Greinar fimmtudaginn 2. mars 2023

Fréttir

2. mars 2023 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

17 börn hafa veikst alvarlega og mörg farið í öndunarvél

„Núna er mikið um að þessar sýkingar verði ífarandi, að þær fari inn í vefi líkamans. Þetta byrjaði einhvern tímann í haust og virðist vera almennt að gerast í Evrópu,“ segir Ragnar Bjarnason, yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins, en mikill streptókokkafaraldur hefur geisað hér á landi í vetur Meira
2. mars 2023 | Innlendar fréttir | 740 orð

asdfadsf

Þrengt er að sögukennslu í skólum landsins og greinin er í harðri baráttu fyrir tilveru sinni. Þetta var fullyrt á fjölmennum fundi Sagnfræðingafélagsins í safnaðarheimili Neskirkju í fyrrakvöld. Fundurinn var haldinn undir yfirskriftinni… Meira
2. mars 2023 | Innlendar fréttir | 453 orð | 4 myndir

Auka þarf framleiðslu á asparplöntum

Vöntun á skógarplöntum ræður því að Skógræktin hefur að nýju hafið framleiðslu á bakkaplöntum í eigin gróðrarstöð. „Sérstaklega vantar ösp, en af henni átti að gróðursetja alls um hálfa milljón plantna í ár Meira
2. mars 2023 | Innlendar fréttir | 397 orð | 1 mynd

Áhrifin ráðast af endurbyggingu

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Forstjóri Arctic Fish segir að ekki sé búist við að markmið fyrirtækisins um framleiðslu til skamms tíma breytist vegna brunans. Áhrifin til langs tíma ráðist af því hversu hratt hægt verður að koma verkefninu og framkvæmdum aftur á beinu brautina. Mikið tjón varð síðastliðinn fimmtudag á nýjum kerskála seiðastöðvar fyrirtækisins sem unnið var við að byggja í Tálknafirði. Meira
2. mars 2023 | Innlendar fréttir | 411 orð | 2 myndir

Borðuðu hádegismatinn uppi í mastrinu

„Við vorum oft þarna uppi allan daginn. Vorum klukkutíma að ganga upp í topp með varahluti á bakinu og þurftum að borða hádegismatinn þarna uppi,“ segir Skúli Júlíusson, símsmiður á Egilsstöðum, en hann er einn þeirra manna sem unnið… Meira
2. mars 2023 | Innlendar fréttir | 276 orð | 2 myndir

Dagmálaþættir í tvö ár

„Það hefur bæði verið gefandi og gaman að bjóða fólki úr ólíkum áttum í Dagmálasettið hjá okkur. Það hefur skapað nýjan og öflugan vettvang til skoðanaskipta í landinu og oft og tíðum varpað nýju og óvæntu ljósi á atburði dagsins og málefni… Meira
2. mars 2023 | Innlendar fréttir | 141 orð | 1 mynd

Efna til samstarfs fyrir ÍMARK-daginn

ÍMARK, samtök markaðs- og auglýsingafólks, og Árvakur hafa efnt til samstarfs fyrir ÍMARK-daginn sem haldinn verður 24. mars nk. Þá fer fram verðlaunahátíð Lúðursins. Fjallað verður um tilnefningar og aðra þætti sem viðkoma ÍMARK-deginum og Lúðrinum í miðlum Árvakurs Meira
2. mars 2023 | Innlendar fréttir | 122 orð | 1 mynd

Eldur í íbúðarhúsi á Tálknafirði

Eldur kom upp í tveggja hæða húsi á Tálknafirði í gærmorgun. Slökkvilið Vesturbyggðar var kallað út og náði á skömmum tíma að slökkva eldinn og reykræsti í kjölfarið. Íbúar voru ekki heima þegar eldurinn kom upp og var húsið mannlaust, að sögn slökkviliðsstjóra Meira
2. mars 2023 | Innlendar fréttir | 504 orð | 2 myndir

Fagna fimm ára afmæli með sjússi

„Við erum kannski ekki stærsta nafnið en fólk er farið að þekkja vörumerkið ansi vel,“ segir Magnús Már Kristinsson, einn aðstandenda brugghússins Malbyggs sem fagnar fimm ára afmæli sínu um helgina Meira
2. mars 2023 | Innlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Fjalla um umhverfisvænar samgöngur

Starfshópur ráðherra um bættar og umhverfisvænar almenningssamgöngur milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins er að hefja störf. Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra við fyrispurn Hildar Sverrisdóttur á Alþingi Meira
2. mars 2023 | Fréttaskýringar | 407 orð | 1 mynd

Flestir úr stjórnsýslu sem fundu fyrir kulnun

Af þeim 10,7% sem sóttu um starfsendurhæfingu hjá VIRK og sýndu vísbendingu um kulnun í starfi árið 2021 komu langflestir, eða um 27%, úr stjórnsýslunni og öðrum skrifstofustörfum. Um er að ræða niðurstöður úr sama þróunarverkefni og greint var frá í Morgunblaðinu sl Meira
2. mars 2023 | Innlendar fréttir | 1786 orð | 13 myndir

Food & Fun snýr aftur – La Primavera – Duck & Rose – Tres Lo

Diego Muñoz er einn af mest spennandi matreiðslumeisturum Rómönsku Ameríku og hefur komið víða við á sínum ferli. Diego hefur ávallt lagt mikla áherslu á að vera skapandi í sinni matargerð, ásamt því að nýta sem mest þau einstöku hráefni sem… Meira
2. mars 2023 | Innlendar fréttir | 351 orð | 1 mynd

