Greinar fimmtudaginn 27. apríl 2023

Fréttir

27. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 184 orð | 1 mynd

118 milljónir króna til vísindamanna

Vísindasjóður Landspítala úthlutaði í gær verkefnastyrkjum til vísindamanna á Landspítala. Úthlutunin var kynnt á Vísindum á vordögum. Í umfjöllun á vef Landspítala kemur fram að Vísindasjóðnum bárust 93 umsóknir árið 2023 og var heildarfjárhæð styrkumsókna tæpar 214 milljónir Meira
27. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 185 orð | 1 mynd

50 ára afmæli Grensásdeilar fagnað

„Grensásdeild er í fararbroddi endurhæfingarþjónustu á Íslandi. Í hálfa öld hefur starfsemin hér hjálpað þúsundum einstaklinga við að ná betri lífsgæðum eftir áföll; slys og veikindi. Fátt er göfugra en að stuðla að því að einstaklingar fái… Meira
27. apríl 2023 | Fréttaskýringar | 467 orð | 1 mynd

51% lýsti kynferðisofbeldi heima fyrir

Ellen Geirsdóttir Håkansson ellen@mbl.is Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til átta sinnum um síðustu helgi vegna heimilisofbeldis. Teymisstjóri Bjarkarhlíðar segir það gríðarlegan fjölda. Það þýði þó ekki endilega að tilfellum ofbeldis innan sambands sé að aukast Meira
27. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 242 orð | 2 myndir

700 manns látist af sjálfskaða á 10 árum

Það er samfélagslegt verkefni að leita leiða til þess að vinda ofan af þeim vandamálum sem verða tugum manna að aldurtila fyrir sjálfskaða á borð við banaskammta fíkniefna og sjálfsmorð, segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar Meira
27. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 110 orð

Atvinnuleysi dregst saman

Atvinnuleysi minnkaði niður í 3,1% í mars og dróst saman um 1,9 prósentur frá febrúarmánuði samkvæmt árstíðaleiðréttum niðurstöðum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofu Íslands. Þá hefur árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka aukist um 0,6 prósentur á milli… Meira
27. apríl 2023 | Fréttaskýringar | 961 orð | 2 myndir

„Langt og þýðingarmikið“ símtal

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti og Xi Jinping, forseti Kína, ræddust við símleiðis í gær, en þetta voru fyrstu beinu samskipti forsetanna frá því að innrás Rússlands í Úkraínu hófst. Selenskí sagði eftir símtalið að það hefði verið „langt og … Meira
27. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 260 orð | 2 myndir

Beðið eftir skóflustungunni

Viðbygging við Grensásdeild Landspítalans hefur verið á teikniborðinu í tuttugu ár. Sigríður Guðmundsdóttir deildarstjóri á Grensásdeildinni segir að það hafi verið erfitt og tekið langan tíma að fá stjórnmálamenn til að fjárfesta í endurhæfingu Meira
27. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 248 orð

Bókun 35 hraðað á þingi

Kurr er meðal þingmanna í utanríkismálanefnd Alþingis, sem telja að reynt hafi verið að keyra frumvarp utanríkisráðherra vegna bókunar 35 í gegn hraðar en við hæfi sé. Bjarni Jónsson, formaður utanríkismálanefndar, er þar á meðal, en hann segir í… Meira
27. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 250 orð | 1 mynd

Byggja upp viðburðasvæði

Framkvæmdir við að styrkja og byggja upp viðburðasvæðið í Hljómskálagarðinum hefjast á næstu dögum. Tilgangurinn er að gera garðinn betur í stakk búinn til að taka á móti mannfjölda á stórum hátíðisdögum í Reykjavík, segir í tilkynningu á heimasíðu borgarinnar Meira
27. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 538 orð | 2 myndir

Börnin fá að blómstra

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Sigrún Lilja Jónasdóttir hefur kennt stærðfræði í 40 ár, þar af undanfarin 38 ár í Austurbæjarskóla, og hafa nemendur hennar í 10. bekk staðið sig vel í keppni í faginu. „Fyrir meira en aldarfjórðungi fór ég í samstarf við Menntaskólann við Hamrahlíð og hef kennt fyrsta framhaldsskólaáfanga í vali í Austurbæjarskóla allar götur síðan. Sumir hafa jafnvel tekið tvo fyrstu áfangana.“ Meira
27. apríl 2023 | Fréttaskýringar | 707 orð | 2 myndir

Deilt um frumvarp vegna bókunar 35

Baksvið Andrés Magnússon andres@mbl.is Þó lengst af hafi lítið farið fyrir bókun 35 í þjóðmálaumræðu hafa ýmsir lögfræðingar fjallað um hana fyrr og nú. Þriggja manna nefnd forsætisráðherra reið á vaðið 1997 og taldi málsgrein um skyldur Íslands til lagasetningar um forgang EES-reglna ekki hafa mikið gildi vegna fyrri málsgreinar um að löggjafarvaldið væri í engu framselt. Meira
27. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 178 orð | 1 mynd

Einbreiðum brúm fækkar

Vegagerðin stendur frammi fyrir gríðarlegum áskorunum varðandi vegakerfið hér á landi, sagði Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, þegar hún setti brúarráðstefnu Vegagerðarinnar í gær. Bergþóra segir það felast fyrst og fremst í þeim… Meira
27. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 153 orð | 1 mynd

Ellefu félög BSRB í verkfall?

