Greinar fimmtudaginn 4. maí 2023

Fréttir

4. maí 2023 | Innlendar fréttir | 263 orð | 1 mynd

517 með strandveiðileyfi

Fiskistofu bárust alls 535 umsóknir um veiðileyfi á strandveiðitímabilinu. Alls höfðu verið gefin út 517 leyfi þegar veiðar hófust síðastliðinn þriðjudag. Umsóknir um strandveiðileyfi fyrir vertíðina 2023 voru að þessu sinni í afgreidd í gegnum… Meira
4. maí 2023 | Innlendar fréttir | 295 orð | 1 mynd

„Alltaf gaman að skrifa söguna“

„Ég tek þessu nú ekki persónulega,“ segir Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, um að tveir ungir prestar, þau Arna Grétarsdóttir og Dagur Fannar Magnússon, hafi fengið fleiri tilnefningar en hann til embættis vígslubiskups þó litlu muni Meira
4. maí 2023 | Erlendar fréttir | 127 orð | 1 mynd

„Við höfum brugðist“

Það var þungt hljóð í Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í gær þegar hann ræddi við blaðamenn um átökin í Súdan. „Við höfum brugðist að koma í veg fyrir að stríð brytist út í Súdan milli stríðandi fylkinga Meira
4. maí 2023 | Innlendar fréttir | 198 orð | 1 mynd

Aftarlega á merinni með ný lyf

Ísland er töluvert undir meðaltali Evrópuríkja hvað viðkemur markaðssetningu nýrra lyfja þegar þau hafa fengið markaðsleyfi í Evrópu. Annars staðar á Norðurlöndunum eru ný lyf almennt markaðssett fyrr en Evrópumeðaltalið segir til um, og þar eru… Meira
4. maí 2023 | Erlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Aldrei verið meiri öryggisgæsla

Yfir 29 þúsund lögreglumenn taka þátt í yfirgripsmestu öryggisgæslu frá upphafi þegar Karl III. verður krýndur næsta laugardag. Fjölda heimsleiðtoga hefur verið boðið og gríðarlegur mannfjöldi mun fylgjast með krýningunni Meira
4. maí 2023 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

„Við réðumst ekki á Pútín“ segir Selenskí

„Við réðumst ekki á Pútín,“ sagði Volodimír Selenskí Úkraínuforseti á blaðamannafundi í Helsinki að loknum fundi með leiðtogum Norðurlanda í gær, þegar hann var spurður um drónaárásina á Kreml í nótt sem leið Meira
4. maí 2023 | Innlendar fréttir | 713 orð | 4 myndir

Búðu til ógleymanlegar minningar í Billund – Bókaðu draumaferð allra barna með Icelandair og skannaðu kóðann. – Ekki

Icelandair býður upp á beint flug þrisvar í viku til Billund á ferðatímabilinu 31. mars til 27. október 2023. Þessi litli bær, miðsvæðis á Suður-Jótlandi í Danmörku, er kjörinn áfangastaður fyrir fjölskyldur sem vilja njóta góðrar samveru og skapa skemmtilegar og ógleymanlegar minningar Meira
4. maí 2023 | Innlendar fréttir | 171 orð | 1 mynd

Endurvekja líflegan markað á Eiðistorgi

„Allir sem við hittum eru mjög áhugasamir um að koma. Þetta lítur út fyrir að verða góður og skemmtilegur dagur,“ segir Alexandra Hermannsdóttir sem stendur fyrir markaði á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi á laugardaginn næsta milli klukkan 10-17 Meira
4. maí 2023 | Innlendar fréttir | 691 orð | 7 myndir

Fágað og hátíðlegt síðdegisteboð í tilefni af krýningu Karls

Forsögu teboða má rekja til þess þegar Karl II. kvæntist Katrínu af Braganza í Portúgal en þá var tedrykkja orðin nokkuð almenn meðal hefðarfólks í Evrópu og hluti af lífsstílnum. Teboðin þróuðust í áranna rás og má segja að um 1830 hafi teboðin verið orðin eins og þau líta út í dag Meira
4. maí 2023 | Fréttaskýringar | 639 orð | 2 myndir

Fjárhagsstaða einstæðra foreldra verst

Sviðsljós Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ríflega einn af hverjum þremur launþegum innan ASÍ og BSRB glímir við þunga byrði vegna húsnæðis og þar af bera rúm 54% einstæðra foreldra þunga byrði af húsnæðiskostnaði. Vaxandi húsnæðiskostnaður íþyngir sérstaklega leigjendum og ungu fólki og meira en helmingur einstæðra mæðra og ungra kvenna segist búa við slæma andlega heilsu. Þá býr tæplega fjórðungur einstæðra foreldra við efnislegan skort um þessar mundir og fast að þriðjungur þeirra getur ekki greitt kostnað vegna félagslífs barna sinna. Meira
4. maí 2023 | Fréttaskýringar | 1067 orð | 2 myndir

