Greinar miðvikudaginn 28. desember 2022

Fréttir

28. desember 2022 | Innlendar fréttir | 104 orð | 1 mynd

Árið í pólitíkinni gert upp í Dagmálum

Helstu viðburðir í stjórnmálum ársins, sem er að líða, er meginviðfangsefni í maraþonþætti Dagmála, sem birtur er í dag. Þar fara fjórir blaðamenn Morgunblaðsins yfir helstu uppákomur stjórnmálanna, kosningabaráttuna í vor og afleiðingar hennar,… Meira
28. desember 2022 | Innlendar fréttir | 177 orð | 1 mynd

Björgunarsveitarfólk á fullu við undirbúning flugeldasölu sem hefst í dag

Flugeldasala björgunarsveitanna hefst í dag, 28. desember, og í gær var björgunarsveitarfólk víða að undirbúa vertíðina sem fram undan er. Í Reykjavík er salan í höndum Björgunarsveitarinnar Ársæls, Hjálparsveitar skáta og Flugbjörgunarsveitarinnar Meira
28. desember 2022 | Erlendar fréttir | 495 orð | 1 mynd

Börnin sem alast upp á víglínunni

Bakhmút/Líman. AFP. | Stríðsátök taka toll af öllum sem upplifa þau á eigin skinni. Börnin í Úkraínu bera mark þessarar erfiðu reynslu. Lísa Shtankó er átta ára og hún býr í bænum Líman sem var undir yfirráðum Rússa í fjóra mánuði en herlið Úkraínu frelsaði bæinn í október. Í Líman, sem er rústir einar, er varla nokkur hiti eða rafmagn og flestir vinir Lísu eru fyrir löngu farnir. Einn morguninn var drónaárás beint fyrir utan heimili hennar. Meira
28. desember 2022 | Innlendar fréttir | 189 orð | 1 mynd

Erlendir ferðamenn eyddu meira fé í ár

Hver og einn erlendur ferðamaður eyddi að meðaltali 148.800 krónum á Íslandi á fyrstu tíu mánuðum ársins, samanborið við 120.700 krónur á sama tímabili árið 2019, ef litið er til kortaveltu þeirra innanlands Meira
28. desember 2022 | Innlendar fréttir | 497 orð | 2 myndir

Eykur vellíðan og ræktar líkama og sál

Jóga- og grunnskólakennarinn Anna Rós Lárusdóttir lætur sig heilsu og hreyfingu varða og hefur sent frá sér bókina Jógastund með teikningum eftir Auði Ómarsdóttur en Sögur útgáfa gefur bókina út Meira
28. desember 2022 | Innlendar fréttir | 287 orð | 1 mynd

Eyrarbakki er týndur í sköflum

Mannskapur á um 30 vinnuvélum, litlum sem stórum, vann í gær við snjómokstur og ruðning í Sveitarfélaginu Árborg. Mikið snjóaði þar í bæ um jólin og viðbragð nú er samkvæmt aðstæðum. Kapp hefur verið lagt á að opna stofnbrautir og fjölfarnari leiðir og svo er farið í íbúðagöturnar Meira
28. desember 2022 | Innlendar fréttir | 206 orð | 2 myndir

Fjölmiðlatap

Merki um erfitt rekstrarumhverfi fjölmiðla hér á landi er svokölluð sameining Kjarnans og Stundarinnar. Óðinn Viðskiptablaðsins vék að henni og benti meðal annars á „digurbarkalega yfirlýsingu“ sem miðlarnir sendu út vegna sameiningarinnar, þar sem fram kom að reksturinn ætti „í samkeppni við stærri fjölmiðla sem hafa fengið viðvarandi taprekstur niðurgreiddan af fjársterkum aðilum, meðal annars eigendum útgerða og kvóta“. Meira
28. desember 2022 | Innlendar fréttir | 135 orð | 1 mynd

Flugvöllurinn í Reykjavík ruddur

Fannfergi var á höfuðborgarsvæðinu í gær eftir snjókomu um nóttina og þurfti því að moka snjó víða, þar á meðal á Reykjavíkurflugvelli, þar sem moksturinn var í fullum gangi þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði Meira
28. desember 2022 | Innlendar fréttir | 341 orð | 1 mynd

