Greinar laugardaginn 4. mars 2023

Fréttir

4. mars 2023 | Innlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Aldrei meiri umferð á hringveginum í febrúar

Það var fallegt um að litast þegar ekið var um Lögbergsbrekkuna í gær. Nýr vegur var fyrir skemmstu opnaður og eru nú minnst tvær akreinar í báðar áttir. Nýtt met var sett í umferð í febrúar á hringveginum að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar Meira
4. mars 2023 | Fréttaskýringar | 677 orð | 1 mynd

Á skjön við borgir og bæi um alla Evrópu

Mörg ár gæti tekið að koma skjölum og gögnum Borgarskjalasafnsins fyrir á nýjum stað að mati Hrafns Sveinbjarnarsonar, sagnfræðings og héraðsskjalavarðar hjá Héraðsskjalasafni Kópavogs. Á dögunum var tillaga Dags B Meira
4. mars 2023 | Innlendar fréttir | 85 orð

Bréf ekki afhent almennt í póstbox

Ekki stendur til að hefja dreifingu bréfa almennt í póstbox í vor að því er segir í tilkynningu frá Póstinum vegna fréttar í blaðinu í gær. Í fréttinni var vísað til umsagnar Póstsins við frumvarp um breytingu á póstlögum, þar sem segir að stefnt sé … Meira
4. mars 2023 | Innlendar fréttir | 408 orð | 2 myndir

Brunaviðvörunarkerfi mikilvæg

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við höfum vissulega áhyggjur af þessu. Við vitum ekki um upptök elds í einstaka tilvikum en veltum því fyrir okkur hvort menn séu nógu vel vakandi yfir brunavörnum almennt, séu með virka reykskynjara eða brunaviðvörunarkerfi,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, þegar hann er spurður um bruna í gripahúsum sem talsvert hefur verið um á undanförnum vikum. Í nokkrum tilvikum hafa skepnur farist og einnig orðið verulegt eignatjón. Meira
4. mars 2023 | Innlendar fréttir | 173 orð

Dísil- og bensínbílar stór hluti flotans

Um helmingur bíla sem eru í eigu Reykjavíkurborgar eru dísilbílar, eða 237 bílar, en rafmagnsbílar eru 121. Alls eru 475 bílar í eigu sviða borgarinnar og b-hlutafyrirtækja og 211 leigubílar eru í notkun Meira
4. mars 2023 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Dregið um veiðileyfi á hreindýr í dag

Dregið verður úr umsóknum um veiðileyfi á hreindýr á Austurlandi í dag, laugardag. Útdrátturinn verður í streymi á vef Umhverfisstofnunar og hefst útsending kl. 14. Umsóknarfrestur um veiðileyfi rann út í sl Meira
4. mars 2023 | Innlendar fréttir | 216 orð | 1 mynd

Endurnýja sex gangbrautarljós

Borgarráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út í samstarfi við Vegagerðina kaup á búnaði til endurnýjunar á gangbrautarljósum á sex stöðum í borginni. Þar af eru fimm í eigu Reykjavíkurborgar en eitt í eigu Vegagerðarinnar Meira
4. mars 2023 | Erlendar fréttir | 128 orð | 1 mynd

Fundaði um kjarnorkuáætlun Írana

Rafael Grossi, framkvæmda- stjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar IAEA, heimsótti Íran í gær í kjölfar þess að rannsóknarteymi á vegum stofnunarinnar hefði fundið leifar af úrani, sem hafði verið auðgað næstum því upp í 90%, en slíkt hlutfall er einkum nýtilegt til framleiðslu kjarnorkuvopna Meira
4. mars 2023 | Innlendar fréttir | 218 orð | 1 mynd

Gista í læknastofum

Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Til stendur að breyta læknastofum Domus Medica við Egilsgötu 3 í Reykjavík í gistirými fyrir hælisleitendur. Verður það nýtt fyrir þá einstaklinga sem koma til landsins eftir kl. 14 á daginn og munu þeir gista þar fyrstu nóttina í stað þess að fara á hótel. Er hagræði falið í því að taka fyrirhugað gistirými í notkun. Fyrir er í húsinu móttökumiðstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Meira
4. mars 2023 | Innlendar fréttir | 227 orð

Gistiheimili beri ábyrgð á tjóni

Landsréttur dæmdi manni í vil sem starfaði við þrif vegna líkamstjóns sem hann varð fyrir er hann féll um állista og niður stiga á gistiheimili sem hann vann á. Slysið var ekki tilkynnt þegar það átti sér stað og var því ekki rannsakað af Vinnueftirlitinu Meira
4. mars 2023 | Innlendar fréttir | 484 orð | 3 myndir

Góðir meðbræður fá íslenskt sjálfstæði

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Meira
4. mars 2023 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Innviðasjóðurinn styðji svæði í vexti

Í Vogum á Vatnsleysuströnd, þar sem nú eru 250 íbúðir í byggingu, er búist við að íbúum fjölgi um vel á þriðja hundrað í ár. „Vogarnir eru vaxtarsvæði,“ segir Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri sem reiknar með að Vogabúar verði orðnir um 1.650 áður en líðandi ár er úti Meira
4. mars 2023 | Innlendar fréttir | 713 orð | 3 myndir

Íslendingar axli ábyrgð í vörnum

Nauðsynlegt er að ræða af alvöru hvort stofna eigi íslenskan her til að tryggja öryggi og varnir landsins til framtíðar. Ekki sé lengur hægt að útvista vörnum Íslands til annarra þjóða sem á sama tíma hafa margvíslegra annarra hagsmuna að gæta Meira
4. mars 2023 | Innlendar fréttir | 220 orð | 1 mynd

Krafinn um háa endurgreiðslu

Sjúkratryggingar Íslands krefja tvo tannréttingasérfræðinga um endurgreiðslur í tengslum við tannréttingar barna. Var þeim veitt viðvörun og niðurstaðan tilkynnt til embættis landlæknis. Í öðru tilfellinu er tannréttingasérfræðingurinn krafinn um… Meira
4. mars 2023 | Innlendar fréttir | 288 orð | 1 mynd

Matvælaiðnaður er mikilvægur

Af um 1.400 íbúum í Vogum eru um 800 á vinnumarkaði. Meirihluti íbúanna sækir vinnu utan sveitarfélagsins, ýmist á höfuðborgarsvæðinu eða annars staðar á því stóra atvinnusvæði sem SV-hornið er. Starfsemin á Keflavíkurflugvelli skapar til dæmis mörgum vinnu Meira
4. mars 2023 | Innlendar fréttir | 802 orð | 2 myndir