Fluglestin aftur komin á skrið

Runólfur Ágústsson, stjórnarmaður í Fluglestinni þróunarfélagi ehf., segir fyrirhugaða ráðstefnu um verkefnið í haust kunna að marka þáttaskil og koma málinu á hreyfingu á ný eftir nokkra bið. Dagur B Meira
4. maí 2023 | Innlendar fréttir | 205 orð | 2 myndir

Framleiðir fatalínu úr umframefni fataverksmiðju

Edda Gunnlaugsdóttir, stofnandi ddea, er ein þeirra sem fram koma á hátíðinni HönnunarMars en hún hófst í gær. Edda verður með pop-up-markað fyrir sína vöru í versluninni GK Reykjavík, Hafnartorgi, meðan á hátíðinni stendur Meira
4. maí 2023 | Innlendar fréttir | 288 orð | 3 myndir

Gjörbreytt ásýnd gamla kínverska sendiráðsins

Mikil breyting hefur orðið á ásýnd stórhýsisins að Víðimel 29 undanfarin misseri. Tæp þrjú ár eru nú síðan endurbætur hófust á húsinu og þær hafa sannarlega skilað sínu. Eitt fallegasta húsið í Vesturbænum er smám saman að taka á sig rétta mynd Meira
4. maí 2023 | Innlendar fréttir | 237 orð | 1 mynd

Gosbrunnurinn í tjörninni hefur sprautað sitt síðasta

Gosbrunnurinn sem síðast skreytti Reykjavíkurtjörn er ekki lengur nothæfur eftir alllanga þjónustu en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort fjárfest verði í öðrum. Kjörnir fulltrúar í borgarstjórninni munu taka ákvörðun um það en eins og sakir… Meira
4. maí 2023 | Innlendar fréttir | 370 orð | 1 mynd

Gæsirnar skila sér ekki heim

Hörður Vilberg hordur@mbl.is Vart hefur orðið við að færri gæsir hafi lagt leið sína til landsins í vor en í venjulegu árferði. Brynjúlfur Brynjólfsson, starfsmaður Fuglaathugunarstöðvar Suðausturlands, segir að á því svæði sem félagið fylgist með, frá Tvískerjum í Öræfum vestri að Hvalnesi í Lóni í austri, megi greina þetta glöggt. Meira
4. maí 2023 | Fréttaskýringar | 847 orð | 1 mynd

Hallar á ímynd sjávarútvegsins

Afgerandi meirihluti Íslendinga á aldrinum 18 til 29 ára segist hafa mjög eða frekar litla þekkingu á sjávarútvegsmálum. Samt hefur mikill meirihluti aldurshópsins skoðanir á greininni. Meðal annars telur meirihlutinn að greinin sé gamaldags, stöðnuð, spillt, mengandi og skapi verðmæti fyrir fáa Meira
4. maí 2023 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Herskipafloti NATO við kafbátaleit undan Færeyjum

Kafbátaleitaræfingu Atlantshafsbandalagsins (NATO) á Norður-Atlantshafi, Dynamic Mongoose, lýkur á morgun þegar hluti flotans sækir Reykjavík heim. Æfing þessi hefur verið haldin árlega frá árinu 2012 og segja stjórnendur hennar æfinguna afar mikilvæga Meira
4. maí 2023 | Innlendar fréttir | 148 orð | 1 mynd

Hestaíþróttir fái inni í Þjóðarhöllinni

Stjórn Landssambands hestamannafélaga (LH) skorar á alla þá sem koma að undirbúningi og hönnun Þjóðarhallar í Laugardal að þar sé gert ráð fyrir hestaíþróttinni rétt eins og öðrum stórum íþróttagreinum Meira
4. maí 2023 | Innlendar fréttir | 1021 orð | 7 myndir

Hópíþrótt sem NATO kann

Kafbátaleit er hópíþrótt þar sem mörg ólík vopnakerfi og hersveitir Atlantshafsbandalagsins (NATO) vinna saman sem ein sterk heild. Til að hægt sé að elta uppi kafbát undir yfirborðinu þarf allt að ganga sem skyldi og koma skip, bátar, þyrlur og flugvélar að verkefninu Meira
4. maí 2023 | Fréttaskýringar | 873 orð | 2 myndir

Hægt hefur á uppbyggingu íbúða

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins (SI), segir hækkandi fjármagnskostnað draga hratt úr umsvifum í uppbyggingu íbúða. Að óbreyttu sé fram undan verulegur samdráttur í byggingu íbúða sem geti leitt til verðhækkana með tilheyrandi verðbólgu eftir tvö til þrjú ár Meira
4. maí 2023 | Innlendar fréttir | 136 orð | 1 mynd

Hönnun sýnd á HönnunarMars

Hátíðin HönnunarMars, stærsta hönnunarhátíð Íslands, fer fram þessa dagana. Hún hefur verið haldin ár hvert frá árinu 2009. Þátttakendur hafa verið um 400 á ári hverju en hátíðin núna stendur til og með 7 Meira
4. maí 2023 | Innlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Landsbankinn borinn út úr miðbænum

