Greinar þriðjudaginn 25. apríl 2023

Fréttir

25. apríl 2023 | Fréttaskýringar | 667 orð | 2 myndir

30 ára þversögn í bókun 35 flækir málin

Baksvið Andrés Magnússon andres@mbl.is Nú, þrjátíu árum síðar, hefur bókun 35 í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) frá 1993 skyndilega skotið upp kollinum í frumvarpi utanríkisráðherra til breytinga á lögum um EES-samninginn, sem ætlað er að uppfylla kröfur Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) um forgangsreglu EES-reglna í íslenskum lögum og rétti. Meira
25. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 165 orð | 1 mynd

Afar vægt eftirlit hér

Villti atlantshafslaxinn er í útrýmingarhættu en ein mesta ógnin við afkomu hans stafar af fiskeldi sem nú er stundað í stórum stíl á Íslandi. Þetta kemur fram í opnu bréfi sem breski athafnamaðurinn Jim Ratcliffe ritar til Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra í blaðinu í dag Meira
25. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 127 orð | 1 mynd

Dráttur á Wilson Skaw dregst

Áður en hægt verður að draga flutningaskipið Wilson Skaw til hafnar verður að færa til farm skipsins sem geymir um tvö þúsund tonn af salti. Verkefnið gæti tekið nokkra daga og liggur ekki fyrir hvenær hægt verður að ráðast í björgunaraðgerðir en… Meira
25. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 140 orð

Einn játaði sök, 17 ára stúlka laus

Sautján ára stúlku, sem var ein þeirra fjögurra sem sátu í gæsluvarðhaldi vegna morðsins fyrir utan Fjarðarkaup í síðustu viku, hefur verið sleppt úr haldi. Stúlkunni var sleppt eftir að Landsréttur felldi gæsluvarðhald yfir henni úr gildi í gærkvöldi Meira
25. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 294 orð | 1 mynd

Endurbætur á Þingvallabænum

Kristján Jónsson kris@mbl.is Til stendur að ráðast í framkvæmdir á Þingvallabænum sem friðlýstur var af forsætisráðherra árið 2014. Framkvæmdasýslan óskaði eftir tilboðum í endurbætur á innviðum Þingvallabæjarins fyrir hönd forsætisráðuneytisins. Meira
25. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 257 orð | 1 mynd

Hefjast handa við uppbyggingu

Arctic Fish er að undirbúa uppbyggingu á þeim hluta seiðastöðvar fyrirtækisins í Norður-Botni í Tálknafirði sem skemmdist mikið í bruna í febrúar. Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá fyrirtækinu segir stefnt að því að taka húsnæðið í notkun næsta sumar Meira
25. apríl 2023 | Erlendar fréttir | 197 orð | 1 mynd

Héldu áfram brottflutningi

Erlend ríki héldu áfram tilraunum sínum í gær til þess að forða ríkisborgurum sínum undan átökunum í Súdan, sem nú hafa staðið yfir í tíu daga. Rúmlega 420 manns hafa fallið í átökunum og um 4.000 til viðbótar særst samkvæmt áætlunum Sameinuðu… Meira
25. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 90 orð | 2 myndir

Hólmganga í túni Jónasar bónda í Fagradal

Ekki hafði Jónas Erlendsson, bóndi í Fagradal austan Víkur í Mýrdal, fyrr hleypt hrútum sínum úr húsi í gær en brast á með hólmgöngum. Þeir Ljómi Lokksson og Bóndi Vestrason, báðir rammir að afli, gerðu þar vopnabrak og gný mikinn og áttust við af… Meira
25. apríl 2023 | Erlendar fréttir | 681 orð | 1 mynd

Kínverjar virði fullveldi ríkjanna

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Kínversk stjórnvöld lýstu því yfir í gær að þau virtu fullveldi allra þeirra ríkja sem eitt sinn voru hluti af Sovétríkjunum. Mao Ning, talskona ráðuneytisins, sagði á blaðamannafundi ráðuneytisins að Kínverjar virtu fullveldi, sjálfstæði og landsvæði allra ríkja, sem og þær grundvallarreglur sem settar væru fram í stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Meira
25. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 189 orð | 1 mynd