Getum haldið áfram að byggja félagið upp

„Við erum nú komnir á þennan stað og getum haldið áfram að byggja fyrirtækið upp,“ segir Guðmundur Gíslason, forstjóri Ice Fish Farm, sameinaða fiskeldisfyrirtækisins á Austfjörðum. Tilkynnt hefur verið um fjármögnun félagsins með… Meira
2. mars 2023 | Innlendar fréttir | 204 orð | 1 mynd

Góður golþorskur úr Garðssjónum

Kristján Högnesen, vélstjóri á Grímsnesi GK 555, hampaði góðum golþorski á bryggjunni í Njarðvík þegar landað var þar úr bátnum um hádegisbil í gær. Áhöfnin fór út í bítið og lagði netin. Þau voru svo dregin inn fljótlega aftur og þá voru kynstrin öll af þorski í möskvunum Meira
2. mars 2023 | Innlendar fréttir | 265 orð | 1 mynd

Grænir iðngarðar í byggingu Norðuráls

Nýverið var gengið frá kaupum Reykjanesklasans ehf. á byggingum Norðuráls í Helguvík. Húsnæðið, sem er um 25 þúsund fermetrar að grunnfleti, hefur staðið autt um árabil. Ætlunin er að húsnæðið verði um 35 þúsund fermetrar þegar umbreytingu þess er lokið Meira
2. mars 2023 | Innlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Gögn gætu glatast við niðurlagningu Borgarskjalasafns

Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður segir tillögu borgarstjóra þess efnis að leggja niður Borgarskjalasafn hafa komið fyrirvaralaust og án nokkurs samráðs. Hætta sé á að upplýsingagjá myndist í gögnum borgarinnar og að gögn jafnvel tapist Meira
2. mars 2023 | Erlendar fréttir | 653 orð | 1 mynd

Hafi lifað af hörmungavetur

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Dmítró Kúleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sagði í gær að Úkraínumenn hefðu náð að sigrast á „vetrarhörmungum“ sem Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefðu reynt að beita gegn Úkraínumönnum. Fyrsti dagur vorsins var haldinn hátíðlegur í Úkraínu í gær, og sagði Kúleba það vera stórfelldan ósigur fyrir Rússa að Úkraínumenn hefðu ekki látið bugast þrátt fyrir sífelldar eldflaugaárásir þeirra á orku- og hitaveitu landsins. Meira
2. mars 2023 | Innlendar fréttir | 509 orð | 1 mynd

Huga að frystingu loðnuhrogna

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Útgerðir loðnuskipa telja sig hafa gengið úr skugga um að loðna sé ekki til staðar í veiðanlegu magni fyrir Norðurlandi og að hún sé komin vestur fyrir Vestfirði á hefðbundna slóð vestanganga. Sjómennirnir einbeita sér því að loðnuveiðum við Reykjanes. Meira
2. mars 2023 | Erlendar fréttir | 220 orð | 1 mynd

Hörmulegt lestarslys í Grikklandi

Að minnsta kosti 36 manns fór­ust og 66 slösuðust þegar tvær járnbrautarlestir skullu saman í nágrenni grísku borgarinnar Larissa. Önnur lestin var farþegalest, og voru um 350 manns um borð í henni, en hin var vöruflutningalest Meira
2. mars 2023 | Innlendar fréttir | 164 orð | 1 mynd

Keppt um besta yfirvaraskeggið

Mottumars hófst í gær. Eins og fyrri ár er hann tileinkaður baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum, en árlega greinast 892 karlmenn með krabbamein. Í dag eru 7.630 karlmenn á lífi sem greinst hafa með krabbamein Meira
2. mars 2023 | Innlendar fréttir | 470 orð | 3 myndir

Mál ASÍ gegn SA heldur áfram fyrir Félagsdómi

„Ég held að þetta sé það sem til þurfti til að koma þessari deilu áfram og reyna að ná niðurstöðu. Það er jákvætt í mínum huga að búið sé að höggva á þann hnút,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands, um… Meira
2. mars 2023 | Innlendar fréttir | 301 orð

Málið ekki líklegt til sakfellingar

„Það er okk­ar niðurstaða hér að þarna hafi sak­born­ing­ar verið að verj­ast yf­ir­stand­andi árás og þeir hafi ekki farið út fyr­ir tak­mörk leyfi­legr­ar neyðar­varn­ar og þar af leiðandi sé málið ekki lík­legt til sak­fell­ing­ar og þá er það… Meira
2. mars 2023 | Innlendar fréttir | 148 orð | 1 mynd

Mest framleitt af alifuglakjöti á síðasta ári

Framleitt var 9.501 tonn af alifuglakjöti árið 2022 á sama tíma og framleidd voru 8.650 tonn af kindakjöti. Þetta er í fyrsta skipti sem mest er framleitt af alifuglakjöti en hingað til hefur kindakjötið verið þar í forystu Meira
2. mars 2023 | Innlendar fréttir | 478 orð | 2 myndir

Mikilvægt að festast ekki í sama farinu

Gítarleikarinn Reynir Snær Magnússon hefur verið áberandi í sjónvarpi og á tónleikum undanfarna mánuði en gælir við að draga sig enn einu sinni út úr skarkalanum og setjast á skólabekk í Danmörku í haust Meira
2. mars 2023 | Innlendar fréttir | 301 orð | 1 mynd