Framleiðsla á mjólk nær sér á strik

Áætlað er að innvigtuð mjólk til aðildarfélaga Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði verði tæplega 148 milljónir lítra þegar upp verður staðið um áramót. Er það tæpum milljón lítrum minna en var á síðasta ári Meira
28. desember 2022 | Innlendar fréttir | 367 orð | 1 mynd

Geta sett stjórnendur í þriggja ára bann

Skiptastjórar hlutafélaga geta framvegis krafist þess að stjórnendur þeirra verði úrskurðaðir í atvinnurekstrarbann í þrjú ár vegna skaðlegra eða óverjandi viðskiptahátta til að stemma stigu við kennitöluflakki og annarri misnotkun á hlutafélagaforminu Meira
28. desember 2022 | Innlendar fréttir | 281 orð | 1 mynd

Haraldur Þorleifsson er manneskja ársins

Haraldur Þorleifsson, 45 ára gamall hönnuður og stofnandi stafræna hönnunarfyrirtækisins Ueno, er manneskja ársins að mati lesenda Smartlands. Allt þetta ár hefur hann stutt við þá sem minna mega sín ásamt því að rampa upp Ísland og bæta þannig aðgengi fyrir fatlaða Meira
28. desember 2022 | Innlendar fréttir | 47 orð | 1 mynd

Hinn hefðbundni tími bókaskiptanna

Jólin eru hátíð hefðanna, og víst er að það getur alltaf hent fólk að fá fleiri en eitt eintak af sömu bókinni að gjöf, sér í lagi þeim allra vinsælustu. Nokkur erill var því í verslun Eymundssonar í Kringlunni í gær þegar fólk vildi skipta jólabókunum sínum. Meira
28. desember 2022 | Innlendar fréttir | 468 orð | 1 mynd

Hundrað ára regla fellur niður um áramótin

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Um áramótin tekur gildi mikilvæg breyting á lögum um menningarminjar frá árinu 2012. Tilgangur laganna er að stuðla að verndun menningarminja og tryggja að íslenskum menningararfi verði skilað óspilltum til komandi kynslóða. Helsta breytingin nú felur í sér að hin svokallaða 100 ára regla mun ekki gilda framvegis um hús og mannvirki. Meira
28. desember 2022 | Innlendar fréttir | 30 orð | 1 mynd

Jónas Erlendsson

Vetur Landið er allt í vetrarbúningi þessa dagana. Í Vík í Mýrdal urðu íbúarnir að ganga eftir Þjóðvegi 1 í dag innan um bílana vegna þess að snjórinn fyllti... Meira
28. desember 2022 | Erlendar fréttir | 36 orð | 1 mynd

Mörgæsir á rölti fjarri skarkala heimsins

Kerguelen-eyjar í sunnanverðu Indlandshafi eru einn afskekktasti staður jarðar. Eyjarnar tilheyra Frakklandi en næsta byggða ból er Madagaskar undan austurströnd Afríku í 3.300 km fjarlægð. Frumbyggjar eru engir en Frakkar hafa 45-100 starfsmenn á vísindastöðinni Port-aux-Français. Meira
28. desember 2022 | Innlendar fréttir | 129 orð | 1 mynd

Neyðarskýlin verða opin

Sólarhringsopnun verður í neyðarskýlunum að Grandagarði og á Lindargötu í Reykjavík til og með 1. janúar samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Konukot, sem er neyðarskýli fyrir konur, verður opið utan opnunartíma Skjólsins sem er opið hús fyrir konur sem Hjálparstarf kirkjunnar rekur Meira
28. desember 2022 | Fréttaskýringar | 699 orð | 2 myndir

Réttindi afganskra kvenna fótum troðin

Fréttaskýring Dóra Ósk Halldórsdóttir doraosk@mbl.is Meira
28. desember 2022 | Innlendar fréttir | 165 orð | 1 mynd

Seldi íbúðir fyrir 16 milljarða í ár

Verktakafyrirtækið ÞG Verk seldi ríflega 200 íbúðir í ár en það er í eigu Þorvaldar Gissurarsonar. Miðað við að meðalverð seldra íbúða hafi verið 80 milljónir króna hefur salan skilað ÞG Verki um 16 milljörðum króna Meira
28. desember 2022 | Innlendar fréttir | 289 orð | 1 mynd

