Greinar föstudaginn 14. apríl 2023

Fréttir

14. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 73 orð

Aukin vanskil og gjaldþrot fyrirtækja

Nýskráningum einstaklinga og fyrirtækja á vanskilaskrá hefur fjölgað á liðnum mánuðum. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Creditinfo sem fjallað er um í Morgunblaðinu í dag. Þau fyrirtæki sem urðu gjaldþrota voru óvenju fá á síðasta ári Meira
14. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 167 orð | 1 mynd

Ekki mistök að loka varnarstöðinni

Ekki voru gerð mistök á sínum tíma þegar varnarstöðinni á Keflavíkurflugvelli var lokað. Og ekki er tímabært að endurskoða þá ákvörðun, líkt og breskur varnarmálasérfræðingur hélt nýverið fram í viðtali hér í blaðinu Meira
14. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 660 orð | 1 mynd

Geðheilbrigðiskerfið siglt í strand

Hörður Vilberg hordur@mbl.is „Þegar einn af hverjum tíu sem leggjast inn á geðdeild fær lyf gegn eigin vilja þarf að staldra við. Þetta er talsverður fjöldi og í raun sláandi,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, um niðurstöður nýrrar rannsóknar sem fjallað var um í Morgunblaðinu í gær. Rannsóknin náði til áranna 2014-2018 en umfang vandans hefur til þessa ekki verið ljóst. Grímur kallar eftir nákvæmri skráningu, fylgst verði vel með því þegar nauðung og þvingun er beitt á geðdeildum landsins og að landlæknir birti árlega tölfræði um slík tilvik. Meira
14. apríl 2023 | Erlendar fréttir | 283 orð | 1 mynd

Handtaka vegna gagnalekans

Bandaríska alríkislögreglan FBI handtók í gær manninn sem grunaður er um að hafa staðið að gagnalekanum úr bandaríska varnarmálaráðuneytinu. Bandaríska dagblaðið New York Times hafði fyrr um daginn nafngreint manninn sem Jack Teixera, sem sagður var … Meira
14. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 171 orð | 1 mynd

Í skýjunum með ferðavinninginn

Huldís Ásgeirsdóttir og Jón Hilmarsson voru dregin út í happdrætti Morgunblaðsins og Icelandair. Voru þau fyrstu áskrifendurnir sem dregnir voru út í happdrættinu sem Morgunblaðið og Icelandair standa fyrir í tilefni af 110 ára afmæli Morgunblaðsins Meira
14. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Keflavík fyrra liðið í úrslitaeinvígið

Keflavík tryggði sér í gær sæti í úrslitum Íslandsmóts kvenna í körfubolta með afar sannfærandi 79:44-útisigri á ríkjandi Íslandsmeisturum Njarðvíkur í Ljónagryfjunni. Njarðvík lék án Aliyah Collier, síns besta leikmanns, og var Keflavík mikið sterkari aðilinn Meira
14. apríl 2023 | Fréttaskýringar | 752 orð | 4 myndir

Kosta ekki undir 250 milljónum

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Jason Kristinn Ólafsson, fasteignasali hjá Mikluborg, segir ekki ólíklegt að góð einbýlishús á Arnarnesi fari að kosta frá 250 milljónum. Sömuleiðis fari því ekki fjarri að bestu sjávarlóðir á Arnarnesi séu nú metnar á allt að 200 milljónir. Meira
14. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 258 orð

Leggur til 20% landsbyggðarálag

Menningar- og viðskiptaráðuneytið leggur til að nýju ákvæði verði bætt inn í kafla fjölmiðlalaga sem fjallar um styrki til einkarekinna fjölmiðla, sem mæli fyrir um að staðbundnir miðlar hljóti a.m.k Meira
14. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 525 orð | 1 mynd