Mörg börn í öndunarvél í vetur

Mikill streptókokkafaraldur hefur geisað hér á landi í vetur og upp hafa komið mun verri sýkingar en vanalega. Þessar sýkingar leggjast sérstaklega þungt á börn, eldra fólk og þá sem eru veikir fyrir, til að mynda af völdum ónæmisbælandi lyfja Meira
2. mars 2023 | Innlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

Nýja Landsbankahúsið farið að taka á sig mynd

Þeir sem leið eiga framhjá nýja Landsbankahúsinu við Austurbakka sjá nú æ meira af húsinu eftir að vinnupallar eru nær horfnir. Stuðlabergið á útveggjunum er áberandi en fyrirtækið S. Helgason skar bergið út og þekur það alls 3.315 fermetra Meira
2. mars 2023 | Innlendar fréttir | 204 orð | 1 mynd

Páskabjórinn fer í sölu í dag

Sala á páskabjór hefst í Vínbúðunum í dag. Útlit er fyrir að 33 tegundir verði á boðstólum þetta árið. Það er sami fjöldi og í fyrra og ljóst er að dræm sala á þorrabjór hefur ekki dregið kjark úr íslenskum brugghúsum Meira
2. mars 2023 | Innlendar fréttir | 555 orð | 2 myndir

Pósthúsum er lokað og íbúarnir ósáttir

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Kurr er meðal íbúa í Snæfellsbæ vegna boðarar lokunar pósthússins í Ólafsvík. Síðasti afgreiðsludagur póstafgreiðslunnar þar í bæ verður í lok maí næstkomandi. Þaðan í frá verður bréfum og bögglum sem á svæðið berast dreift beint til viðtakenda eða sendingarnar settar í svonefnd póstbox sem víða hafa verið sett upp. Slík eru nú meðal annars komin í Ólafsvík og á Hellissand. Meira
2. mars 2023 | Innlendar fréttir | 169 orð | 1 mynd

Rafbílar 40% af sölu nýrra fólksbíla

Sala nýrra fólksbíla í febrúar jókst um 6% miðað við febrúar í fyrra, en alls voru skráðir 935 nýir fólksbílar nú en voru 882 í fyrra. Þetta kemur fram í yfirliti Bílgreinasambandsins. Í heildina eftir fyrstu tvo mánuði ársins er sala nýskráðra… Meira
2. mars 2023 | Innlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Risafjármögnun eldis á Austfjörðum

„Við erum nú komnir á þennan stað og getum haldið áfram að byggja fyrirtækið upp,“ segir Guðmundur Gíslason, forstjóri Ice Fish Farm, fiskeldisfyrirtækisins á Austfjörðum. Tilkynnt hefur verið um fjármögnun félagsins með langtímalánum og hlutafé sem samsvarar 34-35 milljörðum íslenskra króna Meira
2. mars 2023 | Innlendar fréttir | 192 orð | 1 mynd

Snjónum misskipt milli svæða á hálendinu

Snjósöfnun í vetur hefur verið nokkuð misskipt milli sunnan- og austanverðs hálendis Íslands. Þessar upplýsingar fékk Morgunblaðið hjá Andra Gunnarssyni, verkefnisstjóra þróunar vatnsafls hjá Landsvirkjun Meira
2. mars 2023 | Innlendar fréttir | 246 orð | 1 mynd

SNR bað um frest og óvissa uppi í viðræðunum

Bakslag virðist hafa átt sér stað í viðræðum samtaka opinberra starfsmanna, BSRB, BHM og KÍ, við launagreiðendur ríkis og sveitarfélaga sem voru komnar á skrið. Ekkert varð úr fundarhöldum í gær þegar halda átti viðræðunum áfram þar sem… Meira
2. mars 2023 | Erlendar fréttir | 212 orð | 1 mynd

TikTok bannað á tækjum starfsfólks

Evrópuþingið gaf út þau tilmæli í gær að allt starfsfólk þingsins ætti að eyða snjallsímaforritinu TikTok af þeim tækjum sem það notar í vinnuskyni. Ákvörðunin er tekin vegna áhyggna um verndun gagna, og fylgir þingið í fótspor annarra stofnana ESB, sem ákváðu hið sama á fimmtudaginn í síðustu viku Meira
2. mars 2023 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Tilfinnanlegt tjón í eldsvoða á Unaósi í gær

Stórtjón varð í bruna á bænum Unaósi í Hjaltastaðaþinghá í Múlaþingi í gær þegar eldur kviknaði í fjárhúsi með þeim afleiðingum að þar fórst á þriðja hundrað fjár. Sagði Ingvar Birkir Einarsson, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna á Austurlandi, að… Meira
2. mars 2023 | Innlendar fréttir | 290 orð

Vendingar í kjaradeilum

Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, lagði í gær fram nýja miðlunartillögu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, þar sem gert er ráð fyrir afturvirkni samninga til 1. nóvember og 6,75% launahækkun Meira
2. mars 2023 | Innlendar fréttir | 280 orð | 1 mynd

Vilja fá skýrslu ráðherra um læsi

Nítján þingmenn úr fimm stjórnmálaflokkum hafa óskað þess að Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, flytji Alþingi skýrslu um læsi. Fyrsti flutningsmaður er Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins Meira
2. mars 2023 | Innlendar fréttir | 622 orð | 1 mynd

Vopnahlé í skjóli miðlunartillögu

Ómar Friðriksson Viðar Guðjónsson Þorsteinn Ásgrímsson Meira
2. mars 2023 | Fréttaskýringar | 745 orð | 2 myndir

