Greinar laugardaginn 15. apríl 2023

Fréttir

15. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 197 orð | 1 mynd

Atvinnuleysið áfram á niðurleið

Atvinnuleysi á landinu var 3,5% í seinasta mánuði og minnkaði úr 3,7% í febrúar. Í mars fyrir ári síðan var atvinnuleysið hins vegar 4,9%. Vinnumálastofnun (VMST) spáir því í nýútkominni mánaðarskýrslu um skráð atvinnuleysi að það gæti orðið á bilinu 3,2% til 3,4% í aprílmánuði Meira
15. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 274 orð | 1 mynd

Árni Tryggvason leikari

Árni Tryggvason leikari er látinn, 99 ára að aldri. Hann lést síðastliðinn fimmtudag, 13. apríl á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík. Árni var fæddur 19. janúar 1924 í Syðri-Vík á Árskógsströnd en ólst upp í Hrísey Meira
15. apríl 2023 | Fréttaskýringar | 360 orð | 3 myndir

Ástæða til friðlýsingar?

Jarðfræðingurinn Jóhann Helgason hefur komist að því að heldur sjaldgæft fyrirbæri sé að finna í jarðlögum steinsnar frá Korputorgi og veltir fyrir sér hvort ástæða sé til friðlýsingar og að gera svæðið aðgengilegra almenningi Meira
15. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 320 orð | 1 mynd

Boðar frumvarp í haust

„Við erum að meta það á þessari stundu hversu langt er hægt að ganga í þessum efnum,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Jón var spurður um vinnu í ráðuneytinu er snýr að breytingum á sviði happdrættismála í kjölfar umfjöllunar í… Meira
15. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 557 orð | 1 mynd

Búið að skipta um kurl á 68% vallanna

Ef ráðast þarf í endurnýjun hátt í 200 gervigrasvalla hér á landi á næstu árum vegna yfirvofandi banns Evrópusambandsins á notkun innfylliefna með örplasti, verður án efa höfð til hliðsjónar reynslan af því að skipta út kurluðu dekkjagúmmíi á íþrótta- og leikvöllum á umliðnum árum Meira
15. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 304 orð

FME hefur sektað sveitarfélög áður

Miðað við fyrri úrskurði fjármálaeftirlitsins er líklegt að það rannsaki hvort Reykjavíkurborg hafi ekki borið að flagga því í Kauphöllinni í upphafi mars, að borgarstjórn hafi borist aðvörunarbréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) vegna fjárhagsáætlunar fyrir 2023 Meira
15. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 125 orð | 1 mynd

Góð fjárfesting fyrir samfélagið

„Við þurfum að hætta að bíða eftir því að unga fólkinu líði nógu illa til að það komist að í geðheilbrigðiskerfinu. Að fara þá leið kostar óheyrilegar peningaupphæðir og svo er alveg undir hælinn lagt hvort nokkuð komi út úr því,“ sagði… Meira
15. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 309 orð | 1 mynd

Góð kolmunnaveiði á miðunum

Íslensku skipunum á kolmunnamiðunum við Færeyjar hefur gengið vel að ná aflanum og er veiðin komin á fullt hjá flestum. Samkvæmt skráningu Fiskistofu gær hafa skipin þegar landað 76.609 tonnum eða 28% af þeim rúmlega 273 þúsund tonnum sem íslensku skipin hafa heimildir fyrir Meira
15. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 370 orð | 2 myndir

Gylfi Þór laus allra mála eftir langa bið

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki ákærður fyrir brot gegn ólögráða einstaklingi og er því laus allra mála. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem lögreglan í Manchester sendi frá sér í gær en Gylfi Þór, sem er 33 ára gamall, var… Meira
15. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 323 orð | 1 mynd

Gæti hentað eldri íbúum

Kanon arkitektar hafa fyrir hönd sóknarnefndar Langholtskirkju sent umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur fyrirspurn um hvort leyft verði að taka hluta lóðar Langholtskirkju undir íbúðarbyggingu. Hún tæki tillit til byggðamynsturs svæðisins og aðstæðna Meira
15. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 407 orð | 1 mynd

Hægt að fletta hverjum sem er upp

Gísli Freyr Valdórsson gislifreyr@mbl.is Morgunblaðið hefur undir höndum gögn sem sýna tilefnislausar uppflettingar í Lyfjagátt. Þar hafa starfsmenn apóteka flett upp þjóðþekktu fólki án þess að það hafi átt þangað erindi og án þess að sala á lyfjum hafi farið fram. Þá eru dæmi um að upplýsingum um ávísuð lyf hafi verið dreift til þriðja aðila, sem eðli málsins samkvæmt er ólöglegt. Meira
15. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Klettalandslag og gróður í nýjum höfuðstöðvum

Framkvæmdir á nýjum höfuðstöðvum Landsbankans við Austurbakka eru á lokametrunum en þær hafa nú staðið yfir frá árinu 2019. Um 300 starfsmenn hafa flust yfir í nýju bygginguna og er flutningum hvergi nærri lokið Meira
15. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 186 orð | 1 mynd

Kostnaður rúmir 2,2 milljarðar

Kostnaður vegna framkvæmda, viðhalds og endurbóta á Fossvogsskóla frá árinu 2018 nemur rúmlega 2,2 milljörðum króna. Þetta kemur fram í svari eignaskrifstofu Reykjavíkurborgar við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins Meira
15. apríl 2023 | Fréttaskýringar | 969 orð | 3 myndir

Langdrægar flugvélar flestra kosta

Sviðsljós Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Meira
15. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Líklegt að um Modestas sé að ræða

Grun­ur leik­ur á því að líkið sem fannst í fjöru í Borg­ar­nesi í gær sé af Modestas Ant­ana­vicius sem hvarf laugardaginn 7. janú­ar. Þetta staðfest­i Helgi Pét­ur Ottesen, rann­sókn­ar­lög­reglumaður hjá lög­regl­unni á Vest­ur­landi, í sam­tali við mbl.is í gær Meira
15. apríl 2023 | Fréttaskýringar | 920 orð | 2 myndir

Lítið framboð af sérbýlislóðum

Kári Friðriksson, hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, segir verð á sérbýli á höfuðborgarsvæðinu heldur hafa gefið eftir að undanförnu. Hins vegar bendi margt til að verð á sérbýli hækki á næstu árum, ekki síst vegna takmarkaðs framboðs á lóðum á höfuðborgarsvæðinu Meira
15. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 177 orð | 1 mynd

