Greinar föstudaginn 24. febrúar 2023

Fréttir

24. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 365 orð | 1 mynd

2,5 milljarðar hafa farið í hjálparstarf

Íslensk stjórnvöld hafa lagt um 2,5 milljarða króna í hjálparstarf í Úkraínu síðan stríðið þar hófst. Þetta staðfestir Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi hjá utanríkisráðuneytinu, í samtali við Morgunblaðið Meira
24. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 211 orð | 2 myndir

Björn lætur af formennsku

Björn Snæbjörnsson lætur af formennsku í verkalýðsfélaginu Einingu-Iðju á næsta aðalfundi félagsins 24. apríl en Björn hefur gegnt embætti formanns félagsins frá árinu 1999. Var hann einnig formaður Verkalýðsfélagsins Einingar þar á undan eða frá 1992 og hefur því stýrt félögunum samtals í 31 ár Meira
24. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Bókaveisla í Laugardal næstu vikur

Hinn árlegi Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda stendur yfir undir stúkunni á Laugardalsvelli og þar er að finna rúmlega 6.000 bókartitla, sem mun vera nýtt met. Markaðurinn hefur ætíð verið vel sóttur og þegar blaðamaður og ljósmyndari… Meira
24. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 168 orð | 3 myndir

Eflingarfólk krafðist betri kjara

Félagsmenn Eflingar mótmæltu fyrir framan Alþingi og Stjórnarráðið í gær. Mótmælagangan beindist gegn fyrirhuguðu verkbanni Samtaka atvinnulífsins ásamt því að ítrekaðar voru kröfur um bætt kjör. Fólkið ómissandi til þess að skapa verðmæti… Meira
24. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 271 orð | 1 mynd

Ekki hægt að nýta Loftbrúarafslátt fyrir fósturbörn

Réttindi barna sem eru í varanlegu fóstri eru ekki aðgengileg í Loftbrú Vegagerðarinnar og geta forráðamenn barnanna því ekki fengið afslátt ríkisins af flugfargjöldum vegna flugs til og frá höfuðborginni Meira
24. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 287 orð | 1 mynd

Erfiðast verið að útvega húsnæði

Á þriðja þúsund flóttamenn frá Úkraínu hafa leitað hælis hér á landi frá því að stríðið þar hófst með innrás Rússa. Eru konur og börn í miklum meirihluta flóttafólksins. Samtals sóttu 2.345 Úkraínumenn um hæli í fyrra en 237 það sem af er þessu ári Meira
24. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Fannst köld eftir ökuferð í sjóinn

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um kl. 11 í gærmorgun eftir að tilkynnt var um bifreið í sjónum við Skerjafjörð. Enginn var í bílnum þegar slökkvilið bar að garði og fóru kafarar og slökkvilið að vinna í því að ná bílnum upp á land Meira
24. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 170 orð | 1 mynd

Fleiri ferðir frá Akureyri

Úrval áfangastaða sem hægt er að heimsækja með beinu flugi frá Akureyrarflugvelli hefur aldrei verið meira en nú. Alls eru áfangastaðirnir sex talsins sem flogið er til á árinu 2023 auk áfangastaða sem ferðaskrifstofur bjóða sérstaklega upp á í… Meira
24. febrúar 2023 | Fréttaskýringar | 867 orð | 4 myndir

Flóttafólk mætt kærleika og virðingu

„Þetta er auðvitað mikil áskorun fyrir sveitarfélögin að fá inn stóra hópa fólks, sem margt hvert kemur úr mjög erfiðum aðstæðum og þarf margvíslega og ólíka þjónustu,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Samtaka íslenskra sveitarfélaga, um samræmda móttöku flóttamanna Meira
24. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 199 orð | 1 mynd

Góð þátttaka í atkvæðagreiðslu FFR

Atkvæðagreiðslu um ótímabundið yfirvinnubann hjá félagsmönnum Félags flugmálastarfsmanna ríkisins (FFR) sem starfa hjá Isavia ohf., Isavia innanlandsflugvöllum ehf. og Isavia ANS ehf. lauk á miðnætti Meira
24. febrúar 2023 | Fréttaskýringar | 661 orð | 2 myndir

Hefur fulla trú á sigri

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti sagði í gær, að hann hefði fulla trú á því að Úkraínumenn myndu hafa betur í styrjöldinni gegn Rússum, en eitt ár er í dag frá því að innrás Rússa hófst. „Við höfum ekki brotnað, við höfum yfirstigið margar… Meira
24. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 578 orð | 1 mynd

