Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Málfræðingurinn Veturliði Óskarsson, prófessor í norrænum tungumálum við Uppsala-háskóla í Svíþjóð, er búinn að dusta rykið af gömlu loforði um að skrifa um örnefnið Skarfanes, með vísun í Skarfanes í Landsveit, þar sem land er skógi vaxið. „Segja má að þar sé að finna vin í eyðimörk umlukta Þjórsárhrauni, sandi og örfoka melum,“ segir Meyvant Þórólfsson, fyrrverandi kennari á Laugalandi í Holtum, um þessa afskekktu jörð, en hann er meðal þeirra sem hafa látið sig varða sögu þessa landsvæðis.
Meira