Greinar þriðjudaginn 21. febrúar 2023

Fréttir

21. febrúar 2023 | Fréttaskýringar | 632 orð | 2 myndir

32 sinnum gripið til verkbannsvopnsins

Ef ótímabundið verkbann Samtaka atvinnulífsins á félagsmenn Eflingar verður samþykkt og það skellur á fimmtudaginn 2. mars, er það umfangsmesta verkbann sem atvinnurekendur hafa gripið til í vinnudeilum hér á landi Meira
21. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 145 orð | 1 mynd

Aukin heilsuefling eldri Hafnfirðinga

Fleiri hópar Hafnfirðinga 65 ára og eldri hafa verið teknir inn í verkefnið Fjölþætt heilsuefling 65+, sem fyrirtækið Janus heilsuefling og Hafnarfjarðarbær standa að. Frá árinu 2018 hefur bærinn niðurgreitt þátttökugjald í heilsueflingu fyrir… Meira
21. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 325 orð | 1 mynd

Áhrif á starfsfólk í sjávarútvegi og fiskeldi óljós

Verkbann sem Samtök atvinnulífsins (SA) greiða nú atkvæði um að beita félagsmenn stéttarfélagsins Eflingar hefur áhrif á fólk á fjölda vinnustaða innan sjávarútvegs og fiskeldis. Umfang áhrifanna er þó óþekkt og flókið að greina þar sem aðild að… Meira
21. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Án meðvitundar í Lágafellslaug

Kona fannst meðvit­und­ar­laus í Lága­fells­laug í Mos­fells­bæ í gærmorg­un. Var hún flutt á sjúkrahús en ekki fengust upplýsingar um líðan konunnar þegar mbl.is leitaði eftir því. Til­kynn­ing um at­vikið barst slökkviliðinu á tí­unda tím­an­um í gærmorgun Meira
21. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 208 orð | 1 mynd

Backstreet Boys boða komu sína

Vefsíða Senu Live fór á hliðina í gær eftir að tilkynnt var fyrr um daginn um komu bandarísku hljómsveitarinnar Backstreet Boys til landsins í vor. Ætlar sveitin að halda tónleika í nýju Laugardalshöllinni 28 Meira
21. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 542 orð | 2 myndir

Bitnar mest á velferð dýranna

„Þetta hefur versnað núna síðustu mánuði og reynst erfiðara að manna þessar bakvaktir stórdýra á höfuðborgarsvæðinu. Ástæðan er fyrst og fremst sú að það er erfitt að manna vaktirnar vegna þess að dýralæknar fá ekki ásættanlegar greiðslur fyrir þær Meira
21. febrúar 2023 | Fréttaskýringar | 627 orð | 2 myndir

Byggja hugbúnað gegn peningaþvætti

Baksvið Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Markaðurinn fyrir skilvirka og sveigjanlega lausn fyrir framkvæmd áreiðanleikakannana er stór að sögn Emilíu Ottesen, „Customer Success Manager“ þekkingarfyrirtækisins Arango, sem þróar slíka lausn. Kerfið hjálpar tilkynningarskyldum aðilum að framkvæma áreiðanleikakannanir á lögaðilum og einstaklingum. Þær þarf að framkvæma vegna laga frá 2018 um varnir gegn peningaþvætti. Meira
21. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 256 orð | 1 mynd

Bæjarstjórinn lætur af störfum í skugga ásakana

Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, óskaði eftir því að láta af störfum í gær, samkvæmt tilkynningu frá sveitarfélaginu. Bæjarráð varð við ósk bæjarstjóra og mun hann láta af störfum í mars Meira
21. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 436 orð | 1 mynd

Bændur þurfa fóður fyrir dýrin

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Áframhaldandi verkfall Eflingar hjá olíubílstjórum og hugsanlegt verkbann Samtaka atvinnulífsins (SA) á félagsmenn Eflingar geta haft víðtæk áhrif á afurðastöðvar í landbúnaði sem hafa starfsemi á félagssvæði Eflingar og jafnvel utan þess. Undanþágunefnd Eflingar hefur þó veitt ákveðnar undanþágur til flutnings á fóðri til búa og sláturgripa frá þeim vegna sjónarmiða um dýravelferð. Ólíklegt er að mögulegt verkbann SA nái til starfsfólks Mjólkursamsölunnar og fleiri fyrirtækja innan Samtaka fyrirtækja í landbúnaði (SAFL). Meira
21. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Erfitt að manna bakvaktir dýralækna

