Greinar þriðjudaginn 28. mars 2023

Fréttir

28. mars 2023 | Innlendar fréttir | 255 orð | 1 mynd

3,3 milljarðar í sanngirnisbætur

Allt frá því að lög voru sett árið 2010 um sanngirnisbætur til þolenda ofbeldis á vistheimilum og stofnunum ríkisins hafa verið greiddir út rúmlega 3,3 milljarðar króna í sanngirnisbætur til þolendanna Meira
28. mars 2023 | Fréttaskýringar | 580 orð | 2 myndir

70% aukning í snjallverslun

Baksvið Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Mikill uppgangur hefur verið í snjallverslun Krónunnar síðustu mánuði og segir Daði Guðjónsson, forstöðumaður markaðs- og umhverfismála, í samtali við Morgunblaðið að sala í heimsendingu og sóttum pöntunum hafi aukist um sjötíu prósent á síðasta ársfjórðungi 2022 samanborið við árið á undan. Meira
28. mars 2023 | Erlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Ákvörðuninni verður ekki breytt

Dmitrí Peskov, talsmaður Pútíns Rússlandsforseta, sagði í gær að ákvörðun forsetans varðandi staðsetningu kjarnorkuvopna í Hvíta-Rússlandi yrði ekki hnekkt, hvað sem kvörtunum vesturveldanna liði. Rússar stefna að því að koma sér upp bækistöðvum… Meira
28. mars 2023 | Innlendar fréttir | 279 orð | 1 mynd

Besta árið frá 2019

Yfir 360 þúsund manns fóru í hvalaskoðunarferðir við strendur Íslands á síðasta ári. Það er þriðji mesti fjöldi farþega í hvalaskoðun frá upphafi samkvæmt nýjum tölum frá Hvalaskoðunarsamtökum Íslands Meira
28. mars 2023 | Erlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Challenger 2 á leiðinni til vígstöðvanna

Breska varnarmálaráðuneytið tilkynnti í gær að þjálfun úkraínskra skriðdrekaáhafna fyrir Challenger 2-orrustuskriðdrekann væri nú lokið. Má eiga von á því að skriðdrekinn sjáist brátt á vígstöðvunum í Úkraínu Meira
28. mars 2023 | Fréttaskýringar | 1071 orð | 4 myndir

Ekkert nema sléttur snjór í kring

Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Meira
28. mars 2023 | Innlendar fréttir | 242 orð | 1 mynd

Fjármálaáætlun frestast til morguns

Fjármálaáætlun verður ekki kynnt í dag, eins og til stóð, heldur er þess að vænta að hún verði kynnt eftir lokun markaða á morgun, miðvikudag. Heimildir Morgunblaðsins segja helstu ástæður þær að taka hafi þurft tillit til uppfærðrar þjóðhagsspár og … Meira
28. mars 2023 | Innlendar fréttir | 156 orð | 1 mynd

Flóð féll einnig á hús á Seyðisfirði

Hús voru voru rýmd víða í sveitarfélaginu Fjarðabyggð í gær vegna snjóflóðahættu. Íbúar þurftu að yfirgefa heimili sín bæði á Eskifirði og Seyðisfirði. Talin var hætta á snjóflóðum á Seyðisfirði og voru hús við Gilsbakka, Hamrabakka, Fjarðargötu,… Meira
28. mars 2023 | Innlendar fréttir | 343 orð | 1 mynd

Flóðin féllu úr þremur giljum

Enginn slasaðist alvarlega þegar stór snjóflóð féllu á Neskaupstað í Norðfirði aðfaranótt mánudagsins en nokkrir leituðu til Heilbrigðisstofnunar Austurlands í gærmorgun vegna minni háttar meiðsla. Snjóflóðin féllu að minnsta kosti úr þremur giljum fyrir ofan byggðina Meira
28. mars 2023 | Erlendar fréttir | 288 orð | 1 mynd

Fresta umræðu um frumvarpið

Ríkisstjórn Ísraels ákvað í gær að fresta þingumræðu um fyrirkomulag hæstaréttar landsins fram til næsta mánaðar, en allsherjarverkföll og mótmæli skóku landið í gær. Sagði í yfirlýsingu frá hægriflokknum Afli gyðinga að fjallað yrði um frumvarpið… Meira
28. mars 2023 | Innlendar fréttir | 315 orð | 1 mynd

