Greinar laugardaginn 11. febrúar 2023

Fréttir

11. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 176 orð | 1 mynd

25 ákærðir vegna stunguárásar

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur alls 25 manns vegna stunguárásarinnar á Bankastræti Club í nóvember síðastliðnum. Málið vakti mikinn óhug og var lögregla með sérstaklega mikið eftirlit í miðbæ Reykjavíkur næstu kvöld eftir árásina Meira
11. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 240 orð

Atvinnuleysi á uppleið í janúar

Skráð atvinnuleysi á landinu var 3,7% í janúar og jókst úr 3,4% í desember skv. mánaðaryfirliti Vinnumálastofnunar sem birt var í gær. Bent er á að atvinnuleysið sé yfirleitt mest á þessum tíma yfir vetrarmánuðina en fari svo lækkandi yfir vor- og sumarmánuðina Meira
11. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 206 orð | 2 myndir

Ályktað gegn áreiti og dólgshætti

Það þarf töluvert til að Alþýðu­sambandið setji ofan í við þá sem heyja kjarabaráttu en það var full ástæða til í gær. Í ályktun hvetur ASÍ til stillingar og varar við því að kjaradeilur séu túlkaðar á þann veg „að réttmætt sé að ausa fúkyrðum og hatri yfir þau sem að þessum verkefnum koma“. Þá segir í ályktuninni að ótækt sé „að ágreiningur sé nýttur til að hafa í frammi haturskennd og viðurstyggileg ummæli í garð tiltekinna einstaklinga, hópa og samtaka.“ Meira
11. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 1310 orð | 3 myndir

„Gaman að alast upp í torfbæ“

„Við hlupum fram og aftur um göngin, fórum í feluleiki, földum hluti og leituðum í dimmunni. Yfirleitt voru engin ljós, en stundum logaði á olíulampa í endanum á bæjargöngunum. Þetta var gaman og svo lékum við okkur mikið með leggi og völur… Meira
11. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 1199 orð | 2 myndir

Búum vel að sterkum innviðum

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Skilaboð Neyðarlínunnar, sem í dag, 11. febrúar, stendur fyrir 112-deginum, eru sett fram í spurnarformi: Hvað get ég gert? Með því er ætlunin að vekja fólk til vitundar um að bregðast við þegar komið er að slysi, einhver nærstaddur veikist skyndilega, eldur brýst út og svo framvegis. Meira
11. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 311 orð | 2 myndir

Déskotans regnhlífin slær í gegn á safninu

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta hefur vakið mikla athygli og við erum búin að selja dágóðan slatta,“ segir Steindór Gunnar Steindórsson, samskiptastjóri Þjóðminjasafns Íslands. Meira
11. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 259 orð | 1 mynd

Eftirlitið rukkaði of hátt gjald

Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja var óheimilt að áætla fjórar eftirlitsferðir í flugstöðvarbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á árinu 2015 og rukka fyrir þær gjald upp á rúmar 780 þúsund krónur. Þá var heilbrigðiseftirlitinu óheimilt að taka… Meira
11. febrúar 2023 | Erlendar fréttir | 424 orð | 3 myndir

Fimm milljónir á vergangi í Sýrlandi

„Allt að 5,3 milljónir manna í Sýrlandi gætu orðið heimilislausar eftir jarðskjálftann,“ sagði fulltrúi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi, Sivanka Dhanapala, á blaðamannafundi í gær Meira
11. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 99 orð

Fjöldi sækir um alþjóðlega vernd

Útlendingastofnun bárust 450 umsóknir um alþjóðlega vernd núna í nýliðnum janúar. Eru það um 20% yfir meðaltali seinasta árs, sem var um 376 umsóknir á mánuði. Af umsóknum sem bárust í janúar voru 180 frá Úkraínu (40%), tæplega 170 frá Venesúela (um 37%) og 30 frá Palestínu (um 6%) Meira
11. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Flokksráð VG kallað til fundar

Flokksráðsfundur Vinstri grænna verður haldinn í golfskála Keilis í Hafnarfirði milli kl. 10-17 í dag. Meginefni hans er undirbúningur fyrir landsfund VG á Akureyri 17.-19. mars nk. segir í tilkynningu Meira
11. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 299 orð | 1 mynd

Forseti fékk bókargjöf 69 árum of seint

Jón Ferrier framkvæmdastjóri færði Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, gjöf frá Félagi Íslendinga í London í gær. Gjöfin er bók sem átti að berast til forseta árið 1954, en þá var Ásgeir Ásgeirsson forseti lýðveldisins Meira
11. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 452 orð | 1 mynd

Fór inn um ólæstar dyr með haglabyssu

Rannsókn lögreglustjórans á Norðurlandi eystra á skotárásinni á Blönduósi í ágúst er lokið. Frá þessu greindi embættið í tilkynningu síðdegis í gær. Þar er einnig reifuð atburðarásin nóttina sem árásin átti sér stað Meira
11. febrúar 2023 | Fréttaskýringar | 785 orð | 3 myndir

Gæti orðið krefjandi ár í verslun

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir útlit fyrir krefjandi ár í verslun á Íslandi. Vaxtahækkanir vegi þungt og þá eigi hækkandi hrávöruverð líklega eftir að birtast í verðlagi Meira
11. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Hluta af MS lokað vegna rakaskemmda

Loka þarf einu svæði á þriðju hæð Menntaskólans við Sund og aðstöðu nemenda á fyrstu hæð, eftir að rakaskemmdir komu í ljós. Starfsfólki og nemendum var tilkynnt þetta sl. fimmtudag eftir að verkfræðistofan EFLA hafði kynnt úttekt sína á húsnæðinu Meira
11. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

Hlýlegt inni á meðan úti rignir

Kuldalegt var um að litast úr þessum búðarglugga við Bankastræti í Reykjavík í gær. Var það rigning sem herjaði þá á borgarbúa, en daginn áður kyngdi niður snjó. Veðurviðvaranir tóku gildi í gærkvöldi og verða þær ýmist gular eða appelsínugular víðs vegar um land þangað til klukkan fjögur í nótt Meira
11. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 165 orð | 1 mynd

Hrópuðu ókvæðisorð

Forysta Eflingar stóð fyrir mótmælum fyrir utan Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í gær. Púað var á Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og hann kallaður kynþáttahatari. Bjarni sagði að hann kynni síður við það að menn létu sem svo að … Meira
11. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 184 orð | 1 mynd

Jákvæð í garð efnistöku úr sjó

Umhverfisstofnun telur jákvætt að athugaðir verði möguleikar á efnisvinnslu í sjó við Landeyjahöfn fyrir mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn, ef framkvæmdin verður til þess að fallið verði frá því að flytja vikurinn landleiðina Meira
11. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 20 orð | 1 mynd

Kristinn Magnússon

Arkað Fannfergið getur verið til trafala þegar burðast þarf með ferðatöskur eins og þessi ágæti maður þurfti að gera... Meira
11. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 436 orð | 1 mynd

