Greinar fimmtudaginn 11. maí 2023

Fréttir

11. maí 2023 | Innlendar fréttir | 292 orð | 1 mynd

Anna Kolbrún Árnadóttir

Anna Kolbrún Árnadóttir, varaþingmaður og fyrrverandi þingmaður, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn 9. maí, 53 ára að aldri. Anna Kolbrún fæddist á Akureyri 16. apríl 1970 og ólst þar upp, næstelst í hópi þriggja systkina Meira
11. maí 2023 | Innlendar fréttir | 102 orð

Áfram í varðhaldi vegna andlátsins

Landsréttur hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið ungri konu á Selfossi að bana í seinasta mánuði. Landsréttur hefur einnig aflétt einangrun sem maðurinn hefur sætt og hann má því umgangast aðra fanga Meira
11. maí 2023 | Innlendar fréttir | 240 orð | 1 mynd

Áhyggjur af slæmri meðferð á hestum í Dýrafirði

Matvælastofnun (MAST) hefur borist ábending vegna meintrar illrar meðferðar á hrossum í Dýrafirði. Hrönn Jörundsdóttir, forstjóri MAST, segir að ábendingin verði tekin alvarlega og að eftir að skoðunarmaður frá héraðsdýralækni verði sendur á svæðið verði gerð skýrsla um aðbúnað dýranna Meira
11. maí 2023 | Innlendar fréttir | 222 orð | 1 mynd

Álfurinn með til Liverpool

SÁÁ fengu skemmtilega heimsókn nýverið þegar Diljá Pétursdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision, kom við hjá þeim og fékk að taka Álf í yfirstærð með sér til Liverpool. „Hann verður lukkutröllið mitt,“ er haft eftir Diljá í fréttatilkynningu Meira
11. maí 2023 | Innlendar fréttir | 771 orð | 4 myndir

Borgarferðir til Boston allt árið um kring

Icelandair býður upp á daglegt flug til Boston þar sem morgun-, síðdegis- og kvöldflug er í boði á einstaklega góðu verði, allan ársins hring. Hver árstíð hefur sinn sjarma í borginni, en tíðar brottfarir Icelandair á milli Keflavíkur og Boston gera þér kleift að upplifa þær allar Meira
11. maí 2023 | Innlendar fréttir | 232 orð | 2 myndir

Búist við mótmælum á leiðtogafundi

Hugsanlegt er að andstæðingar hvalveiða nýti sér aukna athygli á Íslandi vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins í Reykjavík til að koma óánægju sinni með framferði Hvals hf. vegna nýrrar skýrslu Matvælastofnunar um veiðar á langreyðum við Ísland Meira
11. maí 2023 | Innlendar fréttir | 518 orð | 2 myndir

Einn heitasti sumarkokteillinn í ár

Ivan Svanur er maðurinn á bak við Reykjavík Cocktails, Kokteilaskólann og Vínskólann á Spritz. „Ég byrjaði að barþjóna um tvítugt og ég hef alltaf verið mjög ánægður með þá vinnu og hvernig hún hefur þróast hjá mér síðustu árin en ég fór frá… Meira
11. maí 2023 | Innlendar fréttir | 271 orð | 1 mynd

Fimm tilboð bárust í nýja Arnarnesveginn

Fimm tilboð bárust í gerð Arnarnesvegar frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut, en tilboðin voru opnuð hjá Vegagerðinni á þriðjudag. Tvö tilboðanna voru undir kostnaðaráætlun. Um er að ræða 1,3 kílómetra langan veg sem mun tengja sveitarfélögin Reykjavík og Kópavog og verður mikil samgöngubót Meira
11. maí 2023 | Innlendar fréttir | 457 orð | 1 mynd

Hart deilt um Kárs nesskóla

Hörður Vilberg hordur@mbl.is Meira
11. maí 2023 | Innlendar fréttir | 372 orð | 1 mynd

Heimila lagningu jarðstrengs

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kæru Náttúrugriða, um ógildingu ákvarðana Skipulagsstofnunar um að lagning jarðstrengs frá Þeistareykjavirkjun að Kópaskerslínu 1 og framkvæmdir við styrkingu Kópaskerslínu skuli ekki sæta umhverfismati Meira
11. maí 2023 | Innlendar fréttir | 154 orð

Kæra uppflettingu í lyfjagátt til lögreglu

Lyfja hefur kært fyrrverandi starfsmann fyrirtækisins til lögreglu fyrir tilefnislausa uppflettingu í lyfjagátt. Uppflettingin átti sér stað haustið 2021. Eftir að Embætti landlæknis staðfesti að uppflettingin hefði átt sér stað var málið tilkynnt til lögreglu Meira
11. maí 2023 | Innlendar fréttir | 512 orð | 1 mynd

Kæra vegna uppflettinga í lyfjagátt

Gísli Freyr Valdórsson gislifreyr@mbl.is Lyfja hefur kært fyrrverandi starfsmann fyrirtækisins til lögreglu fyrir tilefnislausa uppflettingu í lyfjagátt. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var málið nýlega kært til lögreglu þó um sé að ræða atburð sem átti sér stað síðla árs 2021. Meira
11. maí 2023 | Innlendar fréttir | 693 orð | 5 myndir

