Greinar föstudaginn 16. júní 2023

Fréttir

16. júní 2023 | Innlendar fréttir | 260 orð | 1 mynd

„Eins og þruma úr heiðskíru lofti“

„Þetta kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti og er að sjálfsögðu vonbrigði,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, í samtali við Morgunblaðið. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi í gær… Meira
16. júní 2023 | Innlendar fréttir | 441 orð | 1 mynd

„Sigur náttúruverndar á Íslandi“

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi virkjanaleyfi Landsvirkjunar fyrir Hvammsvirkjun samkvæmt nýjum úrskurði sem birtist síðdegis í gær. Orkustofnun gaf út virkjanaleyfi til Landsvirkjunar í efri hluta Þjórsár í desember á síðasta ári, sem telst nú ógilt Meira
16. júní 2023 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Aftur í mál vegna uppgreiðslugjalds

Uppgreiðslugjöld gamla Íbúðalánasjóðs, nú ÍL-sjóðs, eru aftur komin í dómskerfið. Þrettán mál voru þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni til að láta reyna á lögmæti gjaldanna. ÍL-sjóður varð til 2019 við uppskiptingu Íbúðalánasjóðs Meira
16. júní 2023 | Innlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd

Allir mega taka þátt í listaverkinu

„Þetta er í rauninni bara til að gleðja og skapa líf í bænum,“ segir Gertruda Paceviciute, leiðbeinandi í Skapandi sumarstörfum á Selfossi, um málverk sem nú prýðir kjarna bæjarins. Greinir hún frá því að einn hópur sumarstarfsins hafi… Meira
16. júní 2023 | Innlendar fréttir | 122 orð | 1 mynd

Ánægja í Fjallabyggð með göngin

Þrjú verkefni eru talin mjög brýn í tillögu Vegagerðarinnar að jarðgangaáætlun til næstu 30 ára sem tekin er upp í tillögu að samgönguáætlun frá 2024 til 2038. Það eru Siglufjarðarskarðsgöng, tvöföldun Hvalfjarðarganga og tvöföldun Múlaganga Meira
16. júní 2023 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Eldrauð og glæný bílastæði við Kerið í Grímsnesi

Fjöldi bílastæða við Kerið í Grímsnesi hefur verið tvöfaldaður til að anna eftirspurn. Óskar Magnússon, einn rekstraraðila Kersins, segir að með framkvæmdunum sé einnig verið að auka öryggi ferðamanna sem sækja Kerið heim Meira
16. júní 2023 | Innlendar fréttir | 214 orð | 1 mynd

Fleiri fylgja fordæmi Costco

Nettó hyggst ganga í hóp verslana sem bjóða upp á áfengissölu í gegnum netverslanir sínar. Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið. Hann tók jafnframt fram að neytendur mættu gera ráð fyrir því að geta nýtt sér þessa þjónustu í haust Meira
16. júní 2023 | Erlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Fordæma eldflaugatilraunirnar

Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Japan og Suður-Kóreu sendu í gær frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem ríkin þrjú fordæmdu harðlega síðustu eldflaugatilraunir Norður-Kóreumanna. Norður-Kóreumenn skutu á loft tveimur skammdrægum eldflaugum um… Meira
16. júní 2023 | Innlendar fréttir | 762 orð | 4 myndir

Fræðslan er farsæl náttúruvernd

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Nú um helgina verður þess minnst að 50 ár eru liðin frá stofnun þjóðgarðs í Jökulsárgljúfrum. Svæðið nær frá Dettifossi í Jökulsá á Fjöllum í suðri að Ásbyrgi í Kelduhverfi í norðri. Á þessum slóðum eru áberandi í landslagi farvegir hamfaraflóða og merki um eldsumbrot. Þá má sjá mela, sanda, svæði með gróðurvinjum en einnig birkiskóga og víði. Nyrst á svæðinu eru víðfeðmir móar og votlendi og í Ásbyrgi er fallegt skóglendi. Því er fuglalíf á þessum slóðum mikið og þarna á fálkinn óðul sín. Er þá fátt eitt nefnt af ýmsu áhugaverðu í náttúrufari svæðisins. Meira
16. júní 2023 | Innlendar fréttir | 321 orð | 1 mynd

Fullorðnir og ungmenni sýna áhuga

Menntaskólinn á Ísafirði hefur fengið margar fyrirspurnir um fyrirhugað nám á framhaldsskólabraut þar sem lögð verður áhersla á fiskeldi og nýtingu auðlinda hafsins. Fyrirspurnir koma jafnt frá fullorðnu fólki og unglingum Meira
16. júní 2023 | Innlendar fréttir | 163 orð | 1 mynd

Geimverur yfir Ísafirði?

