Greinar miðvikudaginn 15. febrúar 2023

Fréttir

15. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 190 orð | 1 mynd

130 milljónir til að efla byggðir

Tólf verkefni á vegum sjö landshlutaverkefna hafa fengið úthlutað styrkjum sem ætlað er að efla byggðir landsins á árinu. Alls er úthlutað 130 milljónum króna en 32 umsóknir bárust um umsóknir að fjárhæð rúmar 857 milljónir Meira
15. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 328 orð | 2 myndir

Álögur aukist ekki verulega

Nýgerður kjarasamningur sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hvílir meðal annars á þeim forsendum „að álögur ríkisins á sjávarútveg aukist ekki í verulegum mæli, s.s. með umtalsverðri hækkun veiðigjalds eða breytingu á fyrirkomulagi… Meira
15. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Bayern og Milan fögnuðu sigrum

AC Milan og Bayern München eru í fínum málum eftir fyrri leiki sína í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í gærkvöldi. Brahim Díaz skoraði sigurmark AC Milan í 1:0-sigri á Tottenham Meira
15. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 27 orð | 1 mynd

Eggert Jóhannesson

Á floti Sumarhús Jóhanns Helga Hlöðverssonar við Elliðavatnsblett var umflotinn vatni þegar hann vitjaði þess í gær en miklir vatnavextir hafa verið víða um land síðustu... Meira
15. febrúar 2023 | Erlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Enn veik von um að fólk sé á lífi

Mannúðarteymi Sameinuðu þjóðanna kom til Sýrlands í gær til að veita neyðaraðstoð þeim sem lifðu af jarðskjálftann mikla sem skók Tyrkland og Sýrland í síðustu viku. Að minnsta kosti 35.000 manns fórust í skjálftanum og þykir líklegt að sú tala muni hækka enn á næstu dögum Meira
15. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 216 orð | 1 mynd

Flug gæti stöðv­ast í næstu viku

Viðbúið er að allt flug hjá Icelandair raskist um helgina og stöðvist um miðja næstu viku ef verkfall Eflingarbílstjóra í eldsneytisflutningum dregst á langinn. Það á jafnt við um millilanda- og innanlandsflug Meira
15. febrúar 2023 | Erlendar fréttir | 159 orð | 1 mynd

Fundu búnað í braki belgsins

Bandaríkjaher hefur fundið „mikilvæga skynjara“ og annan rafeindabúnað í braki kínverska njósnabelgsins, sem skotinn var niður 4. febrúar síðastliðinn. Sagði í yfirlýsingu hersins í fyrrakvöld að búið væri að fjarlægja stóran hluta af brakinu úr… Meira
15. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 313 orð | 2 myndir

Gátu miðlað reynslunni frá Haítí

„Þetta var mjög krefjandi verkefni fyrir allt og alla,“ segir Björn J. Gunnarsson sem er nýkominn heim eftir björgunarstörf í Tyrklandi. Hluti íslenska hópsins, sem fór til Tyrklands til að sinna björgunarstörfum eftir skjálftana sem riðu þar yfir í síðustu viku, kom heim í gær Meira
15. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 70 orð

Gæsluvarðhald lengt um 2 vikur

Gæslu­v­arðhald yfir timb­ur­inn­flytj­anda, einum sak­born­ing­anna í stóru fíkniefnamáli, var á mánudag fram­lengt um tvær vik­ur, eða til 24. fe­brú­ar. Sak­sókn­ari fór fram á fjór­ar vik­ur en dóm­ari féllst ekki á þá beiðni Meira
15. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 281 orð

Hagnaður í landbúnaði jókst mikið milli ára

Fimm helstu greinar landbúnaðar skiluðu ríflega þrefalt meiri hagnaði árið 2021 en árið á undan eða 2,1 milljarði króna samanborið við 692 milljónir árið áður. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Þar segir að mikil umskipti hafi orðið á rekstri… Meira
15. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 622 orð | 2 myndir