Ekki hefur tekist að fá dýralækni á bakvakt stórdýra á höfuðborgarsvæðinu á sjö vaktir í febrúarmánuði. Marsmánuður er verri því þá er enginn dýralæknir skráður á tíu bakvaktir. Það þýðir að þá daga geta dýraeigendur ekki náð í lækni ef dýr þeirra veikjast eða slasast Meira
21. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 646 orð | 1 mynd

Fjöldi starfsfólks farið í veikindaleyfi

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Meira
21. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 217 orð | 1 mynd

Hafnarverkamenn vilja úr Eflingu

Hafnarverkamenn sem starfa hjá Eimskip í Sundahöfn í Reykjavík hafa óskað eftir því að færa sig úr Eflingu-stéttarfélagi yfir í Sjómannafélag Íslands. Ströglað hefur verið um nokkurt skeið um þetta mál sem í gær var dómtekið í Félagsdómi Meira
21. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 196 orð | 1 mynd

Háhyrningur ættleiddi grindhvalskálf

Vísindamenn sem rannsakað hafa háhyrninga við Íslandsstrendur tilkynntu á dögunum að háhyrningur hefði tekið grindarhvalskálf í fóstur. Grein um þessa óvenjulegu ættleiðingu birtist í vísindatímaritinu Canadian Journal of Zoology á dögunum Meira
21. febrúar 2023 | Erlendar fréttir | 920 orð | 1 mynd

Heimsókn Bidens treystir böndin

Joe Biden Bandaríkjaforseti heimsótti Kænugarð í gær, í fyrsta sinn frá upphafi innrásar Rússa í Úkraínu. Heimsóknin markaði upphaf Evrópureisu forsetans, þar sem hann hyggst funda með helstu bandamönnum Bandaríkjanna um frekari aðstoð við Úkraínu Meira
21. febrúar 2023 | Fréttaskýringar | 583 orð | 3 myndir

Hótel Jón forseti á Alliance-reit

Baksvið Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Borgarráð hefur samþykkt að selja Arcusi ehf. Alliance-húsið á Grandagarði fyrir 880 milljónir króna. Með í kaupunum fylgir réttur til uppbyggingar á lóðinni. Arcus, sem er hluti af samstæðu ÞG-verktaka, áformar að reisa á lóðinni Hótel Jón forseta, íbúðarhús og koma upp saltfisksetri í Alliance-húsinu. Meira
21. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 104 orð

Margir í veikindaleyfi vegna myglu

Trúnaðarmenn kennara í Myllubakkaskóla og Holtaskóla í Reykjanesbæ segja að fjöldi starfsmanna í báðum skólum hafi þurft að fara í veikindaleyfi vegna myglueinkenna og megi ekki koma inn í skólahúsnæðið Meira
21. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 452 orð | 1 mynd

Mikil afturför ef safnið hættir

Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Megn óánægja er meðal sagnfræðinga með tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að leggja Borgarskjalasafnið niður í núverandi mynd og færa lögbundna starfsemi þess undir Þjóðskjalasafn. Hefur stjórn Sagnfræðingafélagsins sent frá sér ályktun þar sem lýst er andstöðu við þessi áform. Félagið segist ekki vilja kasta rýrð á getu Þjóðskjalasafns til að sinna verkefninu vel, enda sé rekstur héraðsskjalasafna undir faglegu eftirliti þess. Meira
21. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 631 orð | 1 mynd

Ósérhlífinn og heldur sér í góðu formi

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Húsasmíðameistarinn Böðvar Páll Ásgeirsson matsmaður var sæmdur heiðursmerki Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík á Nýsveinahátíðinni á dögunum. „Ég er mjög stoltur og finn vel að verið er að viðurkenna starf sem ég hef lengi unnið fyrir Iðnaðarmannafélagið,“ segir hann. Meira
21. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 44 orð | 1 mynd

Saltkjöt í tonnavís ofan í landann á sprengidaginn

Halldór Jónsson í Melabúðinni sýnir saltkjöt úr tunnunum. Rúmlega 700 kíló af kjöti voru söltuð í tunnur fyrir sprengidaginn þar á bæ. Dag eftir dag fylgja nú Íslendingar gömlum hefðum. Í gær var það rjómabolluát en í dag er saltkjöt borðað og baunir með. Meira
21. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 253 orð | 1 mynd

