Greinar mánudaginn 1. maí 2023

Fréttir

1. maí 2023 | Innlendar fréttir | 257 orð | 1 mynd

Ákvörðun innviðaráðherra köld gusa í andlitið

„Okkur oddvitunum finnst þetta vera köld vatnsgusa gagnvart því samkomulagi sem var gert 2019. Það var þess eðlis að skapa ró og frið um Reykjavíkurflugvöll þar til fulltrúar ráðuneytisins og borgarinnar væru búnir að kanna betri eða… Meira
1. maí 2023 | Innlendar fréttir | 165 orð | 1 mynd

Bátsbruni við Sandgerðishöfn

Eldur kviknaði í bátnum Þristi í Sandgerðishöfn laust fyrir miðnætti á laugardag. Talið er að kviknað hafi í út frá rafmagnstöflu í vélasal. Brunavörnum Suðurnesja gekk vel að slökkva eldinn um nóttina en útkall barst aftur um morguninn eftir að slökkviliðið var farið af vettvangi Meira
1. maí 2023 | Innlendar fréttir | 125 orð | 1 mynd

Bláa lónið styrkir hestalandsliðin

Bláa lónið hefur verið einn af aðalstyrktaraðilum landsliðs Íslands í hestaíþróttum undanfarin ár. Kristinn Skúlason, formaður landsliðsnefndar Landssambands hestamannafélaga (LH), og Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, undirrituðu fyrir skemmstu endurnýjaðan styrktarsamning Meira
1. maí 2023 | Innlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Diljá leggur af stað til Bítlaborgarinnar

Íslenski Eurovision-hópurinn, með Diljá Pétursdóttur fremsta í flokki, leggur af stað til Liverpool í dag. Mikil spenna er í hópnum að sögn Rúnars Freys Gíslasonar fararstjóra hópsins. „Það er allt klárt og Diljá og bakraddirnar eru til í slaginn,“ segir Rúnar Meira
1. maí 2023 | Erlendar fréttir | 230 orð | 1 mynd

Ekkert lát á skálmöld í Súdan

Blóðugar væringar súdanska hersins og RSF-uppreisnarhersins teygja sig nú inn í þriðju vikuna síðan þær brutust út um miðjan mánuðinn í höfuðborginni Kartúm og liggja á sjötta hundrað manns í valnum Meira
1. maí 2023 | Innlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

Fall undirstriki kosti rafmynta

Jón Helgi Egilsson, stjórnarformaður íslenska fjártæknisprotans Monerium, segir fall FTX, Credit Suisse og Silicon Valley Bank undirstrika kosti rafmynta. Þótt talað hafi verið um að fall rafmyntakauphallarinnar FTX hafi sýnt fram á veikleika rafmyntahagkerfisins sé því einmitt öfugt farið Meira
1. maí 2023 | Innlendar fréttir | 324 orð | 1 mynd

Fólkið fái heimilislækni

Mikilvægt er að bæta aðgengi almennings að heilsugæslunni og tryggja jafnframt að fólk hafi skráðan heimilislækni. Enda þó svo allir geti leitað á heilsugæslustöðvar og fengið þar þjónustu hefur aðeins tæpur helmingur einstaklinga skráðan lækni… Meira
1. maí 2023 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Gagnrýna ákvörðun innviðaráðherra

Fjórtán oddvitar Sjálfstæðisflokksins um allt land gagnrýna þá ákvörðun innviðaráðherra að halda áfram fyrirhugaðri uppbyggingu í Nýja Skerjafirði þrátt fyrir að niðurstöður starfshóps gefi til kynna að byggð muni þrengja að og rýra notagildi Reykjavíkurflugvallar Meira
1. maí 2023 | Innlendar fréttir | 506 orð | 3 myndir

Hrafn vill eignast Örninn

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Í umhverfinu og leikmyndinni hér á Laugarnesi væri Örninn eins og kirsuber ofan á brúðkaupstertu,“ segir Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri. Hann er einn þeirra sem hafa falast eftir víkingaskipinu Erni, sem Borgarminjasafn Reykjavíkur hyggst gefa frá sér. Til stóð að farga skipinu en þegar fregnir af því birtust í Morgunblaðinu nú í vetur urðu ýmsir til að setja sig í samband við safnið og sækjast eftir gripnum. Því var ákveðið að doka við og nýlega var ákveðið að ráðstafa skipinu til einhverra þeirra sem sýnt hafa því áhuga. Meira
1. maí 2023 | Innlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Hörður Sveins­son átti Mynd árs­ins