Fyrsta farþegaskip sumarsins

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins var væntanlegt til hafnar í Reykjavík í dag, þriðjudag. Það heitir Ambience og átti samkvæmt áætlun að leggjast að Skarfabakka í Sundahöfn klukkan sjö að morgni. Þar með hefst vertíð farþegaskipa þetta sumarið, sem slá mun öll fyrri met í fjölda skipa og farþega Meira
28. mars 2023 | Innlendar fréttir | 249 orð | 1 mynd

Guðmundur Ingi Eyjólfsson

Guðmundur Ingi Eyjólfsson læknir lést á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi 19. mars sl., 86 ára að aldri. Guðmundur fæddist í Reykjavík 8. febrúar 1937, sonur hjónanna Eyjólfs Gíslasonar og Sigríðar Guðmundsdóttur Meira
28. mars 2023 | Innlendar fréttir | 204 orð | 1 mynd

Hætta við flug til Íslands í sumar

Flugfélagið Condor tilkynnti í gær að hætt hafi verið við áform um áætlunarflug til Akureyrar og Egilsstaða frá Frankfurt í sumar. Mikil vinna hefur verið unnin í tengslum við flugið af hálfu heimamanna og Condor og stefnt er að því að nýta þann undirbúning fyrir árið 2024 Meira
28. mars 2023 | Innlendar fréttir | 335 orð | 1 mynd

Inntökupróf bætist við nemendasíu

Nemendur sem hyggja á nám í tannlæknisfræði við Háskóla Íslands þurfa nú einnig að þreyta sama inntökupróf og nemendur sem sækja um í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði, til viðbótar við klásus í desember Meira
28. mars 2023 | Innlendar fréttir | 460 orð | 1 mynd

Marsmánuður kaldur en afar sólríkur og þurr

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Nú er marsmánuður á lokametrunum og ljóst orðið að hann fer í sögubækurnar. Þetta er langkaldasti mars það sem af er öldinni í Reykjavík. Sömuleiðis hefur hann verið sá þurrasti og sólríkasti. Meira
28. mars 2023 | Innlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Málverk gefið Alþingi

Portrettmálverk af Jóni Baldvinssyni, fyrrverandi. forseta sameinaðs Alþingis, var nýverið afhent Alþingi til varðveislu og eignar. Verkið er eftir Gunnlaug Blöndal. Ásgeir Jóhannesson, fv. bæjarfulltrúi í Kópavogi, Óttar Yngvason lögmaður og Pétur… Meira
28. mars 2023 | Innlendar fréttir | 313 orð | 2 myndir

Mikið eignatjón vegna snjóflóða

Snjóflóð féllu í Neskaupsstað og á Seyðisfirði í gær og ollu þar miklu tjóni. Um 500 manns þurftu að yfirgefa heimili sín en búið er að rýma á annað hundrað heimila í Neskaupstað, á Seyðisfirði og Eskifirði Meira
28. mars 2023 | Innlendar fréttir | 275 orð | 1 mynd

Ólafur Stefán Sigurðsson

Ólafur Stefán Sigurðsson, fyrrverandi sýslumaður í Búðardal og sparisjóðsstjóri í Sparisjóði Kópavogs, lést laugardaginn 25. mars síðastliðinn á hjúkrunarheimilinu Sóltúni, 91 ára að aldri. Ólafur fæddist í Reykjavík 23 Meira
28. mars 2023 | Innlendar fréttir | 23 orð

Rangt föðurnafn

Hilmar Brjánn, verkefnastjóri hjá Iðunni fræðslusetri, er Sigurðsson en ekki Bragason, eins og misritaðist í Morgunblaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Meira
28. mars 2023 | Innlendar fréttir | 421 orð | 1 mynd