Atkvæðagreiðslur um verkfallsaðgerðir hófust á hádegi í gær vegna kjaradeilu 11 aðildarfélaga BSRB við Samband íslenskra sveitarfélaga. Fyrstu verkfallsaðgerðir eru áformaðar í Kópavogi, Garðabæ, Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ þar sem starfsfólk… Meira
27. apríl 2023 | Erlendar fréttir | 272 orð | 1 mynd

Enn barist þrátt fyrir vopnahlé

Bardagar voru á nokkrum stöðum í Súdan í gær, þrátt fyrir að þriggja daga vopnahlé væri enn í gildi. Heyrðist skothríð í borginni Omdurman, sem er hinum megin við Nílarfljót frá höfuðborginni Kartúm, en breska ríkisútvarpið BBC sagði að bardagar… Meira
27. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Fá verðlækkun sem bændur munar um

Bændur í Suður-Þingeyjarsýslu hafa með því að standa saman að útboði á rekstrarvörum og þjónustu náð betri kjörum á áburði, olíuvörum og fleiri vörum og þjónustu en þeir hafa getað náð hver fyrir sig Meira
27. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 716 orð | 1 mynd

Fjármálaáætlun gagnrýnd

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Á fjórða tug umsagna hafa nú borist til fjárlaganefndar Alþingis við fjármálaáætlunina fyrir árin 2024-2028, sem fjármála- og efnahagsráðherra lagði fram undir lok marsmánaðar. Fjármálaáætlunin er nú til umfjöllunar í fjárlaganefnd áður en önnur og síðari umræða þingsins fer fram. Samtök á vinnumarkaði, hagsmunasamtök, stofnanir, samtök sveitarfélaga, félagasamtök o.fl. hafa sent inn umsagnir, sem margar eru mjög ítarlegar um hagstjórnina í landinu og ríkisfjármálin. Meira
27. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 795 orð | 1 mynd

Fór í gegnum djúpan dal eftir lömun

„Ég lenti í því að lamast árið 2012,” segir Helga Þórarinsdóttir, fyrrverandi víóluleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Helga var þá 58 ára gömul. „Ég fór út að borða með vinkonu og brá ég mér út, það leið yfir mig og ég datt niður tvær tröppur Meira
27. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 75 orð | 1 mynd

Framkvæmdir við nýja Landspítalann eru á áætlun

Framkvæmdir við meðferðarkjarnann svokallaða í nýja Landspítalanum eru á áætlun að sögn Gunnars Svavarssonar, framkvæmdastjóra verkefnisins. „Búið er að steypa 2/3 af uppsteypunni og stefnt að því að henni ljúki í febrúar á næsta ári Meira
27. apríl 2023 | Fréttaskýringar | 505 orð | 2 myndir

Gera þarf rannsóknir á lífríki

Sviðsljós Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Skipulagsstofnun leggur fyrir þýskt fyrirtæki sem hyggst vinna efni úr sjó við Landeyjahöfn til vinnslu í Þorlákshöfn að láta gera umfangsmiklar rannsóknir á lífríki sjávar á áhrifasvæði efnistökunnar og áhrifum hennar á lífríki, botn og strandlengju og að gerð verði grein fyrir þeim í umhverfismatsskýrslu. Kemur þetta fram í áliti stofnunarinnar á matsáætlun fyrirtækisins. Meira
27. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 472 orð | 1 mynd

Grófarhúsið kosti 5.450 milljónir

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Kostnaður við endurbyggingu Grófarhúss, þar sem Borgarbókasafnið er til húsa, er áætlaður 5.450 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari sviðsstjóra menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Meira
27. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 803 orð | 4 myndir

Hafðu það gott í heimaborg hátískunnar – Mílanó Fólksfjöldi: 1.307.495 Stærð: 181,8 km² Gjaldmiðill: Evra Ferðatímabi

Kryddaðu hversdagsleikann og fljúgðu beint með Icelandair til hinnar margrómuðu Mílanóborgar á Norður-Ítalíu. Icelandair flýgur fjórum sinnum í viku til hátískuborgarinnar Mílanó á ferðatímabilinu 11 Meira
27. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd

Heiðruðu Guðmund í Hafnarfirði

Forsvarsmenn Bæjarbíós héldu í gær hóf til heiðurs Guðmundi Stephensen borðtenniskappa. Hófið var haldið í tilefni þess að Guðmundur kom, sá og sigraði á Íslandsmótinu í borðtennis í ár eftir tíu ára fjarveru frá íþróttinni Meira
27. apríl 2023 | Fréttaskýringar | 758 orð | 4 myndir

Héðinshöfði er héraðsprýði

„Ég er mjög bundinn þessu húsi. Hér ólst ég upp og við áttum hér heimili. Við sváfum öll fjölskyldan á vesturkvistinum uppi og það var gaman að eiga heima hér. Seinna þegar pabbi fór svo í það að gera húsið upp þá fékk ég strax áhuga á því að hjálpa honum Meira
27. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 246 orð | 1 mynd

Hvílustæðum í borginni fjölgar

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti leiðbeiningar um hvílustæði í gær. „Hvílustæði eru bílastæði sem breytt er tímabundið í dvalarsvæði fyrir íbúa og gesti borgarinnar. Megináhersla með hvílustæðunum er að skapa skemmtileg… Meira
27. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 146 orð | 1 mynd

Jáverk og Gefn hlutu Kuðunginn

„Það er ánægjulegt að upplifa þá miklu vitundarvakningu sem orðið hefur á undanförnum árum í umhverfis- og loftslagsmálum, sem eru ein brýnustu mál samtímans,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra við afhendingu umhverfisverðlaunanna Kuðungsins á Degi umhverfisins á þriðjudag Meira
27. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 221 orð | 1 mynd

Litla kraftaverkadeildin

Efst á Grensásnum í Reykjavík tók endurhæfingardeild Landspítalans til starfa fyrir hálfri öld í látlausri byggingu. Ætla má að flestar fjölskyldur á Íslandi þekki einhvern sem hefur notið endurhæfingar þar á síðustu 50 árum Meira
27. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 1939 orð | 5 myndir