Litríkir tapasréttir prýða veisluborðið í Eurovison-partíinu

Þegar kemur að því að halda Eurovison-partí leika kræsingarnar stórt hlutverk því matur er mannsins megin eins og máltækið segir. Líklegt er að haldin verði nokkur sælkerapartí meðan á keppninni stendur Meira
11. maí 2023 | Innlendar fréttir | 213 orð

Lituð af andstöðu

Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., gagnrýnir Matvælastofnun (MAST) fyrir að draga upp eins dökka mynd og hægt er af hvalveiðum fyrirtækisins. Segir hann að með framsetningu stofnunarinnar sé verið að sverta sjómenn sem starfa við hvalveiðar Meira
11. maí 2023 | Innlendar fréttir | 121 orð | 1 mynd

Lokið verði við fækkun einbreiðra brúa á hringvegi

Umtalsverður árangur hefur náðst á seinustu 5-6 árum við að fækka umferðarþyngstu einbreiðu brúnum á þjóðvegum landsins og slysum við einbreiðar brýr hefur fækkað verulega frá 2017. Sérfræðingar Vegagerðarinnar sjá fram á að lokið verði við fækkun einbreiðra brúa á hringveginum innan næstu 15 ára Meira
11. maí 2023 | Innlendar fréttir | 222 orð

Margir vinna langa vinnuviku

Ísland er í efsta sæti í nýjum samanburði Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, á lengd vinnutíma í 30 Evrópulöndum. Hlutfall einstaklinga á vinnumarkaði. sem vann að meðaltali langar vinnuvikur, eða 49 tíma á viku eða lengur á seinasta ári, var… Meira
11. maí 2023 | Innlendar fréttir | 802 orð | 3 myndir

Mikil og dýrmæt reynsla

Viðtal Anna Rún Frímannsdóttir annarun@mbl.is Meira
11. maí 2023 | Fréttaskýringar | 627 orð | 3 myndir

Mikilvægt að greina rauða úlfa snemma

Viðtal Dóra Ósk Halldórsdóttir doraosk@mbl.is Meira
11. maí 2023 | Innlendar fréttir | 409 orð | 1 mynd

Mæðradagsgjöf sem gefur

„Með því að styrkja mæður styðjum við líka við börn og fjölskyldur,“ segir Guðríður Sigurðardóttir, formaður Menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar. Sjóðurinn, sem styrkir tekjulágar konur til náms, hefur hleypt árlegri fjáröflun sinni af stokkunum Meira
11. maí 2023 | Innlendar fréttir | 375 orð | 2 myndir

Norðurorka á Akureyri vill selja Orkey

Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri „Rekstrinum hefur verið sýndur áhugi og eftirspurn eftir lífdísil er að aukast, bæði sem eldsneyti og einnig í aðra vinnslu,“ segir Sunna Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Norðurorku á Akureyri, sem á félagið Orkey en það hefur verið auglýst til sölu. Meira
11. maí 2023 | Innlendar fréttir | 182 orð | 1 mynd

Ný umferðarljós á Höfðabakka í ár

Borgarráð hefur heimiliað umhverfis- og skipulagssviði að fara í útboð vegna endurnýjunar á umferðarljósum á Höfðabakka og nágrenni. Kostnaðaráætlun er 160 milljónir króna. Í þessum áfanga er gert ráð fyrir að endurnýja umferðarljósabúnað á… Meira
11. maí 2023 | Innlendar fréttir | 508 orð | 1 mynd

Óbyggðirnar kalla

Kristján Ingi Einarsson hefur gefið út tíu ljósmyndabækur, þar af sjö frá 2009 með erlendum texta um náttúru Íslands. „Miðað við þær hlýju kveðjur sem ég hef fengið frá erlendum ferðamönnum hafa bækurnar vonandi verið góð landkynning,“ segir hann Meira
11. maí 2023 | Erlendar fréttir | 146 orð | 1 mynd

Óeirðir víða vegna handtöku Khans

Óeirðir brutust út víða í Pakistan í gær eftir að Imran Khan, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, var handtekinn í fyrradag og færður í átta daga gæsluvarðhald í höfuðborginni Islamabad. Var þetta annar dagurinn í röð sem stuðningsmenn Khans mótmæltu handtöku hans Meira
11. maí 2023 | Innlendar fréttir | 24 orð

Röng höfundarkynning

Þau mistök urðu í blaðinu í gær að röng höfundarkynning var sett undir grein Önnu Hildar Guðmundsdóttur formanns SÁÁ. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Meira
11. maí 2023 | Erlendar fréttir | 237 orð | 1 mynd

Santos lýsti yfir sakleysi

Bandaríska dómsmálaráðuneytið opinberaði í gær ákæru sína á hendur George Santos, fulltrúa repúblikana í neðri deild Bandaríkjaþings fyrir New York-ríki. Ákæran er í 13 liðum, en Santos er meðal annars sakaður um fjársvik og að hafa veitt fulltrúadeildinni rangar upplýsingar um fjármál sín Meira
11. maí 2023 | Innlendar fréttir | 339 orð | 1 mynd

Sigga á Grund óvænt í stóru hlutverki á leiðtogafundinum

„Þetta var mikil áskorun en jafnframt skemmtilegt og mikill heiður að fá þetta verkefni. Ég er ánægð með útkomuna, þetta tókst vel,“ segir Sigríður Kristjánsdóttir listakona, betur þekkt sem Sigga á Grund í Villingaholtshreppi Meira
11. maí 2023 | Innlendar fréttir | 176 orð | 1 mynd