LV semur um orkuskipti

Landsvirkjun (LV) og fyrirtækið Linde, áður ÍSAGA, hafa skrifað undir samstarfssamning og munu vinna að orkuskiptum á Íslandi með þróun grænna vetnis- og rafeldsneytisverkefna. Slík verkefni munu skipta sköpum við að draga úr og hætta notkun bensíns … Meira
15. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 265 orð

Lyfjagáttin misnotuð

Lyfjagagnagrunnur, betur þekktur sem lyfjagátt, er eðli málsins samkvæmt opinn starfsmönnum apóteka í landinu þannig að þeir geti afgreitt lyfseðilsskyld lyf. Aftur á móti er ekki hægt að sjá hvaða starfsmaður flettir upp í gáttinni og auðvelt er að deila upplýsingum þaðan til þriðja aðila Meira
15. apríl 2023 | Erlendar fréttir | 127 orð | 1 mynd

Lögin standast stjórnarskrá

Mótmælendur í Parísarborg sjást hér kveikja á blysum í kjölfar þess að stjórnlagadómstóll Frakklands úrskurðaði að helstu atriðin í umdeildri eftirlaunalöggjöf stjórnvalda stæðust stjórnarskrá. Dómstóllinn samþykkti meðal annars hækkun… Meira
15. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 58 orð

Maðurinn sem lést í Vestmannaeyjahöfn nafngreindur

Maður­inn sem lést í Vest­manna­eyja­höfn 11. apríl hét Ólaf­ur Már Sig­munds­son. Hann var fædd­ur árið 1942 og læt­ur eft­ir sig eig­in­konu, upp­kom­in börn, barna­börn og barna­barna­börn. Ólaf­ur var vél­stjóri og sjómaður frá unga aldri Meira
15. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 210 orð | 1 mynd

Með bestan upplestur í Kópavogi

Finnbogi Birkis Kjartansson frá Kópavogsskóla sigraði í Stóru upplestrarkeppninni í Kópavogi, í öðru sæti varð Kristín Edda Hlynsdóttir frá Snælandsskóla og í þriðja sæti Agnes Elín Davíðsdóttir úr Salaskóla Meira
15. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 133 orð | 1 mynd

Mætti prímadonnum á Alþingi

„Ég hef að vísu verið innan um listamenn alla ævi en aldrei kynnst í þeirra röðum öðrum eins prímadonnum og athyglisfíklum og sumir þingmenn eru óneitanlega. Það tilheyrir bara en öll sú samkeppni átti ekki við mig,“ segir rithöfundurinn … Meira
15. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 196 orð | 1 mynd

Niðurfelling kærð til saksóknara

Ákvörðun embættis héraðssaksóknara, að fella niður Blönduóssmálið svokallaða á grundvelli neyðarvarnar, hefur verið kærð til embættis ríkissaksóknara sem nú skoðar framhaldið. RÚV greindi frá því í gær að aðstandendur árásarmannsins hefðu kært þessa … Meira
15. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 444 orð | 2 myndir

Nýtt fólk hefur stungið inn nefinu

Leikfélagið Hugleikur frumsýnir leikritið Húsfélagið klukkan 20 í kvöld. Fimm sýningar eru komnar í sölu, en þær verða í leikhúsi Leikfélags Kópavogs í Funalind 2 og miðasala er á vefsíðu félagsins (hugleikur.is) Meira
15. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

Ólafur nýr forseti tæknisviðs HR

Dr. Ólafur Eysteinn Sigurjónsson hefur verið ráðinn sviðsforseti tæknisviðs Háskólans í Reykjavík, HR. Hann hefur starfað við kennslu á sviði verkfræði í HR í nær 15 ár sem prófessor, lektor og dósent, samhliða því að leiða viðamikla starfsemi hjá Blóðbanka Landspítalans Meira
15. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 524 orð | 2 myndir

Rannsaka stress í heila þorska

Nýstárleg rannsókn hefur staðið yfir í Þistilfirðinum í nokkra daga en hún snýst um að rannsaka stresshormón í heila í þorskum. Erlendur Bogason kafari er í samstarfi við Norðmanninn Marco Vindas sem er atferlis- og taugafræðingur fiska Meira
15. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 183 orð | 1 mynd

Riða í Miðfjarðarhólfi

Riða í sauðfé á bæ í Miðfjarðarhólfi hefur verið staðfest. Þetta staðfesti Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, í samtali við mbl.is í gær. Um 700 kindur eru á bænum, en ekki liggur fyrir hvenær féð verður aflífað, vegna óvissu um förgun á hræjunum Meira
15. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Samþykkja samninga

Atkvæðagreiðslum meðal félagsmanna í 14 aðildarfélögum BSRB um kjarasamninga sem gerðir voru við ríkið og Reykjavíkurborg er lokið. Eftir því sem næst verður komist voru samningarnir alls staðar samþykktir meðal félaga sem birt hafa niðurstöðurnar með miklum meirihluta atkvæða Meira
15. apríl 2023 | Fréttaskýringar | 559 orð | 3 myndir

Síðustu kjarnorkuverunum lokað

Raforkuframleiðslu verður hætt í dag í þeim þremur kjarnorkuverum sem eftir eru í rekstri í Þýskalandi. Hvítir gufubólstrar munu þá hætta að stíga upp frá orkuverunum í Neckarwestheim nálægt Stuttgart, Isar 2-verinu í Bæjaralandi og Emsland-orkuverinu í norðurhluta landsins Meira
15. apríl 2023 | Erlendar fréttir | 135 orð | 1 mynd

Skíðamenn týndu lífi í Ölpunum

Björgunarmenn fundu í gær jarðneskar leifar þriggja skíðamanna sem týndu lífi þegar snjóflóð féll í ítölsku Ölpunum. Þá fannst einnig lík annars skíðamanns sem lést eftir hátt fall. Alls hafa nú tíu manns týnt lífi á þessu svæði undanfarna viku Meira
15. apríl 2023 | Erlendar fréttir | 325 orð | 1 mynd

Stórsókn á komandi vikum

Stórsókn Úkraínuhers hefst fljótlega, að líkindum í næsta mánuði. Eitt markmið sóknarinnar verður að endurheimta Donetsk-hérað úr höndum innrásarliðs Rússlands. Þetta sagði leyniskytta úr röðum Úkraínuhers í samtali við Times Radio, en fjölmiðlum bauðst að fylgjast með þjálfun leyniskyttna Meira
15. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 166 orð | 4 myndir

