Greinar fimmtudaginn 15. júní 2023

Fréttir

15. júní 2023 | Innlendar fréttir | 282 orð | 1 mynd

30 Íslendingar keppa á Special Olympics

Þrjátíu íslenskir keppendur eru núna staddir í Berlín til að taka þátt í heimsleikum Special Olympics sem fara munu af stað um helgina. Keppt verður í hinum ýmsu greinum og munu íslensku þátttakendurnir til dæmis keppa í golfi, borðtennis, sundi og keilu Meira
15. júní 2023 | Innlendar fréttir | 222 orð | 1 mynd

„Reksturinn ekki leyfisskyldur“

„Áður en ég keypti þetta húsnæði í Vatnagörðum fékk ég leyfi frá öllum nágrönnunum um að ég gæti leigt hér út herbergi,“ segir Arnar Hjálmtýsson, eigandi Betra lífs, sem hefur rekið áfangaheimilið í Vatnagörðum 18 Meira
15. júní 2023 | Innlendar fréttir | 2800 orð | 4 myndir

„Það er verið að limlesta fólk“

„Hugur minn stefndi alltaf á læknisfræðina, ég veit nú ekki hvernig stendur á því, ekki mikið um lækna í ættinni,“ segir Daði Þór Vilhjálmsson, yfirlæknir krabbameinsskurðdeildar Háskólasjúkrahússins í Malmö í Svíþjóð, í samtali við… Meira
15. júní 2023 | Fréttaskýringar | 617 orð | 2 myndir

Allir hringdu í alla vegna starfsins

Ráðning í starf framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins (SA) reyndist um margt flókin. Halldór Benjamín Þorbergsson fráfarandi framkvæmdastjóri sagði starfi sínu lausu í lok mars sl. þegar tilkynnt var að hann hefði verið ráðinn forstjóri fasteignafélagsins Regins Meira
15. júní 2023 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Arnar Jónsson hlaut heiðursverðlaun Grímunnar

Leikarinn Arnar Jónsson hlaut í gærkvöldi heiðursverðlaun Grímunnar 2023. Við athöfnina var hann sagður hafa túlkað fleiri persónur en nokkur annar íslenskur leikari. Í samtali við Morgunblaðið segist hann þakklátur fyrir gott líf og að viðurkenningin hljóti að þýða að hann hafi gert eitthvað rétt Meira
15. júní 2023 | Fréttaskýringar | 1311 orð | 3 myndir

Aukið eldi margfaldar störf og skatta

Næstu ár verða spennandi fyrir þá sem starfa við fiskeldi á Íslandi, að mati Björns Hembre, forstjóra Arnarlax. Vekur hann athygli á þeim möguleikum sem felast í því að gera greinina að nýrri efnahagslegri stoð Meira
15. júní 2023 | Innlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Áfangi á Klofn­ings­vegi lagður

VBF Mjölnir ehf. á Selfossi átti lægsta tilboð í endurbyggingu á 8,5 kílómetra kafla á Klofningsvegi í Dölum. Fyrirtækið býðst til að vinna verkið fyrir tæpar 335 milljónir króna sem er rúmlega 17 milljónum eða 5% yfir verktakakostnaði sem Vegagerðin hafði áætlað Meira
15. júní 2023 | Innlendar fréttir | 114 orð

Ákvörðun um ráðherraskipti á sunnudag

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur verið boðaður til fundar á sunnudaginn kemur þar sem ákvörðun um væntanleg ráðherraskipti verður tekin. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins. Boðað hefur verið til ríkisráðsfundar á Bessastöðum daginn eftir, mánudaginn 19 Meira
15. júní 2023 | Innlendar fréttir | 721 orð | 3 myndir

Bandaríkin verða tengd við Færeyjar

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Færeyjar eru vaxtarsvæði í ferðaþjónustu og markaður sem vert er að veðja á. Þetta segir Tómas Ingason, framkvæmdastjóri leiðakerfis og sölu hjá Icelandair, um þá ákvörðun félagsins sem kynnt var í síðustu viku að hefja reglulegt áætlunarflug milli Íslands og Færeyja sem hefst að ári. Lítt snortin náttúra, menning og byggð með svip fyrri tíðar skapa áhuga á svæðinu, þá ekki síst meðal Bandaríkjamanna, enda verður ekki síst horft vestur um haf í markaðssetningu á Færeyjaflugi Icelandair. Meira
15. júní 2023 | Innlendar fréttir | 322 orð | 2 myndir

„Allar þjóðir verða að eiga sinn Jón Hreggviðsson“

Fyrsta Þingvallaganga sumarsins verður gengin í dag, 15. júní, klukkan 20. Henni stjórnar Óttar Guðmundsson læknir og hyggst hann fjalla um Íslandsklukku Halldórs Laxness á Þingvöllum. Í göngunni verður Íslandsklukkan sett í samhengi við fortíð og nútíð Meira
15. júní 2023 | Innlendar fréttir | 1572 orð | 2 myndir

