Greinar miðvikudaginn 26. apríl 2023

Fréttir

26. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 465 orð | 1 mynd

1.400 umsóknir bíða afgreiðslu

Dóra Ósk Halldórsdóttir doraosk@mbl.is Meira
26. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

800 umsóknir frá Venesúela

Langflestar umsóknir um vernd á þessu ári koma frá Venesúela, eða 800 talsins, og eru þær nú fleiri en umsóknir um vernd frá Úkraínu. Útlendingastofnun hefur endurskoðað viðmið sín um ástandið í Venesúela og komist að þeirri niðurstöðu að taka… Meira
26. apríl 2023 | Erlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

Biden býður sig fram til endurkjörs

Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að hann hygðist bjóða sig fram til endurkjörs í forsetakosningunum, sem eiga að fara fram í nóvember 2024. Biden sagði að hann vildi „ljúka verkinu“, sem hann hefði hafið með forsetatíð sinni í … Meira
26. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 299 orð | 1 mynd

Brottför seinkað en ekki innritun

Ferðalangar ættu ekki ganga að neinu sem gefnu í samskiptum sínum við flugfélög. Um það vitnar nýlegur úrskurður Samgöngustofu. Í apríl á síðasta ári voru eldri hjón á leið í flug frá Keflavík til Vínarborgar með ungverska flugfélaginu Wizz Air Meira
26. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 285 orð | 1 mynd

Byggt við Grensásdeild og eldri bygging endurhönnuð

Stefnt er að því að nýbygging sem rísa á við Grensásdeild Landspítalans verði tekin í notkun á árinu 2027. Hún er fjármögnuð af ríkinu og er kostnaður áætlaður 3,4 milljarðar króna. Ný legudeild, borðsalur, meðferðarrými fyrir iðju- og talþjálfun og sjúkraþjálfunareining bætast við deildina Meira
26. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 269 orð | 2 myndir

Einn lést í bátsbruna og tveir slösuðust

Einn maður lést og tveir slösuðust þegar eldur kom upp í netabátnum Grímsnesi GK-555 aðfaranótt gærdagsins. Tilkynning um eldinn barst tíu mínútur yfir tvö um nóttina. Sjö manns voru í bátnum og komust fjórir af sjálfsdáðum frá borði Meira
26. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 266 orð | 1 mynd

Flogið beint til Tenerife frá Egilsstöðum í sumar

„Við ætlum að prófa að fljúga frá Egilsstöðum til Tenerife 10. júlí og til baka 20. júlí. Þetta er ein ferð sem við viljum prófa til að skoða hvort það sé grundvöllur fyrir meira flugi frá Egilsstöðum,“ segir Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrvals Útsýnar Meira
26. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 277 orð | 2 myndir

Gamlir nemendur halda bridsmót

Fyrrverandi nemendur Menntaskólans á Laugarvatni efna til Bridshátíðar í skólanum hinn 29. apríl eða næsta laugardag. Er það gert í tilefni af stórafmæli skólans en ML átti 70 ára afmæli hinn 12. apríl Meira
26. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 589 orð | 2 myndir

Grensásdeildin tvöfölduð

Hörður Vilberg hordur@mbl.is Áætlað er að taka fyrstu skóflustunguna að nýrri viðbyggingu við Grensásdeild Landspítalans næsta haust. Í dag eru 50 ár frá því að deildin var opnuð 26. apríl árið 1973. Deildin hefur sinnt endurhæfingu um 50 þúsund Íslendinga á þeim tíma. Meira
26. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Guðni fer til Strassborgar

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands mun ávarpa þing Evrópuráðsins í Strassborg í Frakklandi á morgun, fimmtudaginn 27. apríl. Þingmönnum ráðsins mun gefast tækifæri til þess að spyrja forseta spurninga í kjölfar ávarpsins Meira
26. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Hálsmen til styrktar Grensási

Katrín Björk Guðjónsdóttir hefur hannað hálsmenið „Tvær stjörnur“ og hyggst selja það til styrktar endurhæfingardeild Grensáss sem fagnar í vor 50 ára afmæli. Katrín kynntist fyrst starfi deildarinnar árið 2014 og eftir stóra áfallið,… Meira
26. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 166 orð