Hugað að stækkun í Mjólká

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Unnið er að breytingum á skipulagi við Mjólkárvirkjun í Arnarfirði. Í skipulagslýsingu er lagt til að opnað verði fyrir möguleika á stækkun virkjunarinnar sem þó gefur ekki mikla orku, uppsetningu hraðhleðslustöðvar og afhendingu grænnar orku, bæði til lands og sjávar. Þá verður möguleiki á að stækka gömlu ferjubryggjuna og útbúa þar aðstöðu fyrir ferðamannabáta og fiskeldisbáta. Meira
24. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 266 orð | 1 mynd

Í forgangi að stytta biðlista

Einstaklingar sem dæmdir hafa verið til fangelsisvistar og voru á boðunarlista eftir afplánun 20. nóvember sl. höfðu verið á listanum í að meðtaltali 2,2 ár. Að stytta biðlista eftir afplánun í fangelsi er eitt af forgangsatriðum dómsmálaráðherra Meira
24. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 613 orð | 1 mynd

Í hvítum snjónum og með svarthvítt hjarta

Ásbjörn Einarsson og Einar Bollason voru útnefndir heiðursfélagar KR á 124. ára afmælisdegi KR 16. febrúar síðastliðinn og bættust þar með í hóp rúmlega 30 heiðursfélaga frá upphafi. Foreldrar Ásbjörns, Guðrún Jónsdóttir og Einar Sæmundsson,… Meira
24. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 269 orð | 1 mynd

Ítrekaði stuðning við Úkraínumenn

„Við fordæmum þessa ólögmætu innrás og henni verður að linna strax,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Alþingi í gær í tilefni þess að í dag er eitt ár liðið frá innrás Rússa í Úkraínu Meira
24. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 145 orð | 1 mynd

Meistaranám í afbrotafræði

Boðið verður upp á meistaranám í afbrotafræði í Háskóla Íslands á vegum námsbrautar í félagsfræði frá og með haustmisseri 2023 í samstarfi við stofnanir innan réttarkerfisins. Þetta kemur fram á heimasíðu skólans Meira
24. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 288 orð | 2 myndir

Mikið tjón af völdum elds í nýju kerhúsi eldisstöðvar

Eldur kom upp í nýju kerhúsi fiskeldisfyrirtækisins Arctic Fish í botni Tálknafjarðar í gær en lögreglu barst tilkynning um eldinn upp úr klukkan níu í gærmorgun. Húsið var enn í byggingu og er fimm þúsund fermetrar að stærð og átti að verða þriðja seiðaeldisstöðin á svæðinu Meira
24. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 189 orð | 1 mynd

Mótmæltu verkbanni í miðbænum

Félagsmenn Eflingar komu saman á fundi í Iðnó í gær og mótmæltu í kjölfarið fyrirhuguðu verkbanni Samtaka atvinnulífsins. Mótmælt var við Alþingishúsið og við Stjórnarráðið. „Eflingarfólk skilur að það er ómissandi til þess að skapa verðmæti í … Meira
24. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 78 orð

Óttast að Rússar reyni valdarán

Stjórnvöld í Moldóvu eru nú uggandi og leyniþjónusta landsins telur að Rússar hafi í hyggju að grafa undan stöðugleika í landinu, eða jafnvel reyna valdarán til að koma á fót ríkisstjórn sem höll er undir Rússa Meira
24. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 394 orð | 2 myndir

Óttast áhrifin af rangtúlkunum

„Menn misskilja algjörlega þessa grein 1.39.1 um ný skip og nýjar veiðigreinar,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands (SSÍ), um þá gagnrýni sem nýr kjarasamningur sjómanna hefur hlotið Meira
24. febrúar 2023 | Fréttaskýringar | 848 orð | 3 myndir

Snúið að útvega flóttafólki húsnæði

Frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu undir lok febrúar á síðasta ári hafa nær 2.600 Úkraínumenn leitað hælis á Íslandi. Konur og börn eru í miklum meirihluta flóttafólksins. Fram að áramótum voru umsækjendur um vernd frá Úkraínu 2.345 en það sem… Meira
24. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Starfshópur fjallar um orkuskipti í flugi

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur skipað starfshóp sem er falið að skoða og leggja fram tillögur að því hvaða leiðir séu færar til að hraða orkuskiptum í flugi, með notkun endurnýjanlegs eldsneytis fyrir millilandaflug Meira
24. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Tóku á leigu tvær dísilrafstöðvar

