Greinar þriðjudaginn 28. febrúar 2023

Fréttir

28. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli í gær

Jarðskjálfti upp á 3,2 stig að styrkleika mældist í Mýrdalsjökli klukkan 14.36 í gær og fylgdi sá í kjölfar níu jarðskjálfta á sunnudaginn, þar af mældust sjö upp úr klukkan hálfátta að kvöldi dags. Var sá stærsti skjálftanna á sunnudaginn 2,6 stig og reið yfir klukkan 19.33 Meira
28. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 238 orð

403 kvartanir eru óafgreiddar

Samtals voru 403 kvartanir óafgreiddar hjá embætti landlæknis 21. febrúar sl. en til samanburðar var 341 óafgreidd kvörtun hjá landlæknisembættinu í lok ársins 2021. „Af þessu er ljóst að vandi embættisins við að afgreiða kvartanir innan… Meira
28. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 28 orð

Arnheiður tilnefnd

Nafn Arnheiðar Eiríksdóttur söngkonu var misritað í fyrirsögn á baksíðu blaðsins í gær, er fjallað var um tilnefningu hennar til verðlauna í Tékklandi. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Meira
28. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 373 orð | 1 mynd

Á rökstólum fram á nótt

Reynt var til þrautar að finna viðræðufleti milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) í gærkvöldi. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA sagði fyrir fundinn að „úrslitastund“ væri upp runnin og Sólveig Anna Jónsdóttir… Meira
28. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 175 orð | 1 mynd

„Þetta þokast í rétta átt“

„Við erum bara að funda stíft þessa dagana og munum gera það áfram en þetta þokast í rétta átt,“ sagði Kristín Linda Árnadóttir í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að loknum fundi samninganefndar ríkisins, sem hún veitir forstöðu,… Meira
28. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 278 orð | 1 mynd

Bilun hjá Sjónvarpi Símans

Bilun kom upp í kerfum hjá Sjónvarpi Símans á laugardag. Unnið er að því að komast til botns í biluninni. Upplýsingafulltrúi Símans segir sjónvarpsbilunina hafa komið á hræðilegum tíma, en passað verði að kerfið verði í lagi þegar úrslit Söngvakeppninnar fara fram næstkomandi laugardag Meira
28. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 361 orð

Binda vonir við nýju borholuna

Árangur af borun eftir heitu vatni á vesturbakka Ölfusár við Selfoss nýlega gefur góðar vonir. Boraðar voru alls tíu holur á síðasta ári, þar af ein 717 metra djúp á svonefndu Fossnesi sem er vestan ár í bænum Meira
28. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 223 orð | 2 myndir

Erfiðara að láta enda ná saman

„Við verðum í auknum mæli vör við að neytendur eiga erfitt með að láta enda ná saman,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Talsvert er um það að haft sé samband við samtökin vegna óánægju félagsmanna með miklar hækkanir á vöruverði og þjónustu fyrirtækja Meira
28. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 284 orð

Fasteignaverð muni hækka enn

„Menn eru að setja lok á pott sem er sjóðandi og það er bara spurning um tíma hvenær það fer af. Því að fólkinu hefur ekki fækkað. Því fjölgar og þörfin er til staðar, þ.e. eftirspurnin, og þá mun bara verðið hækka þegar þar að kemur.“… Meira
28. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Fjöldi ferðamanna í reiðileysi vegna verkfalla Eflingar

Vegna verkfalla Eflingar á hótelum hefur fjöldi ferðamanna lent í vandræðum með gistingu. Hér bíða ferðamenn í miðbænum eftir að verða sóttir með rútum. Yfir þúsund sím­töl hafa farið í gegn­um neyðar­núm­er Ferðamála­stofu sem sett var upp til að… Meira
28. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 195 orð | 1 mynd

Gera þarf deili­skipulag svæðis

Fyrirtækið sem undirbýr efnistöku og forvinnslu á sandi austan við Vík í Mýrdal og útflutning til notkunar við sandblástur í Þýskalandi þarf að gera ítarlegri grein fyrir verkefninu í umhverfismatsskýrslu en áformað hefur verið Meira
28. febrúar 2023 | Fréttaskýringar | 652 orð | 3 myndir

