Greinar mánudaginn 16. janúar 2023

Fréttir

16. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 185 orð | 1 mynd

Engin leit að Modestas í gær

Leit að hinum 46 ára Modestas Antanavicius var ekki haldið áfram í gær. Síðast er vitað um ferðir hans klukkan 17 laugardaginn 7. janúar á Olísstöðinni í Borgarnesi. Modestas er búsettur í Borgarnesi Meira
16. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 473 orð | 2 myndir

Eyjanótt í Hörpu líkt við þjóðhátíð

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Nær uppselt er á tónleikana „Eyjanótt – 1973-2023“ í Hörpu næstkomandi laugardagskvöld, 21. janúar, og því hefur verið ákveðið að bjóða miða til sölu í streymi. „Þetta er sannkallaður vinafundur og við viljum koma til móts við þá sem komast ekki á staðinn,“ segir Bjarni Ólafur Guðmundsson, Daddi diskó, skipuleggjandi viðburðarins. Meira
16. janúar 2023 | Erlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Fjarlægðir með valdi

Lögreglan í Þýskalandi fjarlægði nær alla mótmælendur í þýska þorpinu Lützerath í Vestur-Þýskalandi í gær. Þorpið verður jafnað við jörðu til þess að búa til pláss fyrir stækkun kolanámu í nágrenninu Meira
16. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 121 orð | 2 myndir

Flæddi yfir veginn í Ósabotna

Ölfusá flæddi yfir veg­inn í Ósa­botna að dælu­hús­um Sel­fossveitna í gær. Hús­in standa á þurru og ollu aðstæður því ekki áhyggj­um hjá lög­reglu. Þó er grannt fylgst með þróun mála. „Það er búið að vera frost það lengi og það mik­ill ís sem… Meira
16. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 129 orð

Geta lengt tímabil sjálfsáhættu

Fyrstu þrír dagar vinnustöðvunar eru á eigin áhættu félagsmanna Samtaka atvinnulífsins (SA) og greiðast að jafnaði engar bætur vegna þess tíma úr vinnudeilusjóði samtakanna. Taki boðuð vinnustöðvun til meira en þriðjungs starfsmanna… Meira
16. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 363 orð | 2 myndir

Golf heilsársíþrótt með tilkomu herma

„Það gerist í byrjun árs, í golfi eins og öðrum íþróttum, að fólk fer að huga að hreyfingu þrátt fyrir frost og kulda úti,“ segir Ragnhildur Sigurðardóttir, golfkennari og margfaldur Íslandsmeistari í golfi, um stóraukna aðsókn í golfherma hér á landi Meira
16. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 190 orð | 1 mynd

Heimasalan er í sókn

„Fólk vill í vaxandi mæli vöru beint frá býli og því kalli erum við að svara,“ segir Heiða Björg Hreinsdóttir á Laugardalshólum í Bláskógabyggð. Þar starfrækja Heiða og Jóhann Gunnar Friðgeirsson eiginmaður hennar Hólabúðina þar sem fást kjötvörur, unnar úr afurðum úr búskap þeirra Meira
16. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 128 orð | 1 mynd

Heimgreiðslur í Hafnarfirði

Nýverið samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar þá breytingu að bjóða upp á heimgreiðslur til foreldra barna frá 12 mánaða aldri, stofnstyrk til dagforeldra og hækkun á niðurgreiðslu til dagforeldra sem endurspeglast í nýjum heimgreiðslum Meira
16. janúar 2023 | Fréttaskýringar | 716 orð | 2 myndir

Helgimyndabrjótur deyr

Baksvið Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Greint var frá því á föstudaginn að breski sagnfræðingurinn og blaðamaðurinn Paul Johnson væri látinn, 94 ára að aldri. Johnson ritaði á langri ævi rúmlega fimmtíu bækur, auk þess sem eftir hann liggur urmull greina í tímaritum og dagblöðum. Meira
16. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 206 orð | 1 mynd

Hönnunarstefna fyrir þingið í vor

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir mótun stefnu í málefnum hönnunar og arkitektúrs góðan. Stefnumótunarvinna er langt komin og vinna hafin við skrif þingsályktunartillögu vegna aðgerðaáætlunar fyrir tímabilið 2023-2026 Meira
16. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 241 orð | 1 mynd

