Greinar mánudaginn 2. janúar 2023

Fréttir

2. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 176 orð | 1 mynd

Aðstaðan við lónið ekki til sóma

Friðrik Rafnsson, formaður Leiðsagnar, stéttarfélags leiðsögumanna, segir salernisaðgengi ferðamanna oft mæta afgangi í uppbyggingu innviða ferðaþjónustunnar. Hann segir klósettskort vera „eilífðarvandamál“ Meira
2. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 33 orð | 1 mynd

Arnþór Birkisson

Nýju ári fagnað Himinninn fylltist litadýrð á nýársnótt eins og löng hefð er fyrir hér á landi, en fjöldi fólks kaupir flugelda af björgunarsveitunum og skýtur þeim svo í loftið við þessi... Meira
2. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd

Árið 2022 var slegið met

Allt bendir til að árið 2022 hafi útflutningstekjur Íslands verið meiri en nokkru sinni fyrr, eða á bilinu 1.600 til 1.700 milljarðar króna. Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, segir helstu útflutningsgreinar hafa vaxið verulega á… Meira
2. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 132 orð

„Á góðri leið með að úthýsa rafbílum“

Rafmagnsbílar voru langvinsælasti kosturinn hjá þeim sem festu kaup á nýrri bifreið árið 2022. Tómas Kristjánsson, formaður Rafbílasambandsins, segir það ekki stjórnvöldum að þakka. „Stjórnvöld eru á góðri leið með að úthýsa rafbílum úr landinu,“ segir Tómas í samtali við Morgunblaðið Meira
2. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 295 orð | 1 mynd

Ekki skimað nema í Evrópusamstarfi

„Við erum ekki búin að taka neinar ákvarðanir um að gera það. Við höfum yfirleitt fylgt Evrópu og Norðurlöndunum þegar kemur að þessu,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir um möguleikann á því að farþegar frá Kína verði skimaðir á landamærunum fyrir kórónuveirunni Meira
2. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 25 orð

Elskar að múra

Sóley Björk Eiksund vissi að hún væri á réttri hillu þegar hún fékk starf sem handlangari hjá múrara. Nú lærir hún fagið og elskar það. Meira
2. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 15 orð

Feðgarnir fóru saman í kvöldskóla

Sigurður Brynjar Pálsson og Sölvi Steinn Sigurðsson stunda saman nám í trésmíði í kvöldskóla FB. Meira
2. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

Forseti heiðraði fjórtán

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. Heiðurinn hlutu þau Anna Hjaltested Pétursdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar, Anna Sigríður Þorvaldsdóttir tónskáld, Arnar Hauksson, læknir, dr Meira
2. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Gestir þó að framkvæmd sé ólokið

Hið nýja hágæðahótel í miðbæ Reykjavíkur, Iceland Parliament Hotel, fékk sína fyrstu gesti um áramótin þó að framkvæmdum sé ekki lokið. Hótelið er í hópi fágætra hótela sem kallast Curio Collection sem er sérstakt safn gæðahótela Meira
2. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 155 orð | 1 mynd

Handtóku rúmlega 1% þjóðarinnar

Alls voru fleiri en 4.300 manns handteknir á liðnu ári, 2022, eða vel rúmlega eitt prósent landsmanna. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá lögreglunni fyrir árið, sem gefnar voru út í lok desember Meira
2. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Hljóðnemi afhentur fyrir allra augum

Þáttaskil urðu í íslenska auglýsingageiranum stuttu áður en Áramótaskaupi Ríkissjónvarpsins var sjónvarpað á gamlárskvöld. Þá mátti sjá þá Egil og Ólaf Darra Ólafssyni setjast niður við langborð þar sem sá fyrrnefndi skutlaði skjalatösku að þeim síðarnefnda Meira
2. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Hlýrra veður á sjóndeildarhringnum eftir kaldar vikur

Nýja árið heilsar landsmönnum með svipaðri veðráttu og það gamla kvaddi með. Gert er ráð fyrir áframhaldandi frosti um land allt með stöku éljum og snjókomu austanlands. Á fimmtudag mun kuldinn ná hámarki en þá gera spár ráð fyrir allt að fjórtán stiga frosti Meira
2. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 133 orð | 1 mynd