Má vera að farið sé að vora

Veturinn sem nú fer að styttast í aftari hlutann hefur ekki leikið Skagfirðinga grátt að þessu sinni, að vísu hafa lægðir riðið hér húsum nokkuð reglulega, með mismiklum gassa svo sem annars staðar á landinu, og víst var hann kaldur fyrstu tvo mánuðina Meira
4. mars 2023 | Innlendar fréttir | 181 orð | 1 mynd

Nám, starf og möguleikar kynntir á Háskóladeginum 2023

Í dag milli klukkan 12 og 15 kynna háskólarnir á Íslandi starfsemi sína með dagskrá í húsakynnum Háskólans í Reykjavík, Listaháskóla Íslands, Háskóla Íslands og hugmyndahúsinu Grósku í Vatnsmýri. Formlega heitir viðburðurinn Háskóladagurinn 2023 og… Meira
4. mars 2023 | Erlendar fréttir | 50 orð | 1 mynd

Nóbelsverðlaunahafi í fangelsi

Hvít-Rússinn Ales Bíalíatskí, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári, var í gær dæmdur ásamt þremur öðrum í fangelsi fyrir „smygl“ og að hafa fjármagnað mótmæli gegn ríkjandi stjórnvöldum í landinu Meira
4. mars 2023 | Innlendar fréttir | 514 orð | 2 myndir

Nærist á söngnum í ýmsum hlutverkum

Árstíðabundin skemmtiatriði með söng hafa verið liður í borðhaldi á Fjörukránni frá því Jóhannes V. Bjarnason hóf þar rekstur 1990. Svava Kristín Ingólfsdóttir messósópran hefur verið iðnust söngvara við kolann, byrjaði 1997 og Kjartan Ólafsson… Meira
4. mars 2023 | Innlendar fréttir | 1153 orð | 2 myndir

Pólverjar segja líka þetta reddast

Viðtal Baldur Arnarson baldura@mbl.is Það er vor í lofti í Reykjavík þegar Margherita Bacigalupo, starfsmaður pólska sendiráðsins á Íslandi, tekur á móti blaðamanni og ljósmyndara í sendiráðinu í Þórunnartúni. Við göngum svo inn í aðalsal sendiráðsins en þar fundaði borgarstjórn fyrr á árum. Þaðan er mikið útsýni yfir sundin en sjórinn er spegilsléttur. Meira
4. mars 2023 | Erlendar fréttir | 71 orð

Ríki greini frá upplýsingum um upphafið

Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO, hvatti í gær öll ríki til þess að deila þeim upplýsingum sem þau hefðu um upphaf kórónuveirufaraldursins með stofnuninni og vísindasamfélaginu Meira
4. mars 2023 | Innlendar fréttir | 362 orð | 1 mynd

Ryder-bikarinn fær nýtt heimili

Keppnin um Ryder-bikarinn í golfi verður sýnd á Viaplay í haust en Viaplay tryggði sér sýningarréttinn hérlendis á næstu tveimur Ryder keppnum í byrjun árs. Í keppninni mætast ávallt karlalið Evrópu og Bandaríkjanna í golfi annað hvert ár en í september á þessu ári mætast liðin í Róm á Ítalíu. Meira
4. mars 2023 | Innlendar fréttir | 398 orð | 1 mynd

Skjalamál borgarinnar í ólestri

Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Í skýrslu sem Borgarskjalasafnið birti í fyrra um könnun sem það gerði sumarið 2021 á skjalavörslu og skjalastjórn Reykjavíkurborgar kemur fram að skjalastjórn stofnana og starfseininga borgarinnar er ábótavant og almennt ástand í þessum málum hefur versnað frá fyrri könnun sem gerð var árið 2017. Grundvallarþáttum skjalastjórnar borgarinnar sé verulega áfátt með tilliti til gildandi laga og reglna Þjóðskjalasafns Íslands. Meira
4. mars 2023 | Innlendar fréttir | 450 orð | 1 mynd

Spennandi spurningar um líf úti í alheiminum

„Við lifum á spennandi tímum og spurningar um líf í alheimi eru áleitnar,“ segir Kristjana Björnsdóttir í Mosfellsbæ sem er nýbakaður stjarneðlisfræðingur. „Mér hefur alltaf fundist áhugavert að horfa til tungla og stjarna á himni Meira
4. mars 2023 | Innlendar fréttir | 157 orð | 1 mynd

Starfshópur mun fjalla um skjalasöfn

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hyggst skipa starfshóp um framtíðarfyrirkomulag skjalasafna og mótun stefnu um rafræna langtímavörslu skjala. Ráðherra kynnti minnisblað um verkefnið á fundi ríkisstjórnar í gær Meira
4. mars 2023 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Stofna ætti her á Íslandi

Ræða ætti af alvöru að stofna íslenskan her til að tryggja öryggi landsins og varnir til framtíðar. Brýnt sé að hér sé sveit vel þjálfaðra manna sem hafa bæði þekkingu og búnað til að grípa inn í, verði fyrirvaralaust ráðist á Ísland Meira
4. mars 2023 | Innlendar fréttir | 615 orð | 2 myndir

Stæði fyrir 95 þúsund hænur á Vallá

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Eigendur eggjabúsins á Vallá á Kjalarnesi hafa hug á því að ljúka endurnýjun á húsakosti búsins og byggja ný hús til þess að getað lokið uppsetningu nýrra kerfa til þess að fullnægja skilyrðum reglugerðar um aðbúnað varphænsna. Jafnfram er unnið að stækkun búsins þannig að stæði verði fyrir 95 þúsund fugla en þau eru nú 75 þúsund. Ekki verða svo margar varphænur í einu því hluti fer undir yngri fugla og hluti aðstöðunnar er ávallt í hvíld. Meira
4. mars 2023 | Fréttaskýringar | 356 orð | 2 myndir

Tekur nokkrar vikur að flytja banka

Landbankinn er að undirbúa flutninga úr 12 húsum í Kvosinni og tveimur húsum í Borgartúni yfir í nýja húsið í Austurhöfn. Um 600 starfsmenn bankans verða í húsinu. Undanfarnar vikur hafa tækniprófanir og uppsetning á búnaði staðið yfir, bæði af… Meira
4. mars 2023 | Erlendar fréttir | 602 orð | 1 mynd