Álag á raforkukerfinu hefur verið sérstaklega mikið í vetur og hefur Landsvirkjun takmarkað afhendingu á raforku til viðskiptavina með samninga um skerðanlega raforku. Loðnuvertíð er nú í fullum gangi og eru fiskimjölsverksmiðjur í Vestmannaeyjum… Meira
24. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 626 orð | 1 mynd

Veita undanþágur frá verkbanni

Undanþágunefnd Samtaka atvinnulífsins hefur þegar samþykkt undanþágur vegna verkbannsins sem taka á gildi 2. mars næstkomandi. Á þetta við um öll störf sem tengjast heilbrigðis- og öldrunarþjónustu, opinberri sem og einkarekinni, sem fá undanþágu frá verkbanni SA Meira
24. febrúar 2023 | Fréttaskýringar | 685 orð | 2 myndir

Verður Moldóva „næsta Úkraína“?

Sviðsljós Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Mikil spenna ríkir nú í Moldóvu, en stjórnvöld þar óttast að Rússar kunni að reyna að grafa undan stöðugleika í landinu á næstu dögum eða vikum, og jafnvel að þeir muni reyna að kollvarpa stjórnvöldum til að koma landinu, sem á sínum tíma var undir Sovétríkjunum, aftur undir hæl Kremlverja. Meira
24. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 492 orð | 1 mynd

Vilja herða smitvarnir í sjókvíaeldi

Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Endurskoða þarf rekstrarleyfi sjókvíaeldisfyrirtækja og breyta þeim þannig að skilyrt verði í rekstrarleyfi að öll eldissvæði innan leyfis tilheyri skilgreindu smitvarnarsvæði áður en fiskur er settur út á þau. Þetta er mat starfshóps um smitvarnir í sjókvíaeldi sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra skipaði á síðasta ári eftir að meinvirkt afbrigði ISA-veirunnar sem veldur blóðþorra herjaði á laxfiska í Reyðarfirði og Berufirði. Meira
24. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 627 orð | 2 myndir

Vinnsla loðnunnar keyrð á olíu

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Meira

Ritstjórnargreinar

24. febrúar 2023 | Staksteinar | 199 orð | 1 mynd

Hver er „án skynsemi og heiðurs“?

Reglugerð vinnudeilusjóðs Eflingar-stéttarfélags er ekki aðgengileg á vefnum, ólíkt sambærilegum reglugerðum sjóða sambærilegra félaga. Félagsmaður í Eflingu birti hana og þá kom í ljós að í 2. gr. segir: „Markmið sjóðsins er að styrkja félagsmenn í verkföllum eða verkbönnum þegar félagið á í vinnudeilum.“ Skýrara gæti það ekki verið. Meira
24. febrúar 2023 | Leiðarar | 594 orð

Úkraína ári síðar

Hjálpar er þörf og hún má ekki bíða Meira

Menning

24. febrúar 2023 | Menningarlíf | 820 orð | 2 myndir

Að finna ljósið innra með sér

Eydís Evensen, píanóleikari og tónskáld, heldur sína fyrstu einleikstónleika á Íslandi í Hannesarholti í kvöld, 24. febrúar, kl. 20. Eydís hefur gefið út eina sólóplötu, Byl, sem kom út fyrir tveimur árum og í fyrra gaf hún út EP-plötuna Frost Meira
24. febrúar 2023 | Menningarlíf | 91 orð | 1 mynd

Fyrstu nöfnin á dagskrá Airwaves

Skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves hafa nú kynnt til sögunnar fyrstu bókuðu listamenn og hljómsveit­ir hátíðarinnar í ár. Eru það Balming Tiger, Blondshell, Cassia, Clubdub, Daniil, FETISH, Fran Vasilic, Gallus, Kristín Sesselja, … Meira
24. febrúar 2023 | Menningarlíf | 482 orð | 1 mynd

Gaman, drama og mannréttindi

Þýskir kvikmyndadagar eru haldnir í samstarfi kvikmyndahússins Bíós Paradísar, Goethe-Institut Dänemark og þýska sendiráðsins á Íslandi og sjö kvikmyndir eru á dagskrá. Tvær heimildamyndir eru þeirra á meðal sem voru sýndar á… Meira
24. febrúar 2023 | Fjölmiðlar | 211 orð | 1 mynd

Hvaða stríð heldur þú upp á?

