Greinar laugardaginn 27. maí 2023

Fréttir

27. maí 2023 | Innlendar fréttir | 783 orð | 3 myndir

60 fjárfestingarverkefni í pípunum

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir um 60 fjárfestingarverkefni í pípunum í sveitarfélaginu. Umfangið sé slíkt að það muni hafa keðjuverkandi áhrif á eftirspurn eftir húsnæði, orku og vinnuafli, ef þau komast á skrið Meira
27. maí 2023 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

7. sæti í netöryggiskeppni

Íslenska liðið Pwnagaukur hafnaði 7. sæti í alþjóðlegu netöryggiskeppninni Hackday, sem fór fram í verkfræðiskólanum ESIEE í París, fyrr í þessum mánuði. Liðsmenn Pwnagauks eru Axel Marinho Guðmundsson, Dagur Benjamínsson, Elvar Árni Bjarnason,… Meira
27. maí 2023 | Erlendar fréttir | 294 orð | 1 mynd

Átök milli lögreglu og serbneska minnihlutans

Lögreglan í Kósovó beitti táragasi í gær til þess að leysa upp óeirðir í norðurhluta landsins, en Serbar höfðu komið sér fyrir við innganginn að ráðhúsum í nokkrum bæjum þar til að koma í veg fyrir að nýir bæjarstjórar af albönskum uppruna gætu tekið við völdum Meira
27. maí 2023 | Innlendar fréttir | 287 orð | 1 mynd

Aðalmeðferð í máli hjúkrunarfræðingsins lokið

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi hjúkrunarfræðingsins sem ákærður er fyrir að hafa orðið sjúklingi á geðdeild að bana, gagnrýndi lögreglu og saksóknara harðlega fyrir að hundsa lykilgögn í málinu og varpa allri ábyrgð af Landspítalanum Meira
27. maí 2023 | Innlendar fréttir | 488 orð | 1 mynd

Aðflugsljósin fari í umhverfismat

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Það er niðurstaða skipulagsfulltrúa Reykjavíkur að framkvæmd við fyrirhuguð aðflugsljós að Reykjavíkurflugvelli, vestan Suðurgötu, þurfi að fara í umhverfismat. Meira
27. maí 2023 | Erlendar fréttir | 716 orð | 1 mynd

Árásin „glæpur gegn mannkyni“

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Að minnsta kosti tveir létust og 23 særðust í eldflaugaárás Rússa á heilsugæslustöð í borginni Dnípró í gærmorgun. Flytja þurfti 21 af hinum særðu á sjúkrahús, og eru þrír sagðir í alvarlegu ástandi. Serhí Lísak, héraðsstjóri í Dníprópetrovsk-héraði, sagði að tveir drengir á aldrinum þriggja og sex ára væru á meðal hinna særðu. Þá væri annar hinna látnu 69 ára gamall maður, sem hefði verið á gangi rétt hjá þegar eldflaugin hitti heilsugæslustöðina. Meira
27. maí 2023 | Innlendar fréttir | 300 orð | 1 mynd

Áskorun framtíðar fyrirsjáanleg

„Við erum að kalla eftir markvissri viðbragðsáætlun heilbrigðisyfirvalda til þess að tryggja að við getum tekist á við þessa risastóru áskorun sem fyrirsjáanleg er í framtíðinni þegar kemur að fjölgun krabbameina,“ segir Halla… Meira
27. maí 2023 | Innlendar fréttir | 60 orð

Barnabann við eldgos óheimilt

Lög­reglu­stjór­an­um á Suður­nesj­um var ekki heim­ilt að setja á ótíma­bundið bann við því að börn færu að gosstöðvun­um í Mera­döl­um í ág­úst í fyrra án þess að finna bann­inu ann­an laga­grund­völl Meira
27. maí 2023 | Innlendar fréttir | 428 orð | 1 mynd

„Atlögu“ að Sundhöllinni var frestað um sinn

„Það verður ekki farið í neinar framkvæmdir á þessu ári. Sökum fjárhagsstöðunnar var þessu frestað,“ segir Drífa Magnúsdóttir, forstöðumaður Sundhallar Reykjavíkur. Þröstur Ólafsson hagfræðingur lýsti óánægju sinni með fyrirhugaðar… Meira
27. maí 2023 | Innlendar fréttir | 488 orð | 1 mynd

„Þetta er yfirgangur og ofsóknir“

Hörður Vilberg hordur@mbl.is Baráttuhugur er í íbúum Skerjafjarðar sem mótmæltu í vikunni nýju íbúðahverfi á fjölmennum íbúafundi sem Prýðifélagið Skjöldur stóð fyrir í Öskju. Félagið afhenti Sigurði Inga Jóhannessyni innviðaráðherra ályktun fundarins í vikunni. Meira
27. maí 2023 | Innlendar fréttir | 229 orð | 1 mynd

Björg Finnbogadóttir

Björg Finnbogadóttir lést á Akureyri 23. maí sl., rétt að verða 95 ára. Björg fæddist 25. maí 1928 á Eskifirði, dóttir hjónanna Finnboga Þorleifssonar, skipstjóra og útgerðarmanns, og Dórotheu Kristjánsdóttur, húsfreyju á Eskifirði Meira
27. maí 2023 | Innlendar fréttir | 256 orð | 1 mynd

Björn Sigurbjörnsson

Björn Sigurbjörnsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri og forstjóri hjá FAO og Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni lést 26. maí sl. á Droplaugarstöðum, 91 árs að aldri. Björn fæddist í Reykjavík 18. nóvember 1931, sonur hjónanna Sigurbjörns Þorkelssonar,… Meira
27. maí 2023 | Innlendar fréttir | 128 orð | 1 mynd