ÍR og KR tóku forskot á þorrann

Sonja Sif Þórólfsdóttir sonja@mbl.is Vel á annað þúsund manns tóku forskot á þorrann um helgina í Reykjavík. Þorrinn hefst næsta föstudag en blótað var bæði í Vesturbæ Reykjavíkur og í Breiðholti. Um 800 manns voru á blóti í nýju íþróttahúsi ÍR í Skógarseli og um 200 manns bættust við þegar borðhaldi lauk. Rúmlega 900 manns blótuðu þorrann í Vesturbænum á þorrablóti KR. Meira
16. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Ísland verður að vinna Suður-Kóreu í dag til þess að tryggja sig áfram

Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson og landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson fara yfir málin á æfingu íslenska karlalandsliðsins í handknattleik í Kristianstad Arena í Kristianstad í Svíþjóð í gær. Liðið mætir Suður-Kóreu í dag í lokaleik sínum í… Meira
16. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 96 orð

Kakkalakki kom með innkaupunum heim

Kakka­lakki barst inn á heim­ili með mat­vör­um úr inn­kaupa­poka mat­vöru­versl­un­ar í aust­ur­borg­inni í gær. Skor­dýrið hélt til utan á ostapakkn­ingu en ekki er ljóst hvaðan það kom. Stein­ar Smári Guðbergs­son, mein­dýra­eyðir á… Meira
16. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Kristinn Magnússon

Þrestir Kalt var um land allt um helgina og mega landsmenn búast við áframhaldandi kuldaskeiði næstu daga. Á föstudaginn geta þó þeir sem una ekki kuldanum fagnað þar sem hitagráðum er spáð um allt land. Meira
16. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 437 orð | 1 mynd

Krónan veikst um 8,5% gagnvart evru

Íslenska krónan hefur veikst töluvert síðustu þrjá mánuði. Gagnvart evru veiktist krónan um 8,5% og um 7% gagnvart gjaldeyrisvísitölunni frá 17. október. Í nýrri hagsjá Landsbankans er rakið hvað veldur þessari veikingu Meira
16. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 309 orð | 1 mynd

Litlar líkur á sitkalúsafaraldri

Langvarandi kuldar eins og við höfum kynnst í vetur draga úr hættu á sitkalúsafaraldri næsta sumar, að mati Brynju Hrafnkelsdóttur, skordýrafræðings hjá Skógræktinni. Sitkalúsin leggst ekki í dvala yfir veturinn og fullorðnu dýrin drepast ef frostið fer niður í tólf til fjórtán stig Meira
16. janúar 2023 | Erlendar fréttir | 193 orð | 1 mynd

Minnst 68 fundist látnir í Nepal

Að minnsta kosti 68 manns hafa fundist látnir eftir að eldur kviknaði í flugvél með þeim afleiðingum að hún brotlenti í Nepal í gær. Flugvélin var á vegum nepalska flugfélagsins Yeti Airlines. Ferðinni var heitið frá höfuðborg Nepal, Katmandú, til… Meira
16. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 149 orð | 1 mynd

Múlabær styrktur úr sjóði Gunnars

Múlabær, dagþjálfun fyrir aldraða og öryrkja, fékk nýverið styrk úr minningarsjóði Gunnars Thoroddsen við hátíðlega athöfn í Tjarnarsal. Meginmarkmið Múlabæjar er að auka lífsgæði eldri borgara og öryrkja sem búa í sjálfstæðri búsetu með því að… Meira
16. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 30 orð

Rangt farið með nafn Sólveigar

Í laugardagsblaðinu var misritað í pistli Björns Bjarnasonar að formaður Eflingar héti Sigríður Anna Jónsdóttir, en hann heitir vitaskuld Sólveig Anna Jónsdóttir. Hún og lesendur eru beðin velvirðingar á mistökunum. Meira
16. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 254 orð | 2 myndir

Samningur við Sýn borginni óviðkomandi

„Þetta er í eðli sínu viðskiptasamningur við stærsta viðskiptavin Ljósleiðarans. Þannig mál eru almennt á borði þeirra sem stjórna Ljósleiðaranum, framkvæmdastjóra og stjórnar,“ segir Gylfi Magnússon, formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur Meira
16. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 538 orð | 1 mynd