„Frelsið varð afgangsstærð“

Viðtal Andrés Magnússon andres@mbl.is Daniel Hannan, barón af Kingsclere, var gestur á fundi Rannsóknarstofnunar um samfélags- og efnahagsmál (RSE) um liðna helgi. Hannan lávarður var Evrópuþingmaður fyrir Suðaustur-England um tveggja áratuga skeið og einn helsti baráttumaður fyrir úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu, en er sjálfsagt ekki síður þekktur sem óþreytandi dálkahöfundur og málsvari einstaklingsfrelsins. Fyrir þremur árum var hann aðlaður fyrir tilstuðlan Boris Johnsons og situr nú í lávarðadeild breska þingsins. Meira
15. júní 2023 | Innlendar fréttir | 525 orð | 2 myndir

Bið eftir geðþjónustu áhyggjuefni

Mikil eftirspurn er eftir þjónustu geðheilsuteymis Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vestur, GHV, en þar eru nú 50 manns á biðlista og biðin gæti verið 6-10 mánuðir. Til samanburðar er enginn biðími hjá geðheilsuteymi austur og einungis 2-3 vikur í bið hjá geðheilsuteymi suður Meira
15. júní 2023 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Bílakjallari byggður fyrir nýja spítalann

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG verks, hafa undirritað samning Nýs Landspítala ohf. um uppsteypu á bílakjallara undir Sóleyjartorgi við hliðina á meðferðarkjarnanum Meira
15. júní 2023 | Innlendar fréttir | 192 orð | 1 mynd

Einkaskilaboðum lögreglu lokað

Lokað hefur verið fyrir móttöku einkaskilaboða á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Breytingin tók gildi í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu. Betri persónuvernd Þórir Ingvarsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir margar ástæður… Meira
15. júní 2023 | Innlendar fréttir | 418 orð | 1 mynd

Engir nýir starfshópar skipaðir

„Við myndun nýs ráðuneytis fékk ég einstakt tækifæri til breytinga. Stjórnsýslan á ekki að ráðast af umfangi stjórnsýslunnar sjálfrar, heldur þeim árangri sem við skilum í okkar verkefnum. Vinnustofur, fleiri nýjungar og breyttir starfshættir… Meira
15. júní 2023 | Erlendar fréttir | 103 orð

Færast nær löggjöf um gervigreind

Evrópuþingið samþykkti í gær drög að frumvarpi um gervigreind og notkun hennar. Mun þingið nú hefja viðræður við aðildarríkin 27 um endanlega mynd frumvarpsins, sem gæti þá orðið að einni fyrstu löggjöfinni um gervigreind í heiminum Meira
15. júní 2023 | Innlendar fréttir | 318 orð | 1 mynd

Framkvæmdaleyfi samþykkt

„Ég hef fulla trú á því að þegar fram líða stundir þá muni menn horfa til baka og vera sáttir við þessa afgreiðslu,“ segir Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps, en sveitarstjórn þar samþykkti í gær að veita… Meira
15. júní 2023 | Innlendar fréttir | 831 orð | 2 myndir

Genið kom með innflutningi 1932

Viðtal Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Búvísindamaður telur nær áreiðanlegt að verndandi gen gegn riðuveiki sem fannst í hrútnum Gimsteini á Þernunesi við Reyðarfjörð og þrettán ám hafi komið með innflutningi á kynbótafé af Border Leicester-kyni frá Skotlandi árið 1932. Hann telur að búið sé að ganga úr skugga um að ARR-genið sé ekki í öðrum skepnum, það hafi að mestu farið í niðurskurði fjár á Austurlandi á sínum tíma og kynbótum í margar kynslóðir. Meira
15. júní 2023 | Innlendar fréttir | 778 orð | 4 myndir

Glæsileiki og gaman einkennandi í Genf – Skelltu þér til Genfar í náinni framtíð! – Skannaðu kóðann og finndu besta

Icelandair býður upp á beint flug til Genfar fimm sinnum í viku á ferðatímabilinu 19. maí til 24. september 2023. Flogið er alla sunnudaga, mánudaga, miðvikudaga, föstudaga og laugardaga til Genfar, sem er næstfjölmennasta borg Sviss og jafnvel ein sú fallegasta í heimi Meira
15. júní 2023 | Innlendar fréttir | 205 orð | 1 mynd

Ísfélag Vestmannaeyja og Rammi sameinast

Stjórnir Ísfélags Vestmannaeyja hf. og Ramma hf. í Fjallabyggð samþykktu samruna félaganna tveggja á hluthafafundi í gær. Sameinað félag mun starfa undir nafninu Ísfélag hf. Var sameiningin samþykkt með öllum greiddum atkvæðum Meira
15. júní 2023 | Innlendar fréttir | 297 orð | 1 mynd

Jón Sigurpálsson

Jón Sigurpálsson myndlistarmaður lést á Sjúkrahúsinu á Ísafirði 13. júní sl. eftir snarpa en erfiða viðureign við krabbamein, 68 ára að aldri. Jón fæddist í Reykjavík 2. ágúst 1954, sonur Sigurpáls Jónssonar bókara og Steinunnar Maríu Steindórsdóttur píanókennara Meira
15. júní 2023 | Innlendar fréttir | 358 orð | 1 mynd