Með fullan ísskáp af skyri í New York

Keplerstjarnan – eða Friðarstjarnan – listaverk Vebjørns Sands er eitt af því fyrsta sem ber fyrir augu í aðflugi að Gardermoen-flugvellinum norðaustur af Ósló í Noregi. Verkið er hátt og tignarlegt þar sem það rís í 45 metra hæð,… Meira
27. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 576 orð | 1 mynd

Ná fram verðlækkun með útboðum

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Bændur í Suður-Þingeyjarsýslu hafa með því að standa saman að útboði á rekstrarvörum og þjónustu náð betri kjörum á áburði, olíuvörum og fleiri vörum og þjónustu en þeir hafa getað náð hver fyrir sig. Formaður Búnaðarsambandsins segir að náðst hafi verðlækkun sem menn muni verulega um. Hann segir að Búnaðarsambandið sé með áætlanir um aðgerðir sem geti skilað enn meiri árangri. Hann vill þó ekki líkja samtökunum við stofnun kaupfélags. Meira
27. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 214 orð | 2 myndir

Netkaup fyrir 5,6 milljarða

Lands­menn keyptu vör­ur frá er­lend­um net­versl­un­um fyr­ir tæpa tvo millj­arða króna í mars síðastliðinn. Þar af voru rúm­ar 850 millj­ón­ir króna vegna fata­versl­un­ar, að því er kemur fram í tilkynningu frá Rannsóknasetri verslunarinnar Meira
27. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 213 orð | 1 mynd

Nýjar leiðir í meðferð geðraskana

Ráðstefnan „Þörf fyrir samfélagsbreytingar: Nýjar leiðir í geðheilbrigðismálum“ á vegum Geðhjálpar, Bevisst Likepersonsarbeid og International Peer Support hefst í dag á Hilton Reykjavík Nordica Meira
27. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 491 orð | 1 mynd

Óvissa og spenna fyrir kosningar

„Maður er bara bjartsýnn á þetta allt saman og spenntur,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, fráfarandi forseti Alþýðusambands Íslands, um framhaldsþing ASÍ sem hefst í dag. Þingi ASÍ í október sl Meira
27. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Óvæntur hríðarbylur á heimleiðinni

Mörgum íbúum höfuðborgarsvæðisins brá í brún í gær þegar fór að snjóa um miðjan daginn. Ekki er víst að allir hafi verið búnir undir það á heimleiðinni þó þessi hjólreiðamaður hafi einfaldlega sett undir sig hausinn og látið slag standa Meira
27. apríl 2023 | Fréttaskýringar | 377 orð | 3 myndir

Reisir stórhýsi á Krókhálsinum

Fasteignafélagið Eignabyggð hyggst reisa um 5.000 fermetra atvinnuhúsnæði á Krókhálsi 7a í Reykjavík. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir í desember og að húsið verði fullbúið fyrir árslok 2025. Byggingin verður við hlið bílasöluplansins á Krókhálsi 7 Meira
27. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 58 orð | 2 myndir

Rúnar skipaður forstöðumaður

Dr. Rúnar Leifsson hefur verið skipaður tímabundið í embætti forstöðumanns Minjastofnunar Íslands, til eins árs. Hann tekur við af Kristínu Huld Sigurðardóttur, núverandi forstöðumanni, þann 1. maí næst komandi þegar hún lætur af störfum Meira
27. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 694 orð | 1 mynd

Séra Geir sagði sig úr Prestafélaginu

Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is „Samþykkt var lagabreyting á fundinum sem tók atkvæðisrétt og málfrelsi af pastoris emeriti, þeim prestum sem mesta reynslu hafa, á aðalfundum félagsins, þeim er sem sagt líka bannað að tala,“ segir séra Geir Waage í samtali við Morgunblaðið en hann sagði sig bréflega úr Prestafélagi Íslands í gær, fyrrverandi formaður þess og einnig heiðursfélagi. Meira
27. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 498 orð | 6 myndir

Sigurður stimplar sig inn

Staðurinn kallast OTO og er til húsa á Hverfisgötu 44, þar sem Yuzu var áður. Það reyndist skemmtileg tilviljun því Yuzu er með japanskar áherslur í sinni matreiðslu og hönnun og því ákvað Sigurður að nýta þau áhrif þar sem þau voru þegar fyrir hendi Meira
27. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 393 orð | 1 mynd

Sjúklingar fá yfirsýn yfir allt tengt sinni sjúkrahúsdvöl

„Við höfum við að þróa stafrænar lausnir fyrir heilbrigðiskerfið í langan tíma. Áhersla okkar síðustu tíu árin hefur verið að styðja sem best við innra starf spítalans, þannig að heilbrigðisstarfsfólk hafi sem bestu tólin Meira
27. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 189 orð | 1 mynd

Staðfesta 20 milljarða arðgreiðslu

Aðalfundur Landsvirkjunar staðfesti í gær skýrslu fráfarandi stjórnar og samstæðureikning fyrir liðið reikningsár. Fundurinn samþykkti aukinheldur tillögu stjórnar um arðgreiðslu til eigenda, það er íslenska ríkið, að fjárhæð 20 milljarðar króna vegna reksturs ársins 2022 Meira
27. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 128 orð | 1 mynd

Strandveiðarnar hefjast á þriðjudag

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað nýja reglugerð um strandveiðar. Alls verða 10.000 tonn af þorski í strandveiðipottinum á þessu veiðitímabili sem hefst þriðjudaginn 2. maí. Opnað verður fyrir umsóknir um strandveiðileyfi á vef Fiskistofu í dag Meira
27. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 170 orð | 1 mynd

Vara við hættu á netárásum

Búast má við því að óprúttnir aðilar vilji nýta sér leiðtogafund Evrópuráðsins hér á landi til netárása gegn íslenskum innviðum, stofnunum og fyrirtækjum. Þetta er mat forsvarsmanna netöryggisfyrirtækisins Syndis Meira
27. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 235 orð | 1 mynd