Hraunið í Öskju rann eins og bráðið smjör

Sviðsljós Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Landris í Öskju, sem væntanlega má rekja til kvikuhreyfinga djúpt í iðrum jarðar, hefur á síðustu mánuðum mælst um einn millimetri á dag. Þróun þessi fór af stað í ágúst 2021 og hefur haldist óslitið síðan. „Landrisið sem mælst hefur að undanförnu er mjög reglulegt en hraði þess er ekki sérlega mikill. Var mun meiri til dæmis í Kröflueldum þegar land við Leirhnjúk og þar í kring reis að jafnaði um fimm millimetra á dag. Í þeim atburðum urðu alls níu eldgos á níu árum,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Meira
28. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 139 orð | 1 mynd

Hrun í sölu þorrabjórs

Mikill samdráttur varð í sölu á þorrabjór í Vínbúðunum þetta árið. Sölutímabilinu lauk formlega hinn 18. febrúar og seldust alls 23.480 lítrar af þorrabjór í ár. Það er umtalsvert minna en á sama tíma í fyrra þegar 48.972 lítrar seldust Meira
28. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 55 orð | 1 mynd

Jóhannes Þór stefnir í stjórn ‘78

Jó­hann­es Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar, gef­ur kost á sér í kjöri til stjórn­ar Sam­tak­anna '78. Kosið verður til stjórn­ar­inn­ar á aðal­fundi sam­tak­anna 10. mars næstkomandi Meira
28. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd

Litadýrð í myrkrinu við Gunnólfsvíkurfjall

Öflugur sólstormur hefur nú áhrif á segulsvið jarðar og hafa norðurljós víða verið áberandi á landinu, heimamönnum jafnt sem ferðamönnum til mikillar ánægju og yndisauka. Guðjón Gamalíelsson, íbúi á Þórshöfn á Langanesi, kveðst sjaldan hafa séð jafn … Meira
28. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 535 orð | 1 mynd

Meirihlutinn telur málið fullupplýst

Eins og við mátti búast klofnaði stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í afstöðu sinni til skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka í mars í fyrra. Telur meirihlutinn, sem skipaður er fulltrúum ríkisstjórnarflokkanna, að málið sé að fullu upplýst Meira
28. febrúar 2023 | Erlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Minntust morðsins á Nemtsov

Fólk kom saman á brú nálægt Kreml í Moskvu í gær til að minnast þess að átta ár voru liðin frá því að rússneski stjórnmálamaðurinn Borís Nemtsov var myrtur þar. Meðal þeirra sem lögðu blóm á brúna var Pierre Levy, sendiherra Frakka í Rússlandi Meira
28. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 447 orð | 2 myndir

Nostalgía fyrir þá sem ólust upp við Sálina

Inga Þóra Pálsdóttir ingathora@mbl.is „Þetta er söngleikur sem fjallar um stéttaskiptingu og vinahópa á unglingsaldri,“ segir Aron Gauti Kristinsson sem fer með aðalhlutverk í söngleiknum Hvar er draumurinn? sem Nemendamótsnefnd Verslunarskóla Íslands stendur fyrir. Höfundur og leikstjóri verksins er Höskuldur Þór Jónsson. Meira
28. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 226 orð | 1 mynd

Óvenjumargir tipparar voru með alla leiki rétta

„Þetta er mjög hátt hlutfall enda gengu flestir leikir upp. Stóru liðin vinna öll, nema Liverpool sem gerði jafntefli,“ segir Pétur Hrafn Sigurðsson, upplýsingafulltrúi hjá Íslenskri getspá Meira
28. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 193 orð | 1 mynd

Ræða framtíð sögukennslu

Sagnfræðingafélagið efnir í kvöld kl. 20 til umræðufundar í Neskirkju þar sem nokkuð dramatísk spurning er sett á dagskrá: „Skapadægur sögukennslu?“ Ræða á hver sé staða sögukennslu í íslenskum skólum Meira
28. febrúar 2023 | Erlendar fréttir | 428 orð | 1 mynd

Samið um Norður-Írland

Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Bretland og Evrópusambandið hafa náð samkomulagi um stöðu Norður-Írlands í tollamálum þremur árum eftir að Bretar gengu úr sambandinu. Meira
28. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Sigurvin sótti vélarvana bát

