Greinar fimmtudaginn 19. janúar 2023

Fréttir

19. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 283 orð | 1 mynd

238 andlát vegna Covid-19 frá upphafi faraldursins

Alls urðu 238 andlát vegna nýju kórónuveirunnar frá upphafi faraldursins 2020 og til loka nóvember 2022. Þar af urðu 199 andlát vegna Covid-19 fyrstu ellefu mánuði síðasta árs. Árið 2020 varð 31 andlát og árið 2021 voru þau átta Meira
19. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 477 orð

38% segjast hafa fjárhagsáhyggjur

Heildarlaun félagsmanna í stéttarfélaginu Einingu-Iðju á Akureyri hækkuðu um tæp sjö prósent á milli áranna 2021 og 2022 og voru meðtaltalslaunin um 616 þúsund seint á seinasta ári en launin voru þó mjög mismunandi eftir starfshópum eða allt frá 469 … Meira
19. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 565 orð | 2 myndir

5.000 manna byggð við Hlíðarenda

Fyrirhuguð fjölgun íbúa á Hlíðarenda mun styrkja verslun og þjónustu á svæðinu. Því er ótímabært að fella dóm yfir möguleikum svæðisins til að laða til sín verslun og þjónustu. Þetta segir Óli Örn Eiríksson, teymisstjóri atvinnu- og borgarþróunar… Meira
19. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 95 orð

Allt að tveggja vikna seinkun

Sorp­hirða end­ur­vinnslu­efna hef­ur þurft að bíða í tæp­ar tvær vik­ur í sum­um hverf­um í Reykjavík. Enn er verið að hirða upp­safnað sorp vegna færðar­inn­ar. Lík­legt er að Grafar­vog­ur­inn verði verst úti en sorp­hirðu hef­ur einnig seinkað í Árbæ, Hlíðum og Vest­ur­bæ Meira
19. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 170 orð | 1 mynd

Alþjóðleg keppni um Keldnaland

Stefnt er að því að op­in alþjóðleg sam­keppni um þróun Keldna­lands hefj­ist í næstu viku og verði í tveim­ur þrep­um. Búið er að skipa dóm­nefnd í sam­keppninni, sem Reykja­vík­ur­borg og Betri sam­göng­ur ohf Meira
19. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 143 orð | 1 mynd

Ákæra þingfest í hryðjuverkamáli

Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson, sem ákærðir hafa verið fyrir skipulagningu hryðjuverka, neituðu báðir sök varðandi hryðjuverkalið ákæru, sem þingfest var í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur. Sindri er ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka og stórfelld brot gegn vopnalöggjöf Meira
19. janúar 2023 | Fréttaskýringar | 1029 orð | 2 myndir

Á Landsdómur sér framtíð?

Sviðsljós Inga Þóra Pálsdóttir ingathora@mbl.is „Það sofnar enginn yfir þessari bók,“ sagði Ögmundur Jónasson fyrrverandi ráðherra á opnum fundi um bók Hannesar Hólmsteins Gissurasonar, prófessors við stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, um landsdómsmálið. Fundurinn var í Odda á háskólasvæðinu á mánudaginn. Meira
19. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 2404 orð | 3 myndir

„Ég var að opna fyrir fjandann“

„Á ég að fara með eigin líkræðu yfir sjálfum mér?“ spyr Einar Örn Einarsson í Fosnavåg í Noregi og hlær við, nýbúinn að sækja móður sína á flugvöllinn sem komin er til tveggja vikna dvalar meðan skipt er um gólf heima hjá henni Meira
19. janúar 2023 | Erlendar fréttir | 851 orð | 2 myndir

„Hrikalegur harmleikur“

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Að minnsta kosti 16 fórust þegar þyrla hrapaði í nágrenni leikskóla í bænum Bróvarí í nágrenni Kænugarðs í gærmorgun. Allir um borð í þyrlunni fórust, þar á meðal Denís Monastirskí innanríkisráðherra Úkraínu og Jevhení Jenín aðstoðarinnanríkisráðherra, en auk þess voru þrjú börn á meðal hinna látnu. Þrjátíu voru fluttir á sjúkrahús, þar af tólf börn. Meira
19. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 739 orð | 6 myndir

„Það eiga allir einhverja minningu eða tengingu við Útilíf“ – Nýjar áherslur

„Við erum að leita aftur í gömlu góðu ræturnar,“ segir Elín Tinna Logadóttir sem hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Útilífs og mun hefja störf sem slíkur í febrúar. Áður starfaði Elín Tinna hjá 66°Norður og býr því yfir viðamikilli reynslu á þessu sviði Meira
19. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd

Fagnaði frostinu í Nauthólsvík

Léttklæddur ofurhugi lét nístingskuldann ekki á sig fá og fagnaði vetrarstillunum við Nauthólsvík opnum örmum í gær. Ekkert lát hefur verið á kuldakastinu sem hófst fyrir sex vikum en frostið náði mest 23,8 gráðum við Sandskeið í gær Meira
19. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Fjórar brauðbúðir í Prag