Útboð á Hríseyjarsiglingum var kært

Nýlegt útboð Vegagerðarinnar um rekstur Hríseyjarferjunnar Sævars hefur verið kært. Því hefur Vegagerðin framlengt samning við Andey ehf. um að halda uppi siglingum milli Hríseyjar og Árskógssands næstu þrjá mánuði, eða til 31 Meira
28. desember 2022 | Innlendar fréttir | 306 orð

Útlit fyrir halla fjögur ár í röð

Gert er ráð fyrir bættum hag í rekstri sjö stærstu sveitarfélaga landsins á næsta ári. „Engu að síður benda fjárhagsáætlanir þessara sjö stærstu sveitarfélaga landsins til þess að halli verði á rekstri sveitarfélaga á næsta ári sem yrði þar með fjórða árið í röð með halla Meira
28. desember 2022 | Innlendar fréttir | 297 orð | 1 mynd

Vegalokanir valda miklu fjárhagstjóni

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir ferðaþjónustufyrirtæki verða fyrir miklu fjárhagstjóni þegar vegum sé lokað og því sé ávallt reynt að komast á leiðarenda. Ferðaþjónustufyrirtæki reyni þó alltaf að virða fyrirmæli viðbragðsaðila Meira
28. desember 2022 | Innlendar fréttir | 392 orð | 2 myndir

Vitað hvar slökkvistöð þarf að vera

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Verið er að fara yfir staðsetningu nýrrar slökkvistöðvar í stað stöðvarinnar á Tunguhálsi í Reykjavík. Nýjar athuganir á viðbragðstíma staðfesta það sem áður hefur verið gefið út að æskilegasta staðsetning nýrrar slökkvistöðvar er við Breiðholtsbraut í tengslum við væntanlegan Arnarnesveg. Þar er hins vegar ekki nein lóð á lausu og eru þau mál í athugun. Meira
28. desember 2022 | Innlendar fréttir | 199 orð | 1 mynd

Víðar lokað en hjá Hagstofunni

Nokkuð er um að ríkisstofnanir kjósi að loka afgreiðslu sinni á milli jóla og nýárs, en það vakti athygli fyrir jól þegar fregnir bárust af því að starfsfólk Hagstofu Íslands myndi fá fjögurra daga frí um hátíðarnar vegna góðrar frammistöðu í desember, sem væri mikill álagstími hjá stofnuninni Meira

Ritstjórnargreinar

28. desember 2022 | Leiðarar | 223 orð

Ótrúlegur ævintýramaður

Almenningur óttast FBI sem nú óttast Musk Meira
28. desember 2022 | Leiðarar | 382 orð

Selenskí fagnað, en …

Selenskí forsetí sló sér upp vestra þótt stríðsþreytu gæti Meira

Menning

28. desember 2022 | Menningarlíf | 909 orð | 6 myndir

„Erum komin á bragðið með Bach“

Söngsveitin Fílharmónía flytur Jólaóratoríu Johanns Sebastians Bach, ásamt hljómsveit og einsöngvurum, í kvöld, 28. desember, kl. 20 í Langholtskirkju. Þetta er annað stórvirki tónskáldsins sem kórstjórinn Magnús Ragnarsson tekst á við en hann… Meira
28. desember 2022 | Menningarlíf | 69 orð | 2 myndir

Gustaf Ljunggren og Skúli Sverrisson með útgáfutónleika í Mengi

Nýverið kom út hljómplatan Floreana með leik sænska tónlistarmannsins Gustafs Ljunggrens og bassaleikarans Skúla Sverrissonar. Á plötunni eru lög eftir Ljunggren og munu þeir félagar flytja þau á útgáfutónleikum í menningarhúsinu Mengi við Óðinsgötu í kvöld, miðvikudagskvöld, klukkan 21 Meira
28. desember 2022 | Menningarlíf | 104 orð | 1 mynd

Hátíðartónleikar í Akureyrarkirkju

Hátíðartónleikar verða haldnir í Akureyrarkirkju – kirkju Matthíasar Jochumssonar í kvöld, miðvikudaginn 28. desember, og hefjast þeir klukkan 20. Yfirskrift tónleikanna er „Á hæstri hátíð nú“ Meira
28. desember 2022 | Menningarlíf | 116 orð | 1 mynd

