Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Þrír félagsmenn í MÍR, Menningartengslum Íslands og Rússlands, hafa höfðað mál gegn samtökunum og krefjast þess að ákvarðanir aðalfundar síðasta sumar verði ógiltar. Á fundinum, sem haldinn var 26. júní 2022, var tekin ákvörðun um að hætta rekstri félagsins, afhenda allar eignir félagsins sjálfseignarstofnunni „Menningarsjóðnum MÍR“, og að selja húsnæði félagsins að Hverfisgötu en söluandvirðið á að mynda stofnfé umrædds menningarsjóðs.
Meira