Leikur Njáls hefur áhrif á tungumál

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Njáll Skarphéðinsson hóf meistaranám í gervigreind við Carnegie Mellon-háskólann í Pittsburgh í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum haustið 2021 og fór þar fyrir sérstakri máltæknirannsókn. Hann kynnir afraksturinn, leikinn GameQA, á einni fremstu máltækniráðstefnu heims, EACL (European Chapter of Association of Computational Linguistics) í Króatíu í maí. „Von mín er að tæknin geti nýst tugum tungumála,“ segir hann. Meira
14. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 1152 orð | 3 myndir

Mikil umsvif og náin samvinna

Það voru ekki mistök á sínum tíma að loka varnarstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Staða öryggismála í Evrópu og á Atlantshafi var allt annars eðlis árið 2006 en nú. Ekki er þó tímabært að endurskoða ákvörðunina, líkt og sérfræðingur hjá… Meira
14. apríl 2023 | Fréttaskýringar | 634 orð | 3 myndir

Milljarðar á erlendum veðmálasíðum

Sviðsljós Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Veltan á þessum erlendu vefsíðum hefur stóraukist á undanförnum árum og það verður að bregðast við áður en illa fer,“ segir Pétur Hrafn Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Íslenskra getrauna. Meira
14. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 228 orð | 1 mynd

Nefndin afturkallaði úrskurðinn

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur afturkallað hluta af eigin úrskurði sem birtur var fyrr á þessu ári. Úrskurðurinn féll í máli Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja og Isavia sem teygir sig allt aftur til ársins 2015 Meira
14. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 817 orð | 1 mynd

Níu létust og 195 slösuðust alvarlega

Einstaklingar sem slösuðust alvarlega í umferðinni í fyrra voru 195 talsins og fækkaði þeim örlítið frá árinu á undan. Alls létust níu einstaklingar, átta karlar og ein kona, í jafn mörgum banaslysum á seinasta ári eða jafn margir og létust í umferðarslysum á árinu á undan Meira
14. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

Níu milljarðar í erlend íþróttaveðmál

Áætlað er að Íslendingar eyði um 20 milljörðum króna í fjárhættuspil á erlendum veðmálasíðum á hverju ári. Af fjárhættuspilum á erlendum vefsíðum eru hvorki greiddir skattar né önnur opinber gjöld hér á landi, enda hafa fyrirtækin að baki umræddum síðum ekki leyfi til starfsemi hér á landi Meira
14. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Óþyrmileg áminning um Úkraínustríðið

Þegar vegir mætast getur verið erfitt að ákveða hvert skal halda. Á barinn eða til Kænu­garðs í Úkraínu þar sem stríð geisar? Þetta rann kannski í gegnum huga þessa vegfaranda á Vegamótastíg í miðborg Reykjavíkur í gær Meira
14. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 226 orð | 1 mynd

Sævar Jónsson

Sævar Jónsson, viðskiptafræðingur og fv. framkvæmdastjóri Loftorku í Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ 7. apríl sl., 73 ára að aldri, í faðmi fjölskyldu sinnar. Sævar fæddist í Reykjavík 28 Meira
14. apríl 2023 | Erlendar fréttir | 379 orð | 1 mynd

Talið að Norður-Kórea ráði yfir nýrri eldflaug

Talið er að Norður-Kóreumenn hafi skotið á loft nýrri gerð af langdrægri eldflaug aðfaranótt fimmtudags, og sagði herráð suðurkóreska hersins í gær að líkur væru á að hin nýja flaug sé tæknilega fullkomnari en fyrri eldflaugar Norður-Kóreumanna, þar … Meira
14. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 489 orð | 2 myndir

Telur að spara mætti 3 milljarða

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði á dögunum innheimtufyrirtækið Debitum ehf. af endurgreiðslukröfu vegna innheimtuaðgerða fyrirtækisins eins og greint var frá hér í blaðinu hinn 4. apríl. Ágreiningur var um hvort Debitum hefði verið heimilt að senda innheimtuviðvaranir með tölvupósti Meira
14. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 383 orð | 1 mynd

Veðrið hefur sett strik í reikninginn

Ferjan Sæfari, sem alla jafna siglir til og frá Grímsey fjórum sinnum í viku, er nú í slipp á Akureyri út af reglubundnu viðhaldi. Sæfari gegnir mikilvægu hlutverki í samgöngum til Grímseyjar en fór í slipp 20 Meira
14. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 192 orð | 1 mynd

