Greinar þriðjudaginn 7. mars 2023

Fréttir

7. mars 2023 | Innlendar fréttir | 478 orð

35% drekka áfengi í hverri viku

Alls segjast 83% fullorðinna hér á landi hafa drukkið a.m.k. eitt glas af áfengum drykk á síðasta ári og 35% drekka áfengi í hverri viku. Tæpur fjórðungur Íslendinga féll í fyrra undir þá skilgreiningu að vera með skaðlegt neyslumynstur áfengis eða… Meira
7. mars 2023 | Fréttaskýringar | 625 orð | 3 myndir

Áttu von á meti en ekki „sprengju“

Baksvið Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Þessi gríðarlega aukning kemur okkar á óvart. Við áttum von á góðri þátttöku og meti en að fá svona „sprengju“ áttum við ekki von á,“ segir Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands. Meira
7. mars 2023 | Innlendar fréttir | 248 orð | 1 mynd

Bið eftir leikskólaplássi í Árbænum

Eins og sakir standa komast 24 mánaða gömul börn ekki að á leikskólum í Árbænum en nokkur fjölgun hefur orðið í hverfinu. „Við höfum vakið athygli á stöðunni og til skoðunar er hvar sé hægt að stækka leikskóla í Árbænum til að mæta þessu Meira
7. mars 2023 | Erlendar fréttir | 188 orð | 1 mynd

Dæmd í fimmtán ára fangelsi

Svíatlana Tsíkhanouskaja, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, var í gær dæmd í 15 ára fangelsi að henni fjarstaddri. Tsíkhanouskaja var sökuð um landráð og að hafa leitt „samsæri um að ræna völdum“ árið 2020, en fjölmenn… Meira
7. mars 2023 | Innlendar fréttir | 152 orð | 1 mynd

Eitt arkitektateymi datt út við dráttinn

Fimm teymi arkitekta taka þátt í samkeppni um hönnun 26 þúsund fermetra húss viðbragðs- og löggæsluaðila sem rísa á við Klepp, ofan Sundahafnar. Auglýst var eftir umsækjendum um þátttöku í nóvember síðastliðnum Meira
7. mars 2023 | Innlendar fréttir | 752 orð | 1 mynd

Farsælt lífshlaup Jóhannesar Nordals

Jóhannes Nordal fæddist í Reykjavík hinn 11. maí 1924, sonur dr. Sigurðar Nordals og Ólafar Jónsdóttur Nordal. Fyrir átti hann systurina Beru, sem lést aðeins fjögurra ára, en tveggja ára eignaðist hann bróðurinn Jón Nordal tónskáld. Meira
7. mars 2023 | Erlendar fréttir | 177 orð | 1 mynd

Fiskistaður fékk þriðju stjörnuna

Veitingahús yst á frönsku eyjunni Noirmoutier í Biskayaflóa bættist í gær í hóp þeirra veitingastaða, sem skarta þremur stjörnum í Michelin-handbókinni. Veitingahúsið, sem heitir La Marine, er einkum þekkt fyrir sjávarrétti og grænmetisrétti Meira
7. mars 2023 | Innlendar fréttir | 435 orð | 1 mynd

Gagnsæi í leiguverði

Agla María Albertsdóttir aglamaria@mbl.is Reglugerð um skráningu leigusamninga og breytingar á leigufjárhæð í leiguskrá húsnæðisgrunns Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) tók gildi 6. janúar 2023 og kemur í stað þinglýsingar á leigusamningum. Vilhjálmur Andri Kjartansson, lögfræðingur myigloo.is og annar stofnenda Leiguskjóls, telur leiguskráningu hjá HMS vera afar jákvætt skref í átt að gagnsærri og öruggari leigumarkaði. Meira
7. mars 2023 | Innlendar fréttir | 172 orð | 1 mynd

Grái herinn stefnir á Strassborg

Ákveðið hefur verið að kæra dóma Hæstaréttar Íslands frá 2. nóvember 2022 í málum þriggja liðsmanna Gráa hersins til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í Strassborg og hafa málin þegar verið send dómstólnum Meira
7. mars 2023 | Innlendar fréttir | 486 orð | 1 mynd

