Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir í samtali við Morgunblaðið að flug til og frá landinu stöðvist ekki seinna en í næstu viku, verði verkfalli eldsneytisflutningabílstjóra í Eflingu haldið til streitu. Ekki vegna þess að ekki sé nóg til af flugvélaeldsneyti, heldur vegna þess að það þarf líka olíu á rútur með farþega og starfsfólk, flutningabíla með flugvélamat og sprittþurrkur.
Meira