Kosning um úrsögn úr SGS samþykkt einróma

Félagsfundur Eflingar, sem haldinn var í gærkvöldi í félagsheimili Eflingar, samþykkti einróma að allsherjaratkvæðagreiðsla skuli boðuð um úrsögn Eflingar úr Starfsgreinasambandinu. Þetta staðfesti Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í… Meira
25. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 196 orð

Krafturinn finnist í sameiningu

Nýr skammtímakjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) við íslenska ríkið var samþykktur naumlega í gær. Tveimur atkvæðum munaði að lokum en um 250 hjúkrunarfræðingar eru ekki með fulla aðild að félaginu og geta því ekki kosið Meira
25. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 43 orð | 1 mynd

Kuldalegt um að litast í miðbænum

Við Íslendingar kvörtum kannski ekki yfir veðrinu sem mætti ferðalöngum í miðbænum í gær. Þeim fannst þó greinilega fremur kalt og þótti vissara að hafa snýtipappírinn tiltækan. Kólna á í veðri í dag og stöku él eða skúrir verða austanlands og með suðurströndinni. Meira
25. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 80 orð | 1 mynd

Landeldi gæti komið á álverslóð á Keilisnesi

Nokkur fiskeldisfyrirtæki hafa sýnt áhuga á að hefja landeldi á fiski í stórum stíl á Keilisnesi á Vatnsleysuströnd. Rannsóknir benda til að þar séu góðar aðstæður frá náttúrunnar hendi til slíks eldis en bæjarstjórinn í Vogum segir þó að frekari rannsóknir þurfi að gera Meira
25. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 482 orð | 1 mynd

Landeldi í stað álvers á Keilisnesi

Nokkur fiskeldisfyrirtæki hafa sýnt áhuga á að hefja landeldi á fiski í stórum stíl á Keilisnesi á Vatnsleysuströnd. Rannsóknir benda til að þar séu góðar aðstæður frá náttúrunnar hendi til slíks eldis en bæjarstjórinn í Vogum segir þó að frekari… Meira
25. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 234 orð | 1 mynd

Mótmæla varaflugvallargjaldi

Alþjóðasamband flugfélaga (IATA) gerir athugasemd við fyrirhuguð áform stjórnvalda um álagningu svokallaðs varaflugvallargjalds sem leggst á alla komu- og brottfararfarþega í innanlands- og millilandaflugi Meira
25. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 513 orð | 1 mynd

Myndastoppin víða hættusöm

Gera þarf úrbætur og auka umferðaröryggi á mörgum þeirra áningarstaða ferðamanna sem finna má við Gullna hringinn svonefnda um Þingvallaveg, að Geysissvæðinu og Gullfossi og niður á Suðurlandsveg skammt norðan við Selfoss Meira
25. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 591 orð | 2 myndir

Óttaðist að svona gæti gerst

Kristján Jónsson kris@mbl.is Vopnaburður ungmenna á Íslandi ætti ekki að koma fólki algerlega í opna skjöldu að sögn Helga Gunnlaugssonar, afbrotafræðings og prófessors í félagsfræði við HÍ. Því til stuðnings bendir hann á að vopnaburður sem hluti af lífsstíl hjá hópi ungmenna á jaðri þjóðfélagsins hafi verið til umfjöllunar síðustu tvö árin. Meira
25. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 129 orð | 1 mynd

Rekstur tryggður út árið

„Við erum afar sátt og þakklát að hafa náð þessum áfanga og það er ánægjulegt að finna fyrir þeim ásetningi í ráðuneytinu að tryggja námi í listdansi góða umgjörð til framtíðar,“ segir Einar Örn Davíðsson, stjórnarformaður Listdansskóla Íslands Meira
25. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 172 orð | 1 mynd

Seltúni lokað vegna framkvæmda

Seltún í Krýsuvík verður lokað frá 2. maí til 6. júní nk. vegna framkvæmda. Verið er að skipta um göngupall úr timbri, sem er eina örugga aðkoman að leirhverunum á svæðinu, og því verður svæðið alfarið lokað meðan á framkvæmdunum stendur Meira
25. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 256 orð | 1 mynd