Samþykkja frekari verkföll

Félagar í stéttarfélaginu Eflingu hafa samþykkt verkfallsboðanir í öryggisgæslu, hjá ræstingafyrirtækjum og á hótelum með afgerandi meirihluta í öllum tilvikum. Á kjörskrá um verkfallsboðun voru samtals 2.034 manns Meira
21. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 278 orð | 1 mynd

Sjón hlýtur Litla Nóbelinn 2023

Íslenski rithöfundurinn Sjón hlýtur Norrænu bókmenntaverðlaun Sænsku akademíunnar (SA) 2023, en verðlaunin hafa verið nefnd Litli Nóbelinn. Verðlaunin eru veitt höfundi á Norðurlöndunum sem náð hefur framúrskarandi árangri á einu af athafna- eða áhugasviði SA Meira
21. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 32 orð

Sýning í Listasafni Reykjavíkur

Sýningin „Sigga Björg Sigurðardóttir og Ásmundur Sveinsson: Andardráttur á glugga“ er í Listasafni Reykjavíkur, Ásmundarsafni, en ekki Listasafni Íslands, Ásmundarsafni, eins og misritaðist í blaðinu í gær Meira
21. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 362 orð | 1 mynd

Tölfræði um dauðsföll röng

Embætti landlæknis telur tölfræði um umframdauðsföll á Íslandi er birtist í skýrslu evrópsku hagstofunnar (Eurostat) vera ranga og að um ofmat sé að ræða. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að ríflega 43% fleiri hefðu látist í desember á Íslandi… Meira
21. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 311 orð

Vinnudeilusjóður hrykki skammt

Stéttarfélagið Efling tilkynnti í gær að launatap Eflingarfólks í verkbanni yrði ekki bætt úr vinnudeilusjóði. Verkbann væri á ábyrgð þeirra sem til þess boðuðu, ekki stéttarfélagsins, en þar fyrir utan stæði sjóðurinn ekki undir slíkum greiðslum Meira
21. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 40 orð

Þróttari með sex milljónir í tippinu

Stuðningsmaður Þróttar í Reykjavík vann nærri sex milljónir króna fyrir 12 rétta af 13 leikjum á enska getraunaseðlinum sl. laugardag. Í tilkynningu frá Getraunum segir að Þróttarinn tippi ekki oft, þetta hafi verið í fjórða eða fimmta sinn á ævinni. Meira

Ritstjórnargreinar

21. febrúar 2023 | Leiðarar | 227 orð

Rúv. selur „votes“ fyrir dollara

Brotið þykir sjálfsagt ekki stórt, en er lýsandi fyrir stofnunina Meira
21. febrúar 2023 | Leiðarar | 366 orð

Skemmdarverk og uppnám

Það er erfitt að eiga við félag sem lætur sig hagsmuni félaganna engu skipta Meira
21. febrúar 2023 | Staksteinar | 166 orð | 2 myndir

Staðfestuleysi

Björn Bjarnason fjallar í pistli sínum um óvenjulegt staðfestuleysi starfandi forseta ASÍ varðandi samninga sem samþykktir voru með verulegum meirihluta. Meira

Menning

21. febrúar 2023 | Menningarlíf | 277 orð | 1 mynd

„Daníelarnir“ bestu leikstjórar DGA

Kvikmyndin Everything Everywhere All at Once gerði það gott á DGA, verðlaunahátíð bandarískra samtaka kvikmynda- og sjónvarpsleikstjóra, Directors Guild of America, um helgina, ólíkt því sem var á Bafta í London Meira
21. febrúar 2023 | Menningarlíf | 164 orð | 2 myndir

Blöðruhundur Jeffs Koons splundraðist

Gestur á listakaupstefnunni Art Wynwood í Miami í Bandaríkjunum hafði ekki heppnina með sér þegar viðkomandi rakst utan í listaverkið „Balloon Dog (Blue)“ eða „Blöðruhundur (blár)“ eftir bandaríska myndlistarmanninn Jeff Koons Meira
21. febrúar 2023 | Fjölmiðlar | 194 orð | 1 mynd

Er þetta virkilega stórfrétt?