Úkraínumenn sagðir undirbúa brotthvarf frá Bakhmút

Jevgení Prigósjín, stofnandi Wagner-málaliðahópsins, sagði í gær að sveitir sínar hefðu nánast náð að umkringja borgina Bakhmút í Donetsk-héraði, en harðir bardagar hafa staðið um borgina undanfarna sjö mánuði Meira
4. mars 2023 | Innlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Valsmenn vörðu deildartitilinn

Valur varð í gærkvöldi deildarmeistari karla í handbolta annað árið í röð eftir sannfærandi 32:21-heimasigur á Gróttu. Yfirburðir Vals í deildinni í vetur hafa verið miklir og getur ekkert lið skákað Hlíðarendaliðinu á toppnum, þrátt fyrir að enn séu fjórar umferðir eftir Meira
4. mars 2023 | Innlendar fréttir | 222 orð | 1 mynd

Vinnsla loðnuhrogna er hafin í Vestmannaeyjum

Frysting loðnuhrogna er hafin í Vestmannaeyjum, bæði hjá Vinnslustöðinni og Ísfélaginu. Þar með er hafinn lokasprettur loðnuvertíðarinnar, sem jafnframt gefur mestu tekjurnar þegar vel tekst til. Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar, segir að þroski hrogna sé um 70% Meira
4. mars 2023 | Innlendar fréttir | 738 orð | 4 myndir

Vogar í vexti

Alls 250 nýjar íbúðir eru um þessar mundir í byggingu í Vogum á Vatnsleysuströnd og búast má við að flutt verði í helming þeirra síðar á þessu ári. Áætla má því að íbúar í Sveitarfélaginu Vogum sem í dag eru rúmlega 1.400 verði orðnir um 1.650 í árslok Meira
4. mars 2023 | Innlendar fréttir | 207 orð | 1 mynd

Þátttaka í skákmóti slær öll met

Nú er ljóst að þátttökumet í Reykjavíkurskákmótinu verður slegið allhressilega. Í gær hafði 421 keppandi verið skráður til leiks. Metið frá 2015 eru 272 keppendur. Búið er að gera ráðstafnir til að stækka keppnissalinn í Hörpu, að sögn Gunnars Björnssonar, forseta Skáksambands Íslands Meira

Ritstjórnargreinar

4. mars 2023 | Leiðarar | 603 orð

Atlagan að Borgarskjalasafni

Forkastanleg vinnubrögð og ávinningur illfinnanlegur Meira
4. mars 2023 | Staksteinar | 204 orð | 1 mynd

Tólfföldun á stokkskostnaði

Sigurður Már Jónsson blaðamaður fjallar um raunir Reykvíkinga í umferðinni í pistli á mbl.is. Hann bendir á að meirihlutinn hafi lagst gegn breytingum sem geti liðkað fyrir umferð og þegar allt sé komið í óefni sé farið að tala um stokka. „Hringbrautarstokkur hefur þannig lengi verið til umræðu án þess að bóli á útboðum eða framkvæmdum honum tengdum. Þess hefur hins vegar verið gætt að kynna þá rækilega fyrir kosningar og verkfræði- og arkitektastofur tekið að sér kosningabaráttu meirihlutans með gerð slíkra kynningarmyndbanda. Borgin ætlar sér síðan að hagnast á þeim byggingarreitum sem stokkurinn á að skapa.“ Meira
4. mars 2023 | Reykjavíkurbréf | 1594 orð | 1 mynd

Verðbólga í ESB er frá 26% og niður í 6%. Ekkert samhengi

Það byrjaði óneitanlega smátt, samkvæmt fréttum, og það stækkaði bæði hægt og lítið. Og kannski var þetta ekki um neitt. Meira

Menning

4. mars 2023 | Menningarlíf | 109 orð | 1 mynd

Afstaða opnuð í Y galleríi í Kópavogi

Sýning myndlistarkonunnar Dagrúnar Aðalsteinsdóttur verður opnuð í dag kl. 15 í Y galleríi í Hamraborg í Kópavogi. Nefnist hún Afstaða/Orientation. Um sýninguna segir í tilkynningu að hún skoði þátttöku okkar í að móta og árétta ákveðna afstöðu… Meira
4. mars 2023 | Menningarlíf | 73 orð | 2 myndir

Anna og Olga sýna saman í Portfolio

Anna Hallin og Olga Bergmann opna sýninguna Annarstaðar í Portfolio galleríi í dag, laugardag, kl. 16. Þær hafa haldið fjölda einkasýninga í söfnum og galleríum bæði hér á landi og erlendis og tekið þátt í ýmsum sýningarverkefnum í samstarfi við… Meira
4. mars 2023 | Menningarlíf | 1026 orð | 2 myndir

Ástin skorar kúgun og hatur á hólm

„Sem leikstjóri hef ég laðast sérstaklega að nýjum íslenskum verkum, sem er oftast nær heilmikil áskorun enda þarf maður iðulega að finna upp hjólið,“ segir Stefán Jónsson, leikstjóri söngleiksins Draumaþjófsins, sem frumsýndur verður á… Meira
4. mars 2023 | Menningarlíf | 173 orð | 1 mynd

Eitt besta orgeltríó djasssenunnar

Tríó skipað Larry Goldings, Peter Bernstein og Bill Stewart heldur tónleika í röðinni Jazz í Salnum á morgun, 5. mars, í Salnum í Kópavogi. Eru þeir sagðir einhver þekktustu nöfnin á djasssenunni í dag og að þeir þurfi vart kynningar við Meira
4. mars 2023 | Menningarlíf | 188 orð | 1 mynd

Fernur nýttar til listsköpunar

Ferna nefnist myndlistarsýning Emiliu Telese sem opnuð verður í sýningarsal félagsins Íslensk grafík í dag, 4. mars, kl. 17. Telese sýnir samnefnt verk, „Fernur“, sem inniheldur 10 ætingar í breytilegu upplagi þar sem Telese nýtir drykkjarfernur til listsköpunar Meira
4. mars 2023 | Menningarlíf | 46 orð | 5 myndir

Íslenska óperan frumsýnir óperuna Madama Butterfly eftir Giacomo Puccini í Eldborg Hörpu í kvöld

