Greinar laugardaginn 18. febrúar 2023

Fréttir

18. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 316 orð

400 hektara aukning í korni

Ræktun á korni jókst á síðasta ári. Sáð var í tæplega 3.500 hektara sem er liðlega 400 hekturum meira en á árinu 2021, að því er fram kemur í upplýsingum matvælaráðuneytisins um jarðræktarstyrki á nýliðnu ári Meira
18. febrúar 2023 | Fréttaskýringar | 605 orð | 1 mynd

5,6% segjast hafa orðið fyrir einelti

Um 5,6% starfsfólks hjá Reykjavíkurborg telja sig hafa örugglega eða líklega orðið fyrir einelti á síðastliðnum tólf mánuðum. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunarinnar Stofnun ársins 2022 sem lögð var fyrir 9.478 starfsmenn borgarinnar í nóvember og desember sl Meira
18. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 491 orð

Aðfluttir hafa aldrei verið fleiri

Alls fluttust 10.440 fleiri erlendir ríkisborgarar til landsins í fyrra en fluttu þá frá landinu. Hafa því 65.700 fleiri erlendir ríkisborgarar flutt til landsins en frá því frá aldamótum. Þetta er metfjöldi eins og lesa má úr grafinu hér til hliðar Meira
18. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 439 orð | 2 myndir

Áform um 5 stjörnu lúxushótel

Legendary Hotels & Resorts ehf. keypti nýverið 100 prósenta hlut í Hótel Hellu og til stendur að gera það að fjögurra stjörnu hóteli með 68 herbergjum. Þá hefur félagið einnig keypt svæði Árhúsa við Rangárbakka og ætlar að opna tvö hótel á svæðinu Meira
18. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 386 orð | 1 mynd

„Aldrei séð svona illa farinn kött“

Köttur fannst afar slæmu ástandi í Reykjanesbæ á miðvikudag. Þegar sjálfboðaliði samtakanna Villikatta mætti á vettvang var ákveðið að koma þyrfti dýrinu rakleiðis til dýralæknis. „Ég hef aldrei séð svona illa farinn kött,“ segir Arndís… Meira
18. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 101 orð

„Alvörukjaraviðræður“ hafnar

Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, sagði í gær að alvörukjaraviðræður væru hafnar en enn væru mörg álitamál óleyst þar sem deiluaðilar hefðu byggt tillögur sínar á mjög ólíkum forsendum Meira
18. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 23 orð | 1 mynd

Eggert Jóhannesson

Hundur við stýrið? Hann horfir haukfránum augum út um bílgluggann og fylgist grannt með umferðinni, sem getur orðið býsna flókin á götum... Meira
18. febrúar 2023 | Erlendar fréttir | 715 orð | 1 mynd

Ekkert nema sigur í boði

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti sagði í gær að það væri enginn annar valkostur í boði en að Úkraínumenn myndu fara með sigur af hólmi í Úkraínustríðinu. Ummæli Selenskís féllu í ávarpi sem hann flutti yfir fjarfundabúnað á öryggisráðstefnunni í München, sem hófst í gær Meira
18. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 288 orð | 1 mynd

Eldur kviknaði í áfangaheimili

Fimm voru fluttir á slysadeild eftir að eldur kom upp á áfangaheimilinu Betra lífi í Vatnagörðum í gærmorgun. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu glímdu allir fimm einstaklingarnir við óþægindi vegna reyks en enginn er alvarlega slasaður Meira
18. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Engin skýr merki um aukna virkni í Öskju

Engin skýr merki eru um aukna virkni í Öskju, en vísindamenn Veðurstofunnar fóru í eftirlitsflug yfir eldfjallið í fyrradag. Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að jarðskjálftavirknin þar hafi verið mjög keimlík þeirri virkni sem mældist árið… Meira
18. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 315 orð | 2 myndir

Framkvæmdir hafnar í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við landeldisstöð Icelandic Land Farmed Salmon (ILFS) í Vestmannaeyjum hófust í gær með því að fyrsta skóflustungan að stöðinni var tekin í Viðlagafjöru. Áður voru hafnar framkvæmdir við seiðastöð fyrirtækisins í Friðarhöfn Meira
18. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 422 orð | 1 mynd

Framsæknar flíkur tengjast liðinni tíð

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Átta flíkur eftir fatahönnuðina Steinunni Sigurðardóttur og Guðrúnu Jóhönnu Sturludóttur, undir forystu Steinunnar, verða til sýnis og sölu á vinnustofu Steinunnar á Grandagarði 17 klukkan 15 til 17 í dag. Fatalínan ber heitið Haute Couture Iceland. Hönnun þeirra er unnin úr safni handofinna efna úr íslenskri ull, sem voru ofin á Vefstofu Guðrúnar Vigfúsdóttur á Ísafirði á áttunda áratug liðinnar aldar. „Þetta er einstök sýning, sem verður ekki endurtekin,“ segir Eyrún Ísfold Gísladóttir, dóttir Guðrúnar J. Vigfúsdóttur og móðir Guðrúnar Jóhönnu yngri. Meira
18. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

Fyrsta hefðbundna brautskráningin eftir faraldur

Háskóli Íslands brautskráði 505 kandídata úr grunn- og framhaldsnámi af öllum fimm fræðasviðum skólans við hátíðlega athöfn í Háskólabíói í gær. Um er að ræða metfjölda á febrúarbrautskráningu skólans en flestir voru brautskráðir af félagsvísindasviði, 181 Meira
18. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Getum verið stolt af framlagi okkar

Sólveig Þorvaldsdóttir, sem fór fyrir íslenska samhæfingarteyminu í Tyrklandi, telur að Íslendingar geti verið stoltir af framlagi þjóðarinnar til björgunarstarfsins á jarðskjálftasvæðinu þar, en hún var þar ásamt samt Friðfinni Guðmundssyni, Svövu Ólafsdóttur og Lárusi Björnssyni Meira
18. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 826 orð | 4 myndir

Hæstu fiskvinnslulaunin í heiminum

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Rétt undir hádegi á mánudagsmorgni höfðu 47 tonn af góðum þorski af Vestfjarðamiðum, Grænlendingi sem svo er kallaður, farið í gegnum flökunarvélar, flæðilínur og inn í frystinn í fiskvinnsluhúsi Samherja á Dalvík. Hráefni dagsins var vænn þorskur sem landað var úr togara eldsnemma morguns og nánast um leið kominn til vinnslu í eina fullkomnustu fiskvinnslu veraldar. Þar starfa í dag alls um 130 manns og fyrir starfinu fer Sigurður Jörgen Óskarsson yfirverkstjóri. Meira
18. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 332 orð | 1 mynd

