Greinar fimmtudaginn 23. febrúar 2023

Fréttir

23. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 199 orð | 1 mynd

10 milljarða króna viðbót í loðnukvóta

Hafrannsóknastofnun tilkynnti í gær að stofnunin muni leggja til að hámarksafli á yfirstandandi loðnuvertíð verði aukinn um að minnsta kosti hundrað þúsund tonn. Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir að ætla megi að slík viðbót… Meira
23. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 211 orð | 1 mynd

„Lögðum náttúrlega mikinn metnað í þessa þætti“

Bjarni Helga­son, Hall­ur Már Halls­son og mbl.is hlutu í gær fjöl­miðlaviður­kenn­ingu Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands, KSÍ. Viðurkenninguna hlutu þeir fyrir þættina Dætur Íslands, sem sýndir voru í aðdragandanum að Evrópumóti kvenna í knattspyrnu á síðasta ári Meira
23. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 390 orð

94,73% samþykktu verkbannið

Ótímabundið verkbann á félagsmenn Eflingar sem afgerandi meirihluti aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins hefur samþykkt, eða 94,73% þeirra sem greiddu atkvæði, tekur að óbreyttu gildi á hádegi 2 Meira
23. febrúar 2023 | Fréttaskýringar | 2240 orð | 7 myndir

Ár innrásar, átaka og eyðileggingar

Á morgun, föstudaginn 24. febrúar, verður ár liðið frá því að Vladimír Pútín Rússlandsforseti fyrirskipaði allsherjarinnrás rússneska hersins í Úkraínu. „Sérstaka hernaðaraðgerðin,“ líkt og styrjöldin er enn kölluð af rússneskum… Meira
23. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 242 orð | 1 mynd

Bílastæðum fækkað við Brautarholt

Ósk borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að leitað yrði afbrigða til að taka á dagskrá borgarstjórnar tillögu varðandi breytingar á götukafla við Brautarholt í Reykjavík var felld á fundi borgarstjórnar á þriðjudag Meira
23. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 189 orð | 1 mynd

Breytt í húsnæði fyrir flóttafólk

Íslenska ríkið mun leigja til tveggja ára bak­hús á lóð nr. 19 og hús á lóð nr. 21-23 á Lauf­ás­vegi og verða hús­in nýtt sem tíma­bund­in heim­ili fyr­ir flótta­fólk. Vinnu­mála­stofn­un sér um rekst­ur­inn og sendi bygg­ing­ar­leyf­is­um­sókn til… Meira
23. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 454 orð | 1 mynd

Bændadögurður, spælegg á focacciabrauði með salati og kryddjurtum

Rétturinn samanstendur af tveimur spæleggjum ofan á focacciabrauði með fersku salati en María mælir heilshugar með að þið prófið þennan skemmtilega rétt. Hann heitir Farmer's Breakfast og nýtur mikilla vinsælda á veitingastaðnum þar sem María gæddi sér á honum með bestu lyst Meira
23. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 310 orð | 2 myndir

Dæmd fyrir endurbirtingu

Reyni Traustasyni og útgáfufélaginu Sólartúni ehf. er gert að greiða Árvakri og Atla Viðari Þorsteinssyni bætur vegna skrifa miðilsins Mannlífs upp úr minningargreinum Morgunblaðsins. Samkvæmt tveimur dómum Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðnir voru upp í gærmorgun, þurfa Reynir og Sólartún ehf Meira
23. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 594 orð | 4 myndir

Elspa sótt á Amtið – Landið og sagnfræðin – Sögur eftir Sigríði – Litríkar lýsingar

„Glæpasögur og bækur með spennandi þræði sem halda lesandanum við efnið alla leið eru vinsælar hér á safninu,“ segir Guðrún Kristín Jónsdóttir sem stýrir útlánadeild Amtsbókasafnsins á Akureyri Meira
23. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Fjöldi í fimmtu sprautuna

Margir hafa að undanförnu fengið aukabólusetningu gegn Covid-19. Sóttvarnalæknir hefur mælt með því að fólk yfir sextugu og fólk með undirliggjandi sjúkdóma fái aukaörvunarskammt af bóluefni gegn veirunni Meira
23. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 182 orð | 1 mynd

Funduðu með forseta Íraks og litu á flóttamannabúðir

Alþingismennirnir Birgir Þórarinsson og Jakob Frímann Magnússon eru um þessar mundir á ferðalagi um Írak og hafa heimsótt flóttamannabúðir víðs vegar um landið. Þeir hafa þá fundað með þjóðarleiðtogum landsins, þar á meðal forsetanum Abdul Latif… Meira
23. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 82 orð | 2 myndir

Furðuverur víða á sveimi í tilefni öskudagsins

Börn um allt land klæddu sig í skrautlega búninga í tilefni öskudagsins í gær, gengu á milli verslana og fyrirtækja, sungu af hjartans lyst og fengu sitthvað gott í gogginn að launum. Í verslunarmiðstöðinni Kringl­unni í Reykjavík var meðal annars… Meira
23. febrúar 2023 | Fréttaskýringar | 445 orð | 5 myndir