Hættir sem biskup eftir 18 mánuði

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, kynnti útgáfu á hirðisbréfi sínu í nýársprédikun sinni í Dómkirkjunni í gær. Bréfið er upptaktur að starfslokum hennar sem verða eftir 18 mánuði. Agnes hyggst ljúka vísitasíu sinni um landið í Bolungarvík á sjómannadaginn 2024 en hún verður sjötug á því ári Meira
2. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 221 orð | 1 mynd

Kerfisuppfærsla bankanna breytir greiðslu fyrir skil

Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Reiknistofu bankanna, segir breytingar á greiðsluleið Endurvinnslunnar til viðskiptavina vegna skila á flöskum og dósum vera í takt við tímann og í kjölfar yfirgripsmikilla breytinga á tölvukerfum bankanna sem reiknistofan hefur unnið að síðastliðin tíu ár Meira
2. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 162 orð | 1 mynd

Lítið stórhátíðarálag á bráðamóttöku

Fyrsta barn ársins kom í heiminn um tuttugu og einni mínútu eftir að nýja árið var hringt inn aðfaranótt nýársdags. Barnið kom í heiminn á fæðingardeild Landspítalans í Reykjavík en nýársnæturbörnin urðu alls þrjú þar Meira
2. janúar 2023 | Erlendar fréttir | 576 orð | 1 mynd

Loftvarnasveitir granda eigin vélum

Helsti óvinur rússneskra orrustuþotna í átökunum í Úkraínu eru loftvarnasveitir Rússa. Eru sveitirnar sagðar hafa grandað nær öllum þeim orrustuþotum sem Rússar hafa misst í átökunum til þessa. Er þetta til marks um hve illa ólíkar sveitir rússneska hersins starfa undir álagi Meira
2. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 899 orð | 3 myndir

Opna hágæðahótel í hjarta Reykjavíkur

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Fyrstu gestirnir á hinu nýja Iceland Parliament Hotel við Austurvöll í Reykjavík dvöldust þar um áramótin. Iceland Hotel Collection by Berjaya, áður Icelandair Hotels, á og rekur hótelið, hvar verða alls 163 herbergi þegar framkvæmdum lýkur endanlega nú á vormánuðum. Stærsti hlutinn er þó tilbúinn, hótel sem er í gamla Landsímahúsinu og gamla Kvennaskólanum, ásamt húsinu í Aðalstræti 11. Annað eru nýbyggingar sem tengja saman ýmis hús. Meira
2. janúar 2023 | Fréttaskýringar | 577 orð | 3 myndir

Raddmissir, eitrun og ofbeldi í Vatíkani

Baksvið Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Benedikt XVI., forveri Frans páfa, lést á heimili sínu á gamlársdag 95 ára að aldri. Endalok Benedikts eru um margt frábrugðin endalokum forvera hans, sum einkennast af langvarandi veikindum en önnur eru enn sveipuð dulúð. Meira
2. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 340 orð | 2 myndir

Rafbílar vinsælasti kosturinn

Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Rafmagnsbílar voru vinsælasti kostur bifreiðakaupenda í ár og var hlutfall þeirra 33,5% af nýjum bílum sem seldir voru á árinu, miðað við 27,9% í fyrra. Ef fram fer sem horfir verður 24% virðisaukaskattur lagður á rafbíla í lok ársins. Meira
2. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 206 orð

Rýrir traust til stjórnvalda

„Við verðum að búa til einhverja stefnu. Við verðum að haga okkar innviðum og vetrarþjónustu með tilliti til ferðaþjónustunnar. Hafnir fyrir sjávarútveg og vegakerfi fyrir ferðaþjónustu.“ Þetta segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka… Meira
2. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 543 orð | 3 myndir

Sérstakur dellukarl

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Meira
2. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 97 orð

Stefna sett í lánamálum til fimm ára

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur gefið út Stefnu í lánamálum ríkisins 2023-2027. Stefnan er sett fram á grundvelli árlegrar fjármálaáætlunar. Stefnan er sett fram til fimm ára og byggist á fyrri stefnu sem gefin var út í desember 2021 Meira
2. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 134 orð | 1 mynd

Synt inn í nýja árið í Nauthólsvík

Árlegt nýárssund var haldið í Nauthólsvík í gær þar sem fleiri en hundrað manns ögruðu móður náttúru og stóðu af sér kuldann. „Við höfum ekki getað farið í sjóinn saman á nýársdag síðan árið 2020 þannig að þetta var einstaklega… Meira
2. janúar 2023 | Erlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Sýndi nýtt undravopn