Héraðsskjalasafn verður lagt niður

Héraðsskjalasafn Kópavogs verður lagt niður og Kópavogsbær hyggst fara í samvinnu við Þjóðskjalasafn um að taka við safnkostinum. Þetta var samþykkt á fundi bæjarstjórnar Kópavogs í gær. Þar voru tillögur bæjarstjóra að nýjum sóknarfærum í starfsemi … Meira
26. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 264 orð | 1 mynd

Hjörtur Howser

Hjörtur Howser tónlistar- og leiðsögumaður varð bráðkvaddur 24. apríl síðastliðinn, 61 árs að aldri. Hjörtur fæddist 30. júní 1961 á Sólvangi í Hafnarfirði og ólst upp þar í bæ. Foreldrar hans voru Lilja Hjartardóttir Howser, talsímakona og síðar skrifstofumaður, f Meira
26. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 631 orð | 2 myndir

Íslenskan hefur lifað lengi í Vesturheimi

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is University of Manitoba Press í Winnipeg í Kanada hefur gefið út greinasafnið Icelandic Heritage in North America, yfirgripsmikið yfirlit yfir tungumál, bókmenntir og sögu íslenskra innflytjenda og afkomenda þeirra í Norður-Ameríku í ritstjórn Birnu Arnbjörnsdóttur og Höskuldar Þráinssonar, fyrrverandi prófessora við Háskóla Íslands, og Úlfars Bragasonar, fyrrverandi rannsóknarprófessors við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Útgáfunni verður fagnað í Vigdísarstofu, Veröld, húsi Vigdísar klukkan 16 í dag. Meira
26. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 142 orð

Kórónuveirusmit á dvalarheimili í Stykkishólmi

Þrír einstaklingar sem dvelja á Dvalarheimilinu Stykkishólmi hafa smitast af kórónuveirunni á síðustu dögum en smit barst einnig til þeirra sem búa í þjónustuíbúðum við hliðina á heimilinu. Tilkynnt var á facebooksíðu dvalarheimilisins fyrir tæpum hálfum mánuði að smit hefði greinst á heimilinu Meira
26. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 213 orð | 1 mynd

Leggja til hömlur á notkun reiðufjár

Setja þarf hömlur á notkun reiðufjár í viðskiptum í atvinnurekstri og innleiða að fullu áhættumiðað eftirlit í virðisaukaskatti. Þetta er meðal fjölmargra tillagna til úrbóta sem fram koma í skýrslu starfshóps sem fjármála- og efnahagsráðherra… Meira
26. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 348 orð | 1 mynd

Nú fer farþegaskipum að fjölga

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Með hækkandi sól fer þeim smám saman að fjölga skemmtiferðaskipunum sem koma til landsins. Tvö farþegaskip eru væntanleg til Reykjavíkur á morgun. Þeim fjölgar verulega í maí og júní og vertíð skemmtiferðaskipanna nær hámarki í júlí og ágúst. Meira
26. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 451 orð | 2 myndir

Raunverð nýrra íbúða að lækka

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Raunverð nýrra íbúða á Eskiási í Garðabæ hefur lækkað milli ára. Nafnverðið hefur enda ekki haldið í við verðbólgu. Meira
26. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 413 orð

Skattbyrðin misþung en stóð í stað á Íslandi

Skattlagning á laun breyttist lítið hér á landi á seinasta ári frá árinu á undan, ólíkt þróuninni í meirihluta aðildarlanda OECD þar sem skattbyrðin jókst umtalsvert í mörgum löndum. Ísland vermir 26 Meira
26. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 183 orð | 1 mynd

Snjóflóðavarnir ekki í umhverfismat

Skipulagsstofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að áframhaldandi efling ofanflóðavarna við Flateyri skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Stefnt er að framkvæmdum við varnargarðana í sumar. Fram kemur í greinargerð Skipulagsstofnunar að… Meira
26. apríl 2023 | Erlendar fréttir | 117 orð

Stefna á að segja sig frá dómstólnum

Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, sagði í gær að stjórnarflokkurinn Afríska þjóðarráðið (ANC) hefði ályktað að Suður-Afríka ætti að segja sig frá Alþjóðaglæpadómstólnum. Ályktunin kemur í kjölfar þess að dómstóllinn gaf út alþjóðlega… Meira
26. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 646 orð | 1 mynd