Sigurður er sjómaður og glaður á grásleppu

„Grásleppuveiðin síðustu daga hefur verið ágæt en sjómennska eins og þessi getur verið púl,“ segir Sigurður Kristjánsson, sjómaður á Húsavík. Hann er annar tveggja sjómanna þar í bæ sem gera út á grásleppu, en sú vertíð er nýlega hafin Meira
28. mars 2023 | Fréttaskýringar | 573 orð | 3 myndir

Sveitarfélög ýmist fagna eða mótmæla

Sviðsljós Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Sveitarstjórnarmenn skiptast í andstæðar fylkingar í afstöðu til þeirra gagngeru breytinga sem boðaðar eru á regluverki og úthlutunum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Greint var frá því í Morgunblaðinu í seinustu viku að forsvarsmenn nokkurra af minnstu sveitarfélögunum gagnrýndu breytingarnar sem fram koma í frumvarpsdrögum innviðaráðherra og skýrslu starfshóps sem drögin eru byggð á. Segja þeir að framlög til umræddra sveitarfélaga myndu minnka verulega. Meira
28. mars 2023 | Innlendar fréttir | 416 orð | 1 mynd

Vísbendingar um minna framboð

Hlutfall fólks sem telur lítið framboð vera af íbúðarhúsnæði fyrir sig og sína fjölskyldu er aftur á uppleið. Staðan á leigumarkaði virðist að því leyti áþekk og 2018. Þetta má lesa úr nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) Meira
28. mars 2023 | Innlendar fréttir | 50 orð | 1 mynd

Þór flytur Maríu Júlíu til hafnar

Varðskipið Þór dregur hið sögufræga skip Maríu Júlíu inn Eyjafjörðinn í gær. María Júlía var um árabil í þjónustu Landhelgis- gæslunnar, eða til ársins 1963. Nú er hún á leið í viðgerð. Nóg var að gera hjá áhöfn Þórs í gær sem sigldi í kjölfarið austur fyrir land til Seyðisfjarðar. Meira
28. mars 2023 | Erlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Þrjú börn og þrír kennarar skotnir til bana

Þrjú grunnskólabörn og þrír kennarar við einkaskóla í Nashville í Tennessee-ríki í Bandaríkjunum féllu í skotárás í gær, en lögreglan skaut árásarmanninn, 28 ára gamla konu, til bana. Konan var með tvo hríðskotariffla og eina skammbyssu hið minnsta… Meira

Ritstjórnargreinar

28. mars 2023 | Staksteinar | 248 orð | 1 mynd

Eyjar án landamæra

Sigurður Már Jónsson blaðamaður fjallar í pistli á mbl.is um flóttamannavandann, einkum á Bretlandi og Írlandi, en hann hefur farið hratt vaxandi á liðnum árum. Hann bendir á að talið sé að í Bretlandi séu nú 50.000 hælisleitendur sem dvelji á 400 breskum hótelum. Þetta sé þreföldun á þremur árum og spáð sé að fjöldinn fari í 70.000 á þessu ári. Meira
28. mars 2023 | Leiðarar | 220 orð

Hagsmunir Íslands

Spurt er áleitinna spurninga um skort á hagsmunagæslu Meira
28. mars 2023 | Leiðarar | 363 orð

Ótæk aðferð sem þarf að stöðva

Óheilindi einkenndu meðferð EES-samningsins Meira

Menning

28. mars 2023 | Menningarlíf | 224 orð | 1 mynd

Biðjast afsökunar vegna The Square

Allt lítur út fyrir að fimm ára langri deilu sænska kvikmyndaleikstjórans Rubens Östlunds og argentínsku listakonunnar Lolu Arias sé lokið með afsökunarbeiðni. Frá þessu greinir SVT. Í fréttatilkynningu sem Plattform Produktion, framleiðslufyrirtæki … Meira
28. mars 2023 | Menningarlíf | 125 orð | 1 mynd

Framhald á Jókernum

Tökur standa nú sem hæst í New York á kvikmyndinni Joker: Folie à Deux þar sem tónlistarkonan Stefani Joanne Angelina Germanotta, betur þekkt sem Lady Gaga, fer með hlutverk Harley Quinn Meira
28. mars 2023 | Menningarlíf | 149 orð | 1 mynd