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, lék á gamlársdag á als oddi fyrir framan sjónvarpsmyndavélar ríkisfjölmiðilsins KCNA. Var leiðtoginn þá að virða fyrir sér nýjasta undravopn ríkis síns, 600 mm skotflaug fyrir svokallað MLRS-eldflaugakerfi Meira
2. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 808 orð | 1 mynd

Tók við með táknrænum hætti

Viðtal Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Auglýsing Toyota í sjónvarpinu á gamlárskvöld fór vart fram hjá neinum. Þar birtust þeir Egill Ólafsson og Ólafur Darri Ólafsson saman á skjánum. Ekki var sagt orð í þær 80 sekúndur sem auglýsingin varði enda gerðist þess ekki þörf. Áhorfendur sáu og skildu skilaboðin. Egill hættir nú að lesa inn á útvarps- og sjónvarpsauglýsingar fyrir Toyota og Ólafur Darri tekur við. Meira
2. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Uppfyllir ekki viðmið um háskóla

Kvikmyndaskóli Íslands uppfyllir ekki gildandi viðmið um að mega kalla sig háskóla. Umsókn skólans miðast aðeins við að bjóða upp á diplómagráðu á grunnstigi háskólanáms. Núverandi staða skólans með takmarkað námsframboð og rannsóknagetu réttlætir ekki að hann taki að sér hlutverk háskóla Meira
2. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 484 orð | 1 mynd

Þurfa að læra af síðustu vikum

Baldur S. Blöndal Tómas Arnar Þorláksson Forsvarsmenn flugfélaganna Play og Icelandair segja aðgerðir almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra geta valdið félögunum miklu tjóni. Þó segjast talsmenn beggja félaganna bera traust til deildarinnar og trúa því að allar ákvarðanir hennar séu teknar í góðri trú. Meira

Ritstjórnargreinar

2. janúar 2023 | Leiðarar | 265 orð

Afstaða stjórnarandstöðu

Gagnrýna neitunarvald eins flokks í ríkisstjórn Meira
2. janúar 2023 | Staksteinar | 205 orð | 1 mynd

Hræðileg hungursneyð

Sigurður Már Jónsson blaðamaður skrifar í pistli á mbl.is um tillögu Diljár Mistar Einarsdóttur og fleiri þingmanna um að hungursneyðin í Úkraínu fyrir um níutíu árum verði skilgreind sem hópmorð (e. genocide). Fjöldi ríkja hefur þegar tekið upp þessa skilgreiningu á þeim skelfilegu aðgerðum stjórnar sósíalista í Sovétríkjunum á þessum árum sem leiddu til hungurdauða milljóna Úkraínumanna. Meira
2. janúar 2023 | Leiðarar | 362 orð

Sjónarmið stjórnarliða

Stöndum vel í alþjóðlegri kreppu Meira

Menning

2. janúar 2023 | Menningarlíf | 56 orð | 1 mynd

Barokktónleikar í Dómkirkjunni

Boðið verður upp á barokkveislu í Dómkirkjunni í kvöld, mánudagskvöld, kl. 20. Þar koma fram fiðluleikararnir Sólveig Steinþórsdóttir, Ísak Ríkharðsson og Herdís Mjöll Guðmundsdóttir, Ásta Kristín Pjetursdóttir á víólu, Hjörtur Páll Eggertsson á… Meira
2. janúar 2023 | Menningarlíf | 1513 orð | 2 myndir

Jarlinn hverfur út í móðuna

Línuveiðarinn Jarlinn hvarf á heimleið Miðvikudaginn 3. september 1941 lágu tvö íslensk skip við sömu bryggju í Fleetwood, bæði búin til heimferðar eftir góða ísfisksölu. Þetta voru togarinn Arinbjörn hersir frá Reykjavík og línuveiðarinn Jarlinn, einnig úr Reykjavík Meira

Umræðan

2. janúar 2023 | Pistlar | 455 orð | 1 mynd

Biðin endalausa, 2023 útgáfan

Stjórnvöld eiga ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlætinu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri-grænna, í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra árið 2017. Þá í stjórnarandstöðu örstuttu áður en ríkisstjórnin sprakk út af upprreist-æru-málinu Meira
2. janúar 2023 | Aðsent efni | 910 orð | 1 mynd

Framtíðin?

