Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Leikritið Marat/Sade í Borgarleikhúsinu er hin besta skemmtun og hefur vakið athygli, ekki síst vegna þess að allir á sviði eru eldri en 70 ára. Tónlistarmaðurinn Reynir Jónasson er aldursforsetinn, á 91. ári, en ber aldurinn vel, er á sviðinu allan tímann og á það þegar hann gengur hringinn og spilar á harmonikuna í leiðinni. „Ég er ansi sprækur miðað við aldur og fyrri störf, er í góðu formi enda hef ég synt 400 metra á hverjum degi síðan 1972, í rúm 50 ár,“ segir hann.
Meira