Hefur komið að öllum flötum fagsins

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Valbjörg Elsa Haraldsdóttir, hárgreiðslumeistari frá Ísafirði og eigandi Salon VEH hársnyrti- og rakarastofu, segist vera innilega þakklát stjórn Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík fyrir að hafa útnefnt sig heiðursiðnaðarmann 2023 á Nýsveinahátíðinni á dögunum. „Ég er glöð að geta staðið undir því.“ Meira
7. mars 2023 | Innlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Jóhannes Nordal látinn

Látinn er í Reykjavík dr. Jóhannes Nordal, fyrrverandi seðlabankastjóri, á 99. aldursári. Með honum er genginn einhver atkvæðamesti maður í efnahagslífi og atvinnuuppbyggingu á liðinni öld, en hann lét jafnframt mikið til sín taka á vettvangi fræða og menningar Meira
7. mars 2023 | Innlendar fréttir | 234 orð

Kylfingar áfrýja keppnisbanni

Kristján Ólafur Jóhannesson og Margeir Vilhjálmsson hyggjast áfrýja úrskurði Dómstóls Golfsambands Íslands og verður kæra þeirra að óbreyttu tekin upp hjá Áfrýjunardómstóli GSÍ. Voru þeir ásamt Helga Svan­berg Inga­syni úrskurðaðir í árs keppnisbann … Meira
7. mars 2023 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

Langreyður og háhyrningar sáust á Húsavík

Það gekk á með éljum eftir hádegið þegar hvalaskoðunarbáturinn Náttfari kom til hafnar á Húsavík úr ferð gærdagsins en þar sást til langreyðar og háhyrninga. Þá sást í skoðunarferð um helgina til steypireyðar Meira
7. mars 2023 | Fréttaskýringar | 761 orð | 4 myndir

Lítil umræða í breyttum veruleika

Ástand öryggismála í Evrópu og á Norður-Atlantshafi hefur gjörbreyst sl. 12 mánuði, eða frá upphafi innrásar Rússlands í Úkraínu. Brýnt er að öryggis- og varnarmál séu rædd hér á landi af alvöru og án tilfinninga Meira
7. mars 2023 | Erlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Mettekjur norska ríkisins af olíu

Tekjur norska ríkisins af sölu olíu og jarðgass námu nærri 1.500 milljörðum norskra króna, jafnvirði um 20 þúsund milljarða íslenskra króna, á síðasta ári og hafa aldrei verið meiri. Er þetta rakið til áhrifa stríðsins í Úkraínu á orkuverð Meira
7. mars 2023 | Innlendar fréttir | 376 orð

Niðurgreiðsla ríkis 482 milljónir

Ríkið greiðir umtalsverðan hluta kostnaðar við þjónustuverkefni og eftirlit sem Matvælastofnun (MAST) hefur með höndum þar sem innheimtar tekjur MAST samkvæmt gjaldskrá standa ekki undir raunkostnaði við eftirlit og önnur þjónustuverkefni stofnunarinnar Meira
7. mars 2023 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Ný sýning um Ingólf Guðbrandsson

Fjölmenni var í Þjóðarbókhlöðunni í gær, en þá var opnuð sérstök sýning um Ingólf Guðbrandsson, tónlistarmann og ferðamálafrumkvöðul. Hundrað ár voru liðin í gær frá fæðingu Ingólfs og var af því tilefni undirritað sérstakt samkomulag, á milli… Meira
7. mars 2023 | Fréttaskýringar | 538 orð | 1 mynd

Ný tækni í 100.000 tækjum

Baksvið Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Benedikt Ragnarsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs fjarskiptafélagsins Nova, segir að eitt hundrað þúsund símtæki Nova styðji nýja virkni sem gerir notendum kleift að fá símasamband í gegnum þráðlaust net þegar fjarskiptasamband er slæmt. Meira
7. mars 2023 | Erlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Sameinast um frambjóðanda

Kemal Kilicdaroglu, leiðtogi tyrkneska CHP-flokksins, tilkynnti í gær að hann hefði tryggt sér stuðning allra stjórnarandstöðuflokkanna til framboðs gegn Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta, en forsetakosningar verða haldnar í Tyrklandi hinn 14 Meira
7. mars 2023 | Innlendar fréttir | 244 orð | 1 mynd