Knattspyrnulið er nefnt Manchester United. Þetta er eitt af ótal liðum í heimi fótboltans en stundum er eins og þetta sé eina knattspyrnuliðið sem mark sé á takandi. Sú sem þetta skrifar var kvöld eitt að horfa á Sky-sjónvarpsstöðina sem er yfirleitt vönd að virðingu sinni Meira
21. febrúar 2023 | Menningarlíf | 68 orð | 1 mynd

Fjárhirðar á flakki í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld

Fjárhirðar á flakki er yfirskrift fyrstu tónleika í tónleikaröðinni Klassík við Sundin sem haldnir verða í kvöld kl. 20 í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í Laugarnesi. Katrin Heymann flautuleikari og Össur Ingi Jónsson óbóleikari bjóða upp á… Meira
21. febrúar 2023 | Menningarlíf | 107 orð | 1 mynd

Rushdie mótmælir ritskoðun á Dahl

„Roald Dahl var enginn engill, en þessi ritskoðun er fáranleg. Stjórnendur Puffin Books og þau sem fara með höfundarrétt Dahls ættu að skammast sín,“ skrifar Salman Rushdie á Twitter og bætist þar með í hóp þeirra sem gagnrýnt hafa… Meira
21. febrúar 2023 | Menningarlíf | 581 orð | 3 myndir

Þrjár systur í sorg

Jóhann Jóhannsson tónlistarmaður og tónskáld, sem lést með sviplegum hætti árið 2018, var öllum listamönnum sem til hans þekktu mikill harmdauði enda áhrif hans á íslenskt listalíf mikil, merkileg og seint upp gerð Meira
21. febrúar 2023 | Menningarlíf | 482 orð | 2 myndir

Þýskur sigur á Bafta

Verðlaun bresku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, Bafta, voru afhent um helgina og hlaut þýska kvikmyndin Im Westen nichts Neues, eða Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum, flest verðlaun eða sjö alls Meira

Umræðan

21. febrúar 2023 | Aðsent efni | 329 orð | 1 mynd

Andi sköpunarinnar og lífsins

Svo hátt sem himinninn er yfir jörðinni, svo óendanlega nálægur hjarta mínu er kærleikur þinn, ó, Guð, fyrirgefning, miskunn, náð og dýrð. Meira
21. febrúar 2023 | Pistlar | 349 orð | 1 mynd

Endurskoðun samgöngusáttmálans

Það er ljóst að borgarstjórnarmeirihlutinn getur ekki valið hvað skal efna af ákvæðum sáttmálans andspænis skýrum ákvæðum hans um forgangsröðun. Meira
21. febrúar 2023 | Aðsent efni | 830 orð | 1 mynd

Hringekja stjórnsýslunnar: Opið bréf til Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra

Tilkoma laganna var að formaður Landssambands veiðifélaga fullyrti að Hæstiréttur hefði komist að rangri niðurstöðu vegna skorts á lagaheimildum. Meira
21. febrúar 2023 | Aðsent efni | 730 orð | 1 mynd

Hvað sameinar?

Við höfum meira gagn af því að vita hvað sameinar okkur en hvað greinir okkur í sundur. Meira
21. febrúar 2023 | Pistlar | 394 orð | 1 mynd

Seðlabankinn

Seðlabanki Íslands er ein mikilvægasta stofnun landsins. Það skiptir miklu að bankinn sé traustsins verður og standi undir því mikilvæga hlutverki sem honum er falið. Seðlabankinn er gríðarlega valdamikil sjálfstæð stofnun þar sem reglur um… Meira
21. febrúar 2023 | Aðsent efni | 509 orð | 1 mynd

Spólum ekki í sömu hjólförunum

Vanefndir samgöngusáttmálans eru æpandi en koma ekki á óvart, því meirihlutinn í borgarstjórn hætti ekki að siga borginni á bílinn. Meira

Minningargreinar

21. febrúar 2023 | Minningargreinar | 839 orð | 1 mynd

Ármann Gunnlaugsson

Ármann Gunnlaugsson fæddist á Ísafirði 26. febrúar 1942. Hann lést á Hrafnistu, Laugarási 7. febrúar 2023. Foreldrar hans voru hjónin Ragnheiður Magndís Guðrún Finnbogadóttir ljósmóðir, f. 7.9. 1915, d. 19.12. 2004, og Gunnlaugur Halldórsson sýsluskrifari, f. 28.11. 1906, d. 16.7. 1962 Meira  Kaupa minningabók
21. febrúar 2023 | Minningargreinar | 1477 orð | 1 mynd