Hörður Sveinsson tók um helgina á móti verðlaunum fyrir Mynd ársins. Við athöfn í Ljósmyndasafni Reykjavíkur veitti Blaðaljósmyndarafélag Íslands verðlaun í átta flokkum. Hörður tók myndina af Hugrúnu Geirsdóttur með dætrunum Heklu og Ingveldi Meira
1. maí 2023 | Innlendar fréttir | 225 orð | 1 mynd

Kvarta yfir mismunun í sköttum

Fyrirtæki í hótel- og gistiþjónustu (FHG) vilja að farþegagjöld skemmtiferðaskipa verði samræmd þannig að gjaldtakan nemi ígildi virðisaukaskatts sem hótel á landi greiða. Þetta kemur fram í umsögn FHG um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem er til meðferðar á Alþingi Meira
1. maí 2023 | Innlendar fréttir | 570 orð | 2 myndir

Langur tími í fangelsi skemmir fólk

Sonja Sif Þórólfsdóttir sonja@mbl.is Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi, segir mikilvægt að stjórnvöld hugi að því hvernig meðhöndla skuli ungt fólk sem sæta þarf gæsluvarðhaldi eða dæmt er til fangelsisvistar. Tryggja þurfi að ungir fangar, sem og aðrir, fái þá hjálp sem þeir þurfa innan veggja fangelsisins svo þeir komi ekki aftur til baka í fangelsin eftir að þeir afplána dóma sína. Meira
1. maí 2023 | Innlendar fréttir | 1030 orð | 3 myndir

Leyndur fjársjóður við Íslandsstrendur

Viðtal Dóra Ósk Halldórsdóttir doraosk@mbl.is Meira
1. maí 2023 | Erlendar fréttir | 650 orð | 2 myndir

Ljósi varpað á fæðingu dulstirna

Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Stjörnufræðingar sögðust í síðustu viku hafa fengið staðfest í fyrsta skipti hvað kveikir á svonefndum dulstirnum, björtustu og öflugustu fyrirbærunum í alheiminum, sem marka eins konar upphaf dauðastríðs vetrarbrauta. Meira
1. maí 2023 | Innlendar fréttir | 923 orð | 1 mynd

Merkisdagur og erindið er mikilvægt

„Afstaða fólks til verkalýðshreyfingar er sennilega nokkuð sveiflukennd frá einum tíma til annars. Ég ætla ekki að fullyrða neitt um hvernig landið liggur nú, en sú óeining sem verið hefur svo víða að undanförnu innan einstakra stéttarfélaga og sambanda er ekki neinum í hag Meira
1. maí 2023 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Missti vélarafl fyrir utan Sandgerði

Í æf­inga­sigl­ingu björg­un­ar­skips­ins Hann­es­ar Þ. Haf­stein úti fyr­ir Sand­gerði í gær sprakk kæli­vatns­rör fyr­ir aðra aðal­vél skips­ins með þeim af­leiðing­um að vél­ar­rúmið fyllt­ist af gufu sem svo virkjaði bruna­kerfi skips­ins Meira
1. maí 2023 | Innlendar fréttir | 391 orð | 2 myndir

Sameining ekki þörf

„Að skoða fýsileika sameiningar Keilis við Fjölbrautaskóla Suðurnesja er hvorki það sem Keilisfólk hefur verið að leita eftir né talið þörf á,“ segir Nanna Kristjana Traustadóttir, framkvæmdastjóri Keilis – miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs á Ásbrú í Reykjanesbæ Meira
1. maí 2023 | Innlendar fréttir | 148 orð | 1 mynd

Sáttasemjari reynir að höggva á hnútinn

Rík­is­sátta­semj­ari hef­ur boðað til fund­ar samn­ingsaðila í kjaraviðræðum BSRB og samn­inga­nefnd­ar Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga (SNS) á morgun. Þetta sagði Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir formaður BSRB í sam­tali við mbl.is í gær Meira
1. maí 2023 | Innlendar fréttir | 204 orð | 1 mynd