Maxi Jazz, söngvari Faithless, allur

Maxi Jazz, söngvari bresku raftónlistarsveitarinnar Faithless, er látinn, 65 ára að aldri. Hann lést í svefni. Faithless var stofnuð árið 1995 og frá byrjun voru meðlimir kjarna sveitarinnar þau Rollo, Sister Bliss og Maxi Jazz Meira
28. desember 2022 | Fjölmiðlar | 204 orð | 1 mynd

Mikilvægi þess að öskra almennilega

Nú er heimsmeistaramótið í Katar búið og enski boltinn loksins kominn aftur á dagskrá. Því ber sannarlega að fagna, en það er eitt sem lýsendur enska boltans hér á Íslandi mættu taka sér til fyrirmyndar hjá lýsendum ríkissjónvarpsins á meðan HM stóð yfir Meira
28. desember 2022 | Menningarlíf | 157 orð | 1 mynd

Mælt með plötunni með verkum Huga

Ný plata Kammersveitar Reykjavíkur með tónsmíðum Huga Guðmundssonar, Windbells, er ein þeirra platna sem ritstjórar tónlistartímaritsins virta Gramophone mæla sérstaklega með nú í janúartölublaðinu eftir uppskeru jólaútgáfunnar Meira
28. desember 2022 | Bókmenntir | 564 orð | 3 myndir

Sjófuglinn sem flýgur handan sjóndeildarhrings

Ljóð Sjófuglinn ★★★·· Eftir Egil Ólafsson. Bjartur 2022. Innb. 104 bls. Meira

Umræðan

28. desember 2022 | Pistlar | 446 orð | 1 mynd

Að gleyma tilgangi sínum

Ég hafði ætlað mér að vera voða jólalegur í þessum pistli sem er svona haganlega tímasettur mitt á milli jóla og nýárs en stóðst ekki mátið að varpa frekar ljósi á marga furðuna sem virðist lifa góðu lífi í boði ríkjandi stjórnvalda Meira
28. desember 2022 | Aðsent efni | 812 orð | 2 myndir

Hugrekki er smitandi

Óli Björn Kárason: "Selenskí hefur minnt þjóðir heims á að hernám einnar þjóðar rýrir frelsi annarra. Ef Úkraína falli verði „sólin á himni þínum daufari“." Meira

Minningargreinar

28. desember 2022 | Minningargreinar | 2897 orð | 1 mynd

Bjarni Freyr Bjarnason

Bjarni Freyr Bjarnason fæddist í Reykjavík 9. júní 1974. Hann lést á Landspítalanum þann 10. desember 2022. Foreldrar hans voru Bjarni Ingiberg Karlsson, f. 31. mars 1939, d. 10. janúar 1991, og Þórunn Adda Eggertsdóttir, f. 4. desember 1942. Meira  Kaupa minningabók
28. desember 2022 | Minningargreinar | 1913 orð | 1 mynd

Guðrún Halldóra Kristín Kristvinsdóttir

Guðrún Halldóra Kristín Kristvinsdóttir, eða Stína eins og hún var kölluð, fæddist 22. nóvember 1943 á Kaldrananesi í Bjarnarfirði í Strandasýslu. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 10. desember 2022. Meira  Kaupa minningabók
28. desember 2022 | Minningargreinar | 1561 orð | 1 mynd

Gunnar I. Waage

Gunnar I. Waage fæddist í Reykjavík 17. mars 1937. Hann lést við heimili sitt á Sléttuvegi 27 þann 18. desember 2022. Foreldrar hans voru Ingólfur Ó. Waage, f. 6. september 1902, d. 21. september 1989, og Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, f. 4. janúar 1914, d. Meira  Kaupa minningabók
28. desember 2022 | Minningargreinar | 1244 orð | 1 mynd

Kristinn Björgvin Sigurðsson

Kristinn Björgvin Sigurðsson fæddist í Reykjavík 14. júní 1926. Hann lést 19. desember 2022. Foreldrar Kristins voru Dagný Níelsdóttir, f. 14. nóvember 1885 á Stóra-Múla, Saurbæjarhreppi í Dalasýslu, d. 28. febrúar 1971, og Sigurður Brynjólfsson, f. 4. Meira  Kaupa minningabók
28. desember 2022 | Minningargreinar | 1563 orð | 1 mynd