Þrengt að sögukennslu í skólum

Þrengt er að sögukennslu í skólum landsins og greinin er í harðri baráttu fyrir tilveru sinni. Þetta var fullyrt á fjölmennum fundi Sagnfræðingafélagsins í safnaðarheimili Neskirkju í fyrrakvöld. Fundurinn var haldinn undir yfirskriftinni… Meira
2. mars 2023 | Innlendar fréttir | 474 orð | 6 myndir

Öflugur vettvangur skoðanaskipta

Tvö ár eru liðin síðan Dagmál hófu göngu sína á mbl.is. Fyrsti þátturinn fór í loftið í lok febrúar 2021, er Stefán Einar Stefánsson, þá fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu, fékk Benedikt Gíslason, forstjóra Arion banka, til viðtals í myndveri Studio M, sem framleiðir þættina fyrir Árvakur Meira

Ritstjórnargreinar

2. mars 2023 | Leiðarar | 331 orð

Lítil von á G20-fundi

Utanríkisráðherrar iðnríkjanna ræða málin í dag Meira
2. mars 2023 | Leiðarar | 351 orð

Loks sér fyrir enda á ófremdarástandi

Plástrar á lög um vinnudeilur duga ekki lengur Meira
2. mars 2023 | Staksteinar | 194 orð | 1 mynd

Útþensla hins opinbera

Sveinn Tryggvason, framkvæmdastjóri Tæknivara, svaraði nokkrum spurningum ViðskiptaMoggans í gær, meðal annars um rekstrarumhverfið hér á landi. Hann sá kosti í dugnaði þjóðarinnar og vinnusemi, en sagði galla íslenska rekstrarumhverfisins helst vera „útblástur og ofþyngd opinbers rekstrar á undanförnum árum – einkum eftirlitsiðnaðar – sem kostar mikið skattfé og teppir mannauð sem annars gæti unnið að raunverulegri verðmætasköpun. Meira

Menning

2. mars 2023 | Fjölmiðlar | 204 orð | 1 mynd

„Stjörnuliðið“ mætt á Netflix

Undirritaður hefur eytt drjúgum tíma sinnar skömmu ævi í að horfa á raunveruleikasjónvarp. Segja má að streymisveitan Netflix hafi ýtt þessu „listformi“ á hærra plan síðustu árin, þar sem þættir á borð við The Circle, Love is Blind, og… Meira
2. mars 2023 | Fólk í fréttum | 797 orð | 7 myndir

Aragrúi um fótbolta og morð en varla eitt um jafnrétti

Hugtakið Þriðja vaktin vakti mikla athygli á síðasta ári og var það valið orð ársins. Nú er hins vegar komið nýtt hlaðvarp sem ber titilinn Fjórða vaktin. Fólkið á bak við hlaðvarpið eru kollegarnir Þorsteinn V Meira
2. mars 2023 | Fólk í fréttum | 209 orð | 1 mynd

„Nær manni alveg inn að hjarta“

Söngkonurnar Elísabet Ormslev og Stefanía Svavars eru miklir aðdáendur bresku stórsöngkonunnar Adele. Þær ákváðu því að taka höndum saman og heiðra söngkonuna með því að flytja hennar bestu lög á tónleikum í Silfurbergi, Hörpu 29 Meira
2. mars 2023 | Fólk í fréttum | 1131 orð | 9 myndir

Endurnýjuð merkjavöruást!

Í dag eru síður sem selja notaða merkjavöru orðnar svo góðar að oft og tíðum eru þær eins og stafræn tískutímarit. Fólk sem hefur áhuga á efnum, klæðnaði og tískuiðnaði getur misst marga klukkutíma úr lífi sínu á meðan það skoðar fallega hluti sem eru í leit að nýjum ævintýrum Meira
2. mars 2023 | Menningarlíf | 97 orð | 1 mynd

Iceland Airwaves-tónleikar á SXSW

Nokkur íslensk atriði verða á sérstökum Iceland Airwaves-tónleikum á hátíðinni SXSW í Austin í Texas. Fram koma tónlistarkonurnar Eydís Evensen og Árný Margrét og LÓN sem er nýtt verkefni tónlistarmannanna, Valdimars Guðmundssonar úr hljómsveitinni… Meira
2. mars 2023 | Menningarlíf | 198 orð | 1 mynd

Íslensk ópera á svið í Ástralíu

Kammeróperan Traversing the void eftir Hildigunni Rúnarsdóttur verður sýnd í Ástralíu í þessum mánuði og segir í tilkynningu að eftir því sem næst verði komist sé þetta í fyrsta sinn sem ópera eftir íslenskt tónskáld sé sett á svið í álfunni Meira
2. mars 2023 | Menningarlíf | 103 orð | 1 mynd

Kominn með 100 milljónir hlustenda

Kanadíski tónlistarmaðurinn The Weeknd hefur nú fyrstur allra tónlistarmanna náð þeim áfanga að vera með 100 milljónir hlustenda á mánuði á streymisveitunni Spotify. Átti hann fyrir vinsælasta lag allra tíma á veitunni, „Blinding… Meira
2. mars 2023 | Menningarlíf | 184 orð | 2 myndir

