Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Á fjórða tug umsagna hafa nú borist til fjárlaganefndar Alþingis við fjármálaáætlunina fyrir árin 2024-2028, sem fjármála- og efnahagsráðherra lagði fram undir lok marsmánaðar. Fjármálaáætlunin er nú til umfjöllunar í fjárlaganefnd áður en önnur og síðari umræða þingsins fer fram. Samtök á vinnumarkaði, hagsmunasamtök, stofnanir, samtök sveitarfélaga, félagasamtök o.fl. hafa sent inn umsagnir, sem margar eru mjög ítarlegar um hagstjórnina í landinu og ríkisfjármálin.
Meira