Telja að ákvæði eigi ekki við jarðvarma

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Landsvirkjun og HS Orka gera alvarlegar athugasemdir við frumvarp umhverfisráðherra til laga um breytingar á lögum sem varða niðurdælingu koltvíoxíðs. Með frumvarpinu er ætlunin að samræma orðalag lagagreinanna við orðalag tilskipunar Evrópusambandsins um geymslu koltvíoxíðs í jörðu. Orkufyrirtækin gera athugasemdir við að hefðbundin niðurdæling jarðvarmavirkjana verði felld undir sömu ákvæði og geymsla koltvíoxíðs frá iðnaðarferlum í jörðu og telja enga nauðsyn á því. Slík kvöð muni auka mjög kostnað við jarðvarmavirkjanir. Meira
26. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Valskonur sigruðu Breiðablik í stórleik fyrstu umferðarinnar

Keppni í Bestu deild kvenna í fótbolta hófst í gærkvöld með þremur leikjum og þar var sannkallaður toppslagur á dagskrá. Íslands- og bikarmeistarar Vals lögðu sína skæðustu keppinauta undanfarin ár, Breiðablik, að velli á Hlíðarenda, 1:0, í miklum… Meira
26. apríl 2023 | Fréttaskýringar | 738 orð | 2 myndir

Viðsnúningur um bókun 35 óútskýrður

Baksvið Andrés Magnússon andres@mbl.is Deilur um bókun 35 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) og frumvarp utanríkisráðherra um innleiðingu á tiltekinni málsgrein hennar kunna að reynast langar og strangar, eins og má heita viðbúið þegar rætt er um að fella íslensk lög og reglur sjálfkrafa að alþjóðasamningum, lögum, reglum og stjórnvaldsfyrirmælum. Meira
26. apríl 2023 | Erlendar fréttir | 698 orð | 1 mynd

Vopnahléinu fylgt að mestu

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Erlend ríki héldu áfram í gær að flytja ríkisborgara sína frá Súdan, eftir að Bandaríkjastjórn náði að hafa milligöngu um þriggja daga vopnahlé á milli stjórnarhers landsins og RSF-sveitanna í höfuðborginni Kartúm. Var vopnahléið virt að mestu, en sjónarvottar sögðu við AFP-fréttastofuna að skothríð hefði heyrst hér og þar í nágrenni borgarinnar. Þá var einnig barist í Omdurman, sem er hinum megin við Nílarfljótið frá Kartúm. Meira

Ritstjórnargreinar

26. apríl 2023 | Leiðarar | 415 orð

Fjögur ár enn?

Biden vill fjögur ár enn. Flestir kjósendur eru ósammála Meira
26. apríl 2023 | Leiðarar | 328 orð

Stjórnlaus málaflokkur

Dómsmálaráðherra leggur sig fram, en það dugar ekki til Meira
26. apríl 2023 | Staksteinar | 227 orð | 1 mynd

Þýlyndið

Arnar Þór Jónsson segir að líta megi á bókun 35 „sem birtingarmynd gamalkunnugs stefs, þar sem yfirvöld seilast lengra samhliða veikara viðnámi almennings: Yfirþyrmandi fjöldi lagareglna sem streymir frá Brussel er á góðri leið með að lama réttarvitund almennings. Fjölgun lagareglna veldur því að rétturinn breytist í völundarhús þar sem stórar ákvarðanir eru látnar velta á óljósum stefnuyfirlýsingum um fjórfrelsi ESB sem í framkvæmd er gert að yfirstjórnarskrá, sem yfirtrompar jafnvel stjórnarskrár þjóðríkjanna. Meira

Menning

26. apríl 2023 | Menningarlíf | 135 orð | 1 mynd

Bóklestur barna eykst um 24% í Bretlandi

Ný rannsókn leiðir í ljós að bóklestur barna og ungmenna í Bretlandi hefur aukist um 24% milli ára. Þessu greinir The Guardian frá. Er það mat rannsakenda að átök eins og BookTok á samfélagsmiðlinum TikTok hafi aukið áhuga barna og ungmenna á bóklestri þar í landi Meira
26. apríl 2023 | Menningarlíf | 162 orð | 1 mynd

Egyptar ósáttir við svarta Kleópötru

Egypskir fræðimenn gagnrýna það harðlega að Kleópatra drottning sé leikin af hörundsdökkri leikkonu í Queen Cleopatra, leikinni heimildarmynd sem Netflix frumsýnir 10. maí. Samkvæmt frétt Variety er breska leikkonan Adele James af blönduðum uppruna… Meira
26. apríl 2023 | Fjölmiðlar | 216 orð | 1 mynd