Guðrún Ormsdóttir

Guðrún Ormsdóttir fæddist 23. ágúst 1938. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Brákarhlíð, Borgarnes,i 13. febrúar 2023. Foreldrar hennar voru Ormur Ormsson, f. 4. mars 1891, d. 26. desember 1965, og Helga Kristmundsdóttir, f. 19. desember 1897, d. 3. maí 1977. Meira  Kaupa minningabók
21. febrúar 2023 | Minningargreinar | 1272 orð | 1 mynd

Hrafnhildur Guðjónsdóttir

Hrafnhildur Guðjónsdóttir fæddist á Patreksfirði 7. mars 1937. Hún lést á líknardeild Landakoti 14. febrúar 2023. Foreldrar hennar voru María Jóakimsdóttir, f. 7. maí 1914, d. 25. apríl 2002, og Guðjón Guðjónsson, f. 16. janúar 1910, d. 22. febrúar 1986. Meira  Kaupa minningabók
21. febrúar 2023 | Minningargreinar | 4081 orð | 1 mynd

Ragna Halldórsdóttir

Ragna Halldórsdóttir fæddist 2. júní 1958 í Reykjavík. Hún lést á líknardeild Landspítalans 8. febrúar 2023. Foreldrar hennar eru Lára Guðmundsdóttir, f. 1929, og Halldór Friðrik Nikulásson, f. 1919, d. 2010. Meira  Kaupa minningabók
21. febrúar 2023 | Minningargreinar | 3633 orð | 1 mynd

Sigurjón Jóhannsson

Sigurjón Jóhannsson fæddist á Siglufirði 21. maí 1939, eina barn foreldra sinna. Hann lést á Líknardeild Landspítalans 8. febrúar 2023. Foreldrar Sigurjóns voru hjónin Guðbjörg Ólafía Þorvaldsdóttir, f. 3.6. 1910 á Rauðsstöðum í Arnarfirði, d. 7.10. 1984, og Jóhann Georg Sigurjónsson verkstjóri, f. 18.3. 1903 á Blönduósi, d. 24.2. 1970. Meira  Kaupa minningabók
21. febrúar 2023 | Minningargreinar | 586 orð | 1 mynd

Snjólaug Einarsdóttir

Snjólaug Einarsdóttir fæddist 3. október 1958. Hún lést 27. janúar 2023. Útför Snjólaugar fór fram 13. febrúar 2023. Meira  Kaupa minningabók
21. febrúar 2023 | Minningargreinar | 662 orð | 1 mynd

Stefán Bjarni Stefánsson

Stefán Bjarni Stefánsson fæddist 4. janúar 1928 í Brekkugötu 1 á Akureyri. Hann lést á bráðamóttöku Landspítalans 24. janúar 2023. Foreldrar hans voru Stefán Stefánsson skrifstofumaður, f. 7. maí 1883 á Ingveldarstöðum í Skagafirði, d. 16. júlí 1929 á Akureyri, og kona hans Sigrún Haraldsdóttir húsmóðir, f. 19. júlí 1893 á Stóru-Brekku í Arnarneshreppi í Eyjafirði, d. 2. desember 1984 í Reykjavík. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

21. febrúar 2023 | Viðskiptafréttir | 251 orð | 1 mynd

Dropp þrefaldar tekjur milli ára

Tekjur Dropp ehf., sem býður upp á afhendingu á vörum netverslana víðs vegar um landið, þrefölduðust á milli ára í fyrra, námu þá 281,3 milljónum króna í samanburði við 92 milljónir króna árið 2021. Það á þó einnig við um rekstrarkostnað félagsins,… Meira

Fastir þættir

21. febrúar 2023 | Í dag | 173 orð

Alan Truscott. V-Allir

Norður ♠ D106 ♥ Á74 ♦ G65 ♣ KD64 Vestur ♠ 7 ♥ KDG983 ♦ K103 ♣ Á105 Austur ♠ 43 ♥ 10652 ♦ 987 ♣ 9873 Suður ♠ ÁKG9852 ♥ -- ♦ ÁD42 ♣ G2 Suður spilar 6♠ Meira
21. febrúar 2023 | Dagbók | 78 orð | 1 mynd