Vilja leyfa lausagöngu hunda á Klambratúni

Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur er hlynnt því að lausaganga hunda verði leyfð í tilraunaskyni á afmörkuðu svæði á Klambratúni í Reykjavík. Var bókun þess efnis samþykkt á fundi nefndarinnar í gær þar sem lögð er áhersla á að reglulega verði gerð… Meira
14. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 188 orð

Yfir sjö þúsund slys og óhöpp

Níu einstaklingar létust í umferðarslysum í fyrra, átta karlmenn og ein kona. 195 slösuðust alvarlega í umferðarslysum en lítið eitt færri einstaklingar slösuðust í umferðinni árið á undan. Þeim sem urðu fyrir litlum meiðslum fækkaði úr 954 árið 2021 í 926 í fyrra Meira

Ritstjórnargreinar

14. apríl 2023 | Leiðarar | 609 orð

Afneitun borgarstjóra

Fjárhagskröggur Reykjavíkur Meira
14. apríl 2023 | Staksteinar | 205 orð | 1 mynd

Ótrúleg eftirgjöf

Viðskiptablaðið fjallar í pistli um að frumvarp sem hafi verið ætlað að tryggja að ríkissáttasemjari geti látið greiða atkvæði um miðlunartillögu verði „ekki lagt fram á þessu þingi þrátt fyrir að vera afgreitt úr þingflokkum stjórnarflokkanna“. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra hafi ákveðið „að leggja ekki frumvarpið fram þrátt fyrir þetta eftir að hafa fundað með forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar“. Meira

Menning

14. apríl 2023 | Menningarlíf | 196 orð | 1 mynd

„Full af hjarta og manngæsku“

Amanda Holloway, rýnir óperutímaritsins Opera, fer lofsamlegum orðum um uppfærslu Íslensku óperunnar á Madama Butterfly í Hörpu í maíhefti tímaritsins Meira
14. apríl 2023 | Fjölmiðlar | 203 orð | 1 mynd

Alls konar ófullkomnar konur

Ég datt alveg óvart inn í þáttaseríu um daginn sem sýnd er hjá Sjónvarpi Símans Premium. Mare of Easttown, heitir hún og eina ástæðan fyrir því að ég byrjaði að horfa er sú að hin breska Kate Winslet fer með aðalhlutverkið, en hún er ein af mínum uppáhaldsleikkonum Meira
14. apríl 2023 | Menningarlíf | 60 orð | 1 mynd

Anna, Sibelius og Tsjajkovskíj

Síðustu tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg Hörpu fyrir tónleikaferð sveitarinnar um Bretland verða í kvöld, föstudag, kl. 19.30. Á efnisskránni eru Voice verser eftir Jukka Tiensuu, METACOSMOS eftir Önnu Þorvaldsdóttur, Luonnotar eftir Jean Sibelius og Sinfónía nr Meira
14. apríl 2023 | Menningarlíf | 95 orð | 1 mynd

ASA Tríó og Jóel á síðdegistónleikum

ASA Tríó kemur fram á Síðdegistónum í Hafnarborg ásamt saxófónleikaranum Jóel Pálssyni í dag kl. 18. Á efnisskránni er efni af plötunni Another Time sem þeir félagar gáfu út í fyrra, en platan var nýverið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna… Meira
14. apríl 2023 | Menningarlíf | 166 orð | 1 mynd

Fimmtán bækur tilnefndar í ár

Fimmtán bækur eru tilnefndar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar í ár fyrir frumsamda barna- og ungmennabók, myndlýsingar og þýðingu, en verðlaunin verða hefðinni samkvæmt veitt á síðasta vetrardag Meira
14. apríl 2023 | Menningarlíf | 571 orð | 1 mynd