Hægt að dreifa vörum fyrst um sinn

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ef til verkfalls Eflingar meðal bílstjóra hjá Samskipum, Olíudreifingu og Skeljungi kemur á hádegi í dag mun það fljótt hafa lamandi áhrif á atvinnulíf á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni og jafnvel víðar og á daglegt líf fólks á sama svæði. Áhrifin koma þó fram á mismunandi tímum, eftir greinum. Útlit er fyrir að hægt verði að dreifa nauðsynjavörum í einhverja daga og halda verslunum opnum. Meira
15. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Lögðu hald á mikið magn fíkniefna

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á 7 kg af amfetamíni og um 40 kg af marijúana, auk annarra fíkniefna sem og frammistöðubætandi efna, við húsleitir í umdæminu í síðustu viku. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að fimm hafi verið… Meira
15. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 178 orð | 1 mynd

Meirihluti hæða rýmdur

Búið er að rýma meirihluta hæða í húsnæði Landsvirkjunnar við Háaleitisbraut vegna myglu sem fannst í húsnæðinu. Rýma þurfti sjöundu hæð í janúar en nú hafa fjórar hæðir bæst við. Þriðja, fjórða, fimmta, sjötta og sjöunda hæð standa nú tómar Meira
15. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 145 orð

Nauðsynjar klárast fyrst verði verkfall

Verslunareigendur hafa nýtt síðastliðna daga í að búa sig undir verkfall olíubílstjóra í Eflingu. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, kveðst gera ráð fyrir því að birgðir endist að minnsta kosti fram yfir helgi ef af verkfallinu verður Meira
15. febrúar 2023 | Fréttaskýringar | 583 orð | 4 myndir

Ný miðstöð muni skapa mörg tækifæri

Sviðsljós Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Ég er sannfærður um að þetta verði farsælt skref. Við eigum ofboðslega margt gott tónlistarfólk en það hefur vantað að bæta innviðina,“ segir Gunnar Hrafnsson, formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna, FÍH. Meira
15. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 401 orð

Nýr ríkissáttasemjari á um marga kosti að velja

Staðan í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins er engu skýrari eftir úrskurð Landsréttar um að stéttarfélaginu beri ekki skylda til þess að láta kjörskrá félagsins af hendi, en þar er einnig staðfest að atkvæðagreiðsla um miðlunartilögu ríkissáttasemjara eigi að fara fram Meira
15. febrúar 2023 | Erlendar fréttir | 713 orð | 1 mynd

Reyna að tryggja skotfærabirgðirnar

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Varnarmálaráðherrar vesturveldanna funduðu í gær í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Brussel til þess að ræða hvernig þeir gætu sem best stutt áfram við Úkraínumenn á komandi vikum og mánuðum. Var gert ráð fyrir að ráðherrarnir myndu á fundinum leggja áherslu á mikilvægi þess að vesturveldin auki framleiðslu sína á skotfærum og vopnum handa Úkraínumönnum, á sama tíma og Úkraínumenn hafa þrýst á um að fá sendar til sín orrustuþotur af vestrænni gerð. Meira
15. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 145 orð | 1 mynd

Síðustu ferðir olíubílstjóra fyrir fyrirhugað verkfall á hádegi

Verkfall olíubílstjóra í Eflingu hefst á hádegi í dag, ef ekki takast samningar í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Sigurður Sverrisson, olíubílstjóri hjá Skeljungi, kveðst hafa fundið fyrir auknu álagi síðustu daga Meira
15. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd

Sprengingin líklega út frá kútnum

Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota á Íslandi, segir fyrirtækið ekki hafa „komið ná­lægt met­an­part­in­um“ á bílnum sem sprenging varð í á bensínstöð Olís við Álfheima í fyrradag. Tveir voru fluttir á slysadeild og að minnsta kosti tveir bílar urðu fyrir tjóni Meira
15. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 485 orð | 1 mynd

Tímamót hjá KR

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Knattspyrnufélag Reykjavíkur verður 124 ára á morgun, 16. febrúar, og af því tilefni verður þá opið hús klukkan 16-18 í KR-heimilinu. „Á aðalfundi KR vorið 1923 var samþykkt að gera félagið að fjölgreinaíþróttafélagi og síðan eru liðin 100 ár,“ vekur Lúðvík S. Georgsson, formaður KR, athygli á. Meira
15. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 578 orð | 1 mynd

