Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Guðmundur Gíslason var um árabil einn fremsti íþróttamaður Íslands, var fyrstur Íslendinga til að keppa á fernum Ólympíuleikum, var samfellt í 15 ár á lista yfir tíu stigahæstu íþróttamenn í kjöri íþróttamanns ársins og var útnefndur íþróttamaður ársins 1962 og 1969. Hann setti 152 Íslandsmet á sundferlinum, byrjaði jafnframt að hlaupa skömmu áður en honum lauk 1974 og hefur haldið sér í formi og viðhaldið félagsskapnum með því að hlaupa reglulega í góðra vina hópi síðan. „Við höfum aldrei stoppað og það skiptir öllu í sambandi við heilsufarið,“ segir Guðmundur, sem var tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ 2016.
Meira