Íslenska óperan frumsýnir Madama Butterfly eftir Puccini í Eldborg Hörpu í kvöld. Leikstjóri og leikmyndarhönnuður er Michiel Dijkema, búninga hannar María Th. Ólafsdóttir, lýsingu Þórður Orri Pétursson og um tónsprotann heldur Levente Török. Í lykilhlutverkum eru Hye-Youn Lee, Egill Árni Pálsson, Arnheiður Eiríksdóttir og Hrólfur Sæmundsson. Meira
4. mars 2023 | Menningarlíf | 74 orð | 1 mynd

Kammerkór Norðurlands á ­tónleikaferðalagi um landið

Kammerkór Norðurlands heldur fimm tónleika undir heitinu „Sound of Silence“ í mars. Á efnisskránni eru lög eftir m.a. Paul Simon, Eric Whitacre, Jake Runestad, Billy Joel, Ola Gjeilo, Réne Clausen og Morten Lauridsen Meira
4. mars 2023 | Menningarlíf | 143 orð | 1 mynd

Metfé fyrir verk eftir Kandinsky

Uppboðshúsið Sotheby’s í London seldi verk eftir rússneska myndlistarmanninn Wassily Kandinsky í upphafi vikunnar fyrir 37,2 milljónir sterlingspunda, jafnvirði um 6,5 milljarða íslenskra króna, sem er metverð fyrir verk eftir listamanninn Meira
4. mars 2023 | Menningarlíf | 123 orð | 1 mynd

Sólskin í skjölunum á Blómatorgi

Borgarskjalasafn Reykjavíkur stendur nú fyrir sýningunni Sólskin í skjölunum á Blómatorgi Kringlunnar. Á henni er ljósi varpað á tímabil þar sem utanlandsferðir urðu að möguleika fyrir meginþorra íbúa landsins og segir í tilkynningu að sýningin sé í … Meira
4. mars 2023 | Menningarlíf | 525 orð | 5 myndir

Syngjum í brjósti stóreflislög

Ég hef einatt hent grín að sjálfum mér fyrir laka spádómsgáfu þegar kemur að Söngvakeppninni. Jú, jú, ég kann að greina, meta og spekúlera, standsetja þessa hækkun mót annarri, bera þessi klæði saman við hin Meira
4. mars 2023 | Menningarlíf | 403 orð | 1 mynd

Verbúðin með 16

Tilnefningar til Eddunnar 2023 voru gerðar opinberar með tilkynningu síðdegis í gær og hlýtur sjónvarpsþáttaröðin Verbúðin flestar tilnefningar, eða 16 alls. Á hæla henni kemur kvikmyndin Svar við bréfi Helgu með 12 tilnefningar og kvikmyndirnar… Meira
4. mars 2023 | Menningarlíf | 212 orð | 1 mynd

Wayne Shorter látinn, 89 ára að aldri

Einn þekktasti og dáðasti djasstónlistarmaður sögunnar, Wayne Shorter, er látinn, 89 ára að aldri. Shorter var bandarískur saxófónleikari og kom víða við í tónlist á ferli sínum. Var hann einn af lykilmönnum þriggja af fremstu djasshljómsveitum 20 Meira
4. mars 2023 | Menningarlíf | 161 orð | 1 mynd

Það liggur í loftinu á Hlöðuloftinu

Það liggur í loftinu, sýning á verkum myndlistarmannanna Þórs Vigfússonar, Níelsar Hafstein og Rúríar, verður opnuð í dag á Hlöðuloftinu á Korpúlfsstöðum. Langt er síðan þau sýndu síðast saman, 2010 í Safnasafninu við Svalbarðsströnd og segir í… Meira
4. mars 2023 | Fjölmiðlar | 188 orð | 1 mynd

Það þarf ýmislegt að ganga upp

„Ýmislegt þarf að ganga upp svo þróa megi nýtt vopnakerfi. Og þessi vinna kallar á teymisvinnu. Gamaldags teymisvinnu.“ Þetta sagði bandaríski hershöfðinginn Partridge, leikinn af Kelsey Grammer, í kvikmyndinni The Pentagon Wars frá árinu 1998 Meira

Umræðan

4. mars 2023 | Aðsent efni | 1093 orð | 2 myndir

Alþjóðaviðskipti hagur allra þjóða og sérstaklega Íslands

Í hverfulum heimi alþjóðaviðskipta stendur Ísland engu að síður traustum fótum og ég tel framtíð landsins bjarta. Meira
4. mars 2023 | Pistlar | 406 orð | 1 mynd

Baráttan heldur áfram

Alloft er ég spurð að því hvers vegna við í Flokki fólksins höfum ekki staðið við kosningloforðin okkar. Jafnvel er gengið það langt að fullyrða við mig að við hefðum ekkert gert, engu áorkað á hinu háa Alþingi Meira
4. mars 2023 | Pistlar | 468 orð | 2 myndir

„… einkum það sem er rangt“

Gamall kunningi bað mig um daginn að sýna sér einfalt dæmi sem gæti sannfært hann um að nýjungin „afkynjun málsins“ mundi fyrr en varir leiða til glundroða og misskilnings ef hún fengi brautargengi Meira
4. mars 2023 | Aðsent efni | 806 orð | 1 mynd

Brjótum lestrarkóðann í lestrarkennslu

Ef eitthvert mál kallar á rannsóknarnefnd Alþingis þá er það lestrarkunnátta og lestrarkennsluaðferðir á Íslandi. Meira
4. mars 2023 | Aðsent efni | 549 orð | 1 mynd

Einföld lausn fyrir Sæbraut án stokka

Í vetur sáu hönnuðir Betri samgangna að hættulegt væri fyrir börn á leið í skóla að fara yfir Sæbrautina. Þeir voru snöggir að leysa málið með ... Meira
4. mars 2023 | Pistlar | 550 orð | 4 myndir

Einvígi um æðsta titil hins „frjálsa heims“

Nú þegar heimsmeistaraeinvígi Kínverjans Ding Liren og Rússans Jan Nepomniachtchi stendur fyrir dyrum og hefst samkvæmt dagatali FIDE þann 7. apríl nk. rifjast upp barátta og samkeppni tveggja frægra meistara á sjötta áratug síðustu aldar Meira
4. mars 2023 | Aðsent efni | 527 orð | 1 mynd

Fólksflutningar – dæmisaga

Niðurstöður kannana eru þær, að fólk yfirleitt unir sér best þar sem menningin er samstæð. Meira
4. mars 2023 | Aðsent efni | 620 orð | 1 mynd

Hver eru Samtökin 22?