Björgunarskip Landsbjargar á Siglufirði, Sigurvin, var kallað út í gærmorgun til að aðstoða vélarvana smábát sem hafði fengið veiðarfæri í skrúfuna í mynni Siglufjarðar. Veður var gott á þessum slóðum og ekkert amaði að áhöfninni Meira
28. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 563 orð | 1 mynd

Smáhýsin fimm eru risin í Laugardal þrátt fyrir mótmæli

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Fimm smáhýsi eru risin í Laugardal, milli Engjavegar og Suðurlandsbrautar. Þetta eru búsetuúrræði á vegum velferðarsviðs Reykjavíkur og eru hugsuð fyrir fólk sem hefur verið heimilislaust og þarf mikla þjónustu. Lokafrágangur er eftir og að honum loknum verður hægt að úthluta íbúðunum. Áætlaður kostnaður við uppbyggingu smáhýsanna í Laugardal er um 162,5 milljónir króna en endanlegur kostnaður liggur ekki fyrir. Meira
28. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 652 orð | 2 myndir

Tugir bíða innlagnar á Reykjalund

Þrjú ár eru liðin í dag, 28. febrúar, frá því að fyrsta Covid-19-smitið greindist á Íslandi. Á þessum þremur árum hafa alls um 209.000 smit verið staðfest hér á landi, en þar af eru um 6.500 endursmit Meira
28. febrúar 2023 | Erlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

Viðræður um NATO verða í næstu viku

Mevlut Cavusoglu utanríkisráðherra Tyrklands sagði á blaðamannafundi í Ankara í gær að viðræður við Svía og Finna um aðild landanna að Atlantshafsbandalaginu, NATO, yrðu haldnar í Brussel 9. mars. Embættismenn frá löndunum þremur hafa áður hist á… Meira
28. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 47 orð | 1 mynd

Þrjú ár í dag frá fyrsta Covid-smiti

Þrjú ár eru liðin í dag, 28. febrúar, frá því að fyrsta Covid-19-smitið greindist á Íslandi. Á þessum þremur árum hafa alls um 209.000 smit verið staðfest hér á landi, en þar af eru um 6.500 endursmit Meira

Ritstjórnargreinar

28. febrúar 2023 | Leiðarar | 318 orð

Myndin skýrist

Líkur aukast á að uppruni veirunnar hafi verið á rannsóknarstofu í Wuhan Meira
28. febrúar 2023 | Staksteinar | 178 orð | 2 myndir

Reikningskúnstir

Huginn og Muninn á Viðskiptablaðinu segja að „allir áhugamenn um skapandi reikningsskil bíða spenntir eftir ársreikningi Reykjavíkurborgar 2022 sem birtur verður í mars. Sem kunnugt er þá var afkoma Reykjavíkurborgar sögð vera langt yfir væntingum fram að síðustu kosningum og fæli í raun í sér tímamótaafrek við rekstur sveitarfélaga. Síðan féllu Pótemkíntjöldin. Meira
28. febrúar 2023 | Leiðarar | 273 orð

Öllum til bölvunar

Efling laskar lífskjörin langt út fyrir sínar raðir Meira

Menning

28. febrúar 2023 | Menningarlíf | 120 orð | 1 mynd

Dilbert úti í kuldanum vegna ummæla

Stjórnendur fjölmargra dagblaða í Bandaríkjunum, m.a. The Washington Post, New York Times og Los Angeles Times, hafa ákveðið að birta ekki lengur teiknimyndir úr seríunni Dilbert eftir að Scott Adams, höfundur og teiknari seríunnar frá 1989, gerðist … Meira
28. febrúar 2023 | Fjölmiðlar | 181 orð | 1 mynd

Engin freudísk leiðindi

Lífið gengur sinn vanagang í glæpaþáttunum Midsomer Murders. Þar eru enn framin morð og alltaf verður Barnaby lögreglufulltrúi jafn mæddur en þar sem hann er þrautþjálfaður í að leysa morðgátur þá tekst honum að lokum að finna hinn seka Meira
28. febrúar 2023 | Menningarlíf | 435 orð | 2 myndir