Stuðlaberg og dagsljós í stóru hlutverki

Dagsbirta sem skín í gegnum stóra þakglugga, grænn gróður og gráir veggir sem minna á stuðlaberg taka á móti manni þegar gengið er inn í nýjar höfuðstöðvar Landsbankans við Austurbakka. Húsið var tekið í gagnið undir lok síðasta mánaðar en bankinn opnaði þó ekki dyrnar fyrir fjölmiðlum fyrr en í gær Meira
15. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Styrktu þrjá úrvalsnemendur

Kristín Pétursdóttir, nemi í fiskeldi, Hreinn Óttar Guðlaugsson, nemi í Marel-vinnslutækni, og Dominique Lyle Rosent Baring, nemi í gæðastjórn í fiskeldi, hlutu námsstyrki Íslensku sjávarútvegssýningarinnar IceFish við formlega athöfn í Húsi sjávarklasans í gær Meira
15. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 230 orð | 1 mynd

Styrkur Ölfusárbrúar í athugun

Óvíst er hvort Ölfusárbrúin á Selfossi hefur næga burðargetu til að á hana megi setja rör sem flytja ættu heitt vatn sem fannst við jarðboranir nýverið. Borað var á dögunum eftir vatni á vesturbakka árinnar þar sem heitir Fossnes, sem er sunnan við söluskála og sláturhús þegar ekið er inn í bæinn Meira
15. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 138 orð | 1 mynd

Tilboðið var 91% af kostnaðaráætlun

Kostnaðaráætl­un ÞG Verks í upp­steypu á tveggja hæða bíla­kjall­ara nýs Land­spít­ala hljóðar upp á rúm­a 1,4 millj­arða króna. Er það 91% af kostnaðaráætl­un. Í gær voru opnuð til­boð í upp­steypu á tveggja hæða bíla­kjall­ara und­ir Sól­eyj­ar­torgi ásamt tengigöng­um sunn­an Land­spít­ala Meira
15. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 370 orð | 1 mynd

Túndrugæs sást í Suðurnesjabæ

Farfuglarnir eru teknir að leita á æskustöðvarnar frá vetrarheimkynnum sínum erlendis, þótt margar af þeim 75-80 tegundum sem verpa hér á landi að staðaldri eigi flugið yfir Atlantsála enn eftir. Umferðarfarfuglar, sem hafa skamma viðdvöl hér á leið … Meira
15. apríl 2023 | Fréttaskýringar | 746 orð | 1 mynd

Veiðiferð á sjávarútveginn hafin

Fréttaskýring Gísli Freyr Valdórsson gislifreyr@mbl.is Samkeppniseftirlitið (SKE) hefur krafið um 30 sjávarútvegsfyrirtæki í landinu um ítarlegar upplýsingar um rekstur þeirra. Krafan um upplýsingarnar er hluti af sérstakri athugun eftirlitsstofnunarinnar sem miðar að því að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi. Meira
15. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Þjálfa 70 flugmenn á Airbus-þoturnar

Icelandair hefur nú hafið undirbúning að því að taka Airbus-þotur í flota sinn. Fyrstu flugvélarnar eru væntanlegar í rekstur eftir tvö ár. Í byrjun koma fjórar vélar og vegna þess þarf að þjálfa um 70 flugmenn Meira

Ritstjórnargreinar

15. apríl 2023 | Staksteinar | 197 orð | 1 mynd

Hömlulausar fjárveitingar til Rúv.

Ríkisútvarpið fær hátt í sex milljarða króna á fjárlögum og til viðbótar um tvo milljarða króna með auglýsingatekjum. Þetta er mikið fé til þess rekstrar sem stofnuninni er með lögum falið að annast, en nægir bersýnilega ekki. Meira
15. apríl 2023 | Leiðarar | 665 orð

Orkumál í öngstræti

Með þversagnakenndri pólitík er Þýskaland að verða losunarskussinn í Evrópu Meira
15. apríl 2023 | Reykjavíkurbréf | 1503 orð | 1 mynd

Yfirvöld grunuðu marga, en þó ekki Gvend

Manning njósnari var dæmdur til þungrar fangelsisrefsingar fyrir „leka“ sinn. Lögfræðingar Pentagon kröfðust fangavistar í 60 ár, en dómstóllinn féllst á 35 ár. En þegar nokkuð leið á fangavistina breytti Manning sér í konu, en Obama forseti hefur löngum verið veikur fyrir slíkum breytingum, sbr. 14-16 kynin sem hann viðurkenndi á sínum tíma, og náðaði því Chelsea Elizabeth Manning. Meira

Menning

15. apríl 2023 | Menningarlíf | 75 orð | 1 mynd

Afmælistónleikar Raddbandafélagsins

Raddbandafélag Reykjavíkur fagnar 20 ára starfsafmæli með tónleikum í Háteigskirkju í dag, laugardag, kl. 16. „Það stefnir í gleðisprengju því flutt verða uppáhaldslög kórsins frá 20 ára ferli sem spanna valin popplög og þekkt barbershop yfir… Meira
15. apríl 2023 | Menningarlíf | 106 orð | 1 mynd

Afslöppuð Ofurhetjumús í dag

Borgarleikhúsið býður upp á „afslappaða“ sýningu á Ofurhetjumúsinni í dag, laugardag, kl. 13. Í því felst að ljós eru í salnum meðan sýningin er í gangi, öll tónlist er lægri en vanalega og heimilt er að fara inn og út úr salnum meðan á sýningunni stendur Meira
15. apríl 2023 | Menningarlíf | 70 orð | 1 mynd

Aukaafmælistónleikar fyrir Prinsinn

Uppselt er orðið á afmælistónleika Prins Pólós í Gamla bíó 26. apríl. „Hirðin hefur því ákveðið að blása til aukatónleika 27. apríl. Eins og gengur geta ekki allir listamenn verið með á seinni tónleikunum, en örvæntið ekki, því Hirðin er stór og inn … Meira
15. apríl 2023 | Menningarlíf | 101 orð | 1 mynd