Skagfirðingar tóku til hendinni

Árlegur umhverfisdagur FISK Seafood fór fram í Skagafirði um síðustu helgi. Talið er að um 750 manns hafi tekið þátt á Sauðárkróki og í öllum öðrum þéttbýlisstöðum fjarðarins, þ.e. á Hofsósi, Hólum og í Varmahlíð Meira
11. maí 2023 | Innlendar fréttir | 165 orð | 2 myndir

Skattahækkun jafni kjaragliðnun

„Ég er að tala um þá sem að hafa breiðustu bökin, eru með mesta fjármagnið og greiða sér út mesta arðinn. Ég velti fyrir mér, er hugsanlega sanngjarnt að sá, sem borgar sér yfir 20 milljarða í arð á ári, að hann borgi aðeins meira inn í… Meira
11. maí 2023 | Innlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Skírteini að prófinu loknu

Það var líf og fjör í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði þegar nemendur í 6. bekk tóku verklegt hjólapróf. Að prófi loknu útskrifuðust nemendurnir með hjólaskírteini. Samgöngustofa og VSB Verkfræðistofa settu hjólaprófið saman og er 6 Meira
11. maí 2023 | Fréttaskýringar | 702 orð | 2 myndir

Skrautlegt friðað hús fær að lifa

Baksvið Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur hafnað ósk eiganda hússins Bergstaðastrætis 4 um að rífa húsið og byggja fjögurra hæða hús á lóðinni. Hér kemur til hið sígilda mat um hvort gamalt eigi að víkja fyrir nýju. Meira
11. maí 2023 | Erlendar fréttir | 673 orð | 1 mynd

Sótt hart að Rússum í Bakhmút

Úkraínumenn staðfestu í gær að þeir hefðu náð nokkrum árangri í gagnárás í borginni Bakhmút í fyrradag og unnið til baka hluta af því svæði sem þeir hafa tapað síðustu vikurnar. Þá sagði Serhí Tsjerevatí, talsmaður Úkraínuhers í austurhluta… Meira
11. maí 2023 | Innlendar fréttir | 188 orð | 1 mynd

Spá 2,9%-3,1% atvinnuleysi í maí

Talið er mögulegt að skráð atvinnuleysi á landinu fari undir þrjú prósent í yfirstandandi mánuði en það hefur ekki gerst frá því í desembermánuði árið 2018. Atvinnuleysi var 3,3% í aprílmánuði samkvæmt yfirliti Vinnumálastofnunar, sem birt var í gær Meira
11. maí 2023 | Innlendar fréttir | 1426 orð | 8 myndir

Stóra stundin runnin upp í Liverpool

1 Danmörk Reiley – Breaking My Heart Reiley, sem heitir í raun Rani Petersen, er upprunalega frá Færeyjum og er þetta í fyrsta skiptið sem Færeyingur stígur á stóra sviðið fyrir hönd Dana í Eurovision Meira
11. maí 2023 | Innlendar fréttir | 209 orð | 1 mynd

Stórmeistarar fjölmenna á mót

Íslandsmótið í skák, Skákþing Íslands, hefst næstkomandi mánudag. Teflt verður á Ásvöllum í Hafnarfirði dagana 15.-25. maí. Taflmennska hefst kl. 15 alla daga nema lokaumferðin, sem hefst kl. 13. Fyrsta skákþingið var haldið árið 1913 og er mótið því 110 ára Meira
11. maí 2023 | Innlendar fréttir | 871 orð | 4 myndir

Tekið á öllum þáttum bótaréttar

Viðtal Inga Þóra Pálsdóttir ingathora@mbl.is Eiríkur Jónsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og landsréttardómari, og Viðar Már Matthíasson, rannsóknaprófessor við lagadeild Háskóla Íslands og fyrrverandi hæstaréttardómari, luku nýverið við fjórða ritið í fjögurra binda ritröð sinni um íslenskan bótarétt. Ritröðinni er ætlað að taka á öllum þáttum bótaréttar, en hún er um 2.500 blaðsíður í heild. Meira
11. maí 2023 | Innlendar fréttir | 701 orð | 1 mynd

Útrýmt af Hringveginum á 15 árum

Einbreiðum brúm á þjóðvegum landsins hefur fækkað jafnt og þétt að undanförnu en enn eru þó yfir 600 einbreiðar brýr í notkun og þar af eru 30 einbreiðar brýr á Hringveginum. Fækkun einbreiðra brúa er eitt af forgangsverkefnunum í vegagerð Meira
11. maí 2023 | Innlendar fréttir | 613 orð | 3 myndir

Við förum eftir reglunum

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Reglurnar eru skýrar um það hvernig við eigum að bera okkur að og við förum eftir þeim. Svo kemur þessi Matvælastofnun og segir að þetta samrýmist ekki markmiðum laganna. Ég veit ekki hvaða miðilsfundir eru sóttir til að fá anda laganna,“ segir Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., þegar leitað er álits hans á niðurstöðu eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar á síðasta ári. Meira
11. maí 2023 | Innlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