Leikið við skilningarvitin í Gryfjunni í Ásmundarsal

Soft Shell nefnist dansverk eftir Katrínu Gunnarsdóttur og Evu Signýju Berger sem frumflutt verður í dag, 2. mars, kl. 18 í Gryfjunni í Ásmundarsal. „Soft Shell er verk í vinnslu sem skoðar hvernig sjónræn skynjun, hljóð og hreyfingar geta… Meira
2. mars 2023 | Menningarlíf | 118 orð | 1 mynd

Lögsækir Gaga

Jennifer McBride, kona ein sem ákærð var fyrir að stela hundum tónlistar- og leikkonunnar Lady Gaga, hefur nú höfðað mál gegn Gaga fyrir að hafa ekki borgað henni fundarlaun upp á hálfa milljón dollara Meira
2. mars 2023 | Menningarlíf | 797 orð | 2 myndir

Magnaður frumflutningur

„Jack Magnet hefur fylgt mér frá því ég fór í mína fyrstu tónleikaferð um Bandaríkin og með í för voru Bretar gamansamir og orðhagir og leikandi léttir og þar byrjuðu þeir að leika sér með nafnið mitt, „See you in the lobby Kobbi, Good morning Mr Meira
2. mars 2023 | Tónlist | 1263 orð | 2 myndir

(Mjög) hægfara breyting

Ummæli þeirra á borð við að konur eigi einungis að stjórna „femínískri“ tónlist og að helsti styrkur kvenna sé „veikleiki“ dæma sig auðvitað sjálf. Meira
2. mars 2023 | Menningarlíf | 123 orð | 1 mynd

Ný verðlaun veitt á Músíktilraunum

Félag tónskálda og textahöfunda, FTT, og Músík­tilraunir hafa stofnað til nýs verðlaunaflokks á tilraununum sem ber heitið „Höfundaverðlaun FTT“, í tilefni af nýtilkomnu samstarfi sínu. Verðlaun verða að upphæð 200.000 kr Meira
2. mars 2023 | Kvikmyndir | 1165 orð | 3 myndir

Óskar bleiknefjanna, enn og aftur

Nú kann einhver að segja að líklega hafi þá bara svona fáir skarað fram úr í bíómyndum árið 2022 aðrir en bleiknefjar en slíkar skýringar halda aldrei vatni. Meira
2. mars 2023 | Menningarlíf | 134 orð | 1 mynd

Ríkisstjórinn tekur stjórnina af Disney

Ríkisstjóri Flórída, Ron DeSantis, hefur eftir nýlega lagabreytingu náð stjórn á Walt Disney Worlds-skemmtigarðinum. Samkvæmt frétt AFP var Walt Disney World sjálfsstjórnarsvæði á Flórída, en með lagabreytingunni getur DeSantis skipað eigin stjórn… Meira
2. mars 2023 | Menningarlíf | 130 orð | 1 mynd

Sizemore liggur fyrir dauðanum

Bandaríski leikarinn Tom Size­more er dauðvona, að því er fram kemur í frétt á vef The Guardian, eftir að hafa greinst með slagæðagúlp í heila. Er hann nú í lífslokameðferð, að því er fjölskylda hans hefur greint frá en Sizemore hefur verið í dauðadái frá 18 Meira
2. mars 2023 | Kvikmyndir | 661 orð | 2 myndir

Svarthvítt töfraraunsæi

Bíó Paradís og Sambíóin Á ferð með mömmu ★★★★· Leikstjórn og handrit: Hilmar Oddsson. Aðalleikarar: Þröstur Leó Gunnarsson, Kristbjörg Kjeld, Hera Hilmarsdóttir og Tómas Lemarquis. Ísland, 2022. 112 mín. Meira
2. mars 2023 | Menningarlíf | 112 orð | 1 mynd

Svartir sauðir stundum þeir bestu

Listahópurinn (N)ICEGIRLS flytur ný lög og ljóð um sauðfjárrækt, væntumþykju og gæði svarta litarins á sjö tónleikum á jafnmörgum stöðum næstu daga. Fara þeir fyrstu fram í kvöld í Grenivíkurkirkju kl Meira
2. mars 2023 | Menningarlíf | 163 orð | 1 mynd

Tíunda einkasýning Soffíu í Galleríi Fold

Soffía Sæmundsdóttir listamálari opnaði um síðustu helgi sýninguna Inn á milli í Galleríi Fold við Rauðarárstíg. Soffía á langan myndlistarferil að baki, hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis Meira

Umræðan

2. mars 2023 | Aðsent efni | 617 orð | 1 mynd

Ég spyr: Eru verkföll ekki úrelt?

Af hverju er ekki hægt að semja um verðtryggða launasamninga? Semja í eitt skipti fyrir öll og halda jafnvægi. Meira
2. mars 2023 | Aðsent efni | 763 orð | 1 mynd

Hvað gera þjóðir þá?

Með þessum breytingum myndu útgjöld fjögurra manna fjölskyldu á Íslandi lækka um 200.000 kr. á mánuði. Það er kjarabót sem um munar. Meira
2. mars 2023 | Aðsent efni | 1107 orð | 1 mynd

Rykið sest eftir bankasölu

Ekkert við vinnslu málsins gaf til kynna að lög eða reglur hafi verið brotnar við framkvæmd sölunnar af hálfu ráðherra eða Bankasýslu ríkisins. Meira
2. mars 2023 | Aðsent efni | 739 orð | 1 mynd

Skiptir niðurlagning Borgarskjalasafns máli?