Pandóru-askjan opnuð

„Mig langar að fjalla um eitthvað meistaralegt … en enda sennilega á að ræða um skjalasöfn og aðferðir mínar við að koma þess lags gögnum og heimildum til skila á hvíta tjaldinu,“ segir úkraínski kvikmyndaleikstjórinn Sergei Loznitsa sem býður til meistaraspjalls (e Meira
14. apríl 2023 | Menningarlíf | 549 orð | 1 mynd

Spennandi kringumstæður

Emma Heiðarsdóttir sýnir fjögur verk á sýningunni Ljósrofi í Ásmundarsal að Freyjugötu. Stærsta verkið á sýningunni er gagnvirk innsetning með ljósi og hreyfiskynjara og þar gengur áhorfandinn inn í myrkvað rými með tjöldum Meira
14. apríl 2023 | Menningarlíf | 78 orð | 1 mynd

Texti til sýnis í Mjólkurbúðinni

Päivi Vaarula og Ragnheiður Björk Þórsdóttir opna sýninguna Teksti/Texti í Mjólkurbúðinni á Akureyri í dag milli kl. 17 og 20. Sýningin stendur til 23. apríl og er opin alla daga nema mánudag og þriðjudag, milli kl Meira

Umræðan

14. apríl 2023 | Aðsent efni | 594 orð | 1 mynd

„Bölvun þverpólitískrar samstöðu“

Og því verður ekki neitað að það er dálítið krúttlegt að nota þá gömlu aðferð að skamma Albaníu til að segja þá sögu undir rós Meira
14. apríl 2023 | Pistlar | 372 orð | 1 mynd

Eitt örstutt spor

Þær jákvæðu fréttir bárust fyrir páska að heilbrigðisyfirvöld hefðu samið um 700 liðskiptaaðgerðir á þessu ári við tvær einkareknar læknastofur hér á landi. Markmiðið að auka afköst heilbrigðiskerfisins og jafna aðgengi einstaklinga að þessari mikilvægu heilbrigðisþjónustu Meira
14. apríl 2023 | Aðsent efni | 849 orð | 1 mynd

Gerast Samtökin '78 brotleg við 99. gr. barnaverndarlaga?

Foreldrar þurfa að vera vakandi gagnvart fræðslu Samtakanna '78 í skólakerfinu. Fer eitthvað fram sem þarf að fela? Vangaveltur sem vert er að skoða. Meira
14. apríl 2023 | Aðsent efni | 690 orð | 2 myndir

Höktir samgöngusáttmálinn?

Það verður ekki séð að skipulagsstjóri Reykjavíkur telji sér skylt að haga störfum sínum í samræmi við þessi markmið. Meira

Minningargreinar

14. apríl 2023 | Minningargreinar | 1135 orð | 1 mynd

Anna Jóna Magnúsdóttir

Anna Jóna Magnúsdóttir fæddist í Hringverskoti í Ólafsfirði 5. júní 1934. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 1. apríl 2023. Foreldrar hennar voru hjónin Ása Sæmundsdóttir, f. 1891, d. 1984, og Magnús Sigurðsson, f Meira  Kaupa minningabók
14. apríl 2023 | Minningargreinar | 969 orð | 1 mynd

Ester Arelíusdóttir

Ester Arelíusdóttir fæddist í Reykjavík 6. júlí 1941. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 28. mars 2023. Foreldrar hennar voru Ragnheiður Jónsdóttir, f. 22. desember 1901, d. 12. ágúst 1971, og Arelíus Ólafsson, f Meira  Kaupa minningabók
14. apríl 2023 | Minningargreinar | 1368 orð | 1 mynd

Geir Egilsson

Geir Egilsson fæddist í Múla í Biskupstungum 2. maí 1936. Hann lést á dvalarheimilinu Ási í Hveragerði 1. apríl 2023. Foreldrar hans voru Egill Geirsson frá Múla, f. 11.7. 1906, d. 5.12. 1990, og Stefanía Ósk Valdimarsdóttir frá Efri-Mýrum í Austur-Húnavatnssýslu, f Meira  Kaupa minningabók
14. apríl 2023 | Minningargreinar | 1589 orð | 1 mynd