Kalla á endurmat á samningum

Anton Guðjónsson anton@mbl.is Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að verulegur forsendubrestur sé varðandi samgöngusáttmálann eftir að uppfærð kostnaðaráætlun hans hækkaði um 50%. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu leggja fram tillögu á fundi borgarstjórnar á þriðjudaginn um að endurskoðunarákvæði sáttmálans verði nýtt. Meira
18. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd

Kröfur yfirlögregluþjónanna staðfestar fyrir Landsrétti

Lands­rétt­ur staðfesti í gær fjóra dóma Héraðsdóms Reykja­vík­ur þar sem fall­ist var á kröf­ur yf­ir­lög­regluþjóna hjá embætti rík­is­lög­reglu­stjóra um að greiða ætti þeim laun í sam­ræmi við sam­komu­lag sem fyrr­ver­andi… Meira
18. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 539 orð | 1 mynd

Landeldi áformar 52 þúsund tonn

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Landeldi hf. stefnir að því að stækka landeldisstöð sína í Ölfusi þannig að þar verði unnt að framleiða 52 þúsund tonn af laxi á ári. Eru þetta mestu áform um landeldi sem uppi eru hér á landi. Áður voru áætlanir Samherja um 40 þúsund tonna stöð á Reykjanesi stærstar. Landeldi hf. hefur hafið eldi í fyrsta áfanga stöðvarinnar og er að ljúka umhverfismatsferli fyrir næstu tvo áfanga sem gera fyrirtækinu kleift að framleiða 28 þúsund tonn á ári. Meira
18. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 136 orð | 1 mynd

Loðna til Úkraínu

Þrátt fyrir víðtæk áhrif stríðsins í Úkraínu á heimshagkerfið heldur sala á loðnu til landsins áfram líkt og á síðustu vertíð. Um er að ræða töluvert magn að sögn Gunnþórs Ingvasonar forstjóra Síldarvinnslunnar sem segir endanlegt umfang viðskiptanna ekki liggja fyrir sem stendur Meira
18. febrúar 2023 | Erlendar fréttir | 178 orð | 1 mynd

Lýsa sig saklausa af morði

Fimm fyrrverandi lögregluþjónar neituðu í gær fyrir rétti að hafa orðið valdir að dauða Tyres Nichols, sem lést eftir barsmíðar þeirra í Memphis í Tennessee í síðasta mánuði. Lögreglumennirnir voru allir meðlimir svokallaðrar Scorpion-sérsveitar,… Meira
18. febrúar 2023 | Fréttaskýringar | 740 orð | 2 myndir

Meta vill aukin viðskipti á Íslandi

Þóranna Jónsdóttir, Senior Client Partner og starfandi landsstjóri (e. Country Manager) hjá Entravision Iceland, segir í samtali við Morgunblaðið að tvær hliðar séu á þjónustu fyrirtækisins. Annars vegar sjái það um að gefa út reikninga og innheimta … Meira
18. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 169 orð | 1 mynd

Mikil aðstoð borist til Sýrlands

Mikið magn hjálpargagna hefur borist til Sýrlands frá alþjóðahreyfingu Rauða krossins og Rauða hálfmánans frá því að jarðskjálftinn mikli reið yfir 6. febrúar sl. Skemmdir og manntjón vegna hans í Sýrlandi og Tyrklandi er nær ólýsanlegt Meira
18. febrúar 2023 | Erlendar fréttir | 117 orð | 5 myndir

Neyðin er mikil eftir skjálftann

Ástandið á skjálftasvæðinu í suðurhluta Tyrklands og norðurhluta Sýrlands er enn skelfilegt eftir að öflugir jarðskjálftar riðu þar yfir 6. febrúar síðastliðinn. Hjálpargögn berast nú í miklum mæli til beggja ríkja, m.a Meira
18. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 199 orð | 1 mynd

Opnað fyrir framtalsskil

Opnað verður fyrir framtalsskil einstaklinga 2023, vegna tekna ársins 2022, miðvikudaginn 1. mars næstkomandi. Lokaskiladagur er 14. mars. Framtalið verður aðgengilegt á þjónustuvef Skattsins, www.skattur.is, og ber öllum þeim sem náð hafa 16 ára… Meira
18. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 417 orð | 1 mynd

Óveruleg umhverfisáhrif í Laugum

Bygging þjónustumiðstöðvar í Landmannalaugum er í flestum umhverfisþáttum talin vera óverulega neikvæð. Þó eru áhrif á útivist og ferðaþjónustu annars vegar og ásýnd og landslag hins vegar talin nokkuð neikvæð Meira
18. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 152 orð | 1 mynd

Regína Guðlaugsdóttir

Regína Guðlaugsdóttir, fyrrverandi íþróttakennari, lést í faðmi fjölskyldunnar á Eir endurhæfingardeild 4. febrúar sl., 94 ára að aldri. Regína fæddist á Siglufirði 6. september 1928, dóttir hjónanna Þóru Maríu Amelíu Björnsdóttur Ólsen húsfreyju og Guðlaugs Gottskálkssonar verkamanns Meira
18. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Reisa sjálfuramma víða um fjörðinn

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar stefnir á að reisa svokallaða sjálfuramma á ýmsum stöðum í Skagafirði. Fólk getur þá myndað sig í þessum römmum víða um Skagafjörð. Var ákvörðun tekin á fundi nefndarinnar 26 Meira
18. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 319 orð | 2 myndir

Ristilskimanir hefjast í ár

Vænta má að skipulagðar krabbameinsskimanir í ristli og endaþarmi fólks sem er fimmtugt og þaðan af eldra hefjist seint á þessu ári. Heilsugæslan verður í aðalhlutverki í því starfi. „Í þessu ferli þarf að samhæfa t.d Meira
18. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 43 orð | 1 mynd

Samgöngusáttmálinn vanáætlaður

Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir samgöngusáttmálann augljóslega vanáætlaðan samkvæmt uppfærðu kostnaðarmati. Nýuppfærð kostnaðaráætlun á sáttmálanum hafi hækkað um 50%. Auk þess séu vanefndir á samgönguframkvæmdum í borginni Meira
18. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Sóknarfæri í sæbjúgunum

Foodsmart Nordic nefnist íslenskt frumkvöðlafyrirtæki í fæðubótarefnum sem hyggst hefja starfsemi í nýju hátækniframleiðsluhúsi á Blönduósi með vorinu og stefnt er á útflutning. Í dag framleiðir félagið kollagen, sæbjúgnaduft og fiskprótín í… Meira
18. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 432 orð | 1 mynd