Árlegir Rótarýtónleikar á morgun

Árlegir Rótarýtónleikar fara fram á morgun, sunnudag, kl. 16 og eru að þessu sinni haldnir í Grafarvogskirkju. „Lára Bryndís Eggertsdóttir, organisti í Grafarvogskirkju, mun leika fyrir okkur valin orgelverk og kynna nýtt hljóðfæri kirkjunnar Meira
15. apríl 2023 | Fjölmiðlar | 189 orð | 1 mynd

Hamingjudalur harmi vafinn

Happy Valley, eða Hamingjudalur, er kaldhæðnislegt heiti á frábærum glæpaþáttum BBC. Hamingjan er fjarri flestum persónum, sem upplifa endalausan harmleik í grámyglu hversdagsins. Sólin nær ekki í þennan dal, oftast rigning og þungskýjað Meira
15. apríl 2023 | Menningarlíf | 77 orð | 1 mynd

Íslenska einsöngs­lagið í Salnum

Hvíslar mér hlynur er yfirskrift tónleika sem haldnir verða í Salnum á morgun, sunnudag, kl. 13.30. „Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Ár íslenska einsöngslagsins, þar sem þekktar og óþekktar sönglagaperlur fá að skína á sunnudagstónleikum í Salnum Meira
15. apríl 2023 | Menningarlíf | 129 orð | 1 mynd

Jarðgenglar Guðrúnar í Galleríi Kverk

Jarðgenglar nefnist sýning sem Guðrún Vera Hjartardóttir opnar í Galleríi Kverk, að Garðastræti 37, í dag. „Kveikjan að verkunum var ákveðin undrun eða fagurfræðileg upplifun á formi sem myndast á milli fóta, síendurtekið möndluform sem… Meira
15. apríl 2023 | Menningarlíf | 942 orð | 1 mynd

Krafan um hina fullkomnu húsmóður

Vangaveltur um matreiðslubækur og taugaáföll mætast í femínískri tragíkómedíu sem höfundur verksins, Gunnella Hólmarsdóttir, segir „fyndið verk með alvarlegum undirtónum“. Verkið ber titilinn Hvað ef sósan klikkar? og verður frumsýnt í Tjarnarbíói annað kvöld, sunnudaginn 16 Meira
15. apríl 2023 | Menningarlíf | 150 orð | 1 mynd

Kristinn sýnir allt er nálægt

Kristinn E. Hrafnsson opnar fimmtu einkasýningu sína í Hverfisgalleríi í dag, laugardag, milli kl. 16 og 18. Sýningin ber nafnið allt er nálægt. „Þar verða skúlptúrar á gólfum og lágmyndir á veggjum,“ segir í tilkynningu Meira
15. apríl 2023 | Menningarlíf | 108 orð | 1 mynd

Loungæ í Höggmyndagarðinum

Loungæ nefnist sýning sem opnuð verður í Höggmyndagarðinum í dag kl. 17. „Á sýningunni Loungæ velta þau Hlökk Þrastardóttir og Sindri Leifsson fyrir sér hugtakinu „lounge“ sem setustofum, sér í lagi á hótelum eða á skrifstofum en einnig í… Meira
15. apríl 2023 | Menningarlíf | 93 orð | 1 mynd

Mozart og Crusell í Breiðholtskirkju í dag

Mozart, Crusell og Camerarctica er yfirskrift tónleika á vegum 15:15 tónleikasyrpunnar sem haldnir verða í Breiðholtskirkju í dag, laugardag, kl. 15.15. „Á efnisskránni er Kvartett op. 4 í c-moll fyrir klarinettu, fiðlu, víólu og selló eftir… Meira
15. apríl 2023 | Menningarlíf | 98 orð | 1 mynd

Ný bronsverk í Listhúsi Ófeigs

Örn Þorsteinsson myndhöggvari opnar sýningu á nýjum bronsverkum sínum í Listhúsi Ófeigs við Skólavörðustíg 5 í dag, laugardag kl. 15. „Örn er einn af okkar allra merkustu myndhöggvurum og einn fárra íslenskra myndlistarmanna sem steypir verk sín í málma Meira
15. apríl 2023 | Tónlist | 556 orð | 5 myndir

Skruðningar og skemmtilegheit

Hér er ég að tala um raftónlist af öllum stærðum og gerðum. Hústónlist, teknó, tilraunatónlist, „ambient“, spuna o.s.frv. Meira
15. apríl 2023 | Bókmenntir | 537 orð | 2 myndir

Stjörnubjartir handarkrikar og sinfóníur undir rúmi

Ljóð Áður en ég breytist ★★★★· Eftir Elías Knörr. Mál og menning, 2023. Kilja, 93 bls. Meira
15. apríl 2023 | Menningarlíf | 94 orð | 1 mynd

Stórsveitamaraþon í Hörpu

Stórsveit Reykjavíkur stendur fyrir árlegu stórsveitamaraþoni í Flóa Hörpu á morgun, sunnudag, milli kl 13 og 17. „Öllum stórsveitum landsins, ungum sem öldnum, nemendum sem atvinnumönnum, er boðin þátttaka og leikur hver sveit í u.þ.b Meira
15. apríl 2023 | Menningarlíf | 865 orð | 1 mynd

Uppgjör við óttann

„Varurð merkir það rými innra með okkur sem er handan hugsunarinnar. Þar sem við skynjum innra og ytra áreiti áður en hugurinn hengir á þau merkimiða með orðum sem skilgreina tilfinningarnar,“ segir Draumey Aradóttir sem á síðasta ári… Meira
15. apríl 2023 | Menningarlíf | 91 orð | 1 mynd

Verk franskra meistara til sölu

Starfsmenn uppboðshússins Sotheby's í París sýna myndina „Sous-­Bois“ eftir franska listamanninn Paul Cezanne, sem talið er að hann hafi gert á árunum 1882-84. Cezanne notaði bæði vatnsliti og blýant á pappírinn Meira
15. apríl 2023 | Menningarlíf | 330 orð | 2 myndir

Vindur og vissa

„Það er fer allt eftir því hvað við erum að gera. Næsta vor erum við bókuð að syngja með Sinfóníuhljómsveit Íslands þannig að þá falla vortónleikar niður. Í fyrra sungum við með Andrea Bocelli og það koma oft beiðnir til kórsins um að syngja… Meira
15. apríl 2023 | Menningarlíf | 85 orð | 1 mynd