Hallur Árnason

Hallur Árnason fæddist í Reykjavík 1. maí 1948. Hann lést á líknardeild LSH í Kópavogi 28. mars 2023. Foreldrar hans voru Anna Soffía Friðrika Þórarinsdóttir, kaupkona í Reykjavík, f. í Bergskoti, Vatnsleysustrandarhreppi, 3 Meira  Kaupa minningabók
14. apríl 2023 | Minningargreinar | 708 orð | 1 mynd

Kristbjörg Elma Elíasdóttir

Kristbjörg Elma Elíasdóttir fæddist 27. ágúst 1940 í Bakkabæ í Ólafsvík. Hún lést á Landakoti 1. apríl 2023 eftir erfið veikindi. Foreldrar hennar voru Gyða Gunnarsdóttir, f. 9.11. 1913, d. 1981, og Þorsteinn Elías Jóhann Þórarinsson, f Meira  Kaupa minningabók
14. apríl 2023 | Minningargreinar | 1439 orð | 1 mynd

Ólafur Stefán Sigurðsson

Ólafur Stefán Sigurðsson fæddist í Reykjavík 23. mars 1932. Hann lést 25. mars 2023. Foreldrar Ólafs voru Sigurður Þórðarson, skipstjóri og útgerðarmaður í Reykjavík, f. 18.11. 1911, d. 28.9. 1963, og Vilborg Ólafsdóttir húsfreyja, f Meira  Kaupa minningabók
14. apríl 2023 | Minningargreinar | 963 orð | 1 mynd

Poul Erling Pedersen

Poul Erling Pedersen fæddist 24. október 1939 í Reykjavík. Hann varð bráðkvaddur 1. apríl 2023. Foreldrar hans voru hjónin Matthea Kristín Jónsdóttir frá Auðkúlu í Arnarfirði, f. 25.5. 1904, d. 27.6 Meira  Kaupa minningabók
14. apríl 2023 | Minningargreinar | 2204 orð | 1 mynd

Rósa Guðmundsdóttir

Rósa Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 25. mars 1930. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Seltjörn 3. apríl 2023. Foreldrar Rósu voru Guðmundur Matthíasson, f. 22.9. 1874, d. 27.4. 1949, verkstjóri í Reykjavík, og Sigurrós Þorsteinsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
14. apríl 2023 | Minningargreinar | 1105 orð | 1 mynd

Sigmar Þorsteinsson

Sigmar Þorsteinsson fæddist 21. maí árið 1935 á Blikalóni á Melrakkasléttu. Hann lést 31. mars 2023 á hjúkrunarheimilinu Mörk í Reykjavík. Foreldrar hans voru Margrét Eiríksdóttir, f. 28. nóvember 1908, d Meira  Kaupa minningabók
14. apríl 2023 | Minningargreinar | 1618 orð | 1 mynd

Svavar Hjörleifsson

Svavar Hjörleifsson fæddist 9. janúar 1930 á Framnesvegi 52b í Reykjavík. Hann lést 8. apríl 2023 á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Sauðárkróki. Hann var sonur hjónanna Hjörleifs Sturlaugssonar, f. á Þiðriksvöllum í Strandasýslu 10.4 Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

14. apríl 2023 | Viðskiptafréttir | 92 orð | 1 mynd

Amaroq lauk þriggja milljarða króna fjármögnun

Íslenska málmleitarfyrirtækið Amaroq Minerals greindi frá því í gær að það hefði klárað að uppfylla skilyrði í samningum fyrirtækisins um fjármögnun dótturfélagsins Gardaq. Er um að ræða þriggja milljarða króna fjármögnun inn í félagið frá… Meira
14. apríl 2023 | Viðskiptafréttir | 175 orð | 1 mynd

Ljósleiðarinn verði einkavæddur að hluta

Rýnihópur borgarráðs hefur fallist á að Ljósleiðarinn, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur (OR), verði einkavæddur að hluta til með allt að 11 milljarða króna hlutafjáraukningu. Þetta kemur fram í umsögn rýnihópsins sem lögð var fram í borgarráði í gær Meira
14. apríl 2023 | Viðskiptafréttir | 590 orð