Backstreet Boys til landsins

Backstreet Boys koma til landsins þann 28. apríl og verður allt stjörnu­bilað í Nýju Laug­ar­dals­höll­inni. „Aldrei gleyma að ég upp­lifði þessa tón­leika í októ­ber síðastliðnum og við það upp­lifði ég al­gjöra al­sælu Meira
21. febrúar 2023 | Í dag | 31 orð | 1 mynd

Garðabær Sóldís Eva Sverrisdóttir fæddist 31. ágúst 2022 á Landspítalanum…

Garðabær Sóldís Eva Sverrisdóttir fæddist 31. ágúst 2022 á Landspítalanum í Reykjavík. Hún vó 3.450 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Sverrir Ingi Ólafsson og Bryndís Ósk Birgisdóttir. Meira
21. febrúar 2023 | Í dag | 282 orð

Guð gefi að tíðin batni

Ingólfur Ómar sendi mér vísu svona í tilefni konudagsins: „Til hamingju með daginn konur“! Færa skaltu henni hnoss hlýjum örmum vefðu. Rósavönd og kærleiks koss konu þinni gefðu. Og á Boðnarmiði segir Pétur Stefánsson: „Til allra… Meira
21. febrúar 2023 | Í dag | 461 orð | 1 mynd

Hættur en heldur áfram

Elías Ólafsson fæddist 21. febrúar 1953 í Reykjavík og ólst upp fyrst í Súðavík og síðan á Hellu á Rangárvöllum til 14 ára aldurs. Hann var við nám m.a. í Skógaskóla og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð vorið 1973, og læknaprófi frá læknadeild HÍ 1979 Meira
21. febrúar 2023 | Í dag | 134 orð | 1 mynd

Skák

Staðan kom upp á opnu alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Lienz í Austurríki. Sigurvegari mótsins, indverski stórmeistarinn M.R. Venkatesh (2.452), hafði svart gegn þýska alþjóðlega meistaranum Jakob Pfreundt (2.413) Meira
21. febrúar 2023 | Í dag | 91 orð | 1 mynd

Sverrir Ingi Ólafsson

30 ára Sverrir ólst upp í Stykkishólmi en býr í Garðabæ. Hann er með B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og er deildarstjóri hjá Öryggismiðstöðinni. Áhugamálin eru ferðalög, íþróttir, útivist og fjölskyldan Meira
21. febrúar 2023 | Í dag | 57 orð

Þótt belti, þ.e.a.s. mittisól, sé nokkurs konar girðing er ekki sniðugt að …

Þótt belti, þ.e.a.s. mittisól, sé nokkurs konar girðing er ekki sniðugt að reyna að „girða“ sig. Það gerir maður hins vegar við garðinn sinn – til að undirstrika eignarhaldið Meira

Íþróttir

21. febrúar 2023 | Íþróttir | 605 orð | 2 myndir

Erfitt en gerlegt gegn Aix

Valur tekur á móti franska liðinu Aix í næstsíðustu umferð B-riðils Evrópudeildarinnar í handknattleik karla í Origo-höllinni á Hlíðarenda í kvöld. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi leiksins þar sem sigur tryggir Val einfaldlega sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar Meira
21. febrúar 2023 | Íþróttir | 239 orð | 1 mynd

Fimm stig frá öðru sæti í það áttunda

Eftir sigur Hauka á Aftureldingu í Mosfellsbæ í gærkvöld, 26:24, skilja aðeins fimm stig að liðin sem eru í öðru og áttunda sætinu í úrvalsdeild karla í handbolta. Þetta var næstsíðasti leikur 16. umferðarinnar en staðan í deildinni er reyndar dálítið skökk þar sem ÍBV á inni þrjá frestaða leiki Meira
21. febrúar 2023 | Íþróttir | 68 orð | 1 mynd

Hjálmari bætt í landsliðshópinn

Hjálmar Stefánsson úr Val er kominn í landsliðshópinn í körfuknattleik sem nú býr sig undir leikina við Spán og Georgíu í undankeppni HM. Hjálmari var bætt í hópinn í gær en hann hefur leikið 18 A-landsleiki, síðast á árinu 2020 Meira
21. febrúar 2023 | Íþróttir | 76 orð | 1 mynd