Bæjarráð Ísafjarðar hefur samþykkt að listaverkið We are in Space verði byggt á Seljalandsdal og afhent bænum til eignar. Stefnt er á að það verði sett upp seinna í sumar. Þetta kemur fram í samtali Morgunblaðsins við bæjarstjóra Ísafjarðar, Örnu Láru Jónsdóttur Meira
16. júní 2023 | Fréttaskýringar | 703 orð | 3 myndir

Gervigreind opnar spennandi möguleika

Sviðsljós Dóra Ósk Halldórsdóttir doraosk@mbl.is Það er margt sem bendir til þess að gervigreind geti gjörbreytt allri heilbrigðisþjónustu á næstu árum og þegar eru merki þess að heilbrigðisgeirinn geti náð gífurlegum framförum sem við getum jafnvel ekki ímyndað okkur enn á þessu stigi málsins. Meira
16. júní 2023 | Innlendar fréttir | 299 orð | 1 mynd

Jákvæð áhrif á ferðaþjónustu

„Michelin-meðmælin og sérstaklega stjörnurnar hafa samstundis áhrif á þá staði sem fá þessar viðurkenningar og staðirnir oft bókaðir langt fram í tímann,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, en nú eru þrír… Meira
16. júní 2023 | Erlendar fréttir | 672 orð | 1 mynd

Ná árangri þrátt fyrir harða mótspyrnu

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Hanna Maljar, aðstoðarvarnarmálaráðherra Úkraínu, sagði í gær að gagnsókn Úkraínuhers væri að skila árangri, þrátt fyrir að Rússar hafi veitt mikla mótspyrnu á suðurvígstöðvunum. Nefndi Maljar þar sérstaklega að Rússar hafi nýtt sér jarðsprengjubelti, sjálfseyðingardróna og stórskotahríð til að verjast gagnsókninni. Meira
16. júní 2023 | Erlendar fréttir | 284 orð | 1 mynd

Sakaður um að hafa vanvirt þingið

Siðanefnd neðri deildar breska þingsins sagði í gær að Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hefði gerst margsinnis sekur um vanvirðingu í garð þingsins, með því að gefa því rangar upplýsingar um veisluhöld í Downingstræti 10 árið 2020, þegar harðar sóttvarnaráðstafanir voru í gildi Meira
16. júní 2023 | Innlendar fréttir | 247 orð | 1 mynd

Samkeppni hafin á leigubílamarkaði

Hopp Reykjavík opnaði fyrir leigubílaþjónustu sína í gær. Það kom í hlut Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, að fara jómfrúrferðina sem var nýtt til að skutla henni á milli fundarstaða Meira
16. júní 2023 | Innlendar fréttir | 215 orð | 1 mynd

Samstaða um að finna lausnir

„Stuðningur við starfsfólkið er í algjörum forgangi. Sum þeirra horfa á eftir sínum eina vinnustað, sem fyrir mörgum var meira en bara vinnustaður. Eigandi Hólmadrangs, Samherji, hefur sýnt skýran samstarfsvilja í nýsköpun atvinnutækifæra Meira
16. júní 2023 | Fréttaskýringar | 800 orð | 1 mynd

Siglufjarðargöng talin mjög brýn

Talið er mjög brýnt að ráðast í þrjú jarðgangaverkefni, tvö eru talin talsvert brýn og fjögur lítið eða ekki mjög brýn. Kemur þetta fram í rökstuðningi fyrir tillögu sérfræðinga Vegagerðarinnar að forgangsröðun jarðganga næstu 30 árin en hún er… Meira
16. júní 2023 | Innlendar fréttir | 448 orð | 1 mynd