Viðbótarvernd auðsóttari á Íslandi

Dóra Ósk Halldórsdóttir doraosk@mbl.is „Það er erfitt að segja með einhverri vissu af hverju svona margir velja að koma til Íslands, en ekki til Noregs eða Svíþjóðar eða annarra nágrannalanda. Það geta verið marg­víslegar ástæður fyrir því að fólk ákveður að koma hingað,“ segir Írís Kristinsdóttir, lögfræðingur og sviðsstjóri verndarsviðs Útlendingastofnunar. Meira
15. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 606 orð | 1 mynd

Virkja háhita af hafsbotni

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Orkustofnun hefur endurnýjað leyfi North Tech Energy ehf. til leitar að jarðhita á rannsóknarsvæðum við Reykjaneshrygg og fyrir Norðurlandi. Markmið fyrirtækisins er að finna háhitasvæði til að nýta við þróun jarðvarmavirkjana á pöllum á virkjanastað, í líkingu við olíuborpalla í Norðursjó og víðar. Meira
15. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 208 orð | 1 mynd

Þrjú kynhlutlaus nöfn samþykkt

Mannanafnanefnd hefur samþykkt þrjú kynhlutlaus nöfn og fært á mannanafnaskrá. Þá hefur nefndin einnig samþykkt fimm kvenkyns nöfn og eitt karlkyns og fært á skrána. Kynhlutlausu nöfnin sem nefndin hefur samþykkt eru Agl, Výrin og Blom Meira
15. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 187 orð | 1 mynd

Þverun boðin út í tvennu lagi

Vegagerðin hyggst tvískipta útboði á vegi sem þverar Djúpafjörð og Gufufjörð í Gufudalssveit. Fyrst verður jarðvinnan við fyllingar í fjörðunum boðin út. Brýrnar, sem verða þrjár, verða boðnar út síðar Meira

Ritstjórnargreinar

15. febrúar 2023 | Staksteinar | 218 orð | 1 mynd

Í gíslingu Eflingar

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir í samtali við Morgunblaðið að flug til og frá landinu stöðvist ekki seinna en í næstu viku, verði verkfalli eldsneytisflutningabílstjóra í Eflingu haldið til streitu. Ekki vegna þess að ekki sé nóg til af flugvélaeldsneyti, heldur vegna þess að það þarf líka olíu á rútur með farþega og starfsfólk, flutningabíla með flugvélamat og sprittþurrkur. Meira
15. febrúar 2023 | Leiðarar | 588 orð

Réttinn ber að virða

Réttur Íslands til að fullgilda ekki einstakar tilskipanir er ekki feimnismál Meira

Menning

15. febrúar 2023 | Menningarlíf | 109 orð | 1 mynd

Batgirl var í fínu lagi að sögn Grace

Leikkonan Leslie Grace hefur nú veitt sitt fyrsta langa viðtal frá því ákveðið var að hætta við sýningar á kvikmyndinni Batgirl sem hún lék aðalhlutverkið í, hlutverk Leðurblökustúlkunnar Meira
15. febrúar 2023 | Menningarlíf | 77 orð | 1 mynd

Fjalla um tvö dönsk tónskáld

Dorte Zielke trompetleikari og Søren Johansen orgelleikari frá Danmörku halda tónleika í Háteigskirkju í dag og á morgun og segja sögu tveggja danskra tónskálda, Rued Langgaard og Carl Nielsen. Fyrri tónleikarnir verða í kvöld kl Meira
15. febrúar 2023 | Menningarlíf | 104 orð | 1 mynd

Heimsmet slegið með Tinna-mynd

Teikning eftir belgíska myndlistarmanninn Hergé sem notuð var á kápu bókarinnar Tinni í Ameríku var seld á uppboði í París fyrir helgi og sló heimsmet, varð dýrasta svarthvíta teikning allra tíma Meira
15. febrúar 2023 | Menningarlíf | 93 orð | 1 mynd

Heimsþekktir höfundar á leið til landsins

Alþjóðlega bókmenntahátíðin í Reykjavík verður haldin í 16. sinn dagana 19.-23. apríl 2023. Hátíðin er að vanda tækifæri fyrir íslenska lesendur til að hlýða á erlenda gesti sem oft eru meðal þekktustu höfunda heims Meira
15. febrúar 2023 | Menningarlíf | 458 orð | 2 myndir

Hvað er í fréttum?