Markaðssetur hárbönd með höggvörn

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Halldór Einarsson, fataframleiðandi og eigandi Henson Sports, hefur hannað hárbönd með höggvörn, sótt um einkaleyfi á hönnuninni og er kynning og sala hafin hérlendis, en stefnt er að sölu til annarra landa. „Við veltum því fyrir okkur hvort hárbönd með höggvörn séu það besta sem bæst hefur við útbúnað íþróttamanna um langt skeið, nú þegar umræða um afleiðingar höfuðhögga eykst og leitað er ráða til að koma í veg fyrir höfuðmeiðsl og langvarandi mögulegar afleiðingar,“ segir hann. Meira
11. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 261 orð | 1 mynd

Metfjöldi umsókna um alþjóðlega vernd

Fimm sinnum fleiri sóttu um alþjóðlega vernd á Íslandi árið 2022 heldur en árið áður. Þar af var rúmur helmingur frá Úkraínu og rúmur fjórðungur frá Venesúela. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Útlendingastofnun (ÚTL) Meira
11. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 349 orð | 1 mynd

Reynir að klára meistaradeildina

„Það er magnað að hafa náð að sigra í báðum fyrstu greinunum. Ég geri það sem ég get til að standa mig vel í öllum greinum og reyna að klára deildina,“ segir Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir sem sigraði í slaktaumatölti í á hestinum Flóvent … Meira
11. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 286 orð | 1 mynd

Sigurjón Jóhannsson

Sigurjón Jóhannsson, myndlistarmaður, hönnuður og leikmyndahöfundur, lést 8. febrúar síðastliðinn, 83 ára að aldri. Sigurjón fæddist á Siglufirði þann 21. maí árið 1939. Foreldrar hans voru Guðbjörg Þorvaldsdóttir húsmóðir og Jóhann Sigurjónsson verkstjóri Meira
11. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 358 orð | 1 mynd

Sjá mikinn ávinning í samningnum

Mikill ávinningur og umtalsverðar breytingar á hlutaskiptakerfinu felast í nýgerðum kjarasamningum sjómanna og útvegsmanna að mati forystumanna sjómanna. Eftir áralanga baráttu náðist samkomulag um að útgerðin greiði 3,5% viðbótarframlag í… Meira
11. febrúar 2023 | Fréttaskýringar | 470 orð | 2 myndir

Spurningar um hagsmuni og hæfi

Baksvið Andrés Magnússon andres@mbl.is Fram hefur komið gagnrýni á Guðmund Björgvin Helgason ríkisendurskoðanda, þar sem hann eigi hagsmuna að gæta sem veiðiréttarhafi í laxveiðiá. Embættið birti nýlega mjög gagnrýna stjórnsýsluúttekt um sjókvíaeldi. Meira
11. febrúar 2023 | Erlendar fréttir | 229 orð | 1 mynd

Stórsókn Rússa hefst innan tíðar

Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Hersveitir Moskvuvaldsins eru nú sagðar tilbúnar til að hefja á ný stórsókn inn í Úkraínu. Vestrænar leyniþjónustur telja aðgerðina geta hafist á allra næstu dögum. Hernám Donbass er eitt helsta markmiðið. Meira
11. febrúar 2023 | Fréttaskýringar | 451 orð | 2 myndir

Útlendingafrumvarp rætt í 95 klukkutíma

Útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar er í 5. sæti yfir mest ræddu málin á Alþingi Íslendinga. Enn er þriðja umræða málsins eftir og það gæti skotist ofar í töflunni, jafnvel upp í 3. sætið. Atkvæðagreiðsla eftir 2 Meira
11. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 219 orð

Verðhækkanir í pípunum

Andrés Magnússon, framkvæmda­stjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir blikur á lofti í versluninni sem þurfi að takast á við vaxtahækkanir og verðbólgu. „Við óttumst jafnframt að verðhækkanir á erlendum mörkuðum á síðari hluta síðasta árs séu… Meira
11. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Viðreisn heldur landsþing

Landsþing Viðreisnar hófst síðdegis á gær á hótelinu Reykjavík Natura. Lýkur dagskránni í kvöld, en samkvæmt henni er gert ráð fyrir málefnavinnu, samþykkt stjórnmálaályktunar og breytingum á samþykktum ásamt kjöri forystu, stjórnar og málefnaráðs flokksins Meira
11. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 279 orð | 1 mynd

Ýmis hrávara er að lækka í verði

Jón Bjarki Bentsson, aðalhag­fræðingur Íslandsbanka, segir verð á ýmsum hrávörum að lækka. Hins vegar hafi hækkanir á erlendum mörkuðum ekki að öllu leyti komið fram hér. „Dæmi er að verð á steypustyrktarjárni hækkaði um tugi prósenta eftir að… Meira
11. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

Þjónusta sjúkrahúsa verði efld

Willum Þór Þórsson heilbrigðis­ráðherra hefur sett á fót verkefni sem miðast að því að tryggja nauðsynlega mönnun sérhæfðs starfsfólks á sjúkrahúsunum á Vestfjörðum og Austurlandi. Meðal annars er stefnt að því að koma á samstarfi með formlegum… Meira
11. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 418 orð | 1 mynd

Þurfa að gera 200 aðgerðir í ár

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta hefur gengið vel og það hefur verið heldur meira tempó í aðgerðunum síðan samið var. Það verður ekkert rof á þessum aðgerðum enda er mikilvægt að þessar konur fái þjónustu,“ segir Sigurður Ingibergur Björnsson, framkvæmdastjóri Klíníkurinnar. Meira
11. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 624 orð | 2 myndir

Þörf á frekari uppbyggingu

Þorrablótið var haldið hér í Hólminum um síðustu helgi eftir þriggja ára hlé. Skemmtunin fór fram í íþróttahúsinu. Aðsóknin fór fram úr væntingum og var blótið það fjölmennasta hingað til Meira
11. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 263 orð | 1 mynd

Ætla að funda aftur eftir tvær vikur

„Það vilja allir að samningar takist áður en núverandi samningur rennur út 31. mars og vonandi verður það,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, í samtali við Morgunblaðið Meira

Ritstjórnargreinar

11. febrúar 2023 | Reykjavíkurbréf | 1606 orð | 1 mynd

Láttu mig um þetta

Athyglisvert var að Ben Wallace varnarmálaráðherra sagði í viðtali nú nýlega, að allt tal um afhendingu vopnabúnaðar, þar sem gáleysislega væri talað um sjálfsagða afhendingu á herþotum, væri mjög villandi. Það væri helst eins og að ríkin hefðu afhent reiðhjól fram að þessu, en ættu nú að afhenda fullkomnasta kappakstursbíl „Formúlunnar“. Meira
11. febrúar 2023 | Leiðarar | 571 orð