Öruggari leiðir fyrir hestamenn

Framkvæmdirnar við Vesturlandsveg á Kjalarnesi verða til mikilla framfara fyrir íbúa á svæðinu, m.a. hestamenn, segir Atli Guðlaugsson, söngstjóri og tómstundabóndi á Tindum. Nefnir hann að upp undir 30 heimreiðar verði lagðar af en í staðinn komi… Meira
11. maí 2023 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Öryggismyndavélum í miðbænum fjölgað

Öryggisgæsla vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins í Hörpu í næstu viku verður gríðarleg, sú mesta sem hefur verið viðhöfð frá leiðtogafundinum í Höfða árið 1986. Í því skyni hefur öryggismyndavélum í miðbæ Reykavíkur verið fjölgað og á myndinni er verið að koma einni slíkri fyrir á þaki Hörpu Meira

Ritstjórnargreinar

11. maí 2023 | Leiðarar | 205 orð

Hvert er markmiðið?

Straumur hælisleitenda nær tvöfaldast í Þýskalandi. Hér á að byggja flóttamannabúðir Meira
11. maí 2023 | Leiðarar | 488 orð

Lægri skattar, hærri tekjur

Þróun skatttekna og afkoma ríkissjóðs á Írlandi er áhugavert umhugsunarefni Meira
11. maí 2023 | Staksteinar | 187 orð | 1 mynd

Óvenjuleg staða

Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, segir að nái gamli flokkur lýðveldishersins „Sinn Fein,“ forystu í ríkisstjórn á Írlandi yrði það sambærileg ógn og „Brexit“ hafi reynst fyrir Bretland, að hans mati. Meira

Menning

11. maí 2023 | Menningarlíf | 245 orð | 1 mynd

Ást Fedru í Þjóðleikhúsinu í haust

Margét Vilhjálmsdóttir snýr aftur á svið í Þjóðleikhúsinu næsta haust í frumflutningi á Ást Fedru eftir Söruh Kane sem Kolfinna Nikulásdóttir leikstýrir. Um er að ræða fyrsta leikstjórnarverkefni Kolfinnu í Þjóðleikhúsinu, en hún hefur m.a Meira
11. maí 2023 | Fólk í fréttum | 689 orð | 8 myndir

„Ég elska fólk sem þorir að tjá sig með tískunni“

„Ég hef verið í fatabransanum í langan tíma, bæði í London og hérna heima á Íslandi, og vil helst hvergi annars staðar vera. Mér finnst fátt skemmtilegra en að aðstoða fólk við að finna eitthvað við sitt hæfi og leiðbeina því í að stíga stundum aðeins út fyrir þægindarammann Meira
11. maí 2023 | Menningarlíf | 601 orð | 1 mynd

„Held að ég sé á toppnum“

„Ég hef unnið að þessari sýningu síðastliðin tvö og hálft ár,“ segir Ragna Ingumundardóttir sem á laugardaginn opnar sýningu í Grafíksalnum í Hafnarhúsinu í Tryggvagötu 17. Þar sýnir Ragna 103 vasa úr steinleir sem saman mynda innsetningu í sýningarsalnum Meira
11. maí 2023 | Menningarlíf | 164 orð | 1 mynd

Brasilíska tónlistarkonan Rita Lee látin

Brasilíska tónlistarkonan Rita Lee er látin, 75 ára að aldri. Lee, sem nefnd hefur verið drottning rokksins í heimalandi sínu, fór fyrir hljómsveitinni Os Mutantes sem hún stofnaði ásamt Arnaldo Batista og Sérgio Dias árið 1966 Meira
11. maí 2023 | Menningarlíf | 71 orð | 1 mynd

Emmelie de Forest heiðursgestur

Danska söngkonan Emmelie de Forest, sem sigraði í Eurovision árið 2013 með laginu „Only Teardrops“, verður sérstakur heiðursgestur á sérstöku Eurovision-kvöldi sem fram fer á tónleikastaðnum Sviðinu á Selfossi á laugardag Meira
11. maí 2023 | Menningarlíf | 125 orð | 1 mynd

Forsetinn kallar eftir réttlátum samningi

Joe Biden Bandaríkjaforseti tjáði sig í vikunni um yfirstandandi verkfall handritshöfunda sjónvarpsefnis og kvikmynda í Bandaríkjunum. „Ég vona einlæglega að verkfall handritshöfunda í Hollywood verði leyst – og að höfundar fái, eins fljótt og hægt er, þann réttláta samning sem þeir eiga skilið Meira
11. maí 2023 | Menningarlíf | 114 orð | 2 myndir

Fyrirlestur og spjall með Lóu Hlín í dag

Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir (Lóaboratoríum) er gestur Bókakaffis Borgarbókasafnsins í Menningarhúsinu í Úlfarsárdal í dag, fimmtudag, milli kl. 17.30 og 19.00. „Lóa Hlín hefur verið sjálfstætt starfandi listamaður síðan 2005 Meira
11. maí 2023 | Menningarlíf | 127 orð | 1 mynd

Góðir listamenn ekki hafnir yfir lög

Þýski kvikmyndaleikarinn Til Schweiger hefur verið sakaður um ofbeldi, eineltistilburði, ógnanir og markaleysi. Í nýlegri grein sem birtist í Der Spiegel lýstu 50 fyrrum samstarfsfélagar reynslu sinni af því að vinna með honum Meira
11. maí 2023 | Menningarlíf | 530 orð | 2 myndir