Meiddist í Stjörnuleiknum

Körfuboltamaðurinn LeBron James gat aðeins leikið fyrri hálfleikinn í sínum 20. Stjörnuleik NBA í Salt Lake City í fyrrinótt. LeBron flækti litlafingur í körfunni, þegar hann var að verjast skoti. Hann sagði eftir leik að meiðslin væru ekki alvarleg Meira
21. febrúar 2023 | Íþróttir | 50 orð | 1 mynd

Miklar breytingar á körfuboltanum

Körfuboltinn sem spilaður er í NBA-deildinni hefur breyst geysilega mikið á undanförnum árum og áratugum. Áður fyrr einkenndi barningur undir körfunum leikina en nú eru það þriggja stiga skotin sem allt snýst um Meira
21. febrúar 2023 | Íþróttir | 82 orð | 1 mynd

Rahm aftur í efsta sætið

Spænski kylfingurinn Jon Rahm komst á nýjan leik í efsta sæti heimslista karla í golfi í fyrrinótt þegar hann tryggði sér sigur á Genesis Invitational-mótinu á PGA-mótaröðinni í Kaliforníu. Þetta var þriðji sigur hans í ár Meira
21. febrúar 2023 | Íþróttir | 1292 orð | 2 myndir

Snúið að vera varnarmaður í NBA í dag

Stjörnuleikur NBA-körfuboltans, sem fram fór í fyrrinótt og fjallað var um á mbl.is í gærmorgun, var seinna á ferðinni á tímabilinu þetta árið en venjulega. Liðin í deildinni eiga nú aðeins 22-24 leiki eftir í keppninni áður en umspilið svokallaða… Meira
21. febrúar 2023 | Íþróttir | 78 orð | 1 mynd

Snýr aftur til Selfyssinga

Handknattleikskonan Perla Ruth Albertsdóttir snýr aftur heim til Selfyssinga í sumar eftir fjögur ár í röðum Fram og hefur samið við félagið til þriggja ára. Perla, sem er 26 ára, leikur sem hornamaður eða línumaður og skoraði 457 mörk í 137 leikjum fyrir Selfoss til ársins 2019 Meira
21. febrúar 2023 | Íþróttir | 245 orð | 1 mynd

Sú ákvörðun forráðamanna ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta að kæra…

Sú ákvörðun forráðamanna ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta að kæra Manchester City fyrir meint brot á reglum deildarinnar er afar athyglisverð. Ekki er langt síðan Alþjóða­íþróttadómstóllinn, CAS, ógilti úrskurð UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu,… Meira

Bílablað

21. febrúar 2023 | Bílablað | 880 orð | 2 myndir

Innflytjendur og kaupendur búa enn við óvissu

Það vantar töluvert upp á að íslensk stjórnvöld marki skýra og metnaðarfulla langtímastefnu þegar kemur að gjaldaumhverfi ökutækja. Þetta segir María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, og bendir hún á að breytingar sem urðu á… Meira
21. febrúar 2023 | Bílablað | 553 orð | 1 mynd

Nýir bílar orðnir hálfgerðar tölvur

Sólveig Guðmundsdóttir er veik fyrir rúmgóðum jeppum, bæði vegna notagildisins og vegna þess öryggis sem farþegi og ökumaður njóta í stórri bifreið. „Ég kann vel að meta það frelsi að geta farið inn í Þórsmörk ef mig langar og vera með nóg… Meira
21. febrúar 2023 | Bílablað | 257 orð | 2 myndir

Rafmagnaður blæjubíll væntanlegur frá Mini

Enn sem komið er hafa rafbílaframleiðendur verið nokkuð latir við að bjóða upp á bíla með blæju, og eru þeir fáu rafmögnuðu blæjubílar sem komið hafa á markaðinn yfirleitt fágætar sérútgáfur eða tiltölulega dýrir lúxusbílar á borð við Tesla Roadster Meira
21. febrúar 2023 | Bílablað | 860 orð | 5 myndir

Toyota Corolla verður bara betri

Flestir þeir bílar sem koma á markað nú til dags eru almennt fín farartæki. Það hafa orðið miklar framfarir í tæknibúnaði bifreiða, munaðurinn hefur aukist, útblástur er almennt að minnka og þannig mætti áfram telja Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.