Steinunn Ásta Björnsdóttir

Steinunn Ásta Björnsdóttir fæddist í Reykjavík 20. október 1948. Hún lést 14. desember 2022 á Landspítalanum í Fossvogi. Foreldrar hennar voru Björn Jónsson yfirflugumferðarstjóri, f. 25.1. 1915, d. 21.3. 1995, og María Hafliðadóttir húsmóðir, f. 6.1. Meira  Kaupa minningabók
28. desember 2022 | Minningargreinar | 646 orð | 1 mynd

Una Sigurðardóttir

Una Sigurðardóttir fæddist í Reykjavík 12. ágúst 1929. Hún lést á Hrafnistu 16. desember 2022. Foreldrar Unu voru hjónin Sigríður Daníelsdóttir, f. 1903, d. 1996, og Sigurður Breiðfjörð Jónsson, f. 1902, d. 1976. Systkini Unu eru Ingibjörg, f. 1928, d. Meira  Kaupa minningabók
28. desember 2022 | Minningargreinar | 1122 orð | 1 mynd

Þóranna Brynjólfsdóttir

Þóranna Brynjólfsdóttir fæddist á Reyni í Mýrdal 11. ágúst 1926. Hún lést 19. desember 2022 á Hrafnistu við Brúnaveg. Foreldrar hennar voru Áslaug Vigfúsdóttir frá Heiðarseli á Síðu og Brynjólfur Einarsson frá Reyni í Mýrdal. Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

28. desember 2022 | Í dag | 52 orð

Banabiti getur verið banvænn biti en algengari merking er: það sem verður…

Banabiti getur verið banvænn biti en algengari merking er: það sem verður e-m að falli, bindur t.d. enda á feril e-s. Það þýðir orðtakið e-ð verður banabiti e-s Meira
28. desember 2022 | Í dag | 606 orð | 3 myndir

Fer jafnan á skauta á afmælinu

Oddný Eir Ævarsdóttir fæddist 28. desember 1972 í Reykjavík og bjó lengst af æsku sinnar í goðahverfinu en frá fimm til sjö ára í Aix-en-Provence í Suður-Frakklandi þar sem móðir hennar stundaði nám í myndlist Meira
28. desember 2022 | Í dag | 275 orð | 1 mynd

Fríða Sigríður Jóhannsdóttir

40 ára Fríða Sigríður er Reykvíkingur, ólst upp í Hlíðunum þangað til hún varð 11 ára en þá flutti fjölskyldan í Vesturbæinn þar sem Fríða Sigríður býr enn. Hún lauk véla- og iðnaðarverkfræði frá HÍ og M.Sc Meira
28. desember 2022 | Í dag | 171 orð

Í stuði. S-Allir

Norður ♠ D2 ♥ K65 ♦ KD106 ♣ KDG9 Vestur ♠ 87 ♥ D1043 ♦ ÁG52 ♣ 1075 Austur ♠ Á ♥ ÁG87 ♦ 9873 ♣ 8642 Suður ♠ KG1096543 ♥ 92 ♦ 4 ♣ Á3 Suður spilar 4♠ Meira
28. desember 2022 | Í dag | 127 orð | 1 mynd

Skák

Staðan kom upp í opnum flokki heimsmeistaramótsins í atskák sem lýkur í dag í Almaty í Kasakstan. Magnus Carlsen (2.834) hafði svart gegn Evgeny Tomashevsky (2.628) Meira
28. desember 2022 | Dagbók | 77 orð | 1 mynd

Trúlofuð 40 árum yngri kærasta?

Það fór nánast allt á hliðina þegar Cher birti mynd á Twitter af gullfallegum demantshring ásamt setningunni: „Það eru engin orð“ og nafni kærasta síns, Alexanders, sem er 40 árum yngri en hún sjálf Meira
28. desember 2022 | Í dag | 290 orð

Við tóvinnu sat hún Tinna

Árni Kristinsson læknir sendi mér þessa stöku með þeirri skýringu að Jónas Frímannsson hefði sent þeim bekkjarsystkinunum hana: Fer að hækka fögur sól, fagna lýðir heims um ból. Hingað koma heilög jól, hjúpað Frón er mjallar kjól Meira