Hafnarvigtin á nýjan stað á Granda

Við Grandagarð við gömlu höfnina í Reykjavík, norðaustan við Kaffivagninn þjóðkunna, stendur lítið og látlaust hús. Þetta er hafnarvigtin. Þarna hefur vigtin verið í nær 64 ár en á næstunni verður breyting þar á Meira
23. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 142 orð | 1 mynd

Hjálparstarfið sendi 25 milljónir

Hjálparstarf kirkjunnar sendi í gær rúmar 25 milljónir króna til systurstofnana í Alþjóðlegu hjálparstarfi kirkna, ACT Alliance, sem veita fórnar­lömbum jarð­skjálftanna í Tyrklandi og Sýrlandi neyðaraðstoð Meira
23. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 616 orð | 3 myndir

Lömunarveikibaráttu ekki lokið

„Þegar framtakið hófst dóu þúsundir barna árlega úr lömunarveiki um allan heim og enn fleiri urðu lömuð fyrir lífstíð. En með verkefninu hafði lömunarveiki verið að mestu útrýmt eða um 99,9%. Nú eru hins vegar blikur á lofti þar sem fleiri… Meira
23. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 304 orð | 1 mynd

Mengun innan marka í nágrenni við Sundahöfn

Loftgæðamælir Faxaflóahafna á Laugarnesi sýnir að mengunarefni vegna viðlegu skemmtiferðaskipa og annarra skipa á Skarfabakka fóru ekki yfir skilgreind umhverfismörk á árinu 2022 í neinu tilviki og eru vel fyrir neðan þau mörk sem skilgreind eru í reglugerð Meira
23. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 302 orð | 1 mynd

Nýjar verslanir opnaðar í Holtagörðum

Fasteignafélagið Reitir hefur undirritað nýja leigusamninga við þrjú af stærstu fyrirtækjunum á íslenskum skó- og tískuvörumarkaði um húsnæði í Holtagörðum. Öll neðri hæð hússins verður endurnýjuð í tengslum við breytinguna Meira
23. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 337 orð | 1 mynd

Ný leikskóli verður byggður á Nesinu

Seltjarnarnesbær hefur gengið frá samningi við Andrúm arkitekta um fullnaðarhönnun á nýjum leikskóla „Undrabrekku.“ Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri og Kristján Garðarsson arkitekt undirrituðu samninginn á vettvangi fyrirhugaðra framkvæmda… Meira
23. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 182 orð | 1 mynd

Prestur í Árborg

Biskup Íslands auglýsti nýlega eftir presti til þjónustu í Árborgarprestakalli í Suðurprófastsdæmi. Fjórar umsóknir bárust og hefur séra Ása Björk Ólafsdóttir verið ráðin í starfið. Hún tekur við af sr Meira
23. febrúar 2023 | Fréttaskýringar | 711 orð | 2 myndir

Rússland og Kína efla samstarfið

Í brennidepli Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Alþjóðasamskipti okkar daga eru flókin. Og þau hafa ekki orðið betri eftir fall tvípólakerfisins. Þess í stað eru þau full af spennu,“ sagði Vladimír Pútín Rússlandsforseti er hann ræddi við Wang Yi, helsta ráðgjafa Kínaforseta í alþjóðamálum, en þeir hittust á fundi í Kreml til að ræða nánara samstarf Rússlands og Kína. Meira
23. febrúar 2023 | Fréttaskýringar | 1208 orð | 2 myndir

Segja frá og safna samtímanum

Sviðsljós Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Tímarnir breytast og samfélagið með. Sífellt verða til nýjar sögur sem er mikilvægt að varðveita og skrá; fylgjast með þeim breytingum sem verða. Fjölmenningarsamfélagið er vissulega hluti okkar sögu sem þjóðar. Fyrir þessu öllu erum við vakandi,“ segir Harpa Þórsdóttir þjóðminjavörður. Meira
23. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 604 orð | 2 myndir

Skemmtilegt í stríði en svo þarf að semja

Á seinni hluta síðustu aldar voru verkföll algeng hérlendis og oft harðvítug. „Menn eru að læra að nota verkfallsvopnið á millistríðsárunum og það er svo tekið meira í notkun eftir seinna stríð. Upp úr 1950 og fram til 1990 eru verkföll nánast árviss viðburður Meira
23. febrúar 2023 | Fréttaskýringar | 677 orð | 1 mynd

Sótt að fornum víkingum víða um heim

Sviðsljós Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Við höfum ekki orðið vör við neina óánægju safngesta með sýningar okkar þar sem sjá má ýmsa hluti frá víkingaöldinni, þar á meðal vopn. Þvert á móti. Gestirnir eru yfirleitt mjög hrifnir,“ segir Harpa Þórsdóttir þjóðminjavörður. Meira
23. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 265 orð | 1 mynd

Staða miðlunarlóna góð

Staða miðlunarlóna Landsvirkjunar á hálendinu er miklu betri en í fyrra og hefur fyrirtækið ekki þurft að grípa til orkuskerðinga vegna lágrar miðlunarstöðu eins og það þurfti að gera í fyrravetur. „Það liggur ekki fyrir nákvæmlega hvernig veturinn… Meira
23. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Stefna að enn nánara samstarfi