Ákvörðun um niðurlagningu Borgarskjalasafns átti að taka á einum fundi borgarráðs, án þess að borgarskjalavörður og starfsmenn fengju að sjá tillöguna. Meira
2. mars 2023 | Aðsent efni | 582 orð | 1 mynd

Verðbólgan er viðbótarskattur

Lækkum verðbólgu með auknu framboði lóða á hagstæðu verði og alvöru aðhaldi í opinberum rekstri. Meira
2. mars 2023 | Pistlar | 392 orð | 1 mynd

Við þurfum skýra sýn

Þessa dagana finnur íslenskur almenningur það verulega á eigin skinni hvernig það er að hafa við stjórnvölinn ríkisstjórn sem nær yfir hið breiða svið stjórnmálanna. Hinu breiða sviði hefur verið haldið á lofti sem einhvers konar dyggðarmerki… Meira

Minningargreinar

2. mars 2023 | Minningargreinar | 996 orð | 1 mynd

Árni Sigurbergsson

Árni Sigurbergsson fæddist 5. september 1932. Hann lést 15. febrúar 2023 á hjúkrunarheimilinu Mörk. Foreldrar Árna voru Sigurbergur Árnason, f. 1899, d. 1983, bóndi í Svínafelli Nesjum, Hornafirði, og Þóra Guðmundsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
2. mars 2023 | Minningargreinar | 639 orð | 1 mynd

Erla Jónsdóttir

Erla Jónsdóttir fæddist 1. apríl 1927 á Djúpavogi. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 2. febrúar 2023. Foreldrar hennar voru Jón Sigurðsson, f. 4.10. 1894, d. 5.3. 1945, og Sigurbjörg Lúðvíksdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
2. mars 2023 | Minningargreinar | 692 orð | 1 mynd

Eydís Búadóttir

Guðríður Eydís Búadóttir fæddist á Patreksfirði 11. nóvember 1954. Hún lést á líknardeild Landspítalans 2. febrúar 2023. Foreldrar hennar voru Sigríður Hjartardóttir frá Efri-Rauðsdal á Barðaströnd, f Meira  Kaupa minningabók
2. mars 2023 | Minningargreinar | 675 orð | 1 mynd

Gunnar Guðjónsson

Gunnar Guðjónsson fæddist 11. október 1934 á Gaul í Staðarsveit. Hann andaðist á heimili sínu á Suðurgötu 35 á Akranesi 20. febrúar 2023. Hann var sonur hjónanna Guðjóns Péturssonar, f. 6. maí 1894, d Meira  Kaupa minningabók
2. mars 2023 | Minningargreinar | 908 orð | 1 mynd

Ingibjörg Sigurðardóttir

Ingibjörg Sigurðardóttir fæddist í Reykjavík 12. desember 1965. Hún lést 16. febrúar 2023 á gjörgæsludeild Landspítalans eftir skammvinn veikindi. Foreldrar Ingibjargar eru hjónin Sigríður Kolbrún Bjarnadóttir, f Meira  Kaupa minningabók
2. mars 2023 | Minningargreinar | 600 orð | 1 mynd

Jóhann Eyrbekk Sigurðsson

Jóhann Eyrbekk Sigurðsson fæddist í Reykjavík 15. október 1928. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eir 12. febrúar 2023. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Gissur Jóhannsson frá Litlu-Háeyri á Eyrarbakka, f Meira  Kaupa minningabók
2. mars 2023 | Minningargreinar | 944 orð | 1 mynd

Konný Rannveig Hjaltadóttir

Konný R. Hjaltadóttir fæddist í Reykjavík 26. október 1953. Hún lést á Krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 16. febrúar 2023. Foreldrar hennar voru Hjalti Ragnarsson vélfræðingur, f. 12. janúar 1925, d Meira  Kaupa minningabók
2. mars 2023 | Minningargreinar | 363 orð | 1 mynd

Olgeir Svavar Gíslason

Olgeir Svavar Gíslason fæddist í Reykjavík 9. október 1934. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Seltjörn 23. febrúar 2023. Foreldrar hans voru Gísli Guðmundsson húsasmíðameistari, f. 1. apríl 1912, og María Elísabet Olgeirsdóttir húsmóðir, f Meira  Kaupa minningabók
2. mars 2023 | Minningargreinar | 976 orð | 1 mynd

Pétur Kr. Pétursson

Pétur Kristinn Pétursson fæddist í Reykjavík 30. desember 1938. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 20. febrúar 2023. Foreldrar hans voru Pétur Pétursson frá Miðdal í Kjós, f. 10.3. 1895, d. 14.7. 1986, og Kristín Soffía Jónsdóttir frá Gilsfjarðarbrekku Meira  Kaupa minningabók
2. mars 2023 | Minningargreinar | 913 orð | 1 mynd

Valdimar Snorrason

Valdimar Snorrason fæddist á Dalvík 7. desember 1949. Hann lést 20. febrúar 2023. Foreldrar hans voru hjónin Kristín Aðalheiður Júlíusdóttir, f. 9. apríl 1917, d. 16. febrúar 1999, og Snorri Arngrímur Arngrímsson, f Meira  Kaupa minningabók
2. mars 2023 | Minningargreinar | 882 orð | 1 mynd

Þórdís Ólafsdóttir

Þórdís Ólafsdóttir fæddist í Reykjavík 6. september 1959. Hún lést á Landspítalanum 12. febrúar 2023. Foreldrhar hennar voru hjónin Ólöf Lydía Bridde, f. 29. janúar 1935, d. 23. október 1987, og Ólafur Ólafsson, f Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