Slitlag á alla tengivegi gæti kostað 150 milljarða króna

Ætla má að það gæti kostað allt að 150 milljarða króna að koma bundnu slitlagi á þá 2.118 kílómetra tengivega á landinu sem í dag eru með malarslitlagi. Er þá út frá því gengið að meðalkostnaður við að koma slitlagi á tengivegi sé um 70 milljónir kr Meira
25. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 381 orð | 1 mynd

Straumsvíkurhöfn stækkuð

„Það er aðallega verið að undirbúa komu Carbfix í bæinn og að skipuleggja þannig að þeir geti sett upp aðstöðu í bænum,“ segir Orri Björnsson, formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar. Haldinn verður fundur í kvöld í Bæjarbíói kl Meira
25. apríl 2023 | Erlendar fréttir | 45 orð | 1 mynd

Suðurljósin í allri sinni dýrð

Þessi ljósmyndari sat í gær í mestu makindum við Ellesmere-vatn, sem er í nágrenni Christchurch á Nýja-Sjálandi, og tók þar myndir af suðurljósunum, Aurora Australis. Þau eru náskyld norðurljósunum, Aurora Borealis, sem við Íslendingar þekkjum vel, enda eru hvor tveggja ljósin af sömu rót runnin. Meira
25. apríl 2023 | Fréttaskýringar | 770 orð | 2 myndir

Tugir deilibíla komnir á götuna

Baksvið Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Deilibílar fyrirtækisins Hopp eru orðnir fjörutíu og þrír talsins. Allir bílarnir eru 100% rafdrifnir en þjónustan er veitt í samstarfi við Bílaleigu Akureyrar. Fyrsti Hopp-deilibíllinn kom á götuna í mars 2022. Meira
25. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 420 orð | 1 mynd

Þau eru kóngurinn og drottningin í ríki sínu

Íslandsglíman fór fyrst fram 1906 og allar götur síðan hefur verið keppt um Grettisbeltið, sem fylgir nafnbótinni glímukóngur Íslands, og er Einar Eyþórsson, sem keppir fyrir Mývetning, nýr meistari Meira

Ritstjórnargreinar

25. apríl 2023 | Staksteinar | 223 orð | 1 mynd

Eldgos mikil ­ólíkindatól

Ómar Ragnarsson hugsar upphátt á Moggabloggi: Meira
25. apríl 2023 | Leiðarar | 621 orð

Löggjafarvald var ekki framselt

Þýlyndi út fyrir mörk Meira

Menning

25. apríl 2023 | Fjölmiðlar | 191 orð | 1 mynd

Eðalsnobbari og gleðigjafi kvaddur

Sumar manneskjur eru til þannig að maður þarf bara að sjá þær og þá gleðst maður innra með sér. Maður þarf ekki endilega að þekkja þessar manneskjur, þótt það sé reyndar langbest. Stundum er nóg að vita af þeim Meira
25. apríl 2023 | Menningarlíf | 464 orð | 3 myndir

Engin áróðursmynd

„Það vildi þannig til að Ósk Vilhjálmsdóttir myndlistarmaður og mágkona mín var með skipulagðar ferðir á þetta svæði ásamt Ástu Arnardóttur og árið 2006 fór ég með í eina af síðustu ferðunum þeirra – skömmu áður en byrjað var að safna… Meira
25. apríl 2023 | Dans | 456 orð | 2 myndir

Fallegt flæði

Tjarnarbíó Harmony ★★★·· Danshöfundur: Ernesto Camilo Valdes. Tónlist: Ernesto Camilo Valdes. Lýsing: Kristján Darri Kristjánsson. Dansarar: Álfheiður Karlsdóttir, Assa Davíðsdóttir, Bergþóra Sól Elliðadóttir, Diljá Þorbjargardóttir, Emma Eyþórsdóttir, Freyja Vignisdóttir, Hafey Lipka Þormarsdóttir, Kristín Rannveig Jóhannsdóttir og Sylvía Kristín Ívarsdóttir. Forward with Dance Youth Company frumsýndi í Tjarnarbíói fimmtudaginn 20. apríl 2023. Meira
25. apríl 2023 | Menningarlíf | 113 orð | 1 mynd