Vök hitar upp

Íslenska hljómsveitin Vök hefur verið valin til að hita upp fyrir Backstreet Boys í Nýju-Höllinni föstudaginn 28. apríl. Húsið verður opnað kl. 18.30, Vök byrjar að spila kl. 20 og Backstreet Boys kl Meira

Umræðan

15. apríl 2023 | Pistlar | 816 orð

EES-áttavitinn endurstilltur

Óbreytt réttarstaða skapar erfiðleika við að ná því meginmarkmiði EES-samningsins að mynda öflugt og einsleitt evrópskt efnahagssvæði. Meira
15. apríl 2023 | Aðsent efni | 543 orð | 1 mynd

Fækkum dauðsföllunum

… mikla hættu á skaða eða dauða af völdum bóluefnanna? Notum aðrar aðferðir til að fækka á biðlistum og stytta bið eftir hjúkrunarrýmum. Meira
15. apríl 2023 | Pistlar | 564 orð | 1 mynd

Liren Ding jafnaði metin í heimsmeistaraeinvíginu

Kínverjinn Liren Ding vann fjórðu skákina gegn Jan Nepomniachtchi í heimsmeistaraeinvíginu í Astana í Kasakstan á fimmtudaginn. Þar með jafnaði hann metin og eins og sakir standa er ógerningur að spá um úrslit Meira
15. apríl 2023 | Aðsent efni | 287 orð

Ný sýn á gamalt mál

Hér hef ég tvisvar vikið að því, þegar fulltrúi Svía í friðarsamningum við Dani í Kíl í janúar 1814, Wetterstedt barón, virtist hafa trúa því, sem danski fulltrúinn, Edmund Bourke, sagði honum, að Grænland, Ísland og Færeyjar hefðu aldrei tilheyrt Noregi Meira
15. apríl 2023 | Aðsent efni | 914 orð | 1 mynd

Sameining Hörpu og Sinfóníunnar

Sameining Hörpu og Sinfóníunnar, hagræðing í ríkisfjármálum. Meira
15. apríl 2023 | Pistlar | 488 orð | 2 myndir

Siggi Sigmunds

Sigurður Sigmundsson ólst upp á Ásólfsskála undir Eyjafjöllum en hefur búið í Ey í Vestur-Landeyjum í meira en hálfa öld og einkum starfað á vegum Landsvirkjunar. Jafnan hefur hann lífgað upp á umhverfi sitt með lífsgleði sinni, leik og söng Meira
15. apríl 2023 | Aðsent efni | 450 orð | 1 mynd

Síðustu forvöð

Nú eru síðustu forvöð að stemma stigu við ofneyslu og fjölda jarðarbúa. Meira
15. apríl 2023 | Pistlar | 405 orð | 1 mynd

Uppbygging um allt land

Á undanförnum árum hafa stjórnvöld fjárfest myndarlega í ýmsum innviðum tengdri ferðaþjónustu í gegnum Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Á tíu árum hafa 849 verkefni hlotið styrk úr sjóðnum og í gær kynnti ég nýjustu úthlutun sjóðsins, að upphæð 550 m.kr Meira
15. apríl 2023 | Aðsent efni | 1019 orð | 1 mynd

Viðspyrna gegn verðbólgu

Allar forsendur eru til staðar til þess að við getum náð árangri, efnahagslífið er þróttmikið og staða ríkissjóðs batnar jafnt og þétt. Meira
15. apríl 2023 | Aðsent efni | 780 orð | 1 mynd

Þá hugsjónir rætast

Þjóðargjöfin 2018, ný útgáfa Íslendingasagnanna, átti merkilega og raunar ótrúlega forsögu, en hún á líka skilið skemmtilegt og merkilegt framhald. Meira

Minningargreinar

15. apríl 2023 | Minningargreinar | 548 orð | 1 mynd

Anna Jóna Magnúsdóttir

Anna Jóna Magnúsdóttir fæddist 5. júní 1934. Hún lést 1. apríl 2023. Útför hennar fór fram 14. apríl 2023. Meira  Kaupa minningabók
15. apríl 2023 | Minningargreinar | 2454 orð | 1 mynd

Hallur Árnason

Hallur Árnason fæddist 1. maí 1948. Hann lést 28. mars 2023. Útför hans fór fram 14. apríl 2023. Meira  Kaupa minningabók
15. apríl 2023 | Minningargreinar | 449 orð | 1 mynd

Jón Bogason

Þann 9. apríl 2023 voru 100 ár liðin frá fæðingu Jóns Bogasonar rannsóknarmanns frá Flatey á Breiðafirði. Hann lést árið 2009, áttatíu og sex ára að aldri. Jón fæddist árið 1923 í Flatey á Breiðafirði, yngstur ellefu barna hjónanna Boga… Meira  Kaupa minningabók
15. apríl 2023 | Minningargreinar | 2993 orð | 1 mynd

Rósa Guðmundsdóttir

Rósa Guðmundsdóttir fæddist 25. mars 1930. Hún lést 3. apríl 2023. Útför hennar fór fram 14. apríl 2023. Meira  Kaupa minningabók
15. apríl 2023 | Minningargreinar | 1536 orð | 1 mynd

Örn Bragason

Örn Bragason fæddist 10. febrúar 1953. Hann lést 31. mars 2023. Útför hans fór fram 12. apríl 2023. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

15. apríl 2023 | Viðskiptafréttir | 89 orð | 1 mynd

Bréf í Alvotech hríðlækkuðu í gærdag

Gengi bréfa í líftæknifyrirtækinu Alvotech lækkaði um tæp 20% í tæplega 950 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í gær. Lækkunina má rekja til þess að Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) tilkynnti félaginu í fyrrakvöld að eftirlitið… Meira

Daglegt líf

15. apríl 2023 | Daglegt líf | 1153 orð | 3 myndir

Ég er með berskjöldunarþynnku

Mín helsta útrás og eina uppspretta dópamíns er hreyfing. Þess vegna var erfitt fyrir mig að geta ekki stundað nema mjög takmarkaða hreyfingu. Vanalega gat ég skokkað í mig hamingjuna, en allt í einu var ég föst í framandi kraftlausu hylki sem ég þekkti ekki lengur, líkamanum mínum Meira