Vladimír Pútín Rússlandsforseti fundaði í gær með Wang Yi, helsta ráðgjafa Kínaforseta í utanríkismálum, í Kreml og ræddu þeir enn nánara samstarf ríkjanna. Er stefnt að því að Xi Jinping, forseti Kína, muni svo heimsækja Moskvu síðar á árinu Meira
23. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 289 orð | 1 mynd

Stofna heildarsamtök landbúnaðarins

Til umræðu er að stofna Heildarsamtök íslensks landbúnaðar með samvinnu Bændasamtaka Íslands (BÍ) og Samtaka fyrirtækja í landbúnaði (SAFL). Var verkefnið kynnt á búgreinaþingi Bændasamtaka Íslands í gær Meira
23. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 493 orð | 3 myndir

Sænsku lokkarnir glitra silkimjúkir

Sambýlisfólkið Kristín Halldórsdóttir og Markús Kuster, fjárbændur í Virserum í Smálöndunum í Svíþjóð, rækta tvo stofna og voru í fremstu röð á því sviði á liðnu ári. „Við höfum fikrað okkur upp listann og af um 530 Gotlandshjörðum í Danmörku og Svíþjóð var hjörðin okkar í 15 Meira
23. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Sögufélagið lýsir áhyggjum af lokun Borgarskjalasafns Reykjavíkur

Á aðalfundi Sögufélagsins í vikunni var lýst miklum áhyggjum vegna tillögu borgarstjóra um að loka Borgarskjalasafni Reykjavíkur. „Borgarskjalasafnið á sér langa og merka sögu og er lykilstofnun þegar kemur að varðveislu opinberra skjala… Meira
23. febrúar 2023 | Erlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd

Tákn um þá fjölmörgu sem fallið hafa í stríðinu

Úkraínskur hermaður haltrar fram hjá eins konar fánabeði í Kænugarði og táknar hver Úkraínufáni fallinn hermann. Með honum í för er unnustan, en ljóst má vera að hermaðurinn umræddi hefur særst í vopnuðum átökum við innrásarlið Moskvuvaldsins Meira
23. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 403 orð | 1 mynd

Tillögur um varnir gegn krapaflóði

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sýndar voru tillögur að nýjum stoðvirkjum og varnargörðum til að draga úr hættu á krapaflóðum úr Geirseyrargili á Patreksfirði á íbúafundi sem fram fór í fyrrakvöld. Þar fóru sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands yfir krapaflóðið sem þar féll fyrir tæpum mánuði og fulltrúar Ofanflóðasjóðs og Verkís kynntu tillögur að varnarvirkjum. Meira
23. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 381 orð | 1 mynd

Verkbann SA samþykkt

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir niðurstöðu atkvæðagreiðslu um verkbann meðal félagsmanna SA sterka en um leið skrefin þungbær að stíga. Tilkynnt var í gærkvöldi að mikill meirihluti aðildarfyrirtækja SA hefði samþykkt verkbannið Meira
23. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 701 orð | 5 myndir

Vænn þorskur og vilja meiri kvóta

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Aflabrögðin eru frábær þá daga sem gefur. Að undanförnu hafa þó stundum komið hvellir með stífri suðvestanátt svo ekkert hefur verið hægt að róa kannski í tvo til þrjá daga. Annars er þetta frábært og fiskgengd er mikil,“ segir Pétur Pétursson á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Pétur með fjölskyldu sinni stendur að útgerðinni á Bárði SH 81 en nú að undanförnu hefur verið róið á bátnum frá Rifi. Úr höfn þar er aðeins um hálftíma stím á góð fiskimið. Meira
23. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 164 orð

Þriggja ára nauðgunardómur staðfestur í Hæstarétti

Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar frá því í júní síðastliðnum þar sem maður var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga konu sem hann átti í kynferðislegu sambandi við. Landsréttur sneri þá við sýknudómi héraðsdóms Meira
23. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Þrjú teymi vilja hanna farþegamiðstöð

Þrjú teymi sendu inn umsókn um þátttöku í samstarfssamkeppni um alverktöku vegna hönnunar og byggingar fjölnota farþegamiðstöðvar á Skarfabakka í Sundahöfn í Reykjavík. Tilboðin voru opnuð hjá Faxaflóahöfnum 20 Meira

Ritstjórnargreinar

23. febrúar 2023 | Leiðarar | 252 orð

Áfram skal anað

Endurskoðun samgöngusáttmála hafnað Meira
23. febrúar 2023 | Leiðarar | 341 orð

Framganga vekur óhug

Tryggja ber leikreglurnar Meira
23. febrúar 2023 | Staksteinar | 201 orð | 1 mynd

Sterk staða en hægt að spilla

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri peningastefnu sátu fyrir svörum hjá þingnefnd í vikunni og mættu þar ýmsum undarlegum spurningum og að hluta til fólki sem hafði ekki mikinn áhuga á að skilja það sem þau höfðu fram að færa. Þau reyndu að benda á að skuldastaða heimila og fyrirtækja teldist góð og vanskil lítil en að ástæða væri til að hafa miklar áhyggjur af verðbólgunni. Og þess vegna hafi vextir verið hækkaðir. Meira