Vinnumenn unnu að því hörðum höndum að fjarlægja skilti af starfstöð Landsbankans við Hafnarstræti og Tryggvagötu, enda er starfsemi bankans nú að flytjast smátt og smátt yfir í nýjar og glæsilegar höfuðstöðvar hans við Austurhöfn Meira
4. maí 2023 | Innlendar fréttir | 185 orð | 1 mynd

Lengdu aðlögunartímann um tvö ár

Gefinn verður átta ára aðlögunartími til að skipta út örplasti í innfylliefnum á gervigrasvöllum fyrir umhverfisvænni efni í löndum Evrópu, þ.á.m. hér á landi. Þetta varð niðurstaða REACH nefndar Evrópusambandsins sem tók nýverið til atkvæðagreiðslu … Meira
4. maí 2023 | Innlendar fréttir | 732 orð | 2 myndir

Leyndardómar í Lystigarðinum

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Hér í Lystigarðinum leynist líf,“ segir Bryndís Fjóla Pétursdóttir á Akureyri. Framtak hennar, sem hér er til frásagnar, er nýsköpunarverkefnið Huldustígur sem hún hefur unnið að í vetur. Hún teiknaði yfirlitskort af Lystigarðinum á Akureyri, sem sýnir hvar huldufólk og álfar búa í garðinum. Uppsetningu kortsins í Lystigarðinum ætlar hún að fylgja eftir með því að bjóða upp á skipulagðar gönguferðir með leiðsögn um skrúðgarðinn í höfuðstað Norðurlands. Meira
4. maí 2023 | Innlendar fréttir | 235 orð | 1 mynd

Listin að síðdegistei að hætti Elísabetar drottningar

Elísabet drottning fékk sér bolla af morgunverðartei og hefðbundnu síðdegistei á hverjum degi, sama hvar hún var í heiminum. Drottningin elskaði síðdegiste og var það líklega ein af uppáhaldsmáltíðunum hennar Meira
4. maí 2023 | Innlendar fréttir | 306 orð

Lyfjaávísunum fjölgaði verulega

Ávísunum lyfja hefur fjölgað umtalsvert á undanförnum árum og umfram fjölgun landsmanna. Fram kemur á nýju yfirliti sem Lyfjastofnun hefur birt að heildarfjöldi lyfjaávísana jókst að meðaltali um þrjú prósent á milli áranna 2018 til 2020 og jókst… Meira
4. maí 2023 | Innlendar fréttir | 201 orð | 1 mynd

Metupphæð safnaðist í ár

Mikið var um dýrðir á herrakvöldi Lionsklúbbsins Njarðar sem haldið var á dögunum. Sem endranær var kvöldið haldið til fjáröflunar fyrir góð málefni en söfnunin hefur aldrei gengið jafn vel og í ár. Að þessu sinni var safnað fyrir Grensásdeild og… Meira
4. maí 2023 | Innlendar fréttir | 267 orð | 1 mynd

Mölbrotinn og fastur

„Allur apríl er bara rosalega skrýtinn og ég treysti engum minningum þaðan. Ég var með miklar ranghugmyndir og á sterkum ópíóðalyfjum og vissi ekkert hvar ég var. Ég vissi ekki einu sinni að ég væri á sjúkrahúsi.“ Þetta segir Daníel… Meira
4. maí 2023 | Fréttaskýringar | 707 orð | 3 myndir

Norræn staðfesta undirstrikuð

Brennidepill Andrés Magnússon andres@mbl.is Leiðtogafundur Norðurlanda í Helsinki í gær var einkar gagnlegur að mati Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, bæði vegna þess að Volodimír Selenskí var óvæntur gestur fundarins, en einnig vegna þess að þar áttu forsætisráðherrarnir hreinskilnislega umræðu um grundvallarhluti og hvernig þeir gætu best leyst þá í sameiningu. Meira
4. maí 2023 | Erlendar fréttir | 346 orð | 1 mynd

Segja drónum beint að bústað Pútíns

Rússnesk stjórnvöld lýstu því yfir í gær að þau hefðu skotið niður tvo dróna aðfaranótt miðvikudags, og héldu Rússar því fram að drónarnir hefðu stefnt beint á bústað Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta innan veggja Kremlarhallar Meira
4. maí 2023 | Innlendar fréttir | 122 orð | 1 mynd

Sjöfn hefur umsjón með matarvef mbl.is

Sjöfn Þórðardóttir, sem hélt úti sjónvarpsþættinum Matur og heimili á sjónvarpsstöðinni Hringbraut og hefur skrifað um mat um árabil, hefur verið ráðin til starfa á mbl.is og Morgunblaðið. Sjöfn er grunnskólakennari að mennt og hefur síðustu 30 ár… Meira
4. maí 2023 | Innlendar fréttir | 378 orð | 1 mynd

Ungir frumkvöðlar auka fjármálalæsi

Hópur frumkvöðla í Verslunarskóla Íslands hefur verið í sviðsljósinu að undanförnu og fengið verðlaun og viðurkenningar innan lands sem utan fyrir borðspilið Aur & áhættu, sem er gert til að auka fjármálalæsi Meira
4. maí 2023 | Innlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Ungviður með aðalfund á Mógilsá