Íþróttir

28. desember 2022 | Íþróttir | 68 orð | 1 mynd

Alfons samdi við Twente í Hollandi

Alfons Sampsted, landsliðsmaður Íslands í fótbolta, hefur gert þriggja og hálfs árs samning við hollenska úrvalsdeildarfélagið Twente. Hann kemur til félagsins frá Bodø/Glimt í Noregi, þar sem hann átti þrjú afar góð tímabil Meira
28. desember 2022 | Íþróttir | 38 orð | 1 mynd

Atvinnumennska markmið Elínar

„Markmið mitt er að verða atvinnumaður í handbolta. Mig hefur alltaf dreymt um það,“ segir hin 18 ára gamla Elín Klara Þorkelsdóttir úr Haukum sem hefur verið í hópi bestu leikmanna Olísdeildar kvenna á þessu tímabili Meira
28. desember 2022 | Íþróttir | 223 orð | 1 mynd

Elliði skæður í endurkomu Gummersbach

Gummersbach hafði betur gegn Hamburg, 31:30, í þýsku 1. deildinni í handbolta gærkvöldi, er síðustu leikir deildarinnar fyrir HM í Póllandi og Svíþjóð í upphafi næsta árs voru leiknir. Hamburg var með 27:24-forskot, þegar tíu mínútur voru til… Meira
28. desember 2022 | Íþróttir | 74 orð | 1 mynd

Gakpo á leiðinni til Liverpool

Hollenski knattspyrnumaðurinn Cody Gakpo er á leiðinni frá PSV Eindhoven til enska félagsins Liverpool en PSV skýrði frá því að samkomulag hefði náðst um félagaskiptin. Talið er að Liverpool greiði um 37 milljónir punda fyrir þennan 23 ára gamla… Meira
28. desember 2022 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

Messi sleppir tveimur leikjum

Lionel Messi verður ekki með París SG í næstu tveimur leikjum liðsins í frönsku 1. deildinni. Christophe Galtier knattspyrnustjóri PSG skýrði frá því í viðtali við RMC Sport að Messi hefði fengið frí til 1 Meira
28. desember 2022 | Íþróttir | 771 orð | 2 myndir

Nokkuð sátt en vill alltaf gera betur

Elín Klara Þorkelsdóttir, leikstjórnandi Hauka, hefur verið einn besti leikmaður úrvalsdeildar kvenna í handknattleik, Olísdeildinni, á yfirstandandi tímabili. Elín er efst í flestum tölfræðiþáttum í deildinni og hefur vakið verðskuldaða athygli… Meira
28. desember 2022 | Íþróttir | 64 orð | 1 mynd

Perla og Guðmundur best

Golfsamband Íslands hefur valið þau Guðmund Ágúst Kristjánsson úr GKG og Perlu Sól Sigurbrandsdóttur úr GR kylfinga ársins 2022. Perla varð Íslandsmeistari, aðeins 15 ára gömul, á árinu og varð einnig Íslandsmeistari unglinga og valin í Evrópuúrval ungmenna Meira
28. desember 2022 | Íþróttir | 436 orð | 2 myndir

Sænska handknattleikskonan Sara Odden er gengin aftur í raðir Hauka og mun …

Sænska handknattleikskonan Sara Odden er gengin aftur í raðir Hauka og mun leika með liðinu eftir áramót. Hún kemur til félagsins frá Zwickau í Þýskalandi. Odden lék með Haukum í þrjú ár, áður en hún hélt til Þýskalands Meira
28. desember 2022 | Íþróttir | 407 orð | 2 myndir

United nálgast fjórða sætið

Manchester United vann afar sannfærandi 3:0-sigur á Nottingham Forest er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöldi. Marcus Rashford og Anthony Martial skoruðu fyrstu tvö mörk United á fyrstu 22 mínútunum og var eftirleikurinn auðveldur fyrir heimamenn Meira

Viðskiptablað

28. desember 2022 | Viðskiptablað | 293 orð | 1 mynd

70% verðlækkun á Funderbeam

Verð hlutabréfa íslenska sporthýsaframleiðandans Mink Campers hefur fallið um rúmlega 70% síðan í maí sl. á eistneska fjármögnunar- og markaðstorginu Funderbeam. Markaðsverðið hefur þannig lækkað úr rúmum milljarði króna niður í tæplega 240 milljónir króna Meira
28. desember 2022 | Viðskiptablað | 567 orð | 1 mynd