Jón Hermann Karlsson: "En hver verður raunveruleikinn, hvernig verður umhorfs á Jörðinni, mun ríkja friður og sátt manna á milli... eftir um það bil 50 ár?" Meira
2. janúar 2023 | Aðsent efni | 737 orð | 1 mynd

Hvað er launaþróun?

Sigurgeir Jónsson: "Hagstofan heyrir undir forsætisráðuneytið. Engar skýringar hafa komið þaðan á því að fjármálaráðuneytið fer ekki eftir útreikningum Hagstofu Íslands." Meira
2. janúar 2023 | Aðsent efni | 432 orð | 1 mynd

Hvað varð um séreignarstefnuna?

Ragnar Önundarson: "Aukin samkeppni, lægra vöruverð og betri lífskjör voru markmiðið. Þau fáu erlendu félög sem hafa haslað sér völl hér hafa aðlagast fákeppninni." Meira
2. janúar 2023 | Aðsent efni | 519 orð | 1 mynd

Séð frá hliðarlínu

Werner Ívan Rasmusson: "Með sanni má segja að álfan okkar, Evrópa, megi muna fífil sinn fegurri, er hún ríkti með sínum áhrifamiklu borgum, hver í fararbroddi á sínu sviði." Meira
2. janúar 2023 | Aðsent efni | 461 orð | 1 mynd

Stefna Íslands

Högni Elfar Gylfason: "Hvernig má það vera að stjórnmálamenn sem tala fyrir aukinni notkun umhverfisvænnar orku vinni á sama tíma gegn markmiðunum?" Meira
2. janúar 2023 | Aðsent efni | 244 orð | 1 mynd

Öryrkjar í slæmri stöðu

Oddur Thorarensen Stefánsson: "Það hefur sýnt sig og sannað að ríkinu urðu á mistök með að láta sveitarfélögin fá málaflokk fatlaðra." Meira

Minningargreinar

2. janúar 2023 | Minningargreinar | 3038 orð | 1 mynd

Bjarnveig Bjarnadóttir

Bjarnveig Bjarnadóttir, fæddist 19. apríl 1953 í Súðavík. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans 18. desember 2022. Foreldrar Bjarnveigar voru Hólmfríður Einarsdóttir, f. 9.8. 1915, d. 4.12. 1972, og Bjarni Sigurgeir Guðnason, f. 3.6. 1911, d. 27.11. Meira  Kaupa minningabók
2. janúar 2023 | Minningargreinar | 872 orð | 1 mynd

Friðrika Sigríður Þorgrímsdóttir

Friðrika Sigríður Þorgrímsdóttir fæddist í Barði á Húsavík 8. júní 1932. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 13. desember 2022. Foreldrar hennar voru Þorgrímur Jónatan Jóelsson, f. 2. júní 1908, d. 24. apríl 1981, og Kristín Jónsdóttir, f. 26. Meira  Kaupa minningabók
2. janúar 2023 | Minningargreinar | 800 orð | 1 mynd

Guðbjörg Halldórsdóttir

Guðbjörg fæddist í Bæjum á Snæfjallaströnd við Ísafjarðardjúp 10. apríl 1923. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum 25. nóvember 2022. Foreldrar hennar voru Halldór Halldórsson bóndi í Bæjum, f. 14.10. 1884, d. 19.12. Meira  Kaupa minningabók
2. janúar 2023 | Minningargreinar | 1695 orð | 1 mynd

Magnús V. Pétursson

Magnús Vignir Pétursson fæddist 31. desember 1932. Hann lést 9. desember 2022. Útför hans fór fram 30. desember 2022. Meira  Kaupa minningabók
2. janúar 2023 | Minningargreinar | 129 orð | 1 mynd

Sigríður Gunnarsdóttir

Sigríður Gunnarsdóttir fæddist 6. janúar 1956. Hún lést 29. nóvember 2022. Útför Sigríðar fór fram 16. desember 2022. Meira  Kaupa minningabók
2. janúar 2023 | Minningargreinar | 497 orð | 1 mynd