Eldsvoði í Heimabakarí á Húsavík

Eldur kviknaði í húsnæði Heimabakarís á Húsavík í gærkvöldi. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út, fjórir bílar og sautján menn, til að slökkva brunan. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins að sögn Gríms Kárasonar, slökkviliðsstjóra í Norðurþingi Meira
27. maí 2023 | Innlendar fréttir | 318 orð | 1 mynd

Fordæma brottnám barnanna

„Þingsályktunartillagan er frá utanríkismálanefnd allri og kemur í kjölfar funda okkar með úkraínskum þingmönnum,“ segir Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, í samtali við Morgunblaðið Meira
27. maí 2023 | Innlendar fréttir | 81 orð

Fréttaþjónusta mbl.is um hvítasunnuhelgina

Morgunblaðið kemur næst út þriðjudaginn 30. maí. Öflug fréttaþjónusta verður um hvítasunnuhelgina á mbl.is. Hægt er að koma ábendingum um fréttir á netfangið netfrett@mbl.is. Þjónustuver áskriftardeildar Morgunblaðsins er opið í dag, laugardag, frá klukkan 8-12 Meira
27. maí 2023 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Glatt á hjalla áður en lífsins alvara hefst

Fjöldi framhaldsskólanema sletti ærlega úr klaufunum í gær, á síðasta degi sínum áður en hvítu stúdentshúfurnar verða settar upp. Fjöldi nemenda útskrifaðist frá framhaldsskólum sínum í gær, og fleiri útskriftarveislur verða haldnar í dag Meira
27. maí 2023 | Innlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd

Glódís Perla á óskalista Arsenal

Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er á óskalista enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal. Þetta herma heimildir mbl.is og Morgunblaðsins en rætt var um möguleg félagaskipti Glódísar til Englands í Fyrsta… Meira
27. maí 2023 | Innlendar fréttir | 323 orð | 5 myndir

Hækkun álaga ofaukið – „Farið að hafa áhrif á allt“ – Vill ekki þurfa að flýja land – „Hefur

„Þetta er ótrúlega hátt,“ segir Margrét Gunnarsdóttir stjórnarkona þegar hún er spurð út í afstöðu sína gagnvart hækkun stýrivaxta fyrr í vikunni. Hún segir hækkunina ekki hafa mikil áhrif á hana sjálfa, en þrátt fyrir það líst henni ekki á blikuna Meira
27. maí 2023 | Innlendar fréttir | 230 orð | 1 mynd

Íbúafundur breyttist í vinnufund

Íbúafundur Hveragerðis, þar sem kynna átti stefnumótun KPMG fyrir sveitarfélagið, breyttist fljótlega í vinnufund, að sögn íbúa bæjarins sem sátu fundinn og Morgunblaðið ræddi við. „Íbúafundur verður haldinn í Grunnskólanum í Hveragerði þar… Meira
27. maí 2023 | Innlendar fréttir | 200 orð | 1 mynd

Ísland í 21. sæti í samanburði á fjölda í UT-iðnaði

Fólki sem starfar í upplýsinga- og fjarskiptatækniiðnaðinum (UT) hér á landi fjölgaði lítið eitt á seinasta ári frá árinu á undan, eða úr 4% af fjölda starfandi á vinnumarkaði í 4,3%. Starfsfólki í upplýsinga- og fjarskiptatækni fjölgaði í fyrra í… Meira
27. maí 2023 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Íslendingar í fjórða sæti

Ísland hafnaði í fjórða sæti á Evrópumeistaramótinu í kokteilagerð sem fram fór í Albaníu, en alls tóku 16 lönd þátt. Búlgaría bar sigur úr býtum, Finnland lenti í öðru sæti og Portúgal í því þriðja Meira
27. maí 2023 | Innlendar fréttir | 360 orð | 2 myndir

Komst loksins á tind Everest-fjalls í annarri tilraun

Íslensk-kúbverski fjallagarpurinn Yandi Núñez Martinez lét langþráðan draum rætast, þegar hann komst á tind Everest-fjalls í síðustu viku. Hann er fyrsti Kúbverjinn til þess að klífa þetta hæsta fjall heims Meira
27. maí 2023 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Kristinn mun stýra á Sólheimum

Kristinn Ólafsson hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra Sólheima ses. frá og með 1. júní nk. til fimm ára. Tekur hann við starfinu af Kristínu B. Albertsdóttur. Kristinn, sem starfað hefur sem rekstrarstjóri á Sólheimum frá því í janúar á þessu ári, er viðskiptafræðingur að mennt Meira
27. maí 2023 | Innlendar fréttir | 135 orð | 1 mynd

Lítur á sig sem leiðtoga frekar en þjálfara

„Sigurhefðin hjálpar mér að ná athygli. Hún fær menn til að hlusta og trúa enda þótt það sem ég segi sé ekkert alltaf rétt,“ segir Pavel Ermolinskij, þjálfari Íslandsmeistara Tindastóls í körfubolta, í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins Meira
27. maí 2023 | Fréttaskýringar | 635 orð | 1 mynd

Meðal 100 bestu í heimi

Baksvið Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Aron Björn Bjarnason, MBA-útskriftarnemi við viðskiptadeild Berkeley-háskólans í Kaliforníu í Bandaríkjunum (e. University of California-Berkeley, Haas School of Business), var á dögunum valinn á lista yfir 100 bestu MBA-nemendur í heimi. Auk Arons komust tveir aðrir nemendur úr Berkeley á listann, Afraz Khan og Charlie Yates. Meira
27. maí 2023 | Innlendar fréttir | 201 orð | 1 mynd

Mikil þensla suður með sjó

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir um 60 fjárfestingarverkefni í undirbúningi í sveitarfélaginu. Vegna umfangsins muni það reynast mikil áskorun að manna stöður og finna húsnæði Meira
27. maí 2023 | Innlendar fréttir | 148 orð | 1 mynd