Í fréttum er þetta helst nefnist sviðsverk sem sviðslistahópurinn Bein útsending frumsýndi á þriðju hæð Borgarleikhússins fyrr í þessum mánuði. Sýningin er hluti af verkefninu Umbúðalaust í Borgarleikhúsinu sem hefur það að markmiði að styrkja… Meira
15. febrúar 2023 | Menningarlíf | 133 orð | 1 mynd

Makaði hundaskít framan í dansrýni

Stjórnandi ballettflokks ríkisóperunnar í Hannover í Þýskalandi, Marco Goecke, makaði hundaskít framan í Wiebke Hüster, dansgagnrýnanda við dagblaðið Frankfurter Allgemeine Zeitung, á frumsýningu ballettsýningar á laugardaginn var Meira
15. febrúar 2023 | Fjölmiðlar | 217 orð | 1 mynd

Sjálf gleðin býr í gulu vestunum

Ég er farinn að hallast að því að gleðin búi í gulum vestum. Sjáið bara okkar besta gulvestung, Kristján Má Unnarsson, fréttamann á Stöð 2. Sá fyllist nú aldeilis ofsagleði þegar hann er kominn í gula vestið enda þýðir það að höfuðskepnurnar eru enn og aftur byrjaðar að yggla sig Meira
15. febrúar 2023 | Menningarlíf | 792 orð | 1 mynd

Skarphéðinn í uppáhaldi

Einar Kárason hefur oft sagt sögur í Landnámssetrinu Borgarnesi við miklar vinsældir og má þar nefna sögur úr Sturlungu og Grettis sögu. Nú snýr hann aftur í Landnámssetrið og segir Njáls sögu í dagskrá sem hefur yfirskriftina Njálsbrennusaga og Flugumýrartvist Einars Kárasonar Meira
15. febrúar 2023 | Menningarlíf | 56 orð | 1 mynd

Tríó leikur lög eftir Monk á Múlanum

Gítarleikararnir Hilmar Jensson og Daníel Friðrik og trommuleikarinn Matthías Hemstock flytja tónlist eftir Thelonious Monk á tónleikum Jazzklúbbsins Múlans í kvöld kl. 20 á Björtuloftum Hörpu. Í tilkynningu segir að höfundarverk Monks hafi verið… Meira
15. febrúar 2023 | Menningarlíf | 76 orð | 2 myndir

Viðamesta sýningin á Vermeer

Viðamesta sýning á málverkum hollenska gullaldarlistmálarans Johannesar Vermeer til þessa var opnuð í Rijksmuseum í Amsterdam seint í síðustu viku. Á sýningunni getur að líta 28 af þeim 37 olíumálverkum sem Vermeer tókst að ljúka við á stuttri ævi sinni, en hann lést 43 ára árið 1632 Meira

Umræðan

15. febrúar 2023 | Aðsent efni | 564 orð | 1 mynd

Aldrei sátt um fiskveiðistjórnarlög

Guðmundur Kristjánsson: "Það verður aldrei sátt um lög um stjórn fiskveiða á Íslandi en það er hægt að hafa skynsamleg lög um stjórn fiskveiða." Meira
15. febrúar 2023 | Velvakandi | 161 orð

Flugvélin góða og þjóðin

Það var á því eftirminnilega ári 2007 sem skrifað var undir samninga um kaup og smíði á nýrri og fullkominni eftirlits- og björgunarflugvél fyrir Landhelgisgæsluna í Kanada. Meira
15. febrúar 2023 | Aðsent efni | 429 orð | 1 mynd