Fjallar um efnahagslega stöðu vinnukvenna á 18. og 19. öld

Efnahagsleg staða vinnukvenna á 18. og 19. öld er til umfjöllunar í erindi sem Guðný Hallgrímsdóttir sagnfræðingur flytur í Þjóðminjasafninu í dag kl. 12 og streymt er á youtube-rás safnsins. „Stór hluti íslenskra kvenna á 18 Meira
25. apríl 2023 | Menningarlíf | 138 orð | 1 mynd

Framhald á Kóngakapli 20 árum síðar

Tökur eru hafnar í Danmörku á kvikmyndinni Mørkeland (Myrkraland) með Anders W. Berthelsen í aðalhlutverki, en í öðrum helstu hlutverkum eru Nicolas Bro og Charlotte Munck. Um er að ræða sjálfstætt framhald á hinni geysivinsælu Kongekabale… Meira
25. apríl 2023 | Menningarlíf | 67 orð | 1 mynd

Maðurinn á bak við Dame Ednu látinn

Gamanleikarinn Barry Humphries er látinn 89 ára að aldri. Humphries, sem fæddist í Melbourne, fluttist til London 1959 þar sem hann átti langan og farsælan feril. Hann er þekktastur fyrir túlkun sína á hinni litríku Dame Ednu Everage, sem vakti… Meira
25. apríl 2023 | Menningarlíf | 74 orð | 1 mynd

Nútímalist á sýningu í Moskvu

Safngestur á Púshkín-ríkislistasafnsinu í Moskvu tekur mynd af málverkinu „Ungur fimleikamaður á bolta“ eftir spænska listamanninn Pablo Picasso. Áður en Rússar réðust inn í Úkraínu fyrir rúmu ári höfðu stjórnendur Ríkislistasafnsins í… Meira
25. apríl 2023 | Menningarlíf | 214 orð | 1 mynd

Ólafur Elíasson trúir á mátt samtalsins

„Þegar listin er annars vegar er það sannfæring mín að sniðganga sé ekki rétta leiðin. Í mínum huga er samtalið leiðin fram,“ segir myndlistarmaðurinn Ólafur Elíasson í samtali við Politiken þar sem hann svarar í fyrsta sinn þeirri… Meira
25. apríl 2023 | Menningarlíf | 122 orð | 1 mynd

Ritstjórinn rekinn og málsókn í kortunum

Anne Hoffmann, ritstjóri þýska slúðurvikuritsins Die Aktuelle, hefur verið rekin vegna gerviviðtals sem blaðið birti við Michael Schumacher. Í „viðtalinu“ var gervigreind látin svara fyrir Schumacher, en hann hefur ekki komið opinberlega … Meira
25. apríl 2023 | Menningarlíf | 112 orð | 1 mynd

Sýningin innblásin af ferð Solanders

Sýningin Solander 250 – bréf frá Íslandi hefur verið opnuð í Grafíksalnum í Hafnarhúsinu. „Sýningin er stærsta og viðamesta myndlistasýning sem hefur ferðast um landið en hún mun teygja anga sína um tólf listasöfn og sýningarsali um allt … Meira

Umræðan

25. apríl 2023 | Aðsent efni | 444 orð | 1 mynd

Hefur Laxá í Aðaldal verið ofveidd?