Aðalfundur Skógræktarfélagsins Ungviðar fór fram nýverið í húsakynnum rannsóknasviðs Skógræktarinnar á Mógilsá við Kollafjörð. Um helmingur skráðra félaga sótti aðalfundinn og sjö nýir skráðu sig í félagið á fundinum Meira
4. maí 2023 | Innlendar fréttir | 530 orð | 3 myndir

Vegur að fossi framtak landeigenda

Tilbúinn er og öllum fær akvegur sem liggur að Brúarfossi í Brúará í Bláskógabyggð. Staðurinn hefur verið afar fjölsóttur á síðustu árum og þar höfðu mikil áhrif myndir af fossinum sem birtust á ferðamannavefnum Tripadvisor Meira
4. maí 2023 | Innlendar fréttir | 309 orð | 2 myndir

Vikulegar strandsiglingar eru að hefjast

Eimskip hefur nú síðar í maí vikulegar strandsiglingar með viðkomu í höfnum á Vestfjörðum og Norðurlandi. Flutningaskipið Selfoss verður á þessari leið frá og með 19. maí. „Við finnum fyrir mikilli eftirspurn okkar viðskiptavina eftir efldum strandflutningum Meira
4. maí 2023 | Innlendar fréttir | 2637 orð | 5 myndir

Vissi ekki að hann væri á sjúkrahúsi

Viðtal Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is „Ég man svo gott sem ekkert eftir þessu,“ segir Daníel Þorláksson veðurfræðingur í samtali við Morgunblaðið. Daníel á að baki eitt ár af langri batagöngu endurhæfingar, sjúkraþjálfunar og líkamsræktar. Átak sem hefur kostað mikla hörku og dugnað – á tímabili var kvíðinn líka reglulegur fylgifiskur eins og verða vill í kjölfar þungra áfalla. Meira
4. maí 2023 | Erlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Þrettán ára unglingur handtekinn

Átta nemendur og einn öryggisvörður eru látnir eftir skotárás 13 ára nemanda í skóla í miðborg Belgrad í gær. Eftir að hafa skotið öryggisvörð við inngang skólans fór Kosta Kecmanovic inn í kennslustofu, skaut kennara og hóf skotárás á nemendur Meira

Ritstjórnargreinar

4. maí 2023 | Leiðarar | 214 orð

Eindreginn stuðningur

Skýr skilaboð um Úkraínu Meira
4. maí 2023 | Staksteinar | 207 orð | 1 mynd

Hugsað smátt

Ómar Ragnarsson skrifar á blog.is: „Merkilegt er hve oft það gleymist, hvað sjávarútvegurinn og hafið eru mikilvægur hluti af lífi Íslendinga. Meira
4. maí 2023 | Leiðarar | 414 orð

Hvers fingur var á gikknum?

Drónar vekja spurningar, en vöktu þeir Pútín? Meira

Menning

4. maí 2023 | Menningarlíf | 948 orð | 7 myndir

Afrakstur íslenskrar kórahefðar

Birta vonar og huggunar Meditatio II. Music for mixed choir ★★★★★ Verk eftir Daniel Elder, Auði Guðjohnsen, Galinu Grigorjeva, Hreiðar Inga Þorsteinsson, Hauk Tómasson, Ola Gjeilo, Þóru Marteinsdóttur, Paul Mealor, Björn Thorarensen, Sigurð Sævarsson, Pawel Łukaszewski, Pärt Uusberg og Eric Whitacre Meira
4. maí 2023 | Menningarlíf | 545 orð | 1 mynd

Allt má finna í rímunum

„Það er eitthvað við þennan gamla rímnakveðskap og þjóðlögin sem heillar mig og hefur gert síðan ég var ung stelpa,“ segir Kristín Lárusdóttir sellóleikari, raftónlistarmaður og kvæðamaður sem á laugardaginn næsta fagnar útgáfu hljómplötunnar Kríu í Kaldalóni í Hörpu Meira
4. maí 2023 | Menningarlíf | 147 orð | 1 mynd

Allt sem þú þarft að vita um Kína

Fjórði og síðasti fyrirlestur annarinnar í fyrirlestraröðinni „Snarl og spjall“ verður haldinn í dag, fimmtudag, í Veröld – húsi Vigdísar stofu VHV-007 milli kl. 17.30 og 18.30. Að þessu sinni fjallar Lína Guðlaug Atladóttir um bók … Meira
4. maí 2023 | Bókmenntir | 1045 orð | 2 myndir

Á morgun verður það örugglega of seint

Fjölskyldusaga Mæður og synir ★★★★★ Eftir Theodor Kallifatides. Hallur Páll Jónsson þýddi. Dimma, 2023. Kilja, 239 bls. Meira
4. maí 2023 | Fólk í fréttum | 677 orð | 9 myndir