Skin og skúrir um hvítasunnuhelgina

Von er á alls kyns veðri um helgina og gætu íbúar Austurlands þurft að hafa bæði úlpur og stuttermaboli til reiðu. Samkvæmt Marcel di Vries, veðurfræðingi á Veðurstofunni, dregur úr úrkomu fyrri part dagsins í dag en þó má búast við hvassviðri og stormi á Austfjörðum og Suðausturlandi Meira
27. maí 2023 | Innlendar fréttir | 695 orð | 1 mynd

Skipaútgerð Gæslunnar í Njarðvíkurhöfn

Viljayfirlýsing um uppbyggingu á aðstöðu við Njarðvíkurhöfn fyrir skipaútgerð Landhelgisgæslu Íslands var undirrituð í gær á Marriott-hótelinu í Reykjanesbæ. Áformin lúta að gerð langtímasamnings um viðlegukant, auk nauðsynlegrar aðstöðu fyrir tæki… Meira
27. maí 2023 | Innlendar fréttir | 395 orð | 2 myndir

Skógrækt og landgræðsla orðin ástríða

„Mér mun ekki endast aldur til að ljúka þessu. Skógrækt er fyrst og fremst fyrir næstu kynslóð og vonandi mun hún njóta. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á umhverfismálum og vil leggja mitt lóð á vogarskálarnar,“ segir Októ Einarsson,… Meira
27. maí 2023 | Fréttaskýringar | 332 orð | 2 myndir

Tengir saman Keflavíkurflugvöll

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Isavia hefur kynnt ný drög að fyrirhugaðri tengibyggingu á Keflavíkurflugvelli. Hún verður tæpir 27 þúsund fermetrar, eða álíka stór og tónlistarhúsið Harpa, að því er fram kemur á upplýsingavefnum kefplus.is. Meira
27. maí 2023 | Fréttaskýringar | 446 orð | 2 myndir

Verkföllin breiðast út með auknum þunga

Sviðsljós Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Sívaxandi þungi færist í verkfallsaðgerðir BSRB félaganna. Yfir hvítasunnuhelgina bætist starfsfólk sundlauga og íþróttamiðstöðva í hóp þeirra sem hafa lagt niður störf í þessum verkfallsaðgerðum, og standa verkföll þeirra í sundlaugum og íþróttamiðstöðvum yfir á laugardag, sunnudag og mánudag, sem ná til átta sveitarfélaga á Vestur-, Norður- og Austurlandi. Meira
27. maí 2023 | Innlendar fréttir | 378 orð | 2 myndir

Þekkingin mun lifa eins og þjóðsögurnar

„Við mættum þarna, gamla Daníelsslippsgengið, til að óska Einari til hamingju með áfangann, en líka til að harma það að hætt var að kenna skipasmíði fyrir mörgum árum og að núna sé líka verið að leggja niður bátasmíðanámið og setja það undir… Meira

Ritstjórnargreinar

27. maí 2023 | Staksteinar | 190 orð | 2 myndir

Krunkað um óþörf störf

Hrafnar Viðskiptablaðsins, sem hitta oft naglann á höfuðið, krunkuðu meðal annars þetta í vikunni: „Eins og allir vita ríkir gríðarlegt aðhald í rekstri Reykjavíkurborgar og hafa Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs gefið það út að ekki verði lengur ráðið í störf að óþörfu. Meira
27. maí 2023 | Leiðarar | 365 orð

Litið í vestur

Margir kjósa með fótunum. Líka hér á landi Meira
27. maí 2023 | Reykjavíkurbréf | 1707 orð | 1 mynd

Skallinn hélt þótt ryki úr

Ron DeSantis, ríkisstjóri í Flórída, hefur nú tilkynnt framboð sitt til að verða forsetaefni repúblikana. Segja má að hann sé eini frambjóðandi þess flokks sem fram að þessu hefur náð máli, að Donald Trump, fyrrverandi forseta frátöldum. DeSantis er um margt öflugur frambjóðandi. Meira
27. maí 2023 | Leiðarar | 264 orð

Þýðingarmikil skilaboð

Fylgja þarf góðum orðum eftir með myndarlegum hætti Meira

Menning

27. maí 2023 | Fjölmiðlar | 215 orð | 1 mynd

„Þú ert ormur með yfirvaraskegg“

Raunveruleikaþættirnir Vanderpump Rules hafa heltekið líf mitt undanfarið. Þættirnir hafa verið í gangi síðastliðin 10 ár og gefa innsýn inn í líf starfsfólksins á veitingastaðnum SUR í West Hollywood sem er í eigu Lisu Vanderpump – en hún var … Meira
27. maí 2023 | Menningarlíf | 131 orð | 1 mynd

Birgir Andrésson & Lawrence Weiner í i8

Seinni hluti sýningar á verkum Birgis Andréssonar (1955-2007) og Lawrence Weiner (1942-2021) hefur verið opnuð í i8. Þar verða til sýnis „verk eftir þessa tvo brautryðjendur sem hafa sjaldan eða aldrei verið sýnd áður,“ segir í kynningu Meira
27. maí 2023 | Kvikmyndir | 632 orð | 2 myndir

Enginn siðferðilegur áttaviti

Bíó Paradís, Amazon Prime Video, Vudu og Apple TV Infinity Pool / Laug óendanleikans ★★★½· Leikstjórn: Brandon Cronenberg. Handrit: Brandon Cronenberg. Aðalleikarar: Alexander Skarsgård, Mia Goth, Jalil Lespert og Cleopatra Coleman. Bandaríkin, 2023. 117 mín. Meira
27. maí 2023 | Menningarlíf | 97 orð | 1 mynd