Viðsnúningur hjá Hörpu

„Það er jákvætt að sjá góðan rekstrarárangur í tengslum við þróttmikið viðburðahald á síðasta ári sem einkenndist af fjölbreyttum og mörgum stórum alþjóðlegum viðburðum. Við höfum samhliða náð að halda áfram að hagræða í rekstrinum,“ segir… Meira
27. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 594 orð | 1 mynd

Vilja úrbætur við göngustíg hið fyrsta

Íbúaráð Laugardals hefur óskað eftir því við umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur að farið verði í aðgerðir til þess að bæta öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda á göngustíg sem liggur á milli World Class og Laugardalsvallar Meira
27. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Yfir fjögur þúsund fluttu í febrúar

Alls skráðu 4.022 einstaklingar flutning innanlands í febrúar til Þjóðskrár. Segir stofnunin að þetta sé fjölgun frá síðasta mánuði eða um 8,2% þegar 3.717 einstaklingar skráðu flutning innanlands. Miðað við sama mánuð í fyrra var fækkunin um 16% en þá skráðu 4.788 einstaklingar flutning innanlands Meira
27. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 277 orð | 2 myndir

Þristurinn ekki í loftið í sumar

Ljóst er að Douglas DC-3-flugvélin Páll Sveinsson fer ekki í loftið í sumar og verður þetta fjórða sumarið sem hún situr föst á jörðu niðri. Vélin er varðveitt á Flugsafni Íslands á Akureyri og dregur þar að sér athygli sýningargesta Meira
27. apríl 2023 | Innlendar fréttir | 117 orð

Þyngri dómar fyrir hlutdeild í manndrápi

Tveir af for­svars­mönn­um fyr­ir­tæk­is­ins Plast­gerðar Suður­nesja voru í gær dæm­ir til tveggja og þriggja mánaða skil­orðsbund­inn­ar fang­elsis­vist­ar fyr­ir hlut­deild í mann­drápi af gá­leysi Meira

Ritstjórnargreinar

27. apríl 2023 | Leiðarar | 325 orð

Biden rétt að byrja

Þeir eru kaldir þarna í henni Ameríku Meira
27. apríl 2023 | Leiðarar | 283 orð

Léttum byrðar, bætum kjör

Ríkisstjórnin ætti að leggja áherslu á lægri skatta, ekki hærri Meira
27. apríl 2023 | Staksteinar | 222 orð | 1 mynd

Ofureinfaldanir loftslagspostula?

Bjarni Jónsson rafmagnsverkfræðingur skrifar: Meira

Menning

27. apríl 2023 | Menningarlíf | 118 orð | 1 mynd

1.500 munir Mercurys til sölu í sumar

Um 1.500 munir sem tónlistar­maðurinn Freddie Mercury skildi eftir sig verða boðnir upp hjá Sotheby's í London í sumar. Samkvæmt frétt BBC er talið að andvirði munanna nemi rúmum milljarði íslenskra króna og að hluti þess verði gefinn til góðgerðarmála Meira
27. apríl 2023 | Menningarlíf | 220 orð | 1 mynd

Borin út úr Villa Aurora í miðborg Rómar

Bandaríska prinsessan Rita Jenrette Boncompagni Ludovisi hefur verið borin út úr glæsihýsinu Villa Aurora í miðborg Rómar. Þessi greinir BBC frá. Í húsinu er að finna eina loftmálverk Caravaggios sem hann málaði 1597 Meira
27. apríl 2023 | Menningarlíf | 1069 orð | 2 myndir

Dansflokkur á heimsmælikvarða

Það verður hátíðardagskrá á öllum sviðum Borgarleikhússins nú á laugardaginn þegar Íslenski dansflokkurinn (Íd) fagnar hálfrar aldar afmæli. Formleg dagskrá er öllum opin og hefst klukkan 19 með hljóð- og myndbandsverkum á minni sviðum hússins en kl Meira
27. apríl 2023 | Menningarlíf | 255 orð | 1 mynd

Ed Sheeran sakaður um ritstuld

Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran bar í vikunni vitni fyrir dómi í New York, en afkomendur Eds Townsend fóru 2017 í mál við hann vegna ásakana um ritstuld sem fyrst núna ratar fyrir dóm. Fjölskyldan telur að Sheeran, í samstarfi við Amy Wadge,… Meira
27. apríl 2023 | Menningarlíf | 1211 orð | 1 mynd

Ekkert nema bein kvenfyrirlitning

Viðtal Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Skoski rithöfundurinn Jenny Colgan á dyggan lesendahóp hér á landi og fengu þeir tækifæri til að hitta hana um síðastliðna helgi þegar hún var meðal gesta Bókmenntahátíðar í Reykjavík. Colgan skrifar helst ljúfar ástarsögur og skvísusögur sem gerast meðal annars í litlum bókabúðum og bakaríum og hafa slegið í gegn um allan heim. Meira
27. apríl 2023 | Fólk í fréttum | 1209 orð | 7 myndir

Ertu pepp fyrir Backstreet Boys?

Þar sem spenningurinn magnast með hverri mínútunni getur verið erfitt að halda utan um það allra mikilvægasta sem þarf að taka með á þennan viðburð viðburðanna. Smartland hefur þar af leiðandi gert samantekt á öllu því helsta sem við teljum vera… Meira
27. apríl 2023 | Menningarlíf | 103 orð | 1 mynd

Flúr og fegurð í Egilsstaðakirkju

Flúr og fegurð er yfirskrift tónleika sem Kammerkór Egilsstaðakirkju, ásamt hljóðfæraleikurum, heldur í Egilsstaðakirkju í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20 undir stjórn Sándors Kerekes. Á efnisskránni eru verk frá barokktímabilinu, þ.e Meira
27. apríl 2023 | Fólk í fréttum | 209 orð | 1 mynd

Heimagert granóla

Granóla er ljúffengt ofan á jógúrt, skyr og ab-mjólk svo dæmi sé tekið en það er einnig hollur og góður biti og sneisafullt af trefjum og öðrum nauðsynlegum næringarefnum. Svo bragðast það eins og sælgæti sem spillir ekki fyrir Meira
27. apríl 2023 | Fjölmiðlar | 219 orð | 1 mynd

Hvernig verður maður ríkur?