Starfsfólk safnsins slegið yfir tillögunni

„Ég er slegin yfir fréttum á RÚV um að tillaga hafi verið lögð fyrir borgarráð um að leggja niður Borgarskjalasafn. Ég hef þetta þó eingöngu frá RÚV – ég hef ekki fengið að sjá tillöguna ennþá,“ segir Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður í samtali við Morgunblaðið Meira
18. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 603 orð | 1 mynd

Undirstrikar mikilvægi sjálfbærrar orku

Dóra Ósk Halldórsdóttir doraosk@mbl.is „Við höfum ekki orðið vör við aukna eftirspurn núna í vikunni sérstaklega,“ segir Páll Þorsteinsson upplýsingafulltrúi Toyota. Bílaumboðin hafa auglýst rafbíla talsvert í vikunni eftir að verkfall flutningabílstjóra hófst sem hafði áhrif á eldsneytisflutninga. „Já, menn eru kannski að taka stemningu á það,“ segir Páll. Hann segir þó að raf- og tvinnbílar hafi verið að sækja sig í veðrið síðustu ár hjá Toyota eins og öðrum bílaumboðum en á síðasta ári voru rafbílar u.þ.b. þriðjungur allra seldra nýrra bifreiða. Meira
18. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 325 orð | 1 mynd

Verð á hamborgurum í hæstu hæðum

Algengt verð fyrir hamborgaramáltíð á veitingastað á höfuðborgarsvæðinu er í kringum þrjú þúsund krónur samkvæmt óformlegri könnun Morgunblaðsins. Dýrasta máltíðin er hjá Hamborgarafabrikkunni af þeim veitingastöðum sem verð var kannað hjá, tæpar 3.500 krónur Meira
18. febrúar 2023 | Erlendar fréttir | 85 orð

Þraukaði í 278 klukkustundir í rústunum

Hinum 45 ára Hak­an Yasin­oglu var bjargað úr rústunum í gær, tæplega tólf dögum eftir að jarðskjálftahrina reið yfir Tyrkland og Sýrland. Hann var illa staddur eftir að þrauka í frostinu allan þennan tíma Meira

Ritstjórnargreinar

18. febrúar 2023 | Leiðarar | 314 orð

Á elleftu stundu kjaradeilu

Það er skammur tími til stefnu fyrir bæði deiluaðila og stjórnvöld Meira
18. febrúar 2023 | Staksteinar | 213 orð | 1 mynd

Enn er Ísland auglýst í Venesúela

Í Venesúela halda áfram að birtast auglýsingar þar sem fólk er hvatt til að flytja til Íslands. Frá þessu var sagt á mbl.is í gær og þar kom fram að Ísland væri kynnt sem besti áfangastaðurinn til að flytja til. Þá sagði að eftir að færsla frá ferðaskrifstofu í Venesúela, Make travalgo, hefði verið í tólf klukkustundir á Instagram hefðu 3.800 merkt við að þeim líkaði við færsluna. Meira
18. febrúar 2023 | Leiðarar | 242 orð

Hringavitleysa

Hvatt til að senda plast úr landi í stað þess að endurvinna það hér Meira
18. febrúar 2023 | Reykjavíkurbréf | 1464 orð | 1 mynd

Ógöngur á of mörgum sviðum

Engin rök lágu til þess að Verkalýðsfélagið Efling skærist úr leik gagnvart skammtímasamningi, sem hafði mjög sterkan stuðning hjá þeim sem greiddu um hann atkvæði. Og því síður, að félagið leyfði sér að „búta niður“ viðsemjendur sína í smá hluti og veitast að þeim, þótt engin boðleg rök lægju til þess að það yrði gert. Meira

Menning

18. febrúar 2023 | Menningarlíf | 124 orð | 1 mynd

„Gríðarlega öflugt eitur“ fannst í Neruda

„Rannsóknarniðurstöðurnar sýna með afgerandi hætti að eitrað var fyrir Pablo,“ segir Rodolfo Reyes, frændi Nóbelsskáldsins Pablos Neruda sem lést 1973. Á dánarvottorðinu var skráð að hann hefði látist úr krabbameini, en áratugum saman hafa bæði… Meira
18. febrúar 2023 | Fjölmiðlar | 196 orð | 1 mynd

Á ferilinn óstundvísi að þakka

Franska myndin La Belle Epoque var sýnd í sjónvarpinu um helgina. Hún fjallar um hjón, sem rekið hefur í sundur og á endanum hendir eiginkonan manninum út. Hann skilur ekki hvað fór úrskeiðis og saknar tímanna þegar þau byrjuðu saman Meira
18. febrúar 2023 | Menningarlíf | 117 orð | 1 mynd

Bruce Willis með heilabilun

Bandaríski leikarinn Bruce Willis hefur verið greindur með framheilabilun. Willis er 67 ára og hætti að leika í maí í fyrra vegna málstols. Fjölskylda hans greindi frá því í fyrradag að Willis glímdi við heilabilun sem veldur vitglöpum Meira
18. febrúar 2023 | Menningarlíf | 120 orð | 1 mynd

Duppler og Schmid flytja þjóðþekkt lög

Tónleikaröðin Jazz í Salnum heldur áfram göngu sinni í Salnum í Kópavogi á morgun og að þessu sinni eru það djasstónlistarmennirnir Lars Duppler og Stefan Karl Schmid sem koma fram kl. 20. Duppler er píanóleikari en Schmid leikur á saxófón og klarínett Meira
18. febrúar 2023 | Menningarlíf | 356 orð | 2 myndir

Febrúar í febrúar

„Þessi plata, Winters Warm, er búin að vera í nokkur ár í vinnslu,“ segir tónlistarkonan Febrúar um glænýja fimm laga EP-plötu sem kom út á dögunum. Fyrri plata Febrúar, sem er listamannsnafn Bryndísar Jónatansdóttur, kom út árið 2020 og … Meira
18. febrúar 2023 | Menningarlíf | 139 orð | 1 mynd

Fjórir söngvarar og tveir píanóleikarar

Tónleikarnir „Mitt er þitt“ verða haldnir í Salnum í Kópavogi á morgun, sunnudag, kl. 13.30 og eru þeir hluti af tónleikaröðinni Ár íslenska einsöngslagsins sem þar fer fram í vetur. Á tónleikunum er þekktum jafnt sem minna þekktum íslenskum… Meira
18. febrúar 2023 | Menningarlíf | 78 orð | 1 mynd