Strandveiðimenn gera sjóklárt

„Veðurspáin fyrir þriðjudaginn lofar góðu og á strandveiðum gildir að byrja daginn snemma. Fara á sjóinn strax þegar er orðið bjart,“ segir Reynir Guðjónsson sjómaður í Ólafsvík. Hann tók helgina í að gera bát sinn, Stellu SH, sjókláran fyrir strandveiðarnar sem hefjast á morgun, 2 Meira
1. maí 2023 | Innlendar fréttir | 414 orð | 1 mynd

Tenging við höfnina í nær sjö áratugi

Oddur Jósep Halldórsson, skipstjóri á dráttarbátum Faxaflóahafnar, þakkaði fyrir sig að lokinni vakt á Haka í gær. „Þetta er komið nóg og nú fer ég að sinna áhugamálunum,“ sagði hann, en Oddur verður sjötugur í haust Meira
1. maí 2023 | Innlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

Tiltektardagur á Íslandi í prýðilegu plokkveðri

„Ég þakka fyrir frumkvæðið,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra þegar hann opnaði stóra plokkdaginn í gær. Sjálfboðaliðar, meðal annars úr Rótarýhreyfingunni, létu til sín taka víða um land með því að tína rusl á völdum stöðum Meira
1. maí 2023 | Fréttaskýringar | 634 orð | 2 myndir

Tímamót er Indland tekur fram úr Kína

Fréttaskýring Hólmfríður María Ragnhildard. hmr@mbl.is Kína hefur lengi trónað á toppnum á lista yfir fjölmennustu ríki heims en það gæti þó breyst innan skamms, ef það hefur ekki gerst nú þegar. Meira
1. maí 2023 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Valur eða Þór mætir Tindastóli

Valur tryggði sér í gærkvöldi oddaleik við Þór frá Þorlákshöfn í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta með 103:94-útisigri í Þorlákshöfn. Er staðan í einvíginu 2:2. Oddaleikurinn fer fram annað kvöld á Hlíðarenda og mætir sigurliðið Tindastóli í úrslitaeinvígi Meira
1. maí 2023 | Innlendar fréttir | 296 orð | 1 mynd

Vindbelgur vinsæll

„Bjórinn bragðast vel og umsögn gesta er hin besta,“ segir Yngvi Ragnar Kristjánsson á Skútustöðum í Mývatnssveit. Þar á bæ starfrækja Yngvi og Ásdís Erla Jóhannesdóttir kona hans Sel-hótel Mývatn; fjölskyldufyrirtæki sem orðið er 50 ára gamalt Meira
1. maí 2023 | Innlendar fréttir | 357 orð | 2 myndir

Þjóðvegurinn út úr þorpinu

„Framkvæmdin er mikilvæg og mun auka umferðaröryggi hér í byggðinni stórlega,“ segir Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit. Framkvæmdir standa nú yfir við vegagerð þar sem Eyjafjarðarbraut vestri sunnan við Akureyri er færð Meira

Ritstjórnargreinar

1. maí 2023 | Staksteinar | 223 orð | 1 mynd

Íslendingar fremstir í flokki

Bjarni Jónsson rafmagnsverkfræðingur gagnrýnir á blog.is sjónarmið sem fram hafa komið um að hér geti orðið orkuskipti án nýrra virkjana. Hann vísar til skrifa þar sem reynt sé „með lævíslegum hætti að koma sektarkennd inn hjá Íslendingum vegna mikillar losunar koltvíildis á mann, en sannleikurinn er sá, að fáar eða engar þjóðir hafa gert meira en Íslendingar til að draga úr losun á heimsvísu á mann en Íslendingar. Meira
1. maí 2023 | Leiðarar | 757 orð

Raunsæið ræður, ekki ræðuhöldin

Ástæða er í dag til að fagna bættum lífskjörum, en blikur eru á lofti Meira

Menning

1. maí 2023 | Menningarlíf | 44 orð | 5 myndir

Margvíslegir menningartengdir viðburðir vítt og breitt um heiminn

Forsetafrúr á myndlistarsýningu í Washington, heiðurstónleikar fyrir John Williams í New York, prúðbúnir leikarar á rauða dreglinum í Los Angeles, mótmæli frumbyggja í Brasilíu og listaverk máluð á sprengjubrot í Úkraínu var meðal þess sem ljósmyndarar fréttaveitunnar AFP festu á filmu í liðinni viku. Meira
1. maí 2023 | Dans | 1230 orð | 2 myndir