Menning

23. febrúar 2023 | Fjölmiðlar | 216 orð | 1 mynd

Að sætta sig við fáfræðina

Síðustu mánuði hefur kærastinn kynnt mig fyrir The Challenge, raunveruleikaþáttum sem snúast bæði um líkamlega burði og færni í mannlegum samskiptum. Það er þrítugasta og áttunda þáttaröðin sem ég hef fengið að dýfa tánum í en þættirnir hófu göngu sína árið 1998 Meira
23. febrúar 2023 | Menningarlíf | 80 orð | 1 mynd

Af fingrum fram með Sóla Hólm í kvöld

Sólmundur Hólm kemur fram á spjalltónleikaröð Jóns Ólafssonar, Af fingrum fram, í kvöld og annað kvöld kl. 20.30 báða daga. „Stjarna Sólmundar Hólm hefur skinið skærar með hverju árinu og nú er hann einn vinsælasti skemmtikraftur landsins Meira
23. febrúar 2023 | Menningarlíf | 1047 orð | 1 mynd

Ást, þrá og brostnar vonir

Óperan Madama Butterfly eftir ítalska tónskáldið Puccini verður frumsýnd í Eldborg í Hörpu 4. mars og er það umfangsmesta verkefni Íslensku óperunnar seinni hluta vetrar. Óperan var síðast sýnd hér á landi árið 1995 Meira
23. febrúar 2023 | Menningarlíf | 76 orð | 1 mynd

Bókamarkaðurinn verður opnaður á Laugardalsvelli í dag kl. 10

Félag íslenskra bókaútgefenda (Fíbút) opnar bókamarkað sinn á Laugardalsvelli í dag kl. 10. Markaðurinn er að vanda haldinn í stúkubyggingunni við fótboltavöllinn. Bókamarkaðurinn á sér áratuga sögu, en hann var fyrst haldinn í Listamannaskálanum árið 1952 Meira
23. febrúar 2023 | Fólk í fréttum | 803 orð | 7 myndir

Ekki lausnin að loka á Ingibjörgu

Inga Kristjáns hefur haldið úti hlaðvarpinu Illverk, sem fjallar um sannsöguleg sakamál, síðan 2019. Nú hefur hún þó stofnað glænýtt hlaðvarp, Ingibjörg Podcast, sem er af allt öðrum toga, en það hefur setið í fyrsta sæti á Apple podcast síðan það kom út 19 Meira
23. febrúar 2023 | Menningarlíf | 122 orð | 1 mynd

Engin breyting á Dahl hjá Frökkum

Franskur útgefandi bóka Roalds Dahls ætlar ekki að breyta þýðingum á þeim þótt slíkt eigi að gera í heimalandi höfundarins, Englandi. Útgáfufyrirtækið Gallimard sendi í vikunni frá sér yfirlýsingu þess efnis að upprunalegur texti Dahls fengi að… Meira
23. febrúar 2023 | Menningarlíf | 516 orð | 1 mynd

Formrænn einfaldleiki Daníels

Daníel Magnússon sýnir í Hverfisgalleríi tíu verk sem hann hefur unnið á undanförnum misserum. Sýningin ber titilinn Konstrúktívur vandalismi. Flest verkin eru unnin með blýanti og penna á pappír og eru hugsuð sem kortagerð fyrir hinn miðjusetta heim Ptólemæosar Meira
23. febrúar 2023 | Menningarlíf | 191 orð | 1 mynd

Hough leikur Rakhmanínov

Breski píanóleikarinn Stephen Hough leikur á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg Hörpu í kvöld kl. 19.30 píanókonsert nr. 2 eftir Sergej Rakhmanínov undir stjórn Kornilios Michailidis. Hough er vel kunnugur tónverkum Rakhmanínovs, enda… Meira
23. febrúar 2023 | Menningarlíf | 881 orð | 5 myndir

Mynda órofa heild

Hugmyndaríkur og ljóðrænn From Afar ★★★★★ Verk eftir m.a. Johann Sebastian Bach; Wolfgang Amadeus Mozart; Robert Schumann; Johannes Brahms; Béla Bartók; Sigvalda Kaldalóns; György Kurtág og Thomas Adès Meira
23. febrúar 2023 | Kvikmyndir | 934 orð | 2 myndir

Of stór skammtur af skammtaheimi

Laugarásbíó, Sambíóin og Smárabíó Ant-Man and the Wasp: Quantumania ★★··· Leikstjórn: Peyton Reed, Handrit: Jeff Loveness. Aðalleikarar: Paul Rudd, Michael Douglas, Michelle Pfeiffer, Evangeline Lilly, Kathryn Newton og Jonathan Majors. Bandaríkin, 2023. 125 mín. Meira
23. febrúar 2023 | Menningarlíf | 253 orð | 2 myndir