Morgunkaffifundur með Stefáni Jóni

Stefán Jón Hafstein mun fjalla um bók sína Heimurinn eins og hann er við gesti Hannesarholts í dag kl. 11. Bókin kom út í fyrrahaust og notar Stefán Jón form persónulegrar heimildasögu til að gefa lesanda leiðarvísi að betri skilningi á stöðu… Meira
18. febrúar 2023 | Menningarlíf | 97 orð | 1 mynd

Opið í Söngskóla Sigurðar Demetz

Söngskóli Sigurðar Demetz verður með opið hús í dag, laugardag, frá kl. 12 til 15 og gefst söngáhugafólki tækifæri til að kynnast starfsemi skólans. Gestir geta litið inn á æfingu óperudeildar SSD á óperunni Susönnuh eftir Carlisle Floyd sem verður… Meira
18. febrúar 2023 | Menningarlíf | 139 orð | 1 mynd

Romain Collin & GDRN í Hannesarholti

Píanóleikarinn Romain Collin og söngkonan Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, sem gengur undir listamannsnafninu GDRN, halda tónleika saman í Hannesarholti í dag, 18. febrúar, kl. 20. Eru tónleikarnir liður í röð Collins þar sem hann fær til sín gesti … Meira
18. febrúar 2023 | Menningarlíf | 93 orð | 1 mynd

Ræða saman um sýningu Hildar

Myndlistarkonan Hildur ­Hákonardóttir og Sigrún Inga Hrólfsdóttir sýningarstjóri eiga samtal um yfirlitssýningu á verkum Hildar, Rauður þráður, á morgun kl. 14 á Kjarvalsstöðum Meira
18. febrúar 2023 | Leiklist | 918 orð | 2 myndir

Sambandið einungis faglegs eðlis?

Tjarnarbíó Samdrættir ★★★★· Eftir Mike Bartlett. Íslensk þýðing: Kristín Eiríksdóttir. Leikstjórn: Þóra Karítas Árnadóttir. Leikmynd og búningar: Sean Mackaoui. Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson. Sviðshreyfingar: Inga Maren Rúnarsdóttir. Tónlist og hljóðmynd: Valgeir Sigurðsson. Listræn ráðgjöf: Filippía I. Elísdóttir. Tæknistjóri: Stefán Benedikt Vilhelmsson. Leikarar: Íris Tanja Flygenring og Þórunn Lárusdóttir. Sviðslistahópurinn Silfra Productions frumsýndi í Tjarnarbíói föstudaginn 10. febrúar 2023. Meira
18. febrúar 2023 | Bókmenntir | 623 orð | 3 myndir

Tilfinningalíf drengs og kakkalakka

Smásögur Hjónaband rauðu fiskanna ★★★★· Eftir Guadalupe Nettel. Kristín Guðrún Jónsdóttir þýddi og ritar eftirmála. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum – Háskólaútgáfan, 2022. Kilja í stóru broti, 125 bls. Meira
18. febrúar 2023 | Menningarlíf | 122 orð | 1 mynd

Tónleikarnir Lifi lífið í Bústaðakirkju

Lifi lífið er yfirskrift tónleika sem haldnir verða á morgun kl. 13 í Bústaðakirkju. Á þeim verða flutt ljóð eftir Sigurbjörn Þorkelsson við tónlist eftir Jóhann Helgason og mun Jóhann leika á gítar og syngja Meira
18. febrúar 2023 | Menningarlíf | 70 orð | 1 mynd

Töfraflautan í Litla tónsprotanum

Töfraflautan eftir Mozart, ein dáðasta ópera sögunnar, verður flutt í um klukkustundarlangri útfærslu fyrir sögumann og fimm einsöngvara í Eldborg í Hörpu í dag á tvennum tónleikum, kl. 14 og 16 Meira
18. febrúar 2023 | Menningarlíf | 145 orð | 1 mynd

Tökur á Rust halda áfram í vor

Tökum á vestranum Rust, sem leikarinn Alec Baldwin fer með aðalhlutverk í, verður áfram haldið í vor og verður Baldwin áfram í sínu hlutverki, þrátt fyrir að hafa verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi Meira
18. febrúar 2023 | Menningarlíf | 151 orð | 1 mynd

Ungir sýningarstjórar halda ráðstefnu

Sautján börn úr Kópavogi á aldrinum 8-15 ára halda ráðstefnu í Salnum í dag kl. 14 og bjóða til sín sérfræðingum til að ræða málefni sem tengjast undirbúningi listasýningar sem þau munu sýningarstýra í vor í menningarhúsum Kópavogs Meira
18. febrúar 2023 | Tónlist | 796 orð | 6 myndir

Þrá sem laðar, brennur sem bál

Jæja, gerum þetta. Söngvakeppnin! Þetta sameinandi afl þar sem þeir sem þykjast fíla Forgarð helvítis eingöngu sitja sem límdir við skjáinn – án þess að verða þess varir – og taka þátt í rökræðum um hækkun í einhverju laginu Meira

Umræðan

18. febrúar 2023 | Aðsent efni | 316 orð | 1 mynd

Athugasemdir við röksemdafærslu Landsréttar

Einar S. Hálfdánarson: "Á Íslandi er skylduaðild að verkalýðsfélögum. Það er brot á mannréttindasáttmála Evrópu. Verkfalli er framfylgt gegn þeim eru félagar vegna nauðungar." Meira
18. febrúar 2023 | Pistlar | 426 orð | 1 mynd

Fiskeldi á traustum grunni

Nýverið kom út skýrsla fjölmiðlanefndar um upplýsingaóreiðu og eru þar settar fram niðurstöður könnunar um viðhorf til ákveðinna hópa, skautun, traust og fleira í samanburði við hinar Norðurlandaþjóðirnar Meira
18. febrúar 2023 | Pistlar | 798 orð

Hófsemd Eðvarðs – þvermóðska Eflingar

Þessi hófsömu orð sýna að Eðvarði Sigurðssyni kom ekki einu sinni til hugar að til ágreinings kynni að koma við sáttasemjara um afhendingu kjörskrár vegna miðlunartillögu. Meira
18. febrúar 2023 | Pistlar | 552 orð | 4 myndir

Hörð barátta á skákhátíð Fulltingis

Helgi Áss Grétarsson er efstur í A-riðli Skákhátíðar Fulltingis sem lýkur nk. mánudag með sjöundu og síðustu umferð. Helgi Áss vann Vigni Vatnar í frestaðri skák fimmtu umferðar og komst þar með upp í efsta sætið Meira
18. febrúar 2023 | Aðsent efni | 622 orð | 1 mynd