Titillinn How to get rich? fangaði sem von er athygli mína á venjubundnu skruni mínu um Netflix. Ég fór strax að horfa og er búin með hálfa þáttaröðina á tveimur dögum. Þar hef ég fengið að heyra speki sérfræðingsins Ramit Sethi um fjármál einstaklinga Meira
27. apríl 2023 | Menningarlíf | 65 orð | 1 mynd

Karlakór Reykjavíkur syngur í Háteigskirkju í kvöld og á laugardag

Kom vornótt og syng er yfirskrift tónleikaraðar Karlakórs Reykjavíkur í Háteigskirkju sem hófst í gærkvöldi. Næstu tónleikar eru í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20 og á laugardag kl. 15. Aðalgestur kórsins er Benedikt Kristjánsson tenór Meira
27. apríl 2023 | Menningarlíf | 79 orð | 1 mynd

Leikhússtarfsnemar fá engin laun

Starfsnemar við Konunglega danska leikhúsið furða sig á því að stjórnendur þar telji sig ekki hafa efni á að greiða þeim laun á sama tíma og leikhúsið fær 10 milljarða íslenskra króna í framlög frá hinu opinbera Meira
27. apríl 2023 | Menningarlíf | 207 orð | 1 mynd

Lengri afgreiðslutími og leiðsögn

„Síðasta fimmtudag í hverjum mánuði tekur myndlistarlífið í Reykjavík umbreytingum en þá stilla nokkur söfn, gallerí og sýningarstaðir saman strengi og bjóða upp á lengdan afgreiðslutíma,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum Meira
27. apríl 2023 | Bókmenntir | 692 orð | 3 myndir

Lífin inni í lífinu

Skáldsaga Smáatriðin ★★★★· Eftir Iu Genberg. Þórdís Gísladóttir þýddi. Benedikt bókaútgáfa, 2023. Kilja, 140 bls. Meira
27. apríl 2023 | Kvikmyndir | 640 orð | 2 myndir

Löng freudísk martröð

Háskólabíó og Laugarásbíó Beau is Afraid / Beau er hræddur ★★★½· Leikstjórn: Ari Aster. Handrit: Ari Aster. Aðalleikarar: Joaquin Phoenix, Patti LuPone, Amy Ryan, Nathan Lane, Kylie Rogers og Armen Nahapetian. Bandaríkin, 2023. 179 mín. Meira
27. apríl 2023 | Menningarlíf | 268 orð | 1 mynd

Sex bækur tilnefndar til Maístjörnunnar

Tilkynnt var í gær í Gunnarshúsi um tilnefningar til Maístjörnunnar, ljóðabókaverðlauna Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og Rithöfundasambands Íslands, en verðlaunin verða veitt í Þjóðarbókhlöðunni í 7 Meira
27. apríl 2023 | Menningarlíf | 94 orð | 1 mynd

Svörður til sýnis í Litla Gallerýi

Svörður nefnist sýning sem Trausti Dagsson opnar í Litla Gallerýi við Strandgötu í Hafnarfirði í dag og stendur til 30. apríl. Þar getur að líta ljósmyndir af „örsmáum fyrirbrigðum í náttúrunni sem fangaðar eru með makrólinsu og stækkaðar upp Meira
27. apríl 2023 | Menningarlíf | 118 orð | 1 mynd

Teknir af spilunarlista vegna gagnrýni

Hljómsveitin The Proclaimers hefur verið fjarlægð af opinberum spilunarlista sem settur var saman í tilefni af krýningu Karls 3. Bretakonungs 6. maí. Þessu greinir BBC frá. Ástæðan er sú að Charlie Reid, sem ásamt tvíburabróður sínum Craig Reid… Meira
27. apríl 2023 | Menningarlíf | 83 orð | 1 mynd

Verðlaunin færð fram til janúar frá 2026

Stjórnendur Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna hafa tilkynnt að verðlaunin verði afhent í síðasta sinn í desembermánuði við 37. afhendinguna 2024. Næst verði þau afhent í janúar 2026. Samkvæmt frétt Variety er markmið breytinganna að tengja verðlaunin… Meira
27. apríl 2023 | Fólk í fréttum | 543 orð | 1 mynd

Vill ekki staðna í einhverju einu

Söngkonan Guðrún Ýr Eyfjörð eða GDRN er heldur betur aftur komin á fullt í tónlistinni eftir fæðingarorlof en hún hefur unnið að ýmsum spennandi verkefnum upp á síðkastið. Hún ræddi um tónlistina og lífið í viðtali í morgunþættinum Ísland vaknar í… Meira
27. apríl 2023 | Leiklist | 619 orð | 2 myndir

Það er bara þú

Borgarleikhúsið Svartþröstur ★★★★★ Eftir David Harrower. Íslensk þýðing og leikstjórn: Vignir Rafn Valþórsson. Leikmynd og búningar: Júlíanna Lára Steingrímsdóttir. Tónlist: Örn Eldjárn. Lýsing: Pálmi Jónsson. Hljóðmynd: Salka Valsdóttir. Leikgervi: Guðbjörg Ívarsdóttir. Aðstoð við sviðshreyfingar: Kata Ingva. Leikarar: Ásthildur Úa Sigurðardóttir, Valur Freyr Einarsson og Hekla Lind Ólafsdóttir. Raddir: Gunnbjörn Gunnarsson og Maríanna Clara Lúthersdóttir. Frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhússins föstudaginn 21. apríl 2023. Meira