Everything, Everywhere All at Once sigursæl

Everything, Everywhere All at Once hlaut alls fern verðlaun þegar verðlaun Samtaka leikara í kvikmyndum og sjónvarpi í Bandaríkjunum (SAG) voru afhent á sunnudag. Þar með sló myndin met, því engin önnur mynd í sögu verðlaunanna hefur hlotið jafnmörg verðlaun Meira
28. febrúar 2023 | Menningarlíf | 918 orð | 2 myndir

Fílíófó, fílíófogg, fyglið Gilligogg

„Tístir rugl og rogl, á rumpi situr fogl, fílíófó, fílíófogg, fyglið Gilligogg.“ Þessi skrítna og skemmtilega vísa blasir við þegar komið er upp á efri hæð Ásmundarsalar þar sem nú stendur yfir einkasýning Ólafar Nordal, Fygli Meira
28. febrúar 2023 | Menningarlíf | 140 orð | 1 mynd

Frönsk heimildarmynd fékk Gullbjörninn

Franska heimildarmyndin Sur l’Adamant í leikstjórn Nicola Philibert hlaut á sunnudag Gullbjörninn í Berlín á lokadegi alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar Berlinale. „Eruð þið galin eða hvað?“ voru upphafsorð þakkarræðu Philiberts sem… Meira
28. febrúar 2023 | Menningarlíf | 127 orð | 1 mynd

Hættir við að nútímavæða texta Dahls

Stjórnendur bókaútgáfunnar Puffin hafa tilkynnt að þeir séu hættir við að breyta endur­útgefnum bókum eftir Roald Dahl, en þau áform þeirra mættu harðri gagnrýni í liðinni viku frá m.a. rithöfundinum Salman Rushdie og Rishi Sunak forsætisráðherra Breta Meira
28. febrúar 2023 | Menningarlíf | 113 orð | 1 mynd

Leikur Bach á þrennum tónleikum

Hlíf Sigur­jóns­dótt­ir leikur allar són­ötur og part­ítur fyrir ein­leiks­fiðlu eftir Bach á þrenn­um tón­leik­um á vorönn í Lista­safni Sigur­jóns Ólafs­son­ar. Tónleikarnir verða þriðjudagskvöldin 28 Meira
28. febrúar 2023 | Menningarlíf | 157 orð | 1 mynd

Mike Downey heiðraður á Stockfish í ár

Írski framleiðandinn Mike Downey hlýtur heiðursverðlaun Stockfish fyrir „Stórkostlegt framlag til kvikmyndaiðnaðarins“, en verðlaunin verða afhent í fyrsta sinn í ár. Með þessum nýju verðlaununum vill hátíðin veita framúrskarandi… Meira
28. febrúar 2023 | Menningarlíf | 117 orð | 1 mynd

Verðlaun Samtaka kvikmyndaframleiðenda

Kvikmyndin Everything Everywhere All at Once hlaut á laugardaginn var verðlaun Samtaka kvikmyndaframleiðenda (PGA) í Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt tímaritsins Variety þykir hún fyrir vikið líkleg til að ná góðum árangri á Óskarsverðlaununum í næsta… Meira

Umræðan

28. febrúar 2023 | Aðsent efni | 806 orð | 1 mynd

Ekki í skólann

Langvinn skólaforðun getur leitt til félagslegrar fötlunar einstaklingsins sem kemur niður á möguleikum hans til að stunda nám eða vinnu. Meira
28. febrúar 2023 | Pistlar | 389 orð | 1 mynd

Grunnur sjálfbærs eldis

Þegar ég tók við embætti matvælaráðherra í lok nóvember 2021 varð mér fljótt ljóst að til þess að efna ákvæði stjórnarsáttmála um fiskeldi væri í mörg horn að líta. Í sáttmálanum er kveðið á um mótun heildstæðrar stefnu um uppbyggingu, umgjörð og gjaldtöku fiskeldis Meira
28. febrúar 2023 | Aðsent efni | 161 orð | 1 mynd

Í vöggunnar landi

Það er merkjanlegur þæfingur og togstreita milli hópa, bæði hér og annars staðar í vestrænum heimi, hvort hleypa eigi fólki hömlulaust inn í löndin til dvalar og búsetu. Þetta er grundvallarspurning og varla nokkur önnur ákvörðun sem hefði meiri… Meira
28. febrúar 2023 | Aðsent efni | 337 orð | 1 mynd

