Andrés Magnússon andres@mbl.is Chris Barton, viðskiptafulltrúi Bretlands gagnvart Evrópu með aðsetur í Haag, sagði á fundi Bresk-íslenska viðskiptaráðsins, að viðskiptasamband Bretland og Íslands væri til mikillar fyrirmyndar og að greið viðskipti milli landanna væru Bretum mikilvæg. „Þrátt fyrir að Ísland sé lítið land þá eru viðskiptin umtalsverð, þau byggjast á traustum grunni vinsamlegra samskipta á umliðnum öldum, hagsmunir landanna fara saman og gildi þjóðanna eru hin sömu,“ sagði Barton í samtali við Morgunblaðið að fundi loknum.
Meira