Hamskipti Gerðar Helgadóttur

„Þetta er í fyrsta sinn sem við setjum upp varanlega sýningu – eða grunnsýningu – með verkum Gerðar Helgadóttur,“ segir Brynja Sveinsdóttir forstöðumaður Gerðarsafns, sem ásamt Cecilie Gaihede, verkefnastjóra safneignar og rannsókna, stýrir sýningunni sem nefnist Gerður Meira
11. maí 2023 | Dans | 1279 orð | 4 myndir

Heill sé þér fimmtugum

Staða Íslenska dansflokksins innan íslensks menningarlífs hefur því miður ekki endurspeglað þennan faglega styrk. Meira
11. maí 2023 | Menningarlíf | 1122 orð | 2 myndir

Hryllingurinn er úti um allt

„Ég hef verið heilluð af hryllingi síðan ég var barn. Foreldrar mínir áttu mikið af bókum og takmörkuðu ekkert hvað ég mátti lesa. Svo ég byrjaði að lesa alls konar skáldskap, en það sem heillaði mig mest voru hryllingssögur Meira
11. maí 2023 | Menningarlíf | 133 orð | 1 mynd

Í hafmeyjukjól á frumsýningu

Bandaríska leik- og söngkonan Halle Bailey mætti á rauða dregilinn í sínu fínasta pússi þegar leikin útgáfa af Disney-teiknimyndinni Litlu hafmeyjunni var frumsýnd í Dolby Theatre í Hollywood í Kaliforníu í vikubyrjun Meira
11. maí 2023 | Fjölmiðlar | 178 orð | 1 mynd

Konungleg skemmtun

Það var einkar ánægjulegt að fylgjast með krýningu Karls konungs III. í sjónvarpinu um helgina; næstum því jafngaman og að fylgjast með hneykslan alls kyns froðufellandi fólks á félagsmiðlum, sem vart átti orð til að lýsa fyrirlitningu sinni á öllu… Meira
11. maí 2023 | Fólk í fréttum | 458 orð | 8 myndir

Minni spámenn fæddust í Færeyjum

Íþróttir og íþróttahetjur samtímans eru til umræðu í nýja hlaðvarpinu Minni spámönnum en þar eru áhugaverðar sögur og umdeild atvik tekin fyrir í hverjum þætti. „Oftar en ekki eru þetta einstaklingar eða lið sem komu á óvart eða eiga áhugavert … Meira
11. maí 2023 | Fólk í fréttum | 128 orð | 12 myndir

Náðu streitunni úr frumunum í glansfötum

Franska tískuhúsið Chanel sýndi CRUISE 2023/24-línuna í fyrradag. Franska leikkonan, fyrirsætan og söngkonan Alma Jodorowsky er talsmaður línunnar en innblástur hennar er sóttur til Kaliforníuríkis í Bandaríkjunum Meira
11. maí 2023 | Bókmenntir | 924 orð | 2 myndir

Of flókið að vera manneskja

Skáldsögur Hinstu blíðuhót / Augnablik í eilífðinni ★★★★· Eftir Kjersti Anfinnsen. Anna Kristín Hannesdóttir þýddi. Krónika, 2023. Kilja, 229 bls. Meira
11. maí 2023 | Menningarlíf | 136 orð | 1 mynd

Óperusöngkonan Grace Bumbry er látin

Bandaríska sópransöngkonan Grace Bumbry er látin, 86 ára að aldri. Hún fæddist í St. Louis í Missouri í Bandaríkjunum, en settist að fyrst í Sviss og síðan Austurríki eftir að hún fór á eftirlaun 1997 Meira
11. maí 2023 | Menningarlíf | 204 orð | 1 mynd

Rocky Horror valin athyglisverðasta áhugaleiksýning leikársins

Söngleikurinn Rocky Horror, í leikstjórn Árna Grétars Jóhannssonar og í uppfærslu Leikfélags Vestmannaeyja, hefur verið valin athyglisverðasta áhugaleiksýning leikársins 2022–2023 að mati valnefndar Þjóðleikhússins, en valið fór í ár fram í 31 Meira

Umræðan

11. maí 2023 | Pistlar | 415 orð | 1 mynd

Er gervigreind við völd á Íslandi?

Með fjárhagslegum hryðjuverkum og með ofsatrú á stýrivaxtahækkanir að vopni er staða heimilanna að versna illa í boði ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans. Þeim er alveg sama hvar fjárhagslegt ofbeldi þeirra drepur niður fæti Meira
11. maí 2023 | Aðsent efni | 653 orð | 1 mynd

Hvað verður loftslagssektin há vegna 35.000 íbúða?