Ég er orðinn gamall. Eldgamall 45 ára kall. Mál er nefnilega þannig með vexti að ég er kominn með brennandi sagnfræðiáhuga. Lít varla í áttina að skáldsögum í bókabúðum og öll þessi ljóð sem ekki eru eftir Virgil eða Óvid geta átt sig Meira
24. febrúar 2023 | Menningarlíf | 68 orð | 1 mynd

Klais-orgelið í aðalhlutverki

Lifandi orgel er yfirskrift tónleika sem haldnir verða í kvöld í Hallgrímskirkju kl. 18 og er aðgangur ókeypis. Eru það uppskerutónleikar eftir rannsóknar- og vinnustofu þar sem Klais-orgel Hallgrímskirkju er í aðalhlutverki Meira
24. febrúar 2023 | Menningarlíf | 837 orð | 1 mynd

Laus blöð og Ljósgildran tilnefnd

Ljóðabókin Laus blöð eftir Ragnar Helga Ólafsson og skáldsagan Ljósgildran eftir Guðna Elísson eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2023 fyrir Íslands hönd. Þetta var tilkynnt í Gunnarshúsi í gær Meira
24. febrúar 2023 | Menningarlíf | 90 orð | 1 mynd

Mirren svaraði ekki á blaðamannafundi

Leikkonan Helen Mirren svaraði ekki spurningu á fundi sem haldinn var á kvikmyndahátíðinni í Berlín í vikunni vegna kvikmyndarinnar Golda. Hefur val á Mirren í hlutverk Goldu Meir, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, vakið nokkuð hörð viðbrögð þar … Meira

Umræðan

24. febrúar 2023 | Aðsent efni | 820 orð | 1 mynd

Anastasia og Borysko

Í amstri hversdagsins vill það kannski gleymast að sú samfélagsgerð sem við búum við, byggð á frelsi, lýðræði og mannréttindum, er ekki sjálfsögð. Innrás Rússa er grimmileg áminning um það. Meira
24. febrúar 2023 | Aðsent efni | 745 orð | 2 myndir

Ár frá ólöglegri innrás

Fámennt og herlaust ríki á borð við Ísland á tilveru sína og velsæld undir því að þessar reglur séu virtar. Og venjulegt fólk um heim allan á allt sitt undir því að tilveru þess sé ekki snúið á hvolf í vopnaskaki og stríðsrekstri. Að því leyti er hetjuleg barátta úkraínsku þjóðarinnar í þágu okkar allra. Meira
24. febrúar 2023 | Aðsent efni | 580 orð | 1 mynd

Eitt ár af stríði gegn Úkraínu - samstaða til að verja alþjóðalög

Fyrst og fremst viljum við frið í Úkraínu, algjöran og varanleg frið í samræmi við sáttmála Sameinuðu þjóðanna og alþjóðalög. Meira
24. febrúar 2023 | Aðsent efni | 1325 orð | 1 mynd

Fimm lærdómar af árslöngu stríði

Við verðum að gera allt sem við getum til að tryggja að þessari verstu geópólitísku martröð 21. aldarinnar ljúki loksins. Meira
24. febrúar 2023 | Pistlar | 405 orð | 1 mynd

Heilbrigðiskerfið í raunheimum

Það er erfitt að skilja hvernig ríkisstjórn sem setur árlega nýtt met í útgjöldum ríkissjóðs getur átt svona erfitt með að mæta þörfum fólks fyrir heilbrigðisþjónustu. Þeir eru víða eldarnir. Vandi Landspítalans er öllum ljós, ekki síst bráðaþjónustunnar Meira
24. febrúar 2023 | Aðsent efni | 470 orð | 1 mynd

Heilbrigðiskerfið – sjálfstæði Íslands í húfi

Að mínu viti þarf að blása til stórsóknar og þjóðarátaks í innviðauppbyggingu í heilbrigðismálum. Meira
24. febrúar 2023 | Aðsent efni | 897 orð | 1 mynd

Nafnkunnugt illmenni

Svo virðist sem að þrátt fyrir alla mannbætandi sáttmála komi alltaf fram ný illmenni og nýir glæpamenn. Meira
24. febrúar 2023 | Aðsent efni | 513 orð | 1 mynd

Réttarstaða eldra fólks

Markmiðið með gerð slíks samnings er að koma heildarmynd á brotakennd ákvæði um réttindi eldra fólks. Meira

Minningargreinar

24. febrúar 2023 | Minningargreinar | 2437 orð | 1 mynd

Ásta Karlsdóttir

Ásta Karlsdóttir fæddist 6. júlí 1931 í Þinganesi Hornafirði. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 11. febrúar 2023. Foreldrar Ástu voru hjónin Karl Unnar Magnússon verslunarmaður, f. 5. júní 1904, d. 14 Meira  Kaupa minningabók
24. febrúar 2023 | Minningargreinar | 2950 orð | 1 mynd