Misnotkun fánans

Vigdís Häsler: "Íslendingar eru meðvitaðir neytendur, vilja góðar, hollar og heilnæmar matvörur en er gert mun erfiðara fyrir að taka upplýsta ákvörðun." Meira
18. febrúar 2023 | Aðsent efni | 214 orð

Sjötugur

Það er fagnaðarefni, að ég skuli verða sjötugur 19. febrúar 2023. Hitt væri óneitanlega miklu verra, að verða ekki sjötugur. Annars er lífið undarlegt ferðalag: Við mælum það í dögum, þeim tíma, sem það tekur jörðina að snúast í kringum sjálfa sig,… Meira
18. febrúar 2023 | Pistlar | 448 orð | 2 myndir

Tungumál Tróverja

Haustið 1984 var Calvert Watkins, prófessor í málvísindum við Harvard-háskóla, að rýna í texta á útdauðu tungumáli sem nefnt er lúvíska. Þetta mál er náskylt hettítísku og fleiri málum í Anatólíu snemma á öðru árþúsundi f.Kr., þar sem nú er hið marghrjáða Tyrkland Meira
18. febrúar 2023 | Aðsent efni | 172 orð | 1 mynd

Viðskiptavinir

Það er fallegt orð viðskiptavinur og það hlýjar um hjartað að vera kallaður svo. Nú gerist það æ oftar að fyrirtæki taki á sig krók til að fullvissa okkur vini sína um að þau hugsi fyrst og síðast um að rækta vináttuna við okkur og óski einskis heitar en að vita okkur ánægða með viðskiptin Meira

Minningargreinar

18. febrúar 2023 | Minningargreinar | 1440 orð | 1 mynd

Dagný Hróbjartsdóttir

Dagný Hróbjartsdóttir fæddist í Mjósyndi í Villingaholtshreppi 6. júní 1934. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum 8. febrúar 2023. Foreldrar hennar voru Guðfinna Steinsdóttir, húsfreyja í Mjósyndi, f. 13. júní 1895, d. 3. Meira  Kaupa minningabók
18. febrúar 2023 | Minningargreinar | 1210 orð | 1 mynd

Elín Gréta Grímsdóttir

Elín Gréta Grímsdóttir fæddist 3. janúar 1930 á Leiti í Örlygshöfn í Patreksfirði. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 3. febrúar 2023. Foreldrar hennar voru hjónin María Jónsdóttir húsmóðir, f. 1893, d. 1946, og Grímur Árnason útvegsbóndi, f. Meira  Kaupa minningabók
18. febrúar 2023 | Minningargreinar | 1087 orð | 1 mynd

Freyja Kristjánsdóttir Nørgaard

Freyja Kristjánsdóttir Nørgaard fæddist á Hornbjargsvita 3. maí 1942. Hún lést 4. febrúar 2023. Foreldrar hennar voru Kristján Sigmundur Guðjónsson smiður, f. 17. nóvember 1911, d. 22. desember 1989, og kona hans Jóhanna Jakobsdóttir húsmóðir, f. 16. Meira  Kaupa minningabók
18. febrúar 2023 | Minningargreinar | 2914 orð | 1 mynd

Helga Kristín Friðbjarnardóttir

Helga Kristín Friðbjarnardóttir fæddist í Brekkukoti í Lýtingsstaðahreppi 9. júní 1937. Hún lést á Landakoti 1. janúar 2023. Foreldrar hennar voru Ingibjörg S. Guðmundsdóttir, f. 6.6. 1905, d. 26.2. 1981, og Friðbjörn Snorrason, f. 2.4. 1897, d. 8.2. Meira  Kaupa minningabók
18. febrúar 2023 | Minningargreinar | 1518 orð | 1 mynd

Indriði Úlfsson

Indriði Úlfsson fæddist á Héðinshöfða á Tjörnesi 3. júní 1932. Hann lést á gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri 7. febrúar 2023. Foreldrar Indriða voru hjónin Líney Björnsdóttir húsfreyja, f. 22.1. 1904 í Syðri-Tungu á Tjörnesi, d. 11.9. Meira  Kaupa minningabók
18. febrúar 2023 | Minningargreinar | 1466 orð | 1 mynd

Jóhann Guðmundsson

Jóhann Guðmundsson fæddist á Kleifum á Selströnd 4. janúar 1929. Hann lést á Hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Hólmavík 10. febrúar 2023. Foreldrar hans voru Guðmundur Jóhannsson, bóndi á Kleifum, f. 17.6. 1903, d. 26.10. Meira  Kaupa minningabók
18. febrúar 2023 | Minningargreinar | 907 orð | 1 mynd

Owen Victor Thorsteinn Eyolfson

Owen Victor Thorstein Eyolfson fæddist í Árborg, Manitoba, Kanada 8. apríl 1985. Hann lést 16. desember 2022 af völdum fylgikvilla sykursýki. Owen var yngsta barn Patriciu Pálsson, f. 11.3. 1955, og Victors Þorsteins Stefánssonar Eyolfson, f. 23.7.... Meira  Kaupa minningabók
18. febrúar 2023 | Minningargreinar | 291 orð | 1 mynd

Rúnar Sigurjónsson

Rúnar Sigurjónsson fæddist 6. apríl 1971. Hann varð bráðkvaddur 25. janúar 2023. Útför Rúnars fór fram 13. febrúar 2023. Meira  Kaupa minningabók
18. febrúar 2023 | Minningargreinar | 3909 orð | 1 mynd

Sigurður Georgsson

Sigurður Georgsson skipstjóri fæddist í Vestmannaeyjum 1. mars 1941. Hann lést á Landspítalanum 4. febrúar 2023. Foreldar hans voru Georg Skæringsson, f. 30. ágúst 1915, d. 16. mars 1988, og Sigurbára Sigurðardóttir, f. 31. júlí 1921, d. 3. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

18. febrúar 2023 | Viðskiptafréttir | 94 orð | 1 mynd

Hvergi hærri áfengisskattar en á Íslandi

Ísland eykur enn forskot sitt sem Evrópumethafi í áfengissköttum. Um síðustu áramót hækkuðu skattar á áfengi hér á landi almennt um 7,7%. Ísland er því eina Evrópuríkið sem hækkaði skattana umfram verðbólgu, sem var 7,2% samkvæmt samræmdu vísitölunni samkvæmt tölum frá Félagi atvinnurekenda (FA) Meira