Fjallað er um meinta ofveiði í Laxá í Aðaldal. Meira
25. apríl 2023 | Aðsent efni | 585 orð | 1 mynd

Hnífaburður gerður útlægur

Öll sala hnífa annarra en verkfæra og eldhúsáhalda verður bönnuð. Meira
25. apríl 2023 | Aðsent efni | 611 orð | 1 mynd

Kosningar í Tyrklandi – Titringur í herbúðum Erdogans

Erdogan hefur verið við völd í 21 ár. Á valdatímanum hefur hann markvisst aukið völd forseta á kostnað þingsins og veikt dómsvaldið. Meira
25. apríl 2023 | Pistlar | 426 orð | 1 mynd

Mikilvægi Eddu

Íslenska þjóðin er bókaþjóð og eru bókmenntir samofnar sögu okkar og tungumáli. Við vorum einmitt minnt á það í liðinni viku þegar Hús íslenskunnar var vígt með formlegum hætti og því gefið hið fallega nafn Edda Meira
25. apríl 2023 | Aðsent efni | 241 orð | 1 mynd

Opið bréf til Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra

70% allra áa í Noregi eru nú menguð af eldislaxi sem blandast erfðum með villtum laxi. Meira

Minningargreinar

25. apríl 2023 | Minningargreinar | 1583 orð | 1 mynd

Auður Bjarnadóttir

Auður Bjarnadóttir fæddist í Vestmannaeyjum 1. febrúar 1960. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 13. apríl 2023. Foreldrar Auðar voru Bjarni Herjólfsson frá Vestmannaeyjum, f. 19. júlí 1932, d. 3. júní 2004, og Unnur Ketilsdóttir frá Ísafirði, f Meira  Kaupa minningabók
25. apríl 2023 | Minningargreinar | 409 orð | 1 mynd

Ármann Þorgrímsson

Ármann Þorgrímsson fæddist 10. janúar 1932 í Garði í Núpasveit, N-Þingeyjarsýslu. Hann lést 10. apríl á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Foreldrar Ármanns voru Þorgrímur Ármannsson, f. 1898, d. 1978, og Guðrún Guðmundsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
25. apríl 2023 | Minningargreinar | 866 orð | 1 mynd

Damian Kristinn Sindrason

Damian Kristinn Sindrason fæddist 3. mars 2003 í Reykjavík. Hann ólst upp og bjó á Eskifirði. Hann lést erlendis 7. apríl 2023. Foreldrar hans eru hjónin Małgorzata Beata Libera, fædd 9. nóvember 1975, fulltrúi hjá Afli - Starfsgreinafélagi, og… Meira  Kaupa minningabók
25. apríl 2023 | Minningargreinar | 3103 orð | 1 mynd

Guðný Andrésdóttir

Guðný Andrésdóttir fæddist 16. október 1984. Hún lést 11. apríl 2023. Foreldrar hennar eru Sigríður Friðjónsdóttir tónlistarkennari, f. 16.11. 1961, ekkja. Faðir hennar er Andrés Gunnlaugsson húsasmíðameistari, f Meira  Kaupa minningabók
25. apríl 2023 | Minningargreinar | 851 orð | 1 mynd

Jóhann Steinar Ingibjörnsson

Jóhann Steinar Ingibjörnsson stýrimaður og bifreiðastjóri fæddist í Djúpavík 24. júlí 1947. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans 6. apríl 2023. Foreldrar hans voru Guðrún Brynhildur Árnadóttir húsmóðir, f Meira  Kaupa minningabók
25. apríl 2023 | Minningargreinar | 1622 orð | 1 mynd

Lára Hansdóttir

Lára Sesselja Hansdóttir fæddist 18. apríl 1940. Hún lést 6. apríl 2023. Útför hennar fór fram 19. apríl 2023. Meira  Kaupa minningabók
25. apríl 2023 | Minningargreinar | 1120 orð | 1 mynd

Sigurður Z. Þórarinsson

Sigurður Z. Þórarinsson fæddist 24. ágúst 1943 á Víðivöllum ytri 1 í Fljótsdal. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Dyngju 15. apríl 2023. Foreldrar hans voru Sigríður Elísabet Þorsteinsdóttir f. 2. júlí 1907, d Meira  Kaupa minningabók
25. apríl 2023 | Minningargreinar | 4341 orð | 1 mynd

Sævar Jónsson

Sævar Jónsson fæddist 28. mars 1950. Hann lést 7. apríl 2023. Útför hans var gerð 24. apríl 2023. Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