Bergljót Sveinsdóttir

Bergljót Sveinsdóttir fæddist 10. apríl 1935 í Reykjavík. Hún lést á Hrafnistu Hafnarfirði 17. febrúar 2023. Bergljót var dóttir hjónanna Sveins Magnúsar Sveinssonar, f. 1891, d. 1951, og Soffíu Emelíu Haraldsdóttur, f Meira  Kaupa minningabók
24. febrúar 2023 | Minningargreinar | 1782 orð | 1 mynd

Guðlaugur Stefánsson

Guðlaugur Stefánsson fæddist í Vestmannaeyjum 12. júlí 1936. Hann lést á Landakoti 12. febrúar 2023. Foreldrar hans voru Stefán Pétur Pétursson og Halla B. Guðlaugsdóttir. Eftirlifandi systur hans eru Halla Valgerður, f Meira  Kaupa minningabók
24. febrúar 2023 | Minningargreinar | 1302 orð | 1 mynd

Ingibjörg Sigurðardóttir Kolbeins

Ingibjörg Sigurðardóttir Kolbeins, hjúkrunarfræðingur og fv. deildarstjóri, fæddist í Reykjavík 5. júlí 1946. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 2. febrúar 2023. Foreldrar Ingibjargar voru Sigurður Ólafsson múrarameistari, f Meira  Kaupa minningabók
24. febrúar 2023 | Minningargreinar | 2534 orð | 1 mynd

Jakobína Ragnhildur Valdimarsdóttir

Jakobína Ragnhildur Valdimarsdóttir fæddist á Sauðárkróki 2. ágúst 1921. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki föstudaginn 10. febrúar 2023. Foreldrar hennar voru Valdimar Jónsson og Guðrún Ólafía Frímannsdóttir Meira  Kaupa minningabók
24. febrúar 2023 | Minningargreinar | 1792 orð | 1 mynd

Magnea Rósa Tómasdóttir

Magnea Rósa Tómasdóttir lyfjafræðingur fæddist í Vestmannaeyjum 20. september 1928. Hún lést á Minni-Grund í Reykjavík þann 5. febrúar 2023. Rósa var dóttir hjónanna Tómasar Maríusar Guðjónssonar, útgerðarmanns í Vestmannaeyjum, f Meira  Kaupa minningabók
24. febrúar 2023 | Minningargreinar | 2858 orð | 1 mynd

Magnús Andri Sæmundsson

Magnús Andri Sæmundsson fæddist á Akranesi 1. júlí 2003. Hann lést 12. febrúar 2023. Foreldrar hans voru Sæmundur Steindór Magnússon framkvæmdastjóri, f. 2. nóvember 1979, og Guðrún Katrín Ólafsdóttir Sandholt fjármálastjóri, f Meira  Kaupa minningabók
24. febrúar 2023 | Minningargreinar | 2964 orð | 1 mynd

Ragna Erlendsdóttir

Ragna Erlendsdóttir fæddist á Skíðbakka í Austur-Landeyjum 6. desember 1939. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Ási 11. febrúar 2023. Foreldrar hennar voru Þóroddur Erlendur Árnason oddviti, f. 24. október 1906, d Meira  Kaupa minningabók
24. febrúar 2023 | Minningargrein á mbl.is | 1564 orð | 1 mynd | ókeypis

Tinna Ósk Grímarsdóttir

Tinna Ósk Grímarsdóttir fæddist á Akranesi 19. maí 1987. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans 11. febrúar 2023. Foreldrar hennar eru Grímar Teitsson frá Grímarsstöðum í Andakílshreppi, f. 17.2. 1952, og Petrún Berglind Sveinsdóttir frá Akranesi, f. Meira  Kaupa minningabók
24. febrúar 2023 | Minningargreinar | 2906 orð | 1 mynd

Tinna Ósk Grímarsdóttir

Tinna Ósk Grímarsdóttir fæddist á Akranesi 19. maí 1987. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans 11. febrúar 2023. Foreldrar hennar eru Grímar Teitsson frá Grímarsstöðum í Andakílshreppi, f. 17.2. 1952, og Petrún Berglind Sveinsdóttir frá Akranesi, f Meira  Kaupa minningabók
24. febrúar 2023 | Minningargreinar | 2410 orð | 1 mynd

Þorsteinn Austri Björnsson

Þorsteinn Austri Björnsson fæddist á Patreksfirði 23. nóvember 1971. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 7. febrúar 2023. Foreldrar Þorsteins Austra eru Björn Jónsson, f. 1950, og Sigríður Guðmundsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

