Í Bretlandi hafa verið settar af stað tvær hópmálsóknir gegn Google vegna meintrar misnotkunar á markaðsráðandi stöðu á auglýsingamarkaði. Seinna málið kom fram á dögunum og þar er í forsvari fyrrverandi yfirmaður tæknimála hjá Guardian. Það hljóðar upp á 3,4 milljarða punda, sem út frá núverandi gengi og höfðatölu mundi samsvara rúmum þremur milljörðum króna hér á landi. Í fyrra málinu, sem höfðað var í nóvember síðastliðnum, er í forsvari fyrrverandi forstjóri Ofcom, sem er eftirlitsstofnun með stórum hluta fjölmiðla í Bretlandi, og þar eru kröfurnar um fjórfalt hærri.
Meira