Ef við hættum að geta lýst raunveruleikanum, þá getum við ekki lengur staðið vörð um áunnin réttindi okkar. Meira
4. mars 2023 | Pistlar | 800 orð

Miðlunartillaga í annað sinn

Þrír mánuðir eru nú síðan verkalýðshreyfingin klofnaði í þessari kjaradeilu. Samþykkt miðlunartillögunnar leysir deiluna en óeiningin innan ASÍ er enn óleyst. Meira
4. mars 2023 | Aðsent efni | 284 orð

Refsað fyrir ráðdeild?

Maður var nefndur Luigi Einaudi. Hann fæddist árið 1874, lauk hagfræðiprófi frá Torino-háskóla og gerðist prófessor þar. Hann varð snemma einn af kunnustu hagfræðingum Ítala og skipaður öldungadeildarþingmaður í konungsríkinu árið 1919 Meira
4. mars 2023 | Aðsent efni | 156 orð | 1 mynd

Slæmt að Guðmundur sé hættur með landsliðið

Að loknu HM móti komu fram gagnrýnisraddir á frammistöðu landsliðsins og Guðmundi þjálfara gjarnan kennt um að liðið komst ekki lengra á mótinu. Ófyrirséð meiðsli á heimsklassaleikmönnum á mótinu átti þjálfarinn erfitt með að ráða við Meira

Minningargreinar

4. mars 2023 | Minningargreinar | 586 orð | 1 mynd

Bjarni Heiðar Jósefsson

Bjarni Heiðar Jósefsson fæddist á Sauðárkróki þann 3. ágúst 1997. Hann lést á Landspítalanum á Fossvogi 18. febrúar 2023. Foreldrar hans eru Jósef Guðbjartur Kristjánsson, f. 28.11. 1967, d. 21.10. 2020, og Hlín Steinarsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
4. mars 2023 | Minningargreinar | 2068 orð | 1 mynd

Eðvald Jóhannsson

Eðvald Jóhannsson var fæddur 25. apríl 1943 á Þrándarstöðum í Eiðaþinghá. Hann andaðist 24. febrúar 2023 á Heilbrigðisstofnun Austurlands í Neskaupstað. Hann var elstur barna Huldu Stefánsdóttur og Jóhanns Valdórssonar Meira  Kaupa minningabók
4. mars 2023 | Minningargreinar | 2257 orð | 1 mynd

Eydís Búadóttir

Guðríður Eydís Búadóttir fæddist 11. nóvember 1954. Hún lést 2. febrúar 2023. Útför hennar fór fram 2. mars 2023. Meira  Kaupa minningabók
4. mars 2023 | Minningargreinar | 2014 orð | 1 mynd

Gunnar Guðjónsson

Gunnar Guðjónsson fæddist 11. október 1934. Hann andaðist 20. febrúar 2023. Útför hans fór fram 2. mars 2023. Meira  Kaupa minningabók
4. mars 2023 | Minningargreinar | 2832 orð | 1 mynd

Ingibjörg Sigurðardóttir

Ingibjörg Sigurðardóttir fæddist 12. desember 1965. Hún lést 16. febrúar 2023. Útförin fór fram 2. mars 2023. Meira  Kaupa minningabók
4. mars 2023 | Minningargreinar | 4022 orð | 1 mynd

Jón Hjartarson

Jón Hjartarson fæddist á Undralandi í Kollafirði í Strandasýslu 4. apríl 1944. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 12. febrúar 2023. Foreldrar hans voru Hjörtur Jón Sigurðsson frá Stóra-Fjarðarhorni, f Meira  Kaupa minningabók
4. mars 2023 | Minningargreinar | 669 orð | 1 mynd

Magnea Rósa Tómasdóttir

Magnea Rósa Tómasdóttir fæddist 20. september 1928. Hún lést 5. febrúar 2023. Rósa var jarðsungin 24. febrúar 2023. Meira  Kaupa minningabók
4. mars 2023 | Minningargreinar | 171 orð | 1 mynd

Magnús Andri Sæmundsson

Magnús Andri Sæmundsson fæddist 1. júlí 2003. Hann lést 12. febrúar 2023. Útför hans fór fram 24. febrúar 2023. Meira  Kaupa minningabók
4. mars 2023 | Minningargreinar | 627 orð | 1 mynd

Magnús Haraldur Magnússon

Magnús Haraldur fæddist á Krossárbakka í Bitrufirði 8. apríl 1929. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eyri 7. febrúar 2023. Foreldrar hans voru hjónin Vilborg Magnúsdóttir húsfreyja, f. 11.7. 1901, d. 12.10 Meira  Kaupa minningabók
4. mars 2023 | Minningargreinar | 1747 orð | 1 mynd

Pétur Kr. Pétursson

Pétur Kristinn Pétursson fæddist 30. desember 1938. Hann lést 20. febrúar 2023. Útför fór fram 2. mars 2023. Meira  Kaupa minningabók
4. mars 2023 | Minningargreinar | 1252 orð | 1 mynd

Sigurður Högni Hauksson

Sigurður Högni Hauksson fæddist í Vestmannaeyjum 17. janúar 1948. Hann lést 11. febrúar 2023 á HSU í Vestmannaeyjum. Sigurður Högni var sonur Hauks Högnasonar bifreiðarstjóra, fæddur 7. júlí 1912, látinn 13 Meira  Kaupa minningabók
4. mars 2023 | Minningargreinar | 1517 orð | 1 mynd

Sigurlaug Steinþórsdóttir

Sigurlaug Steinþórsdóttir fæddist 4. mars 1934 í Grafargerði. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Sauðárkróki 18. febrúar 2023. Sigurlaug, eða Lauga eins og hún var alltaf kölluð, var dóttir hjónanna Steinþórs G Meira  Kaupa minningabók
4. mars 2023 | Minningargreinar | 2135 orð | 1 mynd

Valdimar Snorrason

Valdimar Snorrason fæddist 7. desember 1949. Hann lést 20. febrúar 2023. Útför hans fór fram 2. mars 2023. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

4. mars 2023 | Viðskiptafréttir | 131 orð | 1 mynd

Fida Abu Libdeh endurkjörin formaður SSP

Fida Abu Libdeh, framkvæmda­stjóri GeoSilica, var endurkjörin formaður Samtaka sprotafyrirtækja, SSP, á aðalfundi samtakanna í vikunni. Ásamt Fidu voru kjörin í stjórn þau Alexander Jóhönnuson, stofnandi Ignas, Ellen María Bergsveinsdóttir,… Meira
4. mars 2023 | Viðskiptafréttir | 470 orð | 1 mynd