Kroppað í veski lífeyrisþega

Sigurður Jónsson: "Miðað við það ætti frítekjumark að vera 38.200 krónur á mánuði í staðinn fyrir 25.000 krónur sem það er núna." Meira
15. febrúar 2023 | Aðsent efni | 441 orð | 1 mynd

Sumarlandið bíður

Einar Ingvi Magnússon: "Við komum frá Paradís og hverfum aftur þangað eftir dauðann." Meira
15. febrúar 2023 | Aðsent efni | 691 orð | 1 mynd

Til móts við fólkið í landinu

Óli Björn Kárason: "Fjörlegir fundir, fyrirtækjaheimsóknir og innlit inn á heimili fólks, eru meira gefandi en að sitja undir málþófi. Raunheimar gagnvart sýndarveruleika." Meira
15. febrúar 2023 | Pistlar | 413 orð | 1 mynd

Tími krónunnar er liðinn

Krónan er frábær að því leyti að hún gefur stjórnmálamönnum skjól fyrir því að þurfa að mæta afleiðingum lélegrar efnahagsstjórnunar. Fyrir aðra er hún ekkert sérstaklega frábær. Þetta veit almenningur sem enn einu sinni þarf að taka á sig skellinn í formi okurvaxta og hærra matarverðs Meira

Minningargreinar

15. febrúar 2023 | Minningargreinar | 173 orð | 1 mynd

Anna Jóhanna Stefánsdóttir

Anna Jóhanna Stefánsdóttir, Lilla, fæddist 4. mars 1953. Hún varð bráðkvödd 15. janúar 2023. Útför Lillu fór fram í kyrrþey að hennar ósk. Meira  Kaupa minningabók
15. febrúar 2023 | Minningargreinar | 2244 orð | 1 mynd

Gerður Guðmundsdóttir

Gerður Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur fæddist 15. febrúar 1955 í Reykjavík. Hún lést í faðmi fjölskyldunnar á Landakoti í Reykjavík 25. nóvember 2022. Foreldrar Gerðar voru Gréta Vilborg Böðvarsdóttir, f. 7. nóvember 1935, d. 23. Meira  Kaupa minningabók
15. febrúar 2023 | Minningargreinar | 477 orð | 1 mynd

Hilmar Gunnarsson

Hilmar Gunnarsson fæddist 5. mars 1935. Hann lést 29. janúar 2023. Útförin fór fram 10. febrúar 2023. Meira  Kaupa minningabók
15. febrúar 2023 | Minningargreinar | 2847 orð | 1 mynd

Sigurdís Alda Jónsdóttir

Sigurdís Alda Jónsdóttir fæddist á Siglufirði 11. apríl 1930. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Mörk 8. janúar 2023. Alda var dóttir hjónanna Jóns Þorkelssonar, f. 1896, d. 1978, og Sigurlaugar Davíðsdóttur, f. 1906, d. 1999. Alda var næstelst fimm systra. Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

15. febrúar 2023 | Í dag | 64 orð

Að beita sér fyrir e-u er að hafa forgöngu um e-ð: „Ég beitti mér fyrir…

Að beita sér fyrir e-u er að hafa forgöngu um e-ð: „Ég beitti mér fyrir því að hestar yrðu bannaðir í stigaganginum.“ Að bera e-ð fyrir sig er að afsaka sig með e-u og að bera e-n fyrir e-u er að segja að e-r hafi sagt… Meira
15. febrúar 2023 | Í dag | 22 orð | 1 mynd

Akureyri Henrik Atli Einarsson fæddist 8. mars 2022 á…

Akureyri Henrik Atli Einarsson fæddist 8. mars 2022 á fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Foreldrar hans eru Einar Logi Friðjónsson og Kolbrún Björg Jónsdóttir. Meira
15. febrúar 2023 | Dagbók | 30 orð | 1 mynd

Bláa lónið eftirsóttur vinnustaður

Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Bláa lóninu, segir mikilvægt að greiða götu erlendra sérfræðinga sem vilja starfa hér á landi. Bláa lónið hlaut Menntaverðlaun atvinnulífsins við hátíðlega athöfn í gær. Meira
15. febrúar 2023 | Í dag | 112 orð | 1 mynd