Af leigustjórn og óstjórn

” Af öllu því sem hefur verið reynt er ljóst að þegar kemur að tilraunum til að ná böndum á leigumarkaðinn þá eru ekki til neinar skyndilausnir og að aðgerðir sem til skamms tíma geta gefið takmarkaða stjórn á stöðunni geta auðveldlega snúist yfir í andhverfu sína og endað í verulegri óstjórn. Meira
28. desember 2022 | Viðskiptablað | 438 orð | 1 mynd

Allir vinna

Svanhildur Hólm Valsdóttir Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands Á þessu ári komst hugtakið Stóra uppsögnin, eða The Great Resignation, í hámæli hér á landi. Þetta er alþjóðlegt ástand sem að miklu leyti er eignað breyttu hugarfari í og eftir… Meira
28. desember 2022 | Viðskiptablað | 955 orð | 1 mynd

Áreiti og fordómar mein í samfélaginu

Kathryn á sér merkilega sögu en hún fluttist til Íslands árið 2016 með manni sínum og tveimur dætrum og kvaddi um leið gott starf í Lundúnum. Hún segir það hafa verið erfiða ákvörðun að flytja, en hjónin vildu ala dætur sínar upp á Íslandi. Við komuna til landsins fann Kathryn að vöntun á tengslaneti stóð henni fyrir þrifum þrátt fyrir að hún byggi að mikilli reynslu af alþjóðlegum ráðningum, en henni tókst að ná fótfestu, fann að lokum starf og stofnaði loks eigið fyrirtæki, Geko, árið 2020. Meira
28. desember 2022 | Viðskiptablað | 357 orð | 1 mynd

Byltingin sem aldrei varð

Það líður varla sá dagur að forsvarsmenn stærstu stéttarfélaga landsins rati ekki í fréttir helstu fjölmiðla. Yfirleitt með gífuryrðum um að eitthvað í samfélaginu eigi að vera öðruvísi en það er í bland við úrelta og innantóma frasa um baráttu… Meira
28. desember 2022 | Viðskiptablað | 208 orð | 1 mynd

Farið yfir helstu viðskiptafréttir á árinu sem er að líða

Viðskiptalífið á árinu sem nú er að líða einkenndist að hluta til af áhrifum tilefnislausrar innrásar Rússa í Úkraínu undir lok febrúar. Þar fyrir utan er allur hinn vestræni heimur að reka sig nokkuð harkalega á þá staðreynd að peningaprentun er… Meira
28. desember 2022 | Viðskiptablað | 108 orð | 1 mynd

Gera tveggja ára samning

Ríkið mun leigja Laufásveg 19-23 í tvö ár undir flóttamenn, að því er fram kemur í kynningu vegna breytinga á skipulagi hússins. Sendiráð Bandaríkjanna var lengi með aðsetur í húsunum. „Með breyttri notkun verður húsið nýtt sem þrjár íbúðir,… Meira
28. desember 2022 | Viðskiptablað | 412 orð | 1 mynd

Hefur selt íbúðir fyrir um 16 milljarða á árinu

Verktakafyrirtækið ÞG Verk hefur selt ríflega 200 íbúðir í ár. Sé miðað við að meðalverð íbúðar sé 80 milljónir væri söluverðmætið um 16 milljarðar. Upplýsingar um söluna má finna í grafinu hér til hliðar Meira
28. desember 2022 | Viðskiptablað | 357 orð | 1 mynd

Hófleg bjartsýni er góð

Halldór Benjamín Þorbergsson Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins Af ýmsu er að taka um atburði ársins. Hæst ber árás Rússa á sjálfstætt ríki Úkraínu þar sem mannvonskan og fyrirlitning á saklausum borgurum er alger Meira
28. desember 2022 | Viðskiptablað | 602 orð | 1 mynd

Mikilvægi málshraða

” Eins og gefur að skilja getur lengd málsmeðferðar hjá stjórnvöldum skipt miklu fyrir aðila og fer það eftir atvikum hverju sinni hversu mikilvægur málshraði er í raun og veru. Meira
28. desember 2022 | Viðskiptablað | 565 orð | 2 myndir