Íslandspóstur tapar áfram

Gísli Freyr Valdórsson gislifreyr@mbl.is Tap Íslandspósts á síðasta ári nam um 628 milljónum króna. Aftur á móti er 665 milljóna króna styrkur frá ríkinu vegna alþjónustubyrði bókfærður sem tekjur í reikningum félagsins sem skilar hagnaði upp á tæpar 37 milljónir króna. Ríkisstyrkurinn hækkaði um rúmar 100 milljónir króna á milli ára en á árinu 2021 nam hann um 563 milljónum króna. Bókfærður hagnaður félagsins var þó um 256 milljónir króna 2021. Meira
4. mars 2023 | Viðskiptafréttir | 162 orð | 1 mynd

Kaldalón hækkar um rúm 9% eftir uppgjör

Ársuppgjör fasteignafélagsins Kaldalóns var birt í fyrradag og virðast fjárfestar ánægðir með stöðu félagsins. Enda hækkaði hlutabréfaverð félagsins um 9,2% í viðskiptum gærdagsins. Heildarvelta með bréf félagsins nam 160 milljónum króna í gær Meira

Daglegt líf

4. mars 2023 | Daglegt líf | 878 orð | 4 myndir

Upprisa gömlu prjónavélanna

Mér finnst frábært að finna aukinn áhuga hjá ungum stelpum á gömlu prjónavélunum. Ég er einmitt nýbúin að lána stelpu slíka vél, Höllu Lilju Ármannsdóttur, en hún er prjónahönnuður og er að taka þátt í Hönnunarmars,“ segir Hrund Pálma og… Meira

Fastir þættir

4. mars 2023 | Árnað heilla | 170 orð | 1 mynd

Atli R. Ólafsson

Atli R. Ólafsson leðursmiður fæddist 4. mars 1913 í Kaupmannahöfn. Hann var sonur Ólafs Friðrikssonar ritstjóra og Önnu Friðriksson, fædd Christensen-Hejnæs. Hann flutti með foreldrum sínum til Íslands tveggja ára og varð snemma góður í tungumálum enda tvítyngdur Meira
4. mars 2023 | Í dag | 265 orð | 1 mynd

Áslaug Pálsdóttir

50 ára Áslaug Pálsdóttir framkvæmdastjóri fæddist á Sólvangi í Hafnarfirði en hún ólst upp í Háagerðinu í Reykjavík og síðar í Árbænum. Á sínum yngri árum var hún meðal annars mikið á skíðum, stundaði handbolta og fékk snemma áhuga fyrir hestum Meira
4. mars 2023 | Í dag | 1163 orð | 1 mynd

Framkvæmdastýran í karlavíginu

Arnbjörg Edda Guðbjörnsdóttir fæddist í Reykjavík 4. mars 1943, dóttir hjónanna Þóru Kristjánsdóttur frá Einholti, Biskupstungum og Guðbjörns Guðmundssonar frá Böðmóðsstöðum, Laugardal. Síðari heimsstyrjöldin stóð yfir og fátæktin var landlæg, litla vinnu að hafa sem og húsnæði Meira
4. mars 2023 | Í dag | 50 orð

Hornsteinn var undirstöðusteinn undir horni byggingar, þótt svo sé ekki…

Hornsteinn var undirstöðusteinn undir horni byggingar, þótt svo sé ekki lengur. Að leggja hornstein að e-u – fyrirtæki, lýðræði, handknattleiksdeild, stöðugleika, virkjun eða öruggri framtíð – þýðir samt enn að leggja grundvöll að e-u Meira
4. mars 2023 | Í dag | 251 orð

Laukur ættarinnar

Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Höfuð sinnar ættar er. Afar mikið siglutré. Bráðfeitt kjöt til boða þér. Blómaskraut á velli sé. „Þetta kom mér í hug“ segir Harpa á Hjarðarfelli: Er sá laukur ættar sinnar Meira
4. mars 2023 | Dagbók | 62 orð | 1 mynd

note-0 Þegar hinn þekkti glæpasagnahöfundur Harlan Thrombley finnst látinn …

note-0Þegar hinn þekkti glæpasagnahöfundur Harlan Thrombley finnst látinn á heimili sínu, rétt eftir 85 ára afmæli sitt, er hinn hnýsni en jafnframt háttprúði rannsóknarlögreglumaður Benoit Blanc ráðinn til að rannsaka málið Meira
4. mars 2023 | Í dag | 174 orð | 1 mynd

Skák

1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 a6 4. cxd5 exd5 5. Bf4 c6 6. e3 Bd6 7. Bd3 Re7 8. Dc2 Bxf4 9. exf4 Dd6 10. g3 c5 11. dxc5 Dxc5 12. Rge2 Rbc6 13. 0-0 g6 14. Dd2 0-0 15. Hac1 Da5 16. Bc2 Hd8 17. Rd4 Db4 18. Rb3 Bf5 19 Meira
4. mars 2023 | Í dag | 178 orð

Tvær leiðir. S-Allir

Norður ♠ K652 ♥ D9753 ♦ -- ♣ Á986 Vestur ♠ G ♥ 84 ♦ 109432 ♣ D7543 Austur ♠ Á1074 ♥ G106 ♦ D86 ♣ 102 Suður ♠ D983 ♥ ÁK2 ♦ ÁKG75 ♣ K Suður spilar 6♠ Meira
4. mars 2023 | Dagbók | 88 orð | 1 mynd

Verður stundum aftur 12 ára

„Ég byrjaði 2002. Þannig að það er í raun 21 ár síðan ég fór fyrst á svið,“ segir tónlistarmaðurinn Gauti Þeyr eða Emmsjé Gauti sem heldur upp á 20+ ára rappafmæli á árinu með stórtónleikum í Gamla bíói 20 Meira

Íþróttir

4. mars 2023 | Íþróttir | 1064 orð | 2 myndir

Aldrei datt mér þetta í hug

„Ég er búin að vera að hugsa þetta í talsverðan tíma,“ sagði Sandra Sigurðardóttir, leikjahæsta knattspyrnukona efstu deildar frá upphafi, í samtali við Morgunblaðið. Sandra gaf það út í gær að hún væri hætt í fótbolta, eftir sérlega farsælan 22 ára feril í meistaraflokki Meira
4. mars 2023 | Íþróttir | 84 orð | 1 mynd

