefur hann æft með aðalliði félagsins að undanförnu. Matthías, sem er 28 ára gamall bakvörður, hætti að loknu tímabilinu 2020-2021 en hefur leikið með b-liði KR-inga í 2 Meira
22. desember 2022 | Íþróttir | 261 orð | 1 mynd

Nú þegar HM karla í fótbolta er lokið verður manni hugsað til álagsins sem …

Nú þegar HM karla í fótbolta er lokið verður manni hugsað til álagsins sem knattspyrnumenn standa frammi fyrir. Á Englandi eru til að mynda engin grið gefin þar sem deildabikarinn hófst að nýju í vikunni, aðeins tveimur dögum eftir að HM lauk, og… Meira
22. desember 2022 | Íþróttir | 196 orð | 1 mynd

Óstöðvandi í þýsku bikarkeppninni

Íslendingaliðin Magdeburg og Gummersbach tryggðu sér í gærkvöld sæti í 8-liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í handknattleik karla ásamt Rhein-Neckar Löwen með góðum sigrum í 16-liða úrslitunum. Þýskalandsmeistarar Magdeburg unnu öruggan 43:31-sigur … Meira
22. desember 2022 | Íþróttir | 66 orð | 1 mynd

Svipt tíu ára gömlu ólympíugulli

Hin rússneska Natalya Antyukh hefur verið svipt gullverðlaununum sem hún hlaut fyrir sigur í 400 metra grindahlaupi kvenna á Ólympíuleikunum í Lundúnum árið 2012. AIU tók ákvörðunina með hliðsjón af gögnum frá rannsóknarstofu í Moskvu og er nú búið… Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.