Skákmót með vinstri hendi fyrir rétthenta

Hilmar Sigvaldason, vitavörður Akranesvita, á stóran þátt í fjölgun gesta til Akraness á nýliðnum árum. Hann var hvatamaður þess að gamli vitinn var gerður upp 2011 og átti hugmyndina að því að stóri vitinn var opnaður almenningi í mars 2012, en… Meira
16. júní 2023 | Innlendar fréttir | 275 orð

Tryggvi Sigurbjarnarson

Tryggvi Sigurbjarnarson verkfræðingur lést á Hrafnistu í Reykjavík aðfaranótt 12. júní sl., 87 ára að aldri. Tryggvi fæddist 9. júlí 1935. Foreldrar hans voru Sigurbjörn Ketilsson, skólastjóri í Njarðvík, og Hlíf Tryggvadóttir húsmóðir Meira
16. júní 2023 | Innlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

Tröppunum við Akureyrarkirkju lokað

Viðgerðir á tröppunum við Akureyrarkirkju hefjast á næstu dögum en áætluð verklok á framkvæmdunum eru fimmtánda október. Verður því lokað fyrir umferð gangandi vegfarenda um tröppurnar næstu mánuði en óvíst er hvenær fólki verður heimilt að ganga upp og niður nýjar kirkjutröppur Meira
16. júní 2023 | Innlendar fréttir | 501 orð | 1 mynd

Uppgreiðslugjöld á ný fyrir dóm

Þrettán mál voru þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni til að láta reyna á uppgreiðslugjald íbúðalána Íbúðalánasjóðs (ÍL-sjóðs). Mörgum lántakendum hefur sviðið hversu hátt gjaldið er sem hlutfall af höfuðstóli lánanna Meira
16. júní 2023 | Innlendar fréttir | 141 orð | 1 mynd

Ýmist trúnaður eða ríkisöryggi

Embætti ríkislögreglustjóra (RLS) mun ekki veita Morgunblaðinu svör við spurningum sem snúa að innkaupum embættisins á búnaði handa lögreglu vegna fundar leiðtogaráðs Evrópuráðsins sem fram fór í Reykjavík í maí sl Meira

Ritstjórnargreinar

16. júní 2023 | Staksteinar | 195 orð | 2 myndir

Í nágrenni við óétna afmælisköku

Breski lávarðurinn Daniel Hannan ræddi útreið Borisar Johnsons, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, í Morgunblaðinu í gær. Meira
16. júní 2023 | Leiðarar | 634 orð

Verðbólgnar vonir töpuðu

Hin miklu völd forsetans réðu úrslitum við þessar aðstæður Meira

Menning

16. júní 2023 | Fjölmiðlar | 203 orð | 1 mynd

Bæði góður og slæmur Arnold

Vöðvafjallið Arnold Schwarzenegger hefur lengi verið einn af mínum uppáhaldsleikurum og veit ég fátt betra en að sitja í bíósal eða sófa með poppkorn í hendi að horfa á hann murka lífið úr alls kyns óþjóðalýð með bros á vör, tilbúinn með hnyttna… Meira
16. júní 2023 | Menningarlíf | 58 orð | 1 mynd

Dagskrá Iceland Airwaves klár

Nú liggur loksins fyrir hvaða listamenn koma fram á Iceland Air­waves 2023 en í gær bættist 21 tónlistaratriði við hátíðina sem fram fer í nóvember. Þau eru: Anjimile, Axel Flóvent, Caleb Kunle, Daði Freyr, Dustin O'Halloran, Elín Hall, ex.girls,… Meira
16. júní 2023 | Menningarlíf | 113 orð | 1 mynd

Dýrfinna Benita Basalan sýnir í D-sal

Langavitleysan – Chronic Pain nefnist sýning Dýrfinnu Benitu Basalan sem opnuð var í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi í gær. Innsetningin er innblásin af hugtakinu „gott-vont” þ.e.a.s Meira
16. júní 2023 | Leiklist | 535 orð | 2 myndir