Kaupmannshúsin á Bíldudal endurgerð

Ásýnd hafnarsvæðisins á Bíldudal mun breytast mikið við endurbyggingu gamalla húsa. Kaupmannshús Péturs Thorsteinssonar sem brunnu 1927 verða endurgerð ásamt tveimur öðrum gömlum húsum. Einnig verða byggðar trébryggjur við húsin Meira
15. júní 2023 | Erlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Kvöddu Berlusconi í hinsta sinn

Mikill mannfjöldi kom saman í Mílanó í gær til þess að kveðja Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er ríkisútför hans fór fram frá Duomo-dómkirkjunni þar í borg. Flest af fyrirmennum Ítalíu voru viðstödd útförina, en auk þess… Meira
15. júní 2023 | Innlendar fréttir | 558 orð | 1 mynd

Lokun sendiráðs Íslands í Moskvu á sér fá fordæmi

Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor í alþjóðaviðskiptum og hagfræði við Háskólann á Akureyri, segir þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að loka sendiráðinu í Moskvu eiga sér fá fordæmi. Ákvörðunin var tilkynnt þegar hann var á ráðstefnu um alþjóðamál í… Meira
15. júní 2023 | Innlendar fréttir | 1307 orð | 3 myndir

Málstol er ekki greindarskerðing

Viðtal Dóra Ósk Halldórsdóttir doraosk@mbl.is Meira
15. júní 2023 | Innlendar fréttir | 168 orð | 1 mynd

Mikil tækifæri í eldi

Verðmætin sem fiskeldið skapar aukast stöðugt eftir því sem atvinnugreinin byggist upp. Miklir möguleikar eru til áframhaldandi vaxtar, á sjálfbæran hátt, ef marka má skýrslu sem Boston Consulting Group vann fyrir matvælaráðuneytið vegna stefnumörkunar stjórnvalda Meira
15. júní 2023 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Misindismenn laga sig að læknavísindunum

Daði Þór Vilhjálmsson, yfirlæknir á krabbameinsskurðdeild Háskólasjúkrahússins í Malmö í Svíþjóð, segir af skálmöldinni þar í borg, en í hans hversdagsveruleika er meðhöndlun alvarlegra áverka vegna skot- og stunguárása daglegt brauð þótt krabbameinsskurðir séu sérgrein hans Meira
15. júní 2023 | Innlendar fréttir | 214 orð | 1 mynd

Námsferilsyfirlitið nú á Ísland.is

Stafrænt námsferilsyfirlit og upplýsingar um brautskráningu er nú aðgengilegar brautskráðum nemendum frá Háskóla Íslands á vefnum Ísland.is. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá háskólanum. Þurftu brautskráðir nemendur áður að sækja yfirlitið á… Meira
15. júní 2023 | Innlendar fréttir | 261 orð | 2 myndir

Ný íbúðabyggð í Garðabæ

Garðabær er að fara í söluferli með lóðir fyrir íbúðabyggð sem kölluð er Hnoðraholt norður. Deiliskipulag gerir ráð fyrir íbúðabyggð í fjölbýlis-, rað- og einbýlishúsum á landi sem hallar til vesturs og norðurs og afmarkast af Reykjanesbraut og Arnarnesvegi Meira
15. júní 2023 | Erlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Óttast að fjölmargir hafi farist

Að minnsta kosti 78 flóttamenn létu lífið í gær þegar skip þeirra sökk skammt undan ströndum Pelópsskaga. Gríska strandgæslan náði að bjarga um hundrað manns eftir að skipinu hvolfdi, en sterkir vindar voru á svæðinu og aðstæður til björgunar því erfiðar að sögn talsmanna gæslunnar Meira
15. júní 2023 | Innlendar fréttir | 312 orð | 2 myndir

Segir eftirsótt ber geta náð vinsældum hér

„Þetta er ekki venjulegur berjarunni, engan veginn,“ segir Hallþór Jökull Hákonarson í samtali við Morgunblaðið um hunangsberjatopp, sem nú ryður sér til rúms sem nytjaplanta á Vesturlöndum Meira
15. júní 2023 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Spilað, sungið og barist á víkingahátíð í Hafnarfirði

Það kennir ýmissa grasa á víkingahátíðinni sem hófst í Hafnarfirði í gær. Þar er meðal annars opinn markaður, víkingabardagar sýndir og einnig boðið upp á leiki og víkingaskóla fyrir börnin. Hátíðin fer fram á Víðistaðatúni og stendur fram á sunnudag, 18 Meira
15. júní 2023 | Innlendar fréttir | 249 orð | 1 mynd

Stærsta verkefni EFLU í Svíþjóð

Samið hefur verið við dótturfélag verkfræðistofunnar EFLU í Svíþjóð um hönnun nýrrar 400 kV háspennulínu sem er um 90 km löng og tengir saman borgirnar Hallsberg og Timmersdala sem liggja mitt á milli Gautaborgar og Stokkhólms Meira
15. júní 2023 | Erlendar fréttir | 621 orð | 1 mynd

Sækja fram við erfiðar aðstæður

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Mjög harðir bardagar geisuðu í Saporísja- og Donetsk-héruðum í gær, þar sem Úkraínumenn reyndu að þokast nær markmiðum sínum í gagnsókn sinni gegn innrás Rússa. Hanna Maljar, aðstoðarvarnarmálaráðherra Úkraínu, sagði að Úkraínuher hefði náð þeim markmiðum „að hluta til“, þar sem hermenn hefðu sótt fram nokkur hundruð metra í nágrenni Bakhmút-borgar, og einnig í suðri í Saporísja-héraði. Meira
15. júní 2023 | Innlendar fréttir | 156 orð | 1 mynd