Sverrir Lyng Bergþórsson

Sverrir Lyng Bergþórsson fæddist 14. nóvember 1931. Hann lést 3. janúar 2016. Útförin fór fram 11. janúar 2016. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

2. janúar 2023 | Viðskiptafréttir | 107 orð | 1 mynd

Fasteignaverð í Kína lækkaði hraðar í desember

Ný könnun kínverska markaðsrannsóknafélagsins China Index Academy bendir til að fasteignaverð í Kína hafi að jafnaði lækkað um 0,08% í desembermánuði. Er það ögn hraðari lækkun en í nóvember þegar lækkunin mældist 0,06% og hefur fasteignamarkaðurinn í Kína verið á niðurleið undanfarið hálft ár Meira
2. janúar 2023 | Viðskiptafréttir | 813 orð | 2 myndir

Stærstu greinarnar allar í sókn

Viðtal Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Íslandsstofa birti nýverið niðurstöður alþjóðlegrar könnunar á styrk vörumerkis Íslands. Það er markaðsrannsóknafélagið Anholt-Ipsos sem stendur að könnuninni og er þetta annað árið í röð sem Ísland tekur þátt. Meira

Fastir þættir

2. janúar 2023 | Í dag | 54 orð

„Það gefur að skilja að kaldara er á veturna en sumrin.“ Þetta þýðir að…

„Það gefur að skilja að kaldara er á veturna en sumrin.“ Þetta þýðir að vitanlega, að sjálfsögðu, náttúrlega er það svo. „Hér gefur að líta fyrsta tölublað 75 Meira
2. janúar 2023 | Í dag | 289 orð

Hinn góði vilji skáldsins

Halla á Laugarbóli kvað: Tíminn hefur tekið sitt telst mér bættur skaðinn, eitt er horfið árið mitt annað kom í staðinn. Það er alltaf bjart yfir Höllu. Hún orti „Í frosti“: Kuldinn varir stutta stund; – strangan eftir vetur lifna… Meira
2. janúar 2023 | Dagbók | 76 orð | 1 mynd

Krúttleg dýr glöddu árið 2022

Flest get­um við verið sam­mála um það að blessuð dýr­in lífga upp á til­ver­una okk­ar og hækka í gleðinni. Við get­um því glaðst yfir að nóg hef­ur verið af fregn­um af skemmti­leg­um krútt­leg­um dýr­um á ár­inu sem er að líða Meira
2. janúar 2023 | Í dag | 175 orð | 1 mynd

Skák

1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5 c5 5. a3 Bxc3+ 6. bxc3 Rc6 7. Dg4 g6 8. h4 Da5 9. Bd2 h6 10. a4 c4 11. Rf3 Bd7 12. Df4 Hh7 13. Rh2 0-0-0 14. Rg4 Hf8 15. Be2 Dd8 16. Dg3 f5 17. exf6 Rxf6 18. Bxh6 Re4 19 Meira
2. janúar 2023 | Í dag | 254 orð | 1 mynd

Steinunn Guðný Einarsdóttir

40 ára Steinunn Guðný Einarsdóttir varð fertug í gær, á nýársdag. Hún er uppalin á Flateyri og hefur verið búsett þar meirihlutann af ævinni. Hún er með BA-gráðu í ferðamálafræði og lauk MLM gráðu i forystu og stjórnun með áherslu á verkefnastjórnun, í lok árs 2022 Meira
2. janúar 2023 | Í dag | 175 orð

Verkin tala. S-Allir

Norður ♠ G106 ♥ KDG75 ♦ 108 ♣ D52 Vestur ♠ 85 ♥ 1082 ♦ 96 ♣ Á108643 Austur ♠ D97 ♥ 963 ♦ ÁK432 ♣ G9 Suður ♠ ÁK432 ♥ Á4 ♦ DG75 ♣ K7 Suður spilar 4♠ Meira
2. janúar 2023 | Í dag | 771 orð | 3 myndir

Virkjanir, banki og lyfjaþróun

Stefán Pétursson er fæddur 1. janúar 1963 og varð því sextugur í gær, á nýársdag. Hann er fæddur í Reykjavík en ólst upp í Garðahreppi/Garðabæ. „Ég ólst upp í vaxandi bæ þar sem var fullt af ungu fólki og mikið félagslíf Meira
2. janúar 2023 | Í dag | 43 orð

Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit…

Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Meira

Íþróttir

2. janúar 2023 | Íþróttir | 46 orð | 1 mynd

Arsenal er með sjö stiga forystu

Arsenal er með sjö stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í upphafi nýs árs eftir sigur gegn Brighton á gamársdag, 3:1, og þessi framganga Lundúnaliðsins kemur talsvert á óvart Meira
2. janúar 2023 | Íþróttir | 643 orð | 5 myndir

Barcelona og Real Madrid, stórveldin í spænska fótboltanum, hefja nýtt ár…

Barcelona og Real Madrid, stórveldin í spænska fótboltanum, hefja nýtt ár hnífjöfn á toppi 1. deildarinnar, La Liga, níu stigum á undan næsta liði. Barcelona missteig sig þó á gamlársdag í grannaslagnum gegn Espanyol sem endaði 1:1 en bæði lið… Meira
2. janúar 2023 | Íþróttir | 171 orð

Blikar fengu 200 milljónir í arf

Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur fengið 200 milljónir króna í arf frá dyggum stuðningsmanni og fyrrverandi stjórnarmanni félagsins. Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins en þar er sagt frá því að Guðmundur Eggert Óskarsson, sem lést snemma á… Meira
2. janúar 2023 | Íþróttir | 87 orð

Breiðablik fær 200 milljónir í arf

Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur fengið 200 milljónir króna í arf frá dyggum stuðningsmanni og fyrrverandi stjórnarmanni félagsins. Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins en þar er sagt frá því að Guðmundur Eggert Óskarsson, sem lést snemma á… Meira
2. janúar 2023 | Íþróttir | 378 orð | 1 mynd

Doncic dásamlegur með Dallas í desember

Luka Doncic er smám saman að skrá sig á spjöld sögunnar sem einn af bestu körfuboltamönnum heims. „Smám saman“ er kannski ekki rétta orðalagið því þessi 23 ára gamli Slóveni hefur verið óstöðvandi í desember og farið fyrir liði Dallas… Meira
2. janúar 2023 | Íþróttir | 917 orð | 2 myndir

Markmið að fá medalíu

Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta og leikmaður Magdeburgar í Þýskalandi, hafnaði í þriðja sæti í kjörinu á íþróttamanni ársins á sl. föstudag. Var hann á meðal tíu efstu í kjörinu í fyrsta skipti Meira
2. janúar 2023 | Íþróttir | 569 orð | 2 myndir

Óvænt framganga Arsenal en mikið eftir

England Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Lýkur nítján ára bið Arsenal eftir enska meistaratitlinum í vor? Fáir hefðu svarað þessari spurningu játandi þegar úrvalsdeildin rúllaði af stað í ágúst en nú um áramót er staðan sú að Arsenal hefur komið skemmtilega á óvart, hefur unnið fjórtán leiki af sextán og er með sjö stiga forskot á meistarana í Manchester City á toppi deildarinnar. Meira

Ýmis aukablöð

2. janúar 2023 | Blaðaukar | 933 orð | 2 myndir

Ábyrgð og skyldur stjórnarmannsins

„Sjálf sat ég í stjórn hjá einum af bönkunum á árunum eftir hrun og þar var algengt að lesefnið fyrir hvern fund væri í kringum þúsund blaðsíður“ Meira
2. janúar 2023 | Blaðaukar | 1454 orð | 2 myndir

„Eins og að að spila á hljóðfæri sem ég hafði kunnað á allt mitt líf“

Það er ekki alltaf auðvelt að finna réttu leiðina í lífinu og ættu margir lesendur að kannast við hversu snúið það var að velja braut í framhaldsskóla eða gera upp við sig hvaða háskólanám væri best að stunda Meira
2. janúar 2023 | Blaðaukar | 539 orð | 1 mynd

„Ekkert flottara en að vera hjúkrunarfræðingur“

Atli Dagur skráði sig fyrst í sálfræði árið 2012 án þess þó að hafa mikinn áhuga á faginu. Markmið hans var bara að fara í háskólanám. Hann hætti í sálfræðinni og fór því næst í félagsfræði sem hann kláraði Meira
2. janúar 2023 | Blaðaukar | 1295 orð | 1 mynd