Fjórar kórar í Hörpu á morgun

Fjórir kórar koma fram í Hörpuhorni á morgun, sunnudag, og er aðgangur ókeypis að öllum tónleikunum. Klukkan 14 syngur Stúlknakór Reykjavíkur og kl. 14.30 Kammerkórinn Aurora. Tónleikar þeirra bera yfirskriftina „Á vængjum söngsins“ sem vísar til komandi Ítalíuferðar beggja kóra Meira
27. maí 2023 | Menningarlíf | 46 orð | 1 mynd

Gengið um skáldaslóðir Laxness

Vordagskrá Gljúfrasteins heldur áfram í dag, laugardag, þegar gengið verður um skáldaslóðir í Mosfellsdal undir leiðsögn Bjarka Bjarnasonar. Gangan hefst við Gljúfrastein kl. 14 og þaðan verður gengið að Mosfellskirkju, með viðkomu á völdum stöðum Meira
27. maí 2023 | Menningarlíf | 223 orð | 1 mynd

Íslenski dansflokkurinn vinnur með Tom Weinberger

The Simple Act of Letting Go nefnist nýtt verk sem Íslenski dansflokkurinn (Íd) vinnur að með ísraelska danshöfundinum Tom Weinberger. Verkið verður frumsýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins 10 Meira
27. maí 2023 | Menningarlíf | 1040 orð | 2 myndir

Löngu tímabær kinnhestur

„Þættirnir fjalla um það að móðir jörð rekur mannfólkinu löngu tímabæran kinnhest fyrir allar þess vistfræðilegu syndir,“ segir sænski leikarinn Alexander Karim, sem fer með aðalhlutverk í nýjum þáttum úr smiðju Viaplay, The Swarm Meira
27. maí 2023 | Menningarlíf | 72 orð | 1 mynd

Netflix í herferð

Notendur streymisveitunnar Netflix í 103 löndum hafa fengið póst þess efnis að framvegis sé óheimilt að deila lykilorði sínu með öðru heimili nema gegn greiðslu, samkvæmt nýrri áskriftarleið. Samkvæmt frétt BBC er talið að áskrifendur að Netflix á… Meira
27. maí 2023 | Tónlist | 588 orð | 3 myndir

Níu tommu naglar

Óvenju mikil „hætta“ yfir einhvern veginn, það er fuglagarg í gangi, sellóið ýlfrar og öskrar og slagverkið beljast áfram. Meira
27. maí 2023 | Menningarlíf | 87 orð | 1 mynd

Rósa og Páll sýna saman á Grænlandi

Rósa Sigrún Jónsdóttir og Páll Ásgeir Ásgeirsson hafa opnað sýninguna Stereo Visions í Listasafninu í Ilulissat á Grænlandi. Þau sýna „verk sem samanstanda af mismunandi miðlum allt frá ljósmyndum og myndböndum yfir í útsaum og hekl Meira
27. maí 2023 | Menningarlíf | 43 orð | 1 mynd

Snertipunktur til sýnis á Mokka

Snertipunktur nefnist ný sýning sem opnuð hefur verið á Mokka í tilefni af 64 ára afmæli Mokka. Meðal sýnenda eru Halla Ásgeirsdóttir, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Selma Hreggviðs­dóttir, Linda Guðrún Karlsdóttir, Elísabet Brynhildardóttir, Unnur… Meira
27. maí 2023 | Menningarlíf | 96 orð | 1 mynd

Söngtónleikar í anda Sigfúsar

Söngkonan Gerður Bolladóttir og píanóleikarinn Einar Bjartur Egilsson halda tónleika í Laugarneskirkju í dag, laugardag, kl. 16. Þar flytja þau „sönglög eftir eitt af okkar ástsælustu tónskáldum, Sigfús Halldórsson Meira
27. maí 2023 | Menningarlíf | 52 orð | 1 mynd

Teikn á lofti í Mjólkurbúðinni

Ólafur Sveinsson opnar sýningu á teikningum í Mjólkurbúðinni á Akureyri í dag kl. 14. „Teikningarnar eru hluti af ryðguðu félagslegu rómantísku raunsæi sem Ólafur hefur unnið með áður,“ segir í kynningu Meira
27. maí 2023 | Menningarlíf | 101 orð | 1 mynd

Tónleikatvenna með tveimur hljómsveitum

Þýska sinfóníuhljómsveitin Strohgäu Sinfonieorchester og Sinfóníuhljómsveit áhugamanna halda tvenna sameiginlega tónleika hérlendis í næstu viku. Báðar sveitirnar eru skipaðar áhugatónlistarfólki og hafa starfað um áratuga skeið Meira
27. maí 2023 | Menningarlíf | 171 orð | 2 myndir

Tónlist og útlegð í alþjóðlegu samhengi

„Tónlist og útlegð í alþjóðlegu samhengi“ er yfirskrift málþings sem fram fer í ráðstefnusalnum Eyjafjallajökull í Center Hotels Plaza í Aðalstræti 4–6 þriðjudaginn 30. maí milli kl. 10 og 16.30 með hádegishléi Meira
27. maí 2023 | Menningarlíf | 113 orð | 1 mynd

Útiloka endurkomu ABBA á Eurovision

Tónlistarmennirnir Bjorn Ulvaeus og Benny Andersson útiloka að ABBA komi aftur saman sem hljómsveit í tengslum við Eurovision 2024, sem verður haldið í Svíþjóð sléttum 50 árum eftir að ABBA vann keppnina með „Waterloo“ Meira
27. maí 2023 | Menningarlíf | 165 orð | 1 mynd