Varnaðarorð í tíma töluð

Kostnaður við samgönguáætlun og borgarlínu kominn á skrið Meira

Menning

11. febrúar 2023 | Menningarlíf | 102 orð | 1 mynd

Andlit Guðrúnar Pálínu í Hofi

Myndlistarsýning Guðrúnar Pálínu Guðmundsdóttur, Andlit/Faces, verður opnuð í dag kl. 14 í Hofi á Akureyri. Guðrún hefur þróað sinn persónulega stíl um áratugaskeið og hvert andlitsmálverk hefur sitt andblæ og stílbragð, að því er fram kemur í tilkynningu Meira
11. febrúar 2023 | Menningarlíf | 87 orð | 1 mynd

Auður tók við verðlaunum á Spáni

Rithöfundurinn Auður Ava Ólafsdóttir tók á þriðjudagskvöld við spænsku bókmenntaverðlaununum San Clemente Rosalía-Abanca fyrir Ungfrú Ísland í Santiago de Compostela. Var bókin valin besta þýdda skáldsagan árið 2022 og heitir La escritora á spænsku… Meira
11. febrúar 2023 | Fjölmiðlar | 225 orð | 1 mynd

Bubbi um Bubba frá Bubba til …

Bubbi er kóngurinn. Það er óumdeilt. Ljósvaki hafði ekki nógu þroskaðan tónlistarsmekk á yngri árum til að fíla tónlist Bubba í upphafi hans ferils, enda diskóið að ryðja sér til rúms á unglingsaldri Ljósvaka Meira
11. febrúar 2023 | Leiklist | 1144 orð | 2 myndir

Draumurinn um hamingjuna

Þjóðleikhúsið Ex ★★★★½ Eftir Marius von Mayenburg. Íslensk þýðing: Bjarni Jónsson. Leikstjórn: Benedict Andrews. Leikmynd og búningar: Nina Wetzel. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson. Hljóðhönnun: Gísli Galdur Þorgeirsson og Aron Þór Arnarsson. Leikarar: Gísli Örn Garðarsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Nína Dögg Filippusdóttir og Sesselja Katrín Árnadóttir. Frumsýning á Stóra sviði Þjóðleikhússins 28. janúar 2023. Meira
11. febrúar 2023 | Menningarlíf | 101 orð | 1 mynd

Dúplum dúó heldur tónleika kl. 15.15

Dúplum dúó heldur tónleika í röðinni 15:15 í Breiðholtskirkju í dag og eins og heiti raðarinnar gefur til kynna hefjast þeir kl. 15.15. Á efnisskránni verða nokkur verk en það fyrsta er „Allt er ömurlegt“ sem er ljóða- og lagaflokkur eftir Björk… Meira
11. febrúar 2023 | Menningarlíf | 117 orð | 1 mynd

Kantötur eftir Bach í Seltjarnarneskirkju

Kammerkór Seltjarnarneskirkju og Sinfóníuhljómsveit áhugamanna halda tónleika undir stjórn Friðriks Vignis Stefánssonar í Seltjarnarneskirkju í dag kl. 16. Á efnisskrá eru tvær kantötur eftir J.S. Bach; nr Meira
11. febrúar 2023 | Menningarlíf | 206 orð | 1 mynd

Konstrúktívur vandalismi

Daníel Magnússon opnar aðra einkasýningu sína í Hverfisgalleríi í dag og ber sú titilinn Konstrúktívur vandalismi. Á sýningunni má sjá tíu verk sem Daníel hefur unnið að á undanförnum misserum Meira
11. febrúar 2023 | Menningarlíf | 81 orð | 1 mynd

Leika tónverk fyrir fiðlu og orgel á tvennum tónleikum um helgina

Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari og Povl Christian Balslev, orgelleikari Vorrar frúar kirkjunnar í Svendborg á Fjóni, halda tvenna tónleika um helgina með sömu efnisskrá. Í dag, laugardag kl. 17, leika þau í Eyrarbakkakirkju og á morgun, sunnudag kl Meira
11. febrúar 2023 | Menningarlíf | 551 orð | 1 mynd

Ópera fyrir hipstera

Ættu gamlir karlar að giftast ungum konum? Meira
11. febrúar 2023 | Menningarlíf | 131 orð | 1 mynd

Óttast verkfall handritshöfunda

Fjárhagsleg hlutdeild handritshöfunda í tekjum vinsælustu kvikmynda og sjónvarpsþátta á streymisveitum verður í forgrunni í komandi kjaraviðræðum Samtaka handritshöfunda í Bandaríkjunum við kvikmyndaverin í Hollywood Meira
11. febrúar 2023 | Menningarlíf | 75 orð | 1 mynd

Prinsinn sýndur í Þjóðleikhúsinu

Sýningar hefjast í kvöld í Þjóðleikhúsinu á leikritinu Prinsinn eftir Maríu Reyndal og Kára Viðars­son en það var frumsýnt í Frysti­klefanum á Rifi í fyrra. Verkið verður sýnt í Þjóðleikhúsinu nú í febrúar og mars og er byggt á reynslu Kára sem… Meira
11. febrúar 2023 | Menningarlíf | 92 orð | 1 mynd

Siggi og Halvorsen í Norðurljósum

Strokkvartettinn Siggi og norski píanóleikarinn Mathias Halvorsen koma fram á síðustu tónleikum Kammermúsíkklúbbsins þennan veturinn sem fara fram í Norðurljósum Hörpu á morgun kl. 16. Á efnisskránni verða verk eftir Ludwig van Beethoven, Atla Heimi … Meira
11. febrúar 2023 | Menningarlíf | 66 orð | 1 mynd

Sunna sigraði í ljóðaslammi í Grófinni

Keppni í ljóðaslammi var haldin á ný eftir nokkurra ára hlé í Borgarbókasafninu í Grófinni 3. febrúar síðastliðinn. Fimm frumsamin atriði voru flutt og bar hin sautján ára Sunna Benjamínsdóttir Bohn sigur úr býtum, flutti með tilþrifum hið sjálfsögulega (e Meira
11. febrúar 2023 | Menningarlíf | 158 orð | 1 mynd

Sýnt í rými gamals rútuverkstæðis

Íslendingar taka þátt í BPart!, tveggja ára alþjóðlegu verkefni sem snýst um að nýta sköpun til að stuðla að inngildingu og gera fjölbreytileika samfélagsins sýnilegri í gegnum dans og leik. Verkefninu lýkur með ráðstefnu síðar á árinu þar sem… Meira
11. febrúar 2023 | Menningarlíf | 67 orð | 1 mynd

Uppáhell­ing­arnir fagna Tempó prímó

Uppáhelling­arnir munu á morgun, sunnudag, halda tónleika í Gamla bíói kl. 21 í tilefni af útgáfu plötunnar Tempó prímó - Uppáhellingarnir syngja Jónas og Jón Múla. Uppáhellingarnir eru Andri Ólafsson sem syngur og leikur á bassa, Rögnvaldur… Meira
11. febrúar 2023 | Menningarlíf | 381 orð | 3 myndir