Enginn galdur eða sjónhverfing

Í spilara RÚV er að finna heimildarmynd um breska listmálarann David Hockney. Ég er ekki búinn að horfa en viss um að hún er fín enda frábær listamaður og ef mér tekst einn daginn að pása YouTube, þá kíki ég á hana Meira
26. apríl 2023 | Menningarlíf | 465 orð | 1 mynd

Ferskt sjónarhorn

„Við erum eiginlega að endurfrumsýna verkið. Við settum það upp í Gaflaraleikhúsinu í fyrra og fórum í framhaldinu hringinn um landið en erum svo að klára hringferðina með þessari uppsetningu,“ segir Annalísa Hermannsdóttir leikstjóri um … Meira
26. apríl 2023 | Menningarlíf | 148 orð | 1 mynd

Harry Belafonte látinn, 96 ára að aldri

Söngvarinn, leikarinn og aktivistinn Harry Belafonte er látinn 96 ára að aldri. Hann fæddist í Harlem í New York 1927, en fluttist fljótlega til fæðingarlands móður sinnar, Jamaíku, þar sem hann komst í kynni við þá þjóðlegu tónlist sem varð hans helsta einkenni á söngferlinum Meira
26. apríl 2023 | Menningarlíf | 86 orð | 1 mynd

Hljóð í þögninni í Fríkirkjunni

Kristín Þóra Haraldsdóttir og Laufey Sigrún Haraldsdóttir leika verk eftir Arvo Pärt og John Cage fyrir víólu og píanó á tónleikum í Fríkirkjunni á morgun, fimmtudag, sem hefjast kl. 12. „Yfirskrift tónleikanna vísar í það hvað þögnin er þeim báðum hugleikin Meira
26. apríl 2023 | Leiklist | 461 orð | 2 myndir

Litlir kassar

Gaflaraleikhúsið Guðrúnarkviða ★★★·· Eftir Eyrúnu Ósk Jónsdóttur. Leikstjórn Hildur Kristín Thorstensen með aðstoð frá Björk Jakobsdóttur. Leikmynd: Sverrir Jörstad Sverrisson. Búningar: Hildur Kristín Thorstensen. Lýsing: Heimir Bergmann Ólafsson. Tónlist: Ólafur Torfason. Myndband: Helgi Sverrisson. Rödd á upptöku: Óli Gunnar Gunnarsson. Leikari: Eyrún Ósk Jónsdóttir. Sett upp í samstarfi við Gaflaraleikhúsið, þar sem sýningin var frumsýnd föstudaginn 31. mars 2023. Meira
26. apríl 2023 | Menningarlíf | 100 orð | 1 mynd

Poney Moon á Múlanum í kvöld kl. 20

Hljómsveitin Poney Moon kemur fram á tónleikum Jazzklúbbsins Múlans á Björtuloftum Hörpu í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20. Í viðburðarkynningu kemur fram að Poney Moon sé íslensk djasshljómsveit bassaleikarans Nicolas Moreaux Meira
26. apríl 2023 | Menningarlíf | 162 orð | 1 mynd

Sennilega síðasta kvikmynd Kens Loach

Breski kvikmyndaleikstjórinn Ken Loach hefur gefið það út að hans næsta mynd, The Old Oak sem hann frumsýnir á næstu kvikmyndahátíð í Cannes, verði sennilega hans síðasta leikna mynd í fullri lengd Meira
26. apríl 2023 | Bókmenntir | 323 orð | 3 myndir

Stutt á milli himnaríkis og helvítis

Glæpasaga Fiðrildafangarinn ★★★★· Eftir Ann Cleeves. Ragnar Hauksson þýddi. Ugla, 2023. Kilja, 421 bls. Meira

Umræðan

26. apríl 2023 | Aðsent efni | 840 orð | 1 mynd

Er skólaforðun vandi barna/ungmenna eða liggur vandinn annars staðar?

Þegar börn eða ungmenni eru hætt að vilja mæta í skólann þá er vandinn oft orðinn mikill og margir hafa komið að málinu til að reyna að hjálpa. Meira
26. apríl 2023 | Aðsent efni | 103 orð | 1 mynd

Römpum upp bíósalina

Fór ásamt níræðri vinkonu minni á íslensku myndina „Á ferð með mömmu“ í Kringlubíó. Við erum báðar með mikla slitgigt í hnjám og áttum við báðar í mjög miklum erfiðleikum með að komast í sætin okkar, því bíógangurinn, sem samanstóð af… Meira
26. apríl 2023 | Aðsent efni | 867 orð | 1 mynd

Við höldum áfram leitinni

Pólitísk rétthugsun kæfir stjórnmálin og ógnar frelsinu. En einmitt þess vegna er mikilvægt að eiga góðan aðgang að hugsuðum frelsisins. Meira
26. apríl 2023 | Pistlar | 419 orð | 1 mynd

Þögn. Myrkur. Þögn.