Artic Bakehouse keðjan rekur nú fjórar brauðbúðir í Prag og áformar að opna þá fimmtu á þessu ári. Auk þess er Elsta bakaríið er við Ujezd 11, Praha 5, svo eru búðir við Myslikova 13, Praha 1 og Stefanikova 31, Praha 5 Meira
19. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 175 orð | 1 mynd

Frumvarp um Land og skóg

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda drög að lagafrumvarpi um sameiningu stofnananna Skógræktar ríksins og Landgræðslu ríkisins með þeim hætti að sett verði á stofn ný stofnun á sviði landgræðslu og skógræktar undir heitinu Land og skógur Meira
19. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 808 orð | 2 myndir

Gera má verðmæti úr úrgangi

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Kostnaður við að byggja upp líforkuver fyrir Norðurland eystra á Dysnesi við Eyjafjörð gæti orðið um 5,1 milljarður króna og rekstur þess er talinn borga sig upp á 15 árum ef bjartsýnustu áætlanir um framlegð af rekstrinum ganga eftir. Kemur þetta fram í frumhagkvæmnismati sem unnið hefur verið á vegum Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) og er nú til umræðu hjá sveitarfélögunum. Meira
19. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 507 orð | 2 myndir

Hálfur milljarður í tekjur af skemmtiferðaskipum

Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri Tekjur Hafnasamlags Norðurlands námu um einum milljarði króna á liðnu ári. Um helmingur teknanna, 500 milljónir króna, var vegna skemmtiferðaskipa. Allt stefnir í mjög gott ár, en alls hafa 218 skip boðað komu sína til Akureyrar í sumar og hafa aldrei verið fleiri. Gert er ráð fyrir að farþegar verði um 190 þúsund talsins. Fyrsta skipið í sögunni kemur að landi á komandi sumri á Hjalteyri og þá munu mörg skipanna leggja leið sína til Grímseyjar. Meira
19. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 256 orð

Hugmynd um líforkuver

Kostnaður við að byggja upp líf­orkuver fyrir Norðurland eystra á Dysnesi við Eyjafjörð gæti orðið um 5,1 milljarður króna og rekstur þess er talinn borga sig upp á 15 árum ef bjartsýnustu áætlanir um framlegð af rekstrinum ganga eftir Meira
19. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 704 orð | 5 myndir

Íslenskt bakkelsi vinsælt í Prag

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Íslenska bakaríið Artic Bakehouse í Prag í Tékklandi opnaði fjórðu brauðbúð sína 16. janúar síðastliðinn. Stefnt er að því að opna fimmtu búðina á þessu ári, að sögn Guðbjarts Guðbjartssonar framkvæmdastjóra. Hann og Davíð Arnórsson yfirbakari opnuðu fyrsta bakaríið sitt undir merkjum Artic Bakehouse vorið 2018. Meira
19. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 290 orð | 1 mynd

Margar pestir þessa dagana

„Það er ekkert lát á þessu,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, aðspurð um pestirnar sem plaga marga þessa dagana. „Þegar er svona kalt erum við viðkvæmari í öndunarveginum, erum meira inni og smitumst frekar Meira
19. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 600 orð | 1 mynd

Mataræðið skiptir öllu máli – Góð ráð frá Garðari  Notið matardagbók ti

Garðar segist taka daginn snemma enda byrjar hann snemma að þjálfa. „Allir morgnar byrja mjög svipað hjá mér. Ég vakna klukkan fimm og hendi í hafragraut með kanil og frosnum bláberjum eða geri mér góðan grænan drykk Meira
19. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 527 orð | 1 mynd

Múlabær í 40 ár

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Meira
19. janúar 2023 | Fréttaskýringar | 595 orð | 3 myndir

Nú er lag, vilji menn hafa áhrif í Úkraínu

Mark Milley, hershöfðingi og yfirmaður bandaríska herráðsins, sótti í byrjun vikunnar heim herstöð Bandaríkjanna í Grafenwöhr í Þýskalandi í þeim tilgangi að fylgjast með þjálfun úkraínskra hermanna Meira
19. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 573 orð | 1 mynd

Olsen sjálfur til Íslands

Talið verður í og tónninn gefinn þegar hinn danski Jørgen Olsen stígur á svið á Hótel Grímsborgum um helgina. Jørgen er annar helmingur Olsen-tvíeykisins; bræðranna sem sigruðu í söngvakeppni Eurovision árið 2000 með laginu Fly On the Wings of Love Meira
19. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 222 orð | 1 mynd

Opnar glæsilegan viðburðasal í Grósku

Björn Bragi Arnarsson og félagar sem standa að baki VERU mathöll í Vatnsmýrinni hafa opnað glæsilegan veislu- og viðburðasal sem rúmar 200 manns. Salurinn er í sama húsnæði og VERA mathöll og var að sögn Björns Braga „allt lagt í að gera salinn sem veglegastan“ Meira
19. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 90 orð