Víkingur á eyðieyju

Líklega er Víkingur Heiðar Ólafsson fyrsti píanóleikarinn sem leikið hefur á píanó á Engey skömmu eftir að það var flutt þangað með þyrlu og svo stillt af píanóstillingarmanni. Og líklega er myndbandið, sem tekið var upp af Víkingi að leika á… Meira
11. febrúar 2023 | Tónlist | 532 orð | 3 myndir

Það gefst ei önnur leið

Fjórar hliðar af tónlist, í þeim stíl sem að framan er lýst, hvar valmenni í tónlist og söng styðja við okkar allra besta. Meira

Umræðan

11. febrúar 2023 | Pistlar | 545 orð | 3 myndir

Alexandr Domalchuk-Jónasson er Skákmeistari Reykjavíkur 2023

Fyrir níundu og síðustu umferð Skákþings Reykjavíkur, sem lauk sl. sunnudag, var Vignir Stefánsson einn í efsta sæti með 6½ vinning og hafði hvítt í skák sinni við Alexander Oliver Mai, sem var jafn Alexandr Domalchuk-Jónassyni og Jóhanni Ingvasyni Meira
11. febrúar 2023 | Aðsent efni | 756 orð | 1 mynd

Dýrkeypt réttlæti – Opið bréf til dómsmálaráðherra

Steinar Berg: "Hæstiréttur: Við breytingar á verkefnum veiðifélaga með lögum nr. 50/2015 sinnti löggjafinn því ekki stjórnskipulegri skyldu sinni." Meira
11. febrúar 2023 | Pistlar | 478 orð | 2 myndir

Er þessi pistill „next level“?

Ég las fyrirsögn á vefmiðli um daginn sem ég hef hér eftir, í rannsóknarskyni. Það var tilvitnun í viðmælanda og því í gæsalöppum: „Hausinn sagði go for glory eða go home.“ Viðmælandinn hafði, með miklum glæsibrag, sigrað í íþróttakeppni … Meira
11. febrúar 2023 | Aðsent efni | 221 orð | 1 mynd

Hjálpum fórnarlömbum jarðskjálftanna

Hjálparstarf kirkjunnar á Íslandi sendir á næstu dögum ellefu milljóna króna fjárframlag til hjálparstarfs á hamfarasvæðunum. Meira
11. febrúar 2023 | Aðsent efni | 771 orð | 1 mynd

Hugsum skýrt um bankamál

Ragnar Önundarson: "Ef skattur á banka verður lækkaður eykst markaðsverðmæti hans sjálfkrafa. Ef eiginfjárkröfurnar verða lækkaðar er unnt að borga miklar fjárhæðir út." Meira
11. febrúar 2023 | Aðsent efni | 790 orð | 1 mynd

Hvert er hlutverk Samkeppniseftirlitsins?

Ragnar Árnason: "Til að lækka vöruverð er nauðsynlegt að nýta stærðarhagkvæmni. Því á Samkeppniseftirlitið að hvetja til slíkrar þróunar en fylgjast með því að sterkari markaðsstaða sé ekki misnotuð." Meira
11. febrúar 2023 | Aðsent efni | 773 orð | 1 mynd

Leyndarhyggja og laumuspil í Lindarhvoli – Hver stýrir störfum Alþingis?

Þorsteinn Sæmundsson: "Eftir vitnisburð stjórnarmanna fyrir héraðsdómi er hægt að fullyrða að settar reglur voru að engu hafðar." Meira
11. febrúar 2023 | Pistlar | 780 orð

Píratar raunsæir – Efling í stríð

Oft er látið eins og popúlistar, lýðskrumarar, séu aðeins á hægri kanti stjórnmálanna. Þetta er rangt. Þeir eru ekki síður til vinstri. Meira
11. febrúar 2023 | Aðsent efni | 247 orð

Reykjavík, janúar 2023

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála í Háskóla Íslands hélt fund 16. janúar 2023 um bók mína, Landsdómsmálið. Hafði ég framsögu, en Ögmundur Jónasson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, veitti andsvör Meira
11. febrúar 2023 | Pistlar | 470 orð | 1 mynd

Takk fyrir móttökurnar

Að gegna þeirri borgaraþjónustu að vera þingmaður er hvort tveggja ótrúlega lærdómsríkt og gefandi. Þess vegna undrast ég þá spurningu sem ég heyri gjarnan þar sem spurt er hvernig ég nenni þessu því starfið er einmitt svo fjölbreytt og skemmtilegt Meira

Minningargreinar

11. febrúar 2023 | Minningargreinar | 1883 orð | 1 mynd

Arnar Eysteinn Sigurðsson

Arnar Eysteinn Sigurðsson fæddist 19. júní 1935 í Mjóanesi við Þingvallavatn. Hann lést á Klausturhólum 30. janúar 2023. Foreldrar hans voru Sigurður Sveinsson, f. 15. júní 1909, d. 14. október 1995, og Þórdís Ágústsdóttir, f. 26. apríl 1908, d. 19. Meira  Kaupa minningabók
11. febrúar 2023 | Minningargreinar | 1115 orð | 1 mynd

Arnar Páll Ágústsson

Arnar Páll Ágústsson fæddist í Reykjavík 2. júlí 1980. Hann lést á heimili sínu þann 25. janúar 2023. Foreldrar hans eru Ágúst Frímann Sigurðsson, f. 3. maí 1954 á Hvammstanga, og Þuríður Þorleifsdóttir, f. 16. mars 1957 í Þykkvabæ II í Landbroti. Meira  Kaupa minningabók
11. febrúar 2023 | Minningargreinar | 1373 orð | 1 mynd

Einar Kristbjörnsson

Einar Kristbjörnsson fæddist 15. nóvember 1947 á Laugavegi 145 í Reykjavík. Hann lést 19. janúar 2023 á Landspítalanum í Reykjavík. Foreldrar Einars voru Kristbjörn Borgþór Þórarinsson, f. 13. desember 1923, d. 28. apríl 1990, og Katrín Einarsdóttir, f. Meira  Kaupa minningabók
11. febrúar 2023 | Minningargreinar | 1065 orð | 1 mynd

Elín Jónsdóttir

Elín Jónsdóttir fæddist á Vaðli á Barðaströnd 9. mars 1947. Hún lést 27. janúar 2023. Foreldrar hennar voru Sigríður Þorgrímsdóttir, f. í Miðhlíð á Barðaströnd 5. nóvember 1921, d. 8. mars 1985, og Jón Elíasson, f. á Vaðli á Barðaströnd 16. Meira  Kaupa minningabók
11. febrúar 2023 | Minningargreinar | 341 orð | 1 mynd

Haraldur Unason Diego

Haraldur Unason Diego fæddist 12. apríl 1972. Hann lést 10. febrúar 2022. Haraldur var jarðsunginn 25. febrúar 2022. Meira  Kaupa minningabók
11. febrúar 2023 | Minningargreinar | 1720 orð | 1 mynd