Sjómannalmakið er afar persónulegt

„Við sjávarsíðuna gerast hlutirnir og öflug útgerð skiptir máli,“ segir Jón Sigurðsson vélfræðingur. Ritið Skipaskrá & sjómannaalmanak er hans eigin útgáfa og bókin fyrir 2023 kom út á dögunum Meira
16. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 820 orð | 1 mynd

Sjúkraflugið er mikilvæg lífsbjörg

Um áramótin gengu Mýflug ehf. og Jóhannes Kristinsson í Lúxemborg frá kaupum á 67,1% hlut í flugfélaginu Erni. Hlutur kaupendanna tveggja er jafnstór og eiga þeir Erni nú á móti Herði Guðmundssyni, flugmanni og framkvæmdastjóra félagsins til ríflega hálfrar aldar Meira
16. janúar 2023 | Erlendar fréttir | 288 orð | 1 mynd

Tveir alvarlega særðir eftir skotárás

Tveir menn á fertugs- og fimmtugsaldri liggja alvarlega slasaðir á sjúkrahúsi í Ósló í Noregi eftir skotárás við Þjóðleikhúsið aðfaranótt sunnudags. Mennirnir tveir eru ekki í lífshættu. Þrír menn eru grunaðir um verknaðinn en aðeins einn þeirra hefur verið handtekinn Meira
16. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 149 orð

Umfjöllun um söluna langt komin

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hyggst halda áfram umfjöllun sinni um skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka á fundi sínum í dag. Þetta er sextándi fundur nefndarinnar þar sem málið er tekið fyrir Meira
16. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 804 orð | 2 myndir

Víkingurinn sem neitaði að víkja

Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is „Þetta er ekkert mál fyrir Jón Pál!“ ætti að hljóma kunnuglega í eyrum í flestra Íslendinga sem komnir eru af því allra léttasta, einn margra frasa sem einn ástsælasti íþróttamaður þjóðarinnar á níunda áratugnum, Jón Páll Sigmarsson heitinn, gerði ódauðlega. Í dag eru 30 ár síðan Jón Páll lést langt fyrir aldur fram 16. janúar 1993, þá aðeins 32 ára gamall. Þau 32 ár voru hins vegar nýtt til hins ýtrasta og sjaldnast lognmolla. Meira
16. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 383 orð | 1 mynd

Þurfi fullt lýðræðislegt umboð

Inga Þóra Pálsdóttir ingathora@mbl.is „Það reyndist mjög vel árið 2019 þegar hótelstarfsfólk sem var í Eflingu kaus um að fara í verkfall en það var allt annar tíðarandi þá. Í raun var ljóst að það myndi stefna í harðar deilur yfir mikilvægum samningi og ávinningurinn var gífurlega mikill. Ég skynja að vindarnir blási í aðra átt í dag og ég á erfitt með að sjá fyrir mér að það sé í raun lýðræðislegt að ráðast í stórar verkfallsaðgerðir fyrir skammtímasamning ef það er ekki ljóst að stjórnin hafi fullt lýðræðislegt umboð til þess.“ Meira

Ritstjórnargreinar

16. janúar 2023 | Leiðarar | 667 orð

Almenningur ræður

Ný rannsókn sýnir að staðhæfingar um áhrif Rússa á umræðu á Vesturlöndum eru falsfréttir Meira
16. janúar 2023 | Staksteinar | 261 orð | 1 mynd

Undarlegt tal

Málflutningur formanns Eflingar er á margan hátt sérkennilegur. Til að mynda má nefna að formanninum verður tíðrætt um að félagsmenn Eflingar séu þeir sem halda öllu gangandi, eins og það er orðað, og knýi áfram hagvöxtinn. Ekki er ástæða til að gera ágreining um þetta, félagsmenn Eflingar, sem eru starfsfólk víða á höfuðborgarsvæðinu, gegna mikilvægu hlutverki. Um þetta efast enginn. Það er engu að síður eitthvað sérkennilegt við það að formaður félagsins telji að þar með eigi að gilda um þessa starfsmenn einhver önnur lögmál en um aðra starfsmenn sem eru í öðrum félögum. Meira

Menning

16. janúar 2023 | Menningarlíf | 88 orð | 1 mynd

Bók ársins segir rýnir Stern

Þýsk þýðing á bók Jóns Kalmans Stefánssonar, Fjarvera þín er myrkur, hefur hlotið prýðilegar umsagnir í þýskum fjölmiðlum að undanförnu en það er Piper Verlag sem gefur bókina út þar í landi. Má sem dæmi nefna gagnrýni Stern þar sem rýnir segir… Meira
16. janúar 2023 | Menningarlíf | 152 orð | 1 mynd