Rannsókn á SÁÁ var felld niður

„Þetta þýðir að eft­ir allt það havarí sem fór af stað í byrj­un 2021 er ekk­ert at­huga­vert við það hvernig við unn­um og vinn­um,“ segir Anna Hild­ur Guðmunds­dótt­ir formaður SÁÁ, en rann­sókn embætt­is héraðssak­sókn­ara á starfs­hátt­um SÁÁ hef­ur verið felld niður Meira
19. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 452 orð | 2 myndir

SÁÁ hreinsað af ásökunum SÍ

Þorsteinn Ásgrímsson thorsteinn@mbl.is Rann­sókn embætt­is héraðssak­sókn­ara á starfs­hátt­um SÁÁ hef­ur verið felld niður. Þá hef­ur rík­is­sak­sókn­ara ekki borist kæra á þeirri niður­stöðu, en kæru­frest­ur er runn­inn út. Málið má rekja til þess að for­stjóri Sjúkra­trygg­inga Íslands (SÍ) sendi héraðssak­sókn­ara mál frá eft­ir­lits­deild Sjúkra­trygg­inga en það varðaði m.a. þúsund­ir reikn­inga sem ráðgjaf­ar SÁÁ sendu til Sjúkra­trygg­inga og eft­ir­lits­deild­in taldi til­hæfu­lausa. Einnig voru gerðar al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við meðferð á sjúkra­skrám. Meira
19. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 334 orð | 6 myndir

Skiptir máli að vera góðar fyrirmyndir

Næringarþjálfarinn og lögreglukonan Helga Magga hefur brennandi áhuga á öllu sem viðkemur næringu og heilbrigðum lífsstíl. Hún heldur úti heimasíðunni helgamagga.is þar sem hún deilir næringarríkum og góðum uppskriftum Meira
19. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 75 orð | 1 mynd

Skoruðu fjörutíu mörk í upphitun fyrir slaginn gegn Svíum

Ísland vann mjög öruggan sigur á Grænhöfðaeyjum, 40:30, á heimsmeistaramóti karla í handknattleik í Gautaborg í gær. Segja má að þetta hafi verið góð upphitun fyrir slaginn gegn Svíum annað kvöld en sá leikur mun ráða mestu fyrir íslenska liðið í harðri baráttu um að komast í átta liða úrslitin Meira
19. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 259 orð | 1 mynd

Stærsta þorrablót heims í Kórnum

Búist er við um 2.500 gestum á þorrablót Kópavogsbúa sem haldið verður á morgun, föstudag. Blótshaldið er sameiginlegt verkefni íþróttafélaga í bænum, það er Gerplu, Breiðabliks og HK. Knattspyrnuhöllin Kórinn, sem er efst í bænum, tilheyrir… Meira
19. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 216 orð | 2 myndir

Upplýsingaóreiða í Laugardal

Kynning ráðherra og borgarstjóra á hugmyndum um „þjóðarhöll“ í Laugardal í samvinnu ríkis og borgar hefur vakið mikla athygli, enda um stóreflishús að ræða og ekki ókeypis fyrir skattgreiðendur, því það á að kosta á bilinu 13-19 milljarða króna; ugglaust miklu meira er upp er staðið, svona ef miðað er við fyrri samvinnuverkefni ríkis og borgar af þessu tagi. Meira
19. janúar 2023 | Fréttaskýringar | 1206 orð | 2 myndir

Verði ódýrasta vetni í heimi

Baksvið Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Óhætt er að segja að raðfrumkvöðullinn Friðrik R. Jónsson sé með mörg járn í eldinum þessa dagana. Friðrik, sem stofnaði Carbon Recycling International, CRI, árið 2006 með það að markmiði að þróa tækni til að umbreyta vetni og koltvísýringi í endurnýjanlegt eldsneyti og hráefni til efnaframleiðslu, metanól, hefur nú hafið vetnisframleiðslu. Auk þess þróar hann umhverfisvænar umbúðir í samstarfi við drykkjarvörurisa og undirbýr lausnir til að græða upp eyðimerkur. Meira

Ritstjórnargreinar

19. janúar 2023 | Leiðarar | 653 orð

Þrá eftir horfnum tíma?