Ef við náum ekki loftslagsmarkmiðum okkar þá verður sektin ekki eingreiðsla upp á 800 milljónir líkt og nú, heldur árleg útgjöld sem metin hafa verið á bilinu 1-10 milljarðar. Meira
11. maí 2023 | Aðsent efni | 459 orð | 1 mynd

Reykjavíkurborg gerir vel við fjármagnseigendur

446 milljarða króna skuldir verða ekki til af sjálfu sér. Reykjavíkurborg er orðin afar berskjölduð fyrir verðbólgu og vaxtahækkunum. Meira
11. maí 2023 | Aðsent efni | 372 orð | 1 mynd

Rútínurúst í Reykjavík

Framsókn boðaði breytingar í borginni. Nú er fjórðungur liðinn af kjörtímabilinu og það eina sem hefur breyst er fjárhagurinn – og það til hins verra. Meira
11. maí 2023 | Aðsent efni | 346 orð | 1 mynd

Skógurinn blindar oss sýn til fjallanna

Nú, tuttugu, þrjátíu árum síðar, skyggja aspirnar á fjöllin og útsýnið hverfur. Meira
11. maí 2023 | Aðsent efni | 262 orð | 1 mynd

Umferðaröryggi á tyllidögum – opið bréf til forstjóra Álversins í Straumsvík

Því spyr ég þig: hvað kom til? Eða er umferðaröryggi bara til brúks á tyllidögum hjá ykkur þarna í álverinu? Meira

Minningargreinar

11. maí 2023 | Minningargreinar | 2458 orð | 1 mynd

Árni Guðmundur Jensson

Árni Guðmundur Jensson fæddist á Patreksfirði 27. febrúar 1933. Hann lést eftir skamma legu á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 27. apríl 2023. Hann var sonur hjónanna Jens Árnasonar vélsmíðameistara frá Neðrabæ í Selárdal við Arnarfjörð, f Meira  Kaupa minningabók
11. maí 2023 | Minningargreinar | 2787 orð | 1 mynd

Árni Júlíus Steinsson

Árni Júlíus Steinsson fæddist í Bæ í Staðardal, Súgandafirði, 6. október 1931. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eir 30. apríl 2023. Foreldrar hans voru Guðríður Ingibjörg Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 12.12 Meira  Kaupa minningabók
11. maí 2023 | Minningargreinar | 2374 orð | 1 mynd

Elísa J. Jónsdóttir

Elísa Jóna Jónsdóttir fæddist á Dalbæ í Súðavík 1. janúar 1930. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Mörk 26. apríl 2023. Foreldrar hennar voru Elísabet Hjálmarsdóttir frá Hlíð í Súðavík, f. 16.4. 1900, d. 1992 og Jón Þórðarson frá Súðavík fiskmatsmaður, f Meira  Kaupa minningabók
11. maí 2023 | Minningargreinar | 928 orð | 1 mynd

Eyrún Sigurjónsdóttir

Eyrún Sigurjónsdóttir fæddist í Hafnarfirði 6. febrúar 1946. Hún lést á heimili sínu 30. apríl 2023. Foreldrar Eyrúnar voru Sigurjón Jónsson, f. 8. júlí, d. 4. mars 1991, og Guðrún Guðmundsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
11. maí 2023 | Minningargreinar | 1362 orð | 1 mynd

Guðrún Sveinsdóttir

Guðrún Sveinsdóttir, eða Gúnný eins og hún var ávallt kölluð, fæddist í Reykjavík 17. maí 1946 og ólst þar upp. Hún lést 30. mars 2023. Foreldrar hennar voru þau Sveinn Svanur Jónsson og Hildur Hulda Þorfinnsdóttir Meira  Kaupa minningabók
11. maí 2023 | Minningargrein á mbl.is | 1167 orð | 1 mynd | ókeypis

Jóhanna María Gunnarsdóttir

Jóhanna María Gunnarsdóttir (Jóa) fæddist í Ólafsfirði 9. mars 1977. Hún lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu í Reykjavík 3. maí 2023.Foreldrar hennar eru Gunnar L. Jóhannsson, f. 1941, og Svanfríður Halldórsdóttir, f. 1947. Meira  Kaupa minningabók
11. maí 2023 | Minningargreinar | 4443 orð | 1 mynd

Jóhanna María Gunnarsdóttir

Jóhanna María Gunnarsdóttir (Jóa) fæddist í Ólafsfirði 9. mars 1977. Hún lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu í Reykjavík 3. maí 2023. Foreldrar hennar eru Gunnar L. Jóhannsson, f. 1941, og Svanfríður Halldórsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
11. maí 2023 | Minningargreinar | 426 orð | 1 mynd

Stefán Grímsson

Stefán Grímsson fæddist 1. júní 1949. Hann lést 26. apríl 2023. Útför fór fram 8. maí 2023. Meira  Kaupa minningabók
11. maí 2023 | Minningargreinar | 1492 orð | 1 mynd

Þóranna Erla Sigurjónsdóttir

Þóranna Erla Sigurjónsdóttir (Erla) fæddist í Reykjavík hinn 1. ágúst 1940. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 25. apríl 2023. Foreldrar hennar voru Sólveig Róshildur Ólafsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

11. maí 2023 | Sjávarútvegur | 157 orð | 1 mynd

Arctic Fish framleiddi 4.866 tonn

Arctic Fish framleiddi 4.866 tonn af eldislaxi á fyrsta ársfjórðungi og námu tekjur félagsins 10,3 milljónum evra en það er jafnvirði rúmlega 1.550 milljóna íslenskra króna. Rekstrarniðurstaða Arctic Fish var 5,7 milljónir evra fyrir skatt og… Meira
11. maí 2023 | Sjávarútvegur | 674 orð | 1 mynd

Skilvirkari öryggisstjórnun með forriti

Nýtt öryggisstjórnarkerfi sem einfaldar til muna utanumhald í kringum æfingar, öryggisskoðanir og nýliðaþjálfun hefur fengið mjög góðar viðtökur, jafnt hjá sjómönnum sem og útgerðum, að sögn Gísla Níls Einarssonar, sérfræðings í öryggisstjórnun Meira