25. apríl 2023 | Í dag | 251 orð

Bið um lognkyrrð og sólskin

Á boðnarmiði á Guðmundur Arnfinnsson limruna Hundakæti: „Ég af því hef endalaust gaman og engist af hlátri“, kvað daman, „þegar hundurinn minn tekur hringsnúninginn, til að hann nái endunum saman“ Meira
25. apríl 2023 | Í dag | 173 orð

Ekki feilpúst. N-Enginn

Norður ♠ -- ♥ 64 ♦ Á632 ♣ ÁKD6543 Vestur ♠ ÁKD654 ♥ Á5 ♦ KG9 ♣ G10 Austur ♠ 1093 ♥ 1098732 ♦ 104 ♣ 82 Suður ♠ G872 ♥ KDG ♦ D875 ♣ 97 Suður spilar 3G Meira
25. apríl 2023 | Í dag | 86 orð | 1 mynd

Guðbjörg Konráðsdóttir

40 ára Guðbjörg er frá Flateyri en býr á Sauðárkróki. Hún er leiðbeinandi á leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki. Guðbjörg er í yngri flokka stjórn Tindastóls í körfubolta og áhugamálin eru íþróttir, hreyfing og að vera með fjölskyldunni og vinum Meira
25. apríl 2023 | Dagbók | 27 orð | 1 mynd

Með fæðingarheimili í maganum

Ljósmæðurnar Embla Guðmundsdóttir og Emma Swift stofnuðu Fæðingar­heimili Reykjavíkur þar sem fólki býðst nú samfelld og einstaklings­miðuð þjónusta í barneignarferlinu. Þær fóru um víðan völl í Dagmálum. Meira
25. apríl 2023 | Dagbók | 80 orð | 1 mynd

Pissaði óvart á eiginmanninn

Eva Ruza og Hjálm­ar Örn fóru á kost­um í nýja helg­arþætt­in­um Bráðavakt­inni á K100 á laug­ar­dag en þar ræddu þau meðal ann­ars um drauma. Eitt af því sem kom til umræðu í þætt­in­um var af­drifa­rík­ur draum­ur Evu sem endaði nokkuð… Meira
25. apríl 2023 | Í dag | 64 orð

Sá sem er að flýta sér getur haft hraðan á með einu n-i eða hraðann með…

Sá sem er að flýta sér getur haft hraðan á með einu n-i eða hraðann með tveimur, í fyrra tilfellinu er lýsingarorðið hraður, í hinu nafnorðið hraði Meira
25. apríl 2023 | Í dag | 170 orð | 1 mynd

Skák

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Rf3 0-0 6. Be2 e5 7. 0-0 Rc6 8. d5 Re7 9. b4 Rh5 10. a4 Rf4 11. He1 Rxe2+ 12. Dxe2 a5 13. bxa5 Hxa5 14. Bd2 Ha6 15. a5 f5 16. Ra4 h6 17. Bb4 fxe4 18. Rd2 Rf5 19 Meira
25. apríl 2023 | Í dag | 42 orð | 1 mynd

Tombóla

Vinkonurnar Una Hafdís Dagsdóttir og Stella Erlingsdóttir héldu nýlega tombólu á Eiðistorgi, Seltjarnarnesi til styrktar neyðarsöfnun Rauða krossins, sem var sett á fót til að bregðast við jarðskjálftahamförum í Sýrlandi og Tyrklandi Meira
25. apríl 2023 | Í dag | 1044 orð | 2 myndir

Verkefni bóndans fjölbreytt

Ingvar Björnsson fæddist 25. apríl 1973 á Blönduósi og ólst upp á Hólabaki í Þingi. „Ég er annað barn foreldra minna en við systkinin erum fjögur talsins. Þegar ég kom í heiminn höfðu foreldrar mínir nýlega hafið búskap á Hólabaki þar sem þau byggðu upp myndarlegt kúabú Meira

Íþróttir

25. apríl 2023 | Íþróttir | 163 orð | 1 mynd

Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handknattleik, verður ekki með…

Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handknattleik, verður ekki með íslenska landsliðinu í tveimur síðustu leikjunum í undankeppni EM vegna meiðsla. Ísland mætir Ísrael í Tel Aviv á fimmtudaginn og Eistlandi í Laugardalshöllinni á sunnudaginn Meira
25. apríl 2023 | Íþróttir | 181 orð | 1 mynd

Langri bið er lokið

Hamar hafði betur gegn Skallagrími, 93:81, í oddaleik í umspili um laust sæti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í Hveragerði í gærkvöldi. Hamar leikur því í úrvalsdeildinni á næsta tímabili og það í fyrsta sinn í tólf ár Meira
25. apríl 2023 | Íþróttir | 294 orð | 1 mynd

Leit Handknattleikssambands Íslands að nýjum þjálfara fyrir…

Leit Handknattleikssambands Íslands að nýjum þjálfara fyrir karlalandsliðið Íslands hefur verið í meira lagi áhugaverð. Líkt og Morgunblaðið og mbl.is greindu frá í síðustu viku hefur óeining ríkt innan sambandsins um það hver eigi að taka við… Meira
25. apríl 2023 | Íþróttir | 357 orð | 2 myndir

Lið sem gæti hæglega farið alla leið í ár

Stjarnan hirti annað sætið, og þar með Evrópusætið, af Breiðabliki á lokaspretti síðasta tímabils og mætir til leiks í Bestu deild kvenna með tvo bikara í safninu eftir vel heppnað undirbúningstímabil Meira
25. apríl 2023 | Íþróttir | 563 orð | 2 myndir

Logi kom Víkingum í gang

Víkingar héldu áfram góðri byrjun sinni á Íslandsmótinu í fótbolta með því að vinna KR-inga, 3:0, í Fossvogi í gærkvöld. Þeir hafa nú unnið fyrstu þrjá leiki sína án þess að fá á sig mark og eru með þriggja stiga forskot á Val á toppi deildarinnar Meira
25. apríl 2023 | Íþróttir | 363 orð | 2 myndir

Meistararnir mæta með mikið breytt lið

Íslands- og bikarmeistarar Vals tefla fram mikið breyttu liði frá því í fyrra en mæta samt til leiks með firnasterkan hóp. Að sjálfsögðu er mikil blóðtaka að missa fjóra öfluga leikmenn á borð við Söndru Sigurðardóttur landsliðsmarkvörð, miðvörðinn Mist Edvardsdóttur, miðjumanninn Ásgerði S Meira
25. apríl 2023 | Íþróttir | 41 orð | 1 mynd

Níu marka leikur í Garðabænum

Stjarnan vann HK í ótrúlegum níu marka leik í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld. Fylkir vann FH með frábærum endaspretti, 4:2, í Árbænum, og Víkingar eru einir á toppnum eftir öruggan sigur á KR-ingum í Fossvogi, 3:0 Meira
25. apríl 2023 | Íþróttir | 356 orð | 2 myndir

Sterkur hópur sem stefnir á að vinna titla

Breiðablik missti af stóru titlinum á síðasta tímabili því liðið hafnaði í þriðja sæti Bestu deildarinnar og tapaði bikarúrslitaleiknum gegn Val. Niðurstaðan í deildinni varð til þess að liðið leikur ekki í Evrópukeppni í ár sem voru mikil vonbrigði … Meira
25. apríl 2023 | Íþróttir | 217 orð

Valskonur eru líklegastar

Valur og Breiðablik, þau tvö lið sem fjölmiðlar Árvakurs spá tveimur efstu sætunum í hinni árlegu spá fyrir Bestu deild kvenna í fótbolta, mætast í fyrstu umferð deildarinnar á Hlíðarenda í kvöld. Í spánni tóku 20 manns þátt, starfsfólk… Meira
25. apríl 2023 | Íþróttir | 277 orð | 1 mynd

Þór einum sigri frá úrslitaeinvíginu

Þór frá Þorlákshöfn er kominn í 2:0 í einvígi sínu við ríkjandi Íslandsmeistara Vals í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik karla eftir að liðið vann níu stiga sigur, 92:83, í öðrum leik liðanna í Þorlákshöfn í gærkvöldi Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.