Vegamót Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur

Vegamót nefnist myndlistasýning sem Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opnar í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í dag kl. 14. „Á vegamótum er horft um farinn veg og einstaka viðkomustaði tímans, með allt það hafurtask sem fylgt hefur hverjum og einum í gegnum lífið Meira

Umræðan

27. maí 2023 | Aðsent efni | 507 orð | 1 mynd

Á hvítasunnu í viðjum stríðsrekstrar

Að ákalla heilagan anda á ekki upp á pallborðið í stjórnmálunum í dag. Hvað þá að valdhafar tjái sig yfir höfuð um heilagan anda. Meira
27. maí 2023 | Pistlar | 402 orð | 1 mynd

Áttavilltir ráðamenn

Seðlabankastjóri tilkynnti sumarið 2020 að Ísland væri orðið lágvaxtaland. Hann boðaði nýja tíma og sagði að í fyrsta sinn væri það raunverulegur valkostur fyrir heimilin að skipta yfir í nafnvexti. Fólkið sem trúði honum glímir nú við stóraukna greiðslubyrði vegna húsnæðislána Meira
27. maí 2023 | Aðsent efni | 764 orð | 1 mynd

Eru lífeyrisþegar óvinir ríkissjóðs?

Hvers vegna hefur formaður Sjálfstæðisflokksins engar áhyggjur af því að tillögur hans séu taldar aðför að eignarréttinum sjálfum? Meira
27. maí 2023 | Aðsent efni | 413 orð | 1 mynd

Hefur Seðlabankinn brugðist fræðsluhlutverki sínu?

Núverandi vinstri stjórnin tekur við 3% fjölgun fólks sem hingað flytur og ætlar að reisa gámabúðir til að hýsa fólk. Þetta ógnar fjármálastöðugleika Meira
27. maí 2023 | Aðsent efni | 290 orð

Lissabon, apríl 2023

Á fjölmennri ráðstefnu evrópskra frjálshyggjustúdenta í Lissabon 22.-23. apríl var sérstök dagskrá helguð mér í tilefni sjötugsafmælis míns og starfsloka í Háskóla Íslands. Robert Tyler, sérfræðingur í hugveitunni New Direction í Brussel, ræddi við mig Meira
27. maí 2023 | Aðsent efni | 142 orð | 1 mynd

Ólafur Jónsson

Ólafur Jónsson fæddist 27. maí 1923 í Austvaðsholti í Landsveit. Foreldrar hans voru hjónin Jón Ólafsson, f. 1892, d. 1968, og Katrín Sæmundsdóttir, f. 1896, d. 1943. Ólafur lauk lögfræðiprófi frá HÍ árið 1951 og var settur fulltrúi lögreglustjóra það ár Meira
27. maí 2023 | Pistlar | 546 orð | 3 myndir

Sigur Vignis Vatnars markar tímamót

Hinn tvítugi Vignir Vatnar Stefánsson stóð upp frá borði sem Skákmeistari Íslands 2023 eftir aukakeppni um titilinn við Hannes Hlífar Stefánsson og Guðmund Kjartansson. Þeir hlutu allir 8½ vinning af 11 og í hraðskákmóti hafði Vignir nokkra… Meira
27. maí 2023 | Aðsent efni | 816 orð

Verðbólguslagurinn harðnar

Þrýstingur á ríkissjóð og krafan um aukin ríkisútgjöld var mikil á tíma faraldursins. Nú er ljóst að taka þurfti í verðbólgubremsuna fyrr en gert var. Hjólin snerust of hratt. Meira
27. maí 2023 | Pistlar | 489 orð | 2 myndir

Þú hefur alltaf val

Við höfum áður skoðað hér ákveðinn greini og notkun hans, hverjir segja Harpa, hverjir segja Harpan o.s.frv. Fólk greinir á um greini/nn, stundum, og allt í fína. En nú finnst mér eins og hann sé í auknum mæli hengdur á almenn nafnorð og veit ekki hverju sætir Meira

Minningargreinar

27. maí 2023 | Minningargreinar | 1305 orð | 1 mynd

Broddi Skagfjörð Björnsson

Broddi Skagfjörð Björnsson fæddist á Framnesi í Akrahreppi 19. júlí 1939. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Sauðárkróki, 16. maí 2023. Foreldrar hans voru Björn Sigtryggsson bóndi á Framnesi, f Meira  Kaupa minningabók
27. maí 2023 | Minningargreinar | 716 orð | 1 mynd

Grétar Þórðarson

Grétar Þórðarson fæddist í Hnífsdal 15. febrúar 1939. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 20. maí 2023. Foreldrar hans voru Þórður Bogason, skrifstofumaður og vélstjóri, f. 16.5. 1915, d. 2.10 Meira  Kaupa minningabók
27. maí 2023 | Minningargreinar | 1076 orð | 1 mynd

Nonni Jónasson

Nonni Jónasson, (Jón Jónasson), betur þekktur sem Nonni Fönnsu, fæddist á Siglufirði 29. desember 1937. Hann lést á Siglufirði 8. maí 2023. Nonni var af Pálsætt á Ströndum og Tröllatunguætt. Hann ólst upp á Siglufirði Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

27. maí 2023 | Viðskiptafréttir | 89 orð | 1 mynd

Gerður ný inn í stjórn

Gerður Huld ­Arinbjarnardóttir, eigandi Blush, var kjörin ný inn í stjórn Ölgerðarinnar á aðalfundi félagsins í vikunni. Berglind Ósk Guðmundsdóttir, sem sat fyrir í stjórn og gaf kost á sér áfram, hlaut ekki kjör Meira
27. maí 2023 | Viðskiptafréttir | 215 orð

