Málflutningur formanns Eflingar er á margan hátt sérkennilegur. Til að mynda má nefna að formanninum verður tíðrætt um að félagsmenn Eflingar séu þeir sem halda öllu gangandi, eins og það er orðað, og knýi áfram hagvöxtinn. Ekki er ástæða til að gera ágreining um þetta, félagsmenn Eflingar, sem eru starfsfólk víða á höfuðborgarsvæðinu, gegna mikilvægu hlutverki. Um þetta efast enginn. Það er engu að síður eitthvað sérkennilegt við það að formaður félagsins telji að þar með eigi að gilda um þessa starfsmenn einhver önnur lögmál en um aðra starfsmenn sem eru í öðrum félögum.
Meira