Eddunni skipt í tvenn verðlaun frá og með næsta ári

Edduverðlaunin verða afhent í tvennu lagi frá og með næsta ári, að því er fram kemur í tilkynningu, og segir þar að innan Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar sé það skýr vilji meirihluta félagsmanna að skipta Eddunni annars vegar í kvikmyndaverðlaun og hins vegar sjónvarpsverðlaun Meira
16. janúar 2023 | Menningarlíf | 101 orð | 1 mynd

Geta kolefnisbundið leikhúsferðina

Tjarnarbíó hefur nú gert leikhúsgestum kleift að kolefnisbinda leikhúsferðina með samstarfi við vefinn tix.is og Kolvið. Geta leikhúsgestir nú valið að greiða 150 krónur til viðbótar við miðann eða hærri upphæð sem renna mun til Kolviðar og mun fyrirtækið sjá um að planta trjám fyrir upphæðina Meira
16. janúar 2023 | Menningarlíf | 119 orð | 1 mynd

Hráefni sett í nýtt listrænt samhengi

Inga Höskuldsdóttir opnaði sýninguna Burtfloginn kjúklingur og teiknaðar kartöflur um helgina í veitingastofum Hannesarholts. Segir í tilkynningu að Inga hafi nýtt sér matarafganga í listsköpun sína, nánar tiltekið afskurð af grænmeti Meira
16. janúar 2023 | Menningarlíf | 241 orð | 1 mynd

RIFF í samstarf við sjö evrópskar hátíðir

RIFF, alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, tekur þátt í samstarfi sjö evrópskra kvikmyndahátíða sem deila með sér þekkingu á ólíkum sviðum, að því er segir í tilkynningu frá RIFF og er markmið þessa bandalags, sem nefnist Smart7, að hátíðirnar… Meira
16. janúar 2023 | Menningarlíf | 1305 orð | 3 myndir

Stór skjálfti innan fárra ára?

Hvers er að vænta á Reykjanesskaganum? Svæði frá Bláfjöllum austanverðum og vestur fyrir Brennisteinsfjöll Búast má við að stærstu jarðskjálftar á Reykjanesskaga verða á svæðinu frá Bláfjöllum til Brennisteinsfjalla Meira
16. janúar 2023 | Bókmenntir | 354 orð | 3 myndir

Undirheimar hafdjúpanna

Glæpasaga Óvissa ★★★·· Eftir Önnu Ólafsdóttur Björnsson. Sæmundur 2022. Kilja. 246 bls. Meira

Umræðan

16. janúar 2023 | Aðsent efni | 669 orð | 1 mynd

30/30-markmiðum náð 100%

Svanur Guðmundsson: "Unga fólkið okkar, sem nú berst af miklum ákafa fyrir náttúrunni, þarf að kynna sér hvernig við stýrum okkar takmörkuðu auðlind í sjónum." Meira
16. janúar 2023 | Pistlar | 431 orð | 1 mynd

Hatursorðræðustofnun ríkisins

Glæra úr kennslustund í Verslunarskóla Íslands leit nýlega dagsins ljós. Þar mátti sjá tveimur helstu illmennum sögunnar og fjöldamorðingjum, Adolf Hitler og Benito Mussolini, raðað upp við hlið Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fyrrverandi… Meira
16. janúar 2023 | Aðsent efni | 840 orð | 2 myndir

Vindmyllur kosta mikið og skila litlu öryggi

Elías Elíasson: "Vindorkan treystir á að hún fái forgang inn á markað hér og geti selt sína vöru á sama verði og aðrir eins og markaðsreglur 3. orkupakkans eru sérsniðnar til." Meira

Minningargreinar

16. janúar 2023 | Minningargreinar | 1847 orð | 1 mynd

Benedikt Björn Jónmundsson

Benedikt Björn Jónmundsson fæddist 5. ágúst 1944 á Laugalandi í Fljótum. Hann lést 2. janúar 2023 á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Foreldrar hans voru Valey Benediktsdóttir, 1910-1992, og Jónmundur Gunnar Guðmundsson, 1908-1997. Meira  Kaupa minningabók
16. janúar 2023 | Minningargreinar | 258 orð | 1 mynd