Tillaga að nýju regluheimili Oddfellow

KRADS, TRÍPÓLÍ og Urbanlab nordic urðu hlutskörpust í samkeppni um hönnun nýs heimilis Oddfellowreglunnar efst í Urriðaholti í Garðabæ. Um var að ræða hönnunarsamkeppni að undangengnu forvali. Fimm teymum var boðið til þátttöku í samkeppninni að loknu forvali, segir á vef Oddfellow Meira
15. júní 2023 | Innlendar fréttir | 407 orð | 2 myndir

Uppáhaldstertan hennar Marentzu í þjóðhátíðarbúningi

Uppáhaldstertan hennar Marentzu í þjóðhátíðarbúningi Marentza Poulsen er betur þekkt sem smurbrauðsdrottning okkar Íslendinga. Hún er frá Færeyjum en flutti til Íslands ung að árum og heldur ávallt þjóðhátíðardaginn hátíðlegan með fjölskyldunni Meira
15. júní 2023 | Fréttaskýringar | 914 orð | 6 myndir

Uppbygging áformuð í kostalandi

„Hugtakið hefðbundinn landbúnaður er orðið teygjanlegt. Búskapur í dag er ólíkur því sem áður var og getur staðið saman af ólíkum tækifærum. Fólk er opið fyrir ólíkum möguleikum varðandi atvinnu og viðurværi í dreifbýlinu,“ segir Hulda Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Flóahrepps Meira
15. júní 2023 | Innlendar fréttir | 466 orð | 2 myndir

Vegahandbókin með vegfarendum í 50 ár

Vegahandbókin kemur nú út í 20. sinn og byrjað var að dreifa henni í verslanir í gær, en bókin var fyrst gefin út 1973 og hefur því fylgt vegfarendum í hálfa öld. „Bókin hefur verið í þjóðarsálinni í 50 ár, hefur lifað með henni allan þennan… Meira
15. júní 2023 | Innlendar fréttir | 202 orð | 2 myndir

Verðbólguvaldar eru af ýmsum toga

Á Íslandi er viðkvæðið orðið það að berar tær á Tenerife æri óstöðuga verðbólguna. Meira
15. júní 2023 | Fréttaskýringar | 638 orð | 3 myndir

Vindmyllur á hafi raunhæfur kostur

Baksvið Þorlákur Einarsson thorlakur@mbl.is Vindmyllur á hafi eru raunhæfur kostur til að ná fram þeim markmiðum sem Ísland hefur sett sér í loftslagsmálum. Þær koma þó ekki að gagni til að uppfylla þau markmið sem nást eiga fyrir lok árs 2030, en gætu þjónað því að kolefnishlutleysi verði náð fyrir 2040. Þetta kemur fram í niðurstöðum skýrslu starfshóps um vindmyllur á hafi, sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skipaði í ágúst í fyrra. Meira
15. júní 2023 | Innlendar fréttir | 789 orð | 3 myndir

Þjóðlegt og ljúffengt

Innblásturinn fyrir mat fær Halldór úr íslenskri náttúru og veit fátt skemmtilegra en að grilla með sínum nánustu á sumrin. Til að mynda fagnar hann þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní, með því að elda góðan mat með sínum nánustu og deilir með… Meira
15. júní 2023 | Innlendar fréttir | 604 orð | 2 myndir

Þrítugur Oddur horfir fram á veginn

Golfklúbburinn Oddur í Garðabæ fagnar 30 ára afmæli á árinu og þar á bæ eru menn stórhuga. „Á afmælisárinu horfum við meira fram á við en aftur í tímann. Þá á ég sérstaklega við fyrirhugaða stækkun á svæðinu og golfvellinum,“ segir formaðurinn Kári H Meira
15. júní 2023 | Innlendar fréttir | 253 orð | 1 mynd

Ættbogi Svandísar gefst ekki upp þegar á hólminn er komið

Fuglaáhugafólk á Seltjarnarnesi getur tekið gleði sína á ný því álftin hefur snúið aftur á Bakkatjörn eftir langa fjarveru. Líklegt þykir að um sé að ræða álftir úr ættboga hinnar ástsælu Svandísar Sigurgeirsdóttur sem hélt á vit feðra sinna fyrir fáeinum árum Meira

Ritstjórnargreinar

15. júní 2023 | Leiðarar | 325 orð

Glannaskapur á ekki við

Ákvarðanir í utanríkismálum á skjön við helstu bandamenn eru óheppilegar Meira
15. júní 2023 | Leiðarar | 239 orð

Pólitískir dómstólar

Kjósendur eiga að kveða upp dóma yfir stjórnmálamönnum Meira

Menning

15. júní 2023 | Menningarlíf | 671 orð | 1 mynd

Á mörkum himins og jarðar

„Við létum þetta einfaldlega ganga upp. Þótt það væri enginn tími þá fundum við hann samt. Og ég er svo glöð að það tókst,“ segir hin kanadíska Barbara Hannigan, hljómsveitarstjóri og sópransöngkona sem kom fram við mikinn fögnuð á… Meira
15. júní 2023 | Menningarlíf | 95 orð | 1 mynd