Grandvör, farsæl, fróð

Tjarnarbíó Lónið ★★★·· Eftir Magnús Thorlacius. Meðhöfundar: Bjartey Elín Hauksdóttir, Hákon Örn Helgason, Jökull Smári Jakobsson, Melkorka Gunborg Briansdóttir, Nikulás Tumi Hlynsson og Vigdís Halla Birgisdóttir. Leikstjórn: Magnús Thorlacius. Aðstoðarleikstjórn og sviðshreyfingar: Ragnhildur Birta Ásmundsdóttir. Tónlist og hljóðmynd: Ísidór Jökull Bjarnason. Myndbönd: Hákon Örn Helgason og Nikulás Tumi Hlynsson. Flytjendur: Rakel Ýr Stefánsdóttir, Jökull Smári Jakobsson, Melkorka Gunborg Briansdóttir. Frumsýning í Tjarnarbíói fimmtudaginn 18. maí 2023, en rýnt í sýninguna á sama stað 1. júní 2023. Meira
16. júní 2023 | Menningarlíf | 705 orð | 2 myndir

Heimili að heiman

„Þessi plata fjallar öðrum þræði um að vera landlaus og að búa sér til heimili fjarri heimahögum,“ segir Sandrayati Fey um hljómplötuna Safe Ground, hennar fyrstu sólóplötu sem nýverið kom út hjá Decca Records Meira
16. júní 2023 | Menningarlíf | 93 orð | 1 mynd

Íslandsvinur hlýtur dönsk verðlaun

Skoski slagverksleikarinn Evelyn Glennie hlaut í gær æðstu tónlistarverðlaun Danmerkur, Léonie Sonnings-verðlaunin, og skipar sér þar með í flokk með ekki minni… Meira
16. júní 2023 | Menningarlíf | 133 orð | 1 mynd

Skúlptúrar, vatnslitir og textaverk

Sísí Ingólfsdóttir hefur opnað sýningu í SÍM Gallery, Hafnarstræti 16. Sýningin samanstendur af skúlptúrum, vatnslitum og textaverkum. Í kynningartexta segir: „Hvað ef … Það er einhvern veginn alltaf það Meira
16. júní 2023 | Menningarlíf | 58 orð | 1 mynd

Þjóðhátíðardeginum fagnað á Ísafirði með tónlistarhátíð

Tónlistarhátíðin Við Djúpið hefst á morgun og stendur til 21. júní. Edinborgarhúsið er samstarfsaðili hátíðarinnar og því verða þrennir hádegistónleikar haldnir í Bryggjusal dagana 19.-21. júní. Auk hádegistónleikanna eru á dagskrá fimm hátíðartónleikar í Hömrum, öll kvöld Meira

Umræðan

16. júní 2023 | Pistlar | 399 orð | 1 mynd

Hvammsvirkjunarklemman

Pistill þessi er ritaður réttu ári eftir að Alþingi afgreiddi þriðja áfanga áætlunar um vernd og orkunýtingu landssvæða, svokallaða rammaáætlun. Þar gerði stjórnarandstaðan lokatilraun til þess að færa orkukostinn Hvammsvirkjun í biðflokk áætlunarinnar ásamt Urriðafoss- og Holtavirkjun Meira
16. júní 2023 | Aðsent efni | 684 orð | 1 mynd

Stutt yfirlit um álagningu fasteignaskatta á Norðurlöndum

Stutt samantekt um þær aðferðir sem beitt er við álagningu fasteignaskatta á íbúðarhúsnæði og aðrar eignir á Norðurlöndum. Meira
16. júní 2023 | Aðsent efni | 167 orð | 1 mynd

Tvöhundruðkallinn

Það er með ólíkindum hvað stærstu fyrirtæki landsins komast upp með að hugsa smátt. Hvernig er hægt að reka risaflugfélag á íslenskan mælikvarða og gera sér rellu yfir tvö hundruð krónum? Nær hefði verið að bera sig vel eftir alla styrkina á… Meira
16. júní 2023 | Aðsent efni | 994 orð | 1 mynd

Viðurkenning í samskiptum þjóða

„Er upplýsingastarfsemi sendiráðsins í Moskvu svo mikils virði að við eigum fyrir þá sök að halda uppi sjálfstæðu sendiráði?“ Meira

Minningargreinar

16. júní 2023 | Minningargreinar | 846 orð | 1 mynd

Egill Hrafn Gústafsson

Egill Hrafn Gústafsson fæddist 22. febrúar 2006. Hann lést 25. maí 2023. Egill Hrafn var jarðsunginn 15. júní 2023. Meira  Kaupa minningabók
16. júní 2023 | Minningargreinar | 614 orð | 1 mynd