Björn S. Jónsson

Björn S. Jónsson fæddist í Ólafsvík 12. júní 1948. Hann lést á Mánateig, Hrafnistu við Brúnaveg 6. janúar 2023. Foreldrar hans voru Björg Viktoría Guðmundsdóttir, f. 14. júlí 1925, d. 7. apríl 2009, og Jón Valdimar Björnsson, f. 6. maí 1920, d. 21. Meira  Kaupa minningabók
16. janúar 2023 | Minningargrein á mbl.is | 1262 orð | 1 mynd | ókeypis

Gunnar Árnason

Gunnar Árnason, fæddist 22. mars 1955, í Reykjavík. Hann lést þar að morgni 15. desember 2022.Foreldrar hans voru hjónin Kristín Gissurardóttir hjúkrunarkona, fædd á Vestdalseyri við Seyðisfjörð 15. mars 1921, d. á Seyðisfirði 25. Meira  Kaupa minningabók
16. janúar 2023 | Minningargreinar | 2196 orð | 1 mynd

Gunnar Árnason

Gunnar Árnason fæddist 22. mars 1955 í Reykjavík. Hann lést þar að morgni 15. desember 2022. Foreldrar hans voru hjónin Kristín Gissurardóttir hjúkrunarkona, f. á Vestdalseyri við Seyðisfjörð 15. mars 1921, d. á Seyðisfirði 25. Meira  Kaupa minningabók
16. janúar 2023 | Minningargreinar | 1081 orð | 1 mynd

Karl Gottlieb Senstius Benediktsson

Karl Gottlieb Senstius fæddist að Vinaminni á Stokkseyri 1. júlí 1933. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði 8. desember 2022. Foreldar hans voru Benedikt Benediktsson frá Grindavík, bifreiðarstjóri, f. 1907, d. Meira  Kaupa minningabók
16. janúar 2023 | Minningargreinar | 1880 orð | 1 mynd

Kolbrún Hlöðversdóttir

Kolbrún Hlöðversdóttir fæddist 12. júní 1946 á Stóra-Ási á Seltjarnarnesi. Hún lést í faðmi dætra sinna á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða á Akranesi 29. desember 2022. Foreldrar hennar eru Hlöðver Guðmundsson, f. 21. október 1926, d. 9. Meira  Kaupa minningabók
16. janúar 2023 | Minningargreinar | 2219 orð | 1 mynd

Laufey Jörgensdóttir

Laufey Jörgensdóttir fæddist 27. mars 1942 í Krossavík í Vopnafirði. Hún lést á Landakoti 3. janúar 2023. Hún var dóttir hjónanna Jörgens Kerúlf Sigmarssonar, f. 29. mars 1913, d. 18. mars 1999, og Hrafnhildar Helgadóttur, f. 25. júní 1917, d. 23. Meira  Kaupa minningabók
16. janúar 2023 | Minningargrein á mbl.is | 2317 orð | 1 mynd | ókeypis

Laufey Jörgensdóttir

Laufey Jörgensdóttir fæddist 27. mars 1942 í Krossavík í Vopnafirði. Hún lést á Landakoti 3. janúar 2023.Hún var dóttir hjónanna Jörgens Kerúlf Sigmarssonar, f. 29. mars 1913, d. 18. mars 1999, og Hrafnhildar Helgadóttur, f. 25. júní 1917, d. Meira  Kaupa minningabók
16. janúar 2023 | Minningargreinar | 2580 orð | 1 mynd

Rakel Sveinbjörnsdóttir

Rakel Sveinbjörnsdóttir fæddist í Stykkishólmi 19. ágúst 1925. Hún lést á heimili sínu, Reynimel 64, Reykjavík, 29. desember 2022. Foreldrar hennar voru Albína Helga Guðmundsdóttir húsmóðir, f. á Hellissandi 1899, d. Meira  Kaupa minningabók
16. janúar 2023 | Minningargreinar | 701 orð | 1 mynd

Sjöfn Magnúsdóttir

Sjöfn Magnúsdóttir fæddist í Hafnarfirði 16. október 1928. Hún lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, 31. desember 2022. Foreldrar hennar voru hjónin Laufey Guðmundsdóttir húsfreyja og Magnús Jón Kristófersson vélstjóri. Meira  Kaupa minningabók
16. janúar 2023 | Minningargreinar | 310 orð | 1 mynd