2. mars 2023 | Sjávarútvegur | 528 orð | 1 mynd

Krókabátar klára brátt þorskkvótann í mokveiði

Fjöldi krókaaflamarksbáta hefur mokveitt í febrúarmánuði og náðu bátarnir tæplega 3.510 tonnum af þorski, samkvæmt skráningu Fiskistofu í gær, en aflinn gæti orðið meiri við uppfærslu gagna. Um er að ræða fjórðung alls þorskafla… Meira
2. mars 2023 | Sjávarútvegur | 159 orð | 1 mynd

Verndarsvæðum fjölgað

Þrjú ný svæði hafa verið skilgreind sem verndarsvæði þar sem botnveiðar eru óheimilar samkvæmt reglugerð sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað. Alls eru því nú 17 svæði innan íslenskrar lögsögu sem njóta slíkrar verndar Meira

Viðskipti

2. mars 2023 | Viðskiptafréttir | 243 orð | 1 mynd

2G og 3G kerfin lögð niður fyrir 2025

Sameiginlegt markmið íslensku fjarskiptafélaganna Nova, Símans og Vodafone er að leggja niður 2G og 3G fjarskiptanetin hér á landi fyrir árið 2025. Þetta segir Benedikt Ragnarsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs fjarskiptafélagsins Nova, í samtali við Morgunblaðið Meira
2. mars 2023 | Viðskiptafréttir | 650 orð | 1 mynd

Ferðaþjónustan verður fullorðin

„Það er ekkert svo langt síðan helsti draumur stjórnmálamanna og hagfræðinga á Íslandi var að við fengjum meiri fjölbreytni í atvinnulífið, fjölbreyttari útflutningsgreinar, fjölbreyttari störf, fjölbreyttari tækifæri út á landsbyggðina og svo framvegis Meira

Daglegt líf

2. mars 2023 | Daglegt líf | 632 orð | 5 myndir

Lögin hans Hauks eru hluti af mér

Við erum fyrst og fremst að heiðra hinn frábæra dægurlagasöngvara, Hauk Morthens, sem átti ótrúlega mikið af fallegum dægurlagaperlum sem lifað hafa með þjóðinni í áranna rás. Perlur sem heyrast allt of sjaldan, til dæmis Þrek og tár, Til eru fræ og … Meira
2. mars 2023 | Daglegt líf | 1153 orð | 2 myndir

Var í öllum íþróttum sem voru í boði

Ég þjálfa fólk á öllum aldri, frá 14 ára upp í sjötíu og fjögurra ára,“ segir Ómar Torfason sem er einkaþjálfari en sér líka um styrktarþjálfun hjá unglingaflokkum í ÍR. „Ég þjálfa líka fólk á besta aldri í skokkinu, fólk sem er á svipuð … Meira

Fastir þættir

2. mars 2023 | Í dag | 276 orð

Afi minn fór á honum Rauð

Vel má vera að þessi sé fyrsta ferskeytlan sem ég lærði: Afi minn fór á ’onum Rauð eitthvað suðrá bæi sækja bæði sykur og brauð, sitt af hvoru tagi. Löngum hafa hagyrðingar spreytt sig á því að yrkja út af þessum texta Meira
2. mars 2023 | Í dag | 146 orð | 1 mynd

Andri Már Hermannsson

30 ára Andri Már Hermannsson er Reykvíkingur í húð og hár og ólst upp í Árbænum og býr þar enn. „Ég hef verið í fótbolta síðan ég var polli. Byrjaði í Fylki en spilaði síðast með Þrótti Vogum.“ Andri Már er stjórnsýslufræðingur og starfar sem sérfræðingur hjá Útlendingastofnun Meira
2. mars 2023 | Í dag | 58 orð

Erlendis heita ýmsir Sultan eða Sheik. Gaman væri að geta nefnt sig Sjeik…

Erlendis heita ýmsir Sultan eða Sheik. Gaman væri að geta nefnt sig Sjeik Einar – eða Einar Sjeik – Einarsson (að því tilskildu að maður héti Einar og væri Einarsson) og sjálfsagt kemur að því. En að þeim draumi slepptum: í þýðingum er hollt að gá… Meira
2. mars 2023 | Í dag | 636 orð | 3 myndir

Lífið er skemmtilegt við höfnina

Gísli Jóhann Hallsson fæddist í Breiðholti í Reykjavík og gekk í Hólabrekkuskóla. „Flestum helgum á uppvaxtarárum eyddi ég hins vegar hjá fósturforeldrum móður minnar á Selfossi, Jóhönnu Sturludóttur og Gísla Bjarnasyni, sem ég er skírður í höfuðið á Meira
2. mars 2023 | Í dag | 37 orð | 1 mynd

Sigurbjörn Guðmundsson

90 ára Sigurbjörn Guðmundsson verkfræðingur, Laugarnesvegi 87, er níræður í dag, 2. mars 2023. Hann tekur á móti gestum í dag á heimili sínu milli kl. 15-18. Gjafir eru óþarfar en bent á þörf barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Meira
2. mars 2023 | Í dag | 162 orð | 1 mynd

Skák

1. Rf3 d5 2. g3 Rf6 3. Bg2 c5 4. 0-0 Rc6 5. d4 e6 6. c4 dxc4 7. Da4 Bd7 8. Dxc4 cxd4 9. Rxd4 Hc8 10. Rc3 Rxd4 11. Dxd4 Bc5 12. Dh4 Bc6 13. Hd1 Db6 14. Bxc6+ Hxc6 Staðan kom upp á WR-ofurmótinu sem lauk fyrir skömmu í Düseldorf í Þýskalandi Meira
2. mars 2023 | Dagbók | 34 orð | 1 mynd