Umræðan

27. apríl 2023 | Aðsent efni | 644 orð | 1 mynd

25.366 milljónir

Óeðlilegt er að setja tugmilljarða króna af fé skattgreiðenda í áhættusaman fjarskiptarekstur. Meira
27. apríl 2023 | Aðsent efni | 606 orð | 1 mynd

Að bjóða 84 fyrir 100

Lífeyrissjóðir hafa ítrekað lýst því yfir að þeir séu tilbúnir til viðræðna við ríkið um uppgjör á skuldabréfum ÍL-sjóðs miðað við fullar efndir. Meira
27. apríl 2023 | Aðsent efni | 509 orð | 1 mynd

Fremst í Evrópu

Öflug fjarskiptatækni og ljósleiðaravæðing leikur mikilvægt hlutverk í sókn til aukinna lífsgæða. Meira
27. apríl 2023 | Pistlar | 414 orð | 1 mynd

Sýnilegur árangur í sjávarútvegi

Í vikunni er ég stödd á alþjóðlegu sjávarútvegssýningunni í Barcelona. Sýning þessi er sú stærsta sinnar tegundar og tengir saman sjávarútveginn við kaupendur. Yfir 40 íslensk fyrirtæki taka þátt í sýningunni og kynna fjölbreytta starfsemi Meira
27. apríl 2023 | Aðsent efni | 557 orð | 1 mynd

Tilefni til að afnema ríkiseinokun

Nú er verið að gera veigamiklar breytingar á þeirri stofnun sem fer með útgáfu námsgagna og er tækifærið því til breytinga á útgáfustarfseminni núna. Meira
27. apríl 2023 | Aðsent efni | 99 orð | 1 mynd

Varðskipið Freyja án fallbyssu?

Varðskipið Freyja hefur verið í fréttum undanfarið vegna björgunar á erlendu fragtskipi. Athygli vekur að af myndum að dæma er Freyja enn fallbyssulaus. Hvers vegna? Hvernig getur varðskip verið án slíkra vopna lendi það í því t.d Meira
27. apríl 2023 | Aðsent efni | 343 orð | 2 myndir

Vill Viðreisn skera niður ríkisútgjöld?

Tillögur og aðfinnslur þingmanna við fjármálaáætlun eru nefnilega mjög afhjúpandi. Meira

Minningargreinar

27. apríl 2023 | Minningargreinar | 3086 orð | 1 mynd

Anna Karlsdóttir

Anna Karlsdóttir fæddist í New Jersey í Bandaríkjunum 5. desember 1959. Hún lést á líknardeild Landakots 18. apríl 2023. Foreldrar hennar eru Sesselja Jónsdóttir, f. 5.10. 1934, d. 2012, og Carl Gimmel, f Meira  Kaupa minningabók
27. apríl 2023 | Minningargreinar | 1273 orð | 1 mynd

Björg Sveinsdóttir

Björg Sveinsdóttir fæddist á Akureyri 11. desember 1941. Hún lést í Reykjavík 4. apríl 2023. Foreldrar hennar voru hjónin Brynhildur Ólafsdóttir, f. 23.1. 1919 og Sveinn Jónasson, f. 16.5. 1924. Björg ólst upp í Bandagerði, Glerárþorpi, næstelst í stórum systkinahóp Meira  Kaupa minningabók
27. apríl 2023 | Minningargreinar | 1815 orð | 1 mynd

Brynja Sigrún Jósefsdóttir

Brynja Sigrún Jósefsdóttir fæddist 16. júní 1948 á Blönduósi. Hún lést á Landspítalanum í Reykjavík 6. apríl 2023. Foreldrar hennar voru Jósef Indriðason, f. 1904, d. 1991, og Soffía Stefánsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
27. apríl 2023 | Minningargreinar | 1251 orð | 1 mynd

Guðjóna Guðjónsdóttir

Guðjóna Guðjónsdóttir fæddist 25. júní 1927 í Veltusundi 3a í Reykjavík. Hún lést 10. apríl 2023. Foreldrar hennar voru hjónin Þuríður Guðmundsdóttir húsmóðir, f. 1893, d. 1981, og Guðjón Jónsson úrsmiður, f Meira  Kaupa minningabók
27. apríl 2023 | Minningargreinar | 1929 orð | 1 mynd

Jóhanna Pétursdóttir

Jóhanna Pétursdóttir fæddist í Reykjavík 29. júlí 1949. Hún lést á líknardeildinni í Kópavogi 14. apríl 2023. Foreldrar hennar voru Pétur Hallgrímsson, f. 17. maí 1923, d. 7. janúar 2005, og Guðný Jörgensdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
27. apríl 2023 | Minningargreinar | 587 orð | 1 mynd

Jóhann Steinar Ingibjörnsson

Jóhann Steinar Ingibjörnsson fæddist 24. júlí 1947. Hann lést 6. apríl 2023. Útför Jóhanns Steinars fór fram 25. apríl 2023. Meira  Kaupa minningabók
27. apríl 2023 | Minningargrein á mbl.is | 714 orð | 1 mynd | ókeypis

Jóhann Steinar Ingibjörnsson

Jóhann Steinar Ingibjörnsson fæddist 24. júlí 1947. Hann lést 6. apríl 2023.Útför Jóhanns Steinars fór fram 25. apríl 2023. Meira  Kaupa minningabók
27. apríl 2023 | Minningargreinar | 895 orð | 1 mynd