Áheitatónleikar YCO í Hörpu

YCO, Youth Chamber Orchestra, strengjasveit ungmenna frá Fíladelfíu í Bandaríkjunum, heldur tónleika í Norðurljósum Hörpu annað kvöld, föstudagskvöld, kl. 20. „Snorri Sigfús Birgisson samdi verkið Islands fyrir YCO og tileinkaði það stjórnanda hljómsveitarinnar Aaron Picht Meira
15. júní 2023 | Fjölmiðlar | 214 orð | 1 mynd

Ástin er sannarlega margslungin

Nú þegar sumarið gleður geð okkar mannfólksins með björtum sumar­nóttum og fuglasöng er ekki laust við að ástin vakni í hjörtum margra. Þá er nú aldeilis fengur að þáttunum hennar Elísabetar Brekkan um ástina, í útvarpinu á Rás1 Meira
15. júní 2023 | Menningarlíf | 234 orð | 1 mynd

Cormac McCarthy er látinn, 89 ára

Bandaríski Pulitzer-verðlaunarithöfundurinn Cormac McCarthy er látinn, 89 ára að aldri. Þessu greinir BBC frá. Rithöfundurinn Stephen King minnist McCarthys sem „mögulega besta bandaríska höfundar“ sem hann hafi kynnst Meira
15. júní 2023 | Menningarlíf | 374 orð | 2 myndir

Ellen B. er sýning ársins á Grímunni

Leiksýningin Ellen B. í sviðsetningu Þjóðleikhússins og danssýningin Geigengeist í sviðsetningu Íslenska dansflokksins í samstarfi við teknófiðludúettinn Geigen hlutu flest Grímuverðlaun í ár, eða samtals þrenn hvor sýning, þegar Íslensku… Meira
15. júní 2023 | Fólk í fréttum | 594 orð | 6 myndir

Kjólar eiga jafnmikið heima á sjónum og annars staðar

Erla hefur mikla ánægju af því að klæða sig upp og lætur togarasjómennskuna ekki stöðva sig í því að skella sér í kjól. Alla föstudaga klæðist hún kjól, hvort sem hún er á sjó eða í landi, og kallar tiltækið uppáklædda föstudaga Meira
15. júní 2023 | Menningarlíf | 96 orð | 1 mynd

Marína Ósk á Sumarjazzi í Salnum

Marína Ósk kemur fram á Sumarjazz-tónleikum í Salnum í dag kl. 17. Þar mun hún ásamt Steingrími Teague og Andra Ólafssyni flytja lög af nýjustu plötu sinni, One Evening in July, auk „vel valinna gersema úr íslensku dægurlagasöngbókinni“, eins og segir í tilkynningu Meira
15. júní 2023 | Menningarlíf | 238 orð | 1 mynd

Menningarverðmætum hent við andlát

Öllum ljósmyndum og filmum danska ljósmyndarans Christinu Voigt var hent á haugana eftir andlát hennar í febrúar sl. og telja sérfræðingar að þar með hafi ómetanleg menningarverðmæti glatast. Í frétt Politiken um málið kemur fram að Voigt hafi haft… Meira
15. júní 2023 | Myndlist | 719 orð | 3 myndir

Plöntur fjarri heimaslóðum

Berg Contemporary Fimmtíu plöntur fyrir frið ★★★★· Katrín Elvarsdóttir. Texti í sýningarskrá: Halla Þórlaug Óskarsdóttir Hönnun: Ármann Agnarsson. Sýningin var opnuð 6. maí og stendur til 8. júlí 2023. Opið þriðjudaga til föstudaga kl. 11-17 og á laugardögum kl. 13-17. Meira
15. júní 2023 | Bókmenntir | 975 orð | 3 myndir

Um geðveiki illskunnar

Skáldsaga Jerúsalem ★★★★½ Eftir Gonçalo M. Tavares. Pedro Gunnlaugur Garcia þýddi. Francesca Cricelli ritar eftirmála. Una útgáfuhús, 2023. Kilja, 213 bls. Meira
15. júní 2023 | Menningarlíf | 1015 orð | 5 myndir

Vonin aftur vöknuð í hjörtum okkar

„Þema hátíðarinnar í ár er „Blessuð sólin elskar allt“, en við sækjum það í samnefnt ljóð Hannesar Hafsteins sem endar á orðunum „Himneskt er að lifa“. Við erum svo þakklát að vera komin út úr heimsfaraldri og að vera farin að lifa eðlilegu lífi Meira
15. júní 2023 | Menningarlíf | 750 orð | 5 myndir

Þakklátur fyrir gott líf

„Þessi viðurkenning segir manni að maður hafi gert eitthvað rétt í lífinu. Þetta þýðir að manni hefur tekist ætlunarverk sitt að einhverju leyti,“ segir leikarinn Arnar Jónsson sem tók í gærkvöldi á móti heiðursverðlaunum Grímunnar 2023… Meira
15. júní 2023 | Fólk í fréttum | 487 orð | 4 myndir