„Þetta er á margan hátt nýtt upphaf sem er bara æðislegt“

„Dagurinn var bara eiginlega fullkominn. Ég hefði ekki getað óskað mér betri dags. Veðrið var yndislegt og allir í svo miklu stuði. Við vorum með frekar lítið brúðkaup en í staðinn myndaðist svo ótrúlega góð stemning hjá öllum Meira
4. maí 2023 | Menningarlíf | 156 orð | 1 mynd

Eldverkum skilað

Verkum þýska listamannsins Rudolfs L. Reiters var um helgina skilað til síns heima í bænum Erding í Bæjaralandi. Listgjörningurinn Eldur við heimskautsbaug hófst á Íslandi árið 2006 og má segja að viðburðurinn í Erding á sunnudag hafi verið lokahnykkur hans Meira
4. maí 2023 | Fólk í fréttum | 82 orð | 4 myndir

Endurútgefa klassíska hönnun Gunnars

Gunnar var afkastamikill hönnuður á Íslandi á tímabili sem spannar nokkra áratugi. Hann hannaði húsgögn fyrir Hótel Holt, Íslandsbanka og Alþingi, enda var innflutningur á húsgögnum bannaður á þessum tíma Meira
4. maí 2023 | Menningarlíf | 443 orð | 1 mynd

Huggulegasta hátíð

Ný norræn kvikmyndahátíð, sem ber yfirskriftina Hygge, verður haldin í Háskólabíói dagana 4. til 18. maí. Þar verða til sýnis átta glænýjar kvikmyndir frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Danska myndin Kysset eða Kossinn verður opnunarmynd hátíðarinnar Meira
4. maí 2023 | Menningarlíf | 113 orð | 1 mynd

Inga Elín sýnir Abstrakt í Listhúsi Ófeigs

Inga Elín hefur opnað sýninguna Abstrakt í Listhúsi Ófeigs. „Á sýningunni leitar Inga Elín aftur til sjötta og sjöunda áratugar síðustu aldar og setur óhlutbundin form í nýjan búning i verkum sínum Meira
4. maí 2023 | Menningarlíf | 88 orð | 1 mynd

Leið til þroska

Maria-Carmela Raso og Katerina Blahutová sýna innsetninguna Stofan við sjálfsafgreiðsluvélarnar á 1. hæð í Borgarbókasafninu Grófinni fram til 9. maí. „Stofan þeirra er almenningssturta og felur í sér leit notenda að vellíðan í aðstæðum sem… Meira
4. maí 2023 | Fólk í fréttum | 645 orð | 2 myndir

Lendir í símaati þrisvar í viku

Uppistandarinn Bolli Már Bjarnason lék á als oddi í viðtali í helgarþættinum Bráðavaktinni með Evu Ruzu og Hjálmari Erni á K100 um liðna helgi. Hann er nýstiginn inn á uppistandssviðið og hefur slegið í gegn en uppselt er nánast á allar sýningar hans í Tjarnarbíói Meira
4. maí 2023 | Menningarlíf | 71 orð | 1 mynd

Lesið upp úr tilnefndum bókum

Lesið verður upp úr ljóðabókunum sem tilnefndar eru til Maístjörnunnar, ljóðabókaverðlauna Rithöfundasambands Íslands og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, í ár í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðu í dag, fimmtudag, kl Meira
4. maí 2023 | Menningarlíf | 123 orð | 1 mynd

Reglum breytt til að tryggja sanngirni

Bandaríska kvikmyndaakademían hefur samþykkt að breyta reglum sínum um hvað sé leyfilegt í herferðum fyrir þá sem eru tilnefndir til Óskarsverðlauna. Samkvæmt frétt The Guardian er þetta viðbragð við ábendingum í tengslum við síðustu… Meira
4. maí 2023 | Menningarlíf | 1517 orð | 2 myndir | ókeypis

Saga sem skrifuð er í örum

Íranski rithöfundurinn Dina Nayeri var meðal gesta á Bókmenntahátíð í Reykjavík sem haldin var í síðasta mánuði. Hún er þekktust fyrir bókina Vanþakkláti flóttamaðurinn, sem kom út árið 2019 og á íslensku á síðasta ári í þýðingu Bjarna Jónssonar Meira
4. maí 2023 | Fólk í fréttum | 413 orð | 1 mynd

Skúffulögin oft best

Það er nóg um að vera hjá söngkonunni, leikkonunni og handritshöfundinum Silju Rós sem útskrifaðist úr djassnámi við tónlistarskóla FÍH á dögunum. Hún vinnur nú að nýrri plötu og gaf út fyrsta lagið af plötunni síðastliðinn föstudag, lagið Share U… Meira
4. maí 2023 | Menningarlíf | 106 orð | 1 mynd

Trillutríóið í Fríkirkjunni í dag

Trillutríóið flytur tónlist með vorlegum blæ úr ólíkum áttum á tónleikum í Fríkirkjunni við Tjörnina í dag, fimmtudag, kl. 12. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni Meira
4. maí 2023 | Fjölmiðlar | 182 orð | 1 mynd