„Lífið er einn stór skóli“

Lífið er einn stór skóli og samhliða honum þá vel ég að bæta við mig allskonar þekkingu í leiðinni í formi skólakerfis. En ég er í grunninn mjög vonglöð manneskja, ég sé það góða í fólki og kýs að líta á lífið með tækifæri fyrir sjónum,“ segir … Meira
2. janúar 2023 | Blaðaukar | 1129 orð | 3 myndir

„Þurfa að hlaupa inn í aðstæður sem annað fólk hleypur frá“

Mikil aðsókn er í lögreglunámið við Háskólann á Akureyri en inntökukröfurnar eru strangar og alla jafna fær aðeins tíundi hver umsækjandi inngöngu í námið. „Alla jafna sækja hátt í 300 manns um hjá okkur en við tökum ekki inn nema 40 nemendur,“ útskýrir Eyrún Eyþórsdóttir Meira
2. janúar 2023 | Blaðaukar | 793 orð | 1 mynd

Feðgar skelltu sér í nám saman

Ég hef alla tíð haft áhuga á að geta bjargað mér sjálfur þegar hefur komið að viðhaldi, til dæmis á heimilinu eða í sveitinni þar sem sumarhús fjölskyldunnar er. Þar fer ég sjaldan úr smíðavestinu, endar hefur það veitt mér mikla hugarró að fara í annað hlutverk en því sem ég er í dag frá degi Meira
2. janúar 2023 | Blaðaukar | 778 orð | 1 mynd

Fyrst og fremst gaman að vera dyravörður

Ég var að æfa bardagalistir. Margir sem ég var að æfa með á þessum tíma voru í dyravörslu. Ég vildi prófa þetta líka og athuga hvernig þetta væri. Ég sótti um á stað niðri í miðbæ og byrjaði þar,“ segir Perla sem sá ekki eftir ákvörðuninni Meira
2. janúar 2023 | Blaðaukar | 1256 orð | 1 mynd

Í listnám eftir 25 ár í byggingageiranum

Ég átti frekar erfitt með bóknám á mínum yngri árum og hefði örugglega verið greindur með lesblindu ef ég væri að hefja skólagöngu í dag. Eftir frekar brösótt ár í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ ákvað ég að skella mér í trésmíði í Iðnskólanum og fann… Meira
2. janúar 2023 | Blaðaukar | 1128 orð | 1 mynd

Mun ekki sjá eftir því að hafa aldrei reynt

Deginum er yfirleitt lokið um klukkan sjö á kvöldin en stundum tekur meira við Meira
2. janúar 2023 | Blaðaukar | 995 orð | 3 myndir

Mætti og varð ástfangin

Ég var að vinna sem handlangari hjá múrara í tvö og hálft ár áður en ég sótti um. Þetta byrjaði þannig að mig vantaði vinnu og mér var boðin vinna hjá fyrirtæki við að gera nótur og pappíra. Ég var á viðskipta- og hagfræðibraut og langaði að vera í bókhaldi af því ég hafði áhuga á stærðfræði Meira
2. janúar 2023 | Blaðaukar | 670 orð | 8 myndir

Pilateskennaranámið var afdrifarík ákvörðun

Hvaða nám ert þú ánægðust með að hafa farið í? „Þegar ég bjó í London og var í fæðingarorlofi með dóttur mína þá rakst ég á pilateskennaranám sem er ekki í boði á Íslandi. Ég ákvað að skella mér og bætti einnig við réttindum til að þjálfa konur á meðgöngu og eftir fæðingu Meira
2. janúar 2023 | Blaðaukar | 1178 orð | 1 mynd

Var í sjálfboðaliðastarfi og var mjög fátæk á þessum tíma

Ég er úr sveit þannig að dýr hafa alltaf verið náin mér,“ segir Heiðrún Klara um dýraáhugann. Hún flutti 14 ára til Svíþjóðar með móður sinni og fór á hestabraut í landbúnaðarfjölbrautaskóla. Sænsku hestarnir heilluðu Heiðrúnu Klöru ekki og… Meira
2. janúar 2023 | Blaðaukar | 634 orð | 1 mynd

Þegar mamma byrjaði á TikTok

Þú stækkar ekki nema þú gerir eitthvað sem þú heldur að þú getir ekki gert,“ segi ég óspart við fólkið í kringum mig. Viðbrögðin eru oftast góð, nema náttúrlega þegar ég segi þetta við 13 ára son minn Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.