Óður til lífsins

Þjóðleikhúsið Til hamingju með að vera mannleg ★★★★· Leikstjóri, danshöfundur og höfundur texta: Sigríður Soffía Níelsdóttir. Aðstoðarleikstjóri: Stefán Hallur Stefánsson. Tónskáld: Jónas Sen. Vörpun: Dodda Maggý. Lýsing: Jóhann Friðrik Ágústsson. Leikmynd og búningar: Brynja Björnsdóttir. Flytjendur: Sigríður Soffía Níelsdóttir, Nína Dögg Filippusdóttir, Hallveig Kristín Eiríksdóttir, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Svandís Dóra Einarsdóttir, Ellen Margrét Bæhrenz og Díana Rut Kristinsdóttir. Frumsýning á Stóra sviði Þjóðleikhússins miðvikudaginn 19. apríl 2023. Meira
1. maí 2023 | Menningarlíf | 84 orð | 1 mynd

Þróun fiðluleiks á Íslandi

Sjónum verður beint að innreið fiðlunnar í Suður-Þingeyjarsýslu á síðari hluta 19. aldar með dagskrá í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnestanga annað kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20. Svava Bernharðsdóttir víóluleikari talar um doktorsverkefni … Meira

Umræðan

1. maí 2023 | Aðsent efni | 1697 orð | 1 mynd

Betur má ef duga skal

Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir umfangi vandans sem við er að eiga til þess að skipuleggja raunhæfar aðgerðir og draga úr losun. Meira
1. maí 2023 | Aðsent efni | 582 orð | 1 mynd

Mislæg gatnamót á Reykjanesbraut við Bústaðaveg

Verði beygja af Reykjanesbraut inn á Bústaðaveg felld niður aukast umferðartafir í þjóðvegakerfinu á höfuðborgarsvæðinu. Meira
1. maí 2023 | Pistlar | 454 orð | 1 mynd

Stopp nú

Þær eru kaldar kveðjur Ásmundar Einars Daðasonar, ráðherra barna- og menntamála, til kvenna á Íslandi þessi dægrin. Hann hefur nú lagt til að leggja niður Kvennaskólann í Reykjavík og binda þar með enda á 150 ára sögu skólans Meira
1. maí 2023 | Aðsent efni | 423 orð | 1 mynd

Þjóðin vill efla strandveiðar

Niðurstaða til sátta hvað þennan þátt sjávarútvegsins varðar er því afar skýr: 72,3% vilja auka veiðiheimildir til strandveiða. Meira

Minningargreinar

1. maí 2023 | Minningargreinar | 374 orð | 1 mynd

Aðalheiður Jóna Einarsdóttir

Aðalheiður Jóna Einarsdóttir fæddist 14. janúar 1963 í Vestmannaeyjum. Hún lést á Sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum 8. mars 2023. Foreldrar hennar voru Sigríður Stefánsdóttir, f. 3. desember 1926, d. 3. október 2003, og Einar Hjartarson, f Meira  Kaupa minningabók
1. maí 2023 | Minningargreinar | 680 orð | 1 mynd

Anna Herdís Eiríksdóttir

Anna Herdís Eiríksdóttir fæddist á Eskifirði 11. maí 1968. Hún lést á heimili sínu 3. apríl 2023. Foreldrar Önnu voru hjónin Erna Aðalheiður Guðjónsdóttir, húsmóðir og verkakona, f. 1941, d. 2022, og Eiríkur Bjarnason, vélstjóri og útgerðarmaður, f Meira  Kaupa minningabók
1. maí 2023 | Minningargreinar | 117 orð | 1 mynd

Björn Birkir Sveinsson

Björn Birkir Sveinsson fæddist 12. febrúar 1938. Hann lést 22. desember 2022. Minningarathöfn fer fram síðar. Meira  Kaupa minningabók
1. maí 2023 | Minningargreinar | 1603 orð | 1 mynd