Óvænt samstarf í tónlistarheiminum

Nærri 60 árum eftir að liðsmenn Rolling Stones og Bítlanna hittust fyrst lítur allt út fyrir að þeir muni vinna saman á væntanlegri plötu Rolling Stones. Samkvæmt heimildum tímaritsins Variety hefur Paul McCartney tekið upp bassastef fyrir… Meira
23. febrúar 2023 | Menningarlíf | 93 orð | 2 myndir

Schumann á hádegistónleikum í dag

Ljóðaflokkurinn Dichterliebe eftir Robert Schumann verður fluttur á hádegistónleikum í Fríkirkjunni við Tjörnina í dag, fimmtudag, kl. 12. Flytjendur eru Eggert Reginn Kjartansson tenór og Þóra Kristín Gunnarsdóttir píanóleikari Meira
23. febrúar 2023 | Menningarlíf | 137 orð | 1 mynd

Sumarljós hlaut verðlaun í Santa Barbara

Kvikmynd Elfars Aðalsteins, Sumarljós og svo kemur nóttin, var um síðustu helgi verðlaunuð sem besta norræna kvikmyndin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Santa Barbara. Elfar er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar og tók við verðlaununum … Meira
23. febrúar 2023 | Menningarlíf | 115 orð | 2 myndir

Tveir höfundar með hugvekjur um innsæi

„Að fylgja innsæinu“ er yfirskriftin á annarri Kveikju ársins sem fram fer í Borgarbókasafninu í Grófinni í dag, fimmtudag, milli kl. 17 og 17.45. Þar ræða rithöfundarnir Kristín Eiríksdóttir og Bergþóra Snæbjörnsdóttir saman um reynslu af innsæi í lífi og list Meira
23. febrúar 2023 | Menningarlíf | 172 orð | 1 mynd

Tvær sögur Don Rosa ekki endurprentaðar

Don Rosa, sem teiknað hefur sögur úr Andabæ, upplýsir á Twitter að fulltrúar frá Disney hafi tjáð honum bréfleiðis að ekki verði hægt að endurprenta tvær sögur hans um Jóakim aðalönd. „Sem lið í því að stuðla að margbreytileika og inngildingu er… Meira
23. febrúar 2023 | Fólk í fréttum | 155 orð | 1 mynd

Vinnur stórkostlega tónleikaferð

Einn vinsælasti tónlistarmaður veraldar, The Weeknd, heldur stórkostlega tónleika í Marley Park í Dublin 28. júní en einn heppinn hlustandi K100 fær tækifæri til að njóta þeirra í ferð fyrir tvo. Leikurinn hefst mánudaginn 27 Meira
23. febrúar 2023 | Menningarlíf | 145 orð | 1 mynd

Þakkaði Pútín gjöfina eftir innrásina

Haraldur Noregskonungur sendi Vladimír Pútín Rússlandsforseta þakkarbréf sex vikum eftir að Rússland réðst inn í Úkraínu 2022. Þetta upplýsir NRK. Þar kemur fram að Haraldur hafi með bréfinu viljað þakka fyrir vasa sem Pútín sendi honum í tilefni af 85 ára afmæli hans 21 Meira
23. febrúar 2023 | Menningarlíf | 50 orð | 3 myndir

Þorvaldur Davíð og níu aðrar rísandi stjörnur skína í Berlín

Þorvaldur Davíð Kristjánsson hefur verið í sviðsljósinu í vikunni í Berlín en þar er hann í hópi leikara sem teljast rísandi stjörnur. Árlega velja samtökin European Film Promotion tíu leikara frá aðildarlöndum sínum sem hafa vakið sérstaka athygli og kynnir þá sérstaklega á kvikmyndahátíðinni í Berlín sem nú stendur yfir. Meira

Umræðan

23. febrúar 2023 | Pistlar | 405 orð | 1 mynd

Að skjóta niður skjólstæðinga sín

Hafi heimilin varið 100.000 krónum á mánuði í mat, bensín og aðrar nauðsynjar veldur 10% verðbólga því að sú upphæð fer upp í 110.000 krónur, en 550.000 hafi þau varið 500.000 krónum í þessa liði. Flest heimili eru sennilega einhvers staðar þarna á… Meira
23. febrúar 2023 | Aðsent efni | 1172 orð | 1 mynd

Áfram um Samkeppniseftirlitið

Vandinn er vanhugsuð framkvæmd Samkeppniseftirlitsins á samkeppnislögum fremur en lögin sjálf. Meira
23. febrúar 2023 | Aðsent efni | 535 orð | 1 mynd

Eru bílastæði nærri heimili þínu?