Viðskipti

11. maí 2023 | Viðskiptafréttir | 166 orð | 1 mynd

Brottfarir álíka margar og 2019

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 142 þúsund í nýliðnum apríl. Um er að ræða þriðja stærsta aprílmánuð frá því mælingar hófust eftir því sem fram kemur á vef Ferðamálastofu Meira
11. maí 2023 | Viðskiptafréttir | 383 orð | 1 mynd

Fleyta húðuðu kurli

Bandaríska kolefnisföngunar- og förgunarfyrirtækið Running Tide mun á næstu dögum hefja tilraunafleytingar flothylkja suður af landinu. Hylkin samanstanda af kalkhúðuðu trjákurli sem fljóta mun í sjónum í ákveðinn tíma, eða þar til þau sökkva til botns til varanlegrar geymslu Meira
11. maí 2023 | Viðskiptafréttir | 116 orð | 1 mynd

Hagnaður Norðuráls 30 ma.kr.

Hagnaður álfyrirtækisins Norðuráls Grundartanga ehf. nam 219 milljónum Bandaríkjadala árið 2022, eða um 30 milljörðum íslenskra króna. Hagnaðurinn nær þrefaldast milli ára en hann var 79 milljónir dala árið 2021, eða um ellefu milljarðar króna Meira
11. maí 2023 | Viðskiptafréttir | 219 orð | 1 mynd

Minni hagnaður hjá Regin

Leigutekjur fasteignafélagsins Regins námu tæplega 3,1 milljarði króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, og jukust um 430 milljónir króna á milli ára, eða 16%. Rekstrartekjur félagsins námu í heild tæplega 3,3 milljörðum króna og jukust einnig um 16% Meira
11. maí 2023 | Viðskiptafréttir | 245 orð | 1 mynd

Opnuðu starfsstöð á Írlandi

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri íslenska nýsköpunarfyrirtækisins Kara Connect, segir að það hafi gengið mjög vel að útvíkka starfsemina yfir á Írlands- og Bretlandsmarkað. Í maí á síðasta ári lauk Kara Connect sex milljóna evra… Meira
11. maí 2023 | Viðskiptafréttir | 69 orð

S&P staðfestir lánshæfismat Arion

Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P hefur staðfest BBB lánshæfismat Arion banka til langs tíma, en breytir horfum úr stöðugum í neikvæðar. Skammtíma lánshæfismat er áfram A-2. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arion banka Meira
11. maí 2023 | Viðskiptafréttir | 747 orð | 1 mynd

Te & kaffi setur húsnæði sitt á sölu

Magdalena Anna Torfadóttir magdalena@mbl.is Kaffihúsakeðjan og kaffiframleiðandinn Te & kaffi hefur sett skrifstofuhúsnæði sitt við Stapahraun 4 í Hafnarfirði á sölu. Guðmundur Halldórsson, framkvæmdastjóri Te & kaffi segir ástæðuna vera þá að töluverð breyting hafi orðið á kjarnastarfsemi fyrirtækisins. Meira

Daglegt líf

11. maí 2023 | Daglegt líf | 1104 orð | 2 myndir

Ég er orðin meiri Íslendingur í mér

Frá því ég flutti hingað fyrir rúmum tveimur árum hefur mér farið mikið fram í íslenskunni. Áður var ég feimin að tala íslensku, ég óttaðist að segja eitthvað vitlaust, en nú læt ég bara vaða,“ segir hin þýsk-íslenska Alexandra Weseloh, en hún … Meira

Fastir þættir

11. maí 2023 | Í dag | 252 orð

Flugvöllurinn fer á brott

Ólafur Stefánsson skrifaði á þriðjudagsmorgun á Boðnarmjöð: „Það eru aðvaranir í kortunum hérna þótt blíða sé og 29 stiga hiti. Þetta er eins og heima til að túristavitleysingarnir vari sig á briminu“: Það er „Alert“ í öllum kortum, æða vindar um sjá Meira
11. maí 2023 | Í dag | 510 orð | 3 myndir

Hálfmaraþon um næstu helgi

Oddur Steinarsson fæddist 11. maí 1973 í Reykjavík og ólst þar upp. „Foreldrar mínir voru frumbyggjar á Ártúnsholtinu og fluttum við þangað þegar ég var 10 ára gamall. Ég flutti aftur í gamla hverfið mitt ásamt fjölskyldunni 2014, eftir sjö… Meira
11. maí 2023 | Dagbók | 87 orð | 1 mynd

Hræðist ekki kjötfarsið

Mat­reiðslu­snill­ing­ur­inn Lauf­ey Rós Halls­dótt­ir seg­ist finna fyr­ir því að áhugi á gam­aldags ís­lenskri mat­ar­gerð sé að aukast en sjálf er hún mik­ill áhugamaður um slík­an mat. Hún ræddi við þau Krist­ínu Sif og Þór Bær­ing í Ísland… Meira
11. maí 2023 | Í dag | 63 orð

Jafnvel besservisserar þurfa stundum að ráðgast um mál og þykir þá…

Jafnvel besservisserar þurfa stundum að ráðgast um mál og þykir þá óþægilegt að verða að gera það við aðra. En hjá því verður ekki komist Meira
11. maí 2023 | Í dag | 185 orð