Fjalarr Sigurjónsson

Fjalarr Sigurjónsson fæddist á Kirkjubæ í Hróarstungu í Norður-Múlasýslu 20. júlí 1923. Hann andaðist 27. mars 2023 á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík, þá elstur presta á Íslandi. Foreldrar hans voru hjónin Anna Sveinsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
1. maí 2023 | Minningargreinar | 571 orð | 1 mynd

Hafdís Aðils Gunnarsdóttir

Hafdís Aðils Gunnarsdóttir fæddist 8. maí 1951. Hún lést 9. apríl 2023. Útför hennar fór fram 19. apríl 2023. Meira  Kaupa minningabók
1. maí 2023 | Minningargreinar | 1000 orð | 1 mynd

Hallbjörg Þórhallsdóttir

Hallbjörg Þórhallsdóttir fæddist 9. janúar 1939 á Þórshöfn á Langanesi. Hún lést 26. mars 2023. Foreldrar hennar voru Þórhallur Björn Sigurjónsson frá Þórshöfn, f. 10. apríl 1909, d. 27. júní 1993 og Aðalbjörg Þorvaldsdóttir frá Skálum á Langanesi, f Meira  Kaupa minningabók
1. maí 2023 | Minningargreinar | 648 orð | 1 mynd

Rafnhildur Björk Eiríksdóttir

Rafnhildur Björk Eiríksdóttir fæddist 1. janúar 1943. Hún lést 13. apríl 2023. Útför hennar fór fram 28. apríl 2023. Meira  Kaupa minningabók
1. maí 2023 | Minningargreinar | 2273 orð | 1 mynd

Svanhildur Gunnarsdóttir

Svanhildur Gunnarsdóttir fæddist í Reykjavík 8. febrúar 1942. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Mörk 23. apríl 2023. Foreldrar hennar voru hjónin Gunnar Marinó Gunnarsson bifvélavirki, f. 1907, d. 1990, og Guðlaug Elín Elíasdóttir húsmóðir, f Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

1. maí 2023 | Viðskiptafréttir | 56 orð

Arm fer á Nasdaq í Bandaríkjunum

Breski örflöguframleiðandinn Arm, sem keyptur var af japönsku samsteypunni SoftBank árið 2016, hyggur á skráningu og hlutafjárútboð hjá Nasdaq í New York. Að sögn Reuters yrði útboðið með þeim stærstu á þessu ári og vonast Arm til að afla á bilinu 8 … Meira
1. maí 2023 | Viðskiptafréttir | 887 orð | 2 myndir

Þurfa ekki að vera háð milliliðum

Viðtal Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Meira

Fastir þættir

1. maí 2023 | Dagbók | 30 orð | 1 mynd

Gigtarlækningar gefandi starf

Sædís Sævarsdóttir, gigtarlæknir og vísindamaður, segir miklar framfarir hafa orðið í meðferðum við iktsýki sem er algengasta form gigtar. Einnig kennir hún kúrs í sniðlækningum sem munu bylta framtíð læknisfræðinnar. Meira
1. maí 2023 | Í dag | 167 orð

Jákvæð neitun. N-NS

Norður ♠ Á83 ♥ Á1098 ♦ Á7 ♣ ÁD105 Vestur ♠ D9 ♥ G743 ♦ G98632 ♣ 4 Austur ♠ 6 ♥ D652 ♦ K10 ♣ G98762 Suður ♠ KG107542 ♥ K ♦ D54 ♣ K3 Suður spilar 7♠ Meira
1. maí 2023 | Í dag | 135 orð | 1 mynd

Jóhanna Hlín Auðunsdóttir

30 ára Jóhanna er Reykvíkingur, ólst upp í Grafarvogi og býr nú í Grafarholti. Hún ólst upp við mikla útivist, varði stórum hluta hvers sumars í Álftafirði við Ísafjarðardjúp og tjaldferðalögum víða um land Meira
1. maí 2023 | Í dag | 56 orð

Kollegi er fínt orð um vinnufélaga – eða þann sem starfar á sama sviði eða …

Kollegi er fínt orð um vinnufélaga – eða þann sem starfar á sama sviði eða gegnir sömu stöðu og annar: „Kollegi Englandskonungs hér á landi er enn ófæddur.“ Komið úr latínu: collega, gegnum dönsku: kollega Meira
1. maí 2023 | Í dag | 29 orð | 1 mynd