Kolbrún Sigurðardóttir

Kolbrún Sigurðardóttir fæddist 7. apríl 1945 á Akureyri. Hún lést á heimili sínu í Vanstad í Svíþjóð 5. febrúar 2023. Faðir hennar var Sigurður Sveinn Stefánsson, f. 10. janúar 1918, d. 8. janúar 1973 Meira  Kaupa minningabók
27. apríl 2023 | Minningargreinar | 700 orð | 1 mynd

Víðir Finnbogason

Víðir Finnbogason fæddist 20. apríl 1930. Hann lést 7. apríl 2023. Útför hans fór fram 19. apríl 2023. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

27. apríl 2023 | Sjávarútvegur | 260 orð | 1 mynd

Kynntu nýjan kælimiðil

Á alþjóðlegu sjávarútvegssýningunni Seafood Expo Global í Barselóna á Spáni frumsýndi Kapp nýjustu lausn sína á sviði kælimiðla. Býður fyrirtækið nú koltvísýring sem kælimiðil í allar krapvélar í stað freons Meira
27. apríl 2023 | Sjávarútvegur | 505 orð | 1 mynd

Stefna á að selja íslenskan lax í Asíu

Icelandic Asia er nú í startholunum með sölu og markaðssetningu íslensks eldislax í Asíu. Agnes Guðmundsdóttir, starfsmaður í markaðs og vöruþróun, segir gífurleg tækifæri í markaðssetningu og sölu íslenskra eldisafurða í Asíu Meira

Viðskipti

27. apríl 2023 | Viðskiptafréttir | 143 orð | 1 mynd

Eignfæra rekstrarkostnað

Töluverð breyting varð á efnahagsreikningi opinbera hlutafélagsins Betri samgangna milli ára, samkvæmt ársreikningi félagsins vegna síðasta árs. Mest munar þar um Keldnaland sem kom inn í varanlega rekstrarfjármuni, fjármagnað með nýju hlutafé frá hinu opinbera Meira
27. apríl 2023 | Viðskiptafréttir | 706 orð | 1 mynd

Vendingar á lyfjamarkaði

Tvö fyrirtæki hafa undanfarin ár ráðið lögum og lofum á smásölumarkaði lyfja hérlendis, þ.e. Lyfja og Lyf og heilsa. Lyfja rekur 45 apótek og útibú um allt land, en Lyf og heilsa reka 30 apótek, flest undir merkjum Apótekarans Meira

Daglegt líf

27. apríl 2023 | Daglegt líf | 1262 orð | 1 mynd

Stelpur taka sér núna pláss í Morfís

Stelpukrafturinn innan hópsins er rosalegur. Við höfum fundið fyrir miklum stuðningi og fjölmargir hafa sent okkur hvatningu. Allir hér í Flensborg standa á bak við okkur, nemendur og kennarar, og segja „þetta eru okkar stelpur“ Meira
27. apríl 2023 | Daglegt líf | 185 orð | 1 mynd

Sæluvika í Skagafirði

Lista- og menningarhátíðin Sæluvika er haldin árlega í Skagafirði og metnaðarfull dagskrá stendur yfir í viku. Sæluvika hefst formlega síðasta sunnudag í apríl ár hvert og núna stendur hún yfir dagana 30 Meira

Fastir þættir

27. apríl 2023 | Dagbók | 81 orð | 1 mynd

Beint til Íslands ef allt fer til fjandans

AJ Mc­Le­an í stráka­sveit­inni Backstreet Boys seg­ir að all­ir muni flykkj­ast til Íslands ef allt fer til fjand­ans í heim­in­um, en hann sagðist, í sam­tali við stjörnu­frétta­kon­una Evu Ruzu, hlakka mikið til að sækja landið heim ásamt… Meira
27. apríl 2023 | Dagbók | 32 orð | 1 mynd

Faraldur sjálfskaðandi dauðsfalla

Í dag og á morgun fer fram ráðstefna á Hótel Nordica um nýjar leiðir í geðheilbrigðismálum. Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar ræðir hana og faraldur sjálfsmorða og banaskammta meðal ungs fólks að undanförnu. Meira
27. apríl 2023 | Í dag | 29 orð | 1 mynd

Garðabær Óskírð Birgisdóttir fæddist 15. mars 2023 kl. 7.00 á…

Garðabær Óskírð Birgisdóttir fæddist 15. mars 2023 kl. 7.00 á Landspítalanum. Hún vó 3.830 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Guðný Ósk Guðmundsdóttir og Birgir Magnússon. Meira
27. apríl 2023 | Í dag | 101 orð | 1 mynd

Guðný Ósk Guðmundsdóttir

30 ára Guðný Ósk er frá Vestmannaeyjum en býr í Garðabæ. Hún er með BS-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri og meistaragráðu í reikningsskilum og endurskoðun frá Háskóla Íslands. Hún vinnur á endurskoðunarsviði Deloitte Meira
27. apríl 2023 | Í dag | 718 orð | 3 myndir

Íþróttir sterkur þráður í lífinu

Stefán Jóhannesson fæddist 27. apríl 1963 á Akureyri en ólst upp á Dalvík. Hann gekk þar í grunnskóla. „Ég á góðar minningar frá barnæskunni. Ég fór ansi ungur í sveitina og var í sveit bæði hjá Guðjóni í Svæði og hjá Matta á Búrfelli Meira
27. apríl 2023 | Í dag | 175 orð

Lúmskur aukamöguleiki. N-Allir

Norður ♠ 742 ♥ DG103 ♦ ÁK743 ♣ 3 Vestur ♠ 963 ♥ 942 ♦ 102 ♣ ÁG764 Austur ♠ DG85 ♥ Á965 ♦ 6 ♣ 10986 Suður ♠ ÁK10 ♥ K7 ♦ DG985 ♣ KD2 Suður spilar 3G Meira
27. apríl 2023 | Í dag | 66 orð