Sjálfsvirðingin

Við verðum að taka sjálf upp lifnaðarhætti sem markast af þessum gildum og vera tilbúin til að berjast fyrir þeim hvenær sem er á vettvangi mannanna. Meira
28. febrúar 2023 | Aðsent efni | 874 orð | 1 mynd

Þessi sorglega snertifælni

Vitað er að við getum ekki lifað án snertingar. Meira

Minningargreinar

28. febrúar 2023 | Minningargreinar | 1268 orð | 1 mynd

Guðrún Eyvindsdóttir

Guðrún Eyvindsdóttir skrifstofustjóri fæddist í Reykjavík 11. desember 1946. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Nesvöllum 16. febrúar 2023. Foreldrar hennar voru hjónin Eyvindur Jónsson búfræðingur, f. að Hjalla í Reykjadal 9 Meira  Kaupa minningabók
28. febrúar 2023 | Minningargreinar | 2775 orð | 1 mynd

Hákon H. Pálsson

Hákon Pálsson fæddist í Reykjavík 12. desember 1948. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi þann 14. febrúar 2023. Foreldrar Hákonar voru Páll Sigurðsson, f. 2. september 1919, d. 19. janúar 2004, og Anna Soffía Hákonardóttir, f Meira  Kaupa minningabók
28. febrúar 2023 | Minningargreinar | 1603 orð | 1 mynd

Ingólfur Þórarinsson

Ingólfur Þórarinsson fæddist 24. október 1935. Hann lést 10. febrúar 2023. Ingólfur var jarðsunginn 25. febrúar 2023. Meira  Kaupa minningabók
28. febrúar 2023 | Minningargreinar | 1004 orð | 1 mynd

Jóna Sveinsdóttir

Jóna Hinrikka Svandís Sveinsdóttir kennari fæddist 9. desember 1932 í Tröð, Önundarfirði. Hún lést á Landakotsspítala 15. febrúar 2023. Foreldrar Jónu voru Sveinn Kristinn Jónsson frá Innri-Veðrará, Önundarfirði, f Meira  Kaupa minningabók
28. febrúar 2023 | Minningargreinar | 2415 orð | 1 mynd

Odd Stefán Þórisson

Odd Stefán Þórisson fæddist í Njarðvík 27. mars 1960. Hann lést á Landspítalanum Fossvogi 7. febrúar 2023. Foreldrar hans eru Aud Aune Björnsson, f. 22. desember 1936, fædd og uppalin í N-Þrændalögum í Noregi, og Þórir Vignir Björnsson, f Meira  Kaupa minningabók
28. febrúar 2023 | Minningargreinar | 2041 orð | 1 mynd

Sesselja Þorsteinsdóttir

Sesselja Þorsteinsdóttir fæddist 5. maí 1924 í Flatatungu í Skagafirði. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð 30. janúar 2023. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Sigurjónsdóttir frá Víðivöllum, f. 17.11 Meira  Kaupa minningabók
28. febrúar 2023 | Minningargreinar | 3520 orð | 1 mynd

Sigríður Einarsdóttir Zoëga

Sigríður Einarsdóttir Zoëga fæddist í Reykjavík 9. september 1933. Hún lést 15. febrúar 2023. Foreldrar hennar voru Einar Ásmundsson járnsmiður og forstjóri Sindra hf., f. Reykjavík 23. ágúst 1901, d Meira  Kaupa minningabók
28. febrúar 2023 | Minningargreinar | 2396 orð | 1 mynd

Tinna Ósk Grímarsdóttir

Tinna Ósk Grímarsdóttir fæddist 19. maí 1987. Hún lést 11. febrúar 2023. Útför hennar fór fram 24. febrúar 2023. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

28. febrúar 2023 | Viðskiptafréttir | 711 orð | 2 myndir

Munu koma heimilum til bjargar

„Við hljótum að þurfa að bjarga einstaklingum og heimilum frá því líka að lenda hér í alvarlegum hörmungum. Stjórnvöld geta komið inn með margvíslegum hætti með stuðningsaðgerðum, sérstaklega til tekjulægstu hópanna.“ Þetta segir Guðrún… Meira
28. febrúar 2023 | Viðskiptafréttir | 260 orð | 1 mynd