Vanskil og gjaldþrot aukast

Nýskráningum einstaklinga og fyrirtækja á vanskilaskrá hefur fjölgað frá því í september á síðasta ári. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Creditinfo á vanskilum fyrirtækja og einstaklinga á Íslandi sem Morgunblaðið hefur undir höndum Meira

Fastir þættir

14. apríl 2023 | Í dag | 66 orð

Að helga þýðir ekki að hlusta á Helga F. Bjöss, heldur að lýsa heilagt eða …

Að helga þýðir ekki að hlusta á Helga F. Bjöss, heldur að lýsa heilagt eða vígja. Að helga sig e-u, helga líf sitt e-u, helga e-u líf sitt – ekki „helga e-ð lífi sínu“ og alls ekki „helga sér boxíþróttinni“ – er að einbeita sér að e-u, jafnvel lifa… Meira
14. apríl 2023 | Í dag | 783 orð | 2 myndir

Elskar börn og blóm

Sigríður Helga Sigurðardóttir er fædd að morgni páskadags 14. apríl 1963 á Sogaveginum í Reykjavík. „Þetta var í upphafi páskahretsins mikla árið 1963, en það er skrítið til þess að hugsa að það var 30 stiga hitamunur á einum sólarhring Meira
14. apríl 2023 | Í dag | 31 orð | 1 mynd

Hafnarfjörður Jón Arnór Daníelsson fæddist 21. mars 2023 kl. 9.32 á…

Hafnarfjörður Jón Arnór Daníelsson fæddist 21. mars 2023 kl. 9.32 á Landspítalanum. Hann vó 4.124 g og var 53 cm langur. Foreldrar hans eru Una Brá Jónsdóttir og Daníel Jón Ómarsson. Meira
14. apríl 2023 | Dagbók | 84 orð | 1 mynd

Hélt veislu án brúðgumans

Kayley Stead, ung kona frá Bretlandi, var að leggja lokahönd á brúðarförðun sína á stóra deginum þegar hún fékk hrikalegar fréttir – að unnusti hennar hefði hætt við að mæta í brúðkaupið. Allt var tilbúið og Kayley sat miður sín í fallega brúðarkjólnum sínum Meira
14. apríl 2023 | Í dag | 183 orð

Kickback. A-Allir

Norður ♠ KG92 ♥ KD5 ♦ ÁK ♣ G943 Vestur ♠ 85 ♥ G87643 ♦ D765 ♣ 8 Austur ♠ ÁD10743 ♥ 1092 ♦ 98 ♣ K2 Suður ♠ 6 ♥ Á ♦ G10432 ♣ ÁD10765 Suður spilar 5♣ Meira
14. apríl 2023 | Í dag | 259 orð

Sirka ekki neitt

Á Boðnarmiði er limran „Stórveldi“ eftir Guðmund Arnfinnsson: Gunnhildur stóra á Gjögurtá var geðstirð úr hófi og þung á brá, og ekki neitt smá ógurleg þá, þegar hún á sínu liði lá. Þar er líka limran „Flagð“ eftir Guðmund:… Meira
14. apríl 2023 | Í dag | 171 orð | 1 mynd

Skák

1. Rf3 Rf6 2. g3 b6 3. d4 e6 4. Bg2 Bb7 5. c4 Bb4+ 6. Bd2 a5 7. 0-0 0-0 8. Bf4 Be7 9. Dc2 Ra6 10. Rc3 d5 11. Re5 Dc8 12. e4 dxe4 13. Rxe4 c5 14. Hfd1 cxd4 15. Hxd4 Rc5 16. Rd6 Bxd6 17. Hxd6 Bxg2 18. Kxg2 Db7+ 19 Meira
14. apríl 2023 | Í dag | 85 orð | 1 mynd

