Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Átta flíkur eftir fatahönnuðina Steinunni Sigurðardóttur og Guðrúnu Jóhönnu Sturludóttur, undir forystu Steinunnar, verða til sýnis og sölu á vinnustofu Steinunnar á Grandagarði 17 klukkan 15 til 17 í dag. Fatalínan ber heitið Haute Couture Iceland. Hönnun þeirra er unnin úr safni handofinna efna úr íslenskri ull, sem voru ofin á Vefstofu Guðrúnar Vigfúsdóttur á Ísafirði á áttunda áratug liðinnar aldar. „Þetta er einstök sýning, sem verður ekki endurtekin,“ segir Eyrún Ísfold Gísladóttir, dóttir Guðrúnar J. Vigfúsdóttur og móðir Guðrúnar Jóhönnu yngri.
Meira