24. febrúar 2023 | Viðskiptafréttir | 682 orð | 1 mynd

16.000 á einum mánuði

Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Viðskiptavinir indó, sparisjóðsins sem formlega tók til starfa 30. janúar sl., eru orðnir sextán þúsund og fjölgar ört að því er fram kom í máli Hauks Skúlasonar framkvæmdastjóra fyrirtækisins á morgunverðarfundi Kompanís, viðskiptaklúbbs Morgunblaðsins og Mbl.is, í gærmorgun. Meira
24. febrúar 2023 | Viðskiptafréttir | 186 orð

Tekjur af loðnuveiðum gætu aukist um 15 milljarða

Sú aukna loðnusókn sem þegar er búið að heimila frá ársbyrjun og gæti verið í kortunum á næstu vikum samanlagt getur aukið tekjur af loðnuútflutningi um u.þ.b. 15 ma.kr. frá því sem útlit var fyrir um áramótin Meira
24. febrúar 2023 | Viðskiptafréttir | 257 orð | 1 mynd

Verðstríð á netreikningamarkaði

Það má segja að lítilsháttar verðstríð á innlánamarkaði standi yfir meðal viðskiptabankanna. Allir bankarnir, þ.e. Íslandsbanki, Landsbankinn, Arion og Kvika, hafa hækkað vexti á óbundnum og bundnum reikningum sínum Meira

Fastir þættir

24. febrúar 2023 | Í dag | 52 orð

Alltaf er eitthvað um það að fólk „neiti fyrir“ að hafa flúið af…

Alltaf er eitthvað um það að fólk „neiti fyrir“ að hafa flúið af veitingastað án þess að greiða fyrir hamborgara sem það hafði sannanlega étið í vitna viðurvist. (Bara dæmi.) En þetta styðst ekki við venju, eins og maður veit af reynslu Meira
24. febrúar 2023 | Í dag | 287 orð | 1 mynd

Jakob Vilhjálmur Arnarson

50 ára Jakob ólst upp á Akureyri en býr í Hveragerði. Hann er matreiðslumeistari að mennt og er hótelstjóri á Hótel Örk. „Ég lærði matreiðslu á Bautanum á Akureyri á sínum tíma hjá Hallgrími og flutti svo suður og vann á Horninu hjá Jakob, nafna mínum eftir sveinspróf Meira
24. febrúar 2023 | Í dag | 176 orð

Kærkomið samþykki. S-NS

Norður ♠ DG10987 ♥ K102 ♦ 762 ♣ 4 Vestur ♠ 42 ♥ 865 ♦ KD9 ♣ D10832 Austur ♠ 3 ♥ ÁG94 ♦ G83 ♣ KG975 Suður ♠ ÁK65 ♥ D73 ♦ Á1054 ♣ Á6 Suður spilar 4♠ Meira
24. febrúar 2023 | Dagbók | 29 orð | 2 myndir

Megrunarkúrar eru fitandi

Rut Eiríksdóttir er hjúkrunarfræðingur sem starfar í offituteymi. Hún hefur sjálf reynsluna af offitu en náði tökum á þyngdinni eftir efnaskiptaaðgerð. Nú hyggst hún stofna samtök fólks með offitu. Meira
24. febrúar 2023 | Í dag | 158 orð | 1 mynd

Skák

1. d4 d5 2. c4 c6 3. cxd5 cxd5 4. Bf4 Rc6 5. e3 Rf6 6. Rc3 Bf5 7. Rf3 e6 8. Bb5 Bb4 9. Re5 Da5 10. 0-0 Bxc3 11. Bxc6+ bxc6 12. bxc3 Da6 13. f3 h6 14. De1 0-0 15. g4 Bd3 16. Hf2 Rh7 17. Hb2 Hfd8 18. Dd2 Bc4 19 Meira
24. febrúar 2023 | Dagbók | 84 orð | 1 mynd

Una Torfa vinnur að nýrri plötu

Tónlistarkonan Una Torfadóttir hefur heldur betur vakið athygli á síðustu misserum fyrir tónlist sína en hún gaf út sína fyrstu tónlist í mars í fyrra. „Ég er að verða eins árs,“ sagði Una og uppskar hlátur í stúdíó K100 en þangað mætti… Meira
24. febrúar 2023 | Í dag | 869 orð | 3 myndir

