Baksvið Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Rannsóknarfyrirtækið Economist Intelligence Unit, EIU, gaf nýverið út nýja skýrslu um stöðu lýðræðis í heiminum fyrir árið 2022 og er Ísland þar í þriðja sæti með einkunnina 9,52 af 10 mögulegum. Eru það einungis Noregur, með 9,81, og Nýja-Sjáland, með 9,61, sem fá hærri meðaleinkunn en Ísland. Rússar eru í hópi þeirra fáu þjóða sem fá verri einkunn milli úttekta og er innrásarstríð þeirra í Úkraínu sagt ástæðan. EIU er hluti samsteypunnar sem gefur út breska blaðið The Economist.
Meira