Borgin hyggst láta útbúa breiða gangstétt meðfram þessum húsum, sem verður til þess að bílastæðum fyrir framan þau fækkar úr tuttugu og fimm í sex. Meira
23. febrúar 2023 | Aðsent efni | 734 orð | 2 myndir

Fyrsti þingmaðurinn úr hópi kvenna

Ingibjörg er meðal merkustu Íslendinga síðustu aldar. Hún var brautryðjandi í stjórnmálum, íþrótta- og menntamálum, heilbrigðismálum og kvenréttindum. Meira
23. febrúar 2023 | Aðsent efni | 427 orð | 1 mynd

Færum biskupskjör til fólksins

Treystið fólki til að kjósa sinn biskup. Gangið til verka og einfaldið kosningareglurnar fyrir næsta biskupskjör. Meira
23. febrúar 2023 | Aðsent efni | 383 orð | 1 mynd

Níu milljón stundir

Áætluðu samtökin að borgarbúar sólunduðu níu milljón klukkustundum í umferðartafir árlega. Meira
23. febrúar 2023 | Aðsent efni | 176 orð | 1 mynd

Sjálfskrifandi texti og gervigreind

Þeir sem hafa atvinnu af því að semja, segja frá eða svara spurningum, eins og blaðamenn og fólk í stjórnmálum, verða oft nokkuð staðlaðir í sínu málfari og ofnota þá sömu orðatiltækin. Þeir sem detta í þennan pyttinn komast lengi dags fljótt og vel … Meira
23. febrúar 2023 | Aðsent efni | 728 orð | 1 mynd

Stjórnleysi Reykjavíkurborgar verður sífellt meira ógnvekjandi

Traust íbúa til borgarstjórnar hefur dalað verulega samkvæmt nýjustu könnunum enda hafa loforð verið svikin. Aðeins einn flokkur getur breytt stöðunni. Meira

Minningargreinar

23. febrúar 2023 | Minningargreinar | 1568 orð | 1 mynd

Guðjón Einarsson

Guðjón Einarsson fæddist í Grindavík 11. april 1947. Hann lést 11. febrúar 2023. Foreldrar hans voru Einar Dagbjartsson frá Ásgarði, f. 24. júní 1917, d. 21. febrúar 1981, og Laufey Guðjónsdóttir frá Vestmannaeyjum, f Meira  Kaupa minningabók
23. febrúar 2023 | Minningargreinar | 2064 orð | 1 mynd

Gylfi Guðmundsson

Gylfi Guðmundsson fæddist 1. september 1940 á Staðastað á Snæfellsnesi. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 12. febrúar 2023. Foreldrar Gylfa voru Guðmundur Helgason, f. 6.1. 1909, d. 6.7. 1952, sóknarprestur á Staðastað á Snæfellsnesi og síðar í Neskaupstað, og Þorvalda Hulda Sveinsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
23. febrúar 2023 | Minningargreinar | 434 orð | 1 mynd

Ólöf Jóhannsdóttir

Ólöf Jóhannsdóttir fæddist á Landspítalanum í Reykjavík 29. janúar 1949. Hún lést í faðmi fjölskyldunnar á Heilbrigðisstofnun Vesturlands 12. febrúar 2023. Foreldrar hennar voru Jóhann Kristján Guðmundsson, f Meira  Kaupa minningabók
23. febrúar 2023 | Minningargreinar | 1739 orð | 1 mynd

Pálmar Guðmundsson

Pálmar Guðmundsson fæddist 2. febrúar 1977. Hann lést 10. febrúar 2023 á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Foreldrar hans eru Hrafnhildur Ingibergsdóttir, f. 3. október 1959, og Guðmundur Ragnar Guðmundsson, f Meira  Kaupa minningabók
23. febrúar 2023 | Minningargreinar | 1643 orð | 1 mynd

Regína Guðlaugsdóttir

Regína Guðlaugsdóttir fæddist á Siglufirði 6. september 1928. Hún lést á Eir endurhæfingardeild 4. febrúar 2023. Foreldrar hennar voru Þóra María Amelía Björnsdóttir Ólsen frá Eyjafirði, f. 4.11. 1897, d Meira  Kaupa minningabók
23. febrúar 2023 | Minningargreinar | 1855 orð | 1 mynd

Valdimar Már Pétursson

Valdimar Már Pétursson fæddist á Lokastíg í Reykjavík 23. febrúar 1933. Hann lést á heimili sínu, Ljárskógum 7, 9. febrúar 2023. Hann var sonur hjónanna Guðrúnar Daðadóttur, f. 1898, d. 1994, húsmóður og Péturs Eyvindssonar, f Meira  Kaupa minningabók
23. febrúar 2023 | Minningargreinar | 985 orð | 1 mynd

Þórður Magnússon

Þórður Magnússon fæddist 25. febrúar 1935 í Veiðileysu í Árneshreppi. Hann lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða á Akranesi 12. febrúar 2023. Foreldar Þórðar eru hjónin Magnús Guðberg Elíasson, f Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

23. febrúar 2023 | Sjávarútvegur | 252 orð | 1 mynd

Boða viðbótarráðgjöf í loðnu

Hafrannsóknastofnun gerir ráð fyrir að ráðgjöf um hámarksafla á yfirstandandi loðnuvertíð verði hækkuð um að minnsta kosti hundrað þúsund tonn eftir að umtalsvert magn mældist af hrygningarloðu á landgrunninu norður af Húnaflóa Meira
23. febrúar 2023 | Sjávarútvegur | 542 orð | 1 mynd

Mokveiði á rækju í Ísafjarðardjúpi

Haraldur Konráðsson, skipstjóri á rækjubátnum Val ÍS-20, er léttur í lund er blaðamaður nær af honum tali enda hefur verið í nógu að snúast að undanförnu á rækjuveiðum í Ísafjarðardjúpi. „Þetta hefur gengið ljómandi vel Meira