Hertha Wendel Jónsdóttir

Hertha Wendel Jónsdóttir fæddist 19. desember 1936. Hún lést 26. janúar 2023. Útför hennar fór fram 8. febrúar 2023. Meira  Kaupa minningabók
11. febrúar 2023 | Minningargreinar | 610 orð | 1 mynd

Hilmar Gunnarsson

Hilmar Gunnarsson fæddist 5. mars 1935 í Vestmannaeyjum. Hann lést á Grund 29. janúar 2023. Foreldrar hans voru Jóhann Gunnar Ólafsson bæjarfógeti og sýslumaður á Ísafirði, f. 1902 í Vík í Mýrdal, d. 1. september 1979, og Ragna Haraldsdóttir, f. 24. Meira  Kaupa minningabók
11. febrúar 2023 | Minningargreinar | 2177 orð | 1 mynd

Karl Geirmundsson

Karl Geirmundsson fæddist á Atlastöðum í Fljótavík í Sléttuhreppi 13. mars 1939. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði 29. janúar 2023. Foreldrar hans voru Guðmunda Regína Sigurðardóttir, f. 1904, d. 1994, og Geirmundur Júlíusson, f. 1908, d. Meira  Kaupa minningabók
11. febrúar 2023 | Minningargreinar | 602 orð | 1 mynd

Magnea Guðrún Magnúsdóttir

Magnea Guðrún Magnúsdóttir fæddist 28. desember 1942. Hún lést 29. janúar 2023. Útför hennar fór fram 9. febrúar 2023. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

11. febrúar 2023 | Viðskiptafréttir | 90 orð | 1 mynd

Hlutfall ferðamanna svipað og í janúar 2020

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 121 þúsund í janúar. Það eru álíka margar brottfarir og í janúar 2020, rétt áður en faraldur skall á, og um 82% af því sem þær voru í janúar 2018 sem var metár Meira
11. febrúar 2023 | Viðskiptafréttir | 773 orð | 2 myndir

Segir lausn felast í sorpbrennslu

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Bygging sorpbrennslustöðva mun hafa í för með sér hagkvæmar leiðir til að farga sorpi frá heimilum og fyrirtækjum og um leið auka möguleikann á umhverfisvænni orkuframleiðslu. Meira

Daglegt líf

11. febrúar 2023 | Daglegt líf | 1384 orð | 4 myndir

Ég kreisti þig að mínu brjósti og kyssi

Ég ætla að fjalla um ástarbréf sem Baldvin Einarsson sendi heitmey sinni, Kristrúnu Jónsdóttur frá Hólmum. Þetta eru um fimmtíu bréf og flest frá 1825 og 1826, meðan þau voru bæði á Íslandi. Eftir að hann fer til Kaupmannahafnar eru bréfasendingar háðar stopulum skipaferðum og bréfin því færri Meira

Fastir þættir

11. febrúar 2023 | Í dag | 105 orð | 1 mynd

Arnar Logi Ólafsson

30 ára Arnar ólst upp í Hlíðunum í Reykjavík en býr í Mosfellsbæ. Hann er menntaður húsasmiður og rekur Ó.R. smíði ásamt föður sínum. Áhugamálin eru hestar og almenn útivist. „Ég var með háleitt markmið um að ná að kaupa mér einbýlishús áður en ég… Meira
11. febrúar 2023 | Í dag | 1405 orð | 1 mynd

ÁRBÆJARKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta 12. febrúar kl. 11. Söngur...

ÁRBÆJARKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta 12. febrúar kl. 11. Söngur, biblíusaga og brúðuleikhús. Prestur er Þór Hauksson ásamt Ingunni Björk Jónsdóttur djákna. Organisti er Krisztina Kalló Szklenár. Kirkjukaffi í lokin. ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. Meira
11. febrúar 2023 | Dagbók | 67 orð | 1 mynd

Breaking Bad snýr aftur í auglýsingu

Break­ing Bad-fé­lag­arn­ir Walter White og Jesse Pinkm­an snúa aft­ur í nýrri aug­lýs­ingu sem gerð var fyr­ir Super Bowl. Ólíkt upp­runa­lega söguþræðinum í Break­ing Bad-þátt­un­um, þar sem efna­fræðikenn­ar­inn Walter byrj­ar að fram­leiða… Meira
11. febrúar 2023 | Í dag | 284 orð

Draugur upp úr öðrum draug

Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Vofa sést á sveimi hér. Síðan grind í hliði er. Á velli steinn, sem laskar ljá. Letingi er piltur sá. Helgi R. Einarsson kemur hér með lausnina frá Tene: Vofa og grind í hliði hér og hulinn steinn eitt nafnið ber, það líka kallast letihaugur Meira
11. febrúar 2023 | Í dag | 832 orð | 3 myndir

Hefur það ágætt í ellinni

Reynir Þórisson er fæddur 12. febrúar 1943 og verður hann því áttræður á morgun. Hann fæddist í Flögu í Þistilfirði og bjó þar alla æsku sína. Foreldrar hans byggðu síðan á Óslandi, nærri Flögu en Reynir átti aldrei heima þar Meira
11. febrúar 2023 | Dagbók | 30 orð | 1 mynd

Liam Neeson fer með aðalhlutverkið í þessari mögnuðu spennumynd frá 2020.…

Liam Neeson fer með aðalhlutverkið í þessari mögnuðu spennumynd frá 2020. Alræmdur bankaræningi, sem þráir að lifa heiðvirðu lífi eftir að hann verður ástfanginn, er svikinn af tveimur miskunnarlausum alríkislögreglumönnum. Meira
11. febrúar 2023 | Í dag | 61 orð

Maður getur skrikað: runnið til. Það gerir maður oftast á fótum og vilji…

Maður getur skrikað: runnið til. Það gerir maður oftast á fótum og vilji maður hafa þá með í lýsingunni er betra að segja mér skrikaði fótur en „ég skrikaði fæti“. Bíll er fótalaus svo hann skrikar bara á veginum í hálku Meira
11. febrúar 2023 | Í dag | 29 orð | 1 mynd

Mosfellsbær Atlas Logi Arnarsson fæddist 23. maí 2022 á Landspítalanum.…

Mosfellsbær Atlas Logi Arnarsson fæddist 23. maí 2022 á Landspítalanum. Hann vó 3.745 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Arnar Logi Ólafsson og Lára Ösp Oliversdóttir. Meira
11. febrúar 2023 | Í dag | 182 orð

Ógætilegt tal. V-NS

Norður ♠ Á43 ♥ 63 ♦ 8532 ♣ KG64 Vestur ♠ KDG107 ♥ 4 ♦ KDG109 ♣ 32 Austur ♠ 952 ♥ G752 ♦ 74 ♣ D1098 Suður ♠ 86 ♥ ÁKD1098 ♦ Á6 ♣ Á75 Suður spilar 4♥ Meira
11. febrúar 2023 | Í dag | 156 orð | 1 mynd