Þakklátur fyrir öll verkefnin

Haukur Óskarsson er fæddur 24. febrúar 1963 í Reykjavík og ólst upp í Kópavogi og á Álftanesi. Hann var í sveit að Kornsá í Vatnsdal frá 8 ára til 16 ára aldurs. „Elsta systir mömmu bjó á Kornsá og hún tók okkur frændurna alla í sveit Meira
24. febrúar 2023 | Í dag | 305 orð

Þrjú tilbrigði og fleira gott

Björn Ingólfsson skrifar í Boðnarmjöð: „Ég fann einu hestavísuna sem ég hef ort um dagana. Hún er um hest Reynis Hjartarsonar sem heitir því virðulega nafni Salörn“: Ýmsir bíða í ofvæni alla tíð með hjartslætti, fylltir gríðar fögnuði að fá að ríða Salerni Meira

Íþróttir

24. febrúar 2023 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

Árni leikur fyrstur í Litháen

Knattspyrnumaðurinn Árni Vilhjálmsson hefur samið við litháísku meistarana Zalgiris Vilnius um að leika með þeim á komandi tímabili. Hann mun því leika fyrstur Íslendinga sem atvinnumaður í fótbolta í Litháen Meira
24. febrúar 2023 | Íþróttir | 806 orð | 2 myndir

Draumur og forréttindi

Stiven Tobar Valencia, hornamaður úr Val, er í fyrsta skipti í landsliðshópi Íslands í handbolta fyrir leikina við Tékkland í undankeppni Evrópumóts karla í næsta mánuði. Ísland mætir Tékklandi fyrst ytra 8 Meira
24. febrúar 2023 | Íþróttir | 229 orð | 1 mynd

Gerist ekki betra en úrslitaleikur á útivelli gegn Georgíu

„Skotnýtingin. Ég veit ekki hvað þeir voru að hitta fyrir utan þriggja stiga línuna, en það var töluvert betra en við,“ sagði Jón Axel Guðmundsson, landsliðsmaður í körfubolta, um það sem skildi íslenska liðið og það spænska að í leik liðanna í undankeppni HM í gærkvöldi Meira
24. febrúar 2023 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

Góð byrjun hjá Guðmundi

Guðmundur Ágúst Kristjánsson fór mjög vel af stað á Hero Indian Open-golfmótinu í Nýju Delí á Indlandi í gær. Hann lék fyrsta hringinn á 68 höggum, fjórum undir pari vallarins, og deilir fjórða sætinu með tveimur öðrum kylfingum Meira
24. febrúar 2023 | Íþróttir | 66 orð | 1 mynd

Guðbjörg og Kolbeinn fara á EM

Spretthlaupararnir Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR og Kolbeinn Höður Gunnarsson úr FH verða fulltrúar Íslands á Evrópumótinu innanhúss í frjálsíþróttum sem fer fram í Istanbúl í Tyrklandi 2. til 5. mars Meira
24. febrúar 2023 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

Höfnuðu tilboði frá Lettlandi

Forráðamenn Víkings úr Reykjavík höfnuðu á dögunum tilboði frá Lettlandi í knattspyrnumanninn Loga Tómasson. Það var fótbolti.net sem greindi frá þessu en Logi, sem er 22 ára gamall, er uppalinn í… Meira
24. febrúar 2023 | Íþróttir | 317 orð | 2 myndir

Sergio Ramos er hættur að leika með spænska landsliðinu í knattspyrnu.…

Sergio Ramos er hættur að leika með spænska landsliðinu í knattspyrnu. Ramos skýrði frá því á Instagram að hann hefði í gærmorgun fengið símtal frá spænska landsliðsþjálfaranum Luis de la Fuente sem kvaðst ekki reikna með honum framar, sama hversu… Meira
24. febrúar 2023 | Íþróttir | 130 orð | 1 mynd

United sló stórlið Barcelona úr leik

Antony reyndist hetja Manchester United þegar liðið tók á móti Barcelona í síðari leik liðanna í 24-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu á Old Trafford í Manchester í gær. Robert Lewandowski kom Barcelona yfir með marki úr vítaspyrnu strax á 15 Meira
24. febrúar 2023 | Íþróttir | 43 orð | 1 mynd

Úrslitin ráðast á sunnudaginn

Úrslitastundin fyrir íslenskan körfubolta rennur upp í Tbilisi í Georgíu síðdegis á sunnudaginn þegar Ísland mætir Georgíu í hreinum úrslitaleik um sæti í lokakeppni heimsmeistaramóts karla 2023. Ósigur gegn heims- og Evrópumeisturum Spánverja í… Meira
24. febrúar 2023 | Íþróttir | 493 orð | 2 myndir

Örlögin ráðast í Tbilisi

Úrslitastundin fyrir íslenskan körfubolta rennur upp í Tbilisi í Georgíu síðdegis á sunnudaginn þegar Ísland mætir Georgíu í hreinum úrslitaleik um sæti í lokakeppni heimsmeistaramóts karla 2023. Ósigur gegn heims- og Evrópumeisturum Spánverja í… Meira

Ýmis aukablöð

24. febrúar 2023 | Blaðaukar | 320 orð | 5 myndir

Áttu 15 milljónir og viltu kaupa hús?