Halldóra Kristín Jónsdóttir

Halldóra Kristín Jónsdóttir fæddist 6. júní 1941. Hún lést 2. júní 2023. Útförin var gerð 14. júní 2023. Kveðjustund verður frá Djúpavogskirkju í dag, 16. júní, kl. 13. Jarðsett verður í Djúpavogskirkjugarði. Meira  Kaupa minningabók
16. júní 2023 | Minningargrein á mbl.is | 3157 orð | 1 mynd | ókeypis

Hrafnhildur Rós Smáradóttir Scheving

Hrafnhildur Rós Smáradóttir Scheving fæddist í Reykjavík 19. desember 1949. Hún lést á heimili sínu í New Port Richey í Flórída 29. maí 2023. Meira  Kaupa minningabók
16. júní 2023 | Minningargreinar | 1237 orð | 1 mynd

Hrafnhildur Rós Smáradóttir Scheving

Hrafnhildur Rós Smáradóttir Scheving fæddist í Reykjavík 19. desember 1949. Hún lést á heimili sínu í New Port Richey í Flórída 29. maí 2023. Foreldrar hennar voru Smári Karlsson flugstjóri, f. 20. mars 1923, d Meira  Kaupa minningabók
16. júní 2023 | Minningargreinar | 520 orð | 1 mynd

Ingibjörg Ragnarsdóttir

Ingibjörg Ragnarsdóttir fæddist á Akureyri 10. janúar 1973. Hún lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu í Heiðargerði 50 í Reykjavík 9. júní 2023. Foreldrar Ingu eru Þorkatla Sigurgeirsdóttir f. 11.10 Meira  Kaupa minningabók
16. júní 2023 | Minningargreinar | 1081 orð | 1 mynd

Jensína Rósa Jónasdóttir

Jensína Rósa Jónasdóttir fæddist 9. júní 1932. Hún lést 2. júní 2023. Útförin fór fram 14. júní 2023. Meira  Kaupa minningabók
16. júní 2023 | Minningargreinar | 1496 orð | 1 mynd

Jóhannes Friðrik Hansen

Jóhannes Friðrik Hansen fæddist á Sauðárkróki 23. desember 1925. Hann lést á Heilbrigðisstofnun D-5 á Sauðárkróki 1. júní 2023. Foreldrar hans voru hjónin Friðrik Hansen, kennari, vegavinnuverkstjóri, oddviti og ljóðskáld, f Meira  Kaupa minningabók
16. júní 2023 | Minningargreinar | 1540 orð | 1 mynd

Selma Bjarnadóttir

Selma Bjarnadóttir fæddist 23. mars 1939. Hún lést 24. maí 2023. Útför Selmu fór fram 14. júní 2023. Meira  Kaupa minningabók
16. júní 2023 | Minningargreinar | 1670 orð | 1 mynd

Sigríður Jóna Clausen

Sigríður Jóna Clausen fæddist 29. ágúst 1942. Hún lést 22. maí 2023. Útför fór fram 14. júní 2023. Meira  Kaupa minningabók
16. júní 2023 | Minningargreinar | 4177 orð | 1 mynd

Steinn Logi Steinsson

Steinn Logi Steinsson fæddist 16. ágúst 1983 í Reykjavík. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 7. júní 2023. Foreldrar Steins eru Anna H. Pétursdóttir húsmóðir og formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, f Meira  Kaupa minningabók
16. júní 2023 | Minningargreinar | 1366 orð | 1 mynd

Þorsteinn G. Húnfjörð

Þorsteinn Guðmundur Húnfjörð fæddist 3. febrúar 1933 á Ólafsfirði. Hann lést á líknardeild Landspítalans 6. júní 2023. Hann var einkabarn móður sinnar – eingetinn eins og hann sagði sjálfur og enginn pabbi inni í myndinni Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

16. júní 2023 | Viðskiptafréttir | 60 orð

Auka hlutafé Fjölmiðlatorgsins í 19 m.kr.