Óvissa um gagnsemi jafnlaunavottunar

„Það eru allir að gera þetta, en það eru bara allir að gera þetta á mismunandi hátt,“ segir Ragna Kemp Haraldsdóttir, lektor í upplýsingafræði við Háskóla Íslands, um niðurstöður rannsóknar á jafnlaunavottunarstaðli sem leiddur var í lög árið 2017 Meira
28. desember 2022 | Viðskiptablað | 243 orð | 1 mynd

Paddy’s heitir áfram Paddy’s

Veitingastaðurinn Paddy’s Beach Pub, sem Suðurnesjamenn kalla sumir hverjir „Pödduna”, fær að halda nafninu sínu. Rekstrarfélag staðarins var á dögunum sýknað af kröfum fyrrverandi eiganda forvera síns, Paddy’s Irish Pub Meira
28. desember 2022 | Viðskiptablað | 365 orð | 1 mynd

Quo vadis?

Bjarnheiður Hallsdóttir Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Eftir tvö mögur ár, í skugga heimsfaraldurs, er ferðaþjónusta á Íslandi að nálgast sinn fyrri styrk sem öflugasta útflutningsgrein okkar Íslendinga Meira
28. desember 2022 | Viðskiptablað | 372 orð | 1 mynd

Skerpa þarf sýn í sjávarútvegi

Heiðrún Lind Marteinsdóttir Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Á níunda áratug síðustu aldar var orðið ljóst að Íslendingar voru í miklum vanda með fiskveiðarnar. Ofveiðin var farin að ganga verulega á okkar helstu fiskistofna og… Meira
28. desember 2022 | Viðskiptablað | 338 orð | 1 mynd

Veröld sem þarf að fara í hringi

Pétur Blöndal Framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðenda á Íslandi Af er það sem áður var þegar menn þurftu að halda til fjalla í leit að flugvélarflökum og verða sér þannig úti um ál til að endurvinna það Meira
28. desember 2022 | Viðskiptablað | 2582 orð | 5 myndir

Viðskiptalíf í skugga stríðsátaka og verðbólgu – Salan á Mílu kláraðist – Nýskráningar á ma

Síminn lauk um miðjan september við sölu á dótturfélagi sínu, Mílu, til franska fjárfestingasjóðsins Ardian. Endanlegt söluverð var 69,5 milljarðar króna, sem er um 8,5 milljörðum króna lægra en það var þegar tilkynnt var um söluna í október 2021 Meira
28. desember 2022 | Viðskiptablað | 846 orð | 1 mynd

Það sem Macron býður sínum bestu gestum

Kannski kemur það lesendum á óvart að franskir kampavínsframleiðendur eru upp til hópa elskulegt, jarðbundið og indælt fólk. Það orð fer nefnilega af Frökkum að vera allt annað en hvers manns hugljúfi, og þar að auki þætti engum skrítið ef fólk sem… Meira
28. desember 2022 | Viðskiptablað | 333 orð | 2 myndir

Öflugur iðnaður: eftirsótt störf og verðmæti

Sigurður Hannesson Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Hagsaga Íslands einkennist af miklum sveiflum og höftum vegna þess að útflutningsgreinar voru einhæfar og fjármálastofnanir veikburða. Þetta hefur sannarlega breyst Meira

Ýmis aukablöð

28. desember 2022 | Blaðaukar | 610 orð

Áramótabréfið

Þegar ég var níu ára kom ný stelpa í bekkinn minn. Hún var í bláum gallabuxum með sítt liðað hár og með topp. Hún var svo sniðug og skemmtileg að ég þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um þegar ég ákvað að við skyldum verða vinkonur Meira
28. desember 2022 | Blaðaukar | 1286 orð | 2 myndir

„Það er aldrei rétti tíminn til að fara í eitthvert sorgarferli“

„Ég ætla nú ekki að fara að mæla með því að fara í afneitun. Það hefur gert ýmislegt fyrir mig sem ég hefði annars ekki gert ef ég væri að hugsa meira um sjúkdóminn.“ Meira
28. desember 2022 | Blaðaukar | 539 orð | 3 myndir

Viðtölin sem hreyfðu við fólki

Sterk tengsl milli magaermaraðgerða og áfengisfíknar Esther Helga Guðmundsdóttir ræddi það í viðtali á Smartlandi að hún hefði áhyggjur af því hversu margar megrunaraðgerðir á borð við magaermi og magahjáveitu væru gerðar hér á landi Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.