Hörður Vilberg hordur@mbl.is „Þegar einn af hverjum tíu sem leggjast inn á geðdeild fær lyf gegn eigin vilja þarf að staldra við. Þetta er talsverður fjöldi og í raun sláandi,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, um niðurstöður nýrrar rannsóknar sem fjallað var um í Morgunblaðinu í gær. Rannsóknin náði til áranna 2014-2018 en umfang vandans hefur til þessa ekki verið ljóst. Grímur kallar eftir nákvæmri skráningu, fylgst verði vel með því þegar nauðung og þvingun er beitt á geðdeildum landsins og að landlæknir birti árlega tölfræði um slík tilvik.
Meira