Verðbólga hjaðnar í takt við spár bankanna

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,4% í maí og hjaðnaði verðbólga fyrir vikið úr 9,9% í 9,5% í maí samkvæmt mælingu Hagstofu Íslands sem birt var í gær. Greiningardeild Íslandsbanka spáði rétt fyrir um verðbólguna að þessu sinni og spá Landsbankans var ekki langt frá eða 9,6% Meira

Daglegt líf

27. maí 2023 | Daglegt líf | 992 orð | 4 myndir

Að fullorðnir leiki sér snýst um heilsu

Ég fann fyrst fyrir rúmum tveimur árum á eigin skinni þörfina fyrir leikskóla fyrir fullorðna. Ég er móðir þriggja drengja og tveir þeirra voru litlir þá og takmarkaður tími fyrir mínar þarfir. Morgun einn þegar ég var í sturtu og ætlaði að njóta… Meira

Fastir þættir

27. maí 2023 | Í dag | 176 orð | 1 mynd

270523

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. a3 Bxc3+ 5. bxc3 c5 6. f3 d5 7. cxd5 Rxd5 8. dxc5 Da5 9. e4 Re7 10. Be3 0-0 11. Db3 Dc7 12. Bb5 Rec6 13. f4 Ra5 14. Db1 Rd7 15. Bxd7 Bxd7 16. Re2 Rc4 17. Bd4 b6 18. Db4 b5 19 Meira
27. maí 2023 | Í dag | 277 orð

Af vísnagátu og hvítum kolli

Vísnagáta liðinnar viku var svohljóðandi hjá Guðmundi Arnfinnssyni: Suðrabát á sónarmið sendi nú að vanda, lengur ekki gefast grið, gátu þarf að landa: Afar stríðan straum ég veð. Stroku vinds í fangið hef Meira
27. maí 2023 | Í dag | 55 orð

Málið

Eftirbátur er oft nefndur í samanburði okkar við aðrar þjóðir – og við þá ýmist eftirbáturinn eða „megum ekki vera eftirbátur“ hinna. Að vera ekki eftirbátur merkir að standa sig ekki verr en aðrir en eftirbátur er bókstaflega skipsbátur, bátur… Meira
27. maí 2023 | Í dag | 876 orð

Messur

AKRANESKIRKJA | Hvítasunnudagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Kór Akraneskirkju syngur, organisti er Hilmar Örn Agnarsson. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir þjónar. AKUREYRARKIRKJA | Laugardagur 27 Meira
27. maí 2023 | Í dag | 30 orð | 1 mynd

Nýr borgari

Reykjavík Vala Þorgeirsdóttir Blöndal fæddist 5. mars 2023 kl. 00.02 á Landspítalanum. Hún vó 4.310 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Þorgeir Sigurðarson og Brynja Rut Blöndal. Meira
27. maí 2023 | Dagbók | 37 orð | 1 mynd

RÚV kl. 21.20 Marmaduke

Gamanmynd fyrir alla fjölskylduna. Fjölskylda flytur til Kaliforníu með stóra, vinalega hundinn sinn, Marmaduke, sem er gjarn á að koma sér í vandræði. Owen Wilson talar fyrir Marmaduke og meðal leikenda eru Judy Greer og Lee Pace. Meira
27. maí 2023 | Í dag | 686 orð | 2 myndir

Smíðar allt sem honum dettur í hug

Jón Sigurðsson er fæddur 27. maí 1973 á Þingeyri við Dýrafjörð og var síðasta barnið sem fæddist á heilsugæslunni á Þingeyri. „Ég er yngstur og á fjórar eldri systur. Þegar pabbi beið frammi og spurði hann lækninn hvað hann ætti að gera ef það … Meira
27. maí 2023 | Dagbók | 80 orð | 1 mynd

Syngur dúett með dóttur sinni

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona gaf í fyrradag út lagið Best í heimi ásamt dóttur sinni, Margréti Lilju Davíðsdóttur, en texti lagsins er eftir Braga Valdimar Skúlason. Lagið fjallar, að sögn Jóhönnu Guðrúnar, um það sem mestu máli skiptir í… Meira
27. maí 2023 | Í dag | 187 orð

Þarfaþing. V-Enginn

Norður ♠ ÁG2 ♥ 43 ♦ 1053 ♣ KDG103 Vestur ♠ 65 ♥ ÁKD5 ♦ KG876 ♣ 75 Austur ♠ 743 ♥ G10876 ♦ 4 ♣ Á942 Suður ♠ KD1098 ♥ 92 ♦ ÁD92 ♣ 86 Suður spilar 4♠ Meira
27. maí 2023 | Í dag | 85 orð | 1 mynd

Þorgeir Sigurðarson

30 ára Þorgeir er Reykvíkingur, ólst upp í Vesturbænum og býr þar. Hann er tölvunarfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands og er sérfræðingur hjá Fjarskipta­stofu. Áhugamálin eru fjölskyldan og ferðalög Meira

Íþróttir

27. maí 2023 | Íþróttir | 315 orð | 2 myndir

Engin veisla í Eyjum

Haukar sýndu gríðarlegan styrk með því að fara til Vestmannaeyja og vinna 34:28-útisigur á ÍBV í þriðja leik í úrslitaeinvígi liðanna á Íslandsmóti karla í handbolta í gærkvöldi. Tveir Íslandsmeistaratitlar ÍBV til þessa hafa unnist á útivelli Meira
27. maí 2023 | Íþróttir | 740 orð | 2 myndir

Ég vil vera með þeim markahæstu

„Maður horfir náttúrlega fyrst og fremst alltaf á heildina, árangur liðsins, áður en maður byrjar að horfa á árangurinn hjá sjálfum sér. Ég held að það sé margt jákvætt við árangur liðsins en aftur á móti finnst okkur sem við séum að tapa of mörgum stigum Meira
27. maí 2023 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