Þarf að komast sem fyrst í meðferðina

Hrönn Sigurðardóttir, afrekskona í ólympíufitness og eigandi verslunarinnar BeFit, stefnir á að fara í stofnfrumumeðferð til Spánar í næstu viku. Fjölskylda hennar og vinir hafa stofnað söfnunarreikning í nafni Hrannar sem berst við fjórða stigs krabbamein Meira

Umræðan

15. júní 2023 | Aðsent efni | 775 orð | 1 mynd

Friðarboðskapur Kennedys endurvakinn

„... bandarískir öryggisfulltrúar og herforingjar birtu nýverið bréf í New York Times með yfirskriftinni: BNA ættu að vera friðarafl í veröldinni.“ Meira
15. júní 2023 | Aðsent efni | 535 orð | 1 mynd

Meira fyrir minna í Kópavogi

Við lítum ekki á skattstofna sem vannýtta tekjulind. Við viljum miklu fremur skila ábata af góðum rekstri til bæjarbúa í formi skattalækkana. Meira
15. júní 2023 | Aðsent efni | 716 orð | 1 mynd

Réttum stöðu landbúnaðarins

Um langt skeið hefur verið ljóst að íslenskir bændur og fyrirtæki þeirra hafa búið við mun lakari rekstrarskilyrði og þrengri samkeppnislöggjöf heldur en bændur og fyrirtæki þeirra í Noregi og innan aðildarríkja ESB. Meira
15. júní 2023 | Pistlar | 445 orð | 1 mynd

Strákarnir okkar í skóla

Það er ástæða fyrir því að ég hef á liðnu ári lagt áherslu á mikilvægi þess að fjölga strákum í háskólanámi. Fyrir það fyrsta mun það gagnast þeim til lengri tíma, opna nýjar dyr fyrir þá og fjölga þeim tækifærum sem þeir hafa til að búa sér gott líf Meira
15. júní 2023 | Aðsent efni | 466 orð | 2 myndir

Stöðva þarf skuldasöfnun Reykjavíkurborgar

Hætta verður hallarekstri og skuldasöfnun Reykjavíkurborgar. Slík breyting myndi bæta vaxtakjör og hafa góð áhrif í baráttunni við verðbólguna. Meira

Minningargreinar

15. júní 2023 | Minningargreinar | 1007 orð | 1 mynd

Ásta María Gunnarsdóttir

Ásta María Gunnarsdóttir fæddist í Hveragerði 22. maí 1942 og lést 6. júní 2023 á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði. Ásta var dóttir Gunnars Jónssonar, f. 10. desember 1916 í Reykjavík, d. 17. júlí 2007, og Helgu Lilju Þórðardóttur, f Meira  Kaupa minningabók
15. júní 2023 | Minningargreinar | 1817 orð | 1 mynd

Dagbjört Þorsteinsdóttir

Dagbjört Þorsteinsdóttir fæddist 13. janúar 1960 í Reykjavík. Hún lést í faðmi fjölskyldu á líknardeild Landspítalans 5. júní 2023. Foreldrar hennar voru Lára Lárusdóttir, f. 12. júlí 1927, d. 17. janúar 1989, og Þorsteinn Brynjólfsson, f Meira  Kaupa minningabók
15. júní 2023 | Minningargreinar | 3199 orð | 1 mynd

Egill Hrafn Gústafsson

Egill Hrafn Gústafsson fæddist í Reykjavík 22. febrúar 2006. Hann lést 25. maí 2023. Foreldar Egils eru Brynja Kristín Guðmundsdóttir, f. 4. nóvember 1975, á Selfossi, og Gústaf Pétur Jónsson, f. 1. júní 1969 á Akureyri Meira  Kaupa minningabók
15. júní 2023 | Minningargreinar | 2466 orð | 1 mynd

Guðrún Lilja Árnadóttir

Guðrún Lilja Árnadóttir, alltaf kölluð Lillý, fæddist í Reykjavík 6. ágúst 1934. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Grund 26. maí 2023. Foreldrar hennar voru Árni Jón Árnason, f. 9. maí 1896, d. 24. apríl 1949, húsgagnasmíðameistari í Reykjavík, og kona hans Guðrún Solveig Einarsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
15. júní 2023 | Minningargreinar | 3566 orð | 1 mynd

Marteinn Þór Viggósson

Marteinn Þór Viggósson fæddist á Ísafirði 27. júní 1934. Hann lést í faðmi fjölskyldunnar á hjúkrunarheimilinu Mörk þann 29. maí síðastliðinn. Foreldrar: Viggó Ágúst Loftsson f. 13 sept. 1909, d. 15 Meira  Kaupa minningabók
15. júní 2023 | Minningargreinar | 742 orð | 1 mynd

Ólafur Kristinn Sigurðsson

Ólafur Kristinn Sigurðsson fæddist í Reykjavík 24. apríl 1943. Hann lést á líknardeild Landakots 13. mars 2023. Foreldrar Ólafs voru Sigurður Jónsson, f. 1917, d. 1997, og Ingibjörg Ólafsdóttir, f. 1915, d Meira  Kaupa minningabók
15. júní 2023 | Minningargreinar | 3371 orð | 1 mynd