Aðfaranótt 30. júní fyrir rétt tæplega þremur árum var atkvæðagreiðsla á Alþingi um frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta vímuefna. Frumvarpinu var hafnað með 28 atkvæðum ríkisstjórnarflokkanna og Miðflokksins Meira

Minningargreinar

26. apríl 2023 | Minningargreinar | 2978 orð | 1 mynd

Alena F. Anderlova

Alena Friðrikka Anderlova fæddist í Prag 21. janúar 1945. Hún lést á líknardeild Landspítalans 18. apríl. Foreldrar Alenu voru Václav Anderle læknir í Prag, f. 4.8. 1914, d. 3.12. 1985, og Marta Anderlová viðskiptafræðingur, 11.1 Meira  Kaupa minningabók
26. apríl 2023 | Minningargreinar | 1184 orð | 1 mynd

Hólmfríður Ragnheiður Jónsdóttir

Hólmfríður Ragnheiður Jónsdóttir fæddist 24. apríl 1942 á Eyri í Skötufirði. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 16. apríl 2023. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Þórarinn Helgason, bóndi á Eyri í Skötufirði, f Meira  Kaupa minningabók
26. apríl 2023 | Minningargreinar | 1520 orð | 1 mynd

Kári Jónsson

Kári Jónsson fæddist í Reykjavík 27. febrúar 1952. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 5. apríl 2023. Foreldrar hans voru Jón Trausti Kárason, aðalbókari Pósts og síma, f. 9.2. 1920, d. 24.8. 2011 og Bjarghildur Soffía Stefánsdóttir blaðakona, f Meira  Kaupa minningabók
26. apríl 2023 | Minningargreinar | 1443 orð | 1 mynd

Kristín Guðmundsdóttir

Kristín Guðmundsdóttir fæddist á Núpi í Fljótshlíð 18. febrúar 1927. Hún lést á Landspítalanum 17. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Guðmundsson, bóndi á Núpi, f. 1883, d. 1970 og Katrín Jónasdóttir, húsfreyja á Núpi, f Meira  Kaupa minningabók
26. apríl 2023 | Minningargreinar | 1734 orð | 1 mynd

Stefán Þór Óskarsson

Stefán Þór Óskarsson fæddist í Reykjavík 5. maí 1934. Hann varð bráðkvaddur 21. mars 2023. Foreldrar Stefáns voru Guðfinna Sigurðardóttir, f. 8.1. 1912, d. 8.3. 2002, og Óskar Steinþórsson, f. 27.6. 1913, d Meira  Kaupa minningabók
26. apríl 2023 | Minningargreinar | 509 orð | 1 mynd

Þorsteinn Þorsteinsson

Þorsteinn Þorsteinsson fæddist á Daðastöðum í Núpasveit, Norður-Þingeyjarsýslu, 10. júní 1938 og ólst þar upp til 16 ára aldurs. Hann lést 7. apríl 2023. Foreldrar hans voru Þorsteinn Þorsteinsson bóndi og hreppstjóri og kona hans Ólína Bjarney Pétursdóttir, ættuð frá Bíldudal Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

26. apríl 2023 | Í dag | 46 orð

„Panfíll“ stafar kannski af skrensi á lyklaborði. Pamfíll (hér: náungi) á…

„Panfíll“ stafar kannski af skrensi á lyklaborði. Pamfíll (hér: náungi) á það að vera. Sést varla nema í orðasambandinu: (að vera) lukkunnar pamfíllað vera mjög heppinn Meira
26. apríl 2023 | Dagbók | 79 orð | 1 mynd

Hef upplifað öfundsjúkari týpur

Birna Rún Eiríksdóttir, leikkona og grínisti, var gestur Bráðavaktarinnar á laugardag og fór á kostum með þeim Evu Ruzu og Hjálmari Erni. Þar ræddu þau meðal annars um eina skiptið sem Birna hefur skemmt með Hjálmari, í stað Evu, en hann fullyrti að Eva hefði orðið nokkuð afbrýðisöm við þetta Meira
26. apríl 2023 | Í dag | 257 orð