Viðskipti

23. febrúar 2023 | Viðskiptafréttir | 167 orð | 1 mynd

Concept Events sameinast Senu

Gengið hefur verið frá samkomulagi um kaup Senu á ráðstefnu-, viðburða- og hvataferðafyrirtækinu Concept Events. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins og gangi þau eftir er reiknað með að af þeim verði frá og með 1 Meira
23. febrúar 2023 | Viðskiptafréttir | 468 orð | 2 myndir

Samrunaeftirlit í forgangi

Björn Leví Óskarsson blo@mbl.is Meira
23. febrúar 2023 | Viðskiptafréttir | 76 orð | 1 mynd

Skuldir Ljósleiðarans aukast enn frekar

Tap Ljósleiðarans nam í fyrra um 87 m.kr., samanborið við hagnað upp á rúmar 273 m.kr. árið áður. Tekjur félagsins jukust um rúmar 450 m.kr. á milli ára og námu tæpum 3,9 mö.kr. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi félagsins Meira

Daglegt líf

23. febrúar 2023 | Daglegt líf | 138 orð | 1 mynd

Herranótt í spor Stuðmanna

Stór hópur nemenda úr MR syngur og leikur af krafti í söngleiknum Með allt á hreinu, sem frumsýndur var í gærkvöldi í Gamla bíói. Herranótt, leikfélag Menntaskólans í Reykjavík, setur upp þennan nýja söngleik sem byggður er á samnefndri kvikmynd… Meira
23. febrúar 2023 | Daglegt líf | 1021 orð | 1 mynd

Þeim gengur best sem sýna seiglu

Fullt var út úr dyrum á vinnusmiðjunni, enda sýna alþjóðlegar rannsóknir að þrír af hverjum fjórum karlmönnum í Evrópu telja kynheilsu sína slæma eftir meðferð við krabbameini í blöðruhálskirtli,“ segir Jóna og bætir við að helstu meðferðir við slíku krabbameini hafi áhrif á kynheilbrigði Meira

Fastir þættir

23. febrúar 2023 | Í dag | 52 orð

Haft er eftir Sigurði skólameistara, þjóðkunnum á sinni tíð, Guðmundssyni…

Haft er eftir Sigurði skólameistara, þjóðkunnum á sinni tíð, Guðmundssyni í MA, að það væri eitthvað heimskulegt við himinninn með öllum þessum n-um. Sem betur fer fækkar þeim strax í þolfalli: um himininn, og áfram Meira
23. febrúar 2023 | Í dag | 339 orð

Héðan og þaðan

Ég hef verið að blaða í bók sr. Bolla Gústavssonar um sr. Björn Halldórsson í Laufási. Þar er margt fróðlegt og skemmtilegt eins og nærri má geta. Þessi hringhenda Björns er úr fórum Tómasar Guðmundssonar skálds: Vindar skeiða skýin blá, skúra eyða raka Meira
23. febrúar 2023 | Í dag | 100 orð | 1 mynd

Magnea Sif Einarsdóttir

50 ára Magga er Njarðvíkingur og býr í Reykjanesbæ. Hún er menntaður leikskólakennari frá Háskóla Akureyrar og er með meistaragráðu í menntun án aðgreiningar frá Háskóla Íslands. Hún er sérkennslustjóri á leikskólanum Heiðarseli Meira
23. febrúar 2023 | Í dag | 618 orð | 3 myndir

Ræktað marga atvinnutónlistarmenn

Kári Húnfjörð Einarsson er fæddur 23. febrúar 1963 á Héraðshælinu á Blönduósi og ólst upp við ósa Blöndu. „Foreldrar mínir voru með búskap í Vatnahverfi sem er jörð örskammt frá Blönduósi og þar eyddi ég mínum æskuárum,“ segir Kári Meira
23. febrúar 2023 | Í dag | 169 orð | 1 mynd

Skák

1. d4 Rf6 2. c4 Rc6 3. Rf3 e6 4. a3 d6 5. Rc3 g6 6. b4 Bg7 7. Bb2 0-0 8. e3 e5 9. Be2 De7 10. Rd5 Rxd5 11. cxd5 Rb8 12. dxe5 dxe5 13. 0-0 Hd8 14. e4 c6 15. Db3 cxd5 16. exd5 Rd7 17. d6 De8 18. Rg5 Rb6 19 Meira
23. febrúar 2023 | Í dag | 185 orð

Sómasamlegt spil. N-AV

Norður ♠ K95 ♥ D8632 ♦ G ♣ ÁDG8 Vestur ♠ G4 ♥ G10974 ♦ 962 ♣ 763 Austur ♠ D1073 ♥ K5 ♦ 85 ♣ K10942 Suður ♠ Á862 ♥ Á ♦ ÁKD10743 ♣ 5 Suður spilar 7G Meira
23. febrúar 2023 | Í dag | 101 orð | 1 mynd