Sitt er hvað, væntingar og veruleiki Meira

Menning

19. janúar 2023 | Fólk í fréttum | 728 orð | 5 myndir

„Svo vont að það er gott“

Raunveruleikaþættir hafa alltaf verið vinsælir meðal þorra fólks en það má segja að eins konar raunveruleikasjónvarpsæði hafi gripið almúgann í nútímanum. Love Island og Bachelor eru meðal vinsælustu þáttanna í dag en þar er markmið þátttakenda að leita að ástinni Meira
19. janúar 2023 | Menningarlíf | 138 orð | 1 mynd

Aðalheiður gegnir rannsóknarstöðu

Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir hefur verið valin til að gegna rannsóknarstöðu við Listasafn Reykjavíkur sem sett var á fót til að rannsaka hlut kvenna í íslenskri listasögu. Um er að ræða hálfa stöðu til eins árs í senn sem vinna má eftir samkomulagi Meira
19. janúar 2023 | Kvikmyndir | 964 orð | 2 myndir

Aðgát skal höfð í nærveru sálar

Bíó Paradís og Sambíó Kringlunni The Banshees of Inisherin ★★★★★ Leikstjórn og handrit: Martin McDonagh. Aðalleikarar: Colin Farrell, Brendan Gleeson, Kerry Condon, Barry Keoghan, Sheila Flitton og Gary Lydon. Írland, Bretland og Bandaríkin, 2022, 109 mín. Meira
19. janúar 2023 | Menningarlíf | 805 orð | 3 myndir

„Leikhúsfræðilega stórkostlegt“

Yfir tuttugu manna hópur okkar reynslumesta leikhúsfólks kemur saman á Nýja sviði Borgarleikhússins annað kvöld þegar leikverkið Marat/Sade verður frumsýnt. Uppsetningin, sem er úr smiðju leikfélagsins Lab Loka, er sérstök fyrir þær sakir að yngstu… Meira
19. janúar 2023 | Menningarlíf | 1484 orð | 1 mynd

„Spila á hverjum degi eins og Bach“

Hinn víðfrægi og á árum áður alræmdi Anton Newcombe, forsprakki rokksveitarinnar The Brian Jonestown Massacre (BJM), svarar svo hratt í símann í stúdíói sínu í Berlín að blaðamanni beinlínis bregður Meira
19. janúar 2023 | Fólk í fréttum | 756 orð | 9 myndir

Elskar sakamál en má ekkert aumt sjá

Hlaðvarpið Blóðbönd leit dagsins ljós í lok síðasta árs og hefur strax vakið mikla athygli og hefur verið ofarlega á vinsældalistum á Íslandi nánast síðan það fór í loftið. Helena Sævarsdóttir, konan á bak við hlaðvarpið, þar sem er fjallað um sönn… Meira
19. janúar 2023 | Menningarlíf | 430 orð | 2 myndir

Ferli og tími

Sýning með verkum Eggerts Péturssonar og bandaríska skúlptúristans Kathy Butterly verður opnuð í dag, 19. janúar, í i8 galleríi við Tryggvagötu. Segir um sýninguna í tilkynningu að í heildarverki beggja megi finna líkindi í áratuga langri… Meira
19. janúar 2023 | Fjölmiðlar | 200 orð | 1 mynd

Gírun á hæsta mögulega stigi

Hlaðvarpsþættirnir Fílalag með Bergi Ebba Benediktssyni og Snorra Helgasyni sneru aftur á föstudaginn í síðustu viku og björguðu annars heldur sorglegu kvöldi hjá mér. Þeir félagar mættu aftur til leiks vel gíraðir eftir 18 mánaða hlé um það bil og… Meira
19. janúar 2023 | Menningarlíf | 136 orð | 1 mynd

Jeremy Renner útskrifaður af spítala

Bandaríski leikarinn Jeremy Renner, sem einkum er þekktur fyrir að leika Marvel-hetjuna Hawkeye, hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Þessu greinir hann frá á Twitter. Renner slasaðist illa á nýársdag af völdum snjóblásara Meira
19. janúar 2023 | Fólk í fréttum | 1471 orð | 7 myndir

Nýtur þess að hafa sig til á morgnana

Hólmfríður er lærður förðunarfræðingur og stílisti, en hún lauk diplómanámi frá Reykjavík Makeup School árið 2019 og lærði stílistann í fjarnámi frá Bretlandi árið 2020. Hólmfríður er líka mikill fagurkeri með einstakt auga fyrir fallegri förðun og hári Meira
19. janúar 2023 | Menningarlíf | 80 orð | 1 mynd

Ravel, Mozart og Haukur í kvöld

Bandaríski píanóleikarinn Claire Huangci leikur einleik í píanókonsert eftir Maurice Ravel í G-dúr undir stjórn Evu Ollikainen á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg Hörpu í kvöld kl. 19.30 Meira
19. janúar 2023 | Menningarlíf | 114 orð | 1 mynd

Skuggakvartett Sigurðar Flosa á Sunset

Skuggakvartett saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar kemur fram á Sunset-klúbbnum á Marriot Edition-hótelinu við Reykjavíkurhöfn í kvöld kl. 21. Kvartettinn skipa, auk Sigurðar, þeir Þórir Baldursson á Hammond-orgel, Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar og Jóhann Hjörleifsson á trommur Meira
19. janúar 2023 | Menningarlíf | 125 orð | 1 mynd