Fastir þættir

15. apríl 2023 | Í dag | 183 orð

Andi Galtarins. A-AV

Norður ♠ D5 ♥ 2 ♦ K875 ♣ ÁG10973 Vestur ♠ 9763 ♥ D109 ♦ Á6 ♣ D862 Austur ♠ ÁG1082 ♥ KG743 ♦ 2 ♣ K5 Suður ♠ K4 ♥ Á865 ♦ DG10943 ♣ 4 Suður spilar 5♦ Meira
15. apríl 2023 | Í dag | 260 orð

Bollaleggingar

Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Lamb í dæld ég liggja sá. Léleg fleyta berst um sjá. Ég drykk úr honum dreypi á. Dreng því nafni skíra má. Sigmar Ingason svaraði: Í grasi grónum bolla liggur lamb Meira
15. apríl 2023 | Í dag | 68 orð

Eitt af mörgu sem maður getur ekki einn er að flykkjast, því það þýðir…

Eitt af mörgu sem maður getur ekki einn er að flykkjast, því það þýðir hópast, safnast saman, þyrpast. „Sjá flokkur“ segir orðsifjabókin og látum það nægja – en þá er og ljóst að sögnin hefst á… Meira
15. apríl 2023 | Dagbók | 46 orð | 1 mynd

Glæpa- og spennumynd frá 2021 með hinum skemmtilega Bob Odenkirk.…

Glæpa- og spennumynd frá 2021 með hinum skemmtilega Bob Odenkirk. Undirgefinn heimilisfaðir neyðist til að sýna sitt rétta eðli eftir að brotist er inn á heimili hans og fjölskyldunnar en hann var eitt sinn miskunnarlaus leigumorðingi Meira
15. apríl 2023 | Árnað heilla | 149 orð | 1 mynd

Halldór Brynjólfsson

Halldór Brynjólfsson fæddist 15. apríl 1692 á Saurum í Helgafellssveit. Foreldrar hans voru hjónin Brynjólfur Ásmundsson lögréttumaður, f. 1658, d. 1713, og Vilborg Árnadóttir, f. 1699. Halldór varð stúdent frá Hólaskóla og lauk embættisprófi í guðfræði frá Kaupmannahafnarskóla vorið 1716 Meira
15. apríl 2023 | Í dag | 35 orð | 1 mynd

Höfn í Hornafirði Henrik Arnar Guðjónsson fæddist 23. ágúst 2022 kl. 02.57 …

Höfn í Hornafirði Henrik Arnar Guðjónsson fæddist 23. ágúst 2022 kl. 02.57 á fæðingardeildinni á Selfossi. Hann vó 4.430 g og var 53 cm langur. Foreldrar hans eru Íris Björk Óttarsdóttir og Guðjón Bjarni Óskarsson. Meira
15. apríl 2023 | Í dag | 949 orð | 3 myndir

Innan myndlistar rúmast allt

Kristín Guðrún Gunnlaugsdóttir fæddist 15. apríl 1963 á Akureyri og ólst þar upp á Brekkunni. Hún ferðaðist stundum á sumrin til Svíþjóðar þar sem móðir hennar var sænsk. „Ég var náin foreldrum mínum, afa og ömmu og naut góðs af því að hafa þau nálægt í uppvextinum Meira
15. apríl 2023 | Í dag | 80 orð | 1 mynd

Íris Björk Óttarsdóttir

30 ára Íris er Hornfirðingur, fædd og uppalin á Höfn og býr þar. Hún er Zumba-kennari og leikskólaleiðbeinandi. Íris er í Kvennakór Hornafjarðar og áhugamálin eru söngur og dans. Fjölskylda Maki Írisar er Guðjón Bjarni Óskarsson, f Meira
15. apríl 2023 | Í dag | 1109 orð | 1 mynd

Messur

AKUREYRARKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur er Svavar Alfreð Jónsson. Kammerkórinn Hymnodia syngur. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson. Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 11. Umsjón Sonja Kro og Hólmfríður Hermannsdóttir Meira
15. apríl 2023 | Dagbók | 80 orð | 1 mynd

Safna fyrir Elís Huga

Sig­urður Ólason hjól­reiðamaður er einn þeirra sem standa fyr­ir söfnuninni Hjólað fyr­ir Elís en hún er hald­in fyr­ir Elís­ Huga Dags­son, sem slasaðist við hjól­reiðar í ág­úst í fyrra og lamaðist Meira
15. apríl 2023 | Í dag | 151 orð | 1 mynd

Skák

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. Rf3 d5 5. h3 0-0 6. cxd5 Rxd5 7. e4 Rxc3 8. bxc3 c5 9. Be3 Da5 10. Dd2 Rc6 11. Hd1 Hd8 12. Bc4 b5 13. Be2 Bb7 14. 0-0 a6 15. d5 Bxc3 16. Dc1 Rd4 17. Bxd4 cxd4 18. Dh6 d3 19 Meira

Íþróttir

15. apríl 2023 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

Díaz loksins orðinn leikfær

Kólumbíski knattspyrnumaðurinn Luis Díaz, vængmaður Liverpool, er loksins orðinn leikfær eftir að hafa verið frá vegna meiðsla undanfarið hálft ár. Díaz meiddist á hné snemma á yfirstandandi tímabili Meira
15. apríl 2023 | Íþróttir | 135 orð | 1 mynd

Fjölnir og Víkingur byrjuðu betur

Fjölnismenn og Víkingar eru komnir yfir í einvígum sínum í undanúrslitum umspils 1. deildar karla í handbolta í gær. Fjölnir vann 30:22-heimasigur á Þór. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og var staðan í leikhléi 14:13 Meira
15. apríl 2023 | Íþróttir | 269 orð | 2 myndir

Fullkomið svar Íslandsmeistaranna

Íslands- og bikarmeistarar Vals tryggðu sér í gærkvöldi sæti í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta með 74:68-útisigri á Stjörnunni í fjórða leik liðanna í átta liða úrslitunum. Valur vann einvígið 3:1 og svaraði óvænta tapinu í fyrsta leik á heimavelli með glæsibrag Meira
15. apríl 2023 | Íþróttir | 187 orð | 1 mynd

Góðir möguleikar á sæti á EM 2024

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik verður í öðrum styrkleikaflokki af fjórum þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni EM 2024 næsta fimmtudag. Tíðindin eru kærkomin þar sem möguleikar liðsins á að komast á sitt fyrsta stórmót frá 2012 aukast til muna Meira
15. apríl 2023 | Íþróttir | 1006 orð | 2 myndir