Vill auka arðsemi ferðaþjónustu

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, ræðir um stöðu greinarinnar og framtíðarhorfur. Meðal annars er fjallað um það hvort rétt sé að hamla vexti hennar sem og áhuga erlendra fjárfesta í greininni hér á landi. Meira
2. mars 2023 | Í dag | 192 orð

Yfirfærsla í tígul. N-Allir

Norður ♠ Á10 ♥ Á103 ♦ KD92 ♣ Á742 Vestur ♠ KG63 ♥ K752 ♦ 103 ♣ D105 Austur ♠ 9852 ♥ DG84 ♦ Á ♣ K983 Suður ♠ D74 ♥ 96 ♦ G87654 ♣ G6 Suður spilar 6♦ Meira
2. mars 2023 | Dagbók | 78 orð | 1 mynd

Ýmislegt pirrandi við Íslendinga

Bandaríska samfélagsmiðlastjarnan Kyana Powers vakti athygli þegar hún barðist fyrir því að fá dvalar- og atvinnuleyfi á Íslandi, eftir að hafa orðið ástfangin af landinu og fékk leyfið loks í fyrra og gefur nú út stórskemmtileg myndskeið Meira

Íþróttir

2. mars 2023 | Íþróttir | 967 orð | 2 myndir

Afrek sem erfitt er að endurtaka

Ef íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik hefði tryggt sér sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins um síðustu helgi hefði það verið neðsta lið Evrópu á heimslista FIBA til að komast þangað. Ísland er í 49 Meira
2. mars 2023 | Íþróttir | 56 orð | 1 mynd

Afrek sem erfitt er að endurtaka

Körfuboltalandslið karla komst ótrúlega nálægt því að verða ein af tólf Evrópuþjóðum til að leika á heimsmeistaramóti karla í sumar þrátt fyrir að vera aðeins í 26. sæti á styrkleikalista Evrópu. Það er afrek sem ekki verður auðvelt að endurtaka Meira
2. mars 2023 | Íþróttir | 240 orð | 1 mynd

Eins og greint er frá hér til hliðar er franska knattspyrnugoðsögnin Just…

Eins og greint er frá hér til hliðar er franska knattspyrnugoðsögnin Just Fontaine fallin frá. Svo virðist sem met hans frá HM 1958, þar sem Fontaine skoraði 13 mörk í aðeins sex leikjum, verði seint ef nokkurn tímann slegið Meira
2. mars 2023 | Íþróttir | 82 orð

Enn leitar KR til Noregs

Simen Lillevik Kjellevold, 28 ára gamall norskur knattspyrnumarkvörður, er kominn til liðs við KR-inga til að fylla skarð Beitis Ólafssonar sem hætti eftir síðasta tímabil. Kjellevold hefur leikið 89 leiki með Grorud og Strömmen í norsku B-deildinni … Meira
2. mars 2023 | Íþróttir | 628 orð | 2 myndir

Flutti inn í líf Söndru

„Þetta er rosalega spennandi verkefni,“ sagði Andrea Jacobsen, landsliðskona í handbolta og leikmaður EH Aalborg í Danmörku, í samtali við Morgunblaðið. Íslenska liðið leikur tvo vináttuleiki við B-lið Noregs á Ásvöllum Meira
2. mars 2023 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

Jokic náði 100. þrennunni

Nikola Jokic var samur við sig þegar lið hans Denver Nuggets hafði betur gegn Houston Rockets, 133:112, í NBA-deildinni í körfuknattleik í fyrrinótt og náði þrefaldri tvennu. Var það í 100. skipti sem Jókerinn nær þrefaldri tvennu í deildinni Meira
2. mars 2023 | Íþróttir | 79 orð | 1 mynd

Methafinn á HM er fallinn frá

Just Fontaine, sem skoraði 13 mörk fyrir Frakka á heimsmeistaramóti karla í fótbolta árið 1958 og setti þar markamet sem aldrei hefur verið slegið, er látinn, 89 ára að aldri. Hann skoraði 13 mörk í sex leikjum Frakka á mótinu Meira
2. mars 2023 | Íþróttir | 125 orð | 1 mynd

Njarðvík tók stórt skref að úrslitakeppninni

Njarðvík fór langt með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í Subway-deild kvenna í körfubolta með 87:72-sigri á Grindavík á útivelli í grannaslag í gærkvöldi. Njarðvík er nú með sex stiga forskot á Grindavík í baráttunni um fjórða sætið, síðasta… Meira
2. mars 2023 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

Næstbesti árangur Snorra

Snorri Einarsson náði í gær sínum næstbesta árangri á heimsmeistaramóti í skíðagöngu þegar hann varð í 22. sæti af 100 keppendum í 15 km göngu á HM í Planica í Slóveníu. Snorri gekk vegalengdina á 34 mínútum og 9,8 sekúndum Meira
2. mars 2023 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

Þrír danskir til Vestramanna

Knattspyrnudeild Vestra hefur gengið frá samningi við dönsku leikmennina Mikkel Jakobsen, Morten Hansen og Gustav Kjeldsen. Jakobsen kemur til félagsins frá Leikni úr Reykjavík. Hann lék 26 leik með Leikni í Bestu deildinni á síðustu leiktíð og skoraði í þeim tvö mörk Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.