Rakel G. Bessadóttir

Rakel G. Bessadóttir fæddist í Reykjavík 6. maí 1943. Hún lést á hjartadeild Landspítalans 1. júní 2023. Foreldrar hennar voru hjónin Hólmfríður Sigurðardóttir, f. 12. apríl 1913, d. 16. mars 2001, og Bessi Húnfjörð Guðlaugsson, f Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

15. júní 2023 | Sjávarútvegur | 437 orð | 2 myndir

Orkuskipti fram yfir lífríki

Smábátaeigendur óttast að lög sem ætlað er að skila minni kolefnislosun fiskiskipa á grunnslóð leiði til þess að þorskstofninum verði ógnað með því að stærri skipum verði hleypt inn á uppvaxtarsvæði þorskseiða Meira
15. júní 2023 | Sjávarútvegur | 438 orð | 1 mynd

Vandar Fiskistofu ekki kveðjurnar

„Útgerð Emilíu AK hefur mátt þola gríðarlega hörku, embættismannahroka og valdníðslu af hálfu Fiskistofu. […] Fiskistofa hefur níðst á útgerð Emilíu AK með ærumeiðandi ummælum á opinberum vettvangi,“ segir útgerðarmaðurinn Böðvar… Meira

Daglegt líf

15. júní 2023 | Daglegt líf | 976 orð | 2 myndir

Ber sterkar taugar til uppsveitanna

Ég er sveitastelpa, fædd og uppalin á Drumboddsstöðum í Biskupstungum og ber því sterkar taugar til uppsveita Árnessýslu. Þar fyrir utan er ég matreiðslumaður og formaður Slow Food-samtakanna á Íslandi, en þau vinna að því að stytta keðjuna frá… Meira

Fastir þættir

15. júní 2023 | Í dag | 784 orð | 3 myndir

Áhugaleikari og skálavörður

Grétar Bjarnason fæddist 15. júní 1943 á Látrum í Aðalvík, Norður-Ísafjarðarsýslu. „Við fórum 1946 frá Aðalvík og á tveimur til þremur árum tæmdist byggðin. Við fluttumst til Bolungarvíkur, pabbi var smiður og þar var nóg að gera fyrir smið Meira
15. júní 2023 | Dagbók | 74 orð | 1 mynd

Átta ára gamalt lag slær í gegn

Hin 31 árs franskættaða Jeanne Louise Galice, betur þekkt sem söngkonan Jain, er heldur betur að slá í gegn þessa dagana á TikTok en lagið hennar Makeba þekkja eflaust flestir notendur samfélagsmiðilsins Meira
15. júní 2023 | Dagbók | 34 orð | 1 mynd

Ísland í alþjóðlegu umróti

Utanríkismál eru meira á döfinni nú en oftast og um það er rætt við Hjört J. Guðmundsson alþjóðastjórnmálafræðing; um allt frá Kænugarði til sendiráðsins í Moskvu, öryggis- og varnarmál, Brussel og sjálfa bókun 35. Meira
15. júní 2023 | Í dag | 193 orð

Líflegt spil. S-Allir

Norður ♠ 972 ♥ 6 ♦ KG532 ♣ Á754 Vestur ♠ KG1086543 ♥ 10 ♦ D74 ♣ 8 Austur ♠ ÁD ♥ ÁKG9872 ♦ 6 ♣ 1092 Suður ♠ -- ♥ D543 ♦ Á1098 ♣ KDG63 Suður spilar 6♣ dobluð Meira
15. júní 2023 | Í dag | 59 orð

Málið

Hægt er að veita fjármuni til einhvers, þ.e.a.s. afhenda þá, gefa þá o.s.frv. En þeir sem vilja veita fjármunum, líkt og vatni er veitt á akra, „líta á þetta sem myndmál þar sem líkingin sé sótt til áveitu“ segir Málfarsbankinn og telur… Meira
15. júní 2023 | Í dag | 281 orð

Nóg af nöldri og jagi

Á Boðnarmiði segir Magnús Halldórsson að þessa vísu hafi hann ort fyrir rúmlega 40 árum en í þá daga skrifaði kona hans upp margt sem hún náði og geymdi í uppskriftabók. Þar leynist margt sem ella hefði glatast: Áttavillt reikar unglingssál, andann veikja lestir Meira
15. júní 2023 | Í dag | 249 orð | 1 mynd

Sigurður Mikael Jónsson

40 ára Mikael er Skagamaður, fæddur og uppalinn á Akranesi og býr þar. „Ég er nýfluttur aftur hingað eftir tæp 14 ár í Reykjavíkinni. Við fjölskyldan erum komin aftur í gamla hverfið mitt hér. Fluttum í ágúst síðastliðnum.“ Mikael er með … Meira
15. júní 2023 | Í dag | 169 orð | 1 mynd

Skák

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 4. d3 Bc5 5. Bxc6 dxc6 6. 0-0 Bd6 7. Bg5 h6 8. Bh4 De7 9. d4 Bg4 10. Rbd2 0-0-0 11. He1 g5 12. Bg3 Rh5 13. c3 exd4 14. cxd4 Bb4 15. Da4 Bxf3 16. Rxf3 Bxe1 17. Dxa7 Db4 18 Meira

Íþróttir

15. júní 2023 | Íþróttir | 971 orð | 1 mynd

Aldrei upplifað svona áður

„Það var algjör draumur að enda tímabilið með bikar,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir, varnarmaður Bayern München og fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, í samtali við Morgunblaðið Meira
15. júní 2023 | Íþróttir | 79 orð | 1 mynd