Horfði á tap í Laugardal

Åge Hareide, nýráðinn þjálfari karlalandsliðs Íslands, hefur haft talsverð kynni af íslenskri knattspyrnu og íslenskum knattspyrnumönnum á sínum langa ferli sem leikmaður og þjálfari. Hann hefur komið á Laugardalsvöllinn sem leikmaður, mætt íslenska … Meira
15. apríl 2023 | Íþróttir | 72 orð | 1 mynd

Kristján Örn markahæstur

Kristján Örn Kristjánsson átti stórleik fyrir Aix er liðið lagði Créteil í efstu deild franska handboltans í gærkvöldi. Urðu lokatölur 37:35, í miklum markaleik. Íslenski landsliðsmaðurinn skoraði níu mörk úr 12 skotum og var markahæstur á vellinum Meira
15. apríl 2023 | Íþróttir | 120 orð | 1 mynd

Körfuknattleikskonan Danielle Rodriguez hefur skrifað undir nýjan samning…

Körfuknattleikskonan Danielle Rodriguez hefur skrifað undir nýjan samning við körfuknattleiksdeild Grindavíkur og leikur því áfram með kvennaliðinu á næsta tímabili. Danielle mun jafnframt halda áfram störfum sínum við þjálfun yngri flokka félagsins Meira
15. apríl 2023 | Íþróttir | 70 orð | 1 mynd

Meistararnir í undanúrslitin

Íslandsmeistarar Vals tryggðu sér í gærkvöldi sæti í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta með 74:68-sigri á Stjörnunni á útivelli. Valur vann einvígið 3:1, eftir að Stjarnan hafði unnið óvæntan útisigur í fyrsta leiknum á Hlíðarenda Meira
15. apríl 2023 | Íþróttir | 72 orð | 1 mynd

Tímabilið búið hjá Martínez

Argentínski varnarmaðurinn Lisandro Martínez verður ekki meira með Manchester United á leiktíðinni vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik liðsins gegn Sevilla í Evrópudeildinni í fótbolta á fimmtudagskvöld Meira
15. apríl 2023 | Íþróttir | 65 orð | 1 mynd

Viktor hjá Víkingi næstu árin

Viktor Örlygur Andrason hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild Víkings úr Reykjavík. Nýr samningur hans við uppeldisfélagið gildir út tímabilið 2025. Viktor Örlygur er 23 ára gamall, afar fjölhæfur leikmaður sem leikur þó oftast á miðjunni Meira

Sunnudagsblað

15. apríl 2023 | Sunnudagsblað | 104 orð | 1 mynd

Að bjarga heiminum

Álag Teljum við okkur vera undir miklu álagi í vinnunni þá ættum við að hugsa til persónanna sem Priyanka Chopra Jonas og Richard Madden leika í flunkunýjum spennumyndaflokki, Citadel, en verk­efni þeirra á degi hverjum er að bjarga heiminum frá glötun Meira
15. apríl 2023 | Sunnudagsblað | 344 orð | 6 myndir

Bækur éta óðum upp fermetrafjöldann

Segja má að bækur séu allt í kringum mig. Ég hef alltaf með mér bók þegar ég fer út úr húsi, gjarnan hljóðbók í eyrunum, að minnsta kosti eina á náttborðinu og svo nokkuð margar heima hjá mér, geymdar á vísum stöðum þar sem þær éta óðum upp fermetrafjöldann Meira
15. apríl 2023 | Sunnudagsblað | 1350 orð | 1 mynd

Dymbillinn í vikunni

Það var ekki bíó og hvorki leikrit, tölvu- né hlutverkaleikur, en það var ekki síður áhrifaríkt þegar myrkrið vék fyrir ljósinu á páskadag og sorgin sem einkennt hafði dymbildagana mátti víkja fyrir gleði. Meira
15. apríl 2023 | Sunnudagsblað | 100 orð | 1 mynd

Dæmdur nauðgari vann rúmlega milljarð í lottó

Háir lottóvinningar rata ekki alltaf á rétta staði. Árið 1989 fékk Iorworth Hoare langan dóm fyrir tilraun til nauðgunar en hann hafði áður fengið dóma fyrir nauðgun. Hoare, sem nú er sjötugur, var í opnu fangelsi og keypti lottómiðann þegar hann var í helgarleyfi í ágúst 2004 Meira
15. apríl 2023 | Sunnudagsblað | 297 orð | 1 mynd

Eitt af stóru leikritunum

Segðu mér frá sýningunni. Leiklestrarfélagið stendur fyrir leiklestri á Beðið eftir Godot í samvinnu við Borgarleikhúsið, en félagið hefur verið að minna á verk okkar fremstu höfunda og leitast við að draga þau fram aftur Meira
15. apríl 2023 | Sunnudagsblað | 3206 orð | 4 myndir

Fann föður sinn eftir tuttugu ára leit

Hilmar Þór er 53 ára gamall og var skráður Valsson í þjóðskrá þar til í fyrra. Þá breytti hann föðurnafni sínu í Guðjónsson eftir 20 ára markvissa leit sem bar loks árangur. Hilmar Þór er Fáskrúðsfirðingur, fæddur í júlí 1969 Meira
15. apríl 2023 | Sunnudagsblað | 115 orð | 1 mynd

Ferðast um Evrópu með fjölskylduna á húsbíl

Fjölskylda Guðnýjar Matthíasdóttur hefur verið á ferðalagi um Evrópu síðan í október 2022 en síðan þá hefur fjölskyldan komið til 16 landa. Hún ræddi um ferðalagið í viðtali í Ísland vaknar á K100. Löndin sem þau hafa heimsótt á ferðalaginu hingað… Meira
15. apríl 2023 | Sunnudagsblað | 1011 orð | 3 myndir

Full ferð eða ekkert

Full ferð eða ekkert.“ Þessi ódauðlega lína úr hvirfilbylnum Motorbreath af fyrstu breiðskífu Metallica, Kill ‘Em All, gengur aftur í laginu Lux Æterna af nýjustu plötu málmskrímslisins sem kom út fyrir helgina og ber hið virðulega nafn 72 Seasons Meira
15. apríl 2023 | Sunnudagsblað | 91 orð | 1 mynd