Fyrirlestur um fyrstu stjörnufræðingana

Duane Hamacher, dósent í þjóðlegri stjörnufræði við eðlisfræðideild Melbourne-­háskóla í Ástralíu, heldur fyrirlestur í Lögbergi stofu 101 í dag, þriðjudag, kl. 16.30. Þar beinir hann sjónum að því hvernig fræðaþulir meðal frumbyggja rýna í stjörnurnar Meira
28. mars 2023 | Menningarlíf | 88 orð | 1 mynd

Hallveig syngjandi í Salnum

Draumar sem sökkva í sálina er yfirskrift tónleika í tónleikaseríunni Syngjandi í Salnum sem haldnir verða á morgun, miðvikudag, kl. 20. Þar koma fram Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari Meira
28. mars 2023 | Menningarlíf | 158 orð | 1 mynd

Hlaut Palle Rosenkrantz-verðlaunin

Ragnar Jónasson tók um helgina við Palle Rosenkrantz-verðlaununum fyrir bestu þýddu glæpasöguna í Danmörku á Krimimessen sem fram fór í fangelsinu í Horsens. „Þau fær hann fyrir þríleik sinn um lögreglukonuna Huldu, Dimmu, Drunga og… Meira
28. mars 2023 | Menningarlíf | 311 orð | 1 mynd

Karlar lesa frekar bækur eftir karla

Ný rannsókn á lestrarvenjum Dana leiðir í ljós að 80% karla lesa frekar bækur skrifaðar af körlum en konur lesa jafnmargar bækur eftir karla og konur. Rannsóknin, sem var gerð fyrir danska menningarmálaráðuneytið, náði til 2.572 Dana eldri en 15 ára … Meira
28. mars 2023 | Menningarlíf | 58 orð | 1 mynd

Nicholas Lloyd Webber látinn

Tónskáldið Nicholas Lloyd Webber, elsti sonur tónskáldsins Andrews Lloyds Webbers, er látinn 43 ára að aldri. Banamein hans var magakrabbamein sem hann barðist við síðustu átján mánuði. Faðir hans tilkynnti andlátið á Twitter um helgina Meira
28. mars 2023 | Fjölmiðlar | 196 orð | 1 mynd

Ómótstæðilegur læknir snýr aftur

Þá er hann kominn aftur, hinn afundni en ómótstæðilegi Martin læknir, sem Martin Clunes leikur svo stórkostlega. Biðin eftir að hann sneri aftur á íslenskan sjónvarpsskjá hefur verið nokkuð löng, en þegar góður maður á í hlut þá getur maður lagt á sig langa bið Meira
28. mars 2023 | Menningarlíf | 580 orð | 2 myndir

Persónulegur hljóðheimur

Undir lok síðasta árs kom út platan X með deep.serene sem fór dálítið undir radarinn eins og sagt er. Ýmsar ástæður liggja að baki, til dæmis að útgáfutónleikar féllu niður vegna veikinda en svo þarf einnig mikla heppni og vinnu til að fyrsta plata… Meira
28. mars 2023 | Menningarlíf | 111 orð | 1 mynd

Volaða land með þrjár Bodil-styttur

Kvikmyndin Volaða land í leikstjórn Hlyns Pálmasonar vann til flestra Bodil-verðlauna, eða samtals þrennra, þegar verðlaun danskra kvikmyndagagnrýnenda voru afhent í Danmörku um helgina Meira
28. mars 2023 | Menningarlíf | 126 orð | 1 mynd

Þrjár af Mannheim-sónötum Mozarts

Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari og Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari flytja þrjár af Mannheim-sónötum Mozarts á tónleikum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20. Eru það G-dúr-sónatan (K 301), e-moll-sónatan (K 304) og A-dúr-sónatan (K 305) Meira

Umræðan

28. mars 2023 | Aðsent efni | 444 orð | 1 mynd

Breytum áskorunum í tækifæri

Álklasinn stendur saman af hátt í 40 fyrirtækjum og stofnunum í orkusæknum iðnaði. Meira
28. mars 2023 | Aðsent efni | 668 orð | 2 myndir

Er skortur á íbúðarhúsnæði í landinu?