Einar Logi Friðjónssson

40 ára Einar Logi er Akureyringur og mjólkurfræðingur hjá Mjólkursamsölunni á Akureyri. Hann er handboltakappi og spilaði með KA á Íslandi, TSG Friesenheim og TV Emsdetten í Þýskalandi og einnig í Svíþjóð með IFK Skövde og í Danmörku með Ribe/Esbjerg HH Meira
15. febrúar 2023 | Í dag | 244 orð

Hellubjörgin hrynjandi

Þorgeir Magnússon yrkir „Veðurvísu“ á Boðnarmiði: Austanhroði er hinn mesti, ekki spáð hann muni lygna. Elsku Jesús bróðir besti blessaður láttu hætta að rigna. Friðrik Steingrímsson yrkir: Bensínlaus ei bruna kann bíll minn, það er skaði, gaman væri’ ef gæti hann gengið fyrir taði Meira
15. febrúar 2023 | Í dag | 851 orð | 3 myndir

Lífið verður að vera í lit

Steinn Kári Ragnarsson fæddist 15. febrúar 1973 í Reykjavík en ólst upp að mestu í Kópavogi. „Ég er mikið borgarbarn og entist lengst í sveit í þrjár vikur. Ég var mikill fjörkálfur og elskaði að gera prakkarastrik, breytti Ráðhúsi Reykjavíkur … Meira
15. febrúar 2023 | Í dag | 186 orð | 1 mynd

Skák

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 0-0 5. a3 Bxc3+ 6. bxc3 c5 7. Bd3 Rc6 8. Re2 b6 9. e4 Re8 10. h4 e5 11. h5 d6 12. h6 g6 13. Be3 Ra5 14. Rg3 Ba6 15. De2 cxd4 16. cxd4 Rb3 17. Hb1 Rxd4 18. Bxd4 exd4 19 Meira
15. febrúar 2023 | Í dag | 193 orð

Vel lesið. N-AV

Norður ♠ 8 ♥ G84 ♦ D92 ♣ ÁK10632 Vestur ♠ KD743 ♥ 106 ♦ 84 ♣ DG74 Austur ♠ ÁG1095 ♥ Á9 ♦ K10763 ♣ 5 Suður ♠ 62 ♥ KD7532 ♦ ÁG5 ♣ 98 Suður spilar 5♥ dobluð Meira
15. febrúar 2023 | Dagbók | 89 orð | 1 mynd

Verður einfaldara eftir bílprófið

Hinir ungu Jón Arn­ór og ­Bald­ur hafa samið tónlist sam­an og skemmt fólki allt frá því þeir kynnt­ust fyrst árið 2017. Nú eru þeir 15 og 16 ára gaml­ir og hafa held­ur bet­ur vakið at­hygli fyr­ir tónlist sína víða um land Meira

Íþróttir

15. febrúar 2023 | Íþróttir | 399 orð | 2 myndir

Albert Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er í liði 24. umferðar í …

Albert Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er í liði 24. umferðar í ítölsku B-deildinni. Albert skoraði fyrra mark Genoa er liðið vann 2:0-heimasigur á Palermo á föstudaginn var. Með sigrinum styrkti Genoa stöðu sína í öðru sæti deildarinnar, en efstu tvö liðin fara beint upp í A-deildina Meira
15. febrúar 2023 | Íþróttir | 70 orð | 1 mynd

Árni verður þjálfari FH-inga

Árni Stefán Guðjónsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs FH í handknattleik til næstu þriggja ára. Tekur samningurinn gildi eftir tímabilið. Árni er reyndur þjálfari sem starfað hefur bæði í kvenna- og karlaboltanum undanfarin ár og er í dag annar þjálfara U19-ára landsliðs kvenna Meira
15. febrúar 2023 | Íþróttir | 243 orð | 1 mynd

Eitt mark dugði í Mílanó og París

AC Milan hafði betur gegn Tottenham á heimavelli, 1:0, í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í gærkvöldi. Milan byrjaði með látum, því Brahim Díaz skoraði fyrsta markið strax á sjöundu mínútu er hann skallaði… Meira
15. febrúar 2023 | Íþróttir | 72 orð | 1 mynd

