Kathryn á sér merkilega sögu en hún fluttist til Íslands árið 2016 með manni sínum og tveimur dætrum og kvaddi um leið gott starf í Lundúnum. Hún segir það hafa verið erfiða ákvörðun að flytja, en hjónin vildu ala dætur sínar upp á Íslandi. Við komuna til landsins fann Kathryn að vöntun á tengslaneti stóð henni fyrir þrifum þrátt fyrir að hún byggi að mikilli reynslu af alþjóðlegum ráðningum, en henni tókst að ná fótfestu, fann að lokum starf og stofnaði loks eigið fyrirtæki, Geko, árið 2020.
Meira