Skák

1. c4 c6 2. Rf3 d5 3. e3 Rf6 4. Rc3 e6 5. b3 Bd6 6. Bb2 O-O 7. Be2 He8 8. d4 Rbd7 9. 0-0 b6 10. Dc2 Bb7 11. Had1 De7 12. Hfe1 Had8 13. Bf1 a6 14. e4 dxe4 15. Rxe4 Rxe4 16. Hxe4 Df8 17. c5 bxc5 18. dxc5 Bxc5 19 Meira
11. febrúar 2023 | Árnað heilla | 147 orð | 1 mynd

Sveinn Ólafsson

Sveinn Ólafsson fæddist 11. febrúar 1863 í Firði í Mjóafirði. Foreldrar hans voru hjónin Ólafur Guðmundsson, f. 1830, d. 1896, bóndi þar, og Katrín Sveinsdóttir, f. 1838, d. 1917. Hann stundaði nám í lýðháskólunum í Vanheim og Aulestad í Noregi… Meira

Íþróttir

11. febrúar 2023 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

Auðvelt hjá Fram gegn botnliðinu

Ríkjandi Íslandsmeistarar Fram unnu auðveldan sigur á botnliði HK, 39:26, í úrvalsdeild kvenna í handknattleik, Olísdeildinni, í Úlfarsárdal í gærkvöldi. Staðan var 24:11 í hálfleik og eftirleikurinn því auðveldur fyrir Fram Meira
11. febrúar 2023 | Íþróttir | 70 orð | 1 mynd

Finni í markið hjá Keflavík

Finnski markvörðurinn Vera Varis hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Keflavíkur um að leika með liðinu út tímabilið 2024. Varis, sem er 28 ára gömul, hefur komið víða við og vann til að mynda finnsku úrvalsdeildina með KuPS á síðasta tímabili Meira
11. febrúar 2023 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

Halldór ráðinn þjálfari KA

Handknattleiksþjálfarinn Halldór Stefán Haraldsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs KA. Hann tekur við liðinu af Jónatan Magnússyni fyrir næsta tímabil. Halldór þjálfaði síðast kvennalið Fylkis hér á landi fyrir sjö árum, en hefur síðan þá… Meira
11. febrúar 2023 | Íþróttir | 313 orð | 1 mynd

Hvað er í gangi hjá karlaliði KR í körfubolta? KR er sigursælasta liðið í…

Hvað er í gangi hjá karlaliði KR í körfubolta? KR er sigursælasta liðið í sögu Íslandsmótsins með 18 Íslandsmeistaratitla og komu sex þeirra í röð á árunum 2014 til 2019. Nú er staðan allt önnur og er KR langneðst í Subway-deildinni, með aðeins fjögur stig eftir sextán leiki Meira
11. febrúar 2023 | Íþróttir | 70 orð | 1 mynd

Irma bætti eigið Íslandsmet

Irma Gunnarsdóttir úr FH bætti á fimmtudagskvöld tæplega tveggja mánaða gamalt Íslandsmet sitt í þrístökki kvenna þegar hún sigraði í greininni á Nike-mótaröðinni í Kaplakrika. Irma stökk 13,36 metra og bætti þar með met sitt um 23 sentímetra Meira
11. febrúar 2023 | Íþróttir | 211 orð | 1 mynd

ÍBV í undanúrslit eftir sigur í Garðabænum

ÍBV tryggði sér í gærkvöldi sæti í undanúrslitum bikarkeppni kvenna í handknattleik, Powerade-bikarsins, með því að hafa betur gegn Stjörnunni, 23:22, í 8-liða úrslitum keppninnar í Garðabæ. Leikurinn átti upphaflega að fara fram á miðvikudagskvöld… Meira
11. febrúar 2023 | Íþróttir | 61 orð | 1 mynd

Leikurinn um Ofurskálina annað kvöld

Kansas City Chiefs og Philadelphia Eagles munu leiða saman hesta sína í Ofurskálarleiknum, úrslitaleik bandarísku NFL-deildarinnar í ruðningi, í Phoenix í Arizona-ríki annað kvöld. Leikstjórnendur beggja liða, Patrick Mahomes hjá Kansas og Jalen… Meira
11. febrúar 2023 | Íþróttir | 647 orð | 3 myndir

Nær vörn Philadelphia að loka á Kansas City Chiefs?

Ofurskálarleikurinn í NFL-ruðningsdeildinni fer fram í Phoenix í Arizona-eyðimörkinni á morgun. Tvö af bestu liðunum á keppnistímabilinu, Kansas City Chiefs og Philadelphia Eagles, berjast um titilinn að þessu sinni Meira
11. febrúar 2023 | Íþróttir | 141 orð | 1 mynd

Valur sterkari í síðari hálfleik fyrir norðan

Ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar Vals gerðu góða ferð til Akureyrar og höfðu þar betur gegn KA, 36:32, í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olísdeildinni, í gærkvöldi. Fyrri hálfleikur var æsispennandi og var staðan hnífjöfn, 17:17, í hálfleik Meira
11. febrúar 2023 | Íþróttir | 413 orð | 2 myndir

Þór kjöldró meistarana

Þór frá Þorlákshöfn gerði sér lítið fyrir og vann gífurlega öruggan sigur á ríkjandi Íslands- og bikarmeisturum Vals, 106:74, þegar liðin áttust við í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Subway-deildinni, í Þorlákshöfn í gærkvöldi Meira

Sunnudagsblað

11. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 957 orð | 1 mynd

Að hugsa áður en þú framkvæmir

Eitt helsta vandamálið sem við stöndum frammi fyrir eru langvinnir sjúkdómar af völdum ofdrykkju, hreyfingarleysis og offitu. Meira
11. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 58 orð | 1 mynd

Af vígfimum drottningum

Drottningar Jada Pinkett Smith er sögumaður og fyrirtæki hennar framleiðir nýja röð heimildarþátta með leiknum innslögum, African Queens. Fyrsta serían kemur inn á efnisveituna Netflix á miðvikudaginn Meira
11. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 1006 orð | 4 myndir

Alls ekki gefast upp!