Smit meðal gesta

Hópur kvikmyndastjarna hefur greinst með kórónuveiruna eftir að hafa mætt á Golden Globe-verðlaunahátíðina sem haldin var 10. janúar. Þeirra á meðal eru Jamie Lee Curtis, Colin Farrrell og Brendan Gleeson Meira
19. janúar 2023 | Menningarlíf | 116 orð | 1 mynd

Unnar Ari með Skýjamyndir í Gróttu

Skýjamyndir nefnist sýning sem Unnar Ari Baldvinsson opnar í Gallerí Gróttu í dag, fimmtudag, kl. 17. „Unnar Ari er fæddur á Akureyri, 1989. Hann lærði í Myndlistaskólanum í Reykjavík, Accademia Italiana og Florence University of Arts á Ítalíu … Meira
19. janúar 2023 | Leiklist | 1039 orð | 2 myndir

Öll fara í sveitaferð

Þjóðleikhúsið Hvað sem þið viljið ★★★★½ Eftir William Shakespeare. Íslensk þýðing: Karl Ágúst Úlfsson. Leikgerð: Ágústa Skúladóttir og Karl Ágúst Úlfsson. Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir. Leikmynd og búningar: Þórunn María Jónsdóttir. Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason. Tónlist og tónlistarstjórn: Kristjana Stefánsdóttir. Hljóðhönnun: Brett Smith. Myndbandshönnun: Ásta Jónína Arnardóttir. Leikarar: Almar Blær Sigurjónsson, Guðjón Davíð Karlsson, Hallgrímur Ólafsson, Hilmar Guðjónsson, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Kristjana Stefánsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Þórey Birgisdóttir. Frumsýning í Kassanum í Þjóðleikhúsinu fimmtudaginn 12. janúar 2023. Meira

Umræðan

19. janúar 2023 | Aðsent efni | 558 orð | 1 mynd

Áframhaldandi leyndarhyggja um Ljósleiðara Orkuveitunnar

Kjartan Magnússon: "Erfiður fjárhagur borgarinnar stöðvar ekki vinstri meirihlutann á þeirri vegferð að ráðast í milljarða króna áhættufjárfestingu OR á landsbyggðinni." Meira
19. janúar 2023 | Aðsent efni | 671 orð | 1 mynd

Faraldur skall á og nemendur hafa aldrei verið fleiri

Margrét Jónsdóttir Njarðvík: "Mikill viðsnúningur hefur orðið á rekstri HB. Fjarnám er mikilvægt jafnrétti til náms. 41% nemenda Háskólans á Bifröst býr utan Reykjavíkur." Meira
19. janúar 2023 | Aðsent efni | 604 orð | 1 mynd

Lægri skattar og stærri kaka

Hildur Björnsdóttir: "Reykjavíkurborg er því eina stóra sveitarfélagið sem lætur fordæmalausa hækkun fasteignamats leggjast af fullum þunga á þegna sína." Meira
19. janúar 2023 | Aðsent efni | 498 orð | 1 mynd

Mannréttindastofnun Háskóla Íslands

Einar S. Hálfdánarson: "Farsakennt er að umsækjandi um vernd eigi rétt á fullri framfærslu á kostnað skattgreiðenda, hafi verið slegið föstu að hann eigi ekki rétt á vernd." Meira
19. janúar 2023 | Aðsent efni | 346 orð | 1 mynd

Ótakmarkaðar auðlindir?

Lárus Þór Guðmundsson: "Þurfum við að vaxa og stækka svona hratt? Er Ísland ekki bara að verða uppselt?" Meira
19. janúar 2023 | Aðsent efni | 454 orð | 1 mynd

Stór verkefni bíða á Alþingi

Diljá Mist Einarsdóttir: "Við búum sem betur fer að þeim breytingum sem Sjálfstæðismenn hafa leitt í utanríkisráðuneytinu með stóraukinni áherslu á varnarmál." Meira
19. janúar 2023 | Pistlar | 382 orð | 1 mynd

Vaxandi vegur hönnunar og arkitektúrs

Á þessu kjörtímabili verða málefni hönnunar og arkitektúrs í öndvegi í menningar- og viðskiptaráðuneytinu í góðri samvinnu við hagaðila. Markmið þeirrar vinnu er skýrt; við ætlum að kynna stefnu og aðgerðir sem skila árangri, fagmennsku og gæðum til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag Meira

Minningargreinar

19. janúar 2023 | Minningargreinar | 1022 orð | 1 mynd

Baldur Gíslason

Baldur Gíslason fæddist á Akranesi 31. ágúst 1954. Hann lést á HVE Stykkishólmi 8. janúar 2023. Foreldrar hans voru Gísli Pálsson, f. 12.11. 1919, d. 13.11. 2012, og Guðrún Sigurðardóttir, f. 4.7. 1922, d. 4.5. 1997. Systir hans er Kristín, f. 1947. Meira  Kaupa minningabók
19. janúar 2023 | Minningargreinar | 2844 orð | 1 mynd