Skemmd úlpa fékkst ekki bætt

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur úrskurðað að fyrirtæki sem sá um hreinsun á dúnúlpu þurfi ekki að greiða fyrir skemmdir sem kaupandi taldi vera beina afleiðingu hreinsunarinnar. Kærunefndinni barst beiðni um úrskurð frá einstaklingi sem… Meira
7. mars 2023 | Innlendar fréttir | 167 orð

Skýra þarf varnir Íslands

Friðrik Jónsson, sérfræðingur á sviði öryggis- og varnarmála, segir umræðu um íslenskan her alltaf „enda úti á túni“ vegna tilfinninga fólks til málefnisins. Mikilvægt sé að rýna í innihald þess sem fyrrverandi skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu lagði til í Morgunblaðinu sl Meira
7. mars 2023 | Innlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

Skýrslutökum lokið í héraðsdómi í stóru fíkniefnamáli

Skýrslutökum lauk í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli þar sem fjórir karlmenn eru ákærðir fyrir að hafa reynt að flytja 99,24 kíló af kókaíni til landsins. Málflutningur fer fram í málinu á morgun Meira
7. mars 2023 | Innlendar fréttir | 266 orð | 1 mynd

Spáði 7:0 sigri Liverpool

„Kannski var þetta ósjálfráð skrift en ég hafði allan tímann góða tilfinningu fyrir þessum leik,“ segir séra Leifur Ragnar Jónsson, sóknarprestur í Guðríðarkirkju í Grafarholti, en hann spáði rétt fyrir um ótrúleg úrslit í leik Liverpool og Manchester Utd Meira
7. mars 2023 | Innlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Stækka nýtt hjúkrunarheimili á Akureyri

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, hafa undirritað samning um stækkun á nýju hjúkrunarheimili í bænum. Í eldri samningi var kveðið á um 60 íbúðir en nú voru áformin stækkuð í 80 íbúðir Meira
7. mars 2023 | Innlendar fréttir | 66 orð

Um 2.000 manns hafi hætt að reykja

Um tvö þúsund manns hættu að reykja á milli áranna 2021 og 2022 samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu skýrslu Landlæknisembættisins um áfengis- og tóbaksnotkun landsmanna. Kemur þar fram að 9% fullorðinna Íslendinga reyktu sígarettur á árinu 2022, þar af 6,2% daglega Meira
7. mars 2023 | Innlendar fréttir | 216 orð | 1 mynd

Veðrið kaflaskipt í vetur

Afburðahlýr nóvember, mjög kaldur desember, kaldur janúar og hlýr febrúar. Nokkuð fjölbreytt veðurlagsröð. Þetta ritaði Trausti Jónsson veðurfræðingar á bloggi sínu nýlega um veturinn. Og nú er hafið kuldakast í mars Meira
7. mars 2023 | Innlendar fréttir | 148 orð

Vegagerðin verður að efla öryggisstjórnun

Ríkisendurskoðun segir að leita verði allra leiða til að tryggja að kröfur um gæði og öryggi séu ávallt í öndvegi við framkvæmdir og viðhald vegakerfisins. Þetta kemur m.a. fram í skýrslu um starfsemi Vegagerðarinnar sem var unnin að beiðni Alþingis Meira
7. mars 2023 | Innlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd

Vigdísarsýning undirbúin

Unnið er að miklum endurbótum á húsnæði gömlu Loftskeytastöðvarinnar við Suðurgötu í Reykjavík. Yfir dyrum hússins er skjaldarmerki Íslands frá heimastjórnarárunum í byrjun síðustu aldar, hvítur fálki á bláum grunni og kóróna Danakonungs Meira
7. mars 2023 | Erlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Vill senda liðs- auka til Bakhmút

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti sagði í kvöldávarpi sínu til úkraínsku þjóðarinnar í gær að hann hefði skipað hernum að finna liðsauka til þess að halda áfram uppi vörnum Bakhmút-borgar í Donetsk-héraði Meira
7. mars 2023 | Innlendar fréttir | 139 orð | 1 mynd

Yrði eina höfuðborgin án safns

Umræður verða í borgarstjórn í dag um Borgarskjalasafn Reykjavíkur, en til stendur að leggja safnið niður. Svanhildur Bogadóttir, borgarskjalavörður, Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, og Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins,… Meira

