Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Sumir eru fæddir sögumenn og Ingvar Viktorsson er einn þeirra. Hann rifjar upp liðna tíma í nýrri bók, Ég verð að segja ykkur, og segir þar frá ýmsu sem á dagana hefur drifið. „Nú geri ég ekkert af viti nema fara í golf,“ segir kappinn, sem ólst upp á Vífilsstöðum, var kennari í Hafnarfirði í fjóra áratugi, stundaði sjómennsku á Ísleifi VE í sjö sumur, hefur verið FH-ingur frá barnsaldri og lét til sín taka í pólitíkinni í Hafnarfirði, var meðal annars bæjarstjóri.
Meira