Tryggvi Logi Jóhannsson

Tryggvi Logi Jóhannsson fæddist í Reykjavík 31. júlí 1978. Hann lést á heimili sínu 8. janúar 2023. Foreldrar hans eru Björk Högnadóttir og Jóhann K. Guðnason. Stjúpfaðir Tryggva er Jón Richard Sigmundsson. Systkini Tryggva eru Bjarni, f. 3.6. Meira  Kaupa minningabók
16. janúar 2023 | Minningargreinar | 945 orð | 1 mynd

Þorsteinn Áskelsson

Þorsteinn Áskelsson fæddist 18. apríl 1937 á Litlu-Laugum í Reykjadal, Suður-Þingeyjarsýslu. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 30. desember 2022. Foreldrar hans voru Dagbjört Gísladóttir frá Hofi í Svarfaðardal, f. 18. apríl 1903, d. 5. Meira  Kaupa minningabók
16. janúar 2023 | Minningargreinar | 1557 orð | 1 mynd

Þórður Örn Stefánsson

Þórður Örn Stefánsson fæddist í Reykjavík 4.9. 1945. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 4.1. 2023. Foreldrar hans voru hjónin Stefán Helgi Bjarnason forstjóri, f. 21.3. 1908, d. 18.10. 1952, og Þórey Sigríður Þórðardóttir, f. 26.11. 1912, d. 15.10. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

16. janúar 2023 | Viðskiptafréttir | 205 orð | 1 mynd

Hagfræðingar enn svartsýnir

Ný könnun Wall Street Journal hefur leitt í ljós að hagfræðingar telja að meðaltali 61% líkur á efnahagskreppu í Bandaríkjunum á komandi 12 mánuðum. WSJ mælir væntingar hagfræðinga á hverjum ársfjórðungi og í október sýndi könnunin að meðaltali 63% líkur á kreppu Meira
16. janúar 2023 | Viðskiptafréttir | 719 orð | 3 myndir

Hröð umskipti komu á óvart

Viðtal Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Ferðamálastofa kynnti í síðustu viku niðurstöður ítarlegrar könnunar á rekstri íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja sumarið 2022. Er þetta í þriðja skiptið sem könnunin fer fram en verkefninu var hleypt af stokkunum í upphafi kórónuveirufaraldursins m.a. til að freista þess að mæla það tjón sem greinin varð fyrir þegar hinn alþjóðlegi ferðamarkaður lokaðist. Meira

Fastir þættir

16. janúar 2023 | Í dag | 398 orð

Fallegust er Hekla mín

Ólafur Stefánsson yrkir á Boðnarmiði fallegt ljóð og myndrænt: „Upp úr næstu viku fer að sjást munur á birtunni og ástæða til að viðra bjartsýnina sem fjaraði út í haust.“ Er birtir í Biskupstungum þá blasir við fögur sýn Meira
16. janúar 2023 | Í dag | 901 orð | 3 myndir

Farsæll mennta- og félagsmálamaður

Ásgeir Guðmundsson fæddist 16. janúar 1933 á Hvanneyri í Borgarfirði, ólst þar upp og átti þar lögheimili til tvítugs. Ásgeir gekk í farskóla frá 10 ára aldri á ýmsum bæjum í Andakílnum og fór þangað ýmist gangandi, hjólandi eða ríðandi Meira
16. janúar 2023 | Dagbók | 59 orð | 1 mynd

Hundur sló heimsmet

Hund­ur­inn Balu sló á dög­un­um heims­met með því að hoppa 32 sinn­um á aft­ur­fót­un­um á 30 sek­únd­um. Frá þessu grein­ir heims­meta­bók Guinn­ess. Eig­and­i hans, hundaþjálf­ar­inn Wolfgang Lau­en­burger, notaði sippu­band þegar heims­metið var slegið og sippuðu þeir Balu sam­an í 32 skipti Meira
16. janúar 2023 | Í dag | 191 orð

Innri rödd. N-Allir

Norður ♠ 4 ♥ ÁKD2 ♦ D10983 ♣ G106 Vestur ♠ D ♥ 98543 ♦ 65 ♣ ÁKD85 Austur ♠ ÁG9632 ♥ G1076 ♦ K7 ♣ 7 Suður ♠ K10875 ♥ -- ♦ ÁG42 ♣ 9432 Suður spilar 2♠ Meira
16. janúar 2023 | Í dag | 91 orð | 1 mynd