Ritstjórnargreinar

7. mars 2023 | Staksteinar | 188 orð | 1 mynd

Aðför flokks að lykilstofnunum

Björn Bjarnason skrifar um „Nýju-Samfylkinguna“ og segir hana stunda skipulega aðför að lykilstofnunum. „Samfylkingarmenn vilja loka Borgarskjalasafni og svipta Ríkisendurskoðun sjálfstæði,“ skrifar hann, og bætir við að virðing fyrir lykilstofnunum jafngildi virðingu fyrir lögmæltum stjórnarháttum og þar með trausti borgaranna í garð þeirra sem fari með opinbert vald. Meira
7. mars 2023 | Leiðarar | 252 orð

Faraldur skemmdarverka

Veggjakrot er skemmdarverk sem veldur miklum kostnaði og óþægindum Meira
7. mars 2023 | Leiðarar | 351 orð

Jóhannes Nordal

Skilaði vel miklu starfi í þjóðarþágu Meira

Menning

7. mars 2023 | Menningarlíf | 87 orð | 1 mynd

Aríur, dúettar og forleikir í Tíbrá

Tónleikar í röðinni Tíbrá fara fram í Salnum í kvöld kl. 20 og munu á þeim renna saman hefðir djass- og barokktónlistar. Í barrokktónlist má finna mikinn samhljóm með djassi og hinn frjálsi spuni djasstónlistarinnar á margt sammerkt með tónlist… Meira
7. mars 2023 | Menningarlíf | 683 orð | 2 myndir

Bækurnar voru griðastaður

Í söngleiknum 9 líf er fjallað opinskátt um æskuár Bubba Morthens, um vandræðin sem stöfuðu af því að hafa alkóhólista inni á heimilinu og eins um það hve skólakerfið tók illa á móti skrifblindu barni Meira
7. mars 2023 | Menningarlíf | 68 orð | 1 mynd

Ciac­cona á efnisskrá kvöldsins

Aðrir tónleikar Hlíf­ar Sigur­jóns­dótt­ur af þrennum með part­ít­um og són­öt­um eftir Johann Sebast­ian Bach verða í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld kl. 20. Leikur Hlíf Sónötu II í a-moll og Partítu II í d-moll, en loka­kafli henn­ar er… Meira
7. mars 2023 | Menningarlíf | 216 orð | 1 mynd

EEAAO sópar að sér verðlaunum

Sjónvarpsþáttaröðin Severance og kvikmyndirnar Everything Everywhere All at Once (EEAAO) og Women Talking hlutu helstu verðlaun samtaka handritshöfunda í Bandaríkjunum um helgina, Writers Guild of America Awards, sem veitt voru í New… Meira
7. mars 2023 | Menningarlíf | 74 orð | 1 mynd

Gítarleikari Lynyrd Skynyrd látinn

Gary Rossington, gítarleikari Lynyrd Skynyrd, er látinn, 71 árs að aldri. Eru þar með allir upphaflegir liðsmenn sveitarinnar látnir. Í frétt The Guardian segir að ekki hafi verið tilkynnt um dánarorsök en vitað er að Rossington var hjartveikur Meira
7. mars 2023 | Menningarlíf | 575 orð | 2 myndir

Kómedía um karlmennsku

Leikverkið Them er að sögn leikstjórans Unnar Elísabetar Gunnarsdóttur einlæg kómedía um karlmennskuna. „Þetta er blíðleg ádeila myndi ég segja og speglar margt sem er að gerast í þjóðfélaginu í dag.“ Verkið verður sýnt í Tjarnarbíói í kvöld, 7 Meira
7. mars 2023 | Fjölmiðlar | 173 orð | 1 mynd

Skortur á alvöru búningadrama

Það vantar gott búningadrama í íslenskt sjónvarp. Við erum að tala um ólgandi ástríður fólks sem gerir stórkostleg mistök og á svo í miklum erfiðleikum með að leiðrétta þau. Þetta er sjónvarpsefni sem getur ekki klikkað Meira
7. mars 2023 | Menningarlíf | 90 orð | 1 mynd

Solveig Thoroddsen í Gallerýi Sím

Leiðtogafundur nefnist sýning sem Solveig Thoroddsen opnaði í Gallerýi Sím um helgina, en sýningin stendur til 22. mars. Solveig lauk meistaragráðu frá Myndlistardeild Listaháskóla Íslands 2015 og hefur verið virkur myndlistarmaður síðan Meira
7. mars 2023 | Menningarlíf | 102 orð | 1 mynd