Hlutafé Fjölmiðlatorgsins ehf. hefur verið aukið úr einni milljón króna í 19 milljónir króna að nafnverði. Fjölmiðlatorgið, sem var stofnað sl. haust, er í eigu Hofgarða, félags Helga Magnússonar. Sem kunnugt er fór Torg ehf., útgáfufélag… Meira
16. júní 2023 | Viðskiptafréttir | 526 orð | 2 myndir

Rafrænar beiðnir í stað pappírsbeiðna

Síminn hefur hannað rafæna lausn sem leysir pappírsbeiðnabækur af hólmi. Ólafur Fannar Heimisson, sölustjóri hjá Síminn Pay, segir í samtali við Morgunblaðið að í stað notkunar beiðnabóka og pappírs komi útgáfa af rafrænum beiðnum í Síminn Pay-appið Meira
16. júní 2023 | Viðskiptafréttir | 368 orð | 1 mynd

Ys og þys án þess að tilefni væri til

Það varð uppi fótur og fit í aðdraganda hluthafafundar Vátryggingafélags Íslands (VÍS) sem fram fór á miðvikudag, þar til stóð að samþykkja tillögu um útgáfu á nýju hlutafé VÍS sem nýta átti til að festa kaup á Fossum fjárfestingabanka Meira

Fastir þættir

16. júní 2023 | Dagbók | 67 orð | 1 mynd

17. júní verður fagnað í Tívolí

Þjóðhátíðar­degi Íslend­inga verður nú fagnað í annað sinn í Tív­ólí­inu í Kaup­manna­höfn en þann 17. júní verður veg­leg kynn­ing á Íslandi, ís­lenskri menn­ingu og hefðum Íslands í skemmtig­arðinum, sem verður jafn­framt skreytt­ur um 2.000 fána­veif­um úr ís­lenskri ull Meira
16. júní 2023 | Í dag | 179 orð

Eitthvað nýtt. S-Allir

Norður ♠ 8764 ♥ DG864 ♦ Á2 ♣ 75 Vestur ♠ 10 ♥ 10752 ♦ K87653 ♣ 108 Austur ♠ ÁKD2 ♥ 93 ♦ 94 ♣ G6432 Suður ♠ G953 ♥ ÁK ♦ DG10 ♣ ÁKD9 Suður spilar 4♠ Meira
16. júní 2023 | Í dag | 145 orð | 1 mynd

Emil Þór Ásgeirsson

60 ára Emil er fæddur og uppalinn á Selfossi en hefur búið í Selási í Reykjavík í 30 ár. Hann er byggingameistari og húsasmíðameistari að mennt og á og rekur EI framkvæmdir. Hann spilaði fótbolta með Selfossi og Ægi Þorlákshöfn og síðan í 15 ár með Oldboys Fylki Meira
16. júní 2023 | Í dag | 824 orð | 3 myndir

Harmonikuball í tilefni dagsins

Aðalsteinn Jóhann Maríusson fæddist 16. júní 1938 á Ytri-Brekkum á Langanesi en ólst upp í Hvammi í Þistilfirði og síðan á Ásseli á Langanesi. Aðalsteinn var á Smíðaskólanum í Hólmi í Landbroti veturinn 1953-54 Meira
16. júní 2023 | Í dag | 55 orð

Málið

Orðtakið að vera ekki í húsum hæfur þýðir hreinlega að vera óhæfur innan um fólk. „Að sögn lögreglu er kötturinn ekki í húsum hæfur og varla þorandi að nálgast hann.“ Fréttablaðið 30/4 2004 og fyrirsögnin: Beit bæjarbúa í höndina Meira
16. júní 2023 | Í dag | 29 orð | 1 mynd

Nýr borgari

Egilsstaðir Kristín Saga Atladóttir fæddist 12. ágúst 2022 kl. 19.02. Hún vó 4.080 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Aðalheiður Sjöfn Helgadóttir og Atli Berg Kárason. Meira
16. júní 2023 | Í dag | 404 orð

Prestur í vegleysu

Á Boðnarmiði segir að Magnús Halldórsson hafi hlustað á knattspyrnufréttir: „Fjögurra leikja bann fyrir að bíta andstæðing“ Reglunum raun er að hlíta, við rismikinn fótboltaleik. Því ætíð mun bannað að bíta, í banana, fólk eða steik Meira
16. júní 2023 | Í dag | 179 orð | 1 mynd