Unaðslegt að heyra færeyskuna

Ég hámhorfði fyrir nokkru á dönsk-færeysku þáttaröðina Trom, sem sýnd er á Sjónvarpi Símans Premium, en þættirnir eru byggðir á skáldsögum færeyska rithöfundarins Jógvans Isaksens Meira
4. maí 2023 | Menningarlíf | 1103 orð | 2 myndir

Þýðendur byggja brýr milli þjóða

Þýðendurnir Luciano Dutra og Jacek Godek hlutu heiðursviðurkenninguna Orðstír í ár. Forseti Íslands afhenti verðlaunin á Bessastöðum 21. apríl síðastliðinn. Orðstír, heiðursviðurkenning þýðenda íslenskra bókmennta á erlendar tungur, er afhent annað hvert ár á Bókmenntahátíð í Reykjavík Meira

Umræðan

4. maí 2023 | Aðsent efni | 763 orð | 1 mynd

ESB-aðild stóra kosningamál Norðmanna 2025 – „já“ afar líklegt

Greinilega má skynja hvernig kraftur evrópskrar samvinnu og samstöðu magnast, þannig að þeir sem standa utan ESB missa meir og meir af lestinni. Meira
4. maí 2023 | Aðsent efni | 620 orð | 1 mynd

Ég bara spyr

Er bara í lagi að fleygja einum mikilvægum þætti sjónmenningar á Íslandi út um gluggann? Meira
4. maí 2023 | Aðsent efni | 399 orð | 1 mynd

Framsókn og flugvallarandstæðingar láta verkin tala

Það er pólitísk ákvörðun meirihluta Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar að skerða notagildi Reykjavíkurflugvallar með þessum hætti. Meira
4. maí 2023 | Pistlar | 441 orð | 1 mynd

Hátíð hönnunar og arkitektúrs

HönnunarMars, uppskeruhátíð hönnunar og arkitektúrs, er einn af skemmtilegustu vorboðunum. Framsækin hönnun og nýjungar leiða saman sýnendur og gesti á hátíðinni sem stendur yfir dagana 3-7. maí. Á hátíðinni verða tækifæri til að upplifa, læra,… Meira
4. maí 2023 | Aðsent efni | 753 orð | 1 mynd

Íslensk uppgjöf

Því er rekstrarumhverfi einkarekinna innlendra afþreyingarmiðla á Íslandi óboðlegt samkvæmt ofangreindu. Meira
4. maí 2023 | Aðsent efni | 518 orð | 1 mynd

Reksturinn er vandamálið

Það er ósmekklegt hvernig borgarstjóri notar fatlað fólk sem skálkaskjól þegar verjast þarf óumflýjanlegri umræðu um óábyrgan rekstur borgarinnar. Meira
4. maí 2023 | Aðsent efni | 765 orð | 1 mynd

Spegill sjónarinnar – sjónræn upplifun fólks með heilaskaða

Heilaskaði hefur verið nefndur „hinn þögli faraldur“. Hann er þriðja algengasta dánarorsökin og hefur vinninginn sem einn helsti orsakavaldur örorku á heimsvísu. Meira
4. maí 2023 | Aðsent efni | 528 orð | 1 mynd

Öld liðin frá stofnun Borgarbókasafns

Alþýðubókasafn Reykjavíkur var sett á stofn í apríl 1923. Það var fyrst á Skólavörðustíg 3 en lengst af í Þingholtsstræti 29a. Meira

Minningargreinar

4. maí 2023 | Minningargreinar | 564 orð | 1 mynd

Ásdís Hrefna Ármanns Feifer

Ásdís Hrefna Ármanns Feifer fæddist í Reykjavík 4. maí 1943. Hún lést á heimili sínu í Bandaríkjunum 13. júlí 2022. Foreldrar hennar voru Guðrún Runólfsdóttir, f. 1917 í Reykjavík, d. 1985, og Ármann Kr Meira  Kaupa minningabók
4. maí 2023 | Minningargreinar | 430 orð | 1 mynd

Ásta J. Guðmundsdóttir

Ásta J. Guðmundsdóttir fæddist 25. janúar 1918. Hún lést 4. mars 2023. Útför Ástu fór fram í kyrrþey 28. mars 2023. Meira  Kaupa minningabók
4. maí 2023 | Minningargreinar | 192 orð | 1 mynd

Einar Örn Finnsson

Einar Örn Finnsson fæddist 12. desember 1973. Hann lést 15. apríl 2023. Útförin fór fram 2. maí 2023. Meira  Kaupa minningabók
4. maí 2023 | Minningargreinar | 1322 orð | 1 mynd

Ragnheiður Þorsteinsdóttir

Ragnheiður Þorsteinsdóttir fæddist 7. október 1934 í Markarskarði Hvolhreppi. Hún lést á Hrafnistu Hafnarfirði 20. apríl 2023. Foreldrar hennar voru Guðrún Ingvarsdóttir, f. 17. júní 1901, d. 1981, og Þorsteinn Runólfsson, f Meira  Kaupa minningabók
4. maí 2023 | Minningargreinar | 434 orð | 1 mynd