Ursprung og Sander stýra í Feneyjum

Þýska myndlistarkonan Karin Sander og bandaríski byggingarlistfræðingurinn Philip Ursprung verða sýningarstjórar sýningar Sviss á arkitektatvíæringnum í Feneyjum sem hefst 20. maí. Sander er einn listamanna i8 gallerís og segir frá þessu í tilkynningu frá galleríinu Meira

Umræðan

7. mars 2023 | Aðsent efni | 439 orð | 1 mynd

Aðförin að Borgarskjalasafninu er árás á sögu borgarinnar

„Borgarskjalasafn kom upp um misferli og ólöglega gagnaeyðingu félaga Dags Eggertssonar í braggamálinu alræmda árið 2018.“ Meira
7. mars 2023 | Aðsent efni | 769 orð | 1 mynd

Borgarskjalasafnið okkar Reykvíkinga

Í dag, 7. mars kl. 14, verða umræður í borgarstjórn um að leggja Borgarskjalasafn niður eftir 69 ára starf. Meira
7. mars 2023 | Aðsent efni | 764 orð | 1 mynd

Embættisafglöp borgarstjóra

Hér stefnir í að borgarstjóri geri afdrifarík mistök í starfi. Við í minnihlutanum þurfum að horfa upp á þennan vonda gjörning og getum ekkert gert Meira
7. mars 2023 | Pistlar | 430 orð | 1 mynd

Nýr kafli í flugsögu Íslands

Mikill árangur hefur náðst í því að styðja við uppbyggingu beins millilandaflugs á landsbyggðinni. Líkt og greint var frá í fréttum nýverið verður metfjöldi erlendra áfangastaða í boði á landsbyggðinni í ár en hægt verður að fljúga beint frá… Meira
7. mars 2023 | Aðsent efni | 180 orð | 1 mynd

Það breytist ekki neitt

Menn geta talað og skrifað djöfulinn ráðalausan um allt sem miður fer á landi hér og bæta mætti, en það breytir engu. Það er hægt að lama Alþingi með málþófi í stuttan tíma en svo er gefist upp. Verkföll valda skaða sem langan tíma tekur að vinna úr og enginn hagnast á þeim Meira

Minningargreinar

7. mars 2023 | Minningargrein á mbl.is | 996 orð | 1 mynd | ókeypis

Anna Karólína Þorsteinsdóttir

Anna Karólína Þorsteinsdóttir fæddist 1. desember 1952. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 19. febrúar 2023.Foreldrar hennar voru Elsa Jóhannesdóttir, f. 7. júlí 1929, d. 2015, og Hreinn Þorsteinn Garðarsson, f. 5. maí 1929. Meira  Kaupa minningabók
7. mars 2023 | Minningargreinar | 1370 orð | 1 mynd

Anna Magnea Valdimarsdóttir

Anna Magnea fæddist í Sandgerði 1. október 1938. Hún andaðist á Hrafnistu Sléttuvegi 26. febrúar 2023. Foreldrar Önnu Magneu voru Valdimar Össurarson, f. 1. maí 1896, d. 29. júní 1956, og Jóna Bjarney Jónsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
7. mars 2023 | Minningargreinar | 2845 orð | 1 mynd

Borghildur Kristín Magnúsdóttir

Borghildur Kristín Magnúsdóttir fæddist 1. febrúar 1974 í Reykjavík. Hún lést 20. febrúar 2023. Foreldrar hennar voru Magnús Haraldsson, f. 7. maí 1948, og Kristjana Gísladóttir, f. 1. október 1945, d Meira  Kaupa minningabók
7. mars 2023 | Minningargreinar | 334 orð | 1 mynd

Einar Kristbjörnsson

Einar Kristbjörnsson fæddist 15. nóvember 1947. Hann lést 19. janúar 2023. Útför Einars fór fram 7. febrúar 2023. Meira  Kaupa minningabók
7. mars 2023 | Minningargreinar | 1624 orð | 1 mynd

Friðrika Gestsdóttir

Friðrika Gestsdóttir fæddist á Seyðisfirði 13. júlí 1927. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Mörk 20. febrúar 2023. Foreldrar hennar voru hjónin Hólmfríður Jónsdóttir, f. 1890, d. 1970, og Gestur Jóhannsson, f Meira  Kaupa minningabók
7. mars 2023 | Minningargreinar | 451 orð | 1 mynd