Guy Bailey fallinn frá

Andlát Guy Bailey, upprunalegi gítarleikari The Quireboys, lést á dögunum. Spike, söngvari breska rokkbandsins, minntist hans með hlýju á samfélagsmiðlum en ekki kom fram hvað Bailey var gamall. Þeir félagar höfðu nýverið hafið samstarf að nýju og… Meira
15. apríl 2023 | Sunnudagsblað | 702 orð | 4 myndir

Heima er best – að leika og syngja

Það hefur alltaf verið stefnan að hafa dagskrána fjölbreytta og helst eitt atriði frá Færeyjum. Í ár bjóðum við upp á alls konar músík og erum stolt af því hvað þetta er fjölbreytt,“ segir Ólafur Páll Gunnarsson, dagskrárgerðarmaður á Rás 2 og … Meira
15. apríl 2023 | Sunnudagsblað | 93 orð | 1 mynd

Himni ofar og alls engar ballöður

Fjör Fjör og meira fjör er leiðarstefið á nýjustu breiðskífu bresku poppsöngkonunnar Ellie Goulding, Higher Than Heaven, sem út kom á dögunum. „Ég held að það hafi verið viðbrögð við fokking útgöngubanninu Meira
15. apríl 2023 | Sunnudagsblað | 1266 orð | 4 myndir

Hypjaðu þig, strákur, annars læt ég handtaka þig!

Hér er hann á Alþýðublaðsmynd – og spyrjið okkur ekki hvernig hún er tekin!“ Þessi myndatexti undir ljósmynd Gísla Gestssonar á forsíðu Alþýðublaðsins þriðjudaginn 22. maí 1962 vekur óneitanlega forvitni Meira
15. apríl 2023 | Sunnudagsblað | 949 orð | 3 myndir

Jarðbundin og sjálfstæð

Jodie Foster var nýlega stödd hér á landi við töku á fjórðu þáttaröð True Detective þar sem hún fer með aðalhlutverk. Foster, sem fæddist árið 1962, hóf feril sinn einungis þriggja ára gömul í sjónvarpsauglýsingu og lék sitt fyrsta hlutverk sex ára gömul í sjónvarpsmynd Meira
15. apríl 2023 | Sunnudagsblað | 177 orð | 3 myndir

Konungur ljóssins

Tónlistarmaðurinn Peter Gabriel hefur undanfarnar vikur verið að mjatla út lögum af nýrri plötu sinni á tónlistarveitum. Nýjasta lagið kom út í byrjun mánaðar og nefnist i/o og er jafnframt titillag plötunnar Meira
15. apríl 2023 | Sunnudagsblað | 170 orð | 1 mynd

Krókódíll í farþegaflugi

Hálfs metra langur krókódill olli miklu uppþoti í farþegaþotu á leið frá Darwin til Derby í Ástralíu um miðjan apríl 1973. Frá þessu var greint á forsíðu Morgunblaðsins. Krókódíllinn slapp úr farangri einhvers farþegans og viðstöddum brá heldur… Meira
15. apríl 2023 | Sunnudagsblað | 28 orð

Krókur hefur gaman af tónlist og bjó til sína eigin útfærslu af gamaldags…

Krókur hefur gaman af tónlist og bjó til sína eigin útfærslu af gamaldags spilara. Tónlistin kemur líka að góðum notum þegar íbúarnir í Vatnskassavin þurfa að stöðva litlu traktorana og finna þeim ný verkefni. Meira
15. apríl 2023 | Sunnudagsblað | 59 orð | 1 mynd

Margslungin milliríkjamál

Erindreki Áhugafólk um milliríkjasamskipti og þá sérstaklega samskipti frændþjóðanna Bandaríkjanna og Bretlands ætti að fá eitthvað fyrir sinn snúð í myndaflokknum The Diplomat sem aðgengilegur verður á Netflix frá og með sumardeginum fyrsta Meira
15. apríl 2023 | Sunnudagsblað | 374 orð | 1 mynd

Ólmir graðhestar bíta og sparka

Nú var ég ekki í Hörpu þetta kvöld en óttast að Palli hafi ekki farið vel út úr þessari rimmu. Meira
15. apríl 2023 | Sunnudagsblað | 656 orð | 3 myndir

Óskammfeilni er lífið!

Hún litaði líf okkar, í bókstaflegri merkingu. Flaggaði svarthvítu tískuna, sem lengi hafði ráðið ríkjum, rangstæða í upphafi sjöunda áratugarins og lék sér með bjartari liti, grænt, gult, rautt og hvað þeir allir heita Meira
15. apríl 2023 | Sunnudagsblað | 1475 orð | 2 myndir

Pólitíkin og skáldskaparskrifin gátu ekki farið saman

Ég hef að vísu verið innan um listamenn alla ævi en aldrei kynnst í þeirra röðum öðrum eins prímadonnum og athyglisfíklum og sumir þingmenn eru óneitanlega. Það tilheyrir bara en öll sú samkeppni átti ekki við mig. Meira
15. apríl 2023 | Sunnudagsblað | 1019 orð | 1 mynd

Skuldadagar í ráðhúsinu

Bandaríkjamenn sýna æ meiri áhuga á Íslandsferðum og sex flugfélög þar í landi að bræða með sér flug til Íslands. Isavia gerir ráð fyrir að farþegum um Leifsstöð fjölgi mikið á næstu árum og verði 11,5 milljónir árið 2029 Meira
15. apríl 2023 | Sunnudagsblað | 180 orð

Skýrsla er tekin af bankastjóranum vegna bankaráns: „Við náðum ráninu á…

Skýrsla er tekin af bankastjóranum vegna bankaráns: „Við náðum ráninu á myndband! Því miður var filman sett öfug í upptökuvélina og á myndbandinu lítur út fyrir að ræninginn sé að leggja 10 milljónir inn í bankann.“ Davíð sér nýja húsið sitt í… Meira
15. apríl 2023 | Sunnudagsblað | 634 orð | 1 mynd

Slæma hegðunin og afleiðingarnar

Þingmennirnir brutu ekki lög, þótt þeir hafi fallið á siðferðisprófinu, eins og við gerum reyndar flest einhvern tímann á ævinni. Meira
15. apríl 2023 | Sunnudagsblað | 724 orð | 1 mynd

Það sem ekki mátti ræða í Hamborg en þyrfti að ræða í Reykjavík

Ekki nema von að þýsku leyniþjónustunni væri brugðið. Það sem er hins vegar til umhugsunar er að yfirstjórn háskólans skuli hafa hlýtt boði hennar … Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.