Eva Pétursdóttir

Eva Pétursdóttir fæddist á Litla-Árskógssandi 5. nóvember 1934. Hún lést 22. desember 2022. Foreldrar hennar voru Borghildur Elísabet Sölvadóttir húsfreyja, f. 10.10. 1899, d. 23.9. 1986, og Pétur Júlíus Jónsson sjómaður, f. 8.7. 1875, d. 7.9. 1941. Meira  Kaupa minningabók
19. janúar 2023 | Minningargreinar | 1514 orð | 1 mynd

Guðfinna Sjöfn Stefánsdóttir

Guðfinna Sjöfn Stefánsdóttir fæddist 2. september 1946 í Reykjavík. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 10. janúar 2023. Foreldrar hennar voru hjónin Stefán Jónasson, f. 11. júní 1919, d. 22. ágúst 2000, og Steinunn Aðalheiður Hannesdóttir, f. 8. Meira  Kaupa minningabók
19. janúar 2023 | Minningargreinar | 2592 orð | 1 mynd

Guðlaug Sigurðardóttir

Guðlaug Sigurðardóttir fæddist í Vestmannaeyjum 25. desember 1937. Hún andaðist á heimili sínu, Austurvegi 51, Selfossi, 10. janúar 2023. Foreldrar hennar voru Sigurður Sigurðsson, f. 1900, d. Meira  Kaupa minningabók
19. janúar 2023 | Minningargreinar | 324 orð | 1 mynd

Guðrún Auður Marinósdóttir

Guðrún Auður Marinósdóttir fæddist 6. febrúar 1935. Hún lést 30. desember 2022. Útför Guðrúnar fór fram 10. janúar 2023. Meira  Kaupa minningabók
19. janúar 2023 | Minningargreinar | 1465 orð | 1 mynd

Gunnar Árnason

Gunnar Árnason fæddist 22. mars 1955. Hann lést 15. desember 2022. Útför hans fór fram 16. janúar 2023. Meira  Kaupa minningabók
19. janúar 2023 | Minningargreinar | 541 orð | 1 mynd

Halldór Sigurðsson

Halldór Sigurðsson fæddist í Reykjavík 18. nóvember 1926. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 13. desember 2022. Foreldrar hans voru Sigurður Kristinn Þórðarson, f. 23. desember 1893, d. 22. febrúar 1977, og Anna Halldórsdóttir, f. 4. Meira  Kaupa minningabók
19. janúar 2023 | Minningargreinar | 1131 orð | 1 mynd

Haraldur Logi Hrafnkelsson

Haraldur Logi Hrafnkelsson – Halli Logi – fæddist 23. ágúst 1972 í Reykjavík. Hann lést 6. febrúar 2022 á heimili sínu á Tenerife. Foreldrar hans eru Kolbrún Kristín Jóhannsdóttir, f. 12. júlí 1951, og Hrafnkell Tryggvason, f. 16. Meira  Kaupa minningabók
19. janúar 2023 | Minningargreinar | 3013 orð | 1 mynd

Kristófer Garðar Jónsson

Kristófer Garðar Jónsson fæddist á Gjögri, Árneshreppi, 19. október 1931. Hann lést á Landspítalanum 4. janúar 2023. Foreldrar hans voru Jón Sveinsson, f. í Hafnarfirði 1895, d. 1967, bóndi og kaupmaður á Gjögri, og Olga Soffía Thorarensen, f. Meira  Kaupa minningabók
19. janúar 2023 | Minningargreinar | 2428 orð | 1 mynd

Ólína Þorleifsdóttir

Ólína Þorleifsdóttir fæddist í Kirkjuhvoli í Neskaupstað 17. mars 1927. Hún lést á Hrafnistu Laugarási 11. janúar 2023. Foreldar hennar voru hjónin Ingibjörg Sigurðardóttir, f. 10.8. 1903, d. 14.10. 1988, og Þorleifur Guðjónsson, f. 8.5. 1903, d. 17.12. Meira  Kaupa minningabók
19. janúar 2023 | Minningargreinar | 256 orð | 1 mynd

Ragna Kristín Árnadóttir

Ragna Kristín Árnadóttir fæddist 9. júní 1931. Hún lést 3. janúar 2023. Útför fór fram 17. janúar 2023. Meira  Kaupa minningabók
19. janúar 2023 | Minningargreinar | 1301 orð | 1 mynd

Tryggvi Logi Jóhannsson

Tryggvi Logi Jóhannsson fæddist í Reykjavík 31. júlí 1978. Hann lést á heimili sínu 8. janúar 2023. Foreldrar hans eru Björk Högnadóttir og Jóhann K. Guðnason. Stjúpfaðir Tryggva er Jón Richard Sigmundsson. Systkini Tryggva eru Bjarni, f. 3.6. Meira  Kaupa minningabók
19. janúar 2023 | Minningargreinar | 329 orð | 1 mynd