Maður getur sett sér mark, sett markið hátt, stefnt eða keppt að…

Maður getur sett sér mark, sett markið hátt, stefnt eða keppt að (tilteknu) marki. Svo er bara að hvika ekki frá settu marki og þá eru góðar líkur til þess að maður nái settu marki Meira
27. apríl 2023 | Í dag | 180 orð | 1 mynd

Skák

1. d4 d5 2. Rf3 Rf6 3. e3 c6 4. c4 e6 5. b3 Rbd7 6. Bd3 a5 7. a3 g6 8. Rbd2 Bg7 9. Bb2 0-0 10. 0-0 b6 11. De2 Bb7 12. Hac1 De7 13. Hfd1 Hfe8 14. e4 dxe4 15. Rxe4 Rxe4 16. Bxe4 f5 17. Bb1 c5 18. dxc5 Bxf3 19 Meira
27. apríl 2023 | Í dag | 410 orð

Útgáfa af sjálfum sér

Björn Ingólfsson skrifar á Boðnarmjöð: „Nú eru allir að keppast við að sýna bestu útgáfuna af sjálfum sér. Ég man ekki til þess að þetta væri möguleiki fyrir nokkrum árum en heimur batnandi fer“: Fátækt mína má ég reyna mér er hulið hvernig fer Meira

Íþróttir

27. apríl 2023 | Íþróttir | 1109 orð | 2 myndir

Auðvelt að gíra sig upp

EM 2024 Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Þrátt fyrir að íslenska karlalandsliðið í handknattleik sé nú þegar búið að tryggja sér sæti í lokakeppni EM 2024 sem fram fer í Þýskalandi í janúar næstkomandi hefur liðið ennþá að miklu að keppa. Meira
27. apríl 2023 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

Ásgeir flytur til Noregs í sumar

Norska handknattleiksfélagið Fjellhammer tilkynnti í gær að samið hefði verið til tveggja ára við Ásgeir Snæ Vignisson, sem kemur til félagsins í sumar frá Helsingborg í Svíþjóð. Ásgeir er 23 ára gamall, örvhentur hornamaður, og lék upphaflega með… Meira
27. apríl 2023 | Íþróttir | 75 orð | 1 mynd

Björn Bergmann heim á Akranes

Björn Bergmann Sigurðarson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, er kominn heim á Akranes eftir fjórtán ár í atvinnumennsku og leikur með ÍA í 1. deildinni í ár. Björn hefur verið í röðum Molde í Noregi undanfarin tvö ár en nær ekkert spilað vegna meiðsla Meira
27. apríl 2023 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

ÍBV fékk þrjá nýja leikmenn

Eyjamenn fengu í gær þrjá nýja leikmenn í hóp karlaliðs síns í fótbolta. Oliver Heiðarsson, sóknarmaður úr FH, er kominn til Eyja ásamt tveimur ungum Jamaíkumönnum. Dwayne Atkinson er tvítugur sóknarmaður sem er fjórði markahæstur í jamaísku… Meira
27. apríl 2023 | Íþróttir | 230 orð | 1 mynd

Íslenskur fótbolti er í stöðu sem aldrei hefur áður komið upp. Bæði…

Íslenskur fótbolti er í stöðu sem aldrei hefur áður komið upp. Bæði landslið þjóðarinnar í aldursflokknum U19 ára leika í sumar í átta liða úrslitum um Evrópumeistaratitilinn. Í gær drógust stúlkurnar í U19 í riðil með Frakklandi, Spáni og Tékklandi í úrslitakeppninni sem fram fer í Belgíu í sumar Meira
27. apríl 2023 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

Kórdrengir lýstir gjaldþrota

Knattspyrnufélagið Kórdrengir í Reykjavík, sem hætti keppni í 1. deild karla í vetur eftir að hafa leikið þar í tvö ár, hefur verið lýst gjaldþrota. Jón Ögmundsson hæstaréttarlögmaður var 19. apríl skipaður skiptastjóri búsins samkvæmt úrskurði… Meira
27. apríl 2023 | Íþróttir | 223 orð | 1 mynd

Meistararnir með örlögin í sínum höndum

Ríkjandi meistarar Manchester City tóku stórt skref í áttina að Englandsmeistaratitlinum með 4:1-heimasigri á Arsenal í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gærkvöldi. Arsenal er með 75 stig á toppnum, tveimur stigum meira en City Meira
27. apríl 2023 | Íþróttir | 134 orð | 1 mynd

Njarðvíkingar enn á lífi eftir stórsigur

Njarðvík er enn á lífi í undanúrslitaeinvígi sínu gegn Tindastóli á Íslandsmóti karla í körfubolta eftir 109:78-stórsigur á heimavelli í fjórða leik liðanna í Ljónagryfjunni í Njarðvík í gærkvöldi. Tindastóll hefði með sigri orðið fyrra liðið til að … Meira
27. apríl 2023 | Íþróttir | 38 orð | 1 mynd

Óvæntur sigur Akureyrarliðsins

Sandra María Jessen tryggði Þór/KA óvæntan sigur á Stjörnunni, 1:0, á útivelli í Bestu deild kvenna í fótbolta í gærkvöld. Katla Tryggvadóttir og Freyja Karín Þorvarðardóttir skoruðu tvö mörk hvor fyrir Þrótt sem vann FH 4:1 Meira
27. apríl 2023 | Íþróttir | 378 orð | 1 mynd

Sandra sá um Stjörnuna

Þór/KA hóf tímabilið í Bestu deild kvenna í fótbolta á besta hugsanlegan hátt í gærkvöld með því að leggja Stjörnuna að velli, og það á útivelli í Garðabænum, 1:0. Stjarnan er eitt þeirra liða sem margir hafa spáð mjög góðu gengi í ár, jafnvel… Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.