Kirkjuvegur 15 í Ólafsfirði – ásett verð 12.900.000 kr. Við Kirkjuveg 15 í Ólafsfirði er að finna litla og notalega íbúð sem nú er til sölu. Íbúðin er 53 fermetrar og á neðri sérhæð í tvíbýli. Það er ekki bara dásamlegt að búa í Ólafsfirði… Meira
24. febrúar 2023 | Blaðaukar | 976 orð | 7 myndir

Elskar spegla og allt sem glitrar

„Ég hafði verið hjá WOW air síðan ég var 21 árs og þegar það ævintýri tók enda sex árum síðar stóð ég skyndilega frammi fyrir því að þurfa að finna út hvað ég vildi vera þegar „ég yrði stór“. Þegar ég kastaði fram hugmyndinni að fara í löggildinguna … Meira
24. febrúar 2023 | Blaðaukar | 702 orð | 7 myndir

Heillandi fjölskylduhús í Garðabæ

Sólveig Andrea og húsráðendur voru sammála um að húsið ætti að vera tímalaust og notalegt að innan. Innréttingar úr reyktri eik leika stórt hlutverk ásamt marmara og mjúkum litum á veggjum. „Óskir húsráðenda voru að húsið hentaði þeirra fjölskyldu Meira
24. febrúar 2023 | Blaðaukar | 108 orð | 2 myndir

Höfðabyggð: 160 milljóna heilsárshús

Í Lundsskógi í Fnjóskadal er að finna 138 fm sumarhús byggt 2022. Húsið er í um 20 mínútna akstursfjarlægð frá Akureyri ef farið er um Vaðlaheiðargöng. Húsið er einstaklega smekklega hannað að utan og innan Meira
24. febrúar 2023 | Blaðaukar | 68 orð | 3 myndir

Íbúð fyrir fólk sem þarf andrými

Við Naustabryggju í Reykjavík er að finna afar sérstaka íbúð sem ætti að henta þeim sem þrá að hafa hátt til lofts og vítt til veggja. Íbúðin er 131 fm að stærð og er í húsi sem byggt var 2017. Íbúðin er á tveimur hæðum og með hjónasvítu og tveimur baðherbergjum Meira
24. febrúar 2023 | Blaðaukar | 88 orð | 2 myndir

Íbúð fyrir matgæðinga sem eiga gæludýr

Við Arnarás í Garðabæ er að finna 113 fm jarðhæð í fjögurra íbúða húsi sem byggt var árið 2000. Íbúðin er vel skipulögð og smekkleg með afgirtri verönd. Búið er að endurnýja íbúðina töluvert. Þar er til dæmis nýleg innrétting með stórri eyju og fallegri steinborðplötu frá Fígaró Meira
24. febrúar 2023 | Blaðaukar | 628 orð | 2 myndir

Mikil eftirspurn eftir nýjum íbúðum í góðum hverfum

Það hefur verið meira líf á markaðnum núna eftir áramót en fyrir áramót. Auðvitað höfum við sveiflast aðeins frá seljandamarkaði yfir í kaupendamarkað sem okkur finnst gott. Fólk hefur meiri tíma til að skoða eignirnar og þar með meiri tíma til að taka ákvörðun Meira
24. febrúar 2023 | Blaðaukar | 78 orð | 2 myndir

Sjarmerandi íbúð frá 1929

Við Öldugötu 11 í Reykjavík er að finna 124 fm íbúð á efstu hæð í fallegu húsi sem byggt var 1929 fyrir Guðna A. Jónsson úrsmíðameistara. Íbúðin er smekklega innréttuð og býr yfir töfrum gamals tíma Meira
24. febrúar 2023 | Blaðaukar | 103 orð | 7 myndir

Þitt eigið kaffihús

Kaffi er ómissandi hluti af lífinu og það er engin ástæða til að fela kaffivélina inni í tækjaskápnum. Kaffivélar eru af mismunandi stærðum og gerðum og þær ættu að fá að njóta sín á heimilinu. Hvort sem þú átt flókna og tæknilega espressóvél,… Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.