Daglegt líf

18. febrúar 2023 | Daglegt líf | 902 orð | 5 myndir

Heillaður af víkingum og goðafræði

Ég kom fyrst til Íslands fyrir þremur árum, þegar ég var 28 ára. Það kom þannig til að ég var að vinna í móttöku á heilsuhæli heima í Tékklandi og stundum þegar ekki var mikið að gera þá horfðum við samstarfsfélagi minn á sjónvarpsþætti um víkinga Meira

Fastir þættir

18. febrúar 2023 | Dagbók | 85 orð | 1 mynd

Aldrei lognmolla í 25 ár

Fyr­ir akkúrat 25 árum, þann 18. fe­brú­ar 1998, mætti ung­ur og óreynd­ur út­varps­maður á sína fyrstu vakt í út­varpi. Heiðar Aust­mann fann fljótt að þarna var hann á réttri hillu og hef­ur haldið sig á henni í öll þessi ár og er enn í dag einn… Meira
18. febrúar 2023 | Í dag | 168 orð

Gambítur Mortons. A-AV

Norður ♠ D104 ♥ D83 ♦ D95 ♣ ÁK62 Vestur ♠ KG9532 ♥ 6 ♦ ÁG7 ♣ 1098 Austur ♠ 7 ♥ 74 ♦ 108632 ♣ DG753 Suður ♠ Á86 ♥ ÁKG10952 ♦ K4 ♣ 4 Suður spilar 6♥ Meira
18. febrúar 2023 | Í dag | 1465 orð | 1 mynd

Messur

AKRANESKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Kvöldmessa kl. 20. Katrín Valdís Hjartardóttir syngur ásamt konum úr Kór Akraneskirkju. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson. Prestur er Ólöf Margrét Snorradóttir. Bænastund alla miðvikudaga kl. 12. Meira
18. febrúar 2023 | Í dag | 59 orð

Orðin stjarna: einkunn sem m.a. er gefin hótelum, og hola: glompa sem…

Orðin stjarna: einkunn sem m.a. er gefin hótelum, og hola: glompa sem golfkúlur eru (þegar vel tekst til) slegnar ofan í eiga það sameiginlegt að hefð hefur myndast fyrir því að sleppa þeim við eignarfall fleirtölu: 5 stjörnu hótel, 18 holu… Meira
18. febrúar 2023 | Í dag | 248 orð | 1 mynd

Sigríður Kristbjörg Valdimarsdóttir

60 ára Sigríður varð sextug í gær, 17. febrúar. Hún er borinn og barnfæddur Akurnesingur og hefur alla tíð búið á Akranesi. Hún varð stúdent frá Fjölbrautaskóla Vesturlands árið 1983 og viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1988 Meira
18. febrúar 2023 | Í dag | 160 orð | 1 mynd

Skák

1. Rf3 d5 2. g3 Rf6 3. Bg2 e6 4. 0-0 Bd6 5. d4 0-0 6. b3 c5 7. Bb2 Rc6 8. e3 b6 9. Re5 Bb7 10. Rd2 Dc7 11. Rxc6 Bxc6 12. dxc5 Bxc5 13. Bxf6 gxf6 14. c4 dxc4 15. Dg4+ Kh8 16. Dxc4 Bxg2 17. Kxg2 Db7+ 18 Meira
18. febrúar 2023 | Í dag | 259 orð

Sníða sér stakk eftir vexti

Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Heystabba má hérna sjá. Hlífðarflík er sjónum á. Með flatan koll er klettur sá. Kalla líka taðhrauk má. Eysteinn Pétursson á þessa lausn: Heystakkur á hlaði stendur Meira
18. febrúar 2023 | Í dag | 779 orð | 3 myndir

Snýr aftur eins og farfuglarnir

Hannes Hólmsteinn Gissurarson fæddist 19. febrúar 1953 og verður því sjötugur á morgun. Hann fæddist í Reykjavík og ólst upp með foreldrum sínum, fyrst á Óðinsgötu 25, síðan á Laugarnesvegi 100 og loks í Kópavogi, á Hjallabrekku 13 Meira
18. febrúar 2023 | Árnað heilla | 139 orð | 1 mynd

Vigdís Magnúsdóttir

Vigdís Magnúsdóttir fæddist 19. febrúar 1931 í Hafnarfirði. Foreldrar hennar voru Sigríður E. Erlendsdóttir, f. 1896, d. 1990, og Magnús Snorrason, f. 1892, d. 1938. Vigdís lauk námi frá Hjúkrunarskóla Íslands 1956 og lauk framhaldsnámi í spítalastjórnun í Ósló 1972 Meira

Íþróttir

18. febrúar 2023 | Íþróttir | 150 orð | 1 mynd

Gauti náði 45. sæti í stórsviginu á HM

Gauti Guðmundsson náði í gær 45. sætinu í stórsvigi á heimsmeistaramótinu í alpagreinum sem nú stendur yfir í Méribel í Frakklandi. Gauti og Jón Erik Sigurðsson komust ekki áfram úr undankeppni greinarinnar en Gauti fékk sæti sem Ísland átti tryggt meðal þeirra 100 sem komust í aðalkeppnina Meira
18. febrúar 2023 | Íþróttir | 72 orð | 1 mynd

Guðmundi gengur vel í Bangkok

Guðmund­ur Ágúst Kristjáns­son komst í gær í gegnum niðurskurð á Thai­land Classic-mót­inu í Bang­kok í Taíl­andi en mótið er hluti af Evr­ópu­mótaröðinni, þeirri næst­sterk­ustu í heimi. Guðmundur lék tvo fyrstu hringina á 70 höggum, eða samtals á fjórum höggum undir pari, og er í 42.-58 Meira
18. febrúar 2023 | Íþróttir | 62 orð | 1 mynd

Guðný varð fyrir meiðslum

Knattspyrnukonan Guðný Árnadóttir hefur yfirgefið landsliðshópinn sem leikur á Pinatar Cup á Spáni vegna meiðsla. KSÍ staðfesti tíðindin á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi. Guðný var í byrjunarliðinu er liðið vann 2:0-sigur á Skotlandi í fyrsta leik mótsins Meira
18. febrúar 2023 | Íþróttir | 749 orð | 2 myndir

Hann fylgir mér alltaf

Handknattleiksmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson sneri aftur í mark Hauka í næstsíðustu viku eftir að hafa verið frá vegna alvarlegra höfuðmeiðsla um ellefu mánaða skeið. Hann varði þá fimm skot í jafntefli gegn Stjörnunni í úrvalsdeildinni, 33:33,… Meira
18. febrúar 2023 | Íþróttir | 64 orð | 1 mynd