Mér líður [eins og að ég hafi fengið annað tækifæri], sérstaklega vegna þess að ég missti söngröddina svo lengi. Ég óttaðist að ég myndi aldrei gera fleiri plötur og ekki framar leggjast í tónleikaferðalag Meira
11. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 253 orð | 7 myndir

Alvarleiki ásamt mikilli leikgleði í ljóðunum

Ég les alltaf dálítið mikið í einu. Nokkrar ljóðabækur, eina eða tvær skáldsögur og svo hitt og þetta sem ég er að grúska í hverju sinni. Ég sé svo margt spennandi á bókasöfnunum og enda á því að vera með stafla heima sem ég vinn mig í gegnum Meira
11. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 148 orð | 1 mynd

Barnið fæddist ölvað

„Kanadískur læknir, Shaefer að nafni, skrifaði nýlega grein í kanadíska læknablaðið um mjög sérstæða fæðingu. Barnið kom nefnilega ölvað í heiminn.“ Með þessum orðum hófst frétt í Morgunblaðinu 12 Meira
11. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 133 orð | 2 myndir

Björn í kókaínvímu

„Ég hef mikið dálæti á persónum sem eru fyndnar og mega sín lítils. Þegar maður stendur andspænis birni í kókaínvímu skiptir engu máli hver maðurinn er, björninn hefur alltaf yfirhöndina í þeim aðstæðum,“ segir Elizabeth Banks, leikstjóri… Meira
11. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 2656 orð | 4 myndir

Eins og að vera í Paradís

Ykkur hafa verið gefin þau dýrmæti sem laxinn og árnar hér eru og það er skammarlegt að bera ekki meiri ábyrgð á þeirri gjöf en þetta, að leyfa eldið eins og það er. Meira
11. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 91 orð | 1 mynd

Gæti spilað með Dream Theater á ný

Jákvæður Mike Portnoy, sem af mörgum er talinn einn besti trymbill málmsögunnar, gæti vel hugsað sér að koma á ný fram með sínum gömlu félögum í Dream Theater. Þetta upplýsti hann í hlaðvarpsþættinum The Heavy Hooks Show Meira
11. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 30 orð

Hver er vinurinn? Það er gott að eiga góða vini, en veist þú hver guli og…

Leikið við Simba. Stökkvum hátt og hlaupum hratt, leikum fyrir aftan og fyrir framan, uppi og niðri! Það er skemmtilegt að læra um andstæður með Simba, Nölu og vinum þeirra! Meira
11. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 59 orð

Í þessari viku eigið þið að finna orð í stafasúpu. Lausnina skrifið þið…

Fyrir tveimur vikum áttuð þið að leysa stærðfræðidæmi og var rétt svar 4, 11, 16, 13, 17 og 12. Dregið var úr réttum lausnum og fá hinir heppnu bókina Vampírína – Spilakvöld í verðlaun Meira
11. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 2618 orð | 2 myndir

Jörðin er móðir mín

Flugmaðurinn var helvíti snöggur að bregðast við, drap á vélinni, að mig minnir, og dró þannig úr fallinu. Meira
11. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 147 orð

Kermit vaknar á sjúkrahúsinu. Hann lítur á hendurnar á sér, þær eru…

Kermit vaknar á sjúkrahúsinu. Hann lítur á hendurnar á sér, þær eru grænar. Hann lítur á fæturna, þeir eru líka grænir og maginn á honum sömuleiðis. Þá segir hann: „Bévítans, ég er orðinn að avókadói!“ Kennarinn: „Rakel, hvað eru margir stafir í… Meira
11. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 406 orð | 1 mynd

Klæjaði í puttana

Ertu með nýja plötu í bígerð? Já, hún er búin að malla mjög lengi en ég er núna loksins að koma frá mér nýrri plötu, Tárum í morgunsárið, sem kemur út í haust. Á plötunni hverf ég aðeins aftur til fyrstu plötu minnar, Við og við, að því leyti að ég… Meira
11. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 450 orð

Lærðir þú íslensku af Tontó?

Það er lykilatriði í sögunni að þið munið eftir Borgari. Meira
11. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 1104 orð | 3 myndir

Maður sem fór alltaf eigin leiðir

Rithöfundarins Guðmundar Magnússonar eða Jóns Trausta verður minnst á veglegan hátt í Iðnó nú á sunnudag, 12. febrúar, en þar verður haldin ráðstefna um rithöfundinn. Þennan dag verða liðin 150 ár frá fæðingu Guðmundar Magnússonar, sem síðar tók sér höfundarnafnið Jón Trausti Meira
11. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 2397 orð | 4 myndir

Með fulla poka af lúxus

Ég var búin að kynnast góðum manni hjá Louis Vuitton í Þýskalandi og endaði á að fara þangað og geyma alla pokana þar því ég þorði ekki að labba um göturnar með marga poka af verðmætum töskum að kvöldi til. Meira
11. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 99 orð | 1 mynd

Nýr foringi í Unforgotten

Staðgengill Maður kemur í manns stað. Við það geta aðdáendur bresku glæpaþáttanna vinsælu Unforgotten huggað sig. Aðalsöguhetjan, Cassie Stuart sem Nicola Walker lék, féll frá í síðustu seríu en í stað þess að leggja upp laupana var ný persóna skrifuð inn í hennar stað Meira
11. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 1038 orð | 2 myndir

Nöturleiki náttúruaflanna

Vikan heilsaði öllum að óvörum með gulum veðurviðvörunum. Björgunarsveitir höfðu það þó til þess að gera náðugt. Inflúensan er á heildina litið á niðurleið í samfélaginu Meira
11. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 1009 orð | 2 myndir

Rannsóknarsetur um menntun og hugarfar

Það hljómar einfalt að segja að gefa þurfi börnum réttar áskoranir miðað við færni, en það er mjög krefjandi. Meira
11. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 888 orð

Stærsta tækifæri Íslands

Það er því mikið heilbrigðismerki á íslensku nýsköpunarumhverfi um þessar mundir að langstærstur hluti fjárfestingar í íslenskri nýsköpun er alþjóðleg. Meira
11. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 112 orð | 1 mynd

Tjáknin sem má og má ekki nota samkvæmt kynslóð Z

Ýmislegt breytist á samfélagsmiðlum eftir því sem tíminn líður, þar á meðal notk­un tjákna. Í dag þykja ýmis tjákn afar gam­aldags að mati ungs fólks og hef­ur þetta valdið nokkr­um mis­skiln­ingi meðal eldri kyn­slóða Meira
11. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 109 orð | 1 mynd

Töpuðu tveimur þriðju

Vinnuafl David Draiman, söngvari bandaríska málmbandsins Disturbed, segir að tónlistariðnaðurinn hafi misst tvo þriðju hluta vinnuafls síns í heimsfaraldrinum. „Þetta fólk er farið. Það fór að gera annað vegna þess að ekki var hægt að halda tónleika í tvö til þrjú ár Meira
11. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 609 orð | 1 mynd

Verðugir kjósendur

Sjónarhorn Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Meira
11. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 972 orð | 1 mynd

Það breyttist allt í lífi mínu

Á þessum tímapunkti langaði mig ekki lengur að vera til, en mundi þá eftir að hafa heyrt talað um Wim Hof, ísmanninnn, sem vann með öndun og kulda. Meira

Ýmis aukablöð

11. febrúar 2023 | Blaðaukar | 239 orð | 1 mynd

Að óbreyttu engin loðna á næsta ári

Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) hefur í upphafsráðgjöf sinni lagt til að engin loðna verði veidd á vertíðinni 2023/2024 og byggist hún á magni ókynþroska loðnu í haustmælingu 2022. Vert er að veita því athygli að mælingin sem um ræðir var svo… Meira
11. febrúar 2023 | Blaðaukar | 150 orð | 2 myndir