Jarpkollubollafjall og strandsiglingar

Ég var að fletta ljóðabók Eyjólfs Óskars, „Við sólþanin segl“, sem út kom 1996. Aftan á bókarkápuna hefur Helgi Sæmundsson skrifað: „Heilarmynd kvæðanna er samfelld og hnitmiðuð eins og til dæmis í „Næturljóði“: Árniðinn rekur með lauföldum inn í tjaldið til mín Meira
26. apríl 2023 | Í dag | 956 orð | 2 myndir

Kenndi rökfræði í 40 ár

Erlendur Jónsson fæddist 26. apríl 1948 á Miklubraut 40 í Reykjavík og ólst upp í Hlíðunum til 12 ára aldurs. Ömmur hans ólu hann upp til 4 ára aldurs en foreldrar hans voru við nám í Uppsölum og komu heim 1952 Meira
26. apríl 2023 | Í dag | 280 orð | 1 mynd

Rünno Allikivi

40 ára Rünno er frá Eistlandi en hann ólst upp í þorpinu Kilingi-Nõmme í suðurhluta Eistlands. Hann hefur búið og starfað meirihluta ævinnar í Svíþjóð og Bandaríkjunum en flutti til Íslands ásamt sambýliskonu sinni árið 2020 og búa þau í Vesturbænum í Reykjavík Meira
26. apríl 2023 | Í dag | 176 orð | 1 mynd

Skák

1. Rf3 d5 2. d4 Rf6 3. c4 e6 4. Rc3 Bb4 5. Da4+ Rc6 6. a3 Bxc3+ 7. bxc3 Re4 8. e3 Rxc3 9. Dc2 Re4 10. Bd3 0-0 11. 0-0 Rf6 12. Hb1 h6 13. a4 a5 14. Ba3 Rb4 15. Bxb4 axb4 16. Hxb4 c5 17. dxc5 Da5 18. Db2 Dxc5 19 Meira
26. apríl 2023 | Í dag | 174 orð

Þrumufleygur. S-AV

Norður ♠ -- ♥ 76542 ♦ 104 ♣ ÁDG1042 Vestur ♠ ÁG103 ♥ D ♦ K932 ♣ 9863 Austur ♠ D9865 ♥ Á8 ♦ D8765 ♣ K Suður ♠ K742 ♥ KG1093 ♦ ÁG ♣ 75 Suður spilar 6♥ Meira

Íþróttir

26. apríl 2023 | Íþróttir | 595 orð | 3 myndir

Anna tryggði Valskonum dýrmæt stig

Íslands- og bikarmeistarar Vals fengu sannkallaða óskabyrjun á Íslandsmótinu í fótbolta í gærkvöld en Hlíðarendakonur lögðu þá sína skæðu keppinauta í Breiðabliki að velli á Hlíðarenda, 1:0. Liðin eiga eftir að mætast tvívegis í viðbót, að því gefnu … Meira
26. apríl 2023 | Íþróttir | 74 orð | 1 mynd

Arnór Snær til stórliðs Löwen

Handknattleiksmaðurinn Arnór Snær Óskarsson úr Val er genginn til liðs við þýska stórliðið Rhein-Neckar Löwen og skrifaði hann undir tveggja ára samning við félagið frá og með komandi sumri. Arnór Snær verður þar með annar Valsarinn í herbúðum þýska … Meira
26. apríl 2023 | Íþróttir | 238 orð | 1 mynd

Aston Villa fór upp í fimmta sætið

Gengi Aston Villa á árinu hefur verið með nokkrum ólíkindum. Í gærkvöldi vann liðið sterkan sigur á Fulham, 1:0, og fór með honum upp í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla. Þar er liðið fimm stigum á eftir Newcastle United og… Meira
26. apríl 2023 | Íþróttir | 75 orð | 1 mynd

Hamarsmenn með undirtökin

Íslands- og bikarmeistarar Hamars í blaki karla standa vel að vígi í slagnum um Íslandsmeistaratitilinn eftir sigur á KA, 3:1, í fyrsta úrslitaleik liðanna í Hveragerði í gærkvöld. Hrinurnar enduðu 25:21, 25:21, 23:25 og 25:20 Meira
26. apríl 2023 | Íþróttir | 64 orð | 1 mynd