Sigurhanna Erna Gísladóttir

Sigurhanna Erna Gísladóttir fæddist 18. mars 1941. Hún lést 3. apríl 2023. Útför hennar fór fram 17. apríl 2023. Meira  Kaupa minningabók
4. maí 2023 | Minningargreinar | 751 orð | 1 mynd

Þorbjörg Ingunn Ingólfsdóttir

Þorbjörg Ingunn Ingólfsdóttir fæddist á Húsavík 15. júlí 1935. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík 16. janúar 2023. Foreldrar hennar voru hjónin Ingólfur Helgason trésmíðameistari, f. 18 Meira  Kaupa minningabók
4. maí 2023 | Minningargrein á mbl.is | 974 orð | 1 mynd | ókeypis

Þorbjörg Ingunn Ingólfsdóttir

Þorbjörg Ingunn Ingólfsdóttir fæddist á Húsavík 15. júlí 1935. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík 16. janúar 2023. Foreldrar hennar voru hjónin Ingólfur Helgason trésmíðameistari, f. 18. Meira  Kaupa minningabók
4. maí 2023 | Minningargreinar | 576 orð | 1 mynd

Þórður Helgi Hannesson

Þórður Helgi Hannesson fæddist í Reykjavík 14. apríl 1936. Hann lést á dvalarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi 4. apríl 2023. Foreldrar Þórðar voru Ásta Valentína Árnadóttir, f. 23. október 1899, d. 3 Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

4. maí 2023 | Viðskiptafréttir | 469 orð | 1 mynd

Ferðahugur í fólki

Flugvélafloti Play stækkar enn. Innan tíðar verður félagið komið með 10 vélar undir gunnfána sínum inn á leiðakerfi þess. Samhliða aukinni afkastagetu fjölgar áfangastöðum sömuleiðis og í dag tilkynnir félagið tvo nýja, annars vegar á sólarstrendur… Meira
4. maí 2023 | Viðskiptafréttir | 243 orð | 1 mynd

Lækka verð á timbri um 10%

Húsasmiðjan hefur lækkað verð á timbri og pallaefni um 10%. Lækkunin kemur til viðbótar um 7%-10% lækkunum síðasta vor og sumar ásamt um 15% lækkun á stórum vöruflokkum fyrir áramótin. Árni Stefánsson, forstjóri fyrirtækisins, segir um helstu… Meira
4. maí 2023 | Viðskiptafréttir | 158 orð | 1 mynd

Norðurböð hagnast um 65 m.kr.

Fjárfestingarfélagið Norðurböð hf. hagnaðist í fyrra um 65,2 milljónir króna, samanborið við 16,8 milljóna króna hagnað árið áður. Eigið fé félagsins var í árslok um 2,3 milljarðar króna. Hagnaður félagsins er að mestu tilkominn vegna… Meira

Daglegt líf

4. maí 2023 | Daglegt líf | 1105 orð | 5 myndir

Ull og strá gefa frá sér blíðan ljóma

Ég hef í minni hönnun alltaf spáð mikið í hvað er umhverfis okkur, bæði inni og úti. Hvað við setjum í kringum okkur og hvernig við búum,“ segir Hanna Dís Whitehead, en sýning hennar, Blíður ljómi, opnaði í gær í Gallerý Porti við Laugaveg Meira

Fastir þættir

4. maí 2023 | Í dag | 57 orð

„Firrirðu þig ábyrgð, skepnan þín?“ segir maður við nágranna sem neitar að …

„Firrirðu þig ábyrgð, skepnan þín?“ segir maður við nágranna sem neitar að þrífa upp eftir hund sinn sem stendur hjá og skoðar klærnar á sér. Já, hann firrti sig ábyrgð: hafnaði, reyndi að komast undan ábyrgð Meira
4. maí 2023 | Í dag | 314 orð | 1 mynd

Ágústa Kristófersdóttir

50 ára Ágústa ólst upp í Reykholti í Borgarfirði fram á unglingsár en flutti þá í Árbæinn og býr þar. Hún er með BA í sagnfræði og MA í safnafræði, hvort tveggja frá HÍ. Hún er framkvæmdastjóri kjarnasviðs safneignar hjá Þjóðminjasafni Íslands Meira
4. maí 2023 | Í dag | 273 orð

Bjartir og kaldir vordagar

Einar K. Guðfinnsson sendi mér góðan póst: „Vordagarnir hafa verið bjartir en kaldir. Kristjana Sigríður Vagnsdóttir á Þingeyri yrkir“: Kuldinn hrekkir kátan mann kæfir bros á vanga. Vindur strekkir, verkið kann vandi er út að ganga Meira
4. maí 2023 | Í dag | 730 orð | 3 myndir

Gæti ekki verið á betri stað

Erla Hannesdóttir fæddist 4. maí 1923 í Kaupmannshúsinu á Bíldudal. Hún ólst upp á ástríku mannmörgu heimili yngst níu systkina og nú sú eina eftirlifandi. Hannes faðir hennar keypti Bíldudalsverslun af Pétri Thorsteinssyni árið 1905 en var áður… Meira
4. maí 2023 | Dagbók | 78 orð | 1 mynd