Hörður frá næstu vikurnar

Körfuknattleiksmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson verður frá keppni næstu vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik Keflavíkur gegn Breiðabliki í Subway-deildinni. Karfan.is greindi frá því í gær að Hörður væri puttabrotinn, eftir að hafa fengið högg á þumalinn Meira
18. febrúar 2023 | Íþróttir | 119 orð

Knattspyrnukonan Eyrún Vala Harðardóttir hefur skipt yfir í Stjörnuna frá…

Knattspyrnukonan Eyrún Vala Harðardóttir hefur skipt yfir í Stjörnuna frá Breiðabliki. Eyrún lék fjóra leiki með Aftureldingu í Bestu deildinni á síðustu leiktíð, að láni frá Breiðabliki Meira
18. febrúar 2023 | Íþróttir | 79 orð | 1 mynd

Mættur aftur eftir árs fjarveru

Handknattleiksmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson sneri aftur í mark Hauka í næstsíðustu viku eftir að hafa verið frá vegna alvarlegra höfuðmeiðsla um ellefu mánaða skeið. „Tilfinningin er bara fín Meira
18. febrúar 2023 | Íþróttir | 68 orð | 1 mynd

Skagamaður til Blikanna

Oliver Stefánsson, knattspyrnumaður frá Akranesi, er genginn til liðs við Íslandsmeistara Breiðabliks og hefur samið við þá til ársloka 2025. Oliver, sem er tvítugur varnartengiliður, hefur verið í röðum Norrköping í Svíþjóð frá 2018 en verið mikið frá vegna meiðsla Meira
18. febrúar 2023 | Íþróttir | 226 orð | 1 mynd

Snýr aftur fertugur í íslenska landsliðið

Hlynur Bæringsson, sem verður 41 árs í sumar, er kominn í íslenska landsliðið í körfuknattleik á ný eftir tæplega fjögurra ára fjarveru. Hlynur, sem leikur enn af fullum krafti með Stjörnunni, lék sinn 129 Meira
18. febrúar 2023 | Íþróttir | 123 orð | 1 mynd

Stjörnumenn síðastir í undanúrslitin

Stjarnan varð í gærkvöldi síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Powerade-bikars karla í handbolta með dramatískum 30:29-heimasigri á ríkjandi bikarmeisturum Vals á heimavelli sínum í Garðabæ Meira
18. febrúar 2023 | Íþróttir | 411 orð | 2 myndir

Þórsarar óstöðvandi

Þór frá Þorlákshöfn vann sinn fjórða sigur í röð í Subway-deild karla í körfubolta í gærkvöldi er liðið vann sannfærandi 104:83-útisigur á Keflavík í 17. umferðinni. Á fáeinum vikum hefur Þór farið úr fallsæti og upp í sjöunda sæti og er liðið… Meira

Sunnudagsblað

18. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 312 orð | 1 mynd

Ádrepa á Valentínusardag

Margate, Englandi. AFP. | Götulistamaðurinn Banksy hélt upp á Valentínusardaginn með verki, sem ætlað er að vekja athygli á ofbeldi gegn konum. Verkið er í bænum Margate í suðvesturhluta Englands, en sveitarstjórnarmönnum á staðnum virtist ekki skemmt Meira
18. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 320 orð | 1 mynd

Ást á milli lægða

Hvað er á döfinni? Ég er prestur í Fríkirkjunni í Hafnarfirði en við fengum þá hugmynd með vinum okkar í Fríkirkjunni í Reykjavík að hafa stefnumót í kirkjunum. Við erum alltaf að reyna að finna skemmtilegar og skapandi leiðir til að krydda þetta hefðbundna starf sem fer fram í kirkjum Meira
18. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 145 orð | 1 mynd

Bolla með Oreo, hindberjum og súkkulaði

Vatnsdeigsbollur 80 g smjör 2 dl vatn 2 dl hveiti 2 stór egg Byrjið á því að setja smjör og vatn í pott. Hrærið saman og hitið þar til suðan kemur upp. Takið þá pottinn af hellunni. Blandið hveitinu saman við Meira
18. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 43 orð | 1 mynd

Bókaklúbbur þar sem áskrifendur fá senda heim í hverjum mánuði nýja…

Bókaklúbbur þar sem áskrifendur fá senda heim í hverjum mánuði nýja myndskreytta ævintýrabók. Eins hafa þeir aðgang að upplestri á sögunni og lesskilningshefti sem unnið er upp úr bókinni. Sjá www.edda.is/disneyklubbur en þar er að finna… Meira
18. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 973 orð | 1 mynd

Dáðadrengur eða dusilmenni?

Hvað, leikur þessi maður alltaf svona ógeðfelldar persónur? hugsaði ég með mér þegar bandaríski leikarinn Jake Lacy birtist á skjánum hjá mér á dögunum í gervi barnaníðingsins Roberts Berchtolds í myndaflokknum Fjölskylduvininum eða A Friend of the Family Meira
18. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 110 orð | 1 mynd

Einn smellur betri en enginn

Undur Öll þekkjum við áttuslagarann Turning Japanese (ég skal veðja að hann er strax farinn að óma í höfðinu á ykkur). En með hverjum er hann? Þá vandast líklega málið hjá flestum. En þið eruð heppin, það liggur nefnilega vel á Lesbók í dag, þannig að þið verðið nú upplýst: The Vapors Meira
18. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 423 orð

Fáðu þér sálfræðing!

Það veit ég eftir nokkur afar stutt tinder-deit fortíðarinnar þar sem ég hljóp út af kaffihúsum eftir hálfan kaffibolla eða svo. Meira
18. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 841 orð

Hamfarir og máttur velviljans

Að virkja velvildina er verðugt verkefni vopnlausrar þjóðar. Meira
18. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 2831 orð | 2 myndir

Hengdur ef sagan er ekki góð!