Markaskorari á Hlíðarenda

Knattspyrnumaðurinn Andri Rúnar Bjarnason er genginn til liðs við Val og skrifaði hann undir eins árs samning á Hlíðarenda. Framherjinn, sem er 32 ára gamall, hefur leikið með Helsingborg, Kaiserslautern og Esbjerg á atvinnumannaferlinum og Víkingi… Meira
15. febrúar 2023 | Íþróttir | 1409 orð | 2 myndir

Tilbúinn að taka næsta skref

Noregur Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Knattspyrnumaðurinn Júlíus Magnússon gekk á dögunum til liðs við Fredrikstad í norsku B-deildinni en félagið er það næstsigursælasta þar í landi með níu landstitla. Aðeins Rosenborg hefur unnið fleiri eða 26 talsins. Meira
15. febrúar 2023 | Íþróttir | 61 orð | 1 mynd

Tveir nýliðar í landsliðshópnum

Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik, hefur valið 20 leikmenn til æfinga fyrir tvo vináttulandsleiki gegn B-liði Noregs sem fara fram í byrjun mars en leikið verður á Ásvöllum í Hafnarfirði Meira
15. febrúar 2023 | Íþróttir | 393 orð | 2 myndir

Valsmenn unnu mikilvægan sigur

Valur vann gríðarlega mikilvægan sigur á spænska liðinu Benidorm, 35:29, í 8. umferð Evrópudeildarinnar í handbolta í Origo-höllinni á Hlíðarenda í gærkvöldi. Valsmenn byrjuðu leikinn illa og þá sérstaklega í sókninni en um miðjan fyrri hálfleik hrökk Valsvélin í gang Meira
15. febrúar 2023 | Íþróttir | 75 orð | 1 mynd

Yfirburðir hjá Eyjakonum

ÍBV vann öruggan sex marka sigur á Stjörnunni, 30:24, er liðin mættust í Olísdeild kvenna í handknattleik í gærkvöldi. ÍBV hefur þar með unnið þrettán leiki í röð í öllum keppnum. Með sigrinum saxaði ÍBV á forskot Valskvenna á toppnum en munurinn er nú tvö stig og á ÍBV leik til góða Meira

Viðskiptablað

15. febrúar 2023 | Viðskiptablað | 356 orð | 1 mynd

Alltaf markmið að hámarka upplifun gesta

Íslensk fyrirtæki geta vel mætt kröfum erlendra gesta sem þekkja og hafa reynslu af bestu hótelum og afþreyingarstöðum víða um heim. Þetta segir Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Bláa lóninu Meira
15. febrúar 2023 | Viðskiptablað | 1669 orð | 1 mynd

Auðvelt að vaxa en erfitt að skera niður

Mig grunar að blaðamenn finni alveg sérstaklega til með fólki sem missir vinnuna. Starfsöryggi í blaðamannastétt þykir jú ekki mikið, kjörin eru ekkert til að hrópa húrra yfir og rekstrarumhverfi fjölmiðlafyrirtækja síbreytilegt svo að enginn veit hvenær kallið kemur Meira
15. febrúar 2023 | Viðskiptablað | 406 orð | 1 mynd

Innantóm umræða um samkeppnishæfni

Enn liggur ekki fyrir hvaða áhrif fyrirhugaður samruni Íslandsbanka og Kviku mun hafa á fjármálakerfið hér á landi. Við fyrstu sýn tekur markaðurinn almennt jákvætt í samrunann enda má ljóst vera að með því að sameina þessa tvo banka í einn verði… Meira
15. febrúar 2023 | Viðskiptablað | 590 orð | 1 mynd

Kröfur til upplýsinga um sjálfbærni aukast hratt

Til að sjálfbærniupplýsingagjöf sé gagnleg þarf hún að vera traust, gagnsæ og miðla upplýsingum um þau málefni sem teljast mikilvæg fyrir rekstur viðkomandi fyrirtækis. Meira
15. febrúar 2023 | Viðskiptablað | 1926 orð | 2 myndir