Óttar Kjartansson

50 ára Óttar er Akureyringur en býr í Reykjavík Hann er orkuverkfræðingur að mennt og er sérfræðingur vélbúnaðar hjá Norðuráli. Óttar er í kórnum Hljómfélaginu og önnur áhugamál eru útivist og langhlaup Meira
16. janúar 2023 | Í dag | 28 orð | 1 mynd

Reykjavík Þórdís Ásta Ómarsdóttir fæddist 9. maí 2022 kl. 0.16. Hún vó…

Reykjavík Þórdís Ásta Ómarsdóttir fæddist 9. maí 2022 kl. 0.16. Hún vó 4.032 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Ómar Birgisson og Thelma Lind Smáradóttir. Meira
16. janúar 2023 | Í dag | 173 orð | 1 mynd

Skák

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Rc6 6. Bc4 Db6 7. Rxc6 bxc6 8. 0-0 e6 9. De2 Be7 10. e5 dxe5 11. Dxe5 0-0 12. Ra4 Db4 13. b3 Bd6 14. Dg5 Db8 15. Dh4 Rd5 16. Bd3 f5 17. c4 Rb4 18. Hd1 c5 19 Meira
16. janúar 2023 | Í dag | 69 orð

Það var lengi þjóðsiður að fletta upp í bókum. Nú er allt gúglað. Hvað sem …

Það var lengi þjóðsiður að fletta upp í bókum. Nú er allt gúglað. Hvað sem því líður þýðir það að fletta e-u upp og að fletta upp á e-u – hvort tveggja jafngilt – að gá að e-u í bók Meira
16. janúar 2023 | Dagbók | 26 orð | 1 mynd

Öldungalandsliðið í leiklist

Hópur reyndustu leikara landsins sameinast í verkinu Marat/Sade sem frumsýnt verður 20. febrúar í Borgarleikhúsinu. Leikstjórinn Rúnar Guðbrandsson og leikarinn Árni Pétur Guðjónsson sögðu frá sýningunni. Meira

Íþróttir

16. janúar 2023 | Íþróttir | 140 orð | 1 mynd

Arsenal með vænlegt stigaforskot á City

Arsenal er með átta stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir sannfærandi sigur gegn nágrönnum sínum í Tottenham á Tottenham Hotspur-vellinum í Lundúnum í gær í 20. umferð deildarinnar Meira
16. janúar 2023 | Íþróttir | 46 orð | 1 mynd

Bikarmeistarar í fyrsta sinn í 40 ár

Valur er bikarmeistari karla í körfuknattleik í fyrsta sinn í 40 ár eftir sigur gegn Stjörnunni í úrslitaleik í Laugardalshöll á laugardaginn. Þá höfðu Haukar betur gegn Keflavík í úrslitaleik kvenna en þetta er þriðja árið í röð sem Haukar fagna sigri í bikarkeppninni Meira
16. janúar 2023 | Íþróttir | 660 orð | 4 myndir

Daníel Ágúst Halldórsson, 18 ára gamall bakvörður sem leikið hefur með Þór …

Daníel Ágúst Halldórsson, 18 ára gamall bakvörður sem leikið hefur með Þór Þorlákshöfn í efstu deildinni í körfubolta í vetur, er að ganga til liðs við Hauka. Það var Karfan.is sem greindi frá þessu en þar kemur fram að Daníel hafi verið kominn með… Meira
16. janúar 2023 | Íþróttir | 520 orð | 3 myndir

Löng bið Vals á enda

Valur er bikarmeistari karla í körfuknattleik í fyrsta sinn í 40 ár eftir sigur gegn Stjörnunni í úrslitaleik bikarkeppninnar, VÍS-bikarsins, í Laugardalshöll á laugardaginn. Leikurinn var jafn og spennandi allt frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu Meira
16. janúar 2023 | Íþróttir | 855 orð | 4 myndir

Skyldusigur í lokaleiknum

Ísland leikur lokaleik sinn í D-riðli á HM karla í handbolta í Kristianstad í Svíþjóð klukkan 17 í dag. Andstæðingarnir eru Suður-Kóreumenn. Leikurinn í dag er algjör skyldusigur fyrir íslenska liðið Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.