Tinna Huld Karlsdóttir

40 ára Tinna er uppalinn Garðbæingur en býr í Vogum á Vatnsleysuströnd. Hún er hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands og er teymisstjóri í heimahjúkrun hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún situr í velferðarráði Voga og Suðurnesjabæjar Meira
23. febrúar 2023 | Dagbók | 84 orð | 1 mynd

Undrabarn sem var vart hugað líf

Jamie Mohr, fjög­urra ára dreng­ur, hefur vakið heimsathygli vegna stærðfræðikunnáttu sinnar. Jamie kom í heim­inn of snemma eftir að fylgja móður hans hætti að virka eftir 20 vikur. Lækn­ar til­kynntu henni að aðeins 10% lík­ur væru á að barnið… Meira
23. febrúar 2023 | Dagbók | 32 orð | 1 mynd

Verkföll og verkbann

Kjaradeilur eru mál málanna og í Dagmálum eru blaðamennirnir Stefán Einar Stefánsson og Gísli Freyr Valdórsson gestir Andrésar Magnússonar og fara yfir æsilega atburðarás liðinna daga og það sem framundan gæti verið. Meira

Íþróttir

23. febrúar 2023 | Íþróttir | 585 orð | 2 myndir

„Trúin flytur oft fjöll“

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik á möguleika á því að tryggja sér sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins 2023 í fyrsta sinn í sögunni en mótið fer fram á Filippseyjum, í Japan og Indónesíu dagana 25 Meira
23. febrúar 2023 | Íþróttir | 186 orð | 1 mynd

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að lið sitt þurfi …

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að lið sitt þurfi að eiga sinn besta leik á tímabilinu í kvöld til þess að slá Barcelona úr leik í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á Old Trafford Meira
23. febrúar 2023 | Íþróttir | 81 orð | 1 mynd

Fóru öll áfram úr undankeppni

Gígja Björnsdóttir, Albert Jóns­son og Dagur Benediktsson hófu í gær keppni á HM í skíðagöngu sem fram fer í Planica í Slóveníu. Þau tóku þá öll þátt í undankeppni. Gígja varð þriðja í undankeppni í 5 km göngu kvenna og tryggði sér með því sæti í aðalkeppninni í 10 km göngu á þriðjudaginn Meira
23. febrúar 2023 | Íþróttir | 274 orð | 1 mynd

Ísland leikur í kvöld sinn tuttugasta leik í baráttunni um að komast á…

Ísland leikur í kvöld sinn tuttugasta leik í baráttunni um að komast á heimsmeistaramót karla í körfubolta í fyrsta skipti þegar heimsmeistararnir frá Spáni mæta í Laugardalshöllina. Tuttugu leikir í forkeppni og undankeppni er hreint ótrúlegur fjöldi, sem og sá tími sem þetta hefur tekið Meira
23. febrúar 2023 | Íþróttir | 38 orð | 1 mynd

Ísland mætir Spáni og Georgíu í lokaleikjum undankeppni HM 2023

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik á möguleika á því að tryggja sér sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins 2023 í fyrsta sinn í sögunni en Ísland er sem stendur með 8 stig í fjórða sæti L-riðils undankeppninnar, líkt og Georgía Meira
23. febrúar 2023 | Íþróttir | 220 orð | 1 mynd

Keflavík styrkti stöðu sína í efsta sætinu

Daniela Wallen átti stórleik fyrir Keflavík þegar liðið vann öruggan sigur gegn Fjölni í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Subway-deildinni, í Dalhúsum í Grafarvogi í 21. umferð deildarinnar í gær Meira
23. febrúar 2023 | Íþróttir | 70 orð | 1 mynd

Lykilmenn ekki með gegn Spáni

Elvar Már Friðriksson verður ekki með íslenska karlalandsliðinu í körfuknattleik þegar það tekur á móti Spáni í L-riðli undankeppni HM 2023 í Laugardalshöll í kvöld. Þá verða þeir Haukur Helgi Pálsson og Kristófer Acox hvíldir gegn Spáni Meira
23. febrúar 2023 | Íþróttir | 60 orð | 1 mynd

Óánægja með störf Hamréns?

Margir leikmenn danska knattspyrnufélagsins AaB eru sagðir afar ósáttir með vinnubrögð Eriks Hamréns, þjálfara liðsins. Það er danski miðillinn Ekstrabladet sem greinir frá þessu en Hamrén, sem er 65 ára gamall, tók við liðinu í september á síðasta… Meira
23. febrúar 2023 | Íþróttir | 57 orð | 1 mynd

Suðurlandsslagur í Höllinni

ÍBV og Selfoss mætast í undanúrslitum bikarkeppni kvenna í handknattleik, Powerade-bikarsins, en dregið var í gær. Í hinu undanúrslitaeinvíginu mætast Valur og Haukar en leikirnir fara fram 15. mars Meira
23. febrúar 2023 | Íþróttir | 986 orð | 2 myndir

Ætlar að ná Vilhjálmi

Frjálsíþróttamaðurinn Daníel Ingi Egilsson úr FH sló tólf ára gamalt Íslandsmet Kristins Torfasonar í þrístökki innanhúss er hann stökk lengst 15,49 metra á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum í Laugardalshöll á laugardaginn var Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.