Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Markmiðið er að að orkubúskapur Landsvirkjunar aukist um 1,5 TW árið 2027. Landsvirkun skilaði methagnaði, 44,9 milljörðum króna, á síðasta rekstrarári, og tilkynnt var um arðgreiðslur til ríkisins upp á 20 milljarða króna. Þetta er meðal þess sem fram kom á ársfundi Landsvirkjunar í gær. Eins kom fram í máli stjórnenda að mikil óvissa sé um það hvaða verkefni taki við eftir að fyrirhuguðum framkvæmdum lýkur. Kalla stjórnendur fyrirtækisins eftir því að skýrt verði hver næstu verkefni í rammaáætlun verði. Ekki sé seinna vænna að hefja undirbúningsvinnu strax þar sem alla jafna taki 10-15 ár að koma virkjunum í gagnið eftir að vinna hefst.
Meira