Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hjónin Hugrún Sif Hallgrímsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Austur-Húnavatnssýslu, kirkjuorganisti og kórstjóri, og Jón Ólafur Sigurjónsson, slökkviliðsstjóri og með reynslu af meðhjálparastörfum, stofnuðu Útfararþjónustuna Hugsjón (hugsjonutfor.is) á Skagaströnd í mars fyrir tæplega þremur árum. Kórónuveirufaraldurinn var þá nýhafinn. Honum fylgdu samkomutakmarkanir og því stofnuðu þau ásamt hjónunum Halldóri Gunnari Ólafssyni, oddvita Sveitarfélagsins Skagastrandar, sjávarútvegsfræðingi og framkvæmdastjóra sjávarlíftæknisetursins Biopol, og Sigríði Stefánsdóttur hjúkrunarfræðingi söngkvartett til að fylla í skarðið í útförum.
Meira