Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Verkföll og baráttuaðferðir Eflingar í yfirstandandi kjaradeilu við Samtök atvinnulífsins eru um margt ólík því sem þekkt er á vinnumarkaði á síðari áratugum að sögn Sumarliða R. Ísleifssonar, dósents í sagnfræði við HÍ og sérfræðings í sögu verkalýðshreyfingarinnar. Sé hins vegar litið 60 til 70 ár aftur í tímann megi finna ýmis dæmi um mjög hörð átök þar sem jafnvel lá við handalögmálum, að sögn Sumarliða, sem vísar þar m.a. til verkfalls Dagsbrúnar á sjötta áratugnum en þá settu verkfallsverðir upp vegatálma fyrir utan borgina, stöðvuðu flutningabíla og helltu niður mjólk.
Meira