Finnur áfram á Hlíðarenda

Finnur Freyr Stefánsson verður áfram þjálfari karlaliðs Vals í körfuknattleik á næsta keppnis­tímabili. Þetta staðfesti hann í samtali við Morgunblaðið í gær. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins stóð honum til boða að taka við þjálfun karlaliðs… Meira
27. maí 2023 | Íþróttir | 197 orð | 1 mynd

Fyrsti sigur Skagamanna kom gegn Leikni í Efra-Breiðholti

ÍA vann sinn fyrsta leik í 1. deild karla í knattspyrnu þegar liðið heimsótti Leikni úr Reykjavík í Efra-Breiðholt í 4. umferð deildarinnar í gær. Leiknum lauk með 3:2-sigri Skagamanna en það voru þeir Gísli Laxdal Unnarsson, Viktor Jónsson og Johannes Vall sem skoruðu mörk ÍA Meira
27. maí 2023 | Íþróttir | 47 orð | 1 mynd

Haukar eiga enn von um titilinn

Haukar sýndu gríðarlegan styrk með því að fara til Vestmannaeyja og vinna 34:28-útisigur á ÍBV í þriðja leik í úrslitaeinvígi liðanna á Íslandsmóti karla í handbolta í gærkvöldi. Staðan í einvíginu er 2:1, ÍBV í vil, en fjórði leikur liðanna fer fram á Ásvöllum á mánudagskvöld Meira
27. maí 2023 | Íþróttir | 68 orð

Liðstyrkur á Akureyri

Þór frá Akureyri, nýliði í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, hefur samið við Huldu Ósk Bergsteinsdóttur um að leika með liðinu á komandi tímabili. Hulda Ósk er 24 ára miðherji sem kemur frá KR og var valin í lið ársins í 1 Meira
27. maí 2023 | Íþróttir | 708 orð

Sandra besti leikmaðurinn í maí

Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Sandra María Jessen úr Þór/KA varð efst í einkunnagjöf Morgunblaðsins, M-gjöfinni, í fyrstu fimm umferðum Bestu deildar kvenna í fótbolta og er þar með útnefnd leikmaður maímánaðar hjá blaðinu Meira
27. maí 2023 | Íþróttir | 63 orð | 1 mynd

Snýr aftur í Garðabæinn

Handknattleiksmaðurinn Egill Magnússon hefur komist að samkomulagi við uppeldisfélag sitt Stjörnuna um að leika með liðinu næstu tvö tímabil. Egill kemur frá FH, þar sem hann hefur leikið undanfarin þrjú ár Meira

Sunnudagsblað

27. maí 2023 | Sunnudagsblað | 965 orð | 2 myndir

Block vex upp úr þakinu

Við erum á fimmtándu,“ segir sjónvarpsþulurinn með hægð. Golf er íþrótt settlega og yfirvegaða mannsins. Kylfingurinn slær frá teig. „Ævintýrið okkar,“ bætir þulurinn við, meðan boltinn svífur tignarlega um loftin blá, röddin lítið eitt örari Meira
27. maí 2023 | Sunnudagsblað | 621 orð | 1 mynd

Einangrun og rússnesk þýðing

Út af fyrir sig er það sjónarmið að einangra eigi rússneskan almenning frá frjálslyndum vestrænum áhrifum, en hvorki er það viturlegt né framsýnt. Meira
27. maí 2023 | Sunnudagsblað | 812 orð | 3 myndir

Einfaldlega sú besta

Umheimurinn heiðrar minningu Tinu Turner, drottningu rokksins. Hún lést í vikunni, 83 ára gömul og hafði barist við afar erfið veikindi árum saman. Hún fæddist í Tennessee árið 1939. Æska hennar var langt frá því að vera hamingjurík Meira
27. maí 2023 | Sunnudagsblað | 97 orð | 1 mynd

Fengu tromm­ara að láni

Vesen Það getur verið vesen að lána trommarann sinn í annað band. Það hefur Anthrax fengið að reyna en gömlu þrasströllin verða með gestatrymbil á Milwaukee Metal Fest um helgina, Derek Roddy. Charlie Benante, hinn eiginlegi trommari Anthrax, hefur… Meira
27. maí 2023 | Sunnudagsblað | 64 orð | 1 mynd

Fiðrildi nefnt eftir þekktu illmenni

Ný fiðrildategund, með dökka bletti sem minna á augu á appelsínugulum vængjum, hefur verið nefnd eftir illmenninu Sauroni, úr epískri fantasíu J.R.R. Tolkien’s, Hringadróttinssögu. Í kvikmyndum byggðum á bókunum þremur er birtingarmynd Saurons einmitt auga í logandi eldi Meira
27. maí 2023 | Sunnudagsblað | 800 orð | 1 mynd

Frá Versölum til Reykjavíkur

Ég tel að Íslendingar hafi gert rangt í því að sækjast eftir því að halda þennan fund sem fyrst og fremst snerist um hagsmuni ríkja ... Meira
27. maí 2023 | Sunnudagsblað | 357 orð | 6 myndir

Hef alltaf unnað góðum sögum

Að segja að ég hafi alla tíð verið lestrarhestur væru ýkjur. Ég er frekar hæglæs en var framan af stálminnug á allt sem ég las. Ég hef samt alltaf unnað góðum sögum og sú ást hélt mér að bókum. Í dag hlusta ég talsvert á bækur jafnframt því sem ég les Meira
27. maí 2023 | Sunnudagsblað | 810 orð

Hjarta bæjarins á Hepputorgi

Þetta var áður rassgat bæjarins en nú er það allt að breytast og þetta verður hjarta bæjarins í staðinn. Meira
27. maí 2023 | Sunnudagsblað | 106 orð | 1 mynd