Guðjón Jóhannes Jónsson

Guðjón Jóhannes Jónsson fæddist á Voðmúlastöðum í Austur-Landeyjum 1. september 1938. Hann lést á Móbergi 27. janúar 2023. Foreldrar Guðjóns voru þau Guðbjörg Jóhannesdóttir og Jón Kristjánsson. Guðjón átti sex systkini, að meðtalinni fóstursystur, sem nú er látin Meira  Kaupa minningabók
7. mars 2023 | Minningargreinar | 489 orð | 1 mynd

Guðlaugur Stefánsson

Guðlaugur Stefánsson fæddist 12. júlí 1936. Hann lést á Landakoti 12. febrúar 2023. Útför hans fór fram 24. febrúar 2023 Meira  Kaupa minningabók
7. mars 2023 | Minningargreinar | 1485 orð | 1 mynd

Guðrún Þórarinsdóttir

Guðrún Þórarinsdóttir fæddist þann 12. febrúar 1935 á Látrum í Mjóafirði við Ísafjarðardjúp. Hún lést 18. febrúar 2023. Foreldrar hennar voru Þórarinn Helgason, bóndi á Látrum, og Hjálmfríður Lilja Bergsveinsdóttir ljósmóðir Meira  Kaupa minningabók
7. mars 2023 | Minningargreinar | 260 orð | 1 mynd

Gylfi Guðmundsson

Gylfi Guðmundsson fæddist 1. september 1940. Hann lést 12. febrúar 2023. Útför hans fór fram 23. febrúar 2023. Meira  Kaupa minningabók
7. mars 2023 | Minningargreinar | 1737 orð | 1 mynd

Margrét Stefánsdóttir

Margrét Stefánsdóttir fæddist 23. júní 1924. Hún lést 14. febrúar 2023. Útför hennar fór fram 1. mars 2023. Meira  Kaupa minningabók
7. mars 2023 | Minningargreinar | 554 orð | 1 mynd

Sigríður Jónsdóttir

Sigríður Jónsdóttir fæddist 17. september 1934. Hún lést 8. febrúar 2023. Útför Sigríðar fór fram 17. febrúar 2023. Meira  Kaupa minningabók
7. mars 2023 | Minningargreinar | 861 orð | 1 mynd

Svava Andrea Jensen Brand

Svava Andrea Jensen Brand fæddist í Kanada 7. mars 1920. Hún lést á Droplaugarstöðum 13. nóvember 2021. Foreldrar hennar voru Elísabet Jensen Brand, f. 16.5. 1894, d. 18.9. 1981 og Thor Jensen Brand, f Meira  Kaupa minningabók
7. mars 2023 | Minningargreinar | 958 orð | 1 mynd

Vigdís Gunnarsdóttir

Vigdís Gunnarsdóttir fæddist 22. janúar 1979. Hún lést 31. janúar 2023. Útför Vigdísar fór fram 17. febrúar 2023. Meira  Kaupa minningabók
7. mars 2023 | Minningargreinar | 958 orð | 1 mynd

Vigdís Gunnarsdóttir

Vigdís Gunnarsdóttir fæddist 22. janúar 1979. Hún lést 31. janúar 2023. Útför Vigdísar fór fram 17. febrúar 2023. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

7. mars 2023 | Viðskiptafréttir | 168 orð | 1 mynd

Jörth vill hjálpa fólki að efla þarmaflóruna

Stofnað hefur verið nýtt fyrirtæki, Jörth, sem hjálpar fólki að efla þarmaflóruna. Stofnendur eru hjónin Birna G. Ásbjörnsdóttir, sem nú er að ljúka doktorsnámi í heilbrigðisvísindum við Háskóla Íslands, og Guðmundur Ármann, umhverfis og rekstrarfræðingur Meira
7. mars 2023 | Viðskiptafréttir | 225 orð | 1 mynd

Málareksturinn kostaði 8,3 m.kr.

Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) varði tæpum 8,3 milljónum króna í málarekstur gegn tveimur fyrirtækjum, Bjórlandi og Sante, sem hófu sölu á áfengi í gegnum netverslanir á árunum 2020 og 2021 Meira

Fastir þættir

7. mars 2023 | Dagbók | 75 orð | 1 mynd

Adele áritaði kjól brúðarinnar

Stór­söng­kon­an Adele gaf brúðhjón­um eft­ir­minni­lega brúðar­gjöf á gigg­inu Week­ends with Adele í Los Ang­eles um helg­ina. Brúðhjón­in mættu á tón­leik­ana beint eft­ir at­höfn­ina, í brúðkaupsdress­inu að sjálf­sögðu, og var Adele fljót að… Meira
7. mars 2023 | Í dag | 60 orð

Brúður er kona sem er að ganga í hjónaband, segir orðabók Árnastofnunar.…

Brúður er kona sem er að ganga í hjónaband, segir orðabók Árnastofnunar. Varla hægt að orða það skiljanlegar. Orðið beygist: um brúði(na), frá brúði(nni), til brúðar(innar); er sem sagt ekki eins í öllum… Meira
7. mars 2023 | Í dag | 190 orð

Djarfur leikur. V-AV

Norður ♠ 96 ♥ 872 ♦ K9654 ♣ Á102 Vestur ♠ KDG104 ♥ 64 ♦ G ♣ G9653 Austur ♠ 8752 ♥ G5 ♦ ÁD73 ♣ K74 Suður ♠ Á3 ♥ ÁKD1093 ♦ 1082 ♣ D8 Suður spilar 4♥ Meira
7. mars 2023 | Í dag | 433 orð | 1 mynd

Helgi Þorgils Friðjónsson

70 ára Helgi ólst upp í Búðardal hjá foreldrum sínum og svo í sveitinni á Höskuldsstöðum í Dalasýslu. „Þar var maður alveg upp undir hálft ár og ég var þar frá sjö ára aldri og enginn á heimilinu annar en gömlu hjónin Meira
7. mars 2023 | Í dag | 274 orð

Sitthvað að vita og skilja

Gunnar J. Straumland yrkir á Boðnarmiði, – og vel skil ég hann: Í heilanum má hugsanlega finna hugsun sem mun gáfnafari eira. Ég vildi að ég vissi aðeins minna. Ég vildi að ég skildi eitthvað meira Meira
7. mars 2023 | Í dag | 182 orð | 1 mynd

Skák

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Rf3 0-0 6. Be2 e5 7. 0-0 Rc6 8. d5 Re7 9. b4 a5 10. bxa5 Hxa5 11. a4 Ha8 12. Be3 c5 13. Ha3 Re8 14. Bd2 h6 15. Dc1 Kh7 16. Bd3 Ha6 17. Bc2 Rg8 18. Kh1 Ref6 19 Meira
7. mars 2023 | Í dag | 756 orð | 3 myndir

Uppáklæddur að breskum sið

Halldór Runólfson fæddist 7. mars 1948 að Gunnarsholti á Rangárvöllum og ólst þar upp til fimm ára aldurs, en fluttist með móður og bræðrum til Reykjavíkur 1954 við sviplegt andlát Runólfs. „Ég var næsta sumar sendur í sveit eins og þá… Meira

Íþróttir

7. mars 2023 | Íþróttir | 640 orð | 1 mynd

„Rauða helvítið“ bíður íslenska liðsins í Brno

EM 2024 Víðir Sigurðsson vs@mbl.is „Við erum sannfærðir um að troðfull höllin muni hjálpa okkur til að vinna Ísland. Við erum tilbúnir í slaginn og munum leggja allt í sölurnar í þessum leik,“ sagði Xavier Sabaté, þjálfari tékkneska karlalandsliðsins í handknattleik, á fréttamannafundi í Brno fyrir leikinn gegn Íslandi í undankeppni Evrópumótsins sem fer þar fram annað kvöld. Meira
7. mars 2023 | Íþróttir | 74 orð | 1 mynd

Albert var allt í öllu hjá Genoa

Albert Guðmundsson átti sannkallaðan stórleik fyrir Genoa í gærkvöld þegar liðið vann sannfærandi sigur á Cozensa, 4:0, í ítölsku B-deildinni í knattspyrnu. Hann skoraði eitt markanna og lagði upp tvö en öll mörkin komu í síðari hálfleiknum Meira
7. mars 2023 | Íþróttir | 241 orð | 1 mynd