Svarið við spurningunni „Er skortur á íbúðarhúsnæði í landinu?“ er því eins og undanfarið, já það er skortur á íbúðum í landinu. Meira
28. mars 2023 | Aðsent efni | 182 orð | 1 mynd

Fiskur er fæðuöryggi

Þessa dagana er gert mikið veður út af meintu fæðuöryggisleysi og látið eins og við þyrftum að vera með sjálfsþurftarbúskap á öllum sviðum og helst með ársbirgðir af olíu í ofanálag. Það er eins og menn séu farnir að gæla við líf í atómbyrgjum þar sem lífið sé eins og hjá rottukónginum Meira
28. mars 2023 | Aðsent efni | 541 orð | 1 mynd

Gefum íslensku séns

Átakið snýst því mikið til um vitundarvakningu; hvað felst í því að læra málið Meira
28. mars 2023 | Pistlar | 421 orð | 1 mynd

Græn hugsun í matvælaráðuneytinu

Í síðustu viku gaf Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna, IPCC, út skýrslu um loftslagsbreytingar. Niðurstöður skýrslunnar eru að athafnir af manna völdum hafi nú þegar leitt til hlýnunar loftslags um 1,1 gráðu frá iðnbyltingu og að allar líkur séu á… Meira
28. mars 2023 | Aðsent efni | 519 orð | 1 mynd

Stöðvum þrettándu vaxtahækkunina

Heimilin í landinu eru undir. Ákvarðanir sem teknar verða næstu daga og vikur munu hafa úrslitaáhrif á það hvernig verðlag þróast hér á landi. Meira
28. mars 2023 | Aðsent efni | 568 orð | 1 mynd

Þrjár ástæður fyrir því að það er vond hugmynd að leggja niður Borgarskjalasafn

Ef stjórnmálamenn vilja veikja skjalasöfn þá er ástæða til að hafa áhyggjur. Meira

Minningargreinar

28. mars 2023 | Minningargreinar | 4703 orð | 1 mynd

Aðalbjörg Óskarsdóttir

Aðalbjörg Óskarsdóttir fæddist 25. janúar 1982. Hún lést 18. mars 2023. Útför hennar fór fram 25. mars 2023. Meira  Kaupa minningabók
28. mars 2023 | Minningargreinar | 1047 orð | 1 mynd

Benedikt Egilsson

Benedikt Egilsson fæddist í Hraunkoti í Lóni 13. apríl 1934. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Skjólgarði 14. mars 2023. Foreldrar hans voru Egill Benediktsson, f. 7.2. 1907, d. 18.11. 1986, og Guðfinna Sigmundsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
28. mars 2023 | Minningargreinar | 3140 orð | 1 mynd

Gíslína Vigdís Guðnadóttir

Gíslína Vigdís Guðnadóttir fæddist á Álftanesi 13. júlí 1940. Hún lést á Landspítalanum 20. mars 2023. Foreldrar Vigdísar voru Kristín Þóra Guðbjörg Vigfúsdóttir húsmóðir og saumakona, f. 12. september 1906, frá Gerðakoti, Álftanesi, d Meira  Kaupa minningabók
28. mars 2023 | Minningargreinar | 1183 orð | 1 mynd

Ingibjörg Guðjónsdóttir

Ingibjörg Guðjónsdóttir fæddist í Reykjavík 31. maí 1940. Hún lést 17. mars 2023 á hjúkrunarheimilinu Eir. Foreldrar Ingibjargar voru Guðjón Jónsson frá Hafþórsstöðum í Norðurárdal í Borgarfirði, f. 10 Meira  Kaupa minningabók
28. mars 2023 | Minningargreinar | 1211 orð | 1 mynd

Kristján Gunnar Helmut Daníelsson

Kristján Gunnar Helmut fæddist 10. mars 1966 í Reykjavík. Hann lést á Líknardeild Landspítalans 2. mars. 2023. Foreldrar hans voru Daníel Sigurðsson, f. í Reykjavík 1926, d. 1985, og Martina Erna Sigfridsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
28. mars 2023 | Minningargreinar | 705 orð | 1 mynd