Nýir eigendur taka við Origo

Nýir eigendur munu eignast 63% hlut í Origo að loknu valfrjálsu tilboði til annarra hluthafa félagsins. Hér er um að ræða félagið AU 22 ehf., sem er í eigu Umbreytingar II slhf., framtakssjóðs í rekstri Alfa framtaks Meira

Fastir þættir

28. febrúar 2023 | Í dag | 329 orð | 1 mynd

Berglind Saga Bjarnadóttir

30 ára Berglind Saga Bjarnadóttir, betur þekkt sem tónlistarkonan Saga B, ólst upp í Hafnarfirði og gekk þar í Hvaleyrarskóla alla grunnskólagönguna. Saga segist hafa verið mjög fjörugt barn og vildi alltaf hafa nóg fyrir stafni Meira
28. febrúar 2023 | Í dag | 58 orð

Eiginlega sama orð og reifur: glaður, hress, segir Orðsifjabók um hreifur…

Eiginlega sama orð og reifur: glaður, hress, segir Orðsifjabók um hreifur sem þýðir kátur – eða ögn ölvaður. Skrafhreifur eða skrafhreifinn (sem algengara er) er sá sem er málgefinn, sem hefur gaman af að tala, er léttur í… Meira
28. febrúar 2023 | Í dag | 184 orð

Rétt að hluta. N-NS

Norður ♠ Á94 ♥ Á987 ♦ Á85 ♣ KD2 Vestur ♠ 53 ♥ 643 ♦ K643 ♣ 10983 Austur ♠ 62 ♥ KG52 ♦ G109 ♣ 7654 Suður ♠ KDG1087 ♥ D10 ♦ D72 ♣ ÁG Suður spilar 6♠ Meira
28. febrúar 2023 | Í dag | 169 orð | 1 mynd

Skák

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 a6 4. Rc3 d5 5. cxd5 exd5 6. Bg5 Be6 7. Bxf6 Dxf6 8. Db3 Ha7 9. g3 Dd8 10. h4 h6 11. Bh3 Bxh3 12. Hxh3 c6 13. e4 Be7 14. exd5 0-0 15. Kf1 b5 16. Kg2 b4 17. Re2 Db6 18. Hhh1 Hd8 19 Meira
28. febrúar 2023 | Dagbók | 85 orð | 1 mynd

Svona sleppur þú við að borga tösku

TikT­ok-stjarn­an Chel­sea, sem kall­ar sig sér­fræðing í að spara á ferðalög­um, deildi frá­bæru ráði fyr­ir þau sem vilja spara sér far­ang­urs­kostnað á næsta ferðalagi sínu. Ráðið er ein­falt en það er að fjár­festa í góðu veiðivesti fyr­ir ferðina Meira
28. febrúar 2023 | Í dag | 278 orð

Svo segir gamla vísan

Ég var að taka til í bókaskápnum og rakst þar á „Málfræði íslenskrar tungu“ eftir Finn Jónsson, útg. 1908. Þar segir: „Að kunna að lesa og skrifa er nauðsynlegt hverjum manni - og svo segir gamla vísan: Að lesa og skrifa list er… Meira
28. febrúar 2023 | Í dag | 898 orð | 3 myndir

Vestfirðingurinn frá Skógum

Hlynur Hafberg Snorrason fæddist 28. febrúar 1963 á Landspítalanum í Reykjavík. „Foreldrar mínir bjuggu alla tíð undir Eyjafjöllum, nánar tiltekið að Skógum og þar ólst ég upp. Þetta var lítið samfélag sem snérist um Héraðsskólann á Skógum og… Meira

Íþróttir

28. febrúar 2023 | Íþróttir | 274 orð | 1 mynd

Á síðustu rúmu tveimur árum hafa íslensk landslið þurft að þola hvert…

Á síðustu rúmu tveimur árum hafa íslensk landslið þurft að þola hvert þunga höggið á fætur öðru og misst af stórum afrekum með eins svekkjandi hætti og hægt er. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta lék við Ungverjaland í úrslitaleik í umspili um sæti á lokamóti Evrópumótsins 12 Meira
28. febrúar 2023 | Íþróttir | 418 orð | 1 mynd

Frakkland, Þýskaland eða Sviss hjá Val?

Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Í kvöld kemur í ljós hverjir mótherjar Valsmanna verða í sextán liða úrslitum Evrópudeildar karla í handbolta. Það ræðst annars vegar af úrslitum í leik þeirra við sænsku meistarana Ystad á útivelli, og svo úrslitum í öðrum leikjum í A- og B-riðlum keppninnar Meira
28. febrúar 2023 | Íþróttir | 75 orð | 1 mynd

Hafnarfjarðarliðin skildu jöfn

Haukar og FH skiptu með sér stigunum eftir æsispennandi leik liðanna í Olísdeild karla í handbolta í gærkvöldi. Urðu lokatölur 24:24, en Haukar skoruðu tvö síðustu mörkin og tryggðu sér annað stigið Meira
28. febrúar 2023 | Íþróttir | 64 orð | 1 mynd

Halldór orðinn aðalþjálfari

Halldór Jóhann Sigfússon er orðinn aðalþjálfari danska handknattleiksliðsins Holstebro, eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari liðsins í vetur. Halldór tekur við aðalþjálfarastarfinu af Sören Hansen, sem fer í starf Halldórs sem aðstoðarþjálfari Meira
28. febrúar 2023 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

Haraldur efstur fyrir lokahring

Haraldur Franklín Magnús atvinnukylfingur deilir efsta sætinu eftir tvo hringi af þremur á Spanish Masters-golfmótinu í Girona á Spáni en það er hluti af Nordic Golf-mótaröðinni, þriðju sterkustu mótaröð Evrópu Meira
28. febrúar 2023 | Íþróttir | 507 orð | 1 mynd

Hnífjafnt í Hafnarfirði

Hafnarfjarðarliðin Haukar og FH skildu jöfn, 24:24, í æsispennandi grannaslag í Olísdeild karla í handbolta í gærkvöldi. FH var með tveggja marka forskot þegar skammt var eftir, en Haukar skoruðu tvö síðustu mörkin og tryggðu sér annað stigið Meira
28. febrúar 2023 | Íþróttir | 253 orð | 2 myndir

Lionel Scaloni, sem stýrði argentínska karlalandsliðinu í fótbolta til…

Lionel Scaloni, sem stýrði argentínska karlalandsliðinu í fótbolta til sigurs á HM í Katar, hefur framlengt samning sinn við argentínska sambandið til ársins 2026. Scaloni tók við argentínska liðinu eftir HM í Rússlandi 2018 og fagnaði… Meira
28. febrúar 2023 | Íþróttir | 125 orð | 2 myndir

Messi og Putellas kjörin best af FIFA

Lionel Messi frá Argentínu og hin spænska Alexia Putellas voru í gær kjörin knattspyrnukarl og knattspyrnukona ársins 2022 af FIFA. Er þetta í annað sinn sem Messi hlýtur verðlaunin, en hann tók einnig við þeim árið 2019 Meira
28. febrúar 2023 | Íþróttir | 77 orð | 1 mynd

Skoraði 71 og sló félagsmetið

Damian Lillard sló félagsmet sitt hjá Portland Trail Blazers í NBA-deildinni í körfubolta í fyrrinótt þegar hann skoraði 71 stig í sigri gegn Houston Rockets, 131:114. Hann er annar leikmaðurinn sem skorar 71 stig í vetur, á eftir Donovan Mitchell hjá Cleveland Meira
28. febrúar 2023 | Íþróttir | 70 orð | 1 mynd

Spilar ekkert á þessu tímabili

Handknattleiksmaðurinn Darri Aronsson slasaðist á æfingu hjá franska liðinu Ivry á föstudaginn og leikur ekkert með því fyrr en á næsta tímabili. Handbolti.is greindi frá þessu og Darri segir í viðtali þar að hnéskeljarsin hafi slitnað þegar hann stökk upp fyrir framan vörnina á æfingu hjá Ivry Meira
28. febrúar 2023 | Íþróttir | 1122 orð | 2 myndir

Þetta er risastórt afrek

Körfuboltinn Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is „Þetta er búið að vera heljarinnar ferðalag, við byrjuðum í forkeppnum fyrir forkeppnir og svo unnum við okkur stöðugt upp. Við erum búnir að vera í alls konar Covid-búbblum og hitt og þetta. Þetta er búið að vera mikið ævintýri. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.