Núverandi stærð er nauðsynleg

Nú er verið að spyrja okkur hvort við getum farið í blástur á plastfilmum. Það þarfnast ekki mikils mannafla, en umtalsverðrar orku. Risafyrirtæki í útlöndum eru að spyrja okkur að þessu. Meira
15. febrúar 2023 | Viðskiptablað | 632 orð | 1 mynd

Ný byggingar­löggjöf í Bretlandi

Í apríl á síðasta ári var samþykkt umfangsmikið regluverk í Bretlandi sem fól í sér heildarendurskoðun á allri löggjöf um öryggi og brunavarnir bygginga þar í landi sem og öllu eftirliti með byggingarframkvæmdum og ábyrgð byggingaraðila á annmörkum á byggingum Meira
15. febrúar 2023 | Viðskiptablað | 1194 orð | 2 myndir

Ný forgangsröðun fólks styður við flug

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir vísbendingar um að almenningur beggja vegna Atlantshafsins setji nú ferðalög framar í forgangsröðina en áður, í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Það eigi sinn þátt í mikilli eftirspurn eftir ferðum hjá félaginu, ekki síst í Banda­ríkjunum Meira
15. febrúar 2023 | Viðskiptablað | 768 orð | 1 mynd

Orkan skapar samkeppnisforskot

Á komandi árum verður nóg að gera hjá Karítas Sigurðardóttur í nýju starfi hjá Algalífi. Fyrirtækið er í örum vexti og mun framleiðsla þess aukast umtalsvert á komandi mánuðum. Þá er stefnan sett á að skrá félagið á hlutabréfamarkað Meira
15. febrúar 2023 | Viðskiptablað | 178 orð | 1 mynd

Samrunaþróun hefði þurft að byrja mun fyrr

Með kaupum Samhentra Kassagerðar hf. á Kassagerðinni árið 2020 varð til gríðarlegur sparnaður segja forsvarsmenn Samhentra í ítarlegu viðtali við ViðskiptaMoggann í dag þar sem rætt er um starfsemi félagsins Meira
15. febrúar 2023 | Viðskiptablað | 466 orð | 2 myndir

Skopp hoppar á grunni Rush

Trampólíngarðurinn á Dalvegi, sem hefur gengið undir nafni alþjóðlegu keðjunnar Rush er nú búinn að skipta um nafn og ber eftirleiðis hið alíslenska nafn Skopp. Garðurinn er til húsa á Dalvegi í húsnæði sem áður hýsti matvöruverslunina Kost Meira
15. febrúar 2023 | Viðskiptablað | 84 orð | 1 mynd

Slíta Gift fjárfest- ingafélagi

Ákveðið var á hluthafafundi 9. desember sl. að slíta Gift fjárfestingafélagi. Gift varð til við slit eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga árið 2007. Félagið átti hluti í Exista og Kaupþingi fyrir hrun Meira
15. febrúar 2023 | Viðskiptablað | 603 orð | 1 mynd

Stormviðvörun

Fyrirhugaðar eru lagabreytingar í Evrópu sem felast í því að skylda stærri fyrirtæki til að fylgja eftir sjálfbærnistaðli og miðla upplýsingum um áhrif starfseminnar á umhverfið. Meira
15. febrúar 2023 | Viðskiptablað | 310 orð

Verða með 420 starfsmenn í sumar

Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates á Keflavíkurflugvelli, áætlar að vera með um 420 starfsmenn yfir háannatímann í sumar. Það er rúmlega þriðjungs aukning milli ára og fjórði mesti fjöldinn í sögu fyrirtækisins sem var stofnað haustið 1997 Meira
15. febrúar 2023 | Viðskiptablað | 142 orð | 1 mynd

Yfir 16 milljarðar til hluthafa Símans

Heildarhagnaður Símans á árinu 2022 var rúmir 38 milljarðar króna. Rekstrarhagnaður Símans fyrir afskriftir nam 6,15 milljörðum króna á árinu og jókst um tæp 12% á milli ára. Heildarhagnaður félagsins skýrist helst af sölunni á Mílu til franska fjárfestingasjóðsins Ardians Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.