Hætti að láta kúga sig

Mannvonska Bandaríska leikkonan Melissa McCarthy vann einu sinni með svo andstyggilegum manni að gerð kvikmyndar að hún leið líkamlega þjáningu. Þetta kemur fram í samtali við blaðið The Observer. McCarthy nafngreinir ekki viðkomandi en segir kúgunina hafa náð til fleira fólks en sín Meira
27. maí 2023 | Sunnudagsblað | 764 orð | 3 myndir

Lofgjörð listamanns

Ég geri stundum mjög seinleg verk og mér finnst það vera einhvers konar lofgjörð, ekkert óskylt bæn, kannski Maríubæn. Meira
27. maí 2023 | Sunnudagsblað | 72 orð | 1 mynd

Móðir finnst látin á strönd

Ráðgáta Systurnar Becca og Rosaline hafa vaxið í sundur en þurfa óvænt að snúa ­bökum saman þegar móðir þeirra, Mary, finnst látin á eyjunni Mön. Þannig liggur landið í Maryland, nýjum breskum myndaflokki í þremur hlutum sem hægt er að nálgast á streymisveitunni ITVX Meira
27. maí 2023 | Sunnudagsblað | 1689 orð | 1 mynd

MS er ekki dauðadómur

Allt sem ég gúgglaði var rosalega neikvætt, og er það enn í dag, því miður. Við þurfum að reyna að breyta þessu hugarfari því MS er ekki dauðadómur. Meira
27. maí 2023 | Sunnudagsblað | 142 orð | 1 mynd

Næg tilefni til að fagna

Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, og fjölskylda hans höfðu næg tilefni til að fagna fimmtudaginn 26. maí 1983, því auk þess að Steingrímur tæki við forsætisráðherraembættinu á Bessastöðum síðdegis setti sonur hans, Hermann… Meira
27. maí 2023 | Sunnudagsblað | 945 orð | 3 myndir

Pönnsur fyrir ferðalanga í Vík

Í Vík í Mýrdal ríkir mikið og gott fjölmenningarsamfélag sem byggist mikið til upp á ferðamennsku. Hjónin Anna og Michel frá Póllandi hafa búið þar í mörg ár en þau kynntust einmitt í Vík. Hjónin hittu blaðamann einn sunnudag fyrir skömmu og eftir… Meira
27. maí 2023 | Sunnudagsblað | 1338 orð | 2 myndir

Seðlasafnari í sex áratugi

Ég segi alltaf að betra sé að safna seðlum en frímerkjum, sérstaklega þegar maður eldist. Maður sér seðlana betur. Meira
27. maí 2023 | Sunnudagsblað | 164 orð | 1 mynd

Sætir lögreglurannsókn

„Við höfum hafið rannsókn á því hvort kynt hafi verið undir hatri, vegna þess að búningurinn sem notaður var á sviðinu gæti verið til þess fallinn að lofsyngja eða réttlæta valdatíma nasista og þar af leiðandi ógna friði,“ sagði… Meira
27. maí 2023 | Sunnudagsblað | 93 orð | 1 mynd

Telur árásarmanninn ekki hafa þekkt sig

Árás Rick Allen, trymbill Def Leppard, tjáði sig á dögunum í fyrsta sinn um líkamsárás sem hann varð fyrir í mars síðastliðnum og Sunnudagsblaðið fjallaði um á sínum tíma. Í samtali við Good Morning America lýsti hann því hvernig árásarmaðurinn… Meira
27. maí 2023 | Sunnudagsblað | 975 orð | 2 myndir

Traustið endurheimt

Með þessum skelfilegu atburðum rofnaði traustið milli Osage-fólksins og umheimsins. Núna hefur Martin Scorsese tekist að endurvekja þetta traust.“ Þannig komst Standandi Björn, höfðingi indíánaættbálksins Osage í Bandaríkjunum, að orði á… Meira
27. maí 2023 | Sunnudagsblað | 294 orð | 1 mynd

Trúður alla ævi

Hvert er þitt hlutverk hjá Sirkus Íslands? Ég stofnaði Sirkus Íslands. Ég kom hingað frá Ástralíu og sá að hér var enginn sirkus og byrjaði á að halda ókeypis námskeið hjá Kramhúsinu þar sem ég kenndi fólki að standa á höndum Meira
27. maí 2023 | Sunnudagsblað | 409 orð

Tvær úr Tungunum

Katrín, sem er í grunninn glaðsinna kona, má auðvitað gæta sín á þessu enda hefur gleði aldrei þótt smart á Íslandi. Meira
27. maí 2023 | Sunnudagsblað | 124 orð | 7 myndir

Velkomin til Þingvalla

Myndir eftir ljósmyndarann Gunnar Vigfússon eru á sýningu í gestastofu þjóðgarðsins á Haki, fyrir ofan Almannagjá. Sýningin ber yfirskriftina Velkomin til Þingvalla og þar má sjá ljósmyndir af erlendum þjóðhöfðingjum og þekktum einstaklingum sem heimsótt hafa þennan fallega stað Meira
27. maí 2023 | Sunnudagsblað | 914 orð | 1 mynd

Vextir yfir meðalhita

Landsmenn urðu úrkula vonar um að vora myndi á landinu eina, en maí reyndist vera óvenju kaldur og óþarflega langur einhvern veginn. Fyrir austan komst hitinn þó í 20°C. Kristrún Frostadóttir sagðist vilja mynda vinstristjórn, t.d Meira
27. maí 2023 | Sunnudagsblað | 3113 orð | 3 myndir

Það fór bara einhver lest af stað

Þangað mætti ég sem sagt ósofinn, verkjaður og lyfjaður. Ég veit ekki hvað strákarnir hafa haldið. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.