Salbjörg Matthíasdóttir

Salbjörg Matthíasdóttir (Sallý) fæddist í Hrauntúni í Leirársveit, Borgarfirði, 2. desember 1929. Hún lést á Landspítala, A-2, 12. mars 2023. Foreldrar hennar voru Matthías Eyjólfsson, f. 9.6. 1889, d Meira  Kaupa minningabók
28. mars 2023 | Minningargreinar | 508 orð | 1 mynd

Sigurjón Guðmundsson

Sigurjón Guðmundsson fæddist 30. mars 1935. Hann lést 10. mars 2023. Útför hans fór fram 25. mars 2023. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

28. mars 2023 | Viðskiptafréttir | 242 orð | 1 mynd

Hefur ekki trú á sátt í sjávarúvegi

„Á vettvangi stjórnmála heyrast iðulega áköll um breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu nú þegar efnahagslegum markmiðum um verðmætasköpun og arðsemi hefur loks verið náð eftir þriggja áratuga uppbyggingu Meira

Fastir þættir

28. mars 2023 | Í dag | 56 orð

„Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða,“ segja hérlendir forsvarsmenn…

„Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða,“ segja hérlendir forsvarsmenn gjarnan um brýnan vanda. Eitthvað er þarna fyrir áhrif frá ensku, táknar í raun e-ð ótilgreint og hentar málflutningnum því vel og þegar við bætist skoða, um mál sem jafnvel… Meira
28. mars 2023 | Í dag | 445 orð

Af mönnum og góðhestum

Ingólfi Ómari datt í hug að að luma að mér eins og einni hestavísu sem hann orti nú á dögunum eftir að hafa farið í góðan reiðtúr: Sýnir hreysti ólmur er ört er þeyst um grundir. Yfir geyst á grjóti fer glóðin neistar undir Meira
28. mars 2023 | Í dag | 177 orð

Dómharka. N-Allir

Norður ♠ G93 ♥ 87653 ♦ K83 ♣ 106 Vestur ♠ 74 ♥ KG92 ♦ DG74 ♣ ÁK3 Austur ♠ 5 ♥ ÁD104 ♦ Á10652 ♣ D92 Suður ♠ ÁKD10862 ♥ -- ♦ 9 ♣ G8754 Suður spilar 4♠ doblaða Meira
28. mars 2023 | Í dag | 28 orð | 1 mynd

Klifshagi Ívar Baldursson fæddist 10. október 2022 kl. 14.17 á Akureyri…

Klifshagi Ívar Baldursson fæddist 10. október 2022 kl. 14.17 á Akureyri Hann vó 3.690 g og var 53 cm langur. Foreldrar hans eru Sigríður Þorvaldsdóttir og Baldur Stefánsson. Meira
28. mars 2023 | Í dag | 105 orð | 1 mynd

Sigríður Þorvaldsdóttir

30 ára Sigríður ólst upp í Hjarðarholti í Stafholtstungum í Borgarfirði en býr í Klifshaga í Öxarfirði. Hún er búfræðingur og með B.Sc.-gráðu í búsvísindum, hvort tveggja frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri Meira
28. mars 2023 | Í dag | 177 orð | 1 mynd

Skák

1. d4 d5 2. Rf3 Rf6 3. g3 c5 4. Bg2 cxd4 5. 0-0 h6 6. b3 e6 7. Bb2 Bc5 8. Rxd4 0-0 9. c4 e5 10. Rf3 e4 11. Rd4 dxc4 12. bxc4 Rc6 13. Rb3 Be7 14. Rc3 Be6 15. Rxe4 Rxe4 16. Bxe4 Bxc4 17. Dc2 Be6 18. Rc5 Bxc5 19 Meira
28. mars 2023 | Dagbók | 69 orð | 1 mynd

Talar við plönturnar sínar

Vil­helm Ant­on Jóns­son eða Villi nagl­bít­ur er mik­ill blóma­áhugamaður en hann er með heim­ili fullt af potta­plönt­um sem veita hon­um mikla gleði. Færsla hans í ­hópn­um „Stofu­blóm, inni­blóm, potta­blóm“ á Face­book hef­ur vakið nokkra… Meira
28. mars 2023 | Í dag | 913 orð | 2 myndir