Reykjavík Grímnir Jökull Jónsson fæddist 11. apríl 2022 kl. 19.13. Hann vó …

Reykjavík Grímnir Jökull Jónsson fæddist 11. apríl 2022 kl. 19.13. Hann vó 3.000 g og var 49 cm langur. Foreldrar hans eru Jón Heiðar Andrésson og Ásdís Dögg Ómarsdóttir. Meira
1. maí 2023 | Í dag | 153 orð | 1 mynd

Skák

1. c4 c6 2. Rf3 d5 3. e3 Rf6 4. Rc3 Bg4 5. cxd5 Bxf3 6. Dxf3 cxd5 7. Bb5+ Rc6 8. Bxc6+ bxc6 9. b3 e6 10. Bb2 Be7 11. Hc1 Hc8 12. 0-0 0-0 13. Hc2 Da5 14. Ra4 Rd7 15. Hfc1 c5 16. De2 c4 17. d3 cxd3 Staðan kom upp í efstu deild tékknesku deildarkeppninnar í febrúar 2022 Meira
1. maí 2023 | Í dag | 996 orð | 3 myndir

Sveitamaður í sinni sál

Sveitamaður í sinni sál Bjarnheiður Kristín Guðmundsdóttir fæddist 1. maí 1948 á Kirkjubóli á Stokkseyri, en flutti á fyrsta ári til Reykjavíkur og síðan árið 1953 í Kópavog þar sem foreldrar hennar byggðu hús í hverfi starfsmanna SÍS við Hlíðargarð Meira
1. maí 2023 | Í dag | 271 orð

Vorið sem hvarf

Pétur Stefánsson laumaði til mín þessari vísu: „Þótt ýmis áföll dynji á manni er lífið samt sem áður gott og um að gera að vera bjartsýnn og jákvæður“: Arkað hef ég urð og grjót, auðnu vart ég bifa Meira
1. maí 2023 | Dagbók | 75 orð | 1 mynd

Þreytt á að vera sett í hlutverk

Jófríður Ákadóttir hefur vakið mikla athygli í tónlistarheiminum síðastliðin ár þar sem hún gengur undir nafninu JFDR. Hún mætti í morgunþáttinn Ísland vaknar á K100 og ræddi um tónlistina, nýja plötu, Museum, sem kom út á föstudag, og væntanlega… Meira

Íþróttir

1. maí 2023 | Íþróttir | 459 orð | 3 myndir

Birkir óvænt hetja Vals

Valsmaðurinn Birkir Heimisson skoraði síðasta mark 4. umferðar Bestu deildarinnar í fótbolta, sem lauk á laugardag með fimm leikjum. Markið reyndist afar mikilvægt, því það var sigurmark Vals í 3:2-heimasigri á Stjörnunni og kom á fimmtu mínútu uppbótartímans Meira
1. maí 2023 | Íþróttir | 452 orð | 3 myndir

Góður fyrri hálfleikur dugði til

Íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggði sér í gærkvöldi efsta sæti riðils 3 í undankeppni Evrópumótsins, sem fram fer í Þýskalandi í upphafi næsta árs, með 30:23-sigri á Eistlandi í Laugardalshöll Meira
1. maí 2023 | Íþróttir | 586 orð | 4 myndir

ÍR er einum sigri frá því að taka úrvalsdeildarsætið af Selfossi eftir…

ÍR er einum sigri frá því að taka úrvalsdeildarsætið af Selfossi eftir 29:28-heimasigur í öðrum leik liðanna í umspili um sæti í efstu deild kvenna í handbolta á laugardag. Er staðan í einvíginu 2:0, en þrjá sigra þarf til að fagna sigri Meira
1. maí 2023 | Íþróttir | 191 orð | 1 mynd

Viðureign við Tindastól undir í oddaleik

Valur vann nokkuð sannfærandi 103:94-útisigur á Þór frá Þorlákshöfn í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta í gærkvöldi. Staðan í einvíginu er nú jöfn, 2:2, og ráðast úrslitin í oddaleik annað kvöld Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.