Áfram stýrt með kvóta

Lagt er til að stjórnun fiskveiða með aflamarkskerfi, einnig þekkt sem kvótakerfi, sem byggist á úthlutun veiðiheimilda á grundvelli ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar um hámarksveiði, verði viðhaldið. Slíkt kerfi er sagt hafa skilað aukinni hagkvæmni… Meira
11. febrúar 2023 | Blaðaukar | 245 orð | 1 mynd

Ávallt spenna á loðnuvertíð en minni í rafmagnskerfinu

Mörgum loðnuskipum hefur tekist að hefja vertíð þrátt fyrir leiðindaveður. Ekki er ólíklegt að veður kunni að valda frekari truflunum næstu vikurnar. Sem betur fer hafa íslenskar útgerðir haft tök á að fjárfesta í öflugum uppsjávarskipum sem geta,… Meira
11. febrúar 2023 | Blaðaukar | 862 orð | 2 myndir

Bóndinn sem spígsporar um hafnir landsins

Ásgeir Kristinsson er af bændum komin í marga ættliði og starfaði sem slíkur þar til fyrir nokkrum árum. Því var alls ekki sjálfgefið að hann tæki að sér að löggilda vogir og halda úti skipaskoðun. Það varð hins vegar raunin og er hann ásamt samstarfsfólki sínu nú tíður gestur í höfnum landsins Meira
11. febrúar 2023 | Blaðaukar | 167 orð | 2 myndir

Breytt umgjörð kerfisins

Starfshóparnir leggja áherslu á að aukið gagnsæi sé til þess fallið að skapa traust og segja að gagnsæi sé ábótavant í íslenskum sjávarútvegi. Samkvæmt tillögunum ættu öll viðskipti með aflaheimildir að vera háð skráningu í opinn gagnagrunn og hvetja á útgerðir til þess að skrá sig á markað Meira
11. febrúar 2023 | Blaðaukar | 1079 orð | 4 myndir

Fyrsti íslenski áhrifavaldurinn á sjó

Einar Már er Snæfellingur af Hellissandi og segir hann aldrei annað hafa komið til greina en að verða sjómaður. „Pabbi var sjómaður og vélstjóri, svo voru báðir langafarnir sjómenn og fleiri frændur Meira
11. febrúar 2023 | Blaðaukar | 837 orð | 2 myndir

Loðnuvertíðin aðeins nokkurra vikna gluggi

Við notum mikið rafmagn í okkar vinnslu og mikið ólag búið að vera á því í janúar. Við erum búin að vera á kolmunna í janúar og hefur gengið mjög vel hjá félaginu. Þennan tíma höfum við verið á varaaflinu og keyrt á olíu Meira
11. febrúar 2023 | Blaðaukar | 491 orð | 1 mynd

Lykilfólk hittist í 18. sinn í Bergen

Það sem er sérstakt með þessa ráðstefnu er að þátttakendur eru æðstu stjórnendur fyrirtækja í sjávarútvegi og fiskeldi. Þeir eru samankomnir á einn stað og eru aðgengilegir. Það er öðruvísi en til dæmis á sjávarútvegssýningunum í Barselóna eða… Meira
11. febrúar 2023 | Blaðaukar | 432 orð

Megninu af afla síðasta árs landað í tíu höfnum

Neskaupstaðar var stærsta löndunarhöfn sjávarfangs árið 2022 og var þar landað rúmlega 224 þúsund tonnum. Á eftir fylgja Vestmannaeyjar með rúm 218 þúsund tonn og svo Vopnafjörður með tæplega 131 þúsund tonn Meira
11. febrúar 2023 | Blaðaukar | 156 orð | 2 myndir

Opna á fyrningu og uppboð aflaheimilda

Útreikningar veiðigjalda eru ógagnsæir og flóknir að mati starfshópanna sem telja að einfaldur og gagnsær útreikningur geti aukið sátt um gjaldtöku fyrir afnot af sjávarauðlindinni. Jafnframt telja þeir að hækkun veiðigjalds kynni að leiða til meiri … Meira
11. febrúar 2023 | Blaðaukar | 1279 orð | 3 myndir

Óteljandi tækifæri með ofurrófstækni

Maritech Eye er enn eitt skrefið sem tekið er í sjálfvirknivæðingu framleiðslu sjávarfangs þar sem ofurrófsmyndavélatækni með aðstoð gervigreindar sinnir gæðaeftirliti. Tæknin sem um ræðir hefur verið notuð til að greina fornminjar í… Meira
11. febrúar 2023 | Blaðaukar | 435 orð | 3 myndir

Sjávarútvegur kjölfesta atvinnulífs víða um land

Sjávarútvegurinn hefur lengi verið undirstöðuatvinnuvegur sveitarfélagsins. Hann hefur þar af leiðandi mjög mikla þýðingu fyrir Vopnafjörð sem samfélag og sveitarfélag. Umsvif Vopnafjarðarhafnar hafa sjaldan eða aldrei verið eins mikil og á síðasta ári Meira
11. febrúar 2023 | Blaðaukar | 556 orð | 3 myndir

Spáir því að verð fari lækkandi

Íslandssaga rekur fiskvinnslu sem sérhæfir sig í þorski, ýsu og steinbít, framleiðir bæði ferskar og frystar afurðir sem seldar eru bæði á Ameríku- og Evrópumarkað. „Mér sýnist vera pressa á verð í Ameríku til lækkunar Meira
11. febrúar 2023 | Blaðaukar | 252 orð | 2 myndir

Tilgangur strandveiða verði skýrari

Opnað er á leiðir til að tryggja strandveiðum auknar aflaheimildir og sveigjanlegri skilyrði til sjósóknar í bráðabirgðatillögum starfshópanna. Vakin er athygli á að markmið strandveiðikerfisins geta verið af ólíkum toga og er meðal annars bent á… Meira
11. febrúar 2023 | Blaðaukar | 618 orð | 4 myndir

Tryggðu sér stærra þjónustusvæði Bergen-véla

Í janúar síðastliðnum sinnti skipa- og véladeild Héðins yfirhalningu aðalvélar grænlenska togarans Polar Nattoralik, sem er af gerðinni B33:45 frá Bergen Engines, auk þess sem öðrum viðhaldsverkefnum var sinnt Meira
11. febrúar 2023 | Blaðaukar | 134 orð | 2 myndir

Unnið að auknu jafnrétti

Starfshóparnir telja að átak og vitundarvakningarverkefni um konur til sjós hafi skilað takmörkuðum árangri og vilja að fundið sé áhugasamt útgerðarfélag til að taka þátt í að „kvenna/kvára“ fyrsta togarann í íslenskum sjávarútvegi… Meira
11. febrúar 2023 | Blaðaukar | 795 orð | 2 myndir

Vélstjórinn á Sólbergi kvaddi á toppnum

Þórður er nýkominn heim frá Tyrklandi þegar blaðamaður nær af honum tali. Hann hefur ekki setið verkefnalaus frá því að sjómennskunni lauk og sinnir nú eftirliti fyrir hönd Ramma hf. vegna smíða nýs ísfisktogara af smærri gerð sem nú fer fram í… Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.