Ósæmileg opnun. N-AV

Norður ♠ ÁD8543 ♥ 9 ♦ D9875 ♣ 8 Vestur ♠ KG72 ♥ 1065 ♦ ÁK6 ♣ 543 Austur ♠ 106 ♥ G43 ♦ G10432 ♣ 1062 Suður ♠ 9 ♥ ÁKD872 ♦ – ♣ ÁKDG97 Suður spilar 7♣ Meira
11. maí 2023 | Í dag | 30 orð | 1 mynd

Reykjavík Árni Benedikt Andrason fæddist 23. júlí 2022 kl. 01.50 í…

Reykjavík Árni Benedikt Andrason fæddist 23. júlí 2022 kl. 01.50 í Reykjavík. Hann vó 4.850 g og var 48 cm langur. Foreldrar hans eru Sólrún María Reginsdóttir og Andri Árnason. Meira
11. maí 2023 | Í dag | 180 orð | 1 mynd

Skák

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. g3 dxc4 5. Bg2 Rbd7 6. 0-0 c6 7. a4 b6 8. Rfd2 Ba6 9. Bxc6 Hc8 10. Bb5 Bb7 11. Rc3 h5 12. e4 h4 13. g4 Bb4 14. De2 0-0 15. Bxc4 Rb8 16. g5 Re8 17. De3 Rc6 18. d5 Re5 19 Meira
11. maí 2023 | Í dag | 96 orð | 1 mynd

Sólrún María Reginsdóttir

40 ára Sólrún ólst upp í Hafnarfirði og býr í Vesturbæ Reykjavíkur. Hún er framkvæmdastjóri og eigandi Akkúrat, sem flytur inn drykki, og einnig framkvæmdastjóri og einn eigenda Tefélagsins. Áhugamál Sólrúnar eru útivist, ferðalög, matur og hestamennska Meira

Íþróttir

11. maí 2023 | Íþróttir | 74 orð | 1 mynd

Enn og aftur með Ungverjum í riðli

Ísland verður í austurevrópskum riðli á EM karla í handbolta, en lokamótið fer fram í Þýskalandi frá 10. til 28. janúar á næsta ári. Dregið var í Düsseldorf í gær og ljóst var fyrir dráttinn að Ísland yrði í C-riðli, sem leikinn verður í München Meira
11. maí 2023 | Íþróttir | 60 orð | 1 mynd

Framlengt í Kaplakrika

Jóhannes Berg Andrason tryggði FH framlengingu gegn ÍBV í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik í Kaplakrika í gær með marki á lokasekúndunum. Eyjamenn voru með yfirhöndina allan tímann og leiddu mest allan leikinn Meira
11. maí 2023 | Íþróttir | 70 orð | 1 mynd

Færeyingurinn ekki meira með

Færeyski knattspyrnumaðurinn Patrik Johannesen er með slitið krossband og leikur hann því ekki meira með Íslandsmeisturum Breiðabliks á tímabilinu. Þetta tilkynnti Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, í samtali við fótbolta.net í gær en Patrik,… Meira
11. maí 2023 | Íþróttir | 447 orð | 2 myndir

Handknattleiksmaðurinn Dagur Gautason, vinstri hornamaður KA, er á leið…

Handknattleiksmaðurinn Dagur Gautason, vinstri hornamaður KA, er á leið til norska úrvalsdeildarfélagsins Arendal, þar sem hann hyggst skrifa undir tveggja ára samning. Það var Akureyri.net sem greindi frá þessu í gær en hjá Arendal mun Dagur, sem… Meira
11. maí 2023 | Íþróttir | 951 orð | 1 mynd

Hefur farið í marga hringi

Handknattleiksþjálfarinn Aðalsteinn Eyjólfsson er upptekinn maður þessa dagana en hann er kominn með lið sitt Kadetten í undanúrslit svissnesku úrslitakeppninnar og þá mun hann taka við þjálfun þýska 1 Meira
11. maí 2023 | Íþróttir | 191 orð | 1 mynd

Ísland og Austur-Evrópa

Ísland verður í austurevrópskum riðli á EM karla í handbolta, en lokamótið fer fram í Þýskalandi frá 10. til 28. janúar á næsta ári. Dregið var í Düsseldorf í gær og ljóst var fyrir dráttinn að Ísland yrði í C-riðli, sem leikinn verður í München Meira
11. maí 2023 | Íþróttir | 59 orð | 1 mynd

Sagt upp í Garðabænum

Knattspyrnuþjálfaranum Ágústi Gylfasyni hefur verið sagt upp störfum hjá Stjörnunni en hann hefur stýrt karlaliði félagsins frá árinu 2022. Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum í gær en Jökull Elísabetarson, sem var aðstoðarþjálfari Ágústs hjá Stjörnunni, tekur við liðinu af Ágústi Meira
11. maí 2023 | Íþróttir | 777 orð | 1 mynd

Sonurinn hamingjusamastur

„Ég er eiginlega ekki búin að átta mig á þessu ennþá. Ætli það komi ekki í haust þegar mann er örugglega farið að kitla í fingurna?“ segir handknattleikskonan Hanna Guðrún Stefánsdóttir í samtali við Morgunblaðið Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.