Seðlabankinn kom á óvart með myndarlegri 100 punkta hækkun stýrivaxta í gærmorgun. Flestir höfðu búist við hækkun stýrivaxta en fáir spáðu svo mikilli hækkun. Eftir hækkunina eru vextirnir komnir í 7,5% og eru þá orðnir hærri en það sem Seðlabankinn metur sem undirliggjandi verðbólgu, 7,2%, en eru enn talsvert undir hinni hefðbundnu verðbólgu, sem er 10,2% samkvæmt nýjustu mælingu. Seðlabankinn bendir á að verðbólgan sé meiri en spáð hafi verið í febrúar og verði það á næstunni, hagvöxtur hafi verið mikill í fyrra, lánveitingar til fyrirtækja sömuleiðis og innlend eftirspurn sé kröftug.
Meira