Una Brá Jónsdóttir

30 ára Una er Hafnfirðingur og býr þar í Setberginu. Hún er viðskiptafræðingur að mennt frá Háskóla Íslands og er deildarstjóri fimleikadeildarinnar hjá Stjörnunni. Áhugamálin eru ferðalög með fjölskyldunni og fimleikar Meira
14. apríl 2023 | Dagbók | 29 orð | 1 mynd

Þetta er harður heimur

Karatekonan og dansarinn Helga Kristín Ingólfsdóttir hafði alla tíð stefnt á atvinnumennsku í dansinum og árið 2016 skrifaði hún undir tveggja ára samning við Nationaltheater í Mannheim í Þýskalandi. Meira

Íþróttir

14. apríl 2023 | Íþróttir | 66 orð | 1 mynd

Áfall fyrir Valsmenn

Kristófer Acox, lykilmaður ríkjandi Íslandsmeistara Vals, verður ekki með liðinu í fjórða leik liðsins gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik vegna meiðsla á kálfa. Þetta staðfesti hann í samtali við Morgunblaðið í gær en… Meira
14. apríl 2023 | Íþróttir | 63 orð | 1 mynd

Björgvin og Kristján í hópnum

Þeir Björgvin Páll Gústavsson og Kristján Örn Kristjánsson eru báðir í leikmannahóp íslenska karlalandsliðsins í handknattleik sem mætir Ísrael og Eistlandi í lokaleikjum sínum í undankeppni EM 2024 í lok mánaðarins Meira
14. apríl 2023 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

Framarinn frá í nokkrar vikur

Danski sóknarmaðurinn Jannik Pohl verður frá í nokkrar vikur eftir að hafa orðið fyrir meiðslum á hné í leik Fram gegn FH í fyrstu umferð Bestu deildarinnar í knattspyrnu á annan í páskum. „Þetta er einhver áverki á liðböndum í hné en líklega ekkert alvarlegt Meira
14. apríl 2023 | Íþróttir | 398 orð | 2 myndir

Handknattleiksmaðurinn Viktor Sigurðsson mun yfirgefa ÍR og að öllum…

Handknattleiksmaðurinn Viktor Sigurðsson mun yfirgefa ÍR og að öllum líkindum ganga í raðir Vals. Viktor var besti leikmaður ÍR á leiktíðinni, en gat þó ekki komið í veg fyrir fall Breiðholtsliðsins úr efstu deild Meira
14. apríl 2023 | Íþróttir | 61 orð | 1 mynd

Hareide næsti landsliðsþjálfari

Åge Hareide verður næsti landsliðsþjálfari karla í fótbolta. Tekur hann við af Arnari Þór Viðarssyni, sem var rekinn í lok síðasta mánaðar. Verdens Gang í Noregi greinir frá að Hareidi, sem er 69 ára Norðmaður, hafi samþykkt tilboð Knattspyrnusambands Íslands Meira
14. apríl 2023 | Íþróttir | 1475 orð | 2 myndir

Hvenær lýkur vegferðinni?

Handbolti Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Ísland verður ekki á meðal þátttökuþjóða á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik sem fram fer í Danmörku, Svíþjóð og Noregi í loks árs eftir tap gegn Ungverjalandi í umspili. Meira
14. apríl 2023 | Íþróttir | 183 orð | 1 mynd

Ótrúlegt jafntefli á Old Trafford

Manchester United og Sevilla skildu jöfn, 2:2, í fyrri leik sínum í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta í ótrúlegum leik á Old Trafford í gærkvöldi. United var með gríðarlega yfirburði framan af og var það algjörlega verðskuldað að… Meira
14. apríl 2023 | Íþróttir | 551 orð | 2 myndir

Sannfærandi Keflvíkingar í úrslitaeinvígið

Körfuboltinn Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Keflavík varð í gær fyrra liðið til að tryggja sér sæti í úrslitaeinvígi Íslandsmóts kvenna í körfubolta, með því að valta yfir ríkjandi Íslandsmeistarana og nágrannana í Njarðvík á útivelli, 79:44. Vann Keflavík einvígið 3:1 og leikur til úrslita í fyrsta skipti frá árinu 2019, er liðið tapaði fyrir Val. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.