Guðrún í 33.-35. sæti í Girona

Guðrún Brá Björgvinsdóttir lauk keppni í gær á Girona-mótinu í golfi á Spáni þar sem hún endaði í 33.-35. sæti. Guðrún lék á 78 höggum í gær, sjö höggum yfir pari vallarins. Tvo fyrri dagana lék hún á 71 og 78 höggi og endaði á fjórtán höggum yfir… Meira
4. mars 2023 | Íþróttir | 301 orð

Hætt á toppnum eftir 22 ár í meistaraflokki

Sandra Sigurðardóttir, markvörður Vals og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, tilkynnti í gær að hún hefði ákveðið að leggja hanskana á hilluna. Þar með hafa fimm af þeim leikmönnum sem léku með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu á Englandi síðasta sumar dregið sig í hlé Meira
4. mars 2023 | Íþróttir | 137 orð | 1 mynd

Íslandsmet hefði komið Guðbjörgu áfram

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir hafnaði í 34. sæti af 37 keppendum í 60 metra hlaupi á Evrópumótinu innanhúss í frjálsíþróttum í Istanbúl í gær. Guðbjörg hljóp á 7,56 sekúndum í undanrásum en Íslandsmet hennar frá því í janúar, 7,35 sekúndur, hefði komið … Meira
4. mars 2023 | Íþróttir | 74 orð | 1 mynd

Ísland upp um fjögur sæti

Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik fer upp um fjögur sæti á nýjum heimslista Alþjóða körfuknattleikssambandsins, FIBA. Ísland er í 58. sæti listans sem var gefinn út eftir síðustu leiki í undankeppni EM Meira
4. mars 2023 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

Óttar Bjarni hættur

Knattspyrnumaðurinn Óttar Bjarni Guðmundsson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Óttar Bjarni er 32 ára miðvörður sem lék síðast með uppeldisfélagi sínu Leikni úr Reykjavík. Hann fékk heilahristing í fyrstu umferð Bestu deildarinnar í apríl á… Meira
4. mars 2023 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

Sakaður um grófa hegðun

Sigurður Bragason, þjálfari kvennaliðs ÍBV í handknattleik, er sakaður um ósæmilega hegðun eftir sigur liðsins í toppslag gegn Val í Olísdeildinni í Vestmannaeyjum um síðustu helgi. Vísir greindi frá því í gær að Sigurður, sem fékk útilokun frá… Meira
4. mars 2023 | Íþróttir | 67 orð | 1 mynd

Sænskur liðsstyrkur í HK

HK, nýliðarnir í Bestu deild karla í knattspyrnu, hafa fengið til liðs við sig varnarmann frá AIK í Svíþjóð. Hann heitir Ahmad Faqa, tvítugur miðvörður af sýrlenskum uppruna en er uppalinn hjá AIK. Hann hefur ekki leikið með liðinu í sænsku… Meira
4. mars 2023 | Íþróttir | 525 orð | 1 mynd

Valsmenn fögnuðu deildartitlinum annað árið í röð

Valur tryggði sér í gærkvöldi sinn annan deildarmeistaratitil í röð með sannfærandi 32:21-heimasigri á Gróttu í Olísdeildinni í handbolta. Þrátt fyrir að fjórar umferðir séu eftir getur ekkert lið skákað Valsmönnum á toppi deildarinnar Meira

Sunnudagsblað

4. mars 2023 | Sunnudagsblað | 95 orð | 1 mynd

„Á ég þetta ekki bara skilið eftir langan feril?“

Landsþekkti tón­list­armaður­inn Jón Ólafs­son hef­ur verið í tónlist frá 17 ára aldri en hann mætti á sex­tugsaf­mæli sínu í Helgar­út­gáf­una á K100. Þar ræddi hann meðal ann­ars um afmælistónleika sína í Hörpu 22 Meira
4. mars 2023 | Sunnudagsblað | 127 orð

„Kæri vinur“, segir lögregluþjónninn, „hér má bara veiða með leyfi!“ „Nú!…

„Kæri vinur“, segir lögregluþjónninn, „hér má bara veiða með leyfi!“ „Nú! Ég er nú meiri kjáninn. Ég nota alltaf orma!“ Anna frænka spyr frændann: „Hvað ertu eiginlega gamall?“ „Sjö.“ „Og hvað ætlar þú að verða?“ , spyr hún Meira
4. mars 2023 | Sunnudagsblað | 370 orð | 1 mynd

Allt fer til barnanna

Hvernig tengist þú SPES? Ekki neitt. Þau leigðu mig til að tala um þetta. Nei, djók! Ég er styrktarforeldri og fór fyrir rúmum áratug til Tógó að vinna þar á barnaheimilinu í um fjóra mánuði. Eitt af því sem ég gerði þarna var að veita öllum… Meira
4. mars 2023 | Sunnudagsblað | 164 orð | 1 mynd

Annríki hjá lögreglu

Lögreglan í Hafnarfirði stóð í stórræðum fyrir réttri hálfri öld, að því er fram kom á baksíðu Morgunblaðsins 4. mars 1973. Annars vegar var greint frá því að hún hefði handtekið þrítugan karl og 16 ára stúlku, sem höfðu gengið á milli verslana þar í bæ og verslað fyrir falskar ávísanir Meira
4. mars 2023 | Sunnudagsblað | 856 orð | 2 myndir

Brunnur sem gaus mörkum

Sex leikir. 13 mörk. Nei, við erum ekki að tala um Norðurlandsmótið sáluga á gaddfreðinni mölinni á Sanavellinum, heldur sjálft heimsmeistaramótið á þéttslegnu ilmandi grasi í Svíþjóð. Árið er 1958 og Just Fontaine, miðherji Frakka, reykspólar upp… Meira
4. mars 2023 | Sunnudagsblað | 974 orð | 1 mynd

Feldur ríkissáttasemjara

Nokkur fjöldi fólks, einkum frá Úkraínu, tók sér stöðu við rússneska sendiráðið til þess að mótmæla innrás Rússa í Úkraínu fyrir ári. Gunnars majónes gafst upp fyrir Samkeppniseftirlitinu, þar sem fjölskyldufyrirtækið hefur ekki bolmagn til þess að… Meira
4. mars 2023 | Sunnudagsblað | 57 orð

Hvaða dýr kemur oftast fyrir?