Áfram hjá Lyngby næsta vetur

Danska knattspyrnufélagið Lyngby staðfesti í gær að samið hefði verið á ný við Alfreð Finnbogason til eins árs. Alfreð kom til Lyngby í haust eftir sex ár hjá Augsburg í Þýskalandi. Hann missti talsvert úr vegna meiðsla en skoraði þrjú mörk í 13… Meira
15. júní 2023 | Íþróttir | 865 orð | 2 myndir

Gott að fá gömlu karlana aftur

„Við þurfum að búa til gömlu góðu gryfjuna á Laugardalsvelli á ný,“ sagði landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon í samtali við Morgunblaðið er blaðamaður hitti á hann á Hilton Nordica-hótelinu á Suðurlandsbrautinni í gær Meira
15. júní 2023 | Íþróttir | 65 orð | 1 mynd

Hallveig leggur skóna á hilluna

Hallveig Jónsdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Vals og landsliðskona í körfuknattleik, hefur tekið þá ákvörðun að leggja skóna á hilluna, aðeins 27 ára að aldri. Hallveig hefur leikið með Val nánast allan sinn feril þar sem hún vann þrjá… Meira
15. júní 2023 | Íþróttir | 74 orð | 1 mynd

Jón Daði verður áfram hjá Bolton

Jón Daði Böðvarsson hefur framlengt samning sinn við enska knattspyrnufélagið Bolton Wanderers til sumarsins 2024. Jón hefur leikið með liðinu síðan í janúar 2022 en hann missti af síðustu mánuðum nýlokins tímabils vegna meiðsla Meira
15. júní 2023 | Íþróttir | 74 orð | 1 mynd

Real greiddi 103 milljónir evra

Real Madrid gekk í gær frá kaupum á einum efnilegasta knattspyrnumanni heims, enska miðjumanninum Jude Bellingham, frá Dortmund fyrir 103 milljónir evra. Upphæðin getur hækkað í allt að 134 milljónum Meira
15. júní 2023 | Íþróttir | 127 orð | 1 mynd

Veronica, Hólmfríður og Aðalsteinn sigruðu

Opnunarmót í siglingum kæna var haldið í Hafnarfirði um síðustu helgi. Keppt var í þremur flokkum og sigldar fjórar umferðir. Vindur var hressilegur og öldur miklar. Siglingafélagið Þytur í Hafnarfirði hélt mótið og keppendur voru 14 Meira
15. júní 2023 | Íþróttir | 41 orð | 1 mynd

Þurfa að búa til gryfju á nýjan leik

„Við þurfum að búa til gömlu góðu gryfjuna á Laugardalsvelli á ný,“ sagði landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon í samtali við Morgunblaðið í gær en Ísland mætir Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM 2024 í fótbolta 17 Meira

Ýmis aukablöð

15. júní 2023 | Blaðaukar | 783 orð | 4 myndir

„Stærsti viðburður sem ég hef upplifað á minni ævi“

Ég hef verið að fara út sem frjálsíþróttaþjálfari og er íþróttakennari, útskrifuð frá Laugarvatni 1989,“ segir Ásta Katrín Helgadóttir sem nú er stödd í Berlín á Special Olympics. Sama ár og hún útskrifaðist hóf hún að þjálfa fatlaða á… Meira
15. júní 2023 | Blaðaukar | 807 orð | 3 myndir

Eins og venjulegur þriðjudagur á Íslandi

Nei, ég er ekki að fara að keppa, ég er að fara að flytja eldinn um Berlín og svo á leikana,“ útskýrir Daði Þorkelsson, aðalvarðstjóri í flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum og fulltrúi LETR á Íslandi, Law Enforcement Torch Run, eða… Meira
15. júní 2023 | Blaðaukar | 1219 orð | 3 myndir

Í ársleyfi frá 1990 eins og að drekka vatn

Ég hef verið fararstjóri á heimsleikum Special Olympics síðan 1991,“ segir Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri Special Olympics á Íslandi og þróunarsviðs Íþróttasambands fatlaðra, norðlensk kona sem hefur marga fjöruna sopið innan… Meira
15. júní 2023 | Blaðaukar | 272 orð | 2 myndir

Sjö þúsund keppendur frá 190 löndum

Þrjátíu íslenskir keppendur taka þátt í heimsleikum Special Olympics í Berlín 2023 næstu daga. Keppa þeir í tíu íþróttagreinum, áhaldafimleikum, badminton, boccia, borðtennis, frjálsum íþróttum, golfi og golfi unified, keilu, lyftingum, nútímafimleikum og sundi Meira
15. júní 2023 | Blaðaukar | 203 orð | 2 myndir

Þetta eru einherjar Íslands á leikunum í Berlín

Heimsleikar Special Olympics í Berlín 2023 Fararstjórar: Anna Karólína Vilhjálmsdóttir og Jóhann Arnarson Læknir: Kristín Pálsdóttir Keppendur og þjálfarar ÁHALDAFIMLEIKAR Davíð Þór Torfason, Gerplu Tómas Örn Rúnarsson, Gerplu Elva Björg… Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.