Kostnaður við borgarlínuna hefur blásið út og eru framkvæmdir þó varla hafnar, hvað þá reksturinn sem afar óljóst er hvað mun kosta eða hver mun niðurgreiða. Það virðist ekki trufla framkvæmdaraðila, sveitarfélög eða ríkisvald að slíkt smotterí, nokkrir milljarðar á ári, sé ófrágengið. Í liðinni viku sagði Morgunblaðið frá því að félagið með öfugsnúna nafnið, Betri samgöngur, hygðist láta endurmeta verðmæti Keldnalandsins til að standa undir auknum kostnaði við borgarlínuverkefnið.
Meira