Lét ekki kúga út úr sér 1,2 milljónir

Listamaður­inn Pat­rik Atla­son, sem kall­ar sig Pretty­boitjok­ko, hef­ur vakið tölu­verða at­hygli upp á síðkastið en hann mætti í Ísland vakn­ar með nýja súkkulaðistykkið sitt og sagði frá nýrri smá­skífu sem hann gef­ur út á föstu­dag Meira
4. maí 2023 | Í dag | 156 orð | 1 mynd

Skák

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. g3 Bb4+ 4. Rd2 d5 5. Bg2 0-0 6. Rgf3 c5 7. dxc5 Bxc5 8. 0-0 Rc6 9. a3 a5 10. cxd5 Rxd5 11. Dc2 Ba7 12. e4 Rc7 13. e5 Rb5 14. Re4 Rbd4 15. Rxd4 Rxd4 16. Dd1 Bd7 17. Bg5 Dc7 18. Bf6 Kh8 19 Meira
4. maí 2023 | Í dag | 183 orð

Þekkt stærð. S-Enginn

Norður ♠ KG954 ♥ 7 ♦ ÁD3 ♣ KG82 Vestur ♠ – ♥ DG1086543 ♦ K98 ♣ 105 Austur ♠ Á10876 ♥ 92 ♦ 76 ♣ D943 Suður ♠ D32 ♥ ÁK ♦ G10542 ♣ Á76 Suður spilar 6G dobluð Meira

Íþróttir

4. maí 2023 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

City endurheimti toppsætið

Manchester City endurheimti toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu þegar liðið tók á móti West Ham á Etihad-vellinum í Manchester í gær. Leiknum lauk með 3:0-sigri City en það voru þeir Nathan Aké, Erling Haaland og Phil Foden sem skoruðu mörk City í leiknum Meira
4. maí 2023 | Íþróttir | 605 orð | 2 myndir

Fannst ég ekkert sérstakur í fyrstu leikjunum

„Ég hef bara vaxið. Mér fannst ég ekkert sérstakur í fyrstu tveimur leikjunum, komst lítið í boltann, en síðustu tveir leikir hafa verið skref upp á við og hafa gengið mjög vel,“ sagði Stjörnumaðurinn Ísak Andri Sigurgeirsson, besti… Meira
4. maí 2023 | Íþróttir | 492 orð | 2 myndir

Fyrsti sigur Framara

Guðmundur Magnússon skoraði sitt fjórða mark í Bestu deild karla í knattspyrnu í sumar þegar liðið tók á móti ÍBV í Úlfarsárdal í 5. umferð deildarinnar í gær. Leiknum lauk með sigri Framara, 3:1, en það var Sverrir Páll Hjaltested sem kom Eyjamönnum yfir á 30 Meira
4. maí 2023 | Íþróttir | 45 orð | 1 mynd

Fyrsti sigur Fram kom gegn ÍBV

Guðmundur Magnússon skoraði sitt fjórða mark í Bestu deild karla í knattspyrnu í sumar þegar liðið tók á móti ÍBV í Úlfarsárdal í 5. umferð deildarinnar í gær. Leiknum lauk með sigri Framara, 3:1, en þetta var fyrsti sigur Framara í deildinni í sumar Meira
4. maí 2023 | Íþróttir | 385 orð

Ísak var bestur í deildinni í apríl

Ísak Andri Sigurgeirsson, 19 ára gamall kantmaður Stjörnunnar, var besti leikmaður Bestu deildar karla í fótbolta samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins, M-gjöfinni. Ísak fékk samtals sex M í fjórum leikjum Stjörnunnar, þar af þrjú M, hæstu mögulega… Meira
4. maí 2023 | Íþróttir | 100 orð | 1 mynd

Knattspyrnumaðurinn Lionel Messi hyggst yfirgefa Frakklandsmeistara París…

Knattspyrnumaðurinn Lionel Messi hyggst yfirgefa Frakklandsmeistara París SG þegar samningur hans við félagið rennur út í sumar. Það er ítalski félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano sem greinir frá þessu en Messi, sem er 35 ára gamall, gekk til liðs við félagið frá Barcelona sumarið 2021 Meira
4. maí 2023 | Íþróttir | 63 orð | 1 mynd

Lætur af störfum á Akureyri

Andri Snær Stefánsson hefur sagt starfi sínu sem þjálfari kvennaliðs KA/Þórs í handknattleik lausu eftir þriggja ára starf. KA/Þór varð Íslands-, bikar- og deildarmeistari á fyrsta tímabili Andra við stjórnvölinn Meira
4. maí 2023 | Íþróttir | 184 orð | 1 mynd

Sigurmarkið úr lokaskotinu

Mariam Eradze var hetja Vals er liðið vann 25:24-sigur á Stjörnunni í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í handbolta á Hlíðarenda í gærkvöldi. Mariam skoraði sigurmarkið með síðasta skoti leiksins, þremur sekúndum fyrir leikslok Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.