Í þessari viku eigið þið að leysa myndagátu. Lausnina skrifið þið niður á blað og sendið inn fyrir 12. mars. Þá eigið þið möguleika á að vinna bókina Inside out – þrautabók. Munið að láta fylgja með upplýsingar um nafn, aldur og heimilisfang Meira
4. mars 2023 | Sunnudagsblað | 10 orð

Í för út í geiminn skaddast kraftar Ofur-Guffa svo bófar sjá sér leik á…

Í för út í geiminn skaddast kraftar Ofur-Guffa svo bófar sjá sér leik á borði ... Meira
4. mars 2023 | Sunnudagsblað | 91 orð | 1 mynd

Kristileg málmbræðsla í vændum?

Králmur Málmlistamenn eru þekktir fyrir margt annað en guðhræðslu og kristileg gildi. Þeir eru þó til sem sækja innblástur til þeirra feðga, Guðs almáttugs og Jesú Krists. Tveir þeirra, Michael Sweet úr Stryper og Dave Mustaine úr Megadeth, gætu… Meira
4. mars 2023 | Sunnudagsblað | 777 orð | 7 myndir

Listaverk fyrir þjóðina

Einkasafn eins og þetta veitir aðra sýn á listasöguna en safneign opinberra safna. Meira
4. mars 2023 | Sunnudagsblað | 349 orð | 6 myndir

Með fimm til tíu bækur í bakpokanum

Mér þykir best að lesa í miðju amstrinu. Ég les í strætó, les í litlum stundum milli anna dagsins, les undir skvaldri á kaffihúsum en oftast á leið minni um borgina. Þetta er eflaust óhentug leið til að fara að, en ég lifi annasömu lífi og því þurfa bækurnar að fylgja mér að í gegnum daginn Meira
4. mars 2023 | Sunnudagsblað | 775 orð

Neytendur, notendur og neitendur

Þar hefur þetta heyrst orðað þannig að ekki megi laska „orðspor Íslands“ með frekari verkföllum. Þess vegna þurfi að endurskoða vinnulöggjöfina hið bráðasta. Meira
4. mars 2023 | Sunnudagsblað | 609 orð | 1 mynd

Orðbragð í stéttabaráttu

Samt finnst mörgum orðbragð Sólveigar Önnu í góðu lagi, eiginlega bara flott. Meira
4. mars 2023 | Sunnudagsblað | 67 orð | 1 mynd

Orðinn pínu hrollvekjandi

Virðing Rob Halford, söngvari Judas Priest, viðurkenndi í samtali við útvarpsþáttinn SeriusXM, að hann hefði farið örlítið yfir strikið þegar hann hallaði sér upp að Dolly Parton í sér­stöku atriði á Frægðarhallarhátíðinni fyrr í vetur Meira
4. mars 2023 | Sunnudagsblað | 429 orð

Rígheldur í spikið

Því líkar svo vel við núverandi þyngd og ætlar að viðhalda henni, enda lítur kerfið á svelti sem hungursneyð. Þá grípur það í taumana og rígheldur í spikið. Meira
4. mars 2023 | Sunnudagsblað | 699 orð | 2 myndir

Skrímsli úr fortíðinni

Í sögunni er hins vegar óræð skepna sem minnir kannski svolítið á kött, er kannski skrímslavædd útgáfa af ketti. Meira
4. mars 2023 | Sunnudagsblað | 139 orð | 2 myndir

Spandau vöknar um augu

Úkraínski knattspyrnumaðurinn Oleksandr Sinsjenkó hefur slegið rækilega í gegn hjá Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í vetur eftir komuna frá Manchester City. Eins og lög gera ráð fyrir hafa áhangendur liðsins komið sér upp nýjum söng sem tileinkaður… Meira
4. mars 2023 | Sunnudagsblað | 1284 orð | 1 mynd

Sundur eða saman

Þarna er gamansaga falin inni í frásögn af að öðru leyti óhúmorískum málaferlum, en það er líka fyndið til þess að hugsa nú á tímum, að brandarinn skyldi formgerast og að 800 árum síðar sé hann enn skráður í opinberum gögnum. Meira
4. mars 2023 | Sunnudagsblað | 1629 orð | 1 mynd

Tískubóla eða töfralausn?

Það er merkilegt að ég er að fá fólk til mín sem hefur tekið þessi lyf og segir hissa: „Er það þetta sem allir eru að tala um! Ég hef aldrei áður verið södd.“ Meira
4. mars 2023 | Sunnudagsblað | 2031 orð | 6 myndir

Úr myrkrakompu í myndabanka

Ég henti inn myndum af hjúkrunarkonu að þvo og sótthreinsa á sér hendurnar fyrir aðgerð. Þessi mynd var notuð sem Covid-myndin hjá Getty næstu mánuðina! Meira
4. mars 2023 | Sunnudagsblað | 971 orð | 2 myndir

Viðkvæma gasellan

Franski kvikmyndaleikstjórinn Roger Vadim naut kvenhylli meðan hann lifði; ekki síst meðal frægra leikkvenna og goðsagna. Hann giftist bæði Brigitte Bardot og Jane Fonda og bjó um tíma með Catherine Deneuve Meira
4. mars 2023 | Sunnudagsblað | 2503 orð | 3 myndir

Vísindamaður í vinstra horninu

Það er mikill heiður að leika fyrir landsliðið og maður hefur fylgst með liðinu á ófáum stórmótum gegnum árin. Það yrði mikið ævintýri að taka þátt í slíkum mótum sjálfur. Meira
4. mars 2023 | Sunnudagsblað | 86 orð | 1 mynd

Þar sem allt fer á versta veg

Mengun Handritshöfundurinn og leikstjórinn Scott Z. Burns, sem meðal annars gerði kvikmyndina Contagion, gefur sér að allt fari á versta veg í loftslagsmálum í framtíðinni í nýjum þáttum, Extrapolations, sem koma inn á Apple TV+-veituna eftir tæpar tvær vikur Meira
4. mars 2023 | Sunnudagsblað | 105 orð | 1 mynd

Þeysireið Daisyjar

Rokk Tónlist, tilvistarkreppa, bransadrama og kynferðisleg spenna eru hráefnin sem unnið er með í nýjum sjónvarpsmyndaflokki, Daisy Jones & the Six, sem hóf göngu sína á Prime Video fyrir helgina Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.