Vilhjálmur Másson

Vilhjálmur Másson fæddist 17. ágúst 1972. Hann varð bráðkvaddur á aðfangadag jóla, 24. desember 2022. Foreldrar Vilhjálms eru Sigríður Vilhjálmsdóttir, f. 1.9. 1951, á Borg í Sandgerði, og Már Sigurðsson, f. 28.4. 1945, d. 3.5. 2017, Geysi Haukadal. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

19. janúar 2023 | Sjávarútvegur | 487 orð | 1 mynd

Gert að útvega ófáanlegt lyf

Adrenalínpennar sem krafist er að séu um borð í hverju skipi í nýlegri reglugerð eru ekki fáanlegir á landinu og því eins og staðan er nú ómögulegt fyrir sjóför að uppfylla kröfur stjórnvalda. Hugsanlega er óþarfi fyrir 85% sjófaranna sem kröfurnar ná til að hafa lyfið um borð, að mati lyfjafræðinga Meira

Daglegt líf

19. janúar 2023 | Daglegt líf | 401 orð | 3 myndir

Við ætlum okkur á verðlaunapall

Í sjötta þætti af Sonum Íslands heimsækjum við handbolta- og landsliðsmanninn Gísla Þorgeir Kristjánsson en hann hefur farið á kostum með Þýskalandsmeisturum Magdeburg. Gísli Þorgeir, sem er 23 ára gamall, gekk til liðs við Magdeburg frá stórliði Kiel í Þýskalandi í janúar árið 2020 Meira

Fastir þættir

19. janúar 2023 | Í dag | 60 orð

Af deilu í jólaboði. Að vera e-m innan handar er að vera e-m hjálplegur:…

Af deilu í jólaboði. Að vera e-m innan handar er að vera e-m hjálplegur: „Árgangar 1956, 1966, 1976, 1986 verða félaginu innan handar við undirbúning og bakstur.“ En: „Nú þegar vinsæli, enski skóáburðurinn KIWI fæst í næstu búð er öllum innan handar … Meira
19. janúar 2023 | Í dag | 92 orð | 1 mynd

Daníel Máni Jónsson

40 ára Daníel Máni ólst upp í Reykholti í Biskupstungum en býr í Kópavogi. Hann er með B.Sc.-gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík og er öryggisstjóri hjá Valitor, nú Rapyd. Áhugamálin eru fluguveiði, ferðalög og njóta lífsins með fjölskyldu og vinum Meira
19. janúar 2023 | Í dag | 179 orð

Eðlileg spurning. N-Enginn

Norður ♠ K5 ♥ KD104 ♦ ÁKG ♣ K975 Vestur ♠ 43 ♥ G7532 ♦ 87 ♣ DG32 Austur ♠ D109872 ♥ 98 ♦ 53 ♣ Á104 Suður ♠ ÁG6 ♥ Á6 ♦ D109642 ♣ 86 Suður spilar 6G Meira
19. janúar 2023 | Í dag | 46 orð | 1 mynd

Frederiksberg C, Kaupmannahöfn Emma Mist Mortensdóttir Raskov fæddist 19.…

Frederiksberg C, Kaupmannahöfn Emma Mist Mortensdóttir Raskov fæddist 19. janúar 2022 kl. 14.31 á Rigshospitalet í Kaupmannahöfn og hún á því eins árs afmæli í dag. Hún vó 3.240 g og var 48 cm löng í fæðingu Meira
19. janúar 2023 | Í dag | 1010 orð | 2 myndir

Kristniboðsstarfið er blessun

Gísli Borgar Arnkelsson fæddist 19. janúar 1933 á Þrastargötu 3b á Grímsstaðaholti. „Þegar ég fæddist var Grímsstaðaholtið í rauninni fyrir utan Reykjavík, en þetta litla hús byggði pabbi skömmu eftir að hann og mamma fluttu að norðan Meira
19. janúar 2023 | Dagbók | 77 orð | 1 mynd

Lenti í kulnun og fór að skipuleggja heimili

Pomp og prakt-mæðgurnar Heiða og Brynja Dögg áttu ekki von á að eigendur iDesign-vörulínunnar myndu svara þegar þær óskuðu eftir að fá að selja skipulagsvörurnar þeirra hér á landi. Sú var þó raunin en vörurnar hafa slegið í gegn eftir að… Meira
19. janúar 2023 | Í dag | 126 orð | 1 mynd

Skák

Staðan kom upp á Friðriksmóti Landsbankans – Íslandsmótinu í hraðskák sem fram fór í byrjun desember á síðasta ári. Alþjóðlegi meistarinn Björn Þorfinnsson (2.358) hafði hvítt gegn kollega sínum Vigni Vatnari Stefánssyni (2516) Meira
19. janúar 2023 | Í dag | 296 orð