Alveg er það magnað hvernig félagarígur getur stundum villt fólki sýn.…

Alveg er það magnað hvernig félagarígur getur stundum villt fólki sýn. Þegar Stiven Tobar Valencia var valinn í landsliðið í handbolta á dögunum fóru af stað líflegar umræður um „Valsmafíuna.“ Þær færðust í aukana í gærmorgun eftir að félaga hans,… Meira
7. mars 2023 | Íþróttir | 134 orð | 1 mynd

Arnór er annar nýliði í íslenska liðinu

Valsmaðurinn Arnór Snær Óskarsson bættist við íslenska landsliðshópinn í handknattleik áður en liðið fór til Tékklands í gærmorgun vegna leiksins þar í undankeppni EM annað kvöld. Arnór er nýliði í hópnum og getur því spilað sinn fyrsta landsleik… Meira
7. mars 2023 | Íþróttir | 137 orð | 1 mynd

Brentford er ósigrað í tólf leikjum í röð

Brentford hélt áfram sigurgöngu sinni í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld þegar liðið vann Fulham í nágrannaslag í Vestur-London, 3:2, en aðeins fimm kílómetrar eru á milli heimavalla liðanna Meira
7. mars 2023 | Íþróttir | 72 orð | 1 mynd

Guðmundur á leið til Hauka

Handknattleiksmaðurinn Guðmundur Hólmar Helgason gengur til liðs við Hauka frá Selfossi að þessu tímabili loknu og hefur skrifað undir tveggja ára samning. Guðmundur er 31 árs, spilaði með Akureyri til 2013, með Val í þrjú ár en var síðan… Meira
7. mars 2023 | Íþróttir | 65 orð | 1 mynd

Hefur leikið síðasta landsleikinn

Belgíski knattspyrnumaðurinn Toby Alderweireld tilkynnti í gær að hann hefði spilað sinn síðasta landsleik. Alderweireld, sem er 34 ára gamall varnarmaður, hefur leikið með landsliði Belga frá árinu 2009, samtals 127 landsleiki þar sem hann hefur… Meira
7. mars 2023 | Íþróttir | 235 orð | 1 mynd

Metin féllu á Anfield á sunnudaginn

Hinn ótrúlegi sigur Liverpool á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Anfield á sunnudaginn, 7:0, er sögulegur á margan hátt. Þar féllu met hjá félögunum á báða bóga, sem og persónuleg met Meira
7. mars 2023 | Íþróttir | 103 orð | 1 mynd

Neymar ekki meira með PSG

Brasilíumaðurinn Neymar leikur ekki meira með franska knattspyrnuliðinu París SG á tímabilinu vegna meiðsla. Neymar meiddist á ökkla í sigri liðsins á Lille í frönsku 1. deildinni 19. febrúar en í fyrstu var talið að hann myndi ná að snúa aftur áður en tímabilinu lyki Meira
7. mars 2023 | Íþróttir | 70 orð | 1 mynd

Stefán hættir með Framkonur

Stefán Arnarson ætlar að hætta þjálfun kvennaliðs Fram í handknattleik að tímabilinu loknu. Hann hefur þjálfað liðið í níu ár og unnið með því fjölmarga titla. Handbolti.is greindi frá þessu í gær og jafnframt að Einar Jónsson myndi taka við en hann þjálfar karlalið Fram Meira
7. mars 2023 | Íþróttir | 58 orð | 1 mynd

Veik von KR-inga lifir eftir sigur

KR-ingar eiga enn veika von um að halda sæti sínu í úrvalsdeild karla í körfuknattleik eftir óvæntan sigur gegn Keflvíkingum á Meistaravöllum í gærkvöld. Þeir þurfa þó að vinna alla fjóra leikina sem eftir eru og treysta á að Stjörnumenn tapi sínum fjórum leikjum Meira
7. mars 2023 | Íþróttir | 428 orð | 2 myndir

Veik von KR lifir um sinn

KR eygir enn von um að halda sæti sínu í efstu deild karla í körfubolta eftir sigur á Keflavík, 93:87, á Meistaravöllum í gærkvöldi. Jafnræði var með liðunum allan leikinn en mikilvægar körfur KR-inga undir lok leiks ásamt góðum varnarleik tryggðu liðinu sigurinn Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.