Ísak Andri fyrstur til að fá þrjú M

Ísak Andri Sigurgeirsson, 19 ára knattspyrnumaður úr Stjörnunni, varð fyrstur allra í ár til að fá hæstu einkunn Morgunblaðsins, þrjú M, fyrir frammistöðu sína í leik í Bestu deild karla. Ísak lagði upp þrjú mörk og skoraði eitt í sigri Stjörnunnar… Meira
26. apríl 2023 | Íþróttir | 313 orð | 1 mynd

Ísak Andri var bestur í þriðju umferðinni

Ísak Andri Sigurgeirsson, vinstri kantmaður Stjörnunnar, var besti leikmaðurinn í þriðju umferð Bestu deildar karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins. Ísak fékk hæstu mögulega einkunn, þrjú M, fyrir frammistöðu sína í fyrrakvöld þegar Stjarnan vann HK, 5:4, í bráðfjörugum leik í Garðabæ Meira
26. apríl 2023 | Íþróttir | 391 orð | 2 myndir

Norski handknattleiksþjálfarinn Christian Berge staðfesti við…

Norski handknattleiksþjálfarinn Christian Berge staðfesti við Adresseavisen í Noregi í gær að hann væri í viðræðum við HSÍ um að taka við sem þjálfari karlalandsliðs Íslands. Berge þjálfar norska liðið Kolstad, sem varð meistari í vetur undir hans… Meira
26. apríl 2023 | Íþróttir | 128 orð | 1 mynd

Sannfærandi sigur Víkings í fyrsta leik

Víkingar hafa náð undirtökunum í einvíginu við Fjölni um sæti í úrvalsdeild karla í handknattleik eftir sigur í fyrsta úrslitaleik liðanna í Safamýri í gærkvöld, 32:25. Fjölnir byrjaði betur og komst í 3:0 Meira
26. apríl 2023 | Íþróttir | 448 orð | 2 myndir

Sumarfrí kom ekki til greina

Keflavík er enn á lífi í úrslitaeinvígi Íslandsmóts kvenna í körfubolta eftir 78:66-heimasigur á Val í gærkvöldi. Staðan í einvíginu er nú 2:1 og fer fjórði leikurinn fram á Hlíðarenda á föstudag. Valskonur gátu tryggt sér þriðja… Meira

Viðskiptablað

26. apríl 2023 | Viðskiptablað | 213 orð | 1 mynd

Bankaskatturinn eykur vaxtamun

„Sértæk skattlagning á fjármálafyrirtæki á borð við bankaskatt er til þess fallin að hækka fjármögnunarkjör fjármálafyrirtækja. Af þeim sökum hefur slík skattlagning að öðru jöfnu í för með sér aukinn vaxtamun og lakari vaxtakjör heimila og… Meira
26. apríl 2023 | Viðskiptablað | 202 orð | 1 mynd

Blandaðar stjórnir séu fýsilegastar

Um 44 prósent stjórnarmanna eiga hlut, annaðhvort beinan eða óbeinan, í þeim félögum sem þeir sitja í eða 47 stjórnarmenn af 107. Mikill meirihluti stjórnarformanna á hluti í þeim félögum sem þeir sitja í eða 15 af 20 stjórnarformönnum Meira
26. apríl 2023 | Viðskiptablað | 213 orð | 1 mynd

Century kaupir 55% hlut í Jamalco

Álfyrirtækið Century Aluminium Company, sem rekur álbræðslur á Grundartanga og í Bandaríkjunum, hefur fest kaup á 55% hlut í báxít- og súrálsframleiðandanum Jamalco Alumina Refinery. Seljandi er Noble Group Holdings Limited Meira
26. apríl 2023 | Viðskiptablað | 587 orð

Ekkert lát á útgáfu skuldabréfa

Skuldabréfaútgáfa nam alls 36,8 milljörðum króna í mars, samkvæmt bráðabirgðahagtölum Seðlabanka Íslands. Þar af nam útgáfa ríkisskuldabréfa 2,5 milljörðum króna, útgáfa bankanna 21,7 milljörðum og útgáfa atvinnufyrirtækja og félaga 11,3 milljörðum Meira
26. apríl 2023 | Viðskiptablað | 732 orð | 1 mynd

Gervigreindin mun hafa áhrif

Óhætt er að kalla Darra Johansen einn af mestu reynsluboltum íslenska auglýsingageirans. Hann hefur í mörg horn að líta hjá Pipar\TBWA og segir að smæð markaðarins fylgi bæði kostir og gallar. Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum þessi… Meira
26. apríl 2023 | Viðskiptablað | 339 orð | 2 myndir