Víðförull Akureyringur

Baldvin Sigurður Gíslason fæddist 28. mars 1943 á Akureyri og ólst upp á Ytri-Brekkunni í Munkaþverárstræti 24. „Þegar ég var sjö ára missti ég móður mína, Sigríði Baldvinsdóttur, forstjóra Pöntunarfélags verkalýðsins, sem var aðalkeppinautur… Meira

Íþróttir

28. mars 2023 | Íþróttir | 1007 orð | 2 myndir

„Ég elska þessa íþrótt“

Valgarð Reinhardsson varð um helgina Íslandsmeistari í fjölþraut í sjöunda sinn alls á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum sem fram fór í Egilshöll. Valgarð, sem er 26 ára gamall, hefur verið fremsti fimleikamaður landsins undanfarinn áratug en hann varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 2015 Meira
28. mars 2023 | Íþróttir | 61 orð | 1 mynd

Gísli samdi til ársins 2028

Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik, hefur skrifað undir nýjan samning við Þýskalandsmeistara Magdeburg en hann gildir til sumarsins 2028. Gísli, sem er 23 ára leikstjórnandi, hefur leikið með Magdeburg frá árinu 2020 þegar hann kom frá Kiel Meira
28. mars 2023 | Íþróttir | 277 orð | 1 mynd

Hin hálfíslenska María Þórisdóttir, leikmaður Manchester United og norska…

Hin hálfíslenska María Þórisdóttir, leikmaður Manchester United og norska landsliðsins í knattspyrnu, missir af heimsmeistaramótinu í sumar vegna meiðsla á fæti. María er 29 ára gömul og leikur sem varnarmaður, en hún hefur leikið með norska A-landsliðinu frá árinu 2015 og spilað 66 landsleiki Meira
28. mars 2023 | Íþróttir | 46 orð | 1 mynd

Íslandsmeistari í sjöunda sinn

Valgarð Reinhardsson varð um helgina Íslandsmeistari í fjölþraut í sjöunda sinn alls á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum sem fram fór í Egilshöll í Grafarvogi. Valgarð, sem er 26 ára gamall, hefur verið fremsti fimleikamaður landsins undanfarinn… Meira
28. mars 2023 | Íþróttir | 64 orð | 1 mynd

Kári áfram á Hlíðarenda

Kári Jónsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Val. Kári gekk til liðs við Val frá spænska liðinu Girona fyrir síðasta tímabil og varð Íslandsmeistari með liðinu á sínu fyrsta tímabili Meira
28. mars 2023 | Íþróttir | 933 orð | 3 myndir

Minnisstæð helgi

Síðastliðin helgi var ansi viðburðarík fyrir Andreu Kolbeinsdóttur. Á laugardag varð hún Íslandsmeistari í 5 kílómetra skíðagöngu kvenna og síðar um daginn gerði Andrea sér lítið fyrir og sló 29 ára gamalt Íslandsmet Fríðu Rúnar Þórðardóttur í 5.000 … Meira
28. mars 2023 | Íþróttir | 245 orð | 1 mynd

Slæmt tap í Bosníu og stórsigur í Liechtenstein þremur dögum síðar. Þrjú…

Slæmt tap í Bosníu og stórsigur í Liechtenstein þremur dögum síðar. Þrjú stig af sex mögulegum eru í höfn hjá íslenska landsliðinu eftir tvær fyrstu umferðirnar af tíu í undankeppni Evrópumóts karla í fótbolta Meira
28. mars 2023 | Íþróttir | 54 orð | 1 mynd

Veðja á Þjóðverjann

Þjóðverjinn Julian Nagelsmann þykir líklegastur til þess að taka við knattspyrnustjórastöðunni hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Tottenham í sumar samkvæmt veðbönkum á Englandi. Mauricio Pochettino, sem stýrði liðinu frá 2014 til 2019, þykir næstlíklegastur Meira
28. mars 2023 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

Viggó úr leik í þrjá mánuði

Viggó Kristjánsson landsliðsmaður í handknattleik spilar ekki meira með þýska liðinu Leipzig á tímabilinu vegna meiðsla og missir þá um leið af tveimur síðustu leikjum Íslands í undankeppni EM í næsta mánuði Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.