Það er mikil þörf að spara

Ingólfur Ómar segir lítið lát á kuldanum sem nú ríkir: Emja náföl ýlustrá ísagljáa hrakin. Falin snjá er foldarbrá frera gráum þakin. Pétur Stefánsson yrkir þrjár í morgunsárið á Boðnarmiði: Upp ég rís og einskis sakna, allt er kyrrt og morgunhljótt Meira

Íþróttir

19. janúar 2023 | Íþróttir | 72 orð | 1 mynd

Albert bestur í desember

Albert Guðmundsson var í gær útnefndur besti leikmaður desembermánaðar hjá ítalska knattspyrnufélaginu Genoa. Genoa fékk tíu stig í fimm leikjum í B-deildinni í desember og vann sig upp í þriðja sætið Meira
19. janúar 2023 | Íþróttir | 299 orð | 1 mynd

Baráttan um fjórða sæti opin

Grindvíkingar unnu mikilvægan útisigur á Njarðvíkingum í grannaslag í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik í gærkvöld, 73:67. Þar með er í uppsiglingu hörð keppni þessara liða um fjórða sæti deildarinnar og sæti í undanúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn Meira
19. janúar 2023 | Íþróttir | 58 orð | 1 mynd

Björgvin spilaði 250. landsleikinn

Björgvin Páll Gústavsson lék sinn 250. A-landsleik í handknattleik gegn Grænhöfðaeyjum í gær. Hann er sá tíundi í sögunni sem nær þeim leikjafjölda. Á undan honum eru Guðmundur Hrafnkelsson (407), Guðjón Valur Sigurðsson (364), Geir Sveinsson (340), … Meira
19. janúar 2023 | Íþróttir | 49 orð | 1 mynd

Íslendingar fjölmennir í Gautaborg

Á annað þúsund íslenskir stuðningsmenn voru mættir til Gautaborgar í gær til að fylgjast með leik Íslands og Grænhöfðaeyja á heimsmeistaramóti karla í handknattleik. Mikil eftirvænting var í þeirra röðum á Hard Rock í Gautaborg áður en leikurinn… Meira
19. janúar 2023 | Íþróttir | 74 orð | 1 mynd

Jókerinn var samur við sig

Serbinn Nikola Jokic og Damian Lillard fóru á kostum í liðum sínum þegar Denver Nuggets hafði betur gegn Portland Trail Blazers, 122:113, í NBA-deildinni í körfuknattleik í fyrrinótt. Jókerinn var samur við sig og náði enn einni þreföldu tvennunni… Meira
19. janúar 2023 | Íþróttir | 482 orð | 1 mynd

Keppinautar tapa stigum

Skæðustu keppinautar Íslendinga um að komast í átta liða úrslit heimsmeistaramótsins í handbolta, fyrir utan Svíana, töpuðu stigum í milliriðlinum í gær. Ungverjar biðu lægri hlut fyrir Svíum í lokaleik kvöldsins í Gautaborg, eftir að Portúgalar misstu stig til Brasilíumanna í fyrsta leik dagsins Meira
19. janúar 2023 | Íþróttir | 260 orð | 1 mynd

Keppni í milliriðlum heims­meistaramóts karla í handbolta hófst í gær og…

Keppni í milliriðlum heims­meistaramóts karla í handbolta hófst í gær og það er strax hægt að setja spurningarmerki við þetta keppnisfyrirkomulag. Eftir að liðum á HM var fjölgað úr 24 í 32 fyrir HM 2021 í Egypta­landi voru 16-liða úrslit felld… Meira
19. janúar 2023 | Íþróttir | 72 orð | 1 mynd

Ólafur ekki meira með á HM

Ólafur Andrés Guðmundsson tilkynnti í gær að hann tæki ekki frekari þátt á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Svíþjóð og Póllandi vegna meiðsla á læri. „Nú mun ég gera eins og restin af þjóðinni og standa við bakið á strákunum því þetta er rétt að byrja,“ skrifaði hann á Instagram í gær Meira
19. janúar 2023 | Íþróttir | 848 orð | 2 myndir

Sigurinn aldrei í hættu

Íslenska karlalandsliðið í handbolta fór vel af stað í milliriðli II á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi því liðið vann sannfærandi 40:30-sigur á Grænhöfðaeyjum í Gautaborg í gær. Voru þjóðirnar að mætast í fyrsta skipti, en handboltinn á… Meira
19. janúar 2023 | Íþróttir | 146 orð | 1 mynd

Þurftu að greiða Söru 13 milljónir

Franska knattspyrnufélagið Lyon þurfti að greiða Söru Björk Gunnarsdóttur tæplega 13 milljónir króna í vangoldin laun eftir að hún vann mál gegn félaginu. Lyon neitaði að greiða Söru Björk full laun á meðan hún var barnshafandi og bar félagið við frönskum lögum í þeim efnum Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.