Hafi þegar endurgoldið stuðning

Það er ekkert sem bendir til þess að nauðsynlegt sé fyrir hið opinbera að taka til sín enn stærri hluta þeirrar verðmætasköpunar sem á sér stað hér á landi, enda dregur hið opinbera nú þegar meira til sín í formi skattheimtu en í okkar helstu samanburðarríkjum Meira
26. apríl 2023 | Viðskiptablað | 428 orð | 1 mynd

Halda áfram að efla tekjugrunn félaganna

Eftir breytingar á efstu deild karla og kvenna í fótbolta á síðasta ári, þar sem tekjustofnum deildarinnar var fjölgað og umgjörð breytt þannig fimm leikir bættust við með úrslitakeppni að hausti, heldur Íslenskur toppfótbolti, hagsmunasamtök þeirra … Meira
26. apríl 2023 | Viðskiptablað | 1320 orð | 1 mynd

Hálfrar aldar gamlar bubblur

Á hverri mínútu eru opnaðar um 620 flöskur af kampavíni, vítt og breitt um heiminn. Tilefnin eru margs konar en oftast er það gert til þess að fagna eða njóta samvista við góða vini eða fjölskyldu. Fátt jafnast á við það að skála í góðu kampavíni og … Meira
26. apríl 2023 | Viðskiptablað | 654 orð | 1 mynd

Kynna nýja kynslóð „snöggverslunar“

Alþjóðlega sendifyrirtækið Wolt ætlar að bjóða þjónustu sína íslenskum viðskiptavinum frá og með vormánuðum. Fyrirtækið er um þessar mundir í óðaönn að semja við sendla, sem koma vörum og veitingum til viðskiptavina Meira
26. apríl 2023 | Viðskiptablað | 1164 orð | 1 mynd

Listin að kaupa ráðgjöf

Það var ágætt hjá Kolbrúnu Baldursdóttur borgarfulltrúa að gagnrýna hve háar fjárhæðir Reykjavíkurborg hefur greitt KPMG fyrir hin ýmsu ráðgjafarverkefni. Líkt og Morgunblaðið gerði skil hefur borgin greitt ráðgjafarfyrirtækinu rösklega 100… Meira
26. apríl 2023 | Viðskiptablað | 94 orð | 1 mynd

Lítilsháttar tekjuaukning milli ára

Tekjur Símans jukust lítillega á milli ára á fyrsta fjórðungi þessa árs, um 3,4%, og námu 6,3 mö. kr. að því er fram kemur í uppgjöri félagsins sem birt var í gær. EBITDA-hagnaður félagsins stóð í stað á milli ára og nam um 1,3 mö Meira
26. apríl 2023 | Viðskiptablað | 589 orð | 1 mynd

Opinber nýsköpun til bjargar

Aukin opinber nýsköpun er fjárfesting til framtíðar og um hana gilda sömu lögmál og í skógrækt. Besti tíminn til að byrja var fyrir tíu árum. Næstbesti tíminn er í dag. Meira
26. apríl 2023 | Viðskiptablað | 437 orð | 1 mynd

Ótengdur Ljósleiðari

Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í síðustu viku að heimila hlutafjáraukningu Ljósleiðarans ehf., þó aðeins að hluta til. Ljósleiðarinn – sem áður hét Gagnaveita Reykjavíkur og þar áður Lína.net – er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og þannig að mestu í eigu borgarinnar Meira
26. apríl 2023 | Viðskiptablað | 1535 orð | 3 myndir

Um 44 prósent stjórnarmanna eiga í félögum

Það er sameiginlegt hagsmunamál stjórnar, hluthafa og félags að stjórnin taki góðar ákvarðanir og félagið sé farsælt til langs tíma litið og það er undir þeim formerkjum sem fólk tekur að sér það ábyrgðarstarf að sitja í stjórn fyrirtækis.“ Meira
26. apríl 2023 | Viðskiptablað | 619 orð | 1 mynd

Viska að vori

  ... margir hafa lesið vitlaust í framtíðina eins og Harry Morris Warner, sem var forstjóri Warner Brothers. Árið 1927 þegar þöglu myndirnar voru allsráðandi en hljóðið var handan við hornið sagði Warner; Hver í andskotanum vill heyra leikara tala? Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.