Á heildina litið virðist stjórnmálamenn nú til dags skorta persónutöfra. Það getur bæði verið gott og slæmt að búa að persónutöfrum en til að vinna kosningar þarf að hrífa fólk með sér. Og taka áhættu og þora að tala frá hjartanu. Meira
18. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 1211 orð | 2 myndir

Hollustunni komið í hylki

Við horfum á þetta sem fyrsta skrefið í langri vegferð en tökum bara eitt skref í einu og látum verkin tala. Meira
18. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 592 orð | 3 myndir

Íhaldssöm kynbomba

Þegar Raquel Welch lést á dögunum 82 ára gömul birtu flestir fjölmiðlar fræga mynd af henni úr kvikmyndinni One Million Years B.C. frá árinu 1966. Þar var leikkonan í bikiní úr dýraskinni. Það var búningurinn fremur en frammistaðan sem gerði leikkonuna heimsfræga Meira
18. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 62 orð

Í þessari viku eigið þið að leysa dulmál. Lausnina skrifið þið niður á…

Fyrir tveimur vikum áttuð þið að leysa myndagátu og var rétt svar vasi. Dregið var úr réttum lausnum og fá hin heppnu bókina Risa syrpu – Litrík listaverk í verðlaun Meira
18. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 56 orð

Krókur er í rólegheitum að hlusta á tónlist heima í Vatnskassavin þegar…

Krókur er í rólegheitum að hlusta á tónlist heima í Vatnskassavin þegar Hanna Gírstöng hefur samband við hann. Hún og Finnur eru að eltast við glæpagengi í París og þarfnast aðstoðar. Ofurnjósnarateymið, þeir Krókur og Leiftur, drífa sig til Parísar … Meira
18. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 1222 orð | 1 mynd

Leit að réttu nöfnunum

„það seglið reynist nokkuð haldlítið í andlegu stórviðri, sem saumað er úr málskrúðsins kongulóarvef“ Meira
18. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 160 orð | 1 mynd

Löðurlausir laugardagar

Í dag eru fjörutíu ár síðan lokaþáttur hins geysivinsæla bandaríska gamanmyndaflokks Löðurs var sýndur í Ríkissjónvarpinu. „Viðbúið [er] að margir sakni nú vinar í stað á löðurlausum laugardagskvöldum,“ stóð í frétt Morgunblaðsins á dagskrársíðu Meira
18. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 70 orð | 1 mynd

Njósnað upp um alla veggi

Njósnir Áhugafólk um njósnir og almennt undirferli ætti að vera vakandi fyrir nýjum myndaflokki á Apple TV+, Liaison, sem hleypt verður í loftið 24. febrúar. Auk njósna og svika lofa framleiðendur einnig slatta af tölvuhakki og kynlífi Meira
18. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 635 orð | 1 mynd

Ofstækisfullar aðferðir

Formaður Eflingar lifir í Kommúnistaávarpinu, ekki raunveruleikanum. Meira
18. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 120 orð | 1 mynd

Sló óafvitandi í gegn á Tik­Tok og komst í fyrsta sæti

Rit­höf­und­ur­inn Lloyd Dev­er­eux Rich­ards eyddi 14 árum í að skrifa drauma­skáld­sög­una sína Stone Mai­dens, sem fjall­ar um raðmorðingja í Banda­ríkj­un­um. Sal­an á bók­inni gekk hins veg­ar afar illa á þeim rúm­lega 11 árum sem nú eru liðin frá því bók­in var gef­in út 2012 Meira
18. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 77 orð | 1 mynd

Styttist í lokaseríuna af Ted Lasso

Sparkvarp Þriðja og jafnframt síðasta sería verðlaunaþáttaraðarinnar Ted Lasso hefur göngu sína 15. mars á sjónvarpsstöðinni Apple TV+. Þetta var kunngjört í vikunni. Enn og aftur eru Lasso og lærisveinar hans í AFC Richmond með vindinn í fangið í… Meira
18. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 603 orð | 8 myndir

Svo nærandi fyrir sálina

Um daginn kom hingað fjölskylda sem sagði við mig á eftir að þau hefðu átt hér bestu stund sem þau höfðu nokkurn tímann átt! Meira
18. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 279 orð | 1 mynd

Sænskar semlur

Fyrir 18 bollur 1 msk kardimommukjarnar 3 dl mjólk 1 pakki þurrger 1½ dl sykur ½ tsk salt 150 g smjör, við stofuhita 1 egg 10-12 dl hveiti egg til að pensla með flórsykur til að dusta yfir bollurnar Myljið kjarnana úr kardimommunum fínt í morteli Meira
18. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 194 orð

Uppfinningamaður liggur í alvarlegu ástandi á spítala. Læknirinn: „Kæri…

Uppfinningamaður liggur í alvarlegu ástandi á spítala. Læknirinn: „Kæri herra, hvað kom eiginlega fyrir?“ Uppfinningamaðurinn svarar: Æi, þetta voru klaufaleg mistök. Ég fann upp bíl með slöngvisæti og í prufukeyrslunni gleymdi ég að opna… Meira
18. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 154 orð | 2 myndir

Úbbs, bamm og svo ást

„Við Ori hittumst skömmu eftir að ég hafði tekið ákvörðun um að ekkert yrði úr neinu og úbbs – bamm – ég hafði á röngu að standa. Skyndilega gekk þessi ljúfa, samúðarfulla og elskulega kona inn í líf mitt Meira
18. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 119 orð | 1 mynd

Varar við varasöng

Varir Stephen gamli Pearcy, söngvari bandarísku glysgoðanna í Ratt, tekur ekki oft til máls í seinni tíð og allra síst hér í Lesbók. En þegar hann mælir þá ættum við öll að hlusta. Ekki stóð á svari þegar YouTuberásin Syncin' Stanley spurði kappann… Meira
18. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 278 orð | 1 mynd

Vatnsdeigsbollur með matarolíu

Um 10-12 stykki (stórar) Vatnsdeigsbollur 310 ml vatn 150 ml Isio 4 matarolía 190 g hveiti 1 tsk. lyftiduft ½ tsk. salt 4 egg (360 g) pískuð Hitið ofninn í 190°C og takið til tvær ofnskúffur og klæðið með bökunarpappír Meira
18. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 2517 orð | 2 myndir

Vegferðin sem breytti öllu

Svo þurfti ég að læra að tengja sköpunargáfuna við þessa hamingju. Það tók smá tíma því ég nærðist svo á sorginni. En ég komst að því að hamingjusamur listamaður er alveg til. Meira
18. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 990 orð | 1 mynd

Verkföll og vesen

Áhyggjur af verðbólgu minnkuðu ekki þegar Samtök verslunar og þjónustu vöruðu við því að verðhækkunum á erlendum mörkuðum myndi senn skola á Íslands strendur. Talsvert launaskrið hefur einnig aukið þrýstinginn Meira
18. febrúar 2023 | Sunnudagsblað | 346 orð | 5 myndir

Vex veldisvexti en virðist hætt að vera forspá

Sú bók í stafla jólanna sem ber af öðrum eins og gull af eiri er Hamingja þessa heims eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur. Ég veit ekki hvernig hún fer að því að vaxa veldisvexti sem rithöfundur milli bóka, en ég er þó fegin að hún virðist hætt að vera forspá um einangrun og jarðelda Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.