Skák

1. b4 d5 2. Bb2 Bf5 3. e3 e6 4. Rf3 Rf6 5. c4 c6 6. a3 Bd6 7. Rc3 0-0 8. Be2 Rbd7 9. Hc1 e5 10. cxd5 cxd5 11. Rb5 Bb8 12. Rh4 Be6 13. Dc2 Re8 14. Rf3 a6 15. Rc3 Rd6 16. d3 He8 17. Ra4 f6 18. Rc5 Rxc5 19 Meira

Íþróttir

16. júní 2023 | Íþróttir | 279 orð | 2 myndir

Agla María skaut Þróttara í kaf

Landsliðskonan Agla María Albertsdóttir var í miklu stuði er Breiðablik vann 3:0-útisigur á Þrótti úr Reykjavík og tryggði sér sæti í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna í fótbolta í leiðinni í gærkvöldi Meira
16. júní 2023 | Íþróttir | 63 orð | 1 mynd

Breiðablik og FH í undanúrslit

Breiðablik og FH tryggðu sér í gærkvöldi sæti í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna í fótbolta. Agla María Albertsdóttir sá um að skjóta Breiðabliki áfram, því hún skoraði þrennu í 3:0-útisigri liðsins gegn Þrótti úr Reykjavík í Laugardalnum Meira
16. júní 2023 | Íþróttir | 131 orð | 1 mynd

Fylkiskonur sannfærandi gegn nýliðunum

Fylkir vann sannfærandi 3:0-heimasigur á nýliðum Fram í 1. deild kvenna í fótbolta í Árbænum í gærkvöldi og fór fyrir vikið upp í þriðja sæti deildarinnar. Þórhildur Þórhallsdóttir kom Fylki yfir strax á áttundu mínútu með sínu öðru marki í deildinni í sumar Meira
16. júní 2023 | Íþróttir | 132 orð | 1 mynd

Hans hetjan og Fjölnismenn í toppsætið

Hans Viktor Guðmundsson, fyrirliði Fjölnis, var hetja liðsins er það gerði afar góða ferð til Grindavíkur og vann 1:0-útisigur á Grindavík í 1. deild karla í fótbolta í gær. Varnarmaðurinn skoraði sigurmarkið á 39 Meira
16. júní 2023 | Íþróttir | 70 orð | 1 mynd

Í nýliðaval þróunardeildar NBA

Þorvaldur Orri Árnason, leikmaður KR í körfuknattleik, hefur skráð sig í nýliðaval þróunardeildar NBA-deildarinnar. Karfan.is greindi frá því að Þorvaldur Orri verði hluti af fyrsta hópi leikmanna sem freistar þess að komast að hjá félagi í… Meira
16. júní 2023 | Íþróttir | 74 orð | 1 mynd

Liðsstyrkur í Hafnarfjörðinn

Karlalið Hauka í handknattleik, sem hafnaði í öðru sæti Íslandsmótsins á nýafstöðnu tímabili, hefur samið við Úlf Gunnar Kjartansson um að leika með liðinu næstu þrjú ár. Úlfur Gunnar kemur frá ÍR, sem féll úr úrvalsdeildinni á tímabilinu Meira
16. júní 2023 | Íþróttir | 63 orð | 1 mynd

Selfyssingar styrkja sig

Spánverjinn Álvaro Mallols Fernández hefur samið við handknattleiksdeild Selfoss um að leika með karlaliðinu næstu tvö tímabil. Mallols er 23 ára gömul rétthent skytta sem hefur leikið með Mare Nostrum Torrevieja í heimabæ sínum Torrevieja í neðri deildum Spánar undanfarin ár Meira
16. júní 2023 | Íþróttir | 1037 orð | 2 myndir

Þarf allt að smella í Köln

Þýskaland Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Gísli Þorgeir Kristjánsson var útnefndur besti leikmaður þýska handknattleiksfélagsins Magdeburgar á dögunum. Meira
16. júní 2023 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

Ægir aftur í Stjörnuna

Körfuknattleiksmaðurinn Ægir Þór Steinarsson hefur skrifað undir samning við Stjörnuna og gengið í raðir félagsins á nýjan leik, eftir tvö ár sem atvinnumaður í B-deild á Spáni. Ægir lék með Stjörnunni frá 2018 til 2021, en hefur undanfarin tvö ár… Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.