Björn Bjarnason fjallar um gervigreind og flokkadrætti í Noregi hennar vegna. Hann segir flokkinn Hægri hafa ákveðið að setja af stað eigin sérfræðivinnu en norskir vinstrisinnar, Rødt og SV, hafi lýst áhyggjum af gervigreindinni, að hún kunni að leiða til atvinnuleysis og skaða innviði samfélagsins. Þá hallist Verkamannaflokkurinn, forystuflokkur ríkisstjórnarinnar, að því að gera þurfi